Lögrétta - 15.07.1924, Side 2
2
LÖGRJETTA
Helfró.
Hann bækir á brekkuna síðla dags,
sjer ekki hríðina norður á fjöllum,
tetar sig upp eftir hjalla af hjöllum,
heldur svo áfram til sólarlags.
pá var sem stormur úr læðingi leystist,
hann lambdi, barði, hamaðist, geystist,
og norðanhríðin svo nöpur og dimm
nágreipum spennir hann, ferleg og grimm.
Hjer er ei fært að halda á,
en hálfu verra að komast til baka,
því við af brekkunni váklettar taka;
vargurinn hlaut þar margan ná.
Hann heldur í veðrið, en verður að þoka,
veginum er nú búið að loka.
Viltum er til varna smátt
og vonleysið er ráðasmátt.
Pá sjer hann að framundan lýsir á leið,
á lýsuna gengur hann allshugar feginn,
hirðir ekki um hel eða veginn,
heiðin finst honum sljett og greið.
Fyrir sjer lítur hann háreista höllu,
af höllinni lýsir sem sólblik á mjöllu;
þar sjer inn í glæstan guðasal,
með glitfagrar súlur og myndaval.
Hugfanginn stendur og horfir á
þá himnesku dýrð um gjörvallan salinn;
í huga hans fölnar blómskreyttur balinn,
blómin verða eins og sinustrá.
Á hvelfingu glitra gimsteinaraðir
sem guðlegir laukar alblómgaðir,
veggtjöldin ekki verða skýrð,
hann veit ei slíka jarðneska dýrð.
- -....-v—i-
Fegurst af öllu á þeim stað
var undrafögur kona á stóli,
skínandi hvítum klædd var kjóli,
krýndi enni demantshlað.
Enginn að sjá þá sjón hefir fengið,
og síðan aítur til jarðlífs gengið.
Hún send var af himni honum, er dó,
í helstríðinu að veita fró.
Við fótskör hennar þá lágt hann laut:
Lof mjer að dvelja hjer, fagra drotning.
Jeg krýp þjer í auðmýkt og lýt í lotning,
láttu mig ekki aftur braut.
Hún rjettir út hendina, á höfuð hans styður,
þá hnje hann máttvana á grúfu niður.
Hún hafði svæft hann sveíninum þeim,
er sækir að lokum alla heim.
Vertu ekki að gráta, vinur minn,
þó vonirnar bregðist stöku sinnum,
í lífsins þrautum lyf vjer finnum,
lyfið geymir hugurinn.
Leitirðu, færðu lækning' nauða,
í lífi von og fró í dauða.
þjer veitt var ekki án smyrsla sár,
án sælu ekki nokkurt tár. G. Bjömsson.
Kaflar úr Brjefi
frá Bandaríkja-tslendingi
um íslensk stjómmál og stjórnar-
far á síðustu ámm.
------Niðurl.
Jeg veit ekki hvort jeg á að minn
ast á gengið, það er svo margþætt
mál. Fyrst má telja tapið á sjávar-
afurðunum, er fyrsti bylurinn
skall á. pað tap ásamt verðfalli
fjölda togara, sem keyptir voru
þegar verst gegndi, hefir jetið upp
allan ágóða útgerðarinnar árin á
undan og líklega meira þó. Einstak-
ir menn hafa vitanlega setið eftir
með hagnað, en heildin líklega ver
farin en áður.
Gróði bændanna er meiri í orði
en á borði, virðist mjer. Allur
þeirra gróði er mismunurinn á
framleiðslukostnaði og söluverði
búsafurðanna árin 1915—1920, að
frádregnum reksturshalla næstu
ára á eftir, meðan jafnvægi var að
komast á og afurðirnar fjellu í
verði miklu meira og skyndilegar
en framleiðslukostnaðurinn. Roll-
an, sem kyr var í kotinu eða jetin
heima, steig aldrei í verði. Afurð-
in steig í verði, en bústofninn í
rauninni ekki. Sama gildir um ann-
að lausafje og jarðirnar. Bóndinn,
sem borgaði skuldir sínar á góðu
árunum, græddi að vísu þá, en fór
ekki sá gróði er afurðirnar íjellu?
Sá sem seldi lömb og annað lausa-
fje, auðgaðist ekki heldur, þótt
verðið væri hátt, því að nú er hon-
um borgað með 50 aura krónu, og
hvar er þá gróðinn ?
Tekjuhalli ríkissjóðs, sem veltur
á milljónum árlega, lántökur og
verslunarhalli, sem skifta tugum
milljóna, og ekki síst seðlaútgáfan,
sem lítið verðmæti stóð á bak við,
alt eru þetta orsakir til gengis-
fallsins, og aðalsökin hvílir á stjórn
og þingi. Lánin að mestu óþörf og
orðin að miklu leyti að eyðslufje.
pað átti að vera stjórninni innan
handar að takmarka innflutning-
inn og hafa eftirlit með útfluttum
vörum, þannig, að trygging væri
fyrir því, að andvirði þeirra gengi
aðeins í rjettmætar greiðslur. pað
hefir máske ekki verið mikill flótti
gjaldmiðils úr landinu, en þó grun-
ar mig, að ekki sje með öllu örgrant
um það. íslenskir fjármálamenn og
„spekúlantar“ virðast mjer vera
svo vel að sjer í sinni grein, að jeg
býst við, að þeim hafi ekki alveg
sjest yfir þetta ráð, þegar þeir sáu
Lesbók Lögrjettu V.
EM ilin ð íslanðl.
Eftir Snæbjörn Jónsson.
I. Einangrunarpólitíkin.
En se donnant une langue de
civilisation propre, une nation
s’isole des autres. A. Meillet.
The whole civilised world is a
co-operative manufactory of
knowledge.
Tungumálanefndin bretska
1918.
pað er ekki sjaldgæft að heyra
það látið í ljósi, að einangrun okk-
ar íslendinga frá umheiminum í
þúsund ár hafi verið okkur til bless
unar. Henni sje það að þakka, að
okkur hafi tekist að varðveita
tungu okkar og þjóðerni, auk þess
sem hún hafi bægt frá okkur ýmsu
minniháttar böli. Af þessari sögu-
legu ályktun er hin svo aftur dreg-
in, að þennan ómetanlega varnar-
garð, einangrunina, megum við
með engu móti láta rofna, þareð
þá muni steðja að okkur í framtíð
öll sú ógæfa, sem hann hafi bægt
frá okkur í liðinni tíð.
Enginn mun vilja um það deila,
að það sje sökum einangrunarinn-
ar, hve lítið íslensk tunga hefir
breytst síðan á landnámsöld. par
er um einfalt og óvillugjarnt at-
riði að ræða. Aftur á móti fer fljótt
að oskyrast ef haldið er lengra eft-
ir hugsanabraut föðurlandsvin-
anna, svo að þær eru nú sin í hverri
áttinni vörðurnar, sem vísa að
næsta áfanganum, sólskinsbrekku
hvað að fór. Eitt af því allra versta
er þó seölamergðin. Fyrir nokkr-
um árum sá jeg nokkuð um það
ritað, hve mikið veltufje þyrfti 1
landinu, og á því átti seðlaútgáfan
að vera bygð. En sannleikurinn er
sá, að seðlarnir voru gefnir út langt
fram yfir þarfir, og af því leiddu
„spekúlationir“. pað þarf ekki að
vera gull á bak við seðlana, kjöt og
fiskur eru alveg eins góð trygging,
en verðmæti verður að standa á
bak við seðilinn, annars er hann
einskis virði. pað er ekkert annað
en verðmætið, sem á bak við stend-
ur, sem gefur honum gildi. Hluta-
brjef í stórhýsi, sem gefur af sjer
góðan arð, gengur kaupum og sölu
og getur verið eins góð eign eins
og gull. En gleypi jörðin hús og
grunn, þá er hlutabrjefið orðið
verðlaust, nema vátrygging komi
til. Sama gildir um verðbrjef í jörð,
ef skriða íellur, sem eyðileggur
byggingar, tún og engi, þá er verð-
brjefið einskis virði, af því að verð-
mætið, sem stóð á bak við það, er
ekki lengur til. Svona er það líka
þjóðernisins. pað vakir auðsjáan-
lega ekki hið sama fyrir öllum sem
hampa því þraut-þvælda orði. T. d.
virðist mjer, að Jón Jónsson (Að-
ils) hafi lagt dálítið annan skiln-
ing í það en ritstjórinn, sem leiddi
rök að því, að það væru hestarnir
okkar (en af þeim kemur „okkar
ágæta íslenska hrosshár“) sem
best hefðu viðhaldið íslensku þjóð-
erni, eða greinarhöfundurinn sem
nýlega benti á, að það væri lestur
íslandssögunnar. En ef við lát-
um það tákna blátt áfram kyn-
stofninn, þá mun mega telja það
nokkurnveginn áreiðanlegt, að
hann hefði blandast meira en hann
hefir gert nú í tíu aldir, ef við
hefðum verið í nánari kynnum við
aðrar þjóðir.
Við skulum því kalla það sann-
að, að það sje einangrunin, sem
varðveitt hefir tungu okkar og
þjóðerni. En er það nú alveg ugg-
laust, að þessi varðveitsla hafi ver-
ið okkur hrein og bein guðsbless-
un? Jeg veit, að það hlýtur að
vera ákaflega ljótt að efast um
slíkt, og sá sem gerist sú fordæða
að láta efann í Ijósi, ætti sjálfsagt
að brennimerkjast sem óalandi og
óferjandi föðurlandssvikari. Eigi
að síður verð jeg að dirfast að gera
þetta, því jeg efa mikillega. Hvert
sem jeg lít í nálægum löndum,
verða fyrir mjer þjóðir, sem tala
annað mál en þær gerðu fyrir
þúsund árum, en samt sem áður
eru þessar þjóðir a. m. k. eins vel
mentaðar og við; flestar miklu
betur. Og er það þá svo voða glæp-
samlegt, að mjer skuli detta í hug,
með seðlana. pað sem á bak við þá
stendur, gefur þeim verðmæti.
Gangi það verðmæti úr sjer raun-
verulega eða hlutfallslega, þá falla
seðlarnir í verði eða missa jafnvel
alveg gildi sitt. petta lögmál sýndi
sig líka, þegar sjávarafruðirnar
fjellu í verði. pær gáfu seðlunum
gildi, og með verðfalli þeirra fjellu
seðlarnir. I stað þess að brenna
seðlana, voru þeir með lögum gerð-
ir að gildum gjaldmiðli innanlands.
pað var því líkt sem að gefa steina
fyrir brauð.
Enn má nefna kauphallarbrask,
sem við ekkert verðmæti styðst, —
aðeins alls óvissar gróðavonir.
Ilvað þetta eitt getur mikil áhrif
haft á gengið, sýnir 40% verðfall
frankans eftir nýárið í vetur fyrir
einbert brall. Hann steig að vísu
fljótlega aftur, og það hærra en
áður, en brallararnir sitja eftir
með hundruð milljóna dollara tap.
Síðast en ekki síst má nefna efna
hag, hæfileika og mannkosti. Til-
trúin á framleiðslumögúleika og
mannkosti þjóðarinnar hefir ekki
að ef til vill hefðum við getað hang-
íð í tölu siðaðra þjóða, þó að víð
hefðum talað sömu tungu og ein-
hver þeirra gerir? Um þjóðernið
er það að segja, að þegar jeg fer að
svipast um til þess að finna hvað
skeð hefir, þegar tveir eða fleiri
þjóðflokkar blönduðu blóði, þá
tekst mjer ekki að finna eitt ein-
asta dæmi þess, að afkvæmið yrði
fyrir þá sök afmán eða ættlerar.
Hinsvegar rekst jeg á það víðsveg-
ar um heim, að einmitt þær þjóð-
irnar, sem mestum hæfileikum eru
búnar og atgervi, eru af blönduð-
um uppruna. pegar svo þar við
bætist, að fræðimenn hafa marg-
sinnis bent á það, að merkilega
margir af afburðamönnum mann-
kynsins hafa verið af blönduðu
ætterni, er þá ekki von, að óbrot-
inn alþýðumaður eins og jeg veik-
ist í trúnni á þessa hreinræktunar-
kenningu ættjarðarvinanna?
Sannleikurinn er sá, að jeg skoða
þetta margtuggna glamur í besta
lagi sem fimbulfamb fávísra
glanna. pegar menn með sæmilegri
skynsemi láta sjer það um munn
fara, get jeg ekki að því gert að
dæma það ennþá harðara.
Einangrun okkar á liðnum tím-
um hefir óefað að sumu leyti ver-
ið okkur til góðs, enda er fátt svo
ilt, að einugi dugi, en þó ætla jeg
það sannast, að alls og alls hafi
hún verið okkur til meiri bölvun-
ar en orðum verði mælt eða tölum
talið.
En jafnvel þó að við kynnum að
hafa verið betur farnir á liðnum
öldum fyrir það, að við vorum ein-
óveruleg áhrif á gengið. Morgan
lánaði 100 milljónir dollara til þess
að stöðva gengi frankans, af því
að hann trúði á frönsku þjóðina
og treysti henni, eftir því sem hann
hefir sjálfur sagt frá.
pað er ekki allra skaði að krón-
an er aðeins 50 aura virði og að
sumu leyti ekki óheppilegt, meðan
verið er að gera upp reikninga
seðlaflóðs (inflations) tímabilsins.
Setjum svo að þú hafir keypt jörð
1919 fyrir 10000 kr„ jörð sem áð-
ur var og nú er ekki nema 5000 kr.
virði. pegar afurðir búsins, sem
jörðin ber og framfleytir, fjellu í
verði, var þjer gert ómögulegt að
borga andvirði hennar með 100
aura krónum,en nú borgar þú sann-
virði með 50 aura krónum. Fram-
leiðendur skaðast ekki á lágu gengi
krónunnar, og það gerir ekki svo
mikið til, hvar hún stendur, ef
gengið er aðeins fast. Austurríska
krónan var stöðvuð á lágmarki, og
þar hefir reynslan sýnt, að það er
ekki verðgildi krónunnar sem mest
ríður á, heldur hitt, að gengið sje
angraðir, þá er ekki þar með sann-
að, að einangrun sje okkur hall-
kvæm í framtíðinni. Matthías
komst heppilega að orði þá eins og
oftar, er hann sagði, að tíðin væri
að hafa fataskifti. En þeir sem alt
af horfa um öxl sjer, eiga ósköp
erfitt með að átta sig á því, að tím-
arnir sjeu að breytast, enda er það
ofur skiljanlegt, því örlög þeirra
sjálfra eru ávalt hin sömu og konu
Lots. pað er lögmál náttúrunnar,
en ekki sleggjudómur tilviljunar-
innar, sem bæði hún og þeir verða
að beygja sig fyrir.
Breytingarnar í heiminum eru
miklu hraðari og miklu víðtækari
nú á síðustu tímum en þær hafa
áður verið. Fjarlægðirnar virðast
vera gersamlega að hverfa fyrir
nýjum og stórkostlegum uppfundn-
ingum, og samskifti þjóðanna,
bæði andleg og líkamleg, aukast
þarafleiðandi hröðum skrefum. pað
þarf enga spádómsgáfu til þess að
segja það fyrir með öruggri vissu,
að áður en sú kynslóð er öll til
grafar gengin, sem nú er uppi.
verður hversdagslífið búið að taka
svo gagngerðum breytingum, að
engan óraði fyrir slíku þegar þeir
voru í vöggu, sem nú eru komnir
á fulltíða aldur. peir sem lengst
ganga í því að segja fyrir um hin-
ar miklu byltingar, sem í vændum
sjeu, eru einmitt mennirnir, sem
dýpst hafa skygnst inn í leyndar-
dóma vísindanna og sem best
þekkja það, hve nauðsynlegt það
er að kunna staðhæfingum sínum
hóf.
pað er engin þörf á skörpum
stöðugt. Gildi krónunnar hefir eng-
in áhrif á verðlag útfluttra vara.
Verðlag á heimsmarkaðinum er
miðað við gull. Annari skoðun hef-
ir þó verið haldið fram heima. pað
var tekið til dæmis, að maður
keypti 200 kr. virði í erlendum
vörum og skyldi borga þær síðar
með 100 kg. af kjöti, nú fjelli krón-
an um 20%, og þá þyrfti 125 kg.
af kjöti til þess að borga erlendu
vöruna. þetta er ekki rjett, því að
það var aðeins krónan en ekki kjöt-
ið sem fjell. Ef vöruverð færi eftir
gengi í hverju landi, þá ætti t. d.
jafnstór og samskonar timburfarm
ur að vera helmingi dýrari frá Sví-
þjóð en frá Noregi. Svona hugsa
ýmsir menn heima. En það nær
engri átt.
--o--
Athugasemd.
í Lögrjettu 27. f. m. og 10. þ. m.
hefir sjera Eiríkur Albertsson
birt grein um „nýjan skóla“,*) er
hann stofnaði á heimili sínu síðast-
liðið haust. Grein þessa hefði jeg
helst viljað leiða þegjandi hjá
mjer, en jeg tel, að í henni sje að
þarflausu og ranglega sveigt að
þeirri stofnun, er jeg nú veiti for-
stöðu, og þá auðvitað mjer per-
sónulega, og því ætla jeg að biðja
Lögrjettu fyrir þessar línur.
Skeytum er raunar beint til fleiri
slíkra stofnana og óbeint til allrar
kennarastj ettar landsins, og er þá
best að jeg svari einhverju af þeim
um leið, úr því að jeg tók mjer
penna í hönd.
Öllum þeim, er eitthvað hafa
fengist við unglingafræðslu, hlýtur
að þykja vænt um hinn mikla
áhuga sjera E. A. í uppeldismál-
um. Hitt er þorra manna ekki alveg
Ijóst, hví hann „varð að láta af“
forstöðu Ilvítárbakkaskólans, og
eiga menn því enn erfiðara með að
gera sjer grein fyrir nauðsyninni
á stofnun nýs unglingaskóla stutta
bæjarleið frá Hvítárbakka, með
því að hann hafði þar óneitanlega
fullkomlega óbundnar hendur til
að kenna allar þær námsgreinar,
sem voru „lifandi og fyrir lífið“.
Greinin er annars lítið annað en
*) Auðkendu orðin í þessari aths. eru
tekin úr grein sjera E. A., en letur-
breytingar eru mínar. G. A. S.
skilningi á rás viðburðanna til þess
að skilja það, að sá tími er nú þeg-
ar liðinn, að nokkurri þjóð geti
tekist að halda uppi einangrunar-
pólitík. pað er hvorki fyrir Islend-
inga nje aðra að hlaða um sig
Kínverjamúr. pað getur meira að
segja engin þjóð sjer að skaðlausu
gert tilraun til þess. Nú er það ein-
mitt lífsskilyrði fyrir hverja þjóð
að vaka og fylgjast með í hinum
miklu byltingum sem eru að ger-
ast.
Hvort sem það nú er af trölla-
trú á þá vernd og blessun, sem ein-
angrunin hafi veitt okkur á liðn-
um tímum og skorti á hæfileika til
þess að skilja, að það sem við átti
endur fyrir löngu, getur verið alls-
óhentugt í dag, eða þá af því að
áhrif margra alda einangrunar
sjeu okkur runnin svo í merg og
bein, að við getum ekki undan því
oki losnað, þá er það víst, að ein-
angrunarpólitíkin er enn ofarlega
á baugi á Islandi. Hún gægist al-
staðar út, en hjer skal aðeins
minst á eina mynd hennar, þ. e. ein-
angrun í andlegum efnum.
pað hefir fallið í okkar hlut að
tala tungu þá, er engin önnur þjóð
skilur, en af því leiðir það, að við
erum mállausir gagnvart umheim-
inum og jafnframt erum við eðli-
lega að kalla má bókalausir. pað
er langt frá öllum möguleika að
jafn lítil þjóð sem Islendingar geti
haldið uppi bókmentum til nauð-
synlegrar fræðslu þjóðinni, svo að
hún geti staðið mentuðum þjóðum
á sporði. Til þess þyrftum við að