Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.07.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.07.1924, Blaðsíða 1
Innheiinta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjndaginn 22. júlí 1924. 43. tbl. Umvíðaveröld. Lundúnafundurinn. 1 síðustu blöðum hefir verið sagt frá undirbúningi Lundúna- fundarins og ýmsum þeim erfið- leikum, sem þar urðu á vegi, milli Frakka og Breta. Nú er fundurinn samt tekinn til staría. Af helstu stjórnmálamönnunum, sem fund- inn áttu að sækja, vantar aðeins Mussolini. Hann sendi boð um það, að hann ætti ekki heimangengt. Bandaríkjamenn eru ekki heldur fastir þátttakendur og einnig hafa orðið deilur um þátttöku þjóð- verja. En Herriot forsætisráðherra Frakka hafði með sjer á fundinn 40 manna flokk, og meðal þeirra Nollet hershöfðingja og Foch marskálk. En um Ameríkumenn segir svo í skeyti, að þeir hafi mik- inn viðbúnað undir að gera þátt- 'töku sína í fundinum sem öflug- asta. Segir ennfremur, að Ame- ríkumenn óski þess að efla fjár- hagslega samvinnu og innilegt samband við Evrópuþjóðirnar, svo framarlega sem skaðabótatillögur Dawes-nefndarinnar komist í fram kvæmd og verði samviskusamlega ræktar af þjóðum þeim, sem hlut eiga að máli. Ameríkumenn taka því ekki fjarri að veita gjaldfrest á skuldum Evrópuþjóðanna í Ame- ríku, og gera það ef til vill að til- lögu sinni, að skaðabótanefndinni verði falið að taka þau skuldaskifti til athugunar. Óvíst var,hvort þjóðverjar tækju þátt í Lundúnafundinum. Vajf þetta þó í fyrstunni áform Ramsay Macdonald, en Frakkar beita sjer af alefli á móti því, að þjóðverjar sjeu látnir sitja fundinn. Utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Charles Hughes, sem nú er staddur í Bret- landi, hefir lýst því yfir opinber- lega, að þótt Ameríkumenn taki ekki beinan þátt í fundinum í Lond- on, þá sje Bandaríkjunum eigi að síður áhugamál, að styðja að því, að árangurinn verði góður, því að þessi fundur sje þýðingai-mest- ur allra þeirra funda, sem haldn- ir hafi verið um skaðabótamálið bæði fyr og síðar. Segir hann enn- fremur, að Bandaríkjamenn leggi mikla áherslu á, að tillögur sjer- fræðinganefndarinnar sjeu fram- kvæmdar afdráttarlaust, því á’nn- ars verði ekki úr lánveitingum Bandaríkjanna til þjóðverja. Annars segir svo um fundinn í síðustu skeytunum: Fundurinn í London hófst 16. júlí. Taka tíu þjóðir þátt í honum. Enda þótt skaðabótatillögur sjer- fræðinganefndar þeirrar, sem kend er við Dawes, sjeu aðalfundarefn- ið, er dagskráin samt afar marg- brotin; til dæmis á að ræða á fund- inum, á hvaða hátt framkvæma skuli tillögur sjerfræðinganefndar- innar og hvort skaðabótanefnd bandamanna í París eigi að fá óskorað vald til að skera úr vafa- atriðum þeim, sem upp kunna að koma. Ennfremur á að ræða um, á hvern hátt Bandaríkin eigi að taka þátt í framkvæmd skaðabóta- tillaganna og viðreisnarstarfsins. Ennfremur liggur það fyrir, að ákveða, hvenær þjóðverjar fáí aft- ur yfirráðin yfir Ruhrhjeraði og hvernig skuli fyrirkomið útboði og útvegun láns þess, að upphæð 40 milljónir sterlingspunda, sem í ráði er að þjóðverjar fái. Fieiri mál liggja einnig fyrir fundinum. Menn gera sjer vonir um mik- inn og góðan árangur af fundin- um, með því að allir aðiljar hafa samþykt tillögur sjerfræðinga- nefndarinnar í aðalatriðum. þó eru sum aukaatriðin svo mikilvæg, að búast má við alvarlegum erfiðleik- um. Frummælandi var Ramsay Mac Donald forsætisráðherra. Lagði hann í ræðu sinni mikla áherslu á það, að framkvæmdar verði ekki aðeins í orði heldur og á borði til- lögur sjerfræðinganefndar Dawes. Kvað hann alla þá, sem veita ætl- uðu þjóðverjum skaðabótalánið mikla, 40 milljónir sterlingspunda, verða að fá fullnægjandi trygging fyrir láninu. Ennfremur mæltist hann til þess, að svo yrði búið um hnútana, að Frakkland þyrfti ekki neitt að óttast af þjóðverja hálfu. Innbyrðis skuldir bandamanna verða ekki ræddar á fundinum, heldur aðeins sjerfræðingatillög- urnar, því að á því, að samkomulag náist um þær og þær komist í framkvæmd, byggist, að skaðabóta greiðslur geti farið fram. Ennfrem ur geti þá orðið mögulegt að byrja hið íjárhagslega viðreisnarstarf í þýskalandi og gera það að einni heild aftur, hvað sem snerti fjár- hags- og atvinnumál. Yfirleitt kvað Macdonald það fyrir öllu, að skaðabótamálið yrði rætt frá fjárhagslegu en ekki stjórnmálalegu sjónarmiði. Væri þetta heilbrigður grundvöllur, sem gefa mundi góðan árangur. Skeyti 19. þ. m. segir, að sam- þykt hafi verið á fundinum, að fulltrúi frá Bandaríkjastjórninni taki þátt í umræðum og ákvörðun- um skaðabótanefndarinnar, hve- nær sem nefndin ræðir um, hvort þjóðverjar hafi í einhverju atriði rækt skuldbindingar sínar eða ekki. Á alþjóðadómstóllinn í Haag að út- nefna þennan mann. Hingað til hef ir hinn franski formaður nefndar- innar jafnan kveðið upp úrskurð um atriði, sem ágreiningur hefir verið um innan nefndarinnar. Frökkum er breyting þessi mjög ógeðfeld, en verða þó að sætta sig við hana, vegna þess að Bandaríkja menn munu að öðrum kosti neita að taka þátt í lánveitingu þeirri til þjóðverja, sem sjerfræðingatillög- urnar gera ráð fyrir. Bandaríkjamaður Young var svo skipaður til þess að hafa með höndum yfirstjórn skaðabóta- greiðslumálsins. Fundarmenn skiftust brátt í nefndir. 1 fyrstu nefnd, sem á að ræða vanrækslur á skuldbindingum þjóðverja og finna ráð gegn því, að þær komi fyrir, er Philip Snow- den ráðherra formaður. Önnur nefnd á að fjalla um Ruhr-málið, og er Thomas nýlenduráðherra formaður hennar. þriðja nefndin, undir forsæti Kindersley, á að gera tillögur um skiftingu skaðabót- anna milli bandamanna. Og 21. þ. m. segja skeytin, að álit sjeu þeg- ar farin að koma frá nefndum þeim, sem skipaðar hafa verið á fundinum til að athuga einstök at- riði skaðabótamálsins. Meðal ann- ars hefir nefnd sú, sem íhuga átti vanrækslur á uppfyllingu skilmála þeirra, er Dawes-nefndin áskilur í tillögum sínum, skilað áliti sínu. Fulltrúar Frakka í þessari nefnd hafa sætt sig við, að Bandaríkja- maður sje skipaður umsjónarmað- ur skaðabótagreiðslnanna og að fulltrúi frá lánveitendum þeim í Bandaríkjunum, sem leggja fram fje í þýska lánið, sje að spurður, áður en bandamenn úrskurða, hvort vítaverðar vanrækslur hafi orðið af þjóðverja hálfu, að því er snertir uppfylling skaðabótamáls- ins í framtíðinni. þriðja nefnd, sú sem gera skyldi tillögur um skift- ing skaðabótafjárins milli banda- manna, hefir einnig skilað áliti sínu. En í annari nefnd, þeirri sem átti að fjalla um yfirráðin yfir Ruhr-hjaraðinu, hefir ekkert sam- komulag orðið ennþá. 1 dag er haldinn sameiginlegur fundur allra fulltrúanna. Endanleg ákvörðun um málið bíður úrskurð- ar þessa og annara sameiginlegra funda ráðstefnunnar. Er byrjunin talin góð og gefa vonir um sæmileg an árangur. Síðustu símfregnir. Uppreisn er sögð í Brasilíu. — í Kína hefir nýlega orðið stórfelt manntjón af vatnsflóði. T. d. er sagt, að skolast hafi burtu borg með 75 þús. íbúum. — Rússneska stjórnin er að láta auka og bæta Eystrasaltsflotann. — Frá Aþenu er símað, að þingið þar hafi felt traustsyfirlýsingu til stjórnarinn- ar, og stjórnin því sagt af sjer. Nýi forsætisráðherrann heitir Kap- handaris. Fæddur 14. febr. 1867. — Dáinn 11. júlí 1924. Við útför hans frá húsi Oddfjelaga 21. júlí 1924. Eitt land með grænum grundum og glaðri birkihlíð og sólargljá á sundum hann sá á bernsku tíð; með litaskraut og ljóma og ljós um fell og tind og hvísli blæs og blóma um blámans helgidóma. ' Ilann mændi á þá mynd. Hann lands þess fór að leita. Af löngun hjartað bi*ann. Og sólskinsfegurð sveita í sumardýrð hann fann, með yndi í því smáa, sem augað greinir næst, og útsýn að því háa, því eilífdjúpa, bláa, sem laðar lengst og fjærst. Hann sjer nú landið Ijósa ei lengur hilling í; um reiti draumsins rósa nú reikar andinn frí. Og æ að skynja’ og skoða er sköpun drottins ný, hvert sólar ris í roða, hvert rensli hafsins boða og skin á hvolfsins ský. Sem bros frá birkihlíðum í blæ, er sólin skín; sem á með ómi þýðum er endurminning þín. Með þökk í hugum hlýjum við hjeðan fylgjum þjer, og dauðans dimmu skýjum er dreift af bjarma nýjum frá von, sem eilíf er. p. G. ---o--- Heimsstyrjöldin og eftirköst hennar. Tvö síðustu hefti þeirrar bókar, eftir þorst. Gíslason, eru nýkomin út. Áður voru komin út 3 hefti, hvert 12 arkir, en nú koma út 2 hefti saman, sem eru 28 arkir, svo að bókin er alls 64 arkir, eða 4 örk- um stærri en upphaflega var áætl- að. Fyrri heftin hafa kostað áskrif- endur kr. 5,50, hvert um sig, en þetta tvöfalda hefti kostar þá 12 kr. því fylgja 200 myndir af mönn- um og viðburðum úr stríðinu. Innan skams fæst bókin, heft í eina heild, hjá útgefendunum, Steindóri Gunnarssyni prent- smiðjustjóra og höfundinum, og kostar 30 kr., en það er mjög lágt verð nú eftir stærð bókarinnar, sjerstaklega þegar tekið er tillit til þess, hve mikið fylgir henni af myndum. ----o--- „Rán eða ræktun" eftir Guðm. Davíðsson. Ritgjörð með þessari fyrirsögn birtist fyrst í tímaritinu „Rjett- ur“, en fæst nú sjerprentuð í bóka- búðum. Menn og konur lesi þessa litlu bók — og láti börn sín kynnast eðli máls þess, sem ritgjörðin fjall- ar um. því þarna birtist öllum hálfkunnur heimur, — sem opnar lönd sín með stærri veruleik — með meiri boð um lífið, — en flestir ungir og gamlir hafa öðl- ast tök á að grandskoða. Ritgjörð þessi er ein sú allra þarfasta sem gjörð hefir verið í landi okkar — og skulu hjer birt nokkur dæmi og umsagnir _ höf- undar til skýringar: „Fornmenn fluttu með sjer korn frá Noregi. þeir ræktuðu tún, veittu vatni á engjar, hlóðu vörslu garða og gjörðu ýmislegt fleira til að rækta landið, þó þeir lifðu aðal- lega á ránsfeng sínum úr forða- búri náttúrunnar, eins og menn gjöra yfirleitt enn í dag. Korn- ræktin var stunduð þangað til jarðvegurinn var orðinn svo ófrjór, vegna langvarandi frjóefnaníðslu, og hættur að vera arðberandi“. „Á einum stað á vesturströnd Ameríku voru taldir 27000 kópar steindauðir árið 1895; þeir höfðu orðið hungurmorða vegna þess, að mæðurnar voru drepnar úti á hafi, meðan þær voru að sækja fæðu handa börnum sínum“. „Maðurinn sækir allar líkamleg- ar þarfir sínar í skaut náttúrunn- ar, nær sjer eða fjær, en einkum þó til gróðurmoldarinnar, sem svo- er kölluð. það má fullyrða, að hún sje móðir allra jarðneskra gæða. Hún framleiðir daglegt brauð, sem enginn maður getur án lifað. hvaða störfum sem hann gegnir í mannfjelaginu. Hún er uppspretta menningar og framfara mannkyns- ins. Ef gróðurmoldin hyrfi á einni svipstundu af yfirborði jarðarinn- ar, mundi mannkynið hverfa um leið eins og dögg fyrir sólu, enda þótt hafið væri fult af fiskum og fjöllin úr skíru gulli“. „Flestar menningarþjóðir kunna nú orðið að meta kosti gróður- moldarinnar, og kunna tök á að yrkja hana og verja — gera jörð- ina sjer undirgefna. þær reyna að fjötra hvern moldarhnefa, sem hægt er að ná tangarhaldi á, með ávaxtabærum jurtagróðri.og vama þess, að moldin skolist út í hafið eða hverfi út í veður og vind“. „Útlendingar sumir, sem þekkja hjer til, eru í vafa um það, hvort telja skuli Islendinga með menn- ingarþjóðunum eða ómentuðum skrælingjum, ef dæma á eftir því, hvernig þeir rækta landið og búa við náttúruna“. „þó að alment sje tekið svo til orða, að íslendingar hafi lifað á landbúnaði frá því í fornöld, er langt frá því að það sje rjett. At- vinna manna hefir jafnan verið sú, að ræna gæðum landsins, fletta það klæðum og spilla náttúruauðnum á allar lundir. 1 staðinn fyrir að búa landið, hafa menn rúið það. Túnin, þessir örmjóu og illa rækt- uðu kragar kringum bændabýlin, eina sýnilega slóðin eftir 1000 ára landbúnað á íslandi, þau eru víð- ast hvar ekki stærri en þáu voru fyrir 1000 árum, og mörg sennilega miklu minni. Landbúskapurinn hefir unnið meira í þá áttina, að slíta hringrás lífrænu efnanna í náttúrunni en tengja hana saman. Landið ber þess víða áþreifanleg- ar menjar“. Ennfremur segir Guðm. Davíðs- son: „Síðan land bygðist hefir eng- inn, svo kunnugt sje, gert tilraun til að sá svo miklu sem einu ein- asta fræi — fiskhrogni —- í hinn mikla vitaðsgjafa, hafið kringum ísland, sem ávextirnir eru þó hirt- ir úr í sífellu, í þeim tilgangi að rækta það“. „En það sannast, að gæði hafsins þrjóta, og hverfa með öllu, verði ekki frjóanginn varðveittur og ræktaður, sem uppskeran bygg- ist á“. Vjer ályktum, að þorra manna þyki þetta síðasta ótrúlegt — en fari nú svo, að stórútgerðarmönn- unum fyndist þetta ekki ólíklegt, — þá er einmitt þeim fyrstum manna trúandi til þess að koma upp klakstöðvum á tilvöldum stöðum. öll framtakssemi stórútgerðar- manna hefir stefnt í þá átt til þessa, — að klakstöðvar fyrir fiskitegundir gætu beinlínis verið næsti liður á stefnuskrá þeirra. J. S. K. ----o---- Vestmannaeyjum 16. júlí. FB. Sigurður Sigurðsson bæjarfógeti hjer tók í gær í landhelgi enskan togara „Earl Kitchener“ frá Hull. Var hann fullur af fiski og hafði ætlað sjer að sigla með veiðina til Englands að tveim klukkustundum liðnum. Skipstjóri á togaranum heitir Worthington og er alþektur meðal íslenskra sjómanna undir nafninu Snói. Siglufirði 20. júli. FB. Allmörg skip hafa komið inn með síld í gær- kvöldi og í nótt. Afli hjá þeim hef- ir verið lítill, að undanteknu einu, sem hafði 600 mál. 1 dag er blíð- viðri og hiti. Fregnir frá Siglunesi segja, að stórar síldartorfur hafi sjest þar í morgun og hafi þar ver- ið f jöldi skipa að háfa upp síld. Bú- ist er við að mikil síld komi á land í kvöld. Frjetst hefir um tvö norsk skip af þeim, sem veiða utan land- helgi, og hafa þau bæði fengið góð- an afla. Síldarverksmiðja Sam. ísl. verslananna er búin að fá 2000 mál í bræðslu. Hlutafjelagið Valur hef- ir opnað hjer nýlega stórt og myndarlegt kvikmyndahús. Norska söngkonan Wisa Axelsen syngur þar í kvöld. Seyðisfirði 20. júlí. FB. Leiðang- ursskipið „Grönland" frá Kaup- mannahöfn kom hingað í gær- kvöldi og er það á leið til Scores- bysund til að koma þar á fót Eski- móanýlendu þeirri, er blaðið „Na- tionaltidende“ hefir beitt sjer fyr- ir að stofnuð yrði. Hefir skipið meðferðis húsavið og annað bygg- ingarefni. Hjer á Seyðisfirði tekur skipið nokkra hesta og fer á morg- un áfram til Grænlands, fyrir norð- an land. Foringi fararinnar er er Grænlandskönnuðurinn Einer Mikkelsen. Katrín Thoroddsen læknir er eini umsækjandi um Flateyjarhjerað. *

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.