Lögrétta - 22.07.1924, Blaðsíða 4
4
3. þá kastar tólfunum hjá Krist-
jáni, þegar hann fer að tala um
tvíeyringinn sinn og tunguna.
Hann byrjar á því, að tungurn-
ar breytist. Skárri er það nú upp-
götvunin! pá kvartar Kristján und-
an mjer og segir að jeg vilji taka
af sjer þann rjett til breytingar á
tungunni, sem forfeður vorir hafi
haft. Hjer heldur hann mig miklu
verri en jeg er. Enginn maður hef-
ir nokkurn tíma talið sig hafa rjett
til þess að breyta tungu sinni
óbrjálaðri. Allar eðlilegar breyt-
ingar tungunnar verða á afarlöng-
um tíma og án þess nokkur taki
eftir þeim, en hitt hefir aldrei átt
sjer stað, að menn færði tungu
sína úr lagi vísvitandi — fyr en
þessir ættarnafna-Kristjánar tóku
það upp. Jeg hefi aldrei viljað
taka þann rjett af mönnum að fara
með tunguna á sama hátt sem for-
feður vorir. þeirra heiður er sá
mestur, að þeir hafa varðveitt
tunguna, en ekki breytt henni. Og
þeim eigum vjer það að þakka, að
hún er enn sama tunga sem hún
var á landnámstíð og löngu fyrir
þann tíma. Kristján hefir fullan
rjett til þess, að varðveita íslenska
tungu, en hann hefir engan rjett til
þess að breyta henni eftir geð-
þótta sínum. En einmitt það vill
hann ólmur gera. Hann segir í
sömu andránni að jeg vilji eigi
hleypa neinum nýjum orðum inn í
málið. þar fer hann með full ósann-
indi. Jeg hefi sjálfur auðgað tungu
vora með nokkrum nýgjörfingum
og unnið að því með öðrum og eink-
um hvatt aðra til þess. En hitt er
rjett, að jeg vil eigi leyfa mönn-
um að hrúga inn í málið slettum og
bögumælum og býst jeg við að
Kristján verði mjer sammála um
það. Eða hvað? Við þessa ram-
skökku ákúru fyrir mótgang við
nýyrði, bætir Kristján öðru ennþá
fráleitara, þar sem hann barmar
sjer yfir því, að jeg vilji eigi leyfa
neinar „breytingar á beygingum
orða“. Er ekki ærnu fje og mikilli
vinnu varið til þess, að kenna
mönnum lög tungunnar, beyginga-
lög hennar eigi síður en annað?
Ætlast Kristján þá til þess, að
menn gjaldi kenslukaupið með
þeim hætti, að breyta lögum tung-
unnar, t. d. beygingum, eftir geð-
þótta? Hjer sem annarstaðar
blandar hann saman eðlilegum
breytingum tungunnar, er verða
öllum ósjálfrátt á löngum tíma og
handahófsbreytingum einstakra
manna, sem eru gersamlega óleyfi-
nóv. f. á. Ekki veit jeg, hver er
höfundur hennar, en það virðist
mjer hún bera með sjer, að hann
hafi hugsað málið, enda þótt hann
komist að talsvert annari niður-
stöðu en jeg. Honum er það sýni-
lega alvörumál og hann heldur
sjer við efnið, skrifar um það með
stillingu og þarafleiðandi meiri
kurteisi en títt er að sjá í íslensk-
um blöðum þegar menn ræða deilu-
mál. Röksemdum hans vona jeg að
sje að mestu svarað með því er að
framan er ritað. þó get jeg ekki
stilt mig um að geta þess, að hann
virðist hafa mjög ýktar hugmynd-
ir um erfiðleikana við að læra ensk-
una, og það sem hann segir um
Shakespeare eru hreinustu öfgar.
Mjer er vel kunnugt um það, að
hjer er ekki allfátt „ólært“ fólk,
sem lesið hefir Shakespeare sjer
að fullum notum, og nærri má geta,
hvort Englendingum er það ofvax-
ið að skilja rit hans, þar sem þau
eru lesin í hverjum einasta barna-
skóla þeirra.
- o.—
Jón Bergsson bóndi á Egilsstöð-
um á Hjeraði er nýlátinn. Hann
var landskunnur merkis- og rausn-
arbóndi.
Einar Jónsson myndhöggvari og
frú eru nýkomin heim frá Dan-
mörku.
Talsímagjöld innanlands hafa
verið hækkuð að mun, og hefir það
vakið óánægju og aðfinslur ýmsra.
Póstgjöld hafa einnig hækkað í vor
síðastl.
LÖGRJETTA
Iþróttanámsskcid
verður haldið hér í Reykjavík, frá 1. nóv. n. k. til 1.
apríl 1925. Námsgreinar eru þessar: Fimleikar, sund, glím-
ur, hlaup, stökk, köst, knattleikar, heilsufræði og Mullersæfingar- Kenslan
verður bæði munnleg og verkleg og sérstök áhersla lögð á að gera
nemendurna hæfa til að kenna. Að minsta kosti 20 menn verða að
gefa sig fram á námsskeiðið. Kenslugjald er 100 krónur, fyrir allan
tímann. Þeir íþróttamenn, sem sendir eru frá félögum innan í. S. í.
ganga fyrir öðrum umsækjendum.
Umsóknir ásamt ábyrgð tveggja manna fyrir öllum greiðslum við
námsskeiðið séu komnar eigi síðar en 15. sept. til forstöðumanns
Mullersskólans í Rvík, hr. Jóns Þorsteinssonar, frá Hofstöðum, sem
veitir námsskeiðinu forstöðu. Hann útvegar nemendum einnig fæði og
húsnæði, ef þess er óskað.
Stjórn Iþróttasambands Islands.
legar. Veit jeg eigi til að neinn
hafi fyr gert sig svo hlægilegan.
Niðurl.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
Áskorun og andsvar.
Lögr. hefir fengið eftirfarandi
áskorun frá Sigurði Nordal pró-
fessor, og þar næst andsvar frá
höf. greinarinnar í síðasta tbl.,
sem áskoruninni er beint til.
I nafnlausri ritfregn í síðasta
tölublaði Lögrjettu hefir höfundur
komið að eftirfarandi klausu um
heimspekisdeild háskólans: „Og
einmitt nú nýlega hafa enn á ný
spunnist umræður um hana og kom
ið fyrir atvik, sem opinbert leynd-
annál er um, að ekki hafa orðið til
þess að auka álitið á deildinni eða
Sigurði Nordal sjerstaklega, hjá
raörgum manni“.
Eins og hver maður getur sjeð,
or lijer sagt alt og ekkert. Óhlut-
vandur maður getur varpað fram
jafnóljósum dylgjum um hvern
mann og hverja stofnun, sem vera
skal. Lesandi með fjörugt ímynd-
unarafl getur lesið út úr þessu alt
hugsanlegt. þetta er fullkomin
fyrirmynd þess, hvernig drengileg
árás á ekki að vera. Nú skora jeg
á höfundinn, þó ekki væri nema
sjálfs sín vegna, að segja með svo
skýrum orðum, sem hæfileikar
hans leyfa, hver þessi atvik og op-
inbera leyndarmál sje. Fyr getur
enginn átt orðastað við hann.
Reykjavík 18. júlí.
Sigurður Nordal.
Eins og þeir munu sjá, sem lesa
með sanngirni og í samhengi um-
mæli ritfregnarinnar, sem hr. S.
N. á hjer við, er ekki og átti ekki
að vera í henni fólgin nein slík
„árás“ eða „dylgjur“, sem hann
vill vera láta. þó sagt sje svo um
mann, sem mikið vill láta að sjer
kveða í opinberu lífi, að einhver
orð hans eða gerðir hafi „ekki orð-
ið til þess að auka álitið á honum“,
þá getur slíkt ekki með neinni sann
gimi eða skynsemi gefið tilefni til
aðdróttana um óhlutvendni, dylgj-
ur eða ódrengskap þess, sem frá
því segir, og það því síður, sem
hlutaðeigandi annars er látinn
njóta fulls sannmælis, eins og gert
var í ritfregninni. það eru svo ein-
föld og algeng atvik, að menn geti
greint á um sitt hvað, að enginn
sæmilega stiltur og sannsýnn mað-
ur verður óður og uppvægur við
það eitt, að ekki sjeu allir skilyrð-
islaust sammála öllu, sem hann
segir, eða falli fram á ásjónu sína
fyrir öllum athöfnum hans. Hver
maður, sem þátt tekur í opinberu
lífi, verður að þola það, að skeð geti
stundum að skoðanimar skiftist
um hann. Sanngjarnar umræður
um skiftar skoðanir geta einmitt
oft orðið til þess að skýra málin
og bæta þau. Og til hvers í ósköp-
unum eru eiginlega blöðin, ef þau
mega ekki segja frá meiningarmun
um menn og málefni, sem almenn-
ing varðar ? Og annað var ekki gert
í ritfregninni, sem hr. prófessorinn
hefir tekið svona óstint upp, og
skrifað út af „áskorun" sína, auð-
sjáanlega í skyndilegri reiði eða
gremju. Ættu þó menn, sem sitja
í slíkum virðingarstöðum sem hr.
S. N., að reyna að stilla svo í hóf
orðum sínum, að ekki yrði um þá
sagt, að jafnvel rithátturinn á
stuttum fyrirspurnum út af smá-
málum væri þeim ekki til álits-
auka.
í stuttum blaðagreinum verður
oft að stikla stærra og fljótar á
efni, en æskilegast væri, og má vel
vera, að sumt geti þá valdið mis-
skilningi eða orðið óljóst. Er því
skylt að skýra það, ef um er spurt
og á einhverju veltur. Ætti þar
bæði að mega spyrja og svara án
þess að skapsmunirnir hrökkvi al-
veg upp af hjörunum. Og úr því hr.
S. N. hefir spurt, ætlar höfundur
ritfregnarinnar nú að byrja á því,
að veita honum nokkra úrlausn.
Eins og kunnugt er,var það sam-
þykt á síðasta þingi, að veita hr.
S. N. nokkra uppbót á kennaralaun
unum. Urðu um þetta allhvassar
deilur, og var það samþykt að lok-
um með litlum atkvæðamun. Um
sama leyti stóðu einnig deilur um
einn samkennara hr. S. N., s. s. hr.
Alexander Jóhannesson. En hann
hefir, í reyndinni, einn á hendi iðk-
anir og kenslu eins aðalþáttarins
í ísl. fræðum deildarinnar. Mála-
lokin urðu þau, að hann var svift-
ur öllum sínum styrk og átti að
fara frá háskólanum. Ýmsir bjugg-
ust við því, eftir því sem á stóð, að
hr. S. N. reyndi eitthvað að beita
áhrifum sínum til þess að bjarga
þessu við. En það brást. pó aðrir
mótmæltu, gerði hann það ekki.
Um leið og hr. S. N. lagði sig í
líma til þess að útvega sjálfum
sjer launahækkun og sjerstöðu
meiri en nokkur starfsbræðra hans
hefir, horfði hann á það þegjandi
og aðgerðarlaus, að annar nánasti
samverkamaður hans var skorinn
niður við trogið og sviftur öllu sínu
fje. Mundi enginn vinur hr. S. N.
hafa verið svo hreinskilinn að segja
honum frá því, að þeir menn voru
til, sem töldu svo,að álit hans hefði
ekki minkað neitt á því, þó hann
hefði snúist öðru vísi við því máli?
Með þe3su er þó ekki nú, fremur
en fyr,verið að hnýta í þessa launa-
bót hr. S. N.; öðru nær. Hún getur
legið alveg milli hluta. Hjer þarf
ekki einu sinni að vera um að ræða
neina sjerstaka vöm fyrir hr. A.
J. persónulega. því það er ekki að-
alatriði þessa efnis, hverjir menn-
irnir eru, sem þessa eða hina stund
ina sitja á kennarastólunum, held-
ur starf og stefna deildarinnar í
heild. Og það mun nú vera viður-
kent, í orði að minsta kosti, að
stefna deildarinnar eigi að vera sú,
að vera fyrst og fremst fyrir ís-
lensk fræði. Hefir hr. S. N. sjálf-
ur skrifað rjettilega um þetta. En
þó deildin eigi á að skipa góðum
mönnum, eru starfskraftar hennar
í þessum efnum þó ekki svo mikl-
ir og fjölskrúðugir, að hún megi
við því, að vera lömuð og limlest.
Minna er ekki unt að leggja í söl-
urnar fyrir háskólaiðkanir þjóð-
legra fræða, en að hafa við þær
einn mann um hverja aðalgrein,
sem þeim er skift í (bókm., sögu,
tungu). Og minna borgar sig ekki
að leggja í sölurnar, fyrst verið er
á annað borð að kosta stofnunina.
En einn af þessum liðum á nú að
falla niður, sem sjerstök grein, svo
afspurnarfagurt sem það er, að við
„æðstu vísindastofnun“ þessarar
þjóðar — sem ein hefir varðveitt
tungu feðranna, eins og þar stend-
ur — skuli þessi sama tunga ekki
eiga sjer neitt sjerstakt hæli.
þetta eru þá dylgjurnar, óhlut-
vendnin og ódrengskapurinn, sem
verið er að fremja í þessu efni —
að höf. ritfregnarinnar, eins og
margir fleiri, hefði óskað þess, að
hr. S. N. hefði sýnt það á borði, að
hann vildi halda uppi merki deild-
ar sinnar, þegar í hættu voru stödd
þau grundvallaratriði hennar, sem
hann sjálfur viðurkennir fúslega í
orði. J>að, að hr. S. N. gerði þetta
ekki, var atvik, sem ekki hefir orð-
ið honum til álitsauka hjá mörgum
manni. Og annað var ekki sagt í
ritfregninni.
Sjálfsagt mætti skrifa miklu
meira um þessi mál. Og ekkert skal
um það sagt, hvað hið „fjöruga
ímyndunarafl“ hr. S. N. getur úr
því spunnið. Hjer hefir verið drep-
ið á það, stutt að vísu, en kurteis-
lega. Og þarf ekki annars. Er þessu
svo skotið hjer fram til vinsamlegr
ar athugunar fyrir þá fræði-
mensku, sem safnar „fyrirmynd-
um“ þess, „hvemig drengileg
árás á ekki að vera“.
----o----
Mislingavarnirnar. Samkv. sím-
skeyti hjeraðslæknisins í Axar-
fjarðarhjeraði, þar sem hann mæl-
ist til, að hjeraðið megi halda uppi
sóttvörnum gegn mislingum, hefir
stjórnarráðið ákveðið í samráði við
landlækni, að sóttvörnum verði
haldið uppi. pó er það tilskilið, að
þetta verði gert á kostnað hjeraðs-
ins sjálfs, og að varúðarráðstöfun-
um sje hagað þannig, að sem minst
ur bagi verði að.
Gengisskráningarnefnd. Hinn 4.
þ. m. voru þeir Oddur Hermansson
skrifstofustjóri og bankastj órarnir
Sig. Eggerz og Georg Ólafsson
skipaðir í nefnd þá, sem ákveðin er
samkv. gengisskráningarlögum síð
asta þings. Er Oddur Hermanns-
son formaður nefndarinnar.
Prestsembætti. Bjarni Jónsson
prestur í Reykjavík hefir verið
skipaður 1. dómkirkjuprestur við
Dómkirkjuna í Reykjavík. Annað
prestsembætti við dómkirkjuna hef
ir verið auglýst laust til umsókn-
ar, og er fresturinn útrunninn 30.
sept. þ. á.
Strand. FB. 15. júlí. Færeyski
togarinn „Nýpan“ strandaði á
mánudagskvöldið við Skagarif
skamt frá Kálfshamarsvík, í mik-
illi þoku. Mannbjörg varð en von-
laust um að skipið náist út aftur.
Hásetar gátu bjargað nokkru af
plöggum sínum, en annars varð
engu bjargað nema snurpinótum
og nótabátum. Skipið var nýbyrjað
á síldveiðum. Norskt skip flutti
mennina af „Nýpan“ til Akureyr-
ar.
Howard Little heitir enskur
blaðamaður og rithöfundur, sem
hjer var staddur og ætlar máske að
dvelja hjer allan næsta vetur.
Bannið í Noregi. Miklar þingdeil-
ur standa í Noregi um afnám bann-
laganna. Vill stjómin afnám, og
gerir ráð fyrir að fá þá 30 milljón
kr. tekjuauka í ríkissjóð á ári. Or-
slitin eru ókunn.
Heiðursmerki. Hinn 2. júlí hefir
konungurinn sæmt stórriddara-
krossi Fálkaorðunnar forstjóra
Landbúnaðarháskólans í Khöfn,
prófessor Ellinger, forstjóra Carls-
berg rannsóknastofunnar, dr. Jo-
hannes Schmidt og bankastjóra í
þjóðbankanum danska, Westy O.
H. Stephensen.
Strandvamir. íslenska ríkis-
stjórnin hefir í sumar á tímabilinu
frá 15. þ. m. til 15. september tvö
skip til löggæslu á landhelgissvæð-
inu, sem sje gufuskipin J>ór og
Hermóð. Skipstjóri á fymefnda
skipinu og formaður löggæslunnar
er Jóhann P. Jónsson, en skipstjóri
á síðarnefnda skipinu er Guðmund-
ur Kristjánsson.
Mannarán. Enskur botnvörpung-
ur var nýlega að veiðum í landhelgi
fyrir Vestfjörðum. Kom þar að
honum varðbáturinn Enok og fór
stýrimaður, Eiríkur Kristófersson,
upp í botnvörpunginn við þriðja
Graetz
olíugasvjelarnar
þarf hvert heimili að eignast. Auk
þess að vera hraðvirk suðutæki
sjóðhita þær hvert herbergi á stutt-
um tíma. Kosta 21 krónu.
Hannes Jónsson,
Laugaveg 28, Reykjavík.
Tapast hefir hestur,
rauður að lit, ljós í tagl og fax.
Mark: Blaðstýft fr. hægra og biti
aftan. Sýlt vinstra og lögg aftan
(ógreinilegt).
Sá sem verður hestsins var, er
vinsaml. beðinn að gera einhverj-
um okkar aðvart.
Bjarni Ásgeirsson, Reykjum Mos-
fellssveit.
Egill Thorarensen, Sigtúnum.
Magnús Kjaran, Reykjavík.
t *
l Islensk frímerki, f
% brúkuð, kaupir undirritaður £
£ háu verði. £
% Innkaups-verðlisti sendist, £
% ef um er beðið. %
| Kr. S. Nielsson,
£ Abel Kathrinesgade 25, £
£ Köbenhavn B. £
Auglýsing. 14. maí 1924 hefir
umsjónarmaður Strandarkirkju í
Selvogi tekið á móti áheiti til kirkj
unnar, 20 kr., merkt x, og 28. júní
40 kr. frá Runólfi Runólfssyni í
Vestmannaeyjum. þetta auglýsist
eftir tilmælum x.
mann og krafðist, að skipinu yrði
haldið til hafnar. En botnvörp-
ungnum var þá haldið til hafs.
Litlu síðar kom hann til Hesteyr-
ar og átti þá að skjóta íslending-
unum þar í land, en E. Kr. neitaði,
og hjelt þá botnvörpungurinn út
með þá, og líklega alla leið til Eng-
lands.
Sýnishornin, sem eru á öðrum
stað hjer í blaðinu, eru eftir þor-
stein Bjömsson frá Bæ og eru úr
kvæðabók, sem hann hefir í smíð-
um og á að heita „Minningar", en
þar verða kvæði um ýmsa merka
menn og konur.
Leiðrjettingar. í greininni um
Pór. B. þorláksson málara í síðasta
tbl. er dánardagur hans sagður 10.
þ. m., en hann andaðist morgun-
inn þann 11. Nokkru síðar í grein-
inni, þegar sagt er frá för hans til
Khafnar til náms: „veturinn 1905
—6“, en á að vera: veturinn 1895
—6. — 1 eftirmælagrein sjera
Kristins Daníelssonar er misprent-
að í 4. lið barnaupptalningarinnar:
„Guðmundi Guðmundssyni“ fyrir:
Guðmundi Kristjánssyni.
Valtýsf jólan. Lögr. er skrifað, að
hún sje orðin mjög umtalað blóm
um allar sveitir landsins og ýmsir
hafi sjer það til gamans að safna
henni, einkum ungt fólk. þyki sum-
um húsbændum þetta tefja það frá
verkum, og svo muni vera um
bónda hjer austan fjalls, sem kveð-
ið hafi þessa vísu um fjóluna:
Valtýsfjólan vex hjá bóli Mogga;
þroskar óláns illgresi
ægis sól frá Berlemi.
þótt Lögr. birti vísuna, felst hún
ekki á það, að nokkurt ólán þurfi
að fylgja fjólunni, enda þótt hún
verði ekki talin til nytjagrasa. Ef
hún vekur gleðskap í landinu, þá er
það gott. En til skýringar fyrir þá,
sem ekki þekkja gamlar kenningar,
má geta þess, að ægis sól merkir
þar: gull.
Úr sveitinni. Manni hjer í bæn-
um var skrifað ofan úr sveit, að
þar hefði verið á flakki blaða-
strangi, sem á var skrifað:
þú ert býsna þunn á hold,
þernan Víkur-Dana.
Eigðu, Fenger, fsafold;
ekki vil jeg hana.
Prentsmiðjan Acta.