Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 12.08.1924, Side 1

Lögrétta - 12.08.1924, Side 1
Innheimtaog afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 12. ágúst 1924. 46. tbl. Um víða veröld. Frá fascistum. Um fáa stjórnmálamenn Evrópu hefir meira verið talað undanfarið, en Mussolini, forsætisráðherra Itala, eða einræðismann. Musso- lini er fæddur 1882 og hafði mik- ið fengist við opinber mál áður en hann varð foringi iascista. Hann var t. d. um eitt skeið ritstjóri jafnaðarmannablaðsins Avanti, enda uppalinn við skoðanir jai'nað- armenskunnar. Á ófriðarárunum stofnaði hann blaðið Populo d' italia og barðist mikið fyrir þátt- töku ítala í ófriðnum. Stjórnmál ítala voru þá á ringulreið og varð fascistaflokkurinn þá ofan á og gerðist Mussolini leiðtogi hans, en upphaflega mun d’Annunzio hafa verið ætlað það sæti af ýmsum Konungurinn spyrnti þó alllengi gegn þessari hreyfingu og mun það að ýmsu leyti vera hans verk, að stjórnarbreytingin var fram- kvæmd á þann hátt, sem raun varð á og án þess að til eiginlegrar bylt- ingar kæmi, eða stjórnskipulaginu væri breytt í orði kveðnu að minsta kosti. I stjórn sína fjekk Mussolini ýmsa góða menn og er það viður- kent, að þeir hafi unnið á ýmsum sviðum mörg góð verk til viðreisn- ar efnahag og reglu í landinu. En skuggahliðar skipulags þessa póttu líka koma snemma fram og það magnast allmikið upp á síðkastið að menn drægju þær fram. Verð- ur nú sagt nokkuð frá þeim mál- um eftir nýjustu heimildum, tii viðbótar því, sem þegar hefir verið sagt hjer frá fascismanum. í ágústhefti Review of Reviews hefir ritstjórinn Wickham Steed skrifað grein um Fascismann og Mussolini í tilefni af síðustu at- burðunum sem gerst hafa í Ítalíu. Hann byrjar á því, að efalaust megi segja, að fascisminn hafi ver- ið ítölum að ýmislegu gagni, enda tilgangurinn verið góður og heið- arlegur hjá flestum forvígismönn- um hans fyrst í stað. Regla og skipulag komst á ýmislegt í land- inu, sem áður var í óreglu. Stemt var stigu fyrir viðgangi kommunismans. Verkföll hættu. Samgöngur bötnuðu o. s. frv. Alt þetta hefir oft verið tekið fram og með rjettu. En þó hefir það jafn- framt orðið til þess að draga at- hygli manna frá skuggahliðum stefnunnar og þeim annmörkum og óheilindum sem í ljós hafa komið í framkvæmd hennar. Frjettirnar, sem heimsblöðin hafa flutt af ástandinu í ítalíu hafa líka verið einhliða, að hans áliti, og of mikið verið gert úr ýmsum kostum stefnunnar, og einkum gert alt of mikið úr fylgi hennar. því fór fjarri að Fascistar gætu bælt nið- ur alla mótspymu. Framkoma þeirra varð þvert á móti til þess á ýmsan hátt, að snúa hugum margra manna í áttina til hóg- værra jafnaðarmanna. Neitun blaðafrelsisins varð einnig til að ala á þessu sama. Ýmiskonar of- sóknir áttu sjer stað á hendur blöðum og blaðamönnum, jafnvel þeim íhaldssömu, sem ekki vildu beygja sig skilyrðislaust fyrir fascismanum. þetta varð líka til að æsa hugi manna, og einnig það, hvað lítið var úr þinginu gert. Mussolini fór þá að sníða einræði sitt meira en áður eftir þingræðis- reglum, á yfirborðinu að minsta kosti. En kosningalög þau, sem út voru gefin, voru þannig úr garði gerð, að Mussolini var fyrirfram trygður öruggur meirihluti. Samt sem áður urðu stjórnarandstæð- ingarnir þó miklum mun fleiri, en menn höfðu búist við. þeir fóru nú líka að reyna að láta meira til sín taka en áður. Einkum var það einn þingmaður ungur, signor Mattcotti, sem á öndverðu siðast- liðnu vori fór að tala allákveðið gegn Mussolini og skipulagi fas- cismans. Hann sagði m. a. að svo litla virðingu bæri Ajussolini fyrir stjórnarskipulagi landsins og lög- um, að hann hefði lýst því yfir, að hann mundi sitja við völd með her- styrk, þó hann biði lægra hlut við kosningar. Matteotti var þó ekki sá eini, sem rikið hafði til andmæla gegn stjórninni. Einhver hinn helsti og áhrifaríkasti blaðamaður landsins, sem sje Albertini rit- stjóri Corriere della sera í Milano, hafði mælt svo berlega á móti fas- cistum fyrir kosningarnar, að einn af helstu vinum Mussolini, Cesare Rossi, blaðastjóri ríkisins, sagði . að við slíkan mann yrði ekki talað öðru máli, en því sem skamm- byssur töluðu. Ekki var þó reynt að hefta beinlínis blað Albertinis, enda var sagt, að alt hefði verið tilbúið til þess að halda útgáfunni áfram í Sviss, þó hún yrði bönnuð í Ítalíu. þó var hagur Albertinis allur í óvissu og biði menn þess með allmikilli eftirvæntingu, að þingið kæmi saman 12. júní s. 1. Matteotti var nú viðurkendur einn helsti leiðtogi stjórnarandstæðinga og var búist við því, að hann mundi aftur rísa upp í þinginu til mótmæla. En tveimur dögum áð- ur en þingið átti að koma saman, var Matteotti tekinn ránshendi á götu, kastað inn í bifreið og ekið burtu með hann úr bænum og þar var hann myrtur. Bifreiðin kom aftur til bæjarins blóði stokkin, en líkami Matteottis fanst ekki og var ýmsum getum að því leitt hvað af honum hefði orðið. En við rannsóknir, sem fram fóru eft- ir á, þótti það koma í ljós, að hon- um mundi hafa verið misþyrmt hræðilega. Aðalmaðurinn er talinn vera maður að nafni Dumini, kunnur fascisti, sem samkvæmt eigin játningu á að hafa fram- kvæmt 11 samskonar verk. það hefir þó ekki sannast hverjir ver- ið hafi hinir eiginlegu hvatamenn morðsins. En grunurinn hefir fall- ið aðallega á Filipelli, ritstjóra að- almálgagns fascista, Corriere ítaliano, og Rossi þann, sem fyr er nefndur og De Bono hershöfð- ingja. Alls voru 18 fascistar tekn- ir fastir út af þessum málum, því gremja almennings var svo megn og ákveðin, að Mussolini ljet fara fram rannsókn á málinu, en bar annars af sjer sjálfum alla hlut- deild í málinu og þóttist ekki vita hvernig því væri varið, og komst jafnvel einu sinni svo merkilega að orði í þingræðu um þetta, að hann vonaði að „signor Matteotti yrðí bráðum fær um að koma aftur á þingfundi“. Ekki urðu andstæðing- arnir þó ánægðir með þetta og varð það til þess að þeir neituðu að taka þátt í þingstörfum uns málin væru betur rannsökuð. Ann- rrs varð það aftur senator Albert- ini, sem svaraði þessari ræðu Mussolini og vakti sú ræða mjög mikla athygli, því svo berort og djarflega þótti mönnum ekki lengi hafa verið talað á þingi Itala. Albertini fordæmdi alveg þá stjórnmálastefnu, sem reyndi að hefja einn mann eða einn flokk til þess að verða frelsara landsins og gefa honum óskorað vald til þess að neita öllum rjetti og allri gagn- rýni. Slík tilraun er tilraun til þess að fangelsa frelsi og samvitsku þjóðarinnar og kæfa alt heilbrigt opinbert líf. Og hverjir höfðu orð- ið ávextir fascismans, þegar frá væri skilin sú regla sem á hefði komist í ýmsum skipulagsmálum hins ytra lífs? Ríkti rjettlætið í landinu? Væri hegnt fyrir lögbrot- in? Nei — nauðung og valdi væri alstaðar beitt. Morð og misþyrm- ingar ættu sjer stað. Sjálfsforræði og rjettur væri brotið á bak aftur af stjórnarfulltrúum sem misbeittu valdi sínu. Stjórnmálalífið væri eitrað og gerspilt. Stjórnin sjálf ljeti þetta alt ýmist afskiftaiaust, eða jafnvel ýtti undir það. þó rjett urinn til andmæla og gagnrýni ætti að heita til í orði kveðnu, væri flokkseinveldið þó svo magnað, að á borði væru allir kúgaðir undir eina og sömu skoðunina — ekkert væri rjett nema það sem fascistar vildu. Og þó sumir leiðtogarnir hjeldu þessu sjálfsagt fram í fullri trú og góðri, væru þeir þó ekki síður margir til, sem notuðu fas- cismann og kenningar hans aðeins eins og skykkjufald til að skjóta undir óheiðarleik sínum og ofbeldi. Glæpir og hryðjuverk fæni fram átölulaust. Andi þjóðarinnar sýkt- ist og spiltist, og það væri fyrst og fremst skipulag fascismans og það andrúmsloft sem hann hefði skap- að, sem sök ætti á þessu — and- rúmsloft valdboðsins og kúgunar- innar og þeir menn sem komið hefðu því á, ættu allir sök á morð- um þeim, sem drýgð hefðu verið. — Albertini lauk ræðu sinni á því, að spá fascismanum falli. því ekk- ert kerfi væri eilíft. Stjórnmála- breytingar eru nauðsynleger og heilbrigðar. Borgararnir eiga að hlýða stjórninni og stjórnin á að hlýða lögunum. Eftir þetta hafa ýmsir fleiri orðið til þess að hefja opinber and- mæli gegn Mussolini-stjórninni, m. a. Sforza greifi, sem eitt sinn var utanríkisráðherra Itala. Hann sagði m. a. í ræðu sinni, að „með dauða sínum hefði Matteotti sigr- að“. Eins og nokkuð má sjá af þessu eru einhver veðrabrigði að verða í stjórnmálalífi Ítalíu og hefir fas- cisminn ekki áður staðið svo höll- um fæti sem nú, hvað sem úr verð- ur. Til bráðabirgða að minsta kosti, var gerð breyting nokkur á stjórninni, en Mussolini situr enn við stýrið. ---o--- Heimsflugíð. í’lugmennirnir hafa dvalið hjer í bænum síðan þeir komu úr Hornafirðinum, 5. þ. m. og einnig hafa legið hjer inni 4 af herskip- um þeim, sem Bandaríkjastjórn hefir gert út þeim til aðstoðar. Hafa því amerískir dátar og liðs- foringjar verið mikið á ferli hjer um bæinn þessa dagana, og flug- vjel frá öðru herskipinu oft verið á sveimi hjer yfir bænum og ná- grenninu. Foringjum herskipanna hefir landstjórnin boðið til þing- valla og þegið boð úti í skipum þeirra. Ekki mun enn ákveðið, hvenær flugmennirnir leggi á stað hjeðan. En í fyrradag kom loftskeyti frá Bandaríkjaherskipinu, Raleigh, sem er vestur undir Grænlandi og á að vera á verði fyrir flugmenn- ina þar, og segir þar að græn- landsfai’ið, Gertrud Rask, sem flytja átti ýmislegt fyrir flug- mennina til Angmagsalik á Græn- landi og fast hafði orðið í ís þar úti fyrir, sje nú kolalaust og þurfi 250 smál. kola til þess að komast inn til Angmagsalik. Var togarinn Kári fenginn hjer í gær til þess að leggja á stað vestur þangað með kolin. f fyrrakvöld kom hingað með enskum botnvörpungi ítalskur. flug maður, Marescalchi að nafni, og sagði að ítalski flugmaðurinn Lo- catelli, sem ætlar að fljúga vestur um haf, sömu leiðina og Banda- ríkjamennirnir, væri nú kominn til Stromnes í Orkneyjum og mundi fljúga þaðan í dag beina leið til Reykjavíkur. Eru fjórir menn í flugvjel hans, en Marescalchi var sá fimti. ftalska stjórnin kostar þessa fhigferð og er ítalskt her- skip, sem Mirabello heitir, á flakki hjer milli Færeyja og íslands þessa dagana, til þess að aðstoða flugmennina, ef með skyldi þurfa. — Síðustu fregnir segja, að ef til vill fljúgi ítalinn ekki beint hing- að frá Orkneyjum, heldur til Hornafjarðar, <úns og Bandaríkja- mennirnir. ----o--- Svar. í 42. blaði Lögrjettu frá 15. þ. m. er athugasemd út af skýrslu minni um skólann hjá mjer á Hesti, eftir G. A. Sveinsson, nú- verandi skólastjóra á Hvítárbakka. Gerist hann þar málsvari, að hann segir, ísl. kennarastjettarinnar. þó skilst mjer, að það sje alveg prívat, en ekki samkvæmt neinu allsherjarumboði. Með miklu lofi um áhuga minn á unglingafræðslu byrjar hann grein sína, en hökufeitur á jeg þó ví$t ekki að verða af því lofi, því að skýrslu mína um skóla minn telur hann skrum síðar í grein sinni, og þykist tala þar fyrir munn annara og líklega síns líka, því að áhuga virðist hann hafa á að reyna að færa rök að því, að svo sje. En minna vil jeg háttv. skóla- stjórann á það, að hann sneiðir þar engu síður að herra kennara og ritstjóra Gunnlaugi Björnssyni, er var við próf hjá mjer í vor og gaf vottorð um skólastarfsemi mína síðastliðinn vetur. En hann er reyndur sem góður kennari, hefir kennaraskólamentun og kynst sjer staklega ágætis lýðháskólum bæði í Noregi og Danmörku. 1 rökum sínum gerir svo skóla- stjóri G. A. Sveinsson tilraun til að sýna fram á, að Hvítárbakka- skólinn sje lífinu nær en skóli minn, af því að þar sje reiknings- kensla meiri en hjá mjer. Jeg er þeirrar skoðunar, að reikningur og stærðafræði sje teoretisk náms- grein en ekki sjerlega lífræn. Eða hvaða andlega vakningu . getur skólastjórinn bent á í sambandi við stærðfræðinám ? þá bendir hann á, að náttúrusaga sje ekki kend á Hesti („sbr. skýrslu sjera E. A. í Eimreiðinni“). En skólastjóri Ilvítárbakkaskólans virðist hafa verið hálfgert viðutan, þegar hann skrifar þetta. Jeg hef enga skýrslu um skóla minn skrifað í Eimreið- ina. En varla mun skólastjórinn geta talið það skrum af mjer, þó að Eimreiðin hafi veitt mjer verð- laun fyrir svar á verðlaunaspurn- mgu sinni: Hvað skortir íslensku þjóðina mest? það stutta svar er alt sem jeg hef í Eimreiðina rit- að; en í því svari lagði jeg raunar enga áherslu á aukna stærðfræði- kenslu í skólum vorum, aukna nátt- úrusögukenslu nefndi jeg þar ekki heldur. En nú ætla jeg að vera svo vænn að gera ráð fyrir, að hann eigi við skýrslu mína í Lögrjettu. Satt er það, að náttúrusaga var ekki kend hjá mjer, af því að jeg taldi sið- fræði og uppeldisfræði, sálarfræði og bókmentasögu nær manneðlinu og því „lííinu“, heldur en náttúru- sógu. Hygg jeg, að fleiri verði mjer sammála um það, að kenna hinar fyrnefndu greinir við and- ann en náttúrusögu viö efnið. Og skóla minn þykir mjer heiður að kenna fremur við andann en efnið. þá vill skólastjórinn gera mikið úr því mínum skóla til foráttu, að ekki sje kend þar þjóðfjelags- fræði. En spyrja vil jeg hann að því, hvort að hún eigi ekki frek- ast heima sem einn þáttur í alm. mannkynssögu. Mín skoðun er sú, og ljet jeg hana því eiga þar heima. Skólastjórinn spyr að því, hvað jeg eigi við, er jeg tali um náms- greinar, sem ekki hafi verið kend- ar við alþýðu- og unglingaskóla hjer á landi áður, nema að nokkru leyti við Hvítárbakkaskólann með- an jeg veitti honum forstöðu og síðan sjeu að mestu gerðar útiægar þaðan. „Og hví kendi hann þær ekki að öllu leyti eins á Hvítár- bakka meðan hann var þar, og nú á Hesti?“ spyr hann og þykist undrast stórlega. 1 Mentamálanefndaráliti IV, bls. 19 stendur: „Um siðfræðina með sjerstakri áherslu á sjálfsuppeldi skal það tekið fram, að hún hefir síðasta ár verið kend í Hvítár- bakkaskólanum og átt þar mÍKlum vinsældum að fagna“. Á þetta vil jeg benda G. A. Sveinssyni skóla- stjóra. Engan annan skóla nefnir mentamálanefnd, er kent hafi sið- fræði og uppeldisfræði. þá var jeg skólastjóri á Hvítárbakka, og vil bæta því við, að hin lofsamlegu ummæli um árangurinn og vin- sældirnar er ekki hafður eftir mjer svo að núverandi Hvítárbakka- skólastjóri getur ekki heimfært þetta undir „einkunnar“-orð sitt: „skrum“. þá kendi jeg og sálarfræði síð- asta ár mitt á Hvítárbakka og sagði nemöndum einnig frá æfi og helstu skáldverkum Ibsens. Er því að minsta kosti hægt að segja, að jeg hafi kent þar brot úr bók- mentasögu. — Nei, þessar náms- greinar voru ekki kendar síðastlið- inn vetur á Hvítárbakka, og jeg lít svo á, að fremur sje tilhneiging í þá átt að færa alþýðuskólana hjer heima í gagnfræðaskólaform. En jeg er svarinn óvinur þeirrar stefnu. — En segja vil jeg skóla- stjóranum út af undrunarspurn- ingu hans, sem jeg tilfærði hjer að framan, að jeg tel mig ekki svo fullþroska, að jeg geti ekki verið að læra og með auknum þroska og þroskaviðleitni er ekki undarlegt, þótt jafnvel hið sama kenslulag sje ekki notað ár og síð. En líka vil jeg í þessu sambandi fræða skólastjórann um það, að sálar- fræði og bókmentasöguna tók jeg upp við Hvítárbakkaskólann eftir kynningu mína á alþýðuskólastarf- seminni í Sigtúnum. Og nú verður hann að fyrirgefa þó að jeg gefi meiri gaum að skólastarfsemi Fch.A4.al0u.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.