Lögrétta - 12.08.1924, Síða 2
2
LÖGRJETTA
Heilbrigðismál.
Frh. ----------
Árið 1922 var endurskoðuð
Reglugerð um læknanám í Stóra-
Bretlandi, og henni breytt á þann
veg að læknisfræðiskenslunni
skyldi fremur en áður beitt að
því að kenna læknanemum að af-
stýra sjúkdómum og brýnt
fyrir háskólakennurum að beina
kenslunni sem mest í þessa átt.
Læknirinn á ekki eingöngu að
hafa lært að þekkja sjúkbóm-
ana og lækna þá, heldur á hann
að læra að sjá hinar dýpri rætur
til sjúkdómanna, skýra þær fyrir
sjúklingunum og vara þá við að
stranda á sama skerinu aftur, ef
bent verður á einhverja leið fram-
hjá því. Læknirinn á ekki að láta
sjer nægja að lækna einstakling-
inn, heldur að leita uppi þau lög
eða meginreglur, sem mannkynið
þarf að fara eftir í lifnaðarháttum
sínum til þess að forðast van-
heilsu, að svo miklu leyti sem unt
er. . . .
„ . . Læknisvísindin eiga að
vinna að því að mannkynið nái
meiri þroska fyrir það að þurfa
ekki að dragast með alla þessa
sjúkdóma, sem nú þjá það.
Á mörgum sviðum hefir það tek-
ist að afstýra sjúkdómum eða
draga úr þeim nú á síðustu ára-
tugunum. Árið 1893 dóu t. d. á
Englandi 6801 úr taugaveiki, eða
229 manns af hverri millión; 10
árum síðan, eða 1903, dóu þó ekki
nema 3.347 eða ca. 120 af millión;
1913 dóu 41 af millión, og 1923
einir 12 af hverri millión. Með öðr-
um orðum: taugaveikiner
að hverfa hjer hjá oss (á
Engl.). Neytsluvatnið er nú betra
en áður*) var, vatnsleiðslur í stað
brunna, fráræsla betri, sorphrein-
un fer fram, fæðutegundir rann-
sakaðar og höfð stöðug 'gát á
þeim. Auk alls þessa hefir bólu-
setning verið þó iiokkuð notuð
gegn þessum sjúkdómi. . .
Samskonar skýrslur eru um
bólusótt, sem má heita horfin hjá
því sem áður var. Mótstaðan gegn
*) Hvað skyldi þessi lseknir segja
um Húsavík hjer á landi? Jiar er
taugaveiki ár eftir ár, en )>eir eru enn
að vila það fyrir sjer, Húsavíkur-
menn, hvort þeir eigi að leggja út í
kostnað við vatnsleiðslu eða láta
danka svona áfram nokkur ár enn!
bólusetningu alltaf að rjena. Eitt-
hvað kann að mega finna til for-
áttu lögum vorum um bólusetn-
ingu, en hinu verður þó ekki and-
mælt, að þessi breyting til batnað-
ar (lækkun á dánartölunni) er
þeim að þakka . . . það má eiga
það 'víst að ef bólusetning legðist
nú niður, þá mundi bólan fara að
herja á ný“. (Hún kemur frá
Austurlöndum, er þar landlæg;
þangað koma farmenn frá ýmsum
þjóðum, sem lítt hirða um bólu-
setningu, t. d. Rússar, Spánverjar,
Balkanskagaþjóðir o. fl.).
„þriðja dæmið er um b e r k 1 a-
v e i k i n a“. Um miðja 19. öldina
dóu úr lungnaberklum ljðugar 3
þúsundir af hverri millión, en árið
1921 er dauðratalan af lungna-
berklum komin niður í 854 af
millión. Betri mjólk, betri
húsakynni, betri með-
ferðásjúklingum, hráka-
v a r ú ð, betri lifnaðar-
hættir yfirleit t“. þá er
minst á ungbarnadauða.
„I lok 19. aldar dóu 150 ungbörn
af hverjum 1000, (sumstaðar, í
íðnhjeruðum uppundir 300 af
1000) en árið 1922 er dauðratal-
an komin niður í 77 af þús.
þetta er mörgu að þakka: betri
meðferð á ungbömum alment,
mæður farnar að læra
ungbarna meðferð og frek-
ar farnar að hafa þau á brjósti
tn áður tíðkaðist. . . Alt er þetta
að þakka læknisfræðinni, fram-
förum í henni á flestum sviðum“.
Margir aðrir sjúkdómar eru þó
enn ótaldir. Er nú ekki hægt að
afstýra þeim eða draga úr þeim?
Jú, vissulega. Læknar eiga að læra
meira í heilsufræði, og einkanlega
meira um varnir gegn sjúkdóm-
um, og þeir eiga að benda fólkinu
á allar þær umbætur í lifnaðar-
háttum sem gætu dregið úr sjúk-
dómunum". . . .
Saterus-skólinn gaf út heilsu-
reglur á 12. öld.
„Nú ber að auka þessar reglur
breyta þeim og bæta við þær eft-
ir nýjustu þekkingu í heilsufræð-
inni“. . . .
„I fæðingar-vísindum ætti að
leggja aðaláhersluna á að af-
s t ý r a af fremsta megni öllu því
sem háska getur valdið fyrir móð-
ur og barn þegar fæðingu ber að
höndum, — rannsaka konur um
meðgöngutímann, afstýra barns-
fararsótt, afstýra meðfæddum
fransós, augnveiki nýfæddra (af
Lesbók Lögrjettu VI.
Hngsjónir.
Erindi flutt á prestastefnu 27.
júni 1924 af Halldóri Jónssyni
sóknarpresti að Reynivöllum.
Mjer finst jeg ekki þurfi að
biðja afsökunar á því, þó jeg minn-
ist hjer á sama málefni og í fyrra,
af því að jeg er jafn sannfærður
og þá og eigi síður um nauðsyn
þess fyrir lífsglæðing kirkju og
kristnilífs þessa lands, sem og
glæðing hverskonar fagurra hug-
sjóna yfirleitt.
það er safnaðarsöngurinn.
Hinu verð jeg að biðja afsök-
unar á, að jeg tel mjer nauðsyn-
legt að endurtaka sumt af því,
sem jeg sagði í fyrra, en verð þá
að treysta á þolinmæði yðar um
leið og jeg fylgi reglunni um, að
aldrei sje góð vísa of oft kveðin.
Einnig verð jeg að biðja afsök-
unar á því, að sjálfan mig verð
jeg að nefna í þessu sambandi,
eða það starf, sem jeg er að ieyna
að vinna heima hjá mjer máli
þessu til liðs. það er skiljanlegt, að
Prestur í fámennu sveitapresta-
kalli getur ekki komið neinum stór-
virkjum til vegar, einn út af fyrir
sig, en ef allur þorri presta tæki
upp svipaðan sið, mundi málinu
borgið. — Kem jeg siðar að því
atriði.
Mjer er skiljanlega ekki nema
lítið kunnugt um það, hvort orð
mín í fyrra hafa haft áhrif, það er
á þann hátt, að prestar landsins
hafi farið að sinna safnaðarsöngn-
um með verklegri hluttöku og
starfi í þá átt. En jeg hefi orðið
þess var, að sumum prestum og
ýmsu fólki meðal leikmanna þótti
vænt um, að jeg hreyfði þessu
máli. — Öllum, sem hafa talað hlý-
lega um þetta mál, öllum sem í
orði eða verki hafa lagt því lið,
leyfi jeg mjer að flytja alúðar
þakkir. Jeg veit, að hverjum presti,
sem reynir þetta og vinnur fyrir
þetta mál, verður það blessunar-
ríkt og ánægjulegt í starfi þeirra
og enginn mun sjá eftir því, þótt
hann verði mikið að hafa fyrir.
öllum yðar er kunnugt um, að
undanfarið hefir verið einkar tíð-
rætt um ýmisleg vandræði í við-
skiftalífinu meðal vor, um skuldir
ríkissjóðs og skuldir stofnana og
einstaklinga bæði við útlönd og
innbyrðis, svo að til vandræða hef-
ir þótt horfa. Jafnframt hefir
þótt kenna margvíslegra ókosta 1
almenningslífinu: skemtanafíkn-
ar, hirðuleysis, eyðslusemi meir
en góðu hófi gegnir, ólöghlýðni og
óorðheldni, sundrungar og stjetta-
rígs. Sumir segja, að bágt sje að
vita, hverjum megi treysta, en
hinsvegar kenni um of undan-
færslu undan rjettmætum skyld-
um, en tilhneiginga um of til þess
að velta sem mest byrðum yfir á
aðra.
lekanda uppruna), auka þekkingu
cg kunnáttu í meðferð ungbarna,
með kenslu í skólum, á
námsskeiðum og með öllu
móti sem við verður komið“. . .
„Læknirinn á að gera sjer ijóst:
hversvegna hefir þessi og þessi
sjúklingur orðið að fara í sjúkra-
hús ? Hvað hefir komið fyrir hann,
í lifnaðarháttum hans, — (vinnu,
oftökum eða hverju öðru?)
Hvernig atvikaðist það að hann
varð svona veikur? Ekki er alt
tilviljun eða forlög. Leitið og
þjer munuð finn a“. . .
Læknirinn á að vera
v í ð s ý n n. Fátækt, iðnaðar-
vinna, ýmislegur óvandi (óhóf eða
þessháttar) aðbúnaður, húsa-
kynni, matartekja, smitvegir, —
alt þetta þarf að athugast engu
síður en sjálf lækningin, hvort
sem hún verður með notkun lyfja
eða með bólusetningu, blóðvatns-
lækning eða lækning með líffæra-
efnum (thyreridin, pituitim) eða
sólskini, sjóböðum eða öðrum
böðum, rafmagni, radium, nuddi,
huglækningum eða hverju öðru
sem við kann að eiga í hvert
skifti“.
„Að sjálfsögðu á læknirinn að
reyna að lækna sjúklinginn, ef
hann mögulega getur, en hinu má
hann heldur ekki gleyma, að hann
má ekki sleppa hendi af neinum
sjúkling fyrr en hann er búinn að
koma honum í skilning um eðli
sjúkdómsins, sem að honum gekk,
cg hvernig sá sjúkdómur náði
tökum á honum, og þá verður hann
eins að muna hitt, að benda hon-
um á hver leið sje til þess að verj-
ast þessum sjúkdómi framvegis.
það skal fúslega játað að öll-
um þessum spumingum er vand-
svarað svo vel sje; læknirinn þarf
því að vera víðsýnn, eins og jeg
sagði áður, og vel að sjer á sem
flestum sviðum, en leysi hann úr
öllum þessum flóknu spurningum
svo að fullu gagni komi, má í
sannleika telja hann postula hinn-
ar nýju stefnu læknisfræðinnar,
þeirrar, að reyna að afstýra
sjúkdómum.
Hlutverkið það er erfitt, en
huggun má það vera hverjum
sönnum lækni að vera þess minn-
ugur, að hann er að vinna
i‘. ð því háleita markiað
lengja mannslífið, —
gera það fyllra, betra,
afkastameira, því að
þetta er það mark sem
öll læknisví sindi eiga
að stefna að. Framh.
Gamall læknir.
----o-----
Æðey,
í fegurðarlendu og friðsælu stöð
mig farkostur loksins ber
til eyjar sem mig hefur ávalt dreymt
og æðurin helgar sjer.
Nú kem jeg til þín á fagnafund
og færi þjer hjarta mitt,
er úar bliki sín ástarljóð
um áttliaga veldi sitt.
En skrúða tignina best hann ber
er blasir við hreiður gjörð
og lognalda vaggar sjálfri sjer
í svefnró um stafaðan fjörð.
Er eggtíðin birtist og umhyggja vex
og alúð við hækkandi sól,
er Æðey gersemi allra mest
og unaðar höfuðból.
Hjá arðsælu metfje að eiga dvöl
er árbót og lypting sönn.
Ef elli getur ei yngt sig hjer
er innræti komið í fönn.
Er sigldi jeg frá þjer um sólariagsbil
og sá yfir rikdóm þinn,
þá fann jeg hvernig þitt aðdráttarafl
fór eldi um huga minn.
Á Æðey sjást ekki ellimörk,
hún yngist í rauri og sjón.
Með eftirsjá lít jeg um öxl til þín
er andi minn kveður Frón.
Guðmundur Friðjónsson.
Athugas. Kvæði þetta um Æ ð e y,
sem hjer að ofan er prentað, er eftir
skáldið Guðmund á Sandi. Kom hann
snöggvast til Æðeyjar i fyrravor og
litaðist um í eynni, er hún var í
blóma sínum. En eftir að hann kom
heim til sín, sendi hann Æðeyjar fjöl-
skyldunni kvæðið.
Kvæðið birtist hjer án leyfis höf-
undar. Ásgeir Guðmundsson í Æðey
sendi 1 vor kuúningja sínum hjer í
bænum kvæðið, og hefir sá beðið
,.Lögrjettu“ um að flytja það, og von-
ar, að bæði Ásgeir og höfundur kvæð-
isins misvirði það ekki.
Sendir hann báðum, Guðmundi og
Ásgeiri, kveðju guðs og sína.
----o-----
Ferð
um Snæfells- og Hnappadalssýslur.
Jeg fór frá Reykjavík 27. maí i
Borgames, áleiðis vestur að Haf-
fjarðará, til að byggja þar laxa-
klakhús fyrir Thor Jensen fram-
kvæmdarstj., eins og jeg hafði lof-
að. þá var svo að undirbúning
vantaði og ekki hægt að byrja fyr
en þ. 30. og var byggingunni lokið
2. júní. það er það vandaðasta hús
sem jeg hefi bygt, að öllu leyti,
og á að taka nálægt 300 þúsund
laxahrogn, og var það með 7 glugg-
um, og alt svo vandað sem jeg
hafði þekkingu til, því jeg var beð-
inn að hafa það svo.
En á þriðjudaginn kom síra
Kjartan á Staðastað til mín að
Rauðamel, og bað mig að koma til
sín og byggja klakhús, svo nú fór
jeg með honum vestur að Staða-
stað.
Á leiðinni sá jeg margt, og það
mikið fallegt, bæði landið og ár, og
þó einkum landslagið, og vegir
ágætir. Til dæmis er þar sljettur
ölduhryggur, sem gengur frá
austri til vesturs, eftir endilöng-
um sveitum þar, og á leiðinni vest-
ur að Staðastað sá jeg 3 fremur
litlar ár, en þó nógu stórar til þess
að lax- og sjóbirtingur geti gengið
upp eftir þeim, enda hafði verið
þar veiði áður, en er nú lítil. Ekki
sá jeg vötn fyr en jeg kom vestur
að Staðastað, og er þar eitt það
fallegasta pláss, sem jeg hefi far-
ið um, það er að segja vesturhlut-
inn af Staðarsveit. þar kennir
flestra gæða, sem hægt er að sjá
á þessum tíma árs. þar eru mörg
vötn, sem silungur getur þrifist í,
og það nokkuð stór, og eru æðar-
varpshólmar í sumum og mættu
vera í þeim flestum, enda er æðar-
varp talsvert á Staðastað. Jeg
bygði þar klakhús og var þar ekki
gott hússtæði, oflítið frárensli, en
presturinn vildi endilega láta það
komast upp; hann er áhugamikill
við búskapinn. Og þegar jeg var
að enda við það hús, kom Jón
Stefánsson frá Vatnshorni til að
sækja mig, til að byggja silungs
klakhús hjá sjer, og fór jeg þang-
að. þetta er vestur undir Snæfells-
jökli. þar ljómandi fallegt pláss, og
má heita að þar geti verið mikil
lífsþægindi. Sjórinn er stutt frá,
og á Vatnshorni eru 2 silungsvötn
stór rjett við bæinn og er nú mjög
lítill silungur í þeim. Vildi því
sem sumum kynni að virðast
hjálpin felast í, verða að oflítilli
hjálp af eðlilegum ástæðum.
Ýms bönn og óendanleg höft
hafa eðlilega of litla þýðingu, ef
fólkið fer í kring um þau og finst
einatt það vera til þess neytt. Svo
er annað, að þegar ýmsum höftum
er ljett af, sækir í sama horfið og
ef til vill í verra horf en áður,
meðan þeirri meginorsök er ekki
breytt, sem veldur þessu öllu. En
hver er þrándurinn í Götu, sá
erfiðasti og viðsjárverðasti þránd-
urinn í Götu ?
það er auðvitað hugsunarhátt-
urinn. Og gæti nú skynbærum
mönnum í alvöru komið til hugar,
að stjórn eða löggjafarþing ráði
við hann? Jeg held vissulega ekki.
En hvað er það þá í hugsun-
arhættinum sem að er? það er án
alls efa of lítil rækt við kristin-
dóminn sjálfan og hugsjónir
Krists. það er þungamiðja kristin-
dómsins sjálfs, kærleikurinn, sem
er og sljófur. það er ábyrgðartil-
finning kristindómsins, sem vant-
ar um of. þessvegna er hæginda-
hugurinn. þessvegna er tilhneig
ingin til þess að varpa byrðum yf-
ir á aðra, þessvegna er kæruleysið,
óorðheldnin í viðskiftunum og
margt og margt, sem að er. þess-
vegna er það auðsætt, að hjálpin
verður að koma a ð n e ð a n, frá
fólkinu sjálfu, frá öllum almenn-
ingi. Vaxi kærleikshugurinn, lifni
og glæðist ræktin við kristindóm
Um þetta er mikið rætt og rit-
að og hver maður veit, að þetta er
helsti satt.
Og við vitum það, að til þess að
rjetta við fjárhag ríkisins hefir
orðið meðal annars að taka til
ýmissa örþrifaráða, en það kalla
jeg, þegar draga verður hið ýtr-
asta úr almennum, gagnlegum
framkvæmdum og sjálfsagt dugir
ekki til. — Fólkið hefir þyrpst
saman í bæina, sjerstaklega hing-
að til Reykjavíkur og svo eru kröf-
urnar um kauphækkun og vinnu-
leysi á hina hlið. Atvinnuvegirnir
standa höllum fæti og enginn veit,
hvernig eða hvenær verður komist
úr þessari kreppu, sem orðin er
til fyrir rás margra viðburða.
Sem stendur lítur helst ekki út
fyrir annað en kyrstöðu, en kyr-
staða á þeirri braut, sem á að vera
þróun, er í raun og veru sama
sem afturför.
Hverju þetta sje að kenna,
gæti enginn, þó hann vissi, sagt
í fáum orðum. Til þess eru margar
og miklar ástæður. S u m a r or-
sakir er s t r í ð i ð með öllum þess
afleiðingum. Aðrar liggja í
eðlilegri þróun, að vissu
leyti í meiri menningu, en menn-
ingin er, eins og við vitum, tví-
eggjað sverð og er nauðsyn, sem
ekki yrði hjá komist, eins og við
vitum.
Stríðinu getum vjer ekki breytt,^
það er liðið sjálft, þó það enn
haldi áfram í vissum skilningi víðs-
vegar. Framþróunin verður ekki
heft og það er heldur ekki æski-
legt.
En þá er að minnast þess, að
hinar mörgu samverkandi orsakir
hafa gert eitt að verkum og þar
í felst þungamiðja vandræðanna,
sem við er að stríða og yfir vofa.
Og það sem þær hafa gert að verk-
um er það, að þær hafa sýkt hugs-
unarháttinn meðal almennings, af-
vegaleitt hann. þó að skuldafjötr-
arnir sjeu af ýmsum, eðlilegum og
jafnvel sjálfsögðum orsökum að
nokkru leyti, þá hefir sljófur
hugsunarháttur skapað þá, með-
vitundarleysi eða sofandi meðvit-
und um sinn vitjunartíma, ábyrgð-
arleysi almennings og leiðandi
manna í meðvitundinni um köllun
sína. það er hann, eigi síst. sem
þarf að laga og efalaust umfram
alt hann, þá lagast alt annað af
sjálfu sjer.
Ýmsir byggja, sem von er til,
vonir sínar á þingi og stjórn og
allskonar ráð reynir þingið að
koma með til bóta. Margt hefir
því verið fundið til foráttu, mörg-
um hefir þótt um of kenna eyðslu-
semi og fyrirhyggju-leysis um
framtíð landsins. En má ekki þing-
ið til að vera eins og þjóðin sjálf ?
Má það ekki til að vera líkum kost-
um gætt og hún sjálf og hafa svip-
aða ókosti?
Reyndin verður þó sú, að engin
stjórn ræður út af fyrir sig við
ástandið. Ekkert löggjafarþing
ræður heldur við það, sem heldur
ekki er von. Ýmsar ráðstafanir,