Lögrétta - 09.09.1924, Page 3
LÖGRJETTA
8
yrði háskólanám í Reykjavík gert
þeim mun aðgengilegra en nú,
móts við hið erlenda, að ekki væri
veruleg hætta á að alt úrval stú-
dentanna leitaði úr landi til náms.
----o---
Sambandsfundur
norrajnna Kvenrjeítindaíjelaga
ö.--b. jiiiu \m i Heisingtors.
Eftir
itu Jtirietu lijarnnjeöinstíottur.
Frh. —---------
iMæsta dag, þnðjudaginn 3. júni
ki. lu árdegis, söínuöust fundar-
konumar saman í „Solilennitets-
salnum“ í Helsingfors. Saiurinn
var skreyttur blómum fagurlega.
Sömuleiðis var þar einnig mjög
smekklega komiö fyrir flöggum
allra 5 Norðurlanda-þjóöanna. Var
íslenska flaggiö þar og mjög vel
sett. Salurinn var troðfullur. For-
seti Finnlands var ekki heima í
borginni. En kona hans, frú Ester
Stáhlberg, utanríkisráðherrann
i'inski og allir sendiherrar, Dan-
merkur, Noregs og Svíþjóðar,
ásamt konum sínum. Sömuleiðis
iuiltruar frá tveimur stærstu AI-
þjóöakvenna-samböndunum: „The
International Woman Suffrage
Alliance“ og „The International
Eouncii of Woman“, ásamt ýmsu
fleiru merku fólki.
þegar allir voru komnir 1 sæti
sín ljek orkestur-flokkur borgar-
innar finska þjóðsönginn, undir
stjórn Ossian Fahstrams, sem all-
ir hlustuðu á standandi. Síðan
setti fröken Furuhjelm fundinn
með snjallri ræðu. Tók hún fram
það núverandi tímanna tákn, að
alstaðar væri afturkastið að gægj-
ast fram. Tók hún fram og þakk-
aði þeim finsku konum, sem mest
og best hef'ðu unnið að framgangi
þessara mála og' undirbúningi
þeirra i Finnlandi. Sömuleiðis ýms-
ar þær ástæður sem hrundið hefðu
þessum kvennamálum áfram. Ilmi
Hollsten prófessorsfrú hjelt aðra
kveðjuræðu á finsku. Fanst það á
öllu, að reipdráttur var um völdin
milli finska málsins og sænska, og
að finskan vildi auðsjáanlega ekki
bera skarðan hlut frá borði. Síðan
töluðu í röð einn íulltrúi frá
hverju hinna 5 Norðurlandanna og
var þjóðsöngur hvers lands leik-
inn á eftir ræðu þess fulltrúa. Á
eftir minni ræðu var leikin einhver
„íslensk melodia“, eins og stóð á
dagskránni, sem jeg ekki þekti
Klukkan 12 var þessu opnunar-
liátíðahaldi lokið. Var þá etinn
sameiginlegur Lunch. Kl. 3*4 vor-
um við allar boðnar upp í höllina
til forsetafrúar Stáhlberg í teboð.
þar tók danska sendiherrafrúin,
greifafrú Lercke, að sjer, að kynna
mig og dönsku konumar fyrir for-
setafrúnni. Verð jeg að segja það
að mjer flaug í hug, er jeg gekk
um þessa gömlu finsk-rússnesku
landsstjóraíbúð, munurinn á henni
og forsætisráðh.-bústað íslands.
Fyrsta mál sem var til umræðu
var samvinnan milli Norrænu land
anna og hvernig henni skyldi hátt-
að. Frú Gyrithe Lemcke frá Dan-
mörk hafði framsöguna í því máli
með kl.stundar fyrirlestri. Lagði
hún til að lögum Nordiska kvinde-
sag: „Samorganisationarinnar“
yrði breytt þannig, að 1. stjórnar-
nefnd væri kosin, sem í væri 1 full-
trúi frá hverju hinna norrænu
landa, svo yrði norræna kvenrjett-
indanefndin eða sambandsstjóm.
2. Sameiginlegir fundir haldast 4.
hvert ár á þeim tíma og stað, sem
,,Samorganisationin“ ákveður. þeg
ar einhver mikilvæg mál koma fyr-
ir, sem snerta norrænar konur
milli þessara funda, þá getur Sam-
bandsstjórnin kallað saman minni
fund til umræðu og ákvörðunar um
þau mál sem fyrir liggja.
Sambandsstjómin ákveður at-
kvæðisbæra fulltrúatölu frá hverju
landanna á þessum fundum í sam-
ráði við það landið, sem býður
fundinum til sín. Við minni fund-
ina hefir hvert land rjett til að
hafa einn fulltrúa og einn vara-
íulltrúa.
Atkvæðagreiðsla fer fram frá
fulltrúum hvers lands sjerstaklega
ef nokkur fulltrúanna óskar eftir
því. Hvert af Sambandslöndunum
hefir rjett til að láta vera að taka
þátt í sameiginlegri framkomu,
sem hin löndin hafa ákvarðað.
Dagskiá og vinnuaðferðir á
hverjum þessum fundi ákveður
það landið, sem býður fundunum
heim. það land ákveður einnig
fundarstjórann og aðal-fundarrit-
arann, en hina starfsmennina vel-
ur fundurinn sjálfur.
4. Samvinnan í sjálfri „Sam-
organisationen“ helst við gegnum
nefnd eða nefndir frá hverju landi
milli aðalfundanna.
Um þetta mál urðu nokkrar um-
ræður og var nefnd kosin i' það.
B. B. (Island) lagði til að breytt
væri nafninu Samorganisation.
Kvað alt nafnið Nordisk kvinde-
saksforeningen á Samorganisa-
tionen vera óframbærilegt í dag-
iegu tali. Vildi kalla það Det Nor-
aiska kvinderets Forbund. For-
bund væri gott og gamalt norrænt
orð. Ýmsum þótti það gott, en þó
ef til vill óvarlegt að svo stöddu að
breyta nafninu. Tillögur frú G. L.
voru svo samþyktar að því einu
breyttu, að minni starfsfundir
skyldu jafnan haldast eftir 2 ár.
Frh.
-----o----
Ljóðabrjef
til Sveinbjörns skálds Björnssonar
á sjötugs afmæli hans, 9. sept. 1924.
Garpurinn Sveinbjöm glaður er
í góðri elli;
skáldið hrausta heldur velli,
hinir oft þó fái skelli.
Margoft liann í mótgangsstormi
mætti hörðu.
Helgar vættir halinn vörðu,
honum sverð og brynju gjörðu.
F.f hann mæða kreppukjör
um kalda daga,
fer hann þá í fylgd með Braga,
finnur lind í grænum haga.
!
Gott er að lyfta höfði hátt
í hugarsorgum.
Burt frá glaumi á gatna torgum,
geta stefnt að æðri borgum.
þjer hafa fylgt í framsókn allri
festa’ og elja.
þú hefir kunnað vini’ að velja.
Vil jeg heppnismann þig telja.
Enn býr hjá þjer andans hyr
og ólga’ í barmi;
reynsla er skráð á skírum hvarmi,
skín í augum helgibjarmi.
Gæfa er að gjöra vel
svo gleðjist mengi.
I Gripin þín á gígju-strengi
get jeg til að vari lengi.
Vertu sæil og velferð signdur,
vinur góði!
þú átt inni’ í sólskinssjóði,
sem er okkar besti gróði. P. P.
----0-----
Heilbrigðismál.
Frh II.
A. HJá Englendingum.
Tekið úr Memorandum on the
Teaching of Infant care and Manag1-
ment in public elementary Schools
1910, London. (Skv. brjefi frá heilbr
ráðuneytinu enska frá jan. 1924 er
kenslunni enn í dag hagað á svipaðan
hátt, en kenslutimum heldur fjölgað).
I. Námsskeið fyrir stúlkubörn 7—12
ára.
1. þrif á sjálfum sjer, þar með ræst-
ing á tönnum, nöglum, hárum.
2. Hreint loft, loftræsting. Sýnt hvern
ig loftræsting skal hagað i herbergj-
um svo að gagni komi, sýnt fram á,
hver nauðsyn er á að hafa glugga
opna dag og nótt, afleiðingar af því
að lifa í illa loftræstum herbergjum,
um nauðsyn sólskins.
3. Hiti. Hvemvegna börn og fullorðn-
ir verða að halda sjer heitum og var-
ast ofkælingu. Kent hvernig farið er
að kveikja upp i ofnum, eldstór og ofn-
ar sem loftræstingartæki. Eldshætta.
Klæðnaður.
4. Kent itarlega hversu hreinlæti i
öllu er mikilsverður þáttur í allri heil-
brigði, — hreinlæti á kroppnum, hrein
föt, hreinlæti í matartekju, umfram alt
hreint neysluvatn, hrein mjólk, hrein-
læti i öllum háttum og umgengni.
5. Matur og drykkur. Skýrt fyrir
börnum, hversvegna fæða sje nauðsyn-
leg, hverskonar fæða sje holl, æskileg
eða alveg nauðsynleg, og hverskonar
fæða sje óhæf. — Um nauðsyn mjólk-
ur, einkum fyrir ungbörn. Borðsiðir.
Hvernig borið er á borð.
6. Klæðnaður. Hver hentugastur.
Hverskonar efni sje hentugast i nær-
föt, hversvegna flúnel er ekki hent-
ugt, jafnvel ekki hættulaust; hvernig
farið er að halda fötum hreinum og
þokkalegum, og hvernig þau verða
best hirt og viðhaldið.
7. Svefn, hversvegna nauðsynleguiv
Hversvegna litil börn eiga að fara
snemma að hátta. Hvernig búið er um
rúm, því haldið hreinlegu, rúmföt
viðruð o. fl. þessh.
II. Kent stúlkum 12—14 ára í skól-
um á Englandi. Tekið úr Memor. on
the Teaching etc.
1. Húshald. Hvernig vikutekjum
verður hagtært á sem hentugastan
liátt, kaup til húshaldsins; hvemig
heimili er gert vistlegt og skemtilegt,
smekklegt og aðlaðandi. Sparsemi.
2. Hófsemi. í þessu er farið eftir
ágripi því um áhrif áfengis og tó-
baks, sem skólaráðið hefir látið semja
um þessi efni.*)
3. Almennustu atriðin í sjúkrahjúkr-
un í heimahúsum. Sýnt hvernig sjúkl-
ingunuin er leitað allrar hægðar og
þæginda, eftir því sem föng eru til.
Kent hvernig hjálpa má í viðlögum
við minniháttar sjúkdómstilfelli (yfir-
lið, uppsala, krampi, meðferð sára,
lagður bakstur o. fl.); ennfremur þrif
í sjúkrastofum, og kend aðalatriðin
um smitun og sótthreinsun.
4. Kent um nauðsyn á þrifum og
hreinlæti einstaklingsins, kend undir-
stöðuatriðin í alm. heilbrigði manna í.
*) Sbr. litla kverið um áfengi og tú
bak, sem hjer var gefið út um árið
og átti að kenna í barnaskólum.
sveitarfjelaginu. Er þá ætlast til, að
gerð sje nokkurnveginn grein fyrir til-
gangi hinnar vísindalegu heilbrigðis-
iræði alrnent; kend sótthreinsun og
nauðsyn á vörnum gegn berklaveiki
og hvernig þeim verður helst við kom-
ið. Stúlkubörnum er sjerstaklega kend
birðing ungbarna á 1. ári og þaðan af
eldri. þessum kenslustundum er fyrst
og fremst varið til að sýna fram á,
hver nauðsyn er á að kunna alla ung-
barnahirðingu og meðferð, hvernig
þau skal klæða, laífga og mata, öll
þrif á þeim, hvernig venja má þau
snemma á hreinlæti; kent um nauð-
syn á hæfilegum hita fyrir þau, hreinu
lofti, hollustu sólarbirtunnar og hrein-
læti á öllu í kringum þau. það er ætl-
ast til að sjerstaklega sje brýnt fyrir
ungu stúlkunum, hverjar hættur fyr-
ir lif ungbama geti stafað af úhent-
ugri fæðu og ýmsu óiagi á því, hvern-
ig barninu er gefin fæðan og af alls-
konar óhreinindum, og af ónógum (og
eins af of miklum) og óhentugum
kiæðnaði á bömum, af kulda, af ónóg-
um svefni og óreglulegum, af skorti
á hreinu lofti, skorti á nægilegri hreyf-
ingu og mörgu öðru þessu líku, sem
hver kennari á að vera fær um að út-
lista á ýmsa lund.
III. Kenslufyrirkomluag í alþýðu-
skólum í Manchester fyrir eldri skóla-
telpur, samið af Education Committée
in Manchester (tekið úr Zeitschrift
fúr Sáuglingsschutz, Bd. III. hefti 3.
Haldnir fyrirlestrar með sýningum:
1. Laug barna, þvottar.
a. Laugin höfð tiL
b. Barnið laugað og því siðan þurk-
að um kroppinn. Sýnt sjerstaklega
hvernig farið er með augu þess, eyru,
munn, nef, útskýrð öndun með nefi,
bent á húðfellingar og þrif á þeim.
c. Klæðnaður ungbarna, honum lýst
nákvæmlega, og sýnt hvernig börnin
eru færð í hverja flík. Hver og ein
námsstúlka látin taka snið (úr papp-
ír) af barnsfötunum og látin hafa
þessi snið heim með sjer. Námsstúlk-
urnar allar látnar sauma barnaföt,
ytri og innri, á námsskeiðinu, bæði
fyrir kornung börn eða hvítvoðunga og
líka eldri börn. Útskýrt hver efni sjeu
hentugust til fata handa börnum og
alt um klæðnað þeirra til fótanna,
bæði sokkaplögg og skófatnað.
2. Böð og þvottur (frh.). Hversvegna
er hreinlæti svo nauðsynlegt? Hörund
ungbarna (lýsing á þvi) og starfsemi
þess. Hættan sem stafar af óþrifnaði.
Gerlasmitun. Meðferð á fatnaði. Hirð-
ing á hári, tönnum og nöglum.
3. Næring ungbarna. Brjóstbörn.
Pelabörn. — Kúamjólk. Hættan við
óhreinindi í mjólk og hvernig hjá
þeim verður komist. Geymsla mjólk-
urinnar.Pelarnir.þrif á þeim og totun-
um. Reglur um blöndun og tilbúning
ástandið nú, og horfurnar og stefnuna í
framtíðinni.
Skólasaga Islendinga er óskrifuð enn þá,
svo að ýtarlegt sje. því miður. því í þeirri
sögu mætti sjá margt merkilegt um menn-
ingu þjóðarinnar og þróun. Jón Sigurðs-
son skrifaði þó gott yfirlit um feril skóla-
haldsins í skólamálaritgerð sinni í Nýjum
Fjelagsritum (1842) A) En það er nauðsyn-
legt, til þess að geta skilið mörg atriði
þessara mála nútímans eða framtímans, að
vita nokkur deili á ráðabruggi og reynslu
fortímans. Fyrir því verða rakin hjer
nokkur atriði þessarar sögu. það er þó
enganveginn ætlunin, að reyna að skrifa
neitt yfirlit um íslenska skólasögu í heild
sinni, enda þarflaust í þessu sambandi.
Margt af þessu er líka alkunnugt úr al-
mennri sögu þjóðarinnar. þeir þættir sög-
unnar, sem hjer verða dregnir fram, eru
slíkir,sem mjer virðast svo sem undist hafi
einhvernveginn inn í það, hvernig famast
hefir í landinu allskonar innlendum fræð-
um og í hvaða átt framtíðarinnar stefna
þeirra í fortíðinni virðast benda. Að sjálf-
sögðu koma þar fyrir ýms atriði, sem öll-
um þorra sæmilega sögufróðra manna eru
ekkert nýnæmi, einkum frá fyrri öldum.
En þó verður ekki þegjandi fram hjá þeim
x) Auk þessa má benda á grein í Tímar. Bmf.
XIV (e. Janus Jónsson), ýmisl. i Safni V. (frá
p. Thoroddsen), í Kirkjusögur Finns og Pjet-
urs og víðar eru einstakar heimildir. Jóhann-
es Sigfússon kvað hafa safnað miklu efni til
alm. skólasögu.
farið, vegna samhengis sögunnar, og þó
aðeins stiklað á stærstu steinunum. þó
hefir ekki fyr verið um þetta skrifað
frá því sjónarmiði, sem hjer um ræðir.
þar að auki gerist mikill hluti þeirrar
sögu, sem hjer verður rakin, einmitt
eftir að ritgerð J. S. kom út, og J. S. er
sjálfur einn öndvegismaður hennar og
ýmsir aðrir afreksmenn, sem tillagagóðir
voru um hin meiri málin 1 íslenskri end-
urreisnarviðleitni þeirra tíma.
Eins og alkunnugt er, er snemma get-
ið skólahalds í íslenskum sögum, þó frá-
sagnirnar sjeu hinsvegar ekki þannig, að
eftir þeim heimildum eifium sje unt að
gera nákvæma grein fyrir skipulagi þeirra
lengi fram eftir öldum. þess er getið þeg-
ar um ísleif biskup í Skálholti, að „menn
seldu honum sonu sína til læringar, ok váru
þeir síðan góðir kennimenn“ (Bsk. Bmf.
I. 63. Hungurvaka), enda segir íslendinga-
bók svo um hann, að hann var miklu nýtri
en aðrir kennimenn á þessu landi. Frá
þessum skóla ísleifs spruttu svo smásam-
an, samfara auknum utanferðum, ýmsir
góðir lærdómsmenn, og jókst nú í landinu
smásaman mentun og skólahald. Einn af
lærisveinum ísleifs var Jón Ögmundsson,
helgi, síðar Hólabiskup. Setti hann skóla
á Ilólastað kringum 1110 og fyrir hann
Gísla nokkum Finnason. Var það skólahald
annálað, eins og reyndar alt líf og starf
þessa „blessaða biskups". Segir Jóns-
saga, að þá hafi mátt sjá um öll hús bisk-
upsstólsins mikla iðn og athöfn, og hafi
allir kepst við það, „hverr eptir sínu
næmi, at fylla vandlaupa síns hjarta af
þeim molum vizku brauðs, er þeirra
kennifeður brutu þeim til andligrar fæðu,
af hverjum vér sám blómiberaligan akr
guðligrar miskunnar með fögrum ilm víða
upprunninn“ (Bsk. Bmf. I. 240). Og ann-
arsstaðar segir, að menn hafi lesið þar,
lærðir og leikir „með heilagri græðgi“, til
að afla þess, er fá mætti „af nægð guðligra
auðæfa“ (1. c. 242). — Auk Skálholts- og
Hólaskóla voru einnig snemma settir skól-
ar í Haukadal, og gerði það Teitur ísleifs-
son (d. 1110) og frá þeim skóla kom m.
a. Ari fróði. 0g í Odda setti Sæmundur
fróði skóla, enda segir sagan, að hann hafi
verið „einhver mestr nytjamaðr guðs
kristni á þessu landi“ (1. c. 156). þar var
m. a. seinna lærður Snorri Sturluson eins
og kunnugt er. Alloft er einnig getið ann-
arsstaðar um slíkt skólahald, t. d. hjá þor-
láki biskupi Runólfssyni og Klængi bisk-
upi. þá var einnig oft skólahald við ýms
klaustrin. Hafði þetta margskonar áhrif á
bókvísi og alment mentalíf þjóðarinnar,
beinlínis og óbeinlínis. Nokkuð hefir þó
verið deilt um þessi efni, einkum áhrif
klaustranna. þarf ekki í þessu sambandi
að reyna að gera ýtarlega út um slíkt, því
samkomulag er um það, alment talað, að
þessi skóla- og mentunarstarfsemi hafi
haft hið mesta gildi fyrir myndun og mót-
un bókmentanna og andlega lífsins í heild
sinni, hvernig sem menn vilja að öðru
leyti skýra einstök atriði hennar. Til við-
bótar þv'í, sem þegar er vikið á, þarf held-
ur ekki annað en minna á nokkur nöfn
önnur, sem tengd eru t. d. klaustrunum og
mikilsverð eru á ýmsa lund i sögu hins
andlega lífsins. Við þingeyrarklaustur eru
tengdir þeir Karl Jónsson, Oddur Snorra-
son og Gunnlaugur Leifsson, sem m. a.
hafa skrifað hin merkilegustu rit um Nor-
egssögu, sem alkunn eru (t. d. Sverris-
saga), einnig Arngrímur sá, er reit Guð-
mundar sögu góða, Bergur Sokkason o. fl.
Af klausturmönnum í Veri má minna á
Brand Jónsson, Runólf Sigmundsson
ábóta og Grím prest Hólmsteinsson, og svo
Eystein munk, höfund Lilju, og frá sið-
skiftatímunum Sigurð Halldórsson og
Gissur Einarsson. I Helgafellsklaustri
var einnig Hallur Gissurarson, í Viðeyjar-
klaustri Styrmir Kárason, samtímamaður
og um skeið fjelagi Snorra Sturlusonar,
og í Munkaþverárklaustri Nikulás Bergs-
son. þetta eru alt menn alkunnir úr bók-
mentasögunni, þó misjafnt sje reyndar
eftir þá varðveitt, og má um þetta segja
oft, að þá var „fagurlegt þat klaustr, sem
svo var skipat af slíkum munkum“. það
er þá líka á þessum grundvelli, að fræði-
menn, eins og Finnur Jónsson fyrst og
fremst, hafa komist að þeirri niðurstöðu,
að „sagaeme i et overvejende antal er for-
fattede af islandske præster og gejstlige"
(Litt. hist. II. 289), eða að Jón Sigurðs-
son hjelt því fram, að út frá skólahaldi
Isleifs biskups væri „mestmegnis sprott-
in og æxluð öll sú mentun, sem á íslandi
var í fornöld, og langt skarar fram úr
mentun hinna annara Norðurlanda að and-
ligu fjöri og krapti“ (N. Fjelr. II. 85).
Ekki gekk þetta skólahald þó ætíð jöfnum
fetum og heldur skrykkjótt á köflum, og
var ekki ávalt mikil „iðn ok athöfn“. Ár-