Lögrétta

Issue

Lögrétta - 30.09.1924, Page 3

Lögrétta - 30.09.1924, Page 3
LÖGRJETTA 3 sveitarfjelög taki tillit til heimil- anna og þeirra hagsmuna, þegar um almennar ákvarðanir er að ræða. 5. Að ríkin og bæja- og sveitar- fjelög stofni og styrki hentuga kenslu í hagfræðilegri húsmæðra- fræðslu, sem bæti úr þeim ýmis- legu vandkvæðum, sem eni á upp- eldi kvenna“. Tillögur þessar voru síðan rædd- ar og alt þetta mál í heild. Var það einkum Maria Michelet, pró- fessorsfrú frá Noregi, sem þar tal- aði allsköruleuga. Kvaðst hún geta samþykt allar þessar tillögur og vera fyrirlesaranum algerlega samþykk í þessu máli. Á þessum grundvelli væri norræna húsmæðra sambandið bygt. Uppeldi ungra kvenna, sem verðandi húsmæðra, væri algerlega hneykslanlegt. Menn segðu, að konur ættu að fá sömu mentun og þekkingu og kailmenn. það væri alveg rjett, — bara með öðrum orðum: Konan á að fá jafnvandað uppeldi og víð- tæka þekkingu og karlmenn. En uppeldið á að miðast við þau störf, sem hún sjerstaklega ætlar sjer að taka fyrir. Húsmóðurfræðslan ætti að aukast og verða vísindi. Við ættum að fá eina námsgrein við háskólann í þeim“. — Að loknum umræðunum voru tillögur frú Gebhardt samþyktar. Nor ræna h j ónabandslöggj öf in var þvínæst til urnræðu, og gerðu fulltrúar frá öllum þessum lönd- um grein fyrir því, hverjum breyt- ingum hún hefði tekið. Frú Gerda Lindblom frá Svíþjóð skýrði frá því, að þar væri öll þessi löggjöf nú breytt og samþykt af þingi og konungi. (Svíþjóð og ísland eru því nú einu norrænu löndin, sem hafa fullgert allan þennan stóra syfja-lagabálk. Hjer er ekki rúm til að fara út í þær breytingar. En þó skal það tekið fram, að íslenska löggjöfin á þessu sviði er að ýmsu leyti frjálslyndust, einkum barna- löggjöfin. Frú Lindblom skýrði frá þeim breytingum, sem sænskar konur hefðu verið ánægðastar með í hjónabandslöggjöfinni. það var einkum, að fjárhald og yfirráð eiginmannsins (Málsmanskap) eru úr sögunni, og þar af leiðandi verða hjónin jafnrjetta bæði með rjettindi og skyldur, með trúlofun, lýsingar til hjónabands og gifting una. Sömuleiðis um skilnað að borði og sæng og algerðan skiln- að. — Hvernig þessar breytingar reynast, er ennþá ekki unt að segja, því reynslutíminn er svo stuttur. < Bæði í Noregi og Danmörku hefir hjónaskilnaðarlöggjöfin leg- ið fyrir þingunum, en er ennþá ekki tekin til endanlegrar með- ferðar. — Finnland hefir ennþá sín gömlu hjónabandslög, og hefir þó verið reynt að fá þeim breytt síð- an 1907. þau eru eiginlega þau sömu og giftingarlöggjöfin sænska sem var frá 1734, svo að ekki var furða þó þau væru orðin á eftir tímanum. Doktor Vera Hultin frá Helsingfors skýrði þessi finsku lög og þeirra galla, sem voru ærið margir og dökkir. Hún kvað nú tima til að fara að breyta þeim eftir 200 ár, enda mætti nú taka sænsku lögin frá 1920 til eftir- dæmis. En hingað til hefði mót- staðan gegn lagabreytingunni í Finnlandi komið frá karlmönnun- um. Frumvörp til breytinga hefðu oft komið fram, seinast 1921 og 1923, en menn vita, að sá lagabálk- ur verður ekki samþyktur og eng- in nefnd sett í þá löggjöf nú á næsta þingi. Og þó væri áríðandi að Norðurlöndin fylgdu öll sams- konar syfja-löggjöf. Oft vildi til, að persónur frá ýmsum þessum löndum giftust saman, og þá gæti það orðið mjög óheppilegt að hafa ekki samhljóða syfjalöggjöf. Umræður urðu nokkrar um þetta mál. Var það einkum sænski málaflutningsmaðurinn frú Mat- hilda Stael von Holstein sem skýrði kosti nýju laganna og galla þeirra eldri. Sagði hún, að jafn- rjetti hjónanna eftir nýju lögun- um væri ekki annað en staðfest- ing á gömlum rjettindum kvenna í eldgömlum sænskum lögum, þar sem jafnfætis fjárráðum og yfir- ráðum mannsins væri talað um húsfrúardæmið. þar stæði ekki einungis: þegar karl og kona eru gift, þá er maðurinn konunnar rjetti svaramaður, heldur stæði þar líka: „að húsfrúin giftist til lása og lykla“, sem þýðir ákvörð- unarvaldið yfir heimilinu og öllu, sem því heyrði til. — Sömuleiðis skýrði hún ýms atriði, sem hefðu tekið gagngerðum og rjettmætum breytingum í skilnaðarlöggjöfinni og trygt hags4*iyni konu og bama. Að loknum umræðum voru þessar tillögur samþyktar: „Fundurinn álítur óhjákvæmi- legt: 1. Að breytingar sjeu gerðar sem allra fyrst á hinni úreltu hjónabandslöggjöf í öllum þeim norrænu löndum, sem ekki hafa ennþá breytt henni. 2. Að þessar nýju lagabreyting- ar eigi aðallega að byggjast á við- urkenningunni um rjettarfarslegt jafnrjetti hjónanna. 3. Að til þess að þessi löggjöf geti orðið til þess að koma meira samræmi og framþróun í rjettar- farið í norrænu löndunum, þá ætti hún svo mikið sem unt væri að lagast eftir breytingunum á henni í Svíþjóð 1915—1920, og hagnýta sjer þá reynslu, sem þar er feng- in um áhrif og verkanir þessara lagabreytinga. Fundurinn skorar á konurnar í norrænu löndunum að sameina sig allar um að vinna með áhuga að þessu takmarki. Frh. ----o---- Svar til sjera Eiríks Albertssonar. 1 Lögrjettu 12. ágúst þ. á. ritar sjera Eiríkur Albertsson svar við athugasemd þeirri, er jeg gerði við skýrslu hans í vor. Svar þetta er að mestu rökleysur einar og útúr- snúningar, sem litlu máli skifta, og fellur því um sjálft sig, en þó skal jeg drepa hjer á fáein atriði. Sjera E. A. er það mikill þyrnir í augum, að jeg hafði talið, að tölu- verð reikningskensla væri nauð- synleg í skóla, sem „skyldi vera lifandi og fyrir lífið“, og að jeg taldi skóla hans hinn nýja, meðal annars, í því efni fjær lífinu en flesta aðra alþýðuskóla vora; sama er um náttúrusögu og þjóð- fjelagsfræði. Telur hann enga þessara námsgreina „sjerlega líf- ræna“. Jeg held, að þessi skoðun hans sje alröng, og verður hann að færa einhver rök fyrir máli sínu, ef hann ætlar að sannfæra mig og aðra um slíkt. Skal jeg af handa- hófi taka nokkur raungæf dæmi, í þeirri von, að þau megi verða til þess, að skýra þetta mál ofurlítið fyrir honum. Samgöngufæri það, er við ís- lendingar enn notum mest, er hesturinn. Ekki virðist mjer það með öllu ónauðsynlegt, að nema um hann eitthvað frekar en al- þýða manna getru sjeð með því að virða hann fyrir sjer. Sama er að segja um önnur húsdýr vor. þá virðist það og mega koma að liði, að kynnast húsdýrum annara þjóða og húsdýrarækt þeirra. Kunnugt er það, að rannsóknir á dýralífi í sjónum meðfram strönd- um lands vors hafa mjög orðið sjávarútveginum að gagni, og tel jeg það meðal annars sýna það, að almenningi sje ekki með öllu gagnslaust að nema eitthvað um sjávardýrin. þá virðist mjer jurta- fræðin ekki með öllu ónytsamleg námsgrein fyrir alþýðu manna. Al- kunna er það og, að til skamms tíma var þekking í heilsufræði mjög lítil með þjóð vorri; hefir þetta lagast töluvert á síðari ár- um fyrir góðar bækur og ritgerð- ir hinna ötulu lækna vorra, og það, að kensla í þessari grein hefir ver- ið tekin upp í flestum skólum vor- um. Getur heilsuíræði með engu móti heitið „ólífræn" vísindagrein, ef orðið „lífrænn“ er notað um slík mál. En alt þetta og margt fleira telst, sem sjera Eiriki er kunnugt, til náttúrusögu. Mjer virðist það skifta allmiklu máli, að unglingar sjeu fræddir um það stjórnarfyrirkomulag, sem þeir búa við, og hvernig því sje háttað í aðalatriðunum, einkum í lýðfrjálsu landi sem voru, þar sem segja má að hver borgari taki þátt í stjórn landsins. þá er ekki alveg einskisvert að vita eitthvað um þær stofnanir, er ávaxta fje þeirra, er eitthvað geta sparað saman, svo og aðrar opinberar stofnanir, og margt fleira. Jeg býst við, að sumir æskumenn vor- ir hafi líka gaman af að geta gert sjer fullljóst, hvað það er, að vera prestur í þjóðkirkju íslands, em- bættismaður ríkisins o. s. frv. þetta og annað slíkt er kent, sem jeg veit að sjera Eiríki líka er kunnugt, í þjóðfjelagsfræðinni, og er hún víða í skólum sjerstök námsgrein, enda þótt hún sum- staðar sje kend sem viðauki við söguna. Jeg skal eftir ósk sjera Eiríks geta þess, að jeg fæ ekki sjeð, að íslensk þjóðfjelagsfræði „eigi frekast heima sem einn þátt- ur í alm. mannkynssögu“, enda þótt það virðist vera skoðun hans. Sjera Eiríkur er embættismaður og þiggur laun af landsfje. þá stundar hann og búskap m. m. og er mælt, að hann standi nú í jarða- kaupum. Til alls þessa er nauðsyn- legt að kunna eitthvað í reikningi og töluvert meira en unt er að nema í ca. 20 kenslustundum. þó er búskapur og jarðakaup ekki svo sjerlega fátítt hjer á landi, að sagt verði, að það sje með öllu ónauðsynlegt fyrir þá menn, sem ekki eru embættismenn, að læra reikning. Og í daglegu lífi þurfum vjer tvímælalaust oftar að halda á reikningi en flestum öðrum vís- indagreinum. Jeg skal láta það ósagt, hverri andlegri vakningu reikningur get- ur komið af stað. þó má benda sjera E. A. á það, að reikningur og stærðfræði eru meðal homstein- anna, sem flest önnur vísindi eru reist á að fomu og nýju, þar á meðal raunvísindi nútímans, sem eg með engu móti get talið litils- verð eða einskis. Um fátt hefi jeg heldur heyrt lærða menn svo sam- mála sem það, að reikningsnám og stærðfræði væri þroskandi, og er jeg þeirrar skoðunar líka. Held jeg jafnvel, að sjera Eiríkur hefði ekki ilt af að rifja upp skólalærdóm sinn í þessum fræðum, og býst jeg við, að hann gæti við það lært nokk uð í rökrjettri hugsun, sem hann, eftir svari hans í Lögrjettu 12. VIII. að dæma, skortir tilfinnan- lega. Telja mætti, auk þeirra náms- greina, sem jeg nefndi í aths. minni í Lögrjettu, ýmsar náms- greinar, sem eru sjálfsagðar í hverjum alþýðuskóla, enda kend- ar í þeim flestum, nema á Hesti. Vil jeg hjer nefna þessar: Eðlis- fræði, leikfimi og söng. Nefna mætti og bókfærslu, sem raunar mun ekki víða kend, en þó í nokkr- um hinum merkari alþýðuskólum vorum. Hefi jeg nú í rauninni svarað því, sem er svaravert í grein sjera E. A. Ofurlitlu vil jeg þó bæta við. það er rangt til getið, að aths. mín væri rituð sem auglýsing fyr- ir Hvítárbakkaskólann, og sann- aát þar hið fomkveðna, að „marg- ur þekkir mann af sjer“. Sama er um þá tilgátu sjera E. A., að jeg hafi verið viðutan, þegar jeg reit grein mína. Ræður hann það af þessum orðum, sem í greininni standa: „(sbr. skýrslu sjera E. A. í Eimreiðinni)“. 1 þessu sambandi get jeg frætt hann um það, að í handriti mínu stendur aðeins: „(sbr. skýrslu sjera E. A.)“, og er viðbótin því prentvilla. En greinina sá jeg ekki prentaða fyr en all-löngu eftir að blaðið kom út, og taldi þá óþarft að fara að leiðrjetta þetta, sem aðrar prent- villur í greininni, er hver heilvita maður getur lesið í málið. Hefði sjera Eiríkur átt að eiga því auð- veldara með að komast yfir þetta atriði, án þess að hnjóta um það, að honum var manna best kunnugt um það, hvað hann hafði sjálfur skrifað. Greinarstúf hans í Eim- reiðinni sá jeg ekki fyr en eftir að jeg hafði afhent ritstjóra Lögrj. aths. mína. Er alt moldviðri sjera Eiríks um þetta því aðeins gott dæmi um hið frjóa ímyndunarafl hans, og það, hve ljett honum er um að leggja út af hverjum texta Er það sjálfsagt nauðsynlegur kostur góðs klerks. Satt er það, að eg hefi látið sjera til starfa fyr en haustið 1908. Sóttu hann þá 7 stúdentar. 1 ræðu þeirri, sem for- stöðumaður skólans, Lárus H. Bjarnason, hjelt þá, sagði hann m. a., að óskandi væri að embættaskólarnir þrír, sem þá voru til, sameinuðust sem fyrst í einn háskóla (Lögrjetta III. nr. 46). Um upphaf guðfræðikenslunnar hefir verið getið nokkuð áður. Frumskólarnir og latínuskólarnir gömlu voru einnig eins- konar prestaskólar. Menn lærðu þar það, sem nauðsynlegt þótti til klerklegs lær- dóms og til viðhalds guðs kristni í landinu. þess er getið, að fyrst framan af átti kirkj- an allörðugt uppdráttar vegna prestafæð- ar. En þegar með skólahaldi Isleifs bisk- ups fer að rakna úr þessu nokkuð, eins og fyr segir. Um ýmsa hina biskupana er þess einnig getið, að þeir „kendu prestling- um“. Eins scgir og um IGæng biskup, að það hafi verið öll iðja hans „senn at kenna prestlingum ok ritaði ok söng psaltara“ (Bsk. Bmf. I. 83). Og um Lárentius bisk- up er svo sagt, „at klerka þá sem syngja áttu ok lesa lét hann svá typta, at þeir skyldu þat réttliga giöra“ (1. c. 846). Skrykkjótt gekk þó stundum með þetta, eins og áður er á vikið. Kringum siðskift- in segir t. d. í broti af Jóns sögu Arason- ar, að foreldrar hafi orðið að fá munka eða aðra klerka af lægri vígslum til þess að kenna piltum að lesa og skrifa íslensku, þó ekki væri annað, því skólar hafi engir verið. þó hafi einnig verið kendur gregori- anskur grallarasöngur, lestur Davíðssalt- ara og annara venjulegra tíðabóka, sem óumflýjanlegar voru, „en alt svo sem í belg og biðu“ (Bsk. Bmf. H. 424—25). 1 sama sögubroti er einnig sagt, að „engir sintu bóknámi, hvorki latínufræðum, né öðrum tungum, nema einstöku biskupar eða ábótar, einna helst þeir, sem verið höfðu nokkra tíma á þýskalandi eða Eng- landi eða Frakklandi" (1. c. 427). En þá var landið líka, eftir því sem höf. segir, „in papisticis tenebris involuta et in- versa“! Áður hefir verið drepið á endurbótavið- leitnina um og eftir siðskiftin, og verður nú aðeins rakin stuttlega saga hugmynd- arinnar um sjerstakan guðfræðingaskóla, aðskilinn frá fyrri latínuskólunum, og áframhald þeirra. Ákveðin tillaga um þetta kom t. d. fram um 1750 frá Horre- bow. Vildi hann láta stofna Gymnasia, einskonar prestaskóla fyrir þá, sem ekki gætu farið utan, og átti þó einnig að kenna þar eitthvað í læknisfræði. Um svipað leyti, eða nokkru fyr (3. maí 1743), hafði þá komið út tilskipun, þar sem gert var ráð fyrir því, að skólinn yrði seminarium eccelesiæ, prestaskóli, þar sem kend væri latína, gríska, hebreska, ís- lenska, danska og guðfræði, og einnig nokkuð í heimspeki, reikningi og sögu. Og í raun rjettri verða latínuskólamir fyrst og fremst guðfræðingaskólar að ýmsu leyti. Og eftir skólaflutninginn um alda- mótin 1800 er beinlínis farið að kalla for- stöðumann skólans lector theologiæ, en ekki rektor eins og áður, þó skólinn sjálf- ur sje kallaður latínuskóli áfram. Páll Melsted segir frá því, að hann hafi heyrt í æsku sinni, að sjera Eyjólfur á Völlum Jónsson hafi búið til orðið guð- fræði um það, sem áður hafi varið kallað trúarlærdómur eða religion. Hefir P. M. lýst allnákvæmlega þessari guðfræði- kenslu á Bessastöðum meðan hann var þar. Segir hann, að námið hafi „liðið þar áfram í einhverju dauðamóki“ og vantað „fjör og framtakssemi". Sjálfur segist hann hafa útskrifast þaðan „sem góður heiðingi", en þó kallaður „guðfræðingur". þrátt fyrir ýmsar bollaleggingar varð þó ekki úr því, að fastur sjerstakur presta- skóli yrði settur hjer fyr en 1847, og hafði því þó verið lofað með konungsúrskurði þegar 1841. Var dr. Pjetur Pjetursson skipaður forstöðumaður skólans (sbr. þ. Th.: Æfisaga P. P. bls. 70). Segir svo um þetta í brjefi konungs, „að það hefir jafnan vor föðurleg umhyggja tekið til greina, hve áríðandi það sje vorum hollu þegnum á íslandi, að eiga sjálfir einhvern þann mentunarskóla, er frætt geti unga menn, svo þeir yrði heiðvirðir kennimenn og leiðtogar þjóðarinnar og flutt þannig út í landið sanna upplýsingu, og siðferðis- legan og kristilegan hugsunarmáta“. Reykjavíkurpósturinn leggur líka áherslu á það, þegar hann segir frá skólastofnun- inn (I. 139—40), hve nauðsynlegt það sje, „að prestaefnum hjer gefist færi á því, að afla sjer svo mikillar guðfræðilegrar þekk- ingar, sem stjett þeirra er nauðsynleg, svo þeir geti gegnt köllun sinni eins og vera ber“---------vegna þess, „að mentun al- þýðu hjer á landi er að mestu leyti komin undir prestunum“. Og í ræðu þeirri, sem dr. P. P. hjelt, þegar hann tók við stjórn skólans, ræðir hann nokkuð um ástand prestamentunarinnar um þær mundir og segir m. a.: „það sæti illa á mjer að hnjóða í þá andlegu mentun, sem prestaefni hafa að undanförnu fengið hjer á landi; hún hefir efalaust verið svo fullkomin, sem kostur hefir verið á eftir þeim lögum og því skipulagi, sem hinn lærði skóli hefir haft, og það vita allir, hve margir góðir prestar hafa verið og eru hjer á landi, sem þó hafa ekki notið háskólamentunar, held- ur eingöngu þeirrar, sem latínuskólinn veitti þeim og þeir síðan sjálfir juku.--- En það sannar hvorki, að frekari mentun- ar gerist ekki þörf, nje heldur hitt, að prestaskólinn muni ekki menta prestaefn- in betur“ (sbr. Ársrit prestaskólans). Svo setur hann stúdentunum fyrir sjónir starf þeirra og skyldur og það, að þeir eigi að „láta ljós sitt lýsa fyrir öðrum og ganga sjálfir á andlegum ljósvegum guðfræð- innar“. Við þennan nýja prestaskóla var fyrst tveggja ára námstími og kent í fyrirlestr- um, til þess „að fræða þá svo, er á skól- ann ganga, að þeir verði mentaðir kenni- menn, góðir sálusorgarar og duglegir em- bættismenn“. Námsgreinirnar voru: biblíu- skýringar — þó aðeins um nýja testament- ið eða úr því, eitt af samstæðu guðspjöll- unum, nokkur Pálsbrjef og brjef Jóhann- esar, — en í gamla testamentinu ekkert, eða svo til, og herbreskukensla þá fallin niður. Ennfremur var kend trúfræði, sið- fræði, kirkjusaga og kennimannleg guð- fræði, „og sálarfræðislegar hugleiðingar skal tengja við kennimannlegu guðfræð-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.