Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 1
Innheiintaog afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 14. okt. 1924. 55. tbl. Suðmundur Björnson sextugur. Umvíðaveröld. pingrof í Bretlandi. I símfregnunum síðustu viku er sagt frá stjórnmáladeilum, sem skyndilega hafi komið upp í Eng- landi og orðið hafa til þess, að þing hefir verið rofið og boðað til nýrra kosninga. En málavextir eru sagð- ir þeir, að fyrir nolrkru hafði l'ommúnista-ritstjóri einn, Camp- ell að nafni, skrífað grein þess efn- is, að hvetja bretska hermenn á emhvern hátt til verkfalla og óhlýðni við verkamannastjórnina, svo sem í því skyni hvorutveggja, að andæfa stjórninni og undir- strika friðarvilja þjóðarinnar. Rit- stjóranum var af valdstjórninni stefnt fyrir ummælin og hann dæmdur til refsingar. En skömmu seinna var svo fyrirskipað af stjórnarinnar hálfu, að málið skyldi niður falla og dóminum ekki fullnægt. Varð út af þessu megn óánægja — og talið svo, sem stjórnin vildi sveigja lög og lands- rjett eftir hlutdrægu flokksfylgi eða þyrði eða vildi ekki beita þeim. Boðaði þá íhaldsflokkurinn, að hann mundi bera fram vantrausts- yfirlýsingu á hendur stjórninni, en afstaða frjálslynda flokksins var í tvísýnu. Síðastl. miðvikudag var vantraustið rætt í þinginu. Flutti þá frjálslyndi flokkurinn þá breyt- ingartillögu, að nefnd skyldi sett til þess að athuga Campells-málið. Hafði Rob. Home orð fyrir andófs- mönnum,en hann er talinn einhver orðsnjallasti maður þingsins og mesti málafylgjumaður.Taldi hann að lögum og löghlýðni og rjettar- meðvitund þjóðarinnar væri háski búinn, ef þeirri stefnu færi fram, sem stjórnin hefði nú tekið. En Ramsay Mac Donald forsætisráð- herra lýsti því yfir, að stjórnin mundi segja af sjer eða rjúfa þing- ið hvor till. sem samþykt yrði. Fóru svo leikar, að till. íhalds- flokksins var feld, en till. frjáls- lynda flokksins samþykt með 364 atkv. gegn 198. Boðaði þá stjórn- in þingrof og nýjar kosningar 29. þ. m. Er kosningaundirbúningur- inn þegar orðinn mjög magnaður. Fulltrúar frjálslyndra manna og íhaldsmanna eru nú að ræða mögu- leika þess, að flokkarnir gangi í kosningabandalag og sameinist gegn stjórnarflokknum. En Mac Donald hefir látið svo um mælt, að frá jafnaðarmönnum skuli ekki verða vörn, heldur sókn. I kosningaávarpi sínu hefir veikamannaflokkurinn tekið þetta sjerstaklega fram: Flokkurinn hefir lagt undirstöðuna að því, að óvildin milli þjóðverja og Frakka hefir rjenað og að sambúðin milli Frakka og Breta er orðin innilegri en áður var. Vitnar stjórnin í árangur þann, sem hún hafi náð í utanríkismálum síðan hún tók við, sjerstaklega í Lundúnasamþyktina og ákvarðanir fundarins í Genf. Stjórnin boðar, að hún vilji þjóð- nýta kolanámurnar ensku. Út í frá hafa þessir atburðir haft nokkur áhrif, einkum í Frakk-. landi. Stjórnarandstæðingar þar nota tækifærið til harðra árása á Herriot. Tekur Millerand fyrrum fcrseti mikinn þátt í þeim. Er stjórninni m. a. fundið til foráttu, að hún hafi ekki efnt loforð sín frá kosningahríðinni, um að rjetta við fjárhag ríkisins, bæta úr dýr- tíðinni o. fl. Ennfremur er veitst að Herriot fyrir það, að hann vilji skilja ríki og kirkju í Elsass- Lothringen. Síðustu símfregnir. í Frakklandi hafa undanfarið staðið harðar deilur um launakjör embættis- og sýslunarmanna. Er búist við því að stjórnin neyðist til þess að verða við launahækkun- arkröfunum, en muni þó jafnframt ætla sjer að fækka sýslunarmönn- unum um 20 þúsund. Símað er frá Berlín, að Zeppe- línsloftfarið Z 3, sem Bandaríkja- stjórnin keypti af þjóðverjum, hafi lagt af stað frá þýskalandi í fyrradag og sje nú einhversstaðar yfir Atlantshafinu. Skipið fer 130 kílómetra á klukkustund og er ráð- gert að það verði 70 tíma á leið- inni. Ráðstjórnin í Moskva tilkynnir, að 7 milljónir manna í Rússlandi eigi við harðrjetti að búa, og stafi það af uppskerubresti. ----o—--- Xristi). sieníiíl íiaíi. (16.—22. júlí 1924). Eftir Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum. ----- Frh. þá kom röðin að okkur Islend- ingum, og fjell það í mitt skaut að segja nokkur orð. Jeg skýrði auðvitað frá því, að ekkert kristilegt stúdentafjelag væri hjer á landi, en benti hins- vegar á, að Stúdentafjelagið hefði látið sig trúmál allmiklu varða. Taldi jeg, að hávaðinn myndi halda fastast við sína bamatrú, en víðsýni og umburðarlyndi auð- kenna okkur mest í þessum efnum og mætti það undantekning heita, væru stúdentar ekki hlyntir kirkju og kristindómi, þótt þeir tækju fá- ir beinan þátt í kristilegri starf- semi. Gat jeg þess, að fúsir hefðum við farið til þessa fundar í Niðar- ósi, því þar sátu Ólafur Tryggva- son og ólafur helgi, þeir er ísland kristnuðu. þar í dómkirkjunni las og Einar Skúlason Geisla nál. 1153. Væntum við þess að mega enn sækja þangað neista anda og elds. Jeg mælti á íslensku. Ef til vill þykir einhverjum það undarlegt, mér virtist það sjálfsagt. Flestir sem þarna voru hafa lært meira eða minna forn-íslensku, en standa þó margir í þeirri trú, að við ís- lendingar tölum daglega dönsku eða einhvern dönskublending. Jeg var að kynna okkur íslendingana, hinir töluðu hver á sínu móðurmáli og mjer virtist sem mitt væri hvorki ógöfugast nje hljóma lak- ast, — jeg vildi ekki afneita því, til þess eins að hvert orð mitt væri skilið. Mat mest, að engum dyldist að jeg væri íslendingur. Enginn tók því illa, mörgum varð það nýlunda, sem þeir höfðu gaman af. En seinni hluta dagsins blakti íslenski fáninn við hlið hinna framan við bústaðinn okk- ar, en jeg saknaði hans kvöldið áð- ur. Og nokkrar stúlkurnar saum- uðu handa okkur Páli og Tómasi merki með íslensku litunum. Ekki nóg með það, þær saumuðu líka stórt og fagurt íslenskt flagg og hengdu það milli flagga hinna þjóðanna í borðsalnum. Jeg hefði getað kyst þær fyrir það. Enginn skal þó ætla, að þetta hafi aðeins orðið fyrir það, að jeg talaði á íslensku. Nei, — auðvitað var það sprottið af því, að enginn vildi setja okkur út undan nje meta okkar þjóð minst. En jeg verð að ætla, að hitt hafi ekki spilt fyrir. Og jeg myndi hegða mjer eins undir líkum kringum- stæðum, hvað sem einhver segir. I Jeg tel það rjett. Að lokum þakkaði sjera Arne Fjellbu allar ræðurnar. Á miðaftni var fundarmönnum sýnd dómkirkjan. Gerði það bygg- ingarmeistari nokkur, Tverdal að nafni. Hjelt hann fyrst fyrirlest- ur um byggingarsögu kirkjunnar, en gekk síðan í fararbroddi um hana alla og útskýrði nánar ein- staka hluta hennar. Dómkirkjan í Niðarósi! Hver getur lýst henni með nokkrum línum. Hver fær með fáeinum orð- um leitt hana fyrir hugskotssjónir manna, látið þá finna til hennar eins og hún er? Jafnvel saga hennar rúmast ekki í mörgum bókum og nákvæm lýsing á allri byggingunni yrði lengri en svo, að noklcur nenti að lesa hana til enaa. En þótt hvort- tveggja sé fært í ieuir, sagan og lýsingin, svo vel sem föng eru frekast á — þá er kirkjan sjálf öllum jafn ókunn, sem ekki hafa í hana komið. Hún er svo stórkost- legt listaverk, að öllum fallast orð um hana, en hún talar til hvers og eins og gríjur alla. Slíkt guðs hús er hún, að þangað inn eiga menn aðeins erindi til bænar og til- beiðslu. því mun mörgum hafa fundisí þröngt um sig, þegar hún var sýnd fyrsta daginn — en við guðsþjón- usturnar og þó einkum þegar hún var opin á morgnana til hljóðra bænarstunda, hygg jeg að helgi Ólafs hafi snortið allra hjörtu og að engum hafi dulist, að andi ei- lífðarinnar hvílir yfir þessu musteri. Geta má þess, að kórinn einn er enn fullkomlega endurreystur, og þar eru allar guðsþjónustur haldn- ar nú, enda er dómkirkjan hjerna kofatetur borið saman við hann. Frægastur er bogi hans og átt- hymingurinn um altarið, sem engann eiga sinn líka í víðri ver- öld, að sagt er — og svo Ólafs- brunnurinn í veggnum, sam engan læknar framar, sakir vantrúar mannanna. Mun þó dýrð Ólafs vart gengið, en trúartraust manna minna og vanþakklæti þeirra við hann meira en áður var. Skal ei skaðinn þeirra? Kl. 1/2 9 um kvöldið predikaði biskupinn í Niðarósi, J e n s G 1 e- d i t s h í dómkirkjunni. Efni: Um trúarlífið (Den reli- giöse Oplevelse). Texti Mtt. 3, 16. v. (Skírn Jesú). Fyr töluðu menn um trúar- reynslu, en það er munur á að reyna eitthvað og höndla það. Eng inn fær komist að raun um Guð á venjulegan hátt — reynsluvísind- in flytja hann ekki fólkinu. þú verður að höndla hann, finna að Guð lifir í þjer, þú í honum. Við gatnamótin, á krossgötum lífsins, þegar eldmóðurinn grípur þig, þar sem freistingin mætti þjer, það er þar sem þú höndlar hið stærsta. Og þar vaknar órói, óánægja með okkur sjálfa, innri þrá, sem stígur mót himni og verður að bæn. Hverjum og einum finst hann svo lítill, virðist hann vera að sökkva niður í hyldýpi myrkursins. Hver heldur honum pppi? — Jesús Kristur. Og hann heldur himnaríki uppi yfir mann- anna börnum. Væri hann ekki kominn í heim þennan, hefðum við Guðmundur Björnson landlækn- ir átti sextugsafmæli sunnud. 12. þ. m. G. B. varð snemma þjóð- kunnur maður og síðastl. 30 ár hefir hann verið einn af athafna- mestu, djörfustu og duglegustu starfsmönnum þessa lands, einn af víðsýnustu og gáfuðustu mönnum íslensku þjóðarinnar. Starf hans hefir verið á mörgum sviðum. Fyrst og fremst er þá að nefna heilbrigðismálin, og þar er heilsu- hælið á Vífilsstöðum stærsta minn ismerkið um dugnað hans og fram takssemi. Á stjórnmálasviðinu hef ir hann einnig látið mikið til sín taka og var lengi einn af forvígis- mönnum þess stjórnmálaflokks, sem bestur hefir verið og heil- brigðastur hjer á landi, og á Al~ þingi hefir hann átt þátt í ýmsum hinum mikilsverðustu störfum,sem þar hafa verið unnin, og er höf- undur þingskapa þeirra, sem nú gilda þar. Hann var einn þeirra þingmanna, sem stofnuðu Lög- rjettu fyrir 19 árum; hefir hún flutt margar og þarfar greinar eftir hann um ýmisleg efni, og farist. Og kirkjan, hún er móðir- in,sem hjálpar öllum til að höndla hann og Guð í honum. Að höndla guðsríkið — ríki kærleikans — til þess érum við kölluð. Beygjum höfuðin, þökkum Guði og biðjum hann að veita okkur það. -----0---- Landsbókasafnið. 1. þ. m. fjekk Jón Jacobson lausn frá yfirbóka- varðarstarfinu við Landsbókasafn íslands, en í embættið var skipað- ur dr. Guðmundur Finnbogason, en jafnframt er lagt niður em- bætti það, sem hann hefir áður gegnt, pi'ófessorsembættið við há- skólann í hagnýtri sálarfræði. — Jón Jacobson hefir lengi starfað við Landsbókasafnið og ritað 100 ára sögu þess, stórt, fróðlegt og vel samið rit, sem kom út á aldar- afmæli safnsins 1918. Hefir safnið vaxið mjög á þeim árum, sem Jón Jacobson hefir haft yfirstjórn þess, og án efa er það fyrst og þakkar honum langa og góða sam- vinnu. Loks er þess að minnast, að á bókmentasviðinu hefir hann ieyst verk af hendi, sem hafa var- anlegt gildi, og má þar til nefna bæði ljóðasafn Gests og ýmsar rit- gerðir, því G. B. er einn í flokki þeirra manna, sem best fara með íslenska tungu, bæði í riti og ræðu. Afmælisdagskvöldið var G. B. haldið fjölment samsæti á Hótel Island. Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi hjelt aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins, en Indriði Einars- son rithöfundur fyrir minni frúar hans, en G. B. svaraði og þakkaði. Auk þeirra töluðu margir. Áður um daginn hafði landlæknir feng- ið fjölda heimsókna og heillaóska- skeyta. M. a. kom nefnd frá Odda- fjelögum og Berklavarnafjelaginu og flutti Kl. Jónsson fyrv.ráðherra landlækni þakkir í þeirra nafni og tilkynti honum, að til minningar um daginn hefði verið keypt mynd af honum, eftir Ásgeir Bjarnþórs- son málara, og gefin heilsuhælinu á Vífilsstöðum. fremst af hans hvötum, að yfir safnið var reist hið veglega hús á Arnarhóli, í stað hins litla og lje- lega húsnæðis, sem það áður átti við að búa í Alþingishúsinu. Siðfræði er nú að koma út eftir prófessor dr. Ág. H. Bjarnason. Er það upphaf að stóru riti, og ræðir um „forspjöll siðfræðinnar“ — og verður nánar getið síðar. Fræðafjelagið hefir nýlega sent út ritgerðarsafn eftir þorv. Thor- oddsen, og Ársritið. Davíð frá Fagraskógi er að láta prenta eftir sig nýja ljóðabók. Finnur Jónsson prófessor hefir nú lokið við aðra útgáfu hinnar stóru bókmentasögu sinnar á dönsku. Páll Isólfsson og kona hans fara 1 þessum mánuði til Parísar og dvelja þar um hríð. Hann heldur hljómleika hjer á fimtudaginn. Hagstofan. Aðstoðarmannsstarf ið þar, sem Pjetur Zóphóníasson hefir gegnt að undanförnu, er nú veitt Gunnari Viðar cand. polyt., frá 1. þ. m.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.