Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Sambandsfundur norrænna KYenrjettindaQelaga 3.-6. júní 1924 í Helsingfors. Eftir frú Bríetu Bjarnhjeðinsdóttur. Frh. ---------- Kvenprestar. Um það efni hjelt frk. Dorothea Sehjaldager frá Noregi fyrir- lestur. Skýrði hún frá því, að þrátt fyr- ir það, að margar konur hefðu tek- ið fullkomin guðfræðispróf, og þrátt fyrir það, að margar konur lærðar og leikar hefðu leyst af hendi þau störf sem prestum bæri að gera, þá væri mótstaðan ennþá svo mikil, einkum frá prestunum, að ennþá væri ekki unt að fá lög- um í þá átt framgengt. I Noregi væri mikill skortur á prestum, eink um norðan til. Háskólinn útskrif- aði bæði konur og karla sem guð- fræðiskandídata. En karlmennim- ir einir hefðu rjett til prestsem- bættanna, þótt konur gætu fengið flest önnur embætti. Landsfundir kvenna og fjöldi almennra funda hafa verið haldnir til undirbúnings þessari kröfu kvenna. Kvennaráð- ið norska hefir sent nefnd kvenna til að tala fyrir þessu máli við stórþingið, en báðar deildir þess greiddu atkvæði á móti. Guðfræð- isdeild Háskólans hefir rannsakað áskoranir kvenna og samþyktir stóru fundanna um þetta mál, en ekki þótst geta mælt með því. All- ir biskupar landsins — 6 að tölu — hafa greitt atkvæði um það, en að- eins einn þeirra mælt með því. Mót stöðumennimir hafa aðallega vitn- að í biblíuna, einkum Pál postula, að konum væri ekki leyfileg prests- þjónusta. En málaflutningsmaður frú Stael von Holstein skýrði frá, að sænskur vísindamaður, sem átti sæti í nefndinni sem rannsak- aði ummæli biblíunnar um þetta atriði, hefði komist að þeirri nið- urstöðu, að allir þeir staðir í biblíunni, sem mótstöðumennirnir vitnuðu í, væru þeir staðir, sem mótmælendakirkjan segði ekki ,.kanoniska“. Síðan var borin upp svohljóðandi fundarsamþykt, sem samþykt var með öllum atkvæð- um: „Hinn þriðji norræni sambands- fundur kvenna álítur að þjóðfje- lagið eigi að nota sjer til fullnustu þá starfshæfileika, sem konumar hafa sýnt að þær eigi á trúmála- verksviðinu. Og með því engar gildar ástæður eru til móti því, að konur geti gegnt prestaembætt- um, þá álítur fundurinn, að allar hindranir, sem nú eru í vegi fyrir því, eigi að víkja, svo allar konur fái rjett til að taka að sjer prests- störfin sem lífsstarf, eins og karl- menn“. þjóðerai giftra kvenna. Um þetta mál hjelt málaflutn- ingsmaður frú Stael von Holstein frá Svíþjóð mjög fróðlegt erindi og sýndi, hve oft þjóðernið hefði mikið að segja og margir erfiðleik ar gætu skapast fyrir gifta konu, að verða að fylgjast með manni sínum í því efni. Skýrði hún frá því, að nýju lögin sænsku um þetta efni, sem þó eru ekki enn þá gengin í gildi, tækju fram, að gift kona þyrfti ekki að breyta þjóðemi sínu, nema hún flytti til ættjarðar manns hennar. Sömu- leiðis skuli börnin hafa sama þjóð- erni og móðirin. Hún bar upp svo- hljóðandi frumvarp til laga um þetta efni: „þriðji norræni kvennafundur- inn álítur æskilegt: 1. Að stofnun hjónabands hafi engin áhrif á þjóðemi kvenna gegn vilja þeirra. 2. Að giftum persónum sje gert sem Ijettast fyrir að eignast þjóð- erni eiginmanns eða eiginkonu þeirra. 3. Að gift kona geti eignast sjálfstæðan þjóðernisrjett. 4. Að þau börn, sem eru undir umsjón hennar, fylgi hennar þjóð- emi; sömuleiðis 5. að ríkisstjórnirnar gangist fyrir því, gegnum alþjóðasam- bandið, eða á einhvern annan hag- kvæman hátt, að þetta atriði, um þjóðerni giftra kvenna, sje rætt á alþjóðlegum grundvelli, til þess að koma sem fullkomnustu samræmi á úrlausn þess“. Frú eða fröken í tiltali. Um þetta efni hjelt hin unga fmska magister Ada Áijálá skemtilegan fyrirlestur. Hjelt hún því fram, að eins og karlmenn hefðu sama titil í tiltali: „herra“, hvort þeir væru giftir eða ógift- ir, ungir eða gamlir, eins ættu konur að hafa sameiginlegan titil: „frú“, hvort þær væru giftar eða ógiftar, ungar eða gamlar. Fröken væri minkandi orðið af frú: „litla frú“. Óviðkunnanlegt væri að segja það við eldri konur. það væri sama og segja um ógifta gamla menn: Herchen, „litli herrann“. Ýms skemtileg dæmi tók hún máli sínu til stuðnings. Engin sam- þykt var gerð um þetta efni, en henni klappað mikið lof í lófa, eink um af ungu stúlkunum, sem allar vildu kallast frúr, hvort þær gift- ust nokkurntíma eða aldrei. Atvinnuuppeldi kvenna. Um þetta efni hjelt verkfræð- ingur frú Jenny Markelin Svens- son mjög skýran og í alla staði ágætan fyrirlestur. Sýndi hún fram á, hvernig konum bæri að þroska sig í öllum efnum til að geta uppfylt skyldur sínar sem löglegir ríkisborgarar og staðist í lífsbaráttunni og samkepninni við karlmenn. þær yrðu að þroska ábyrgðartilfinninguna og sómatil- finninguna. Aldrei gera sig ánægð- ar með káklærdóm í neinum efn- um. Læra alt til fullnustu sem unt væri og leysa svo öll störf til fullnustu af hendi. Alt uppeldi kvenna yrði að ganga í þessa átt. þær yrðu að taka fyrir atvinnu- nám,sjemám,eins og karlar.Að síð ustu bar hún fram svohljóðandi áskoranir, sem fundurinn sam- þykti með öllum atkvæðum: 1. Til þess að konur fái meiri ákveðna þekkingu á ýmsum at- vinnugreinum, ættu hin ýmsu kvenfjelög að gera ráðstafanir til þess: a. Að skólakenslunni, bæði þeirri lægri sem hinni æðri sje breytt þannig, að við hana verði tengdar bendingar um heppilega atvinnu og ráð og tilsögn í þeim efnum. b. Að halda sýningarkenslu (demonstration) á ýmsum at- vinnugreinum, með fyrirlestrum, myndum, filmsýningum, hagfræði- legum skýrslum og sýningum. c. Að gefa út ýms smárit og skýrslur, sem sýna námskröfurn- ar til ýmsislegra iðnaðargreina, hvaða hæfileikar sjeu nauðsynleg- ir, atvinnumöguleikar og hækkun í stöðu og launum í sömu atvinnu- greinum. Sömuleiðis eftirspurn um tölu þeirra kvenna, sem hverja iðn stunda. d. Að setja á fót sjerstakar ráð- gefandi atvinnuskrifstofur, í sam- bandi við að útvega atvinnu, og atvinnunám. 2. Af því að aukningin af kon- um í ýmsum iðnum er alt of mik- il, þá ætti að finna nýja atvinnu- möguleika og ný verksvið handa konum, sem væru hentug fyrir þær, og ætti svo að útbreiða þekk- ingu á þessu sem víðast milli kvenna. a. Námsskeið handa konum, einkum í slíkum nýjum atvinnu- greinum, ætti bæði ríkið og bæja- og sveitarfjelög að stofna. b. Ferðastyrkir ættu að veitast ungum konum, með sjerstökum hæfileikum, fyrir einhverja sjer- staka atvinnu. ----o---- Frá Háskólanum. 1. Áskonm. 1 grein um háskóla íslands, er birtist í 49. og 50. tölubl. Lög- rjettu þ. á„ eftir höfund er nefnir sig Gangráð, ber höf. þær sakir á kennara háskólans, að þeir vísvit- andi, ótilneyddir og af einskisverð- um ástæðum hafi brotið embættis- skyldu sína með því að veita em- bættispróf mönnum, sem ekki hafi aflað sjer þeirrar þekkingar, er til þess þarf og jafnvel ekki einu sinni eru þeim hæfileikum gæddir að þeir geti aflað sjer hennar. Með því að greinarhöfundurinn beinir þessari ásökun sjerstaklega að tveimur deildum háskólans, lagadeild og heimspekisdeild, þá skorum vjer, undirritaðir kennar- ar og prófdómendur lagadeildar hjer með á hann: 1. að nafngreina þá kandídata frá lagadeild, er hann telur að deildin hafi útskrifað með þessum hætti, og 2. að færa rök fyrir dómi sínum um kandídata þessa. Reykjavík 7. okt. 1924. Ólafur Lárusson. Einar Arnórsson. Magnús Jónsson. Lárus H. Bjarnason. Eggert Briem. 2. Nokkur orð um háskólapróf. í 49. og 50. tbl. Lögrjettu birt- ist grein eftir Gangráð um Háskól- ann, sem að miklu leyti er athuga- semdir við grein mína um sama efni í síðasta árgangi Andvara. þó að Gangráður sje mjer ekki alstað- ar sammála, fremur en jeg athuga- semdum hans og tillögum, þykir mjer vænt um grein hans, sem er skýrt og röggsamlega rituð. Mun jeg síðar víkja að ýmsum atriðum hennar, þegar jeg rita frekar um háskqlamálið í heild sinni. En sum- staðar hættir höfundi til þess að fara nokkuð gálauslega með orð mín, og á einum stað á þá leið, að mjer þykir rjett að láta ekki leng- ur dragast að andæfa. f grein minni bar jeg fram þá tillögu m. a„ að allir nýsveinar há- skólans skyldu eftir eins árs nám ganga undir próf, hver í sinni deild. Átti próf þetta að vera eins- konar inntökupróf í deildina. Með því mætti bæði takmarka skyn- samlega tölu stúdenta í hverri deild og velja úr hina hæfustu, því að jeg ætlaðist til þess, að prófinu væri svo hagað, að það sýndi sjer- gáfur nemandans. Mjer fórust síð- an orð á þessa leið: „það kæmi í veg fyrir, að maður legði fyrir sig nám, sem hann væri allsendis óhæfur til. Nú eiga háskólakenn- arar ekki kost á að bægja mönn- um frá prófi fyr en eftir 4—5 ára nám. Til þess þarf hart hjarta, enda er jeg viss um, að kennarar hafa oft látið menn hafa próf til þess að gera þeim ekki ónýt svo mörg námsár og jafnvel til þess að losna við ljelegan nemanda, sem viss væri að sitja enn í deildinni 2—3 ár, án þess að taka verulegum framförum“. Úr þessu gerir Gangráður harða árás á háskólakennarana íslensku, segir, að jeg hafi sagt, að þeir „vísvitandi, ótilneyddir og af einskis verðum ástæðum hafi brot- ið embættisskyldu sína, og það ekki í neinum smámunum, heldur í sjálfu meginatriði starfsins“ o. s. frv. Slík árás var ekki í orðum mínum fólgin, enda hefir enginn skilið þau svo fyr, svo að jeg viti. ,Teg fann að skipulagi, sem er miklu víðar en hjer, og jeg þekki t. d. Hafnar-háskóla nóg til þess að vita, að próf frá honum eru ekki fremur fullgild trygging fyrir sjerstökum starfs-hæfileikum en próf frá Háskóla Islands. Eink- unna-stiginn er langur (líkiega ot langur). það verður jafnan álita- mál, hvort maður megi hanga þar í neðstu rimum eða eigi að falla. Og meðan kennarar eru menn, en Lesbók Lögrjettu VTI. íslensk þjóðfræðí. Eftir Vilhjálm p. Gíslason. Frh. ------ Söguyfirlitið hjer á undan sýnir enn- fremur, að röksemdirnar gegn háskólan- um, eða þeim einstöku skólum, sem voru undanfarar hans, hafa verið mismunandi og eins hitt, að menn hafa smásaman fall- ið frá mörgum þeirra og látið sannfærast af reynslunni. Nú orðið má heita að svo sje komið, að enginn maður amist við því, að embættaskólarnir þrír hafi verið stofn- aðir, eða neiti nauðsyn þeirra eða gildi í þjóðlífinu. Hafði það þó kostað langa bar- áttu að koma mönnum í skilning um þetta. það, sem nú er helst fundið málum þess- um til foráttu, er annarsvegar háskóla- heitið og hinsvegar ýms atriði í sambandi við fjórðu og yngstu stofnunina, heim- spekisdeildina. Allmikið af þeim umræð- um, sem fram hafa farið um þetta, hefir þó verið grundvallarlítið pex um auka- atriði. þarf því samkvæmt þessu ekki að ræða frekar en orðið er um almenn at- riði embættaskólanna, heldur beina athygl- inni að öðrum meginþætti háskólans — vísinda- og fræðastarfi hans og því sem það snertir. Fyrst af öllu verða menn í þessu sam- bandi að gera sjer það ljóst, við hvað þeir eiga með orðinu eða hugtakinu háskóli. En nokkuð af þeim skoðanamun, sem fram hefir komið í þessum málum, bæði nú og áður fyr, virðist eiga rót sína áð rekja til þess, að menn hafi ekki gert sjer þetta Ijóst, eða lagt í það hver sinn skilninginn. Háskóli er eiginlega í eðli sínu og til- gangi' tvennskonar eða tvöföld stofnun. Annarsvegar er hann kenslu- og prófa- stofnun, sem þjóðfjelagsheildin rekur og hefir hönd í bagga með, til þess að vinna ákveðið verk og fullnægja vissum þörfum borgfjelagsins: þeim, að sjá fyrir upp- eldi og mentun þess flokks manna, sem þjóðfjelagið tekur í þjónustu sína og heimtar af ákveðna, sjerfræðilega kunn- áttu. Og háskólanum er fengirtn af ríkis- valdinu einkarjettur til þess að ákveða það með kenslukröfum sínum og prófum, hverjir geti komið til greina við fyllingu slíkra sýslana. Eða þeim, sem fullnægt hafa kröfum háskólans, er fenginn einka- rjettur til þessara embætta. þetta á að minsta kosti við skilyrðislaust um kandí- data í læknisfræði, lögfræði og guðfræði. Hjer er aðeins talað um afstöðu háskóla- mentunarinnar, eins og hún hefir orðið hjer á landi og er. Hitt er óþarfi í þessu sambandi, að rekja það, hvernig þessu er háttað sumstaðar annarsstaðar (t. d. um rjett lögfræðinga í Bandaríkjunum, presta í Englandi), eða bollaleggingar, sem kom- ið hafa fram um breytingar á sumu þessu hjerlendis (t. d. um „praktiska“ æfingu lögfræðinga, um vissan prestþjónustu- rjett óguðfræðilærðra og óvígðra manna). Hinn meginþátturinn í eðli og tilgangi háskólans er sá, að vera sumpart almenn og sumpart sjerhæfð vísinda- og rannsókn- arstofnun, eða miðstöð fyrir fræðastarf- semi þá í menningarlífi þjóðarinnar, sem helst einkennir það á hverjum tíma eða er talið nauðsynlegt. Á þennan hátt hafa há- skólarnir víðast hvar orðið helstu fulltrú- ar og tákn og mælikvarði vísindalífsins hjá þjóðunum. Auðvitað hefir þetta kom- ið fram á ýmsan hátt og misjafnlega gild- ismikinn, eins og aimenn saga háskólanna sýnir, frá því þeir hófust fyrst. Oftast nær er í háskólunum dregið saman flest eða alt það, sem til er í vísindalífi viðkomandi þjóðar, eða að öðru leyti er talið óumflýj- anlegt að iðka, og skólanum þá skift í deild- ir, eins og alkunnugt er, með meira eða minna sjálfstæði. En að sjálfsögðu getur einhver sjerstök grein blómgast betur á einum staðnum en öðrum, eða eitt þjóðfje- lagið eða einn háskólinn talið meiri þörf á þessu en hinu, og leggur þá sjerstaka áherslu á það. Er það einnig alkunnugt frá fyrstu byrjun háskólasögunnar. þetta mundi ekki síst þurfa að koma til athugunar um háskóla hinna smærri þjóð- anna, því þær hafa sjaldnast fjárhagslegt bolmagn til þess að halda uppi jafn-fjöl- þættum háskólum og stórþj óðirnar, og oft ekki menningarmátt til þess heldur. þær verða því að setja skynsamlegar skorður verkefnum skóla sinna. Og þær skorður verður að reisa í samræmi við þjóðarþörf- ina og þjóðargetuna, og stilla í hóf kröf- unum, án þess að setja markið lægra, en ætla má að sje traustur grundvöllur fyrir starf og stefnu framtíðarinnar, og reist á reynslu sögunnar og nauðsyn samtímans. Miðað við íslenska menningu, mundi því það, sem nú hefir verið sagt, eiga að koma fram þannig: Mentamiðstöð á borð við há- skóla, í þeirri merkingu, sem fyr er skýrð, er ekki einungis runnin af sögulegum rök- um og nauðsyn í menningarlífi þjóðarinn- ar áður, heldur hlýtur vöxtur hennar og viðgangur í framtíðinni á margan hátt að verða mælikvarði og tákn þessa sama menningarlífs hjer eftir, og það því meira sem sjálfstæði og sjerstaða þjóðarinnar verður meiri, einnig á öðrum sviðum, svo sem í stjórnmálum og verklegum málum. En það er jafnframt vitanlegt, að ýms at- vik í þjóðlífinu, — og þá efnahagslífi þess sjerstaklega — eru þess valdandi, að ekki getur verið um það að ræða í fyrirsjáan- legri framtíð, að koma á íslenskum há- skóla í víðtækustu merkingu, eða fjölþætt- asta formi. Skólann þarf því að sjerhæfa — og það talsvert mikið. Sú aðferð er líka tvímælalaust happasæl, bæði fyrir háskól- ann og þjóðfjelagsheildina, inn á við og út á við, því á þann hátt ætti með tímanum að geta myndast skóli, sem á sínu sviði væri fullkominn og fyrirmynd. — En um hvað á þá að sjerhæfa skólann? Samkv. því, sem fyr er rakið um eðli íslenskrar menningar og mentastarfsemi þjóðarinnar og gildi hennar og þroskaferil þeirra skóla- hugmynda, sem að lokum leiddu til há- skólastofnunarinnar, á auðvitað að sjer- hæfa skólann, sem íslenska menningarmið- stöð og vísindastofnun, um það, sem hjer eru kölluð íslensk þjóðfræði. það er nú að vísu engin nýung, að svo- nefnd „íslensk fræði“ eigi að vera hyrning- arsteinn háskólans hjer. En það er hvoru- tveggja, að „íslensk fræði“ hefir verið nokkuð óákveðið hugtak, og þó einkanlega að það hefir verið notað of einhæft, um bókmentastarfsemi sjerstaklega. En sam- kvæmt því, sem áður er hjer um það sagt, hvað við sje átt með íslenskum þjóðfræð- um, er það bert, að ekki er nægilegt, að sjerhæfa háskólann sem vísindastofnun kringum bókmentirnar einar, enda sýnt áð- ur, að þær eru ekki nema einn þáttur menningarlífsins, þó gildur sje. En eins og nú stendur, snýst starf þeirrar háskóla- deildar, sem um íslensk fræði fjallar, svo að segj a eingöngu um afmarkað svæði bók- mentarannsókna. Næsta spurningin hlýtur því að vera sú, að athuga samband eða af- stöðu hinnar núverandi heimspekisdeildar og þeirra þjóðfræðaiðkana, sem hjer er átt við. Samkvæmt þeim skilningi á tilgangi heimspekisdeildarinnar, sem upprunalega

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.