Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA og tökum þessum málum. Nokkr- ir okkar allra gáfuðustu og víðsýn- ustu menn flytja þjóðinni í snild- arþýðingum stefnur, úrvalsrit og áhrif hinna sálrænu rannsókna, bæði á Englandi og víðar. Bera það á borð, sem beinir mannshuga til háleitra sanninda og lífsskoð- ana,og mjer finst miklu meir í það varið, að hreyfing þessi á slíka talsmenn, en þó almúgi, sem vitan- lega yrði tæplega fær um að velja þar á viturlegan hátt, hefði að nafni til aðgang að þeim bókaforða enskum, sem um þau mál fjalla og skiljanlega er til orðinn af misjöfn- um höfundum. Og svo eitt að lokum. Höf. getur um, að „eigi allfáir kennarar hafi tj áð honum þakkir sínar fyrir hug- vekju þessa og telur meiri hluta kennarastjettarinnar henni fylgj- andi. Um fyrra atriðið efast jeg ekki, en dreg það síðara í vafa. Og ein helsta ástæða mín fyrir þeirri efasemd er sú, að næsta er ótrú- legt, að nær því enginn úr þessum „meirihluta" hefði ekki einhvern- tíma fyr eða síðar hafið máls á þessum umbótum, ef þeir skoðuðu það svo virkilega. Jeg er sannfærð ur um, að kennarar eru svo áhuga- samir um þjóðnýtar stefnur í mentamálum, að þeir sjá ekki eft- ir sjer að leggja þeim liðsyrði op- inberlega. En ekki er að efa hjart- gróna tröllatrú höf. við stefnu þessa nje þá sannfæringu hans, að hún verði okkur til góðs eins. Verð skuldar slíkt fulla virðingu og við- urkenningu. Læt jeg hjer svo útrætt um og þakka Lögrjettu birtinguna. Hallgr. Jónasson. ----o--- Úr Ameríkublððum. I ýmsum Ameríkublöðum hafa s. 1. sumar og haust staðið margar greinar um Island. Eru þær mest eftir ferðafólk, sem hjer hefir ver- ið og ærið misjafnar. Verður sagt hjer frá nokkrum þeirra til fróð- leiks og gamans, eftir úrklippum sem Lögrj. hefir fengið. 1 The New York Times skrifar Eíizabeth Knowlton um að Iceland awakes from centuries of sleep. Er ýmislegt gott og rjett í þeirri grein, um sögu landsins, bókment- ir og stjórnmál. Er látið vel af mörgum þeim breytingum og framförum sem orðið hafi á síð- ustu árum, og hafi þó verið stuðst mikið við fornan arf. Segir þó í þeirri grein, að landið hafi „long been known as a modern Uto- pia!“ Annars snúast margar grein- arnar um innflutningshömlurnar cg ýmisl. í sambandi við þær, og er furðu skrítið margt. I Phila- delpia Inquirer er grein um það, að Island ætli gersamlega að ein- angra sjálft sig með þessu og í New York Herald er einnig sagt frá þessu merkilega „Iceland’s Experiment“ og sagt, að aðrar þjóðir muni fylgja því með at- hygli. En Islendingar sjeu ann- ars frá fornu fari vanir að neita sjer um mörg þægindi nútíma- menningarinnar, og lifa á sögu- aldarvísu, þó á síðustu tímum hafi breytt svo um, að Reykjavík sje orðin svo ágætur og fínn bær, að hinn vandlátasti ferðalangur þurfi ekki að láta sig vanhaga þar um nokkur þægindi stórborgarmenn- ingarinnar. þar að auki sje bærinn langt á undan flestum öðrum í því að hann sje hitaður upp með jarð- hita og sjóðandi hveravatn leitt um hann í pípum! Einna magnað- ast kemur þetta alt þó fram í Was- hington Post. þar er stór fyrirsögn yfir heila síðu, um það, að nú eigi að snúa aftur til frumbýlislífs hellismanna. Er svo sýnd mynd af báti, sem kemur að strondinni með erlendan varning, en afkomendur víkinganna, innflutningshafta- mennirnir, koma vaðandi á móti, sveipaðir skinnum og með viðar- lurka í höndum, til að bægja burt slíkum ófögnuði. Síðast er svo mynd af einhverjum hálfnöktum hottentottum eða halanegrum, sem húka kringum bál í skógi úti — og þess getið, að í slíkri steinöld muni íslendingurinn enda eftir alt sam- an. öðrum þræði er talað um land- ann sem „a caveman de lux“ og lýst ýmsum þægindum sem hann hafi frá náttúrunnar hendi — eink um hveravatninu, sem geri allan kolainnflutning óþarfan.Annars er þess líka getið, að þrátt fyrir þetta alt hafi á íslandi þrifist bókment- ir, sem ekki eigi sinn líka, eftir að forn-rómverskri menningu lauk og jafnist við gullaldarrit Breta og Frakka. Ýmsar fleiri slíkar greinar mætti nefna, en skal þó að lokum aðeins geta greina, sem komu í Boston Morning Globe, eftir Maurine Robb, því í þeim er margt vel sagt og rjettilega. Fylgja þar myndir með frásögnum um síldar- útveginn og fiskverkunina, einnig af gagnfræðaskólanum á Akureyri og loks af leikhúsinu í Reykjavík og af Indriða Einarssyni og frú Guðrúnu dóttur hans. Sumt í greininni er þó málum blandað. Einkum virðist höf. undrandi yfir mentun landsbúa — segist einu sinni hafa lesið það í ferðasögu hjeðan, að höf. hennar hefði hitt litinn smalastrák uppi á fjalli og hafi hann verið að lesa grasafræði eftir latneskri bók! þótti henni þetta þá lygilegt, en segist nú vera nær því að trúa þessu — svo vel hafi sjer litist á öll mentamál hjer. Emkum sje eftirtektarverð mála- k.unnátta og leikni landsmanna. — Um landsbókasafnið er iíka getið í ýmsum greinum og látið vel af ö]l- um útbúnaði þar og sagt, að það muni, að tiltölu við bæjarstærðina, vera eitthvert stærsta bókasafn heimsins. Ýmsir geta einnig um listasafn Einars Jónssonar og láta vel af. ----o---- lm slÉirnn sanflliár. Nú eru menn farnir að starf- rækja hina nýju mannúðaraðferð, sem Dýraverndunarfjelagið hefir komið til leiðar með hinni endur- bættu slátrunarlöggjöf sinni, sem var mjög þörf og lofsverð í alla staði. En ekki eru þó þar með af- numdir allir agnúar, sem slátrun- arstarfinu eru samfara, þar sem það er framkvæmt í stærri stíl. það er þó sjer í lagi eitt atriði í þessu sambandi, sem jeg vil minn- ast á, af því það veldur mönnum ærnu hagsmunatjóni um leið og það ber vott um hinn grófasta trassaskap starfsmanna og fram- kvæmdastjórna. það, sem jeg á hjer við, er meðferðin á gærunum á blóðvellinum. það er bókstaflega hin mesta svívirðing að sjá þá meðhöndlun; gærurnar eru allar at aðar blóði og saur, svo hvergi sjer í hvítan ullarlagð; blóð þetta storknar í ullinni og festist enn betur í henni við söltunina; það STRANDWOLD & DIÍASON SÍMNEFNI: DÚASON. ADMIRALGADE 21. KÖBENHAVN K. Selja í umboðssölu allar íslenskar afurðir fyrir liæsta yerð. Útvega allar erlendar vörur. mun ekki of mikið í lagt, þó ætlað- , ir sjeu 50 aurar í kostnað fyrir þvottarmeðul á hverja gæru, auk starfskostnaðar. það er gamal- þekt, að Islendingar vilja slá sjer mynt af saur og óhreinindum með ullarverslun sinni, sem þó alloftast verður þeim og hefir orðið til stór- minkunar og fjártjóns. Jeg skil ekkert í því, að gærukaupmenn ekki opinbert hafa gert athuga- semdir og umbætur á þessu. Jeg tel það víst, að með dálítilli var- kárni og vandvirkni í starfræksl- unni mætti ráða nokkrar bætur á þessu, t. d. með því að kreysta úr blóðhálsum, og þó betra, með því að þvo blóðið úr í köldu vatni m. fl. Beini jeg þessari athugasemd minni virðingarfylst að fram- kvæmdastjórnum viðkomandi starfa, til athugunar. Jón Vigfússon. -----o---- 15 menn drukna. það er nú tal- ið víst, að í stórviðri 3. þ. m. hafi farist vjelskúta frá Isafirði, sem Rask hjet, og á voru 15 menn, flest ir af Vestfjörðum. Dánarfregn. 4. þ. m. andaðist í Khöfn Magnús Kristinsson stud. polyt., 24 ára að aldri, sonur sjera Kristins Daníelssonar. Slysfarir. Snemma í þessum mánuði hrapaði maður á Seyðis- firði fram af kletti og beið bana af. Hann hjet Sigurður Gunnars- son, frá Dvergasteini. — Um síð- astl. mánaðamót tók út mann af vj elbátnum Elínu frá Hafnarfirði, í stórviðri austan við Horn, og druknaði hann. Maðurinn hjet Böðvar Sigurðsson. þýskur togari strandaði aðfara- nótt 10. þ. m. í Skálavík vestra. Hann heitir Henry P. Newman frá Cuxhaven og kom utan af hafi í þoku. 12 menn voru á skipinu og björguðust allir, en litlar líkur eru taldar til þess, að skipið náist út aftur. Pundin kápa nálægt Geitbálsi. Vitjist til Marteins í Litlutungu í Holtum. Sigfús Blöndal dr. phil. fór heimleiðis með Gullfossi nú í vik- unni. Málverkasýningar eru nú opnað- ar á tveimur stöðum hjer í bæn- um, önnur af Freymóði Jóhanns- syni frá Akureyri í Bárubúð, en hin af Eyjólfi Eyfells í Templara- húsinu. Danski sendiherrann, Fr. le Sage de Fontenay er nýlega farinn ut- an og verður þar um tíma. Störf- um hans gegnir hjer á meðan, sem chargé d’affaires, Torp Pedersen, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Sjera Eiríkur Albertsson á Hesti er staddur hjer í bænum. Skóli hans, sem áður er frá sagt í blað- inu og umræður hafa einnig orð- ið hjer um, hefst fyrsta vetrar- dag. Mun hann þegar fullskipaður fólki víðsvegar af landmu. Prestsvígsla. Síðastl. sunnudag vígði herra biskupinn þá þorstein Jóhannesson settan prest að Stað í Steingrímsfirði og Jón Skagan settan prest að Bergþórshvoli. Sjera Hálfdán Helgason lýsti vígslu. Bókaverslun þorsteins Gíslason- ar er í Veltusundi 3. þar er einnig afgreiðslo Lög- rjettu og Óðins. Kaupendur eru vinsamlega mint- ir á, að greiða andvirði blaðanna. Óðinn, síðara hefti XX. árg. er rýkomið út með fjölda mynda. Hlutaveltur eru nú haldnar margar hjer um hverja helgi. S. 1. sunnudag voru þær 4, og alt dreg- ið upp, og sagt að undír 30 hluta- veltur alls eigi að vera hjer í haust. Sjer þá ekki á peningaskorti hjá bæjarbúum. Síldin. Samkvæmt símskeyti til Siglufj. frá Bergen er talið, að Norðmenn hafi í sumar aflað 96 þúsund tunnur af síld utan land- helgi við ísland. ritstyrkur. Og þetta er í sjálfu sjer alveg rjett stefna. Háskólinn á að vera miðstöð, einkum í ísl. fræðum, þar sem safnað sje saman völdum verkamönnum á þessum sviðum, og þeim gefið betra færi en ella til að stunda starf sitt, gegn því að þeir taki jafnframt að sjer, að anna þeirri kenslu- og prófavinnu, sem þjóðfjelagið þarf á að halda, að því leyti sem háskól- inn er sú tvöfalda stofnun, sem fyr grein- ir, annarsvegar kenslu- og hinsvegar vís- indastofnun. En hvernig er þá þessu varið nú ? Fyrst má geta stuttlega þeirra kennara, sem ekki fást við íslensku fræðin. Prófessorinn í forspjallsvísindum kennir að jafnaði daglega og heldur opinbera vikulega fyrir- lestra. Um það embætti hefir annars ekkert verið deilt nú. Prófessorinn í hag- nýtri sálarfræði hefir enga bundna kenslu að jafnaði og enga fasta nemendur. Senni- lega hefir þessi lausamenskubragur átt sinn þátt í þeirri óánægju, sem orðið hef- ir um embættið, auk þess sem margir hafa ekki viljað láta sannfærast um gildi vinnu- vísindanna sjerstaklega, sem háskóla- greinar. þetta sjest líka með samanburði við grískudócentsembættið. það var líka í öndverðu eiginlega utanveltu við allar deildir. Síðan hefir afstaða þess sem kenslustarfs breytst allmikið með reglu- gerðarákvæðum — kennarinn hefir nú skipulagsbundin, dagleg störf í tveimur deildum, og kensla hans er fastur liður í námi og prófum. Síðan er óánægjan minni en áður með það starf, þó enn sje kvartað um lítinn „vísindaárangur" af því. Svona mundi mega fara um önnur þessi embætti — að andúðin eyddist, — ef unt væri að benda á það, að í þeim væri virkilega unn- ið á skipulagsbundinn hátt að hagkvæm- um efnum. Gott dæmi þessa er t. d. sögu- prófessorsembættið. þar er dagleg kensla minni en í þessum tveimur deiluembætt- um, en óánægja engin opinber — aðeins af því, að menn hafa það á tilfinningunni, að í embættinu sitji einn mesti afkastamaður háskólans. þegar rætt er um þessi 2—3 embætti heimspekisdeildar, sem ekki snerta íslensk fræði og skipulag þeirra, getur komið til greina eitt atriði, sem ekki hefir þó verið gaumur gefinn. Og það er þetta, að kröf- ur hafa komið fram í öðrum deildum um stofnun nýrra kennaraembætta í nokkrum aukagreinum, þó ekki blási byrlega nú. Hefir t. d. verið talað um trúarbragðasögu og trúarsálfræði í guðfræðideild, rjettar- heimspeki og ýms sálfræðileg atriði fyrir dómara í lögfræðisdeild, og sumir hafa tal- að um latínukenslu þar í sambandi við Rómarjett, einnig ýmislegt úr sálarfræði, sem snertir lækna, og loks mætti minna á, að bæði bókmenta- og málfræðingar þurfa ýmislegs, sem snertir heimspeki, fagur- fræði, sálarfræði og sögu þeirra. I engu þessu er þó til föst kensla, þó endur og eins sjeu gerðar skipulagslausar og sund- urlausar tilraunir í þessa átt, og gáfust oft vel. Nú er talið, að í fyrirsjáaníegri fram- tíð verði ekki unt að stofna hjer sjerstök embætti í þessum greinum, þó æskilegt væri og svo sje annarsstaðar. En jafn- framt standa þó opin og lítið notuð í heim- spekisdeild 1—3 embætti, sem vantar verk- efni og nemendur. Hvað er þá nær, en að fá samkomulag við þá menn, sem í þeim sitja, um það, að taka að sjer þá kenslu og leiðbeiningar í þessum fyrnefndu efnum, á skipulagsbundinn hátt, úr því flest af því eru einmitt fræðigreinar, sem þeir geta vel kent ? Á þennan hátt gæti heimspekisdeild veitt nýju blóði inn í hinar deildimar, án nokkurs aukakostnaðar. Með þessu mætti í senn bæta að mun úr kensluþörf þeirra deilda og auka svonefnda „almenna ment- un“ og „andlegan áhuga“ nemenda þar. Og kensluaukningu þá, sem nauðsynleg yrði í s j erf ræðigreinum deildanna í þrengri merkingu, mætti þá fremur leggja á fasta- kennara, sem fyrir eru. peir eru 8 í guð- fræði og lögfræði og kenna að jafnaði ekki nema 45 mínútur dag hvern — og stundum minna, þeir sem við ísl. fræði fá,st, — svo þeir ættu ekki að vera að- þrengdir og ofreyndir af kenslunni einni. þó mætti auðvitað skrifa nánar um þetta. þetta er rakið hjer nokkuð vegna þess, að það er nauðsynlegt að gera sjer fulla og fasta grein fyrir þeim hluta háskólans, sem sýnt er að vakið hefir deilurnar um hann. En þær deilur hafa svo á ýmsan hátt orðið hemill á framgangi ísl. fræð- anna. það er nauðsynlegt fyrir viðgang og virðingu þeirra fræða, að öðrum fræðum skólans sje þannig fyrir komið, að þau verði ekki þjóðfræðunum til meins, þó þannig, að þau fái að njóta sín eftir því sem mannafli og fjárafli leyfir. Annað atriði þarf einnig að skoða hjer. Og það er meira að segja mjög eftirtekt- arvert. það er þetta — hvernig íslensku fræðin sjálf eru rekin í deildinni. Nú er sannleikurinn sá, að til þessa hafa þau í sumum greinum ekki verið vitund betur eða samviskusamlegar rekin, nema síður sje, en hin, sem nefnd voru og mest hefir verið deilt á. Samt hefir engin veruleg óánægja átt sjer stað með þau út í frá. Og það er blátt áfram af því, að menn hafa það flestir á tilfmningunni, að það sje sjálfsagt, að þessi fræði sjeu iðkuð, fyrst háskólinn er til á annað borð, og að ein- hverjir kennarastólar sjeu til í þeim. Og þegar um þetta er að ræða, virðast menn hirða minna um það, þó t. d. prófessor í þessum fræðum kenni ekki nema 3—4 tíma á viku eða minna, þó opin- berir fyrirlestrar falli niður missirum eða jafnvel árum saman, þó engin ritverk komi fram á 2—4 ára fresti, þó borgaðir sjeu auk launanna, einn eða tveir, og það oft háir, aukastyrkir til sama starfsins, sem kanske er aðalstarfið í embættinu o. sl. þannig gætu kunnugir talið íram ýmis- legt vítavert, sem öðruvísi mætti fara í rekstri íslensku fræðanna og betur en ver- ið hefir, en má þó ekki þar fyrir gleyma því, sem vel hefir verið um þau. Niðurstaða þess, sem nú hefir verið rak- ið, er því í stuttu máli sú, að fyrir álit skól- ans og heilbrigðan vöxt í þá átt, sem í önd- verðu var til ætlast, er nauðsynlegt, að draga skarpari markalínur en gert hefir verið, millri almennra fræða heimspekis- deildarinnar annarsvegar og íslensku fræð- anna hinsvegar, og leggja megin áhersl- una á þau síðari og auka þau að mun frá því sem nú er. þetta er unt að gera á tvennan hátt — með því að byggja áfram á þeim grundvelli, sem lagður var 1911, og láta íslensku fræðin vera hluta úr heim- spekisdeildinni, — eða með því að láta heimspekisdeildina aðeins ná yfir þá kenn- arastóla, sem nú eru þar og ekki snerta íslensk fræði aðallega (2—3), með þeim breytingum eða viðaukum, sem tiltækileg- ir þættu seinna meir, — en láta íslensk þjóðfræði hinsvegar mynda sjerstaka deild út af fyrir sig. þar sem ritgerð þessi er samin fyr en háskólaumr. sem fram fóru á síðasta þingi og síðan, er ekki í henni tekið tillit til breytinga, sem orðið hafa frá þeim tíma, en þeirra verður getið seinna í heiid. -----o---- Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.