Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.10.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 ekki vjelar, hljóta mannlegar til- finningar að ráða einhverju. Enda er það skrítinn skilningur á starfi kennara, að prófið sje meginat- riði starfsins. það er vitanlega | kenslan. Embættispróf er ekki j nema eitt af þeim mörgu sáldum, j sem maðurinn gengur í gegnúm. Hann kemur þaðan með sína ein- kunn, og gengur út í samkeppni lífsins, sem er enn strangara próf. _ En hitt er sjálfsagt, að reyna að haga svo til, að manni verði bægt í tíma frá námi, sem hann er óhæf- ur til, og freistingin sje sem minst fyrir kennara að tæpa á ytstu nöf með prófkröfur. En Gangráður lætur sjer ekki nægja að gera úr orðum mínum sjerstaka árás á Háskóla íslands, heldur tekur hann sjálfur út úr tvær (yngstu) deildir hans, laga- deild og heimspekisdeild, og ber þær sökum í þessu efni, en skilur hinar tvær undan. Um lagadeild er ekki mitt að fást. Hún getur svarað fyrir sig. En um heimspek- isdeild er það að segj a, að hún hef- ir ekki útskrifað nema eina þrjá nemendur, og ætti að vera óvenju- lega auðvelt að ræða það mál, ef höf. vildi segja til, hver eða hverj- ir þeirra þriggja ,,hafi aldrei haft þekkingu til að öðlast slíkt próf“. Sigurður Nordal. Athugun. Nú í sumar hefir í 3 tbl. Lög- rjettu birtst grein eftir Snæbjörn Jónsson stjórnarráðsritara um er- lendu málin á Islandi. Er miðkafla hennar ætlað að vera andsvar við grein eftir mig, birtri í Tímanum j fyrra og þá gegn hans eigin áliti um sömu efni. Fyrsti ágalli þeirrar greinar á að vera sá að hún sje skrifuð í of miklu flaustri og málið ónóg hugs- að. Ef til vill hef jeg hvorugt þessa gert nægilega vel. Slíkt má segja um flest mannleg verk og hygg jeg þar háttvirtan andstæðing minn fullkomlega eiga til sakar að svara. Og slælega hef- ir honum tekist að fella úr vegi þessi flausturrök, þar eð mörg þeirra standa fyllilega óhreyfð. En áður en horfið er að andsvari höf., er ekki úr vegi að benda honum á eina þyngstu ásökun hans til andstæðinga um þessi málefni en hana er að finna í þeim þætti máls hans, er nefnist einangrunar- pólitík. Eftir að hafa lýst afstöðu sinni til þeirrar einangrunar, sem rækt íslendinga við tungu sína og þjóð- erni hefir skapað þeim, farast honum svo orð um viðhorf og að- gerðir þeirra, sem slíku valda: „Sannleikurinn er sá, að jeg skoða þetta margtuggna glamur í besta lagi sem fimbulfamb fávísra glanna. þegar menn með sæmilegri skynsemi láta sjer það um munn fara, get jeg ekki að því gert að dæma það ennþá harðara". Mjer finst þetta furðuleg sam- setning. Er hjer verið að gefa í skyn, að tunga vor og þjóðerni hafi lengstum átt „fimbulfamb- ara“ og „fávísa glanna“ að helstu stuðningsmönnum. Veit hann ekki það, sem alþjóð er kunnugt, að ná- lega allir okkar mestu og bestu menn hafa ósleitilegast fyrir því barist, að sá arfur vor, þetta bjart- asta tilverutákn fátækrar þjóðar, mætti vandlega varðveitast og fólk ið fyrir þær sakir lotið þeim í ást og lotning? Slík alkunna er þetta, að óþarft er birta nokkur nöfn. Hvað þann dóm Snæbjarnar snert- ir, er yfir mig á að ganga, þá uni jeg honum vel og tel mig lenda þar í fullsæmilegum fjelagsskap. Annars er dálítið broslegt, er hann talar um í sama kafla, að lær- dómur dönskunnar, sem vitanlega gefur aðgeng að bókmentum allra Norðurlanda, sje einn liður í ein- angrun vorri. En nú skal snúið að svari höf., því er fjallar um grein mína og álit, og drepið þó á fátt eitt. Sökum þess, að jeg tekst ekki allur á loft, er hann skipar saman hinum 160 miljónum enskumæl- andi og 3 miljónunum dönsku, kemur honum m. a. í hug, að jeg skopist að Asíu og Ástralíu sam- anbornum við Danmörku. Vitan- lega er þetta enn „flausturs“legri athugun sjálfs hans. í orðum mín- um fólst aðeins sú skoðun, að höfðatala þess lýðs, er ínælir á eina eður aðra tungu, væri einsömul engin gild ástæða þess, að aðrar þjóðir gerðu hana að sínu máli. pess eins vegna er Islendingum lít- il þörf að hnýta sjer aftan í þá löngu lest. þannig fórust mjer orð, má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: lE^eylsztólosuk:: Richmond í 4 (Br. American Tobacco Co.) do. í Vs Westward Ho. Capstan N/C med. í ‘/4 Capstan Mix. med. í */4 do. — — í llg do. — mild í Vs Plötutóbak (Richmond) . do. . . — 13.25 — do. . . — 13.25 — do. . . — 18.40 — do. . . — 16.70 — do. . . — 17.25 — do. . . — 17.25 — .... — 9.20 — Kr. 12.65 pr. 1 lbs. 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Landsverslim íslands. og var þarflaust að misskilja það. Gildi danskra bókmenta metur Snæbjörn að litlu eða engu fyrir okkur. Að íslenskar fornbókmentir sjeu merkari eins og hann kveður, er flestum sæmilega ljóst, en und- arlega að orði kornist af manni, sem lætur ótvírætt í ljós ótrú sína á viðleitni fólksins til að skilja og varðveita þá tungu, sem þær eru skráðar á. En þó að við stöndum þarna framar, mun ýmsum sýnast, sem bókheimur Dana geti verið ís- lenskum fræðum auðugur akur. „Hitt um skyldleikann er vitan- lega ekki annað en fimbulfamb, sem löngum hefir heyrst fyr og hver tekur athugalaust eftir öðr- um“, segir Snæbjörn enn. það er merkliegt, hvað manninum liggur „fimbulfamb“ títt á tungu. Skyld- leikinn er það í uppruna og eðli, hugsun og háttum, sem skapað hefir og eflt vinsemd og vinarhug á gagnkvæman hátt milli þjóðanna og aldrei leitt til jafnnukillar sam- vinnu og nú. En meginástæða mín fyrir því, að danskan væri okkur sjálfsögð til náms, var og er sú, að þar er á auðveldan hátt fengin op- in leið inn í mentaheim allra þjóða Norðurlanda. Veit jeg þess vart dæmi, að svo hæglært mál opni dyr til jafnmargra átta. þetta er auð- sætt atriði, Snæbirni líka, og fyr- ir því gengur hann þar fram hjá steinþegjandi. þess rná og líka minnast, að með allgóðri kunnáttu í dönsku er stórum ljettara að nema og kynnast þýskri tungu og menningu þeirrar þjóðar, sem í ýmsum efnum hefir svo að segja staðið öllum öðrum þjóðum fram- ar. þá er komið að menningarmati Snæbjarnar á íbúum Englands og Danmerkur, og hyggur hann hina ensku menningu „næstum því óendanlega miklu sannari og dýpri“. Sje hjer átt við vísindaiðk- an, er lítill hluti þjóðar nær að leggja stund á, þá er hjer horfið út fyrir þráð efnisins, því það, sem við deilum um, er ekki það, í hvoru landinu háskólamentun standi blómlegar, heldur hitt, hvor tung- an og menningin sje íslenskri al- þýðu heillavænlegri til mannvæn- legs þroska, og þá auðvitað með fullu tilliti til þess, hver skilyrði hún hefir til hagnýts náms í áður- greindum efnum. Að almenn mentun á Englandi sje „óendanlega miklu sannari og dýpri“ en dönsk, hefi jeg aldrei heyrt, enda láist höf. að finna þeirri skoðun hinn minsta stað. Svo mikill menningargróður hefir upp sprottið af lýðháskólunum dönsku, að þjóðin er talin ein gagn- mentaðasta í álfunni. Jafnvel Eng- lendingar, sem líta smáum augum á flest nema sjálfa sig, hafa leitað þangað lærdóms og fyrirmynda. Eins og jeg hefi margtekið fram er það eigi af óvild til enskrar tungu og menta, að jeg hefi band- að við henni hendi, sem hins ein- asta erlends máls, er nema bæri í hjerlendum skólum. En með fræðslumálaskipulagi voru, þ. e. þeirri stuttu skólagöngu, sem al- menningur verður að láta sjer nægja, er þess naumast neinn kostur,að svo þungt mál sem enska yrði numin vandlegar en svo, að nemendur gætu, í besta lagi lesið og skilið hið ljettasta, og þá oftast ljelegasta bókarsul, er yfirfljótan- legt er af. Og það er lítil ment- un. Jeg vil rökstyðja þcssa skoðun mína með Snæbjarnar eigin orðum um enskukensluárangur eins hins „mesta snillings íslenskrar kenn- arastjettar“, skólastj. í Flensborg. Hjá honum segir höl. að eftir tveggja vetra nám hafi nemend- urnir verið „færir um að fleyta sjer í mæltu máli og lesið ljettar bækur enskar með hjálp orðabók- arinnar“. Er þannig tekst hjá „snillingi“, sem langt stendur framar flestum enskukennurum hjerlendum og árangur kenslunn- ar í sama hlutfalli við annara árangur að dómi höf., hver verður þá útkoman hjá hinum? Mun eigi mörgum til hugar koma, að hún verði á þá leið, að þeirra nemend- ur verði eftir jafnlangt nám naum- ast eða alls ekki „færir um að íleyta sjer í mæltu máli og lesa Ijettar bækur með hjálp orðabók- arinnar“. Lítil þjóðarheill er það. Yrði nú danska niður feld og enska lesin því meir, væri þá ekki ráð fyrir gerandi, að frá svona algeng- um enskukennurum færu nemend- ur með svipaða leikni í ensku og þeir hinir, sem notið hefðu náms í tveim tungum hjá einstöku af- burðakennurum, eins og þeim, er höf. tilnefnir? þetta alt saman er a. m. k. sæmilega bein álvktun af lýsingu Snæbjarnar sjálfs. En slík enskukunnátta, sem hjer er drep- ið á, reynist alófullnægjandi lykill að flestu öðru en barnabókum og ljelegu skáldsagnarusli með litlu menningargildi. Hitt hártogar höf. að óþörfu, er hann kveðst ekki skilja, hví jeg með þetta álit á enskunámi, vilji þó láta auka kenslu hennar. Samt tók jeg það fram. Til þess að þeim, er vilja hafa, þol og elju, sje gert sem greiðast fyrir með það torsótta nám, er þeir verða á sig að leggja að lokinni skólagöngu. Ætti hún naumast að vera skyldunámsgrein ? eins og tveggja missira skólum, og þó að námstími væri jafnvel mun lengri. þá kem jeg að því atriði hjá Snæ- birni Jónssyni, sem okkur kemur víst ásamt um. En það eru þau ólíku trúarlífsáhrif, er hingað ber- ast frá hinum tveim áður umgetnu löndum. Áhrif sálarrannsóknanna og heimatrúboðsins. En fyrst er að athuga, hvernig við kynnumst virðist hafa verið gert ráð fyrir, hefði að sjálfsögðu átt að leggja þar aðaláhersluna á það, að auka hin íslensku fræðin. 1 önd- verðu voru settir í deildina tveir kennarar í þessum greinum: 1 prófessor í ísl. tungu, bókmentum og menningarsögu og 1 dócent í almennri sögu. Seinna var dócentsem- bættinu breytt í prófessorsembætti og verkaskiftingunni jafnframt breytt nokk- uð. það hefir þó verið ætlun margra þeirra, sem unna viðgangi þessarar deild- ar, að þar yrðu að minsta kosti þrír fast- ir, jafnrjettháir kennarastólar, einn í hverri þeirri aðalgrein, sem meistarapróf gerir ráð fyrir (bókmentir, málfræði, saga). Og þetta er í samræmi við það, sem kom fram undir eins hjá Jóni Pjeturssyni og fyr getur, og er laukrjett, að ekki þarf að fara saman þekking, og síst vísindavit, á tungunni og sögunni. 1 reyndinni hefir verið bætt nokkuð úr þessu með því, að einkakennari hefir haft árlegan styrk til málfræðiiðkana og kenslu, og hefir orðið svo í framkvæmdinni, að alt það starf deildarinnar hefir lent í höndum hans, eins og hann væri fastur kennari. Nú kemur það ekki málinu við hjer, hverjir mennirn- ir eru, sem í þetta eða hitt skiftið fara með þessi störf, heldur eru það störfin sjálf (kennarastólarnir) og stefna deildarinnar, sem er aðalatriðið. En nú sýnir reynslan það líka, að stefnu deildarinnar hefir ekki verið haldið í því horfi, sem nú hefir verið vikið að. því ekki leið á löngu, uns svo var komið, að þeir fastir kennarar, sem fengust við íslensk fræði, voru orðnir minnihluti deildarinn- ar: þeir voru tveir, en þar að auki voru í deildinni tveir kennarar í heimspekilegum fræðum og einn í klassiskum fræðum. Og yfir það verður ekki dregin fjöður, að gauragangurinn og gnýrinn, sem orðið hefir um deildina, stafar af rjettri eða rangri óánægju með þessi embætti, sem mönnum virðast ekki í samræmi við upp- haflegan tilgang deildarinnar. En þar sem umræðurnar um þessi'em- bætti hafa ráðið svo miklu, sem raun ber vitni, um álit eða óálit heimspekisdeildar- innar, er nauðsynlegt að athuga þau nán- ar. En deilurnar um þau virðast einmitt sprottnar af því, sem fyr er fram tekið, að verksvið og takmörk þessarar deildar var frá upphafi nokkuð óákveðið og rúmt, eins og reyndar tíðkast um slíkar deildir víðar. Dyrnar voru beinlínis opnaðar frá upphafi til þess að misbeita henni. Deildin var ekki afmörkuð í öndverðu, eins og vera átti, sem ákveðin íslenskufræðadeild (að við- bættum forspjallsvísindum, sem eru sam- eiginleg öllum deildum), heldur gerð úr henni almenn fræðadeild, án þess nokkur líkindi væru til þess, að unt væri að starf- rækja slíka deild að nokkru gagni. Reynsl- an hefir líka orðið sú, að úr þessu hefir orðið blendingur og dreifingur, deild, sem hvorki er fullkomlega þjóðleg íslenskudeild nje almenn vísindadeild. Afleiðingin er svo sú, að enginn er ánægður, og hver kennir öðrum um það, sem aflaga fer. En alt þetta hamlar framgangi deildarinnar inn á við og hnekkir áliti hennar út á við, því verður nú samt sem áður ekki með rjettum rökum neitað, að í sjálfu sjer væri það æskilegt, að til væri heimspekisdeild, sem gæti fengist við fleiri fræði en íslensk ein, ef á annað borð eru til góðir starfs- kraftar og nóg fje. Og það er heldur ekk- ert við það að athuga, ef þessi skilyrði eru hvort eð er fyrir hendi, þó sjerstök em- bætti sjeu stofnuð við slíka deild, beinlín- is til þess að gefa einstökum mönnum starfsfæri. Og t. d. má geta þess hjer, til samanburðar og fróðleiks, að til skamms tíma voru starfrækt við norska háskólann 14 slík „persónuleg“ prófessorsembætti, sem svo eru kölluð þar. En þetta, sem nú eru aukaatriði deildarinnar hjer, má þó ekki gera þannig, að það komi fram á kostnað annara þarfa í deildinni, sem eru aðalatriði hennar. Fyrst átti að efla ís- lensku fræðin — svo hin, ef hægt var. það er eðlilegt, að nokkur óánægja komi fram, þegar slíkt öfugstreymi er komið í vöxt deildarinnar, að fleiri menn fást þar við aukastörfin en aðalstörfin. Að öðru leyti er ekki nauðsynlegt að rekja nánar það karp, sem orðið hefir um hagnýta sálarfræði og „klassisk“ fræði í heimspekisdeildinni. því verður heldur ekki neitað, að þrátt fyrir það rjettmæti, sem fólgið var í sumum andmælunum gegn þeim, samkv. því sem fyr segir, hefir margt í mótmælunum gegn þeim, eins og deildinni í heild sinni, verið einskært yfir- borðshjal og ekki alt af góðgjarnlegt. Af svipuðum ástæðum sprettur svo einnig það, að hjer um bil aldrei sjest framsett hitalaus og hlutlaus mynd af ástandi háskólans eins og það er, eða ætti að vera. Annarsvegar er niðurrif, oft frá hendi þeirra, sem sjálfir hafa aldrei stig- ið fæti sínum í skólann, eða gert sjer al- varlegt far um að kynnast honum, og hins- vegar vörn frá þeim, sem eiga sjálfs síns hendur og hagsmuni að verja og mikla freistingu hafa til þess að setja málin ein- hliða loflega fram. En með þessu er komið að öðru atriði í þessum efnum, sem oftast er gengið fram hjá í opinberum umræðum, sennilega af ókunnugleika, en það er innra líf háskól- ans, ef svo má segja, og vinnubrögð deild- anna. Og þar er það í rauninni aftur heim- spekisdeildin, sem aðallega kemur til álita. því um hinar deildirnar allar er lítill ágreiningur, og svo er hjer í þessari rit- gerð um að ræða heimspekisdeildina sjer- staklega, enda mestum kunnugleika til að dreifa um hana. Að vísu mætti sjálfsagt skrifa ýmislegt um hinar deildirnar líka, einkum að því er snertir fræðastarf þeirra, auk hinnar venjulegu kenslu. En sem kenslu- og prófastofnanir mun yfirleitt ekki vera óánægja með þær, heldur þvert á móti, t. d. um læknadeildina. Reynsla er líka fyrir því, að læknar hjeðan hafa reynst fullkomlega samkepnishæfir, þeg- ar til þess hefir þurft að taka, að þeir tækju t. d. próf erlendis. Vantar deildina þó að sjálfsögðu ýmsan aðbúnað. Svipað má segja um hinar deildirnar, að þó ýmis- legt standi þar efalaust til bóta, fullnægja þær yfirleitt sæmilega skyldum sínum í þessa átt, og stúdentar og kandídatar nú að minsta kosti ekki lakar að sjer, en áður hefir verið. Einna minst fræðasnið eða háskólablær virðist ennþá að ýmsu leyti vera á lögfræðadeildinni, enda er hún yngst. Um kenslukraftana mun mega segja sama, að yfirleitt sjeu þeir góðir, sumir ágætir, þó auðvitað sje þar eins og annarsstaðar, misjafnt álit manna og skoð- anir á þeim efnum í einstökum atriðum. Að því er til heimspekisdeildarinnar kemur, er þessu þó nokkurn annan veg farið sumu hverju. Fyrst og fremst verð- ur heimspekisdeildin ekki aðallega dæmd sem kenslustofnun. Hún er nemendafæst og minst kensla þar. Námið er að miklu leyti sjálfsnám. Kennari og stúdentar hittast stundum ekki nema einu sinni eða tvisvar í viku. það nær engri átt, að telja kensluna aðalstörf prófessoranna þar. þeim er miklu fremur ætlað að vera starf- andi fræðimenn og fyrirlesarar, — laun þeirra eru ekki fyrst og fremst kenslu- kaup, heldur einskonar rannsóknar- eða

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.