Lögrétta


Lögrétta - 08.07.1925, Blaðsíða 1

Lögrétta - 08.07.1925, Blaðsíða 1
[nntaeimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. LOGRJETTA Útgefandl og ritstjór' 1‘orsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. XX. á'r. Reykjayík, miðyikudaginn 8. júlí 1925. 29. tbl. Um víða veröld. Paiestína. Ekki alls fyrir löngu var sagt frá því, að vígður hefði verið Gyðingaháskóli í Jerúsalem, og jafnframt, að einn hinn frægasti vísindamaður Evrópu, Einstein prófessor, sem er af Gyðingaætt- um, færi þangað. En þetta er ekki eini merkis- viðburðurinn, sem er að gerast þar í landi. Stórkostleg verknað- arfyrirtæki eru þar í byrjun og á góðum vegi áfram. Verkfræð- ingurinn Rutenberg hefir gert mikilfengilegar áætlanir um fossavirkjanir í ánni Jórdan, en hún rennur, svo sem kunnugt er, gegnum Palestínu og út í Dauða- hafið, en yfirborð þess er 400 metra fyrir neðan hafflöt. Kola- námur eru engar í Palestínu og lítið um eldsneyti. En nú á Jór- dan að leggja landinu til fram- vegis ljós og afl til iðnaðar. Landið hefir lengi verið í megnustu niðurníðslu. þar sem áður voru fagrir skógar eru nú grýttar og gróðurlausar hæðir, eða óræktuð mýrafen. Og Araba- þorpin, sem þar eru til og frá, eru ljelegri bústaðir en aumustu gripahús vesturlanda. það eru lágir moldarkofar, klíndir’ strá- um og úlfaldamykju, og í þeim hafast við bæði menn og dýr. Alt er þar óhreint og ódaunninn þar inni svo mikill, að útlendingar geta varla verið þar inni stund- inni lengur. Svona er þessu lýst af þeim, sem nú ferðast þar um, eða dvelja þar við vinnu. Eins og kunnugt er, á landið nú að verða hæli Gyðinga, en hefir frá ófriðarlokum staðið undir vernd Englendinga. Eftir að það skipulag komst á, hefur Zíonsfjelagið, sem í eru auðmenn af Gyðingaættum úti um allan heim, keypt landflæmi í Pale- stínu, og áður átti fjelagið þar mikil lönd. Nú er tekið að rækta þessi lönd með nýtískutækjum; mýrafenin eiga að> verða að frjó- sömum ökrum og gróðurlausar fjallahlíðamar að aldingörðum. Vegir eru gerðir og stórar vatns- leiðslur ráðgerðar um langar leiðir. En mannsaldrar líða áður en fullur árangur sjest af því starfi. það er sagt, að miklu fleiri sæki um innflutningsleyfi til landsins en fengið geta. þeim eru sett þau skilyrði, að þeir annaðhvort eigi nokkurt fje til þess að leggja fram í viðreisnar- starfið, eða þá að þeir sjeu hraustir og vel færir til þess að taka að sjer einhverja þá vinnu, sem fyrir hendi er. Ekki alls fyr- ir löngu ferðaðist Balfour jarl um alt landið, þegar hann vígði háskólann í Jerúsalem, og var mjög hrifinn. af þeim fram- kvæmdum, sem þar áttu sjer víða stað. Innflytjendurnir búa í fyrstu í tjaldbúðum, sem mynda smáþorp, þar sem landið er tek- ið til ræktunar. Landið fá þeir hjá stjórn landkaupasjóðs Zions- fjelagsins, en vinnutæki hjá stjórn viðreisnarsjóðs þess. Ný- byggjarnir kaliast Halúzim og er það gamalt hebreskt orð. Land- kaupajóðurinn heitir Koren kagemet og viðreisnarsjóðurinn Koren hayesot, og eru þau nöfn einnig hebresk. Nýju bygðarlög. in kallast Dilb. Eftir nokkum tíma hverfa tjöldin og í þeirra stað koma smá trje hús og eru þá mjög notaðir í þau kassar, sem ýmislegur flutningur hefir komið í austur, því landið er að mestu trjálaust. Ferðamaður einn lýsir ársgömlum smábæ, sem hann kom til, á þá leið, að þar voru komin' upp smá, rauð- máluð trjehús og kringum þau voru kýr frá ýmsum löndum: danskar, hollenskar, sýrlenskar o. s. frv. Honum var sagt að ver- ið væri að reyna, hvert kynið þrifist þar best. þar nálægt voru stórar girðingar með fjölda hænsna. Fjallbrekka í grendinni hafði verið þakin mold og þar var vínviður gróðursettur, en börn hlupu um á nýræktarengi þar fyrir neðan, sem var þakið feg- ursta blómaskrúði, eins og aust- urlensk ábreiða. Ferðamanninum var sag*t, að þetta væri ein af sameignarmanna-nýlendunum, er kallast Kwutzot. þar er alt sam- eiginlegt, menn borða saman,og fá ekkert kaup, aðeins allar nauð- synjar eftir þörfum. Ferðamað- urinn ætlaði að gefa manni, sem hann átti tal við, silfurpening* að skilnaði. „Nei“, sagði maðurinn, „ef þú vilt gefa hann, þá láttu hann í einhvern safnbauk við- reisnarsjóðsins; jeg hef ekkert með pening-a að gera“. Svo kom ferðamaðurinn til 40 ára gam- allar nýlendu, sem Rothschild baron hafði stofnað. þar segir hann að nú sje heimsins stærsti vínkjallari. þar eru stórir banan- lundir og pálmatrjágöng. Til dæmis um frjósemi jarðarinnar þarna austur frá segir hann þessa sögu. Fyrir 15 árum sett- ust 60 fjölskyldur að á sandauðn nálægt Jaffa við Miðjarðarhafið. 1919 voru íbúamir þar um 3000 en nú er þar bær með 32000 íbú- um. þar eru mjög sótt sjóböð og alls konar lífsþægindi. Ctar. Michelsen fyrv. forsætisráðherra Norð- manna andaðist 29. f. m. Var það hans verk fremur en nokkurs ein- staks manns annars, að ríkja- sambandinu milli Noregs og Sví- þjóðar var slitið 1905. Hann myndaði stjórn 11. mars það ár, tók að sjer að fylgja fram ýtr- ustu kröfum Norðmanna í deil- unni við Svía og hjelt svo á mál- inu, að skilnaðurinn hafðist fram stórvandræðalaust. Fyrir þetta verk hlaut hann mikla þjóðhylli í Noregi. Hann rjeð og miklu um það, að Noregur varð konungs- ríki, en ekki lýðveldi, eftir skiln- aðinn, þótt það reyndar væri ákveðið með almennri atkvæða- greiðslu. Ekki var hann við völd lengur en til haustsins 1907, og hefir lítt fengist við stjórnmál síðan. Hann var skipaútgerðar- maður í Bergen og vellauðugur. í erfðaskrá sinni gaf hann allar eigur sínar til opinberra þarfa. Fæddur var hann 1857. Síðustu símfreguir. Um síðastl. mánaðamót kom. fram í ensku blaði grein um starf- semi sendiherra Rússa í Englandi og var hún talin fjandamleg Bret- um og lagt til, að honum yrði vís- að úr landi, en álitið var að sjálfur utanríkisráðherrann, Chamber- lain, stæði þar á bak við. Lítur út fyrir að alvarlegar viðsjár sjeu nú milli Breta og Rússa og segii fregn frá 7. þ. m. að sagt sje frá Moskva, að ef Bretai' slíti stjórn- Prefect Meulenberg. málasambandi við Rússa og láti þá ekki afskiftalausa í Kína, þá sje hætt við að til ófriðar dragi minlli þjóðanna. Út úr óeirðunum í Kína var talað um fundarhald með fulltrúun^ frá öllum þeim þjóðum sem þar eiga hlut að máli, en síðar sagt, að ekkert mundi geta úr því orðið, með því að þær mundu ekki geta orðið sammála um, hvernig við því máli skyldi snúist, og sjerstak- lega mundu Bandaríkj amenn vera þar á öðru máli en stórveldin hjer í álfu. Sagt er frá samtökum meðal þeirra Rússa, sem nú eru land- flótta til og frá og allir andstæð- ingar ráðstjórnarinnar heima fyr- ir, og ætli þeirr að koma saman á rússsnesku þingi í París. Heima fyrir í Rússlandi eru sagðar óeirðir og að stjórnin hafi látið taka fjölda manna og flytja til Síberíu. I Marokkó virðist gengi Abdel Krims fara vaxandi og er sagt að ýmsar kynkvíslir þar, sem áður hafi verið vinveittar Frökkum, sjeu nú gengnar í lið með honum. Vantraustsyfii'lýsing Mac Don- alds á Baldwinsstjórnina, sem áður er frá sagt, var feld. — Fregn frá Lundúnum frá 2. þ. m. segir námaeigendui' hafa við orð að láta hætta vinnu í næsta mánuði nema ikaupgjald færist niður, en verkamenn kreíjast, þvert á móti, kauphækkunar. Byltingin í Grikklandi er um garð gengin og hefir þingið greitt ráðuneyti Pangales hers- höfðingja traustsyfirlýsingu. Er sagt að hann ætli að taka Musso- lini sjer til fyyrirmyndar. Stjórn Frakklands héfir ráð- gert að senda mann vestur til Ameríku til þess að semja við stjórn Bandaríkjanna um skuld Frakka. En þegar enska stjórnin frjetti, að þetta stæði til, ljet hún sendiherra sinn í París til- kynna frönsku stjóminni, að hún ætlaðist til að einnig yrði samið um skuldir Frakka við Breta. Cailleaux er nú að reyna að bæta úr fjárvandræðum Frakka með innlendu stórláni. Við nýafstaðnar þingkosningar í Hollandi hefií fylgi jafnaðar- mannaflokksins mjög aukist og eru þeir nú fjölmennasti flokkur þingsins, en hafa þó ekki þing- mannafjölda að sama skapi sem kjósendafjölda. Amundsen kom á flugvjel sinni til Ósló 6. þ. m. og var, svo sem við mátti búast, tekið með miklum fögnuði. Ráðgerð er nú ferð til norður- heimskautsins á Zeppelíns-loft- fari sumarið 1927 og er það Zeppelínsfjelagið þýska í sam- bandi við alþjóðlegt norðurhafa- rannsókna-fjelag, sem stendur þar fyrir útbúnaðinum, en dr. Eckener á að verða formaður á loftfarinu og Friðþjófur Nansen að stjórna rannsóknunum. Ráð- gert. er, að loftskip þetta verði giíðarstórt, 10 þús. 500 kúpík- metrar, með 2000 h.a. vjel, og muni kosta 10 milj. gullmarka. Verða þjóðverjar að fá leyfi bandamanna til þess að smíða slíkt loftfar. Fregn frá Stokkhólmi segir að Sven Hedin ráðgeri rannsóknar- för til Asíu á Zeppelíns-loftfari. Fregn frá Stokkhólmi frá 2. þ. m. seg'ir Sænska leikhúsið hafa brunnið til kaldra kola. Víkingaskipið, sem áður er frá sagt, að farið hafi verið frá Fær- eyjum áleiðis til Björgvinjar, kom fram eftir 6 daga ferð og hafði hún verið erfið. Fregn frá San Francisco segii frá miklum landsskjálftum þar á Kyrrahafsströndinni og hafi bærinn St. Barbara eyðilagst. 20 menn fórust, en um 300 særðust. Tjónið metið 30 milj. dollara. Fregn frá Tokíó segir frá mikl- um landskj álftum í Japan, í hjer- aðinu Tottori. Tveir bæir hrundu og óttast menn að fjöldi fólks hafi beðið bana. n- Meulenberg prefect í Landa- koti er nýlega kominn heim úr för sinni á heimssýninguna í páfahöllinni í Róm. Hefur ritstj. Lögr. fundið hann að máli og lætur hann mjög vel yfir sýning- unni og förinni. þess er áður get- ið, að eftir að Norðurlandamenn höfðu verið í áheyrn hjá páfan- um, flutti Meulenberg prefect á hátíðarsamkomu ræðu um Ísland og á eftir hafi verið sunginn þjóðsöngur okkar: „Ó, guð vors lands“. — Einnig hjelt hann fyr- irlestra um ísland á Hollandi, Belgíu og Frakklandi,og er ekki að efa það, að hann heldur kostum íslands og íslendinga alstaðar hátt á lofti. Fyrir tveim árum kom v. Rossum Kardináli hingað á för sinni um Norðurlönd og öll um- mæli hans um ísland og dvölina hjer hafa verið mjög lofsamleg og Islendingum til sóma. — það er v. Rossum kardináli, sem. óskaði eftir að Island tæki þátt í heimssýning'unni, segir Meulen-j berg prefect. En auðvitað var það prefectinn, sem hafði veg ,og vanda af því, hvernig ísland vai sýnt þarna. — Jeg vildi gera mitt til 'að eyða þeirri vanþekk- ingu, sem ríkjandi er um ísland úti um heiminn, segir hann, þar sem hugmyndin er sú, að hjer sjeu hálfgerðir skrælingjar. Jeg vildi sýna menningu Islands að fornu og nýju, sýna, hve hátt það stæði meðal Skandinavíu- ríkjanna. Ilann bendir svo á um- mæli í einu af helstu blöðum Norðmanna um sýninguna, og segir þar, að íslenska sýningin hafi haft mesta þýðingu af sýn- ingum Norðurlanda og standi framar sýningu Noregs. Einnig bendir hann á ummæli í frönsku blaði, er segir: Le pape s’arreta devant la belle Islende, þ. e.: Páf- inn nam staðar við hið fagra ís- land. það, sem sýnt var hjeðan, voru bækur, fornar og nýjar, í ýmsum útgáfum, m. a. handrit af Njálu, stór og falleg bók. Einnig safn af eftirlíkingum af gömlum handritum. þar voru fornsögurnar, fornbrjefasafn Is- lands o. fl. ó. fl., yfir höfuð reynt að gefa sem gleggsta hugmynd um bókmentir landsins að fomu og nýju. þá var þar fjöldi mynda frá Islandi í stórum myndabók- um, úrval mynda frá Ólafi Magn- ússyni ljósmyndara o. fl. þar voru íslenskir búningar og ísl. handavinna, silfurbelti gömul og ný, trjeskurður, gull- og sdlfur- smíði, armbönd, men, hálsfestai o. s. frv., einnig vefnaður og út- saumur, alt úrvalsmunir, Mál- verk voru þar einnig nokkur — Alt þettta hafði Meulenberg pre- fect útvegað og fylgdu því skýr- ingar frá hoúum. Má af þessu sjá, að það hefir ekki verið fyr- irhafnarlaust fyrir hann, að gera þessa sýningu úr garði. Á hann skilið þalckir og hrós Islendinga fyrir alla frammistöðuna þeirra vegna á þessu merkilega alþjóða- móti. Merkur maður sænskur, sem dvalið hefir í Róm, hefir nýlega skrifað um sýninguna í Vati- kaniu og þykir hún mjög yfir- gripsmikil og merkileg. Hún varð milku stærri, segir hann, en í . fyrstu var ráðgert, og þangað sækja menn frá öllum þjóðum. Framsókn kristindómsins er sýnd þar frá. fyrstu tímum og fram á okkar daga. I fyrsta saln- um er mjög stór uppdráttur af Gyðingalandr, en svo koma höf- uðdrættir kristnisögu heimsins í öðrum sölum, sem standa í sam- bandi við hann. I noklcrum sölum eru til sýnis bækur og rit, sem trúboðar hafa skrifað um þau lönd, sem þeir hafa hver um sig starfað í. Yfir höfuð nær þessi sýning til allra þjóða jarð- arinnar og gefur hugmynd um lifnaðarhætti þeirra. þar eru t. d. sýnd Budda-musteri frá Asíu og þar er 4 metra há eftirlíking af fjallinu helga í Kína. Menn kynn- ast þar Indíánum frá Norður- Ameríku og þar eru sýndar þær hættur, sem útlendingum mæta í heitu löndunum næst miðjarðar- línnni, og hvernig helst megi veijast þeim. Menn kynnast dýralífi og jurtagróðri Brasilíu og sömuleiðis heimskautaland- anna o. s. frv. og yrði hjer of- langt mál, að taka upp lýsingar á öllu þessu. það er páfinn sjálf- ur, Pius XI., sem átt hefir upp- tökin að því, að koma þessari miklu sýningu í framkvæmd, og markmið hennar er auðvitað, að sýna menningaráhrif kristin- dómsins í öllum álfum heimsins. ----------------o----- Gullbrúðkaup áttu 7. þ. m. Eyj ólfur Runólfsson og Vilhelmína Eyjólfsdóttir á Saurbæ á Kjal- arnesi. Ljóðmæli eru nýkomin hjer út eftir sjera Guðlaug Guðmunds- son, 160 bls., með mynd höf., og verður nánar getið síðar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.