Lögrétta - 08.07.1925, Side 4
4
Lö GRJETTA
tölu við hin eiga þau að greiða
minna, en ekki meira, til al-
mennra þarfa. það er rjettlátt,
því að þau leggja fram sinn
skerf, ef þau ala börnin sín vel
upp, þótt þau að sjálfsögðu noti
sjer þá hjálp, sem ríkirfu er sjer-
staklega skylt að láta í tje.
Nl.
Guðm. R. Ólafsson
úr Grindavík.
---o---
Fug-larækt.
I.
það eru víst bráð-um 2 ár síð-
an jeg skrifaði grein í Morgunbl.
um arð af hænsnarækt. Nefndi
jeg þar nokkur dæmi um arðvæna
hænsnarækt í Danmörku. —
Kunningi minn ljet þá í ljósi það
álit sitt, að jeg hefði „seilst langt
til loku“ í þessu efni. Sagði að jeg
-hefði átt heldur að skýra frá
reynslu hænsnaeigenda hér og
arðsemi þeirra af hænsnarækt.
það hefði jeg og viljað gera. En
hluturinn er sá, að þeir eru til-
tölulega fáir er halda skýrslur um
fuglarækt sína. það er gallinn.
þetta sem jeg sagði um arð-
semi hænsnaræktarinnar hjá Dön-
um, ætlaðist jeg til að hvetti þá
sem lásu þessa Morgunblaðsgrein
til að sinna eitthvað þessu máli,
og athuga hvernig hænsnaræktar-
búskapurinn ber sig hjer.
Nú eru margir, bæði hjer í
Reykjavík og annarsstaðar famir
að stunda alifuglarækt, meir en
áður gerðist. Hjá mörgum er
þetta í byrjun og barndómi, og
meðan svo er, vilja þeir lítið
segja um árangurinn eða arðsem-
ina af sínum tilraunum, og það er
skiljanlegt.
Árið 1892 fluttu Danir út um
140 miljónir eggja, er seldust fyr-
ir 7 milj. krónur, en árið 1900
nam útflutningurinn 356,6 milj.
eggja, og fengust fyrir þau 16,5
miljónir króna. — Árið 1922
fluttu þeir út 736,3 miljónir af
eggjum, og andvirði þeirra nam
115,4 miljónum króna. Á þessum
30 árum hefir þá útflutningurinn
gert meira en fimmfaldast, en
verð eggjanna er sextánfalt og þó
meira en áður var. — þetta ár,
1922 var tala alifugla þar um 20
miljónir.
í Englandi og Wales taldist svo
til, árið sem leið, að þar væru
eins árs gömul hænsni og eldri
um 15 miljónir, og að varpið
næmi um 1800 miljónum eggja
eða nálægt 120 egg á hænu til
jafnaðar.
Árið 1922 voru flutt inn til
Noregs 3070 tonn af eggjum. En
árið sem leið fluttu þeir út um
7000 tonn, og fullnægðu auk þess
innanlandsþörfinni eða eftirspurn-
inni. — Annars var talið fyrir fá-
um árum, að öll eggjaframleiðsla
þar í landinu hefði numið um 6
miljónum króna að verði.
Á Frakklandi eru talin að vera
50 miljónir hænsna, er verpa um
7000 miljónum eggja.
II.
það er mjög misjafnt hvað
hænur vei-pa mörguum eggjum á
ári. Fer það eftir kynferði, en þó
mest eftir því, hvernig hænsnin
eru hirt o. s. frv. Danskur maður
skýrir frá því, að besta varphæn-
an er hann viti um, hafi orpið
252 eggjum á ári. Fæst egg und-
an hænu á hænsnabúi nefnir hann
56. —
I sumar er leið fjekk norskur
bóndi 1. verðlaun fyrir hænsna-
rækt, og voru verðlaunin 100 kr.
Hann hefir venjulega 50 varp-
hænur, og undanfarin 6 ár hefir
eggjatekjan verið að jafnaði 127
—i.88 egg undan hænu. Fóður-
kostnað hænsnanna reiknar hann
8—14 kr. á hvern fugl um árið,
en beinan arð af eggjasölu og
unga, telur hann kr. 16,50 til kr.
30,30.
Annar bóndi í Noregi fjekk ár-
ið 1921—22 rúm 150 egg undan
hverri hænu til jafnaðar, og ágóð-
ann metur hann 32 kr. á hænu.
Hvert egg vóg til jafnaðar 68 gr.
Um það kemur flestum hænsna
ræktarmönnum saman, að stóru
hænsnabúin beri sig lakar en hin,
sem eru minni. Hirðing hænsn-
anna verður að jafnaði lakari á
stóru búunum en þeim litlu, og
eftirlit og nákvæmni miður en
skyldi.
Eftir norskum skýrslum, árið
1921—22 um varpgæði hinna
ýmsu hænsnakynja, var reynslan
þessi:
1. Plymont Rocks, 160 egg und-
an hænu til jafnaðar, og vóg egg-
ið 70 gr.
2. Hvítur Italierne, 130 egg og
eggið 62 gr. til jafnaðar.
3. Brún Itálieme, 119 egg og
60 gr. eggið.
4. Svartar Mínorka, 144 egg og
77 gr. eggið.
5. Jaðarhænsni, 132 egg og 53
gr. eggið.
Á írlandi eru 26 milj. hænsna
og eru þau virt á 300 miljónir
króna. — þar var árið 1922—23
gerð samkepnistilraun með varp-
hænur af ýmsum kynjum, og
kom í ljós, að hvítar Italierne
urpu 200 eggjum um árið til
jafnaðar, hvítar Wyandor 195
eggjum, brúnar Italierne, 187,
Rhode Island Red 185, Ancana
172 og svartar Italierne 164
e'ggjum.
Á írlandi og Skotlandi eru 77
ahiferðakennarar eða ráðunautar
í hænsnaræktr og þar af eru 33
konur.
I Noregi er talið, að hænsnabú
með 50—100 hænsnum þurfi um
árið fyrir hvern fugl til jafnað-
ar 40 fóðureiningar, í þessum
fóðurtegundum:
15 kg. bygg,
10 — maís,
5 — hænsnafóður,
2 — síldarmjöl,
10 — kartöflur,
10 — rófur,
og auk þessa gras- og matarleyf-
ar. Eftir norsku verðlagi nemur
þetta rúmum 16 kr.
S. S.
-----o----
Mentaskólinn. þaðan eru nýút-
skrifaðir úr máladeild: a. Skóla-
nemendur: Pjetur Hafstein, Da-
víð þorvaldsson, Guðm. K. Pjet-
ursson, Guðm. Ólafsson, Sæbj.
Magnússon, þorv. Blöndal, Pjet-
ur Benediktsson, Arnbj. Jónsson,
Gunnar þorsteinsson, Gerður
Bjarnhjeðinsson, öll með 1. eink.
Komelius Haralz, Eir. Benedikts-
son, María Hallgrímsdóttir, Úlf-
ur Jónsson, Ilar. Sigurðsson,
þorst. Ögm. Stephensen, Krist-
ján Grímsson, með 2. eink., Jón
Guðmundsson með 3. eink. —
Utanskóla: Einvarður Hallvarðs-
sot,, Bjöm L. Jónsson, Jónatan
Hallvarðsson, Steind. Steindórs-
son, þorst. Stefánsson, Björn
Halldórsson, með 1. eink., Arngr.
Björnsson, Bened. Stefánsson,-
Hákon Guðmundsson, með 2.
eink., Árni Guðmundsson, Val-
geir Helgason , Sigurj. Guðjóns- ,
son með 3. eink.
Úr stærðfræðisdeild útskrif-
uðust: Hjálmar Vilhjálmsson,
Torfi Jóhannsson, Gísli Halldórs-
son, Bergsv. Ólafsson, Leifur
Guðmundsson, með 1. eink.,
Gunnl. Briem Einarsson, Kjart-
an Jóhannsson, Jóhannes Ás-
kellsson, með 2. eink. og utan-
skóla: Valdimar Briem með 2.
eink.
Langhæsta einkunn, 7,25, hlaut
Pjetur Hafstein, sonur Marínós
Hafstein fyrv. sýslumanns.
Bmðkaup í fornum stíl hjelt
Niels bóndi Sigurðsson á Æsu-
stöðum í Eyjafirði 27. f. m., er
hann gifti tvær dætur sínar,
Helgu og Jónínu, hina fyrnefndu
Pálma Jósefssyni kennara í Rvík,
en hina síðarnefndu Sveini Frí-
mannssyni útgerðarmanni í Ólafs-
firði. Boðsgestir \oru um 200.
Nína Sæmundsson myndhöggv-
ari er nýlega komin hingað til
bæjarins og fer um tíma í átt-
haga sína austur í Fljótshlíð.
Hún hefir nú lengi dvalið ytra,
lengst í París, en einnig í Sviss
og ítalíu og enn um tíma suður
i Marrokko. Mynd hennar, „Móð-
urást“, sem orð fór af á Parísar-
sýningunni í fyrra, hefir nú verið
keypt hingað fyrir 9000 kr.
Jóltannes Patursson, hinn nafn-
kunni stjórnmálaskörungur Fær-
eyinga, dvelur hjer um tíma í
heimsókn hjá dóttur sinni og
tengdasyni. Var hann nýiega á
skemtimóti við þjórsárbrú og
• flutti þar ræðu.
25 ára stúdentar, sem mættust
hjer í ár, gáfu Mentasikólanum
málaða mynd af Jóni heitnum
þorkelssyni rektor, gerða af Jóm
Stefánssyni málara, sem er einn
í hópnum. Annar í hópnum,
Páll Sveinsson kennari flutti
ræðu og kvæði á latínu við
skólauppsögn er myndinn var
afhent. Auk þeirra tveggja eru í
hópnum: Jón Isleifsson verkfr.,
Lárus Fjeldsted lögmaður, Sigur-
jón Markússon fyrv. sýslumaður,
Sveinn Björnsson fyrv. sendi-
herra, sjera Stefán Bjömsson á
Hólum, sjera Ásgeir Ásgeirsson í
Hjarðarholti, Páll Jónson lög-
maður á íafirði o. fl.
40 ára stúdentar mættust hjer
nokkir nú í byrjun þessa mánað-
ar: Árni Jónsson prófastur í
Görðum, sjera Einar Friðgeirs-
son á Borg, sjera Guðl. Guð-
mundsson, Lárus H. Bjarnason
hæstarj.dómari, Magnús Bjamar-
son prófastur á Prestsbakka,
Pjetur Hjaltested stjórnarráðs-
ritari, Ríkharð Torfason banka-
bókari og þórður .Jensson stjóm-
arráðsritari.
Dánarfregn. Vjelstjórinn . á
Varanger, Einar Guðbjartsson,
er nýdáinn á Akureyri. Varð
bráðkvaddur.
Hafísinn. það er sagt að hafís-
laust sje nú orðið á Ilalamiðinu.
Glímumennimir eru nú komn-
ir aftur frá Noregi og gekk ferð
þeirra ágætlega að öðru leyti en
því, að einn þeirra, Jörgen þor-
bergsson, veiktist í taugaveiki og
varð eftir í Noregi. — Islands-
glíman var háð hjer rjett eftir
að þeir komu heim og vann Sig-
urður Greipsson Islandsbeltið í
fjórða sinn.
Frímúrarastúka er nýstofnuð á
ísafirði.
Dánarfregn. 28. maí síðastlið-
inn andaðist á Gimli í Nýja-Is-
landi þuríður Stefánsson, ekkja
Helga Stefánssonar, Mývetnings,
sem lengi hafði veiið vestra, en
dóttir Jóns heitins Sigurðssonar
alþingismanns á Gautlöndum.
Stefán Stefánsson túlkur hefir
samið á ensku dálítinn bækling
handa erlendum ferðamönnum og
ferðamannafjelagið Hekla gefið
hann út. Frágangur allur er góður
og myndir vandaðar.
Fyrirlestur flutti Páll læknir
Kolka frá Vestmannaeyjum hjer
síðastl. mánudagskv., skýrði frá
rannsóknum sínum á hinum dul-
arfullu lækningum þar, sem mik-
ið var talað um síðastl. vetur og
vor. Taldi hann allar þær lækn-
ingar h'igarburð og ekkert ann-
að, en ýkjur sagði hann að væru
í sögunum, sem af þeim igengju.
Stórstúkuþing hefir verið háð
hjer í bænum og var fjölment.
F',ramkvæmdanefndin var endur-
kosin, nema Sigurður kaupm.
Kristjánsson á Siglufirði, sem
ekki sótti þingið, og var kand.
Sigurbj. Á. Gíslason kosinn í
hans stað. Stórtemplar er Bryn-
leifur Tobíasson kennari á Akur-
eyri. Heiðursfjelagar voru kosn-
ir: Sigv. Bjarnason trjesmiður,
Stefán Runólfsson prentari og
Sveinn Jónsson kaupm., allir í
Rvík og Gísli Lárusson útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum.
Danski stúdentasöngfl. kom
hingað í morgun með Gullfossi
og heilsaði Reykvíkingum með
BÓKAVERSLUN
þORSTEINS GÍSLASONAR
Veltusundi 3, Reykjavík,
hefir gefiö \it margar bestu bækurn-
ar, sem út bafa kornið hjer á landi
á siðari árum og þær bækur eru nú
einnig, eftir verðlækkunina, ódýrari
en aðrar brekur, sem gefnar hafa
verið út á sama tima. Bækurnar eru
til sölu hjá kaupfjelögunum úti um
iand og hjá bóksölum þar sem kaup-
‘jelög eru ekki.
Islensk endurreisn eftir Vil-
hjálm þ. Gíslason, kom út haust-
ið 1923, mjög fróðleg bók, og
segir frá merkilegum atriðum úr
sögu landsins á löngu tímabili,
sem lítt hefir verið rannsakað
áður á þann hátt, að heildaryfir-
lit hafi fengist, og er þar margt
dregið fram um menn og mentir
18. aldarinnar og fyrri hluta 19.
aldarinnar, sem áður var í
gleymsku. Bókin hefir verið not-
uð við kenslu í skóla sjera Eiríks
Albertssonar á Hesti.
Úr ummælum um bókina í
blöðum og tímaritum skal þetta
tekið upp: „..Eftir r.iti þessu
að dæma má fyllilega vænta þess,
að hjer hafi bætst í hópinn efni-
legur sagnfræðingur, sem eigi
eftir að auðga sögubókmentir
okkar með mörgu góðu riti“
(Vörður). — „Höf. gerir sjer
mikið far um að rekja erlend
áhrif á íslenska menning. þetta
er ágætt. því einmitt í þessu efni
hafa flestir sagnaritarar okkar
syndgað“ (Skírair). — „Ilefir til-
tölulega lítið verið ritað um þetta
merMlega tímabil í sögu íslensku
þjóðarinnar, síst í samhengi, svo
að ritið, sem hjer kemur fram, er
brautryðjandi á þessu sviði“
(Mrg.bl.). — „Yfirleitt virðist
rannsóknin samviskusamlega og
hlutdrægðnislaust gerð. Bókin er
skemtileg..“ (Eimr.). — „Mjög
margt af þeim málum, sem bókiin
ræðir um, hefir gildi fyrir ís-
lenskt þjóðlíf enn í dag, t. d. í
trúmálum, verslunarmálum og
skólamálum, fyrir utan skáldskap-
inn“ Lögr).
Bókin er 432 bls. og kostar 9
kr. í kápu, en í sjirtingsbandi 12
kr. og í skinnbandi 15 kr.
íslensk þjóðfræði, eftir Vilhj.
þ. Gíslason, kom út haustið 1924
og ræðir um nýtt fyrirkomulag á
hinum hærri skólamálum og
mentamálum hjer á landi. Er þar
ágrip af skólamálasögu landsins
og rakin tildrögin til stofnunar
Háskóla Islands.
Bókin er 160 bls. og kostar kr.
. 3,50.
söng frá þilfari skipsins. Móti
söngflokknum var tekið með
ræðu, sem borgarstjóri hjelt, og
karlakór K. F. U. M. söng, undir
stjórn Jóns Halldórssonar.
Franconia heitir skemtiferða-
skip frá Ameríku, sem væntan-
legt er hinigað í kvöld-með fjölda
farþega, og ætla margir þeirra
á bílum til þingvalla.
Páll þorkelsson gullsmiður, og
fræðimaður verður á morgun
hálfáttræður, en er enn vel hress
og stundar bæði smíðar og rit-
störf.
Frú Júlíana Thordarson, kona
hins fræga rafmagnsfræðings
Hjartar Thordarson í Chicago, er
nýlega komin hingað til bæjarins
ásamt sonum þeirra tveimur upp-
komnum og dvelja þau hjer um
tíma. — þau hjónin dvöldu hjer
fyrir mörgum árum eitt sumar.
Sigurður Magnússon læknir á
Vífilsstöðum hefir skrifað ritgerð
um berklaveiki í júlíhefti enska
heimsvísindaritsins Tubercle.
Fannannsljóð Jóns S. Berg-
manns fást í Bókaverslun þoi*st.
Gíslasonar, Veltusundi 3.
Læknafjelag íslands. I því
átti að vera fundur hjer í
bænum í byrjun þessa mánaðar,
en fórst fyrir vegna þess, hve
fáir læknar utan af landi komu.
Guðmundur Emil Jónsson, son-
ur Jóns múrarameistara í Hafn-
Hefnrðn keypt
Arsrit FræðafjeUi'rsiiis |
ttg safii jiess mn Íslnníl
og íslemliiiirn?
Shannongs Moimineiit-Ate-
lier, Oster-Farimagsgade ú
Kliöfn. Stærsta og' góðfræg-
asta legsteinasmiðja á Norður-
iöndum. Umboðsmaður d Is-
landí:
Snæbjörn Jónsson,
stjórnarráðsritari, Rvik.
Islaudske frimerker
önskes i bytte. Kan til gjengjæld
gi norske frimerker og ældre
utenlandske. Kjöper ogsaa nyere
og ældre islandske merker.
Send tilbud til
Overretssakf. Kristian Forsting
Kristiansund' N.
Norge.
Matarfélag
Kennara- og Samvinnuskólans
hefir starfað tvo síðastliðna vet-
ur. Reyndist það félagsmönnum
svo gott og ódýrt, að ekki hefir
fengist sæmilegt fæði hér í
Reykjavík með betri kjörum.
þeir nemendur skólanna, sem
hafa hug á að verða í félaginu
næsta vetur, ættu að sækja um
það til Gunnlaugs Björnssonar
Bergstaðastræti 51 fyrir 20.
september næstkomandi.
Kaupbætir Lðgrjetti'.
Um leið og menn borga yfir-
standandi árgang Lögrjettu (20.
árg.), geta þeir á afgreiðslu
blaðsins fengið í kaupbæti, eftir
eigin vali: Ljóðmæli eftir Grím
Thomsen eða söguna Baskerville-
hundurinn, eftir A. Conan Doyle,
meðan upplag af þeim bókum
endast.
NB. Óski menn að fá kaupbæt-
irinn sendan með póstum, verða
þeir að senda í burðargjald 50
aura.
Lögrjetta.
Innan skams mun byrja í blað-
inu neðanmálssaga, ein af fræg-
ustu skáldsögum heimsbókment-
anna, þýdd af Einari H. Kvaran
og sjera Ragnari E. Kvaran.
Nýir kaupendur að Lögrjettu
frá 1. júlí þ. á. fá blaðið til ára-
móta fyrir 5 kr.
TAPAST HEFIR
lág, jöi*p hryssa, merkt G. á
vinstri síðu, aljáárnuð,með beisli.
Sá, sem kynni að verða hennar
var er vinsamlega beðinn að
koma skeytum til Ól. Isleifssonar
þjórsártúni.
Hin ágæta bújörö, flrgilsstaöir
(hálflendan) ásamt Vallarhjá-
leigu í Hvolhreppi, Rangárvalla-
sýslu, fæst til kaups og ábúðar í
næstu fradögum.
Jörðinni fylgir íbúðarhús úr
timbri, heyhlöður sem taka 700
hesta af heyi. Gott fjós fyrir 10
nautgripi og önnur fjenaðarhús
í góðu standi. Óvanalega góð og
mikil beitilönd fylgja jörðinni.
Menn snúi sjer til eiganda
jarðarinnar, ábúandans Berg-
steins Ólafssonar.
arfirði, hefir nýlega lokið prófi
í verkfræði við háskólann í Khöfn
með hárri I. eink., aðeins 22 ára
gamall.
Gengi erl. myntar er í dag:
Pnd. sterl. 26,25, 100 danskar kr.
111,16, 100 sænskar kr. 144,98,
100 norskar kr. 97,20, dollai' kr.
5,41 i/j._______________________
Prentsmiðjan Acta.