Lögrétta - 08.01.1926, Blaðsíða 2
z
LÖGRJETTA
!
H.f. EimskipaQelag íslands
Adalfundur.
Aðalfundur Hlutafjelagsins Eimakipafjelag íslands verður haldinn
í Kaupþing88alnurn í húsi fjelagsins í Reykjavík, laugardaginn 26.
júní 1926, og hefst kl. 1 e, h.
Dagskrá:
1. Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvœmdum
á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi
ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurð-
ar, endurskoðaða rekstrarreikninga til 31. desember 1925
og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda,
svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá end-
urskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu
ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn fjelagsins, í stað þeirra
sem úr ganga samkvæmt fjelagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og
eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp
kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu-
miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlut-
hafa á skrifstofu fjelagsins í Reykjavík, dagana 23. og 24. júní næstk.
Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn hjá
hlutafjársöfnurum fjelagsins um alt land, og afgreiðslumönnum þess,
svo og á aðalskrifstofu fjelagsins í Reykjavík.
Reykjavik, 16. desember 1925.
Sljórnin.
Æfisaga Krisis
Eftir Gixmumi P&pini.
(Aarip.)
Frh. —-----
Á undan kærleiksboðinu. Af-
neitarar Krists hafa nú á síðari
tímum komið fram með „lær-
dóms“-ástæðu til afsökunar því,
að þeir aðhyllist hann ekki, og
hún er sú: að hann hafi ekkert
nýtt kent; menn fynni orð hans
bæði í austri og vestri heilum
öldum á undan honum. En hafi
hann enga nýja kenningu flutt,
þá sje hann ekki eins mikill og af
sje látið og engin ástæða til þess,
að veita orðum hans sjerlega eft-
irtekt. það sjeu fáfræðingar ein-
ir, sem dásami hann, smámenni
ein, sem fylgi honum, og heimsk-
ingjar einir, sem á hann trúi. —
En þessir menn leiða hjá sjer að
segja nokkuð um það, hvort rjett-
ara muni vera að hafna kenning-
um Krists eða aðhyllast þær, án
tillits til þess, hvort þær hafi ver-
ið gamlar eða nýjar þegar hann
fiutti þær. þeir dirfast ekki að
halda því fram, að einskis virði
sje að fórna lífi sínu fyrir dýr-
mæt og algild, en gleymd og van-
rækt sannindi. Og þeir líta ekki
nákvæmlega á, hvort sannur
skyldleiki sje milli hugsana
Krists og eldri tíma hugsana, eða
hvort skyldleikinn sje yfirborðs-
skyldleiki, fólginn í orðalaginu
einu saman.
Sú var tíðin að menn innan
einnar og sömu ættkvíslarinnar
elskuðu hver annan og þeir, sem
bjuggu innan sömu borgarmúr-
anna, sáu hver annan í friði, en
utan þessara takmarka ríkti hat-
ur og stríð. Innan fjölskyldunnar
og innan ætthringsins var til
snefill af kærleika og innan þess
svæðis, sem borgarmúramir luktu
um, snefill af rjettlætistilfinningu,
en hvorugt þar fyrir utan. Svo
komu fram einstakar raddir, sem
köfðust þess, að kærleikurinn
mætti ná út fyrir ættarböndin og
rjettlætið út fyrir borgartakmörk-
in. Fjögur hundruð árum fyrir
Krists burð skrifaði vitringur
einn í Kína, Me-ti að nafni, bók,
sem heitir Kie-siang-ngai, og
kendi í henni, að mennimir ættu
að elska hver annan. Hann sagði:
„Vitringur, sem vill bæta heim-
inn, getur því að eins gert það,
að hann þekki orsökina til þess,
sem þar fer aflaga. þekki hann
hana ekki, getur hann engum um-
bótum komið fram. . . . En af
hverju stafar ólagið? það stafar
af því, að menn elska ekki hver
annan. Embættismenn og synir
virða ekki yfirboðara sína og for-
eldra. Synirnir elska sjálfa sig, en
ekki foreldra sína og breyta illa
við þá til hagsmuna fyrir sjálfo
sig. Yngri bræðumir elska sjálfa
sig, en ekki eldri bræður sína.
þegnamir elska sjálfa sig, en ekki
stjórnendur sína. . . . Faðirinn
sýnir sonunum ekki umburðar-
lyndi, eldri bræðumir ekki þeim
yngri og stjómandinn ekki þegn-
unum. . . . Ræningjamir elska
sín eigin heimili, en ekki nábúa
sína. þeir ræna hús þeirra til þess
að fylla sín eigin hús. þjófarnir
elska sína eigin skrokka og stela
frá öðrum til þess að fullnægja
þörfum þeirra. . . . Ef almennur
kærleiki manna í milli fengi yfir-
höndina, mundu ríkin ekki eiga í
ófriði hvert við annað, heimilin
ekki tmflast af ósamlyndi, þjófar
mundu hverfa, milli stjórnenda og
þegna, foreldra og bama, mundi
ríkja virðing og umburðarlyndi,
og heimurinn mundi verða betri
en hann er“. Hjá Me-ti er kær-
leikurinn, eða rjettara sagt góð-
semi, sköpuð af virðingu og um-
burðarlyndi, meðal til þess að
halda borgurum og ríki betur
saman en áður, meðal gegn þjóð-
f jelagss j úkdómum.
„Launa þú ranglæti með góð-
semi“, er uppástunga, sem Lao-
Tse setur fram með hálfum hug.
En góðsemi er hyggindi eða mildi,
ekki kærleikur. Samtíðamaður
hans, Konfutses gamli, flutti, að
því er Tseng-tse, lærisveinn hans,
segir, kenningu, sem bauð mönn-
um að elska náungana eins -og
sjálfa sig. En gæti menn að því,
að hann segir „náungana“, ekki
þá, sem í fjarlægð búa, útlend-
ingana, óvinina. Hann segir líka
„eins og sjálfa sig“, en ekki:
meira en sjálfa sig. Konfutses
kendi, að sonarlegur kærleiki og
almennur velvilji væru nauðsyn-
legir til þrifa borgaralegum fje-
lagsskap, en honum kom ekki til
hugar, að fordæma hatrið. I
sjálfu Lun-yu, sem geymir eigin
orð Tseng-tse’s, stendur meðal
annars þetta: „Aðeins hinn rjett-
láti og sanni maður getur elskað
og hatað mennina eins og vera
ber“. — Samtíðarmaður hans,
Gautama, hjelt fram kærleik til
allra manna, jafnvel þeirra, sem
auðvirðilegastir teljast og mest
eru fyrirlitnir. En sú ást átti
einnig að ná til dýranna, jafnvel
til hinna minstu þeirra á meðal, til
allra lifandi vera. í Búddatrúnni
er kærleikur eins manns til annara
ekki annað en gagnleg æfing í því,
að uppræta til fullnustu eigin
eðli sitt, elstu og sterkustu uppi-
stöðu tilverunnar. Búdda vill út-
rýma þjáningunni, og til þess
sjer hann ekki aðra leið færa
en þá, að drekkja einkasálunum
í alheimssálinni, í Nirvana, í tóm-
inu. Búddatrúarmaðurinn elskar
ekki bróður sinn af bróðurkær-
leika, heldur til þess að losa sjálf-
an sig við þjáningu, til þess að
yfirvinna eigin eðli sitt og ná
út í algleymið. Heimsást hans er
köld og í fjötrum hagsmuna sjálfs
hans.
1 Egyftalandi var eintak af
Bók hinna dauðu lagt í gröfina
með hverju líki, en í þeirri bók
var vamarræða fyrir sálina, sem
flutt skyldi fyrir dómstóli Osíris.
Hinn dauði lofar þar sjálfan sig,
segist hafa verið rjettlátur og
gefið þurfalingum. „Jeg hef engan
svelt“, segir hann, „og engan
grætt. Jeg hef engan drepið og
engan látið myrða. Jeg hef eng-
an svikið. . . . Jeg hef gefið
soltnum brauð, þyrstum drykk og
nöktum klæði“ o. s. frv. þama er
minst á rjettlæti og miskunar-
verk, hvort sem nú satt er sagt
frá eða ekki. En kærleikans er
þar hvergi getið, og því síður
kærleika til óvinanna. Ef menn
vilja kynna sjer, hvernig Egyftar
fóru með fjandmenn sína, má
lesa um það í höggletri, gerðu af
hinum mikla konungi Papi I.
Mirirí: „þessi her fór með friði.
Hann fór mótstöðulaust inn í land
Hirushaitúa og eyddi það. Hann
hjó niður öll fíkjutrje og alla
viði þeirra. Hann brendi öll hús
þeirra. Hann hjó niður hermenn
þeirra í þúsundum. Hann flutti
burt í stórum hópum menn þeirra,
konur og börn, og yfir þessu
gladdist hans hátign meira en
yfir öllu öðru“.
Zaraþústra gaf Irönum lög.
í þeim lögum er svo fyrir mælt,
að þeir, sem vilji þjóna Alníra-
Mazda, skuli breyta vel við trú-
bræður sína: gefa nöktum klæði
og soltnum brauð. það er miskunn-
semi við nákomna menn og áhang-
endur, sem þar er krafist. En
kærleikur er þar hvergi nefndur.
Menn hafa sagt, að Jesús hafi
ekki aukið neinu nýju við hin
gömlu Móselög, heldur hafi hann
aðeins skýrt og skerpt hin eldri
boðorð. „Auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn“, segir Móse í 2. bók
sinni. „Og þú skalt eyðileggja all-
ar þjóðir, sem drottinn, guð þinn,
gefur á vald þitt, og auga þitt
skal ekki miskunna þeim“, stend-
ur skrifað í 5. Mósebók. Litlu
síðar er talað þar um kærleikann:
„Og þú skalt ekki þjá og þrælka
útlendinginn, því sjálfir hafið
þjer verið útlendingar í Egyfta-
landi“. En útlendingurinn, sem
búsettur er hjá landsins þjóð, er
ekki óvinur, og að láta hjá líða,
áð gera honum ilt, er ekki sama
sem að gera honum gott. í. 2.
Mósebók er bannað að þjá hann
og þrælka, en í 5. bók er hugs-
unarhátturinn orðinn göfugri,
því þar segir: „Ef útlendingur
býr í landi yðar og staðfestist
meðal yðar, þá skuluð þjer ekki
amast við honum, en hann skal
vera sem fæddur yðar á meðal
og þjer skuluð elska hann eins og
sjálfa yður“. En þetta á við þann
útlending, sem gerist samborgari
og vinur landsbúanna. í sömu bók
stendur: „Hefnið ekki misgerða
og erfið ekki misgerðir, sem sam-
Samborgarar yðar fremja gegn
yður“. Og litlu síðar segir,að menn
skuli ekki hefna með illgjörðum
móðgana, sem menn verði fyrir
af samlöndum sínum. Um fyrir-
gefning er ekki að tala, heldur
göfugmannlega gleymsku, sem
þó aðeins nær til þeirra, sem næst-
ir standa.
„þú skalt elska vin þinn eins og
sjálfan þig“. — En óvinurinn?
Um hann eru þama líka reglur
til þess að fara eftir: „Ef þú finn-
ur uxa eða asna óvinar þíns, þá
skalt þú leiða þá til hans aftur.
Sjáir þú asna óvinar þíns liggj-
andi undir byrði sinni, þá varast
þú að láta óvin þinn einan um
verkið, en þú skalt hjálpa hon-
um til þess að leysa byrðina“.
Hjer er gert ráð fyrir því, að
mönnum sje það næst skapi, ef
þeir hitta asna óvinar síns, að
víkja honum eitthvað til hliðar,
svo að óvininum verði sem óhæg-
ast að finna hann. Og þegar menn
V. Hugo: VESALINGARNIR.
ur dögum fuglafræ fyrir einn fjórða úr súu, hvernig á
að gera pilsið að ábreiðu og ábreiðuna að pilsi, hvemig
hægt er að spara sjer ljós með því að snæða við ljós-
glampann úr nábúahúsinu. það er óskiljanlegt hvað sum-
ar veikar verur, sem eru orðnar gamlar í fátækt og ráð-
vendni, geta látið eina súu endast mikið.. það verður að
lokum að sjerstakri gáfu. Fantina aflaði sjer þessa hæfi-
leika og varð aftur dálítið hugrakkari. Hún sagði við
grannkonu sína: „Jeg segi við sjálfa mig: Ef jeg læt mjer
nægja fimm tíma svefn og vinn við saumana hina tíma
sólarhringsins, get jeg unnið nokkurnveginn fyrir mat
mínum. Jæja, það hlýtur að vera hægt að lifa með þján-
ingar, áhyggjur og ofurlítið brauð á aðra hliðina og sorg-
ir á hina“.
Mikil gleði hefði það verið fyrir hana að hafa telpuna
sína hjá sjer í þessum þrengingum, hún var að hugsa
um að láta hana koma. En átti hún að komast í sömu
fátæktina og hún var sjálf í; og hún skuldaði Thenardier
auk þess fje; hvernig átti að borga það? Og ferðin! Hvar
átti hún að fá fje til hennar?
Gamla konan, sem segja mátti um, að hefði haft
hana til kenslu í fátæktarlífi, var guðhrædd, ógift kona,
Marguerite að nafni, verulega guðhrædd, góð og ástúðleg
við fátæklinga, og ríka reyndar einnig.
Fantina blygðaðist sín svo framan af, að hún þorði
ekki að koma út fyrir dyr. Hún hafði veður af því, að
fólk sneri sjer við, þegar hún gekk um götuna, og benti á
hana. Allir litu á hana, en enginn heilsaði henni. Köld,
hvöss fyrirlitningin, sem hún varð fyrir, gekk í gegn um
merg og bein á líkama hennar og sál, eins og ískaldur norð-
anstormur. Slík vesalings kona er eins og alnakin fyrir
forvitni og háði allra í smábæjum. Enginn þekkir til hrös-
unar hennar í París, og ókunnugleikinn er eins og fat.
Hún varð smátt og smátt róleg. Hún harkaði af sjer smán-
ina eftir tvo eða þrjá mánuði og fór út aftur, eins og
ekkert væri um að vera. „Sama er mjer“, sagði hún og
fór út hnakkakert með glott á vörum, en henni fanst hún
vera ósvífin. Madama Victurnien sá hana stundum á gangi
í'yrir utan gluggan og sá í hvaða eymd „þessi kvenmaður"
var kominn, eftir að hún hafði komið henni þangað, er
henni bar að vera, og hún samfagnaði sálfri sjer fyrir
það verk.
Fantina fór að láta á sjá, af þessari hóflausu vinnu,
og þur hóstinn, sem hún þjáðist af, fór vaxandi. Hún sagði
stundum við Marguerite: „Finnið þjer, hvað mjer er heitt
á höndunum“. En þegar hún greiddi mikla hárið á morgn-
ana, sem hrundi niður um hana eins og silki, fann hún
samt til gleði yfir því í svipinn.
Hún hafði verið rekin burt um það leyti sem vetur-
inn var að enda; sumarið fór en veturinn kom aftur. Stutt-
ir dagar, minni atvinna. Enginn hiti, ekkert ljós, engin
hádegissól, kvöldð kom þegar á eftr morgninum, alt er
þoka og rökkur, móða er á glugganum, ekkert sjest greini-
lega. Himininn er svartur eins og kjallaragluggi. Allur
dagurinn er eins og dimmur kjallari. Sólin lítui út eins og
betlari. þetta er hræðilegt árferði! Veturinn breytir vatni
himinsins og hjörtum mannanna í grjót. Skuldheimtu-
mennirnir kvöldu hana.
Fantina vann sjer oflítið inn. Skuldir hennar vaxa.
Thenardier.sem ekki fjekk peninga sína, var altaf að senda
henni brjef, er komu henni til að örvingla og burðargjaldið
ætlaði að gera hana gjaldþrota. Einu sinni skrifaði hann,
að Cosette litla væri alsnakin í kuldanum; hún þurfti að
að fá ullarkjól, og móðirin varð að senda að minsta kosti
tíu franka til þess að kaupa hann fyrir. Hún gekk allan
daginn með brjefið og sneri það milli handanna. Hún fór
um kvöldið til rakarans á götuhominu og tók kambinn
úr hárinu. Fallegir, ljósir lokkarnir fjellu ofan að mitti:
„þetta er ljómandi hár!“ sagði rakarinn. — „Hvað viljið
þjer láta mig fá fyrir það?“ spurði hún. — „Tíu franka".
— „Klippið þjer það þá“. Hún keypti ullarkjól og sendi
hann til Thenardiers. Hann varð bálvondur. Hann vildi fá
peninga. Hann gaf Epanine kjólinn. Vesalings lævirkinn
skalf eftir sem áður af kulda. Fantina hugsaði með sjálfri
sjer: „Nú er barninu mínu ekki lengur kalt. Jeg hefi klætt
það með hári mínu“. Hún notaði nú litla húfu, sem huldi
stutt hárið, og fór henni vel.
En nú voru skuggalegar hugsanir að brjótast um í
hj arta Fantinu. Hún fór að hata alt umhverfis sig, þegar
hún gat ekki greitt hárið sitt lengur. Hún hafði lengi
borið sömu virðingu fyrir Madeleine og allir aðrir, en þegar
hún sagði aftur og aftur við sjálfa sig, að það væri hann,
sem hefði rekið hana burt, að hann væri orsök allrar ógæfu
hennar, fór hún líka að hata hann, sjerstaklega hann. Hún
þröngvaði sjálfri sjer til þess að syngja og hlæja, þegar
hún gekk fram hjá verksmiðjunni og hvíldartími var og
verkakonurnar stóðu fyrir utan dyrnar. Gamalli verka-
konu varð einu sinni að orði, er hún sá hana svona: „það
fer illa fyrir þessari stúlku að lokum“.
Hún fjekk sjer elskhuga, mann, sem hún kærði sig
ekkert um; hún gerði það fyrir þrjósku sakir, bálreið í
huga. þetta var þorpari, nokkurskonar bétlarasöngvari,
latur dóni, sem barði hana og yíirgaf hana með viðbjóði,
eins og hún hafði tekið honum.
Hún elskaði bamið sitt; þess dýpra sem hún sökk,
þess dimmara sem alt var umhverfis hana, því meiri varð
birtan af litla, dásamlega englinum í djúpi sálar hennar.
Hún sagði: „Jeg ætla að hafa Cosette hjá mjer, þegar
jeg verð rík“, og hún hló. Hóstinn yfirgaf hana ekki, og
hún var sveitt á bakinu.
Dag nokkum fjekk hún svohljóðandi brjef frá Then-
ardier: „Cosette hefir fengið veiki, sem gengur hjer í
sveitinni; þeir kalla það taugaveiki. það þarf mikið af dýr-
um lyfjum; við getum ekki staðist kostnaðinn, við getum
ekki greitt hann lengur. Ef þjer sendið okkur ekki fjörutíu
franka innan viku, þá deyr bamið“.
Hún rak upp skellihlátur og sagði við Marguerite
gömlu: „þetta er dáfallegt! Fjöratíu franka! Ekki þó
meira! það eru tveir Napoleondorar. Hamingjan má vita,
hvaðan þau ætlast til að jeg fái þá. En hvað þeir eru
heimskir, þessir sveitamenn!“ Hún gekk þó út í stigann,