Lögrétta


Lögrétta - 08.01.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 08.01.1926, Blaðsíða 1
tnuheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. Útgefandi og ritstjór' Þorsteinn Gíslason Þingholt88træti 17. XXI. ár. Reykjavfk, föstudaginn 8. janúar 1926. 2. tbl. Umvíða verölri. Síðustu Iregnii. Frá Aþenuborg er sagt, að Paugalos haí'i gert stjórnarbylt- ingu og tekið sjer alræðisvald. Kveðst ætla að stjóma Grikklandi með aðstoð hers og flota. Fund- unx þingsins hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Fregn frá Vínarborg segir, að Karl krónprins aí Rúmeníu haii afsalað sjer konungstign. Kemur það aí ósamlyndi milh hans og föður hans, Ferdinands konungs, út af kvermamálum. Hafði kon- ungur neytt ki’ónprinsinn til þess, aö giítast grískri prinsessu, sem Helena heitir, og eignuðust þau son, sem Michael heitir og nú hefur orðið krónprins í stað föðui síns. En fregnirnar segja, að Karl prins hafi tekið saman við konu af almúgaættum og hafi Ferdinand konungur reiðst því stórlega og ætlað að skilja þau með valdi, en Karl prins var ósveigjanlegur. Kom svo sú fregn, að hann væri horfinn. En litlu síðar kom hann fram í Mínano á Ítalíu og sagt, að hann sje nú á leið þaðan til Stokkhólms. Hefur hann heitið, að láta ekki sjá sig í Rúmeníu á næstu sex árum. Sagt er að hann vilji ekkert um sínar sakir tala við þá, sem leita frjetta hjá hon- um, en málið hefur, svo sem nærri má geta, vakið mikla at- hygli og umtal. Sagt er, að kona sú, sem hann hefur nú tekið sam- an við, sje Gyðingastúlka, for- kunnar fögur. Síðustu fregnir frá Vínarborg segja, að fleira en kvennamálin hafi valdið sundur- lyndi þeirra feganna. það hafi staðið til, að ýmsir hinna kunn- ustu herforingja í Rúmeníu gengjust fyrir byltingu og átti þá að láta Ferdinand konung fara frá völdum, en Karl prins taka við þeim. þær ráðagerðir hafi strandað, en vegna þeirra hafi Karl prins farið úr landi. Chamberlain utanríkisráðherra Breta hefur verið suður á Italíu til að hvíla sig, og er það í frá- sögur fært, að Mússolíni hafi átt langt viðtal við hann. Sjálfir hafa þeir enga skýrslu gefið um sam- tal sitt. En eitt stórblaðið í Lund- únum þykist vita, að Mussolíni hafi beðið Chamberlain að mæla með því, að Bretar yrðu vægir í kröfum, er samið yrði við þá um afborganir á skuldum Itala, en viljað lofað því á móti, að Italir styddu Breta, ef stríð yrði af Mósúlmálinu. Blaðið segir, að Chamberlain hafi engu viljað lofa um þetta. Sagt hefur verið, að úrslit Mósúlmálsins mundu ekki valda neinum ófriði. En fregn frá 3. þ. m. segir, að stjórn Tyrkja hafi engu svarað vinsamlegum tilmæl- um ensku stjórnarinnar um að ræða málið við hana í bróðerni. Afskaplegur jarðskjálftakippur fór um alla Norður-ltalíu 2. þ. m., stóð yfir í 10 mínútur, og varð af honum töluvert tjón. Fregn frá New York segir, að fádæma drykkjuskapur hafi verið þar í borg á jólunum og á nýárs- nótt. Hafi 40 menn verið fluttir dauðveikir á spítala, og höfðu þeir drukkið eitraðann spírítus, heimabruggaðan. Fregn frá Rómaborg segir, að Margerita ekkjudrotning hafi and- ast þar 4. þ. m. Fregn frá Berlín segir, að á nýársnótt hafi 400 manns slas- ast í borginni, 455 verið teknir fastir og 8 sjálfsmorð hafi verið framin. Hlákur miklar og vatnavextir hafa verið í Mið-Evrópu nú í hyrjun ársins. Ákaflegur vöxtur hljóp í Rínfljótið, enda var hiti í Berlín rjett fyrir áramótin 14 stig og í Múnchen 17 stig. Fregn frá Brússel frá 4. þ. m. segir að vatnsflóð geri víða tjón. 1 borgmni Lúttich sje fjöldi húsa á kafi í vatni og menn fari á bátum um borgina. Tjónið á þesum eina stað er áætlað um 8 milj. franka. — Síðustu fregnir segja að flóðin fari þverrandi. Fregn frá Kairo segir, að gull- kista Tutanhamens sje nú sýnd þar á safni einu. Símað er frá Washington, að bankastjórar Englandsbanka, Belgíubanka og umsjónarmaður þýsku skaðabótamálanna sjeu þar staddir og ræði við Mellon fjár- málaráðherra um almenne gengis- festu í Norðurálfunni. Frá Berlín er símað: Samkvæmt símskeytum frá Moskvu hefur sameignarfokkurinn haldið 14. stórfundur sinn. Sú skoðun kom fram á fundinum, að hætt skyldi tilraunum til þess að koma á stað heimsbyltingu, en í þess stað byrja smám saman að koma aft- ur á gamla laginu um verslun og viðskifti og viðurkenna mestan hluta ríkisskuldanna. Khafnarfregn frá 2. þ. m. seg- ir að forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra Noregs hafi sent Politiken svohljóðandi nýárs- kveðju: Ef allar þjóðir gætu bundist jafntraustum böndum og Norðurlönd eru bundin, yrðu úti- lokaðar styrjaldir í Evrópu. For- sætisráðherra Frakka sendi sama blaði svohljóðandi skeyti: Fái Locarnóandinn að ríkja í framtíð- inni, verður hægt að byggja upp nýja Evrópu frjálsra þjóða, er taki ótakmarkað tillit hver til ann- arar og vinni saman að sameigin- legu takmarki í framfara- og friðarmálum. Fregn frá Rómaborg segir, að stjómin ætli að leggja fyrir þing- ið frumvarp um mikla aukningu hersins. Einnig sje hún að koma á heræfingafjelagsskap meðal ungra manna. Fregn frá New York frá 31. des. segir, að ákaflegir kuldar sjeu þá í Bandaríkjunum. 100 menn hafi helfrosið þar. Nokkrir stórbankar í Bandarikj- unum ráðgera nú að sameinast og verður þá stofnfje samsteypu- bankans meira en miljarður dollara. það er sagt, að Henry Ford standi á bak við hina fyrirhuguðu för til Norðurheimskautsins frá Bandaríkjunum á næsta vori.. Ráðgert er flug frá Alaska til heimskautsins og til Spitzbergen og útbúnaður á að verða svo góð- ur, að flugmennimir geti verið án sambands við umheiminn í 2 ár. Símað er frá Budapest, að kom- ist hafi upp um einhverja hina gífurlegustu peningafölsun, sem sögur fara af. Prins Windisch- graetzh var forsprakkinn, en aðrir þátttakendur vom fjöldi hátt settra embættismanna, og þeirra á meðal ráðherrar. Höfðu menn þessir látið búa til tugi miljóna af háum bankaseðlum, er þeir ætluðu að selja í útlöndum, í þeim tilgangd að útvega fje h&nda prine- inum og vinum hans meðal aðals- manna og embættismanna. Prins- inn sóaði peningunum vitfimings- lega og tapaði til dæmis á einni nótt héilli miljón í fjárhættuspili. Aðaltilgangur fyrirtækisins var að gera erkihertoga Albrecht að konungi. Fjöldi manna handsam- aður og hefur málið vakið geysi- lega athygli um allan heim. Síðasta fregn segir, að prins- inn hafi lýst því yfir, að miljón- um seðla hafi verið komið fyrir til geymslu í ýmsum stórborgum. Hið pólitíska markmið fyrirtæk- isins var að koma Habsborgurum að völdum. Meðal helstu for- sprakkanna var sjálfur lögreglu- stjóri borgarinnar. Fjelagið hefur þegar selt talsvert af seðlunum til ýmsra landa. Stórblöðin kalla viðburðinn stærsta pólitíska hneyxlismálið, sem komið hef- ur fyrir þar í sögunni. Símað er frá London, að fyrver- andi lögreglustjóri Thomsan hafi verið dæmdur í átta þúsund sterlingspunda sekt fyrir lög- reglurjetti, vegna þess að lög- regluþjónn kom að honum að kveldlagi, er hann var að tala við götustelpu í garði nokkrum í borg- inni. Dómarar álitu veru hans þar ósiðferðislega. Svaraði Thomson því einu til, að hann hefði verið að kynnast næturlífinu og hefði hann hugsað sjer að skrifa blaða- greinar um það. Símað er frá Napóli, að Vesu- víus hafa „gerst órólegur“ og hafi tveir nýir gígir myndast. — Hægfara hraunflóð streymir út úr þeim. Doctorsnafnbót fjekk Jón Helgason meistari frá Kaup- mannahöfn hjer við Háskólann í gær fyrir bók, ,sem hann hefir samið, um Jón Ólafsson frá Grunnavík, fræðimann frá 18. öld. Vörnin fór fram í sal N. d. í Alþingishúsinu og var þar fult áheyrenda. Formaður Heimspeki- deildarinnar, Ágúst Bjarnason prófessor, stýrði athöfninni, en andmælendur voru skipaðir pró- fessorarnir Páll E. ólason og Sig- urður Nordal. Mælti doctorsefni fyrst nokkur orð og skýrði frá, hver atvik lægju til þess, að hann hefði ráðist í að rita bók þá, sem fyrir lá. En síðan flutti Páll E. ólason prófessor langa og fróðlega ræðu um Jón frá Grunnavík, starf hans og bók doctorsefnis. Hrós- aði hann bókinni mikið, en tíndi svo fram töluvert af aðfinningum við einstök atriði, eins og títt er við slíkar athafnir. Síðan talaði Sigurður Nordal og mintist á, að varnir ritgerða við háskóla fyrir doctorsnafnbót færu fram eftir miðaldasiðum og væri það álita- mál, hverjar reglur hinn ungi há- skóli okkar ætti að festa sjer um þetta. Fanst honum eðlilegast, að háskóladeild sú, sem hlut ætti að máli, gæfi út skriflegt álit um bækur þær, sem doctorsnafnbæt- ‘ ur yrðu veittar fyrir, og mætti þá sá dómur háskóladeildarinnar fylgja ritinu, auk þess sem hann yrði birtur í Árbók háskólans. Nordal hrósaði einnig riti doctors- efnis, en tíndi fram nokkrar að- finslur. Að lokum iþakkaði doct- orsefni prófessorunum þær við- tökur, sem bók sín hefði fengið, og svaraði nokkrum af aðfinsl- unum. Tók svo á móti heillaóskum prófessora og áheyrenda. Er Jón Helgason wmar mafiur, sem ver rit fyrir doctorsnafnbót hjer við háskólann, en sá fyrsti var Páll E. ólason prófessor. Nú fer dr. J. H. til Osló og tekur þar við háskdlann að sjer kennara- stöðu þá, sem áður var ætluð Sig. Nordal prófessor. Kaldalónskvöld. Síðastl. þriðju- dagskvöld söng Eggert Stefáns- son söngvari í Nýja Bíó, og söng aðeins lög eftir Sigvalda Kalda- lóns, bróður sinn, en Sigvaldi ljek undir á hljóðfæri. Húsið var fult og verður söngskemtun þessi end- urtekin næstkomandi sunnudag. þetta er í þriðja sinn sem Eggert hefir sungið hjer opinberlega síð- an hann kom heim úr utanför sinni fyrir nokkrum vikum, og hefir hann nú unnið alment lof og vinsældir hjer í bænum fyrir söng sinn. Eins og kunnugt er, hafa ýms af lögum Sigvalda Kaldalóns náð miklum vinsældum, sem fara sívaxandi, og eru orðin þjóðkunn. M. a. voru sungin þama lög úr hinu nýútkomna sönglagahefti hans. Með hverjum pósti berast dag- blöð og tímarit út um land. Flytja þau margskonar frjettir og fróðleik. þar eru rædd mál þau, er varða þjóðina að einhverju leyti, oft frá ýmsum hliðum, svo að lesendum gefist færi á að skoða þau betur og bæta við athuga- semdum — ef þurfa þykir. Nýung er það engin að lesa um skaðá, sem vetrarveðrin hafa gert á mönnum, skepnum og mann- virkjum (auk sjóslysa). Tíðast eru það skaðar á sauðfje. Sjó- slysum og mannvirkja er reynt að fækka með bættum útbúnaði. Slys- um, sem veðráttan veldur á mönn- um, er fækkað með bættum sam- göngum eða samgöngutækjum. þar til má nefna vegi og vörður með þeim, auk símans. Til að fækka slysum á búfje er bætt meðferð þess í hús-fóðri, svo að það þurfi ekki að fjarlægjast hús í tvísýnu. veðri. Nú verða t. d. oft slys á sauð- fje af því, að það liggur úti fjarri húsum og veðrabrigði snögg og mikil. það kemst ekki heim þegar það er ekki vant því, og vegna jarðlags og veðráttu. Oft verða og slys á mönnum af því að reynt er að bjarga fjenu. Á þessu þarf að ráða bót, af nokkur kostur er. Vil jeg benda á þá einu leið, sem jeg kem auga á í svipinn, en hún er þessi: 1 sumum harðviðrasömum sveitum (einkum norðan- og vestanlands), þar sem sauðfje liggur úti langt frá bæjum í góðum högum, sem þó tekur fyrir í flestum veðrum, skemmri eða lengri tíma, skal byggja fjárhús á hagkvæmum stöðum. Dyraumbúnaður á hús- unum skal vera þannig, að dyr sjeu alt að 2V& alin á hæð, en hurðinni skift í tvent, hinn efri hluti hennar skal hanga í krók á dyratrje og skal honum lokað með trjelokum á dyrastafi. Hurð þessi sje 25 þuml. á hæð. Neðri hurðin skal vera á krókum á dyra- staf og lokað með hespu. Hún á að vera 35 þuml. á hæð. Hurð- irnar skulu báðar hafa venjulega hurðarbreidd og vera innan við dyraumbúnað. Við hús þetta þarf að vera hlaða — þótt ekki sje nema fyrir fáeinar aátur —, svo að hægt sje að gefa kindum, „venja þær að húsi“, sem kallað er. Aldrei sje lokað fyrir þeim, neðri hurðin skal vera á hjörum, en vel frá henni gengið, svo að hestar fari ekki inn og hindri með því fjeð frá því að liggja inni. Dyrnar skulu snúa skáhalt undan snjókomuáttinni. Hús þessi skulu bygð í þeim högum, þar sem fje heldur sig, eða því er haldið í útilegu framan af vetri og vori. Um leið og hússtæði er valið, þarf að gæta að því, að fjeð þurfi ekki að fara yfir torfærur til þess að komast í húsaskjólið. Gott er að taka eftir ræktunarskilyrðum, því að það ræktast altaf undan fjenu, þar sem það safnast til legu eða í afdrep. Ekki má geta svellað mikið í kringum húsin. Ekki er vert að hafa fleira fje en eitt hundrað við hvert hús. þar sem fje er margt, skulu húsin vera dreifð um hagann. Sje þess gætt, að koma fje á hús snemma á haustin og því gef- ið aðeins munnhár og það gert að kvöldi til, svo sem einu sinni í viku, fer fjeð í húsin á hverju kvöldi til þess að liggja þar yfir nóttina, því helst betur á holdum, það er tryggara fyrir hættum, fjárgeymslan auðveldari, jafnari notkun landsins og framtíðar- ræktun. það, sem hjer er sagt, á að- eins við, þar sem fje liggur úti fjarri vanalegum húsum, eða tor- færur eru milli þess og húsanna. Nú er svo mikið rætt og ritað um ræktun landsins. Hjer er bent á leið til þess, að fjölga gróðar- blettunum og fækka sauðfjár- sköðunum. Mundi ekki mega fara hana, eða finna aðrar hagkvæm- ari. þetta er mál, sem varðar alla landsmenn, þótt einstaklingar verði fyrir skellunum fyrst. Palli. ----o—— Bautasteinar. Líkastir smíði dverga’ og dísa . . 1 dimmu fortíðar glj úfra-veldi, „Bautasteinar" við bláloft rísa — Úr: blýi, stáli, gulli’ og eldi. Lengi lifi þorsteinn Bjömsson skáld. Haukur Eyjólfsson. -----o---- Kristur eða þór heitir ritgerð eftir Einar H. Kvaran, sem birtist í síðasta hefti Iðunnar, sem kom út nú rjett fyrir áramótin. E. H. K. svaiar þar árás þeirri, sem Sig. Nordal prófessor hefur gert á rit hans og lífsskoðanir í Skími 1925. Er það E. H. K. ljett verk, að sýna fram á veilur í þeirri ritsmíð enda gerir hann það svo rækilega, að sókn er nú en ekki vörn hans megin. Hann skopast að því, að ritgerð S. N. hafi í einhverju blaðinu verið kölluð „djúphugsuð", en finst að „vanhugsuð" hefði átt þar betur við. — Annars mun Lögr. bráðlega birta kafla úr þess- ari ritgerð E. H. K., svo að les- endur hennar fái skýra hugmynd um deiluefnin. Einokunarverslun Dana á Is- landi, rit Jóns heitins Jónssonar sagnfræðings, sem svo heitir, er nú að koma út í danskri þýðingu, eftir Fr. Á. Brekkan rithöfund, og er það Dansk-íslenska fjelagið, sem gengst fyrir útgáfunni.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.