Lögrétta


Lögrétta - 08.01.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 08.01.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA voru bygð eða áttu að byggjast í haust, yrðu notuð á þann hátt, sem til er ætlað. — Frá Staðar- bakka íór jeg um kvöldið ut að Lækjamóti og svo þaðan út að Hjaltabakka, var þar um nóttina, en um morguninn bað þórariun alþingismaður mig að fara með sjer upp að Hnjúki, til að skoða þar tjörnina. Hún er fremur lítil, en á ströndinni var röstin af bestu silungsátu, og er víst óhætt að flytja í hana árlega fyrst um sinn 10—12 þús. bleikjusilungs- síli. Svo fór jeg að Sauðanesi; þar býr Páll og frænka mín Sesselja. Tafði jeg þar lítið og fór svo að Kagarhóli, því þangað hafði jeg lofað að koma á austurleið rninni, tafði þar, og fylgdi Jónas bóndi mjer austur að Blöndu og fór jeg á ferju yfir hana, svo fram Langa- dalinn, og þegar jeg kom nokkuð langt fram fyrir Æsustaði, var þar fólk við heyskap frá Ytra- Tungukoti. Jeg fór að hafa hesta- skifti, og kom þá til mín bónd- inn Skarphjeðinn og bauð mjer heim til sín. Jeg þvertók fyrir það, því að jeg ætlaði að ná um kvöldið að Stóra-Vatnsskarði. Hann sagði að jeg gæti það fyrir því, og fór jeg svo heim með hon* um og var dóttir hans með okkur. þegar jeg var búirrn að þiggja besta greiða, bað bóndi mig að fara með sjer þar upp í brekk- una og skoða þar vatnslind og gjörði jeg það. Hún er góð á allan hátt. Svo fylgdi bóndinn mjer austur yfir Svartá, og þótti mjer vænt um að hafa komið á þennan góða, gestrisna bæ. Svo um kvöldið fór jeg að Stóra- Vatnsskarði og svo austur póst- leiðina heimleiðis að Grænavatni. þórður Flóventsson. frá Svarárkoti. ----o----- Dagblaðið „Vísir" tefur stækk- að allmikið nú um óramótin og farið í sama brot og Morgunbl. Hann er nú 15 ára, er elsta dag- blaðið hjer á landi og hefur jafn- an haft mikla útbreiðslu í Reykja- vík. Stofnandi hans var Einar heitinn Gunnarsson og einnig rit- stjóri hans nokkur fyrstu árin. HúsbrunL Rjett fyrir jólin brann til kaldra kola verslunar- hús Jóns Guðmundssonar kaup- manns og bónda á Skálum á Imnganesi. Mannskaði varð ekki, en annars eru ekki komnar nón- ari fregnir um slysið. Einn % veg-i. þótt breyti’ jeg hvergi steinu nje striki, en stiki þreyttur sömu gnmd, rnjer skin í anda — i augnabliki mörg œíidags mins liðin stund. þá birtist margt írá æskuárum með æíintýra þýðum blæ, þuð sólbros iogar lengst á bárum og leiftrar yfir timans sæ: Jeg vef i barmi vini horfna, og við þá tala hjartans mál; við fyrri tíma eld mjer orna, — sá ylur vermir líf og sáL Og vökuglæður kaldra kvelda mjer kveikja hlýjast andans ljós, þá setið var við sagna elda, og sungið dýrstu köppum hrós. þá var sem ljeki um litinn bæinn frá liðnum öldum blær svo hlýr, þótt sígin væri sól í æginn, og sirfi á þekju stormsins gnýr. En þegar mæru mánaskini á mjallar-þil og ísa brá, það hvatti alla æskuvini að efla leik á hjarai’ og gljá. þá veittu s k i ð i n skemtun nœga, og skautum var þá einnig beitt; þó brygðist okkur fimin fræga, við fundum streyma blóðið heitt — Og helga sól við sáum ljóma, er sólhvörf vetrar færðust nær. Við jóialjós og hreina hljóma, varð höllum stærri kotsins bær. En yndis kennir eigi síður frá ótal margri sumarstund, þé dalurinn var fagur-fríður, og feldur blóma skreytti grund. Hjá bænum streymdi bjartur lögur og berglind tær með ljettum nið. Og mörg var berjabrekkan fögur með blágresið á aðra hlið. Ef haustnótt kalda blæju breiddi um brún og engi og fjallaskjól, þá hrygðist jeg, og huga leiddi að hnignum alls, sem vantar skjól. Jeg ann þjer, fagra æskuminning, þú yndisstunda minna fjöld, en gleymsku fel jeg kuldans kynning, og klakans bitru heljarvöld. — P. P. -----»■... Nýi sáttmáli heitir nýútkomið rit, eftir Sigurð þórðarson fyrr- um sýslumann, og ræðir þar um ástand landsins og stjómarfar á síðari tímum. Höfundurinn er hvassyrtur í garð Alþingis í heild, þingflokkanna og einstakra þing- manna, og má telja víst, að and- mæli komi fram í blöðum þeim, er styðja núverandi þingflokka og þingflokkaskipun. Margt er í rit- ínu rjett og vel sagt, en líka margt, sem orkar tvímælis, og það um atriði, sem miklu skifta. Og þegar menn lesa þungorðan áfell- isdóm um allar gerðir þings og þjóðar á síðustu áratugunum, get- ur varla hjá þvi farið, að menn spyrji sem svo: Hvernig stendur þá á því, að einmitt þetta tíma- bil er mesta lífsþróttar- og fram- fara-skeið íslensku þjóðarinnar um margar aldir? því enginn getur með sanngimi neitað því, að svo sje í raun og veru. Og þá verður svarið við spumingunm það, að áfellisdómurinn geti ekki i verið að öllu leyti rjettur. En hitt 1 má segja, að gott sje og þarf- legt, að stungið sje á kýlunum öðru hvoru, eins og höfundur þessa rits gerir, og gerir að ýmsu leyti vel. Nýtt brauðgerðarhús. þeir Guð- mundur ólafsson og Stefán Sand- holt bakarar hafa nýlega reist stórt og mjög vandað steinsteypu- hús á Laugaveg 36 og hafa nú flutt þangað brauðgerðarhús sitt og jafnframt fengið til þess ný tæki, svo að það er nú án efa fullkomnasta brauðgerðarhúsið hjer á landi. Umbúnaður er þar allur mjög vandaður og verulegur umbótabragur á öllu, sem að verk- inu lýtur. Nýdáin er frú Kristín E. Sveins- dóttir í Stykkishólmi, kona Tóm- asar Möller póstafgreiðslumanns, 46 ára gömul. Kaupdeiia. I Vestmannaeyjum hefir staðið yfir kaupdeila og hindruðu verkamenn affermingu skips, sem Gísli Johnsen konsúll átti. En bæjarfógetinn kom sátt- um á og síðan hefir orðið sam- komulag um kaupgjaldið. Mannalát. 2. þ. m. andaðist á Húsavík Ásgeir Blöndal læknir, fæddur 10. febr. 1858, merkur maður og vel metinn, elsti sonur Lárusar Blöndal amtmanns. 3. þ. m. andaðist frú Elisabeth Bjerring, ekkja Henriks Bjerrings fyrrum verslunarstjóra í Borgar- nesi, en dóttir H. A. Linnets fyrrum kaupmanns í Hafnarfirði. Hún var 69 ára gömul og andað- ist hjá Kristjáni Linnet bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum, fóstur- syni sínum. „Alþýðublaðið“ hefur fyrir skömmu fengið nýja prentsmiðju, með setjaravjel, og er nú eina blaðið hjer á landi, sem prentað er í eigin prentsmiðju. Alþýðu- flokkurinn hefur komið henni upp með almennum samskotum og hefur verið reist handa henni hús til bráðabirgða á nokkrum hluta af lóð þeirri við Hverfisgötu, sem hið fyrirhugaða samkomuhús Al- þýðuflokksins á að reisast á. Frá Isafirði. Bæjarstjómarkosn- ing fór þar fram 5. þ.m. Fjekk listi Alþýðuflokksins 846 otkv. og kom að tveimur fulltrúum, Finni Jóns- syni og Jóni M. Pjeturssyni, en listi Ihaldsflokksins 217 atkv. og kom að einum, Jóhanni Bárðar- syni. Isfisksala. Nýlega hafa selt afla sinn í Englandi: Ýmir á 492 pnd. st., Kári á 1100, Ari á 706, Skúli fógeti á 1057, Snorri goði á 1502 pnd. st. Sjera Haukur Gíslason hefur nú í 10 ár haldið uppi guðsþjónustu á íslensku fyrir Islendinga í Khöfn og segir „Krl. Dagblad“ að kirkju- gestir haíi verið að jafnaði 200— 300 manns. 30 ára starfsafmælL Júlíus kaupm. Árnason hafði 2. þ. m. verið 30 ár samfieytt stafsmaðui' við verslun Jóns þórðarsonar hjer í bænum, og er nú meðeigandi hennar. Sigurður Birkis söngvari hjelt hjer söngskemtun 3. þ. m. Við- fangsefnin voru tvísöngvar úr ýmsum frægum söngleikjum er- lendum, og þótti vel takast. Með honum sungu frú Guðrún Agústs- dóttir, Hallur þorleifsson og Ósk- ar Norðmann. Dönsk silfurmynt. Með því að öll dönsk silfurmynt verður leyst inn, hafa báðir bankarnir hjer tek- ið að sjer að kaupa hana með dags kaupgengi, að frádregnum for- vöxtum í 30 daga. En þetta er eingöngu miðað við danskt silfur, en hvorki sænskt nje norskt. Kaupgjald í Hafnarfirði. Samn- ingar voru undirskrifaðir í gær, milli verkamannafjelagsins Hlíf í Hafnarfirði og atvinnurekenda þar, um tímakaup karlmanna er vinna á landi. Kaupið verður kr. 1.20 um tímann í dagvinnu og kr. 2.20 í næturvinnu. Kaupið var kr. 1,40 og 2,50 um tímann; samning- urinn gildir fyrir alt árið. Uefnrðn keypt Arsrit Fræðaijelagsins og- sat'u þess um ísland og íslendinga? Nýtfsku herfl útvega jeg frá Noregi. Hjólskera- herfi, er vinnur vel óplægða jörð með krókfjaðraherfi og plægða jörð í staðinn fyrir diskaherfi. Hjólskeraherfið kostar kr. 265,00 hingað komið, en fjaðraherfið kr. 150,00. þeir, sem vildu fá sjer annað eða bæði herfin fyrir vorið, sendi pantanir í tíma. Lúðvík Jónsson Stýrimannastíg 9, Reykjavík. Hálf jörðin Sumarliðabær í Rangárvallasýslu, fæst til kaups og ábúðar á næsta vori. Semja ber við ábúandann. Úr Norðurlandi. þess er áður getið, að snjókoma hafi verið óvenjulega mikil í Norðurlandi nú að undanförnu. Frá Hvamms- tanga hefur frjetst,að umSOhross hafi fent þar í nágrenninu. Bæjarstjómarkosningar hjer eiga að fara fram laugard. 23. þ. m. Kosið verður um 2 lista. A-listinn er frá Alþýðuflokknum og á honum: ólafur Friðriksson, Haraldur Guðmundsson, Sigurjón A. ólafsson, Nikulás Friðriksson og Ágúst Páhnason. Á hinum listanum, frá Ihaldsflokknum, eru: Pjetur Halldórsson, Jón Ásbjörns- son, Hallgrímur Benediktsson, Ámi Jónsson og Sigurður Hall- dórsson. Úr bæjarstjórninni ganga í ár: Gunnl. Claessen, ól. Frið- riksson, Pjetur Halldórsson, Sig- urður Jónsson og þórður Bjarna- son. Saga íslenskra stúdenta í Khöfn heitir bók, eftir dr. Jón Helga- son biskup, sem nú er að koma út á dönsku í Khöfn að tilhlutum Dansk-íslenska fjelagsins. Heilbrigðismál. 25 heimasveinar í gagnfræðaskólanum á Akur- eyri liggja nú í mislingum. — Hjer í Reykjavík hefur barna- veiki gert vart við sig á 8 börn- um, en hjeraðslæknir segir hana væga og varla greinanlega frá vanalegri hálsbólgu, sem talsvert er um í bænum. Prentsmiðjan Acta. miskunnarlausari en nokkru sinni áður. Kaupmaðurinn, sem hafði fengið nærri því öll húsgögnin sín aftur, var altaf að spyrja hana: „Hvenær greiðirðu skuld þína, let- inginn?" En hamingjan góða, hvaðan átti hún að fá pen- inga? Henni fanst hún vera eins og dýr, sem verið væri að elta, og villidýrið kom smátt og smátt fram í henni. Then- ardier skrifaði henni einmitt um þetta leyti og sagði hana sannarlega vera nokkuð seina á sjer; hann yrði að fá hundrað franka undir eins, og fengi hann þá ekki, ræki hann Cosettu litlu burt, þó að hún væri nýlega staðin upp úr hættulegum veikindum og kalt væri á götum úti, þá varð að fara um hana sem verkast vildi, þó að hún dræp- ist af því. „Hundrað frankar", hugsaði Fantína með sjálfri sjer; „hvemig á jeg að fara að því að vinna mjer inn þó ekki sje meira en hundrað súur á dag? Jæja, Við seljum þá alt“. Og vesalings stúlkan gerðist vændiskona. Hvað kennir saga Fantínu okkur? Hún sýnir okkur, hvemig mannfjelagið kaupir þræl. Fyrir fátækt, fyrir hungur, kulda, einveru, einstæðingsskap. það er sorgleg verslun. Sál fyrir brauðbita. Fátæktin býður, mannfjelag- ið kaupir. Heilagt lögmál Jesú Krists er ráðandi í sið- menning vorri, en það hefir ekki gagnsýrt hana. Sagt er að þrælahald sje horfið úr menning Evrópu. það er mis- skilningur. það á sjer enn stað, en nú kemur það ein- göngu niður á kvenmanninum; það heitir portkonuhald. það kemur niður á kvenmanninum, það er fegurðinni, veikleikanum, móðurástinni. þetta er eitt af því, sem mennimir hafa ekki síst ástæðu til þess að skammast sín fyrír. Nú er ekkert orðið eftir af Fantínu þeirri, er við þekt- um áður, er hingað er komið sorgarleik þessum. Hún er orðin að marmara, jafnframt því sem hún er orðin að dufti. það stendur kuldi af henni; hún er ímynd vansæmd- ar og hörku. Lífið og mannfjelagsskipunin hefir kvatt hana. Alt hefir komið fyrir hana, sem komið gat fyrir; þún hefir þolað alt, reynt alt, mist alt og grátið alt. Hún hefir hafnað, og sjálfsafneitun hennar líkist hirðuleysi, eins og dauðinn líkist svefninum. Hún víkur ekki lengur fyrir neinu, hún hræðist ekkert framar. þó eldingu lysti niður yfir hana eða hafið veltist yfir hana, þá hirðir hún ekkert um það — hún er gegnvotur svampur. Hún heldur það að minsta kosti; en það er misskiln- ingur að ímynda sjer að hægt sje að komast til botns í nokkm. ó, hvað verður af þessum mönnum, er hrekjast þannig hverjir innan um aðra? Hvert stefna þeir? Hvers- vegna em þeir eins og þeir eru? Hann, sem veit það, sjer myrkrið í allri þess stærð. Hann er einn. Hann heitir Guð. jöjj I öllum smábæjum eru til, og svo var einnig umi| Montreuil-sur-Mer, stjett ungra manna, sem eyða fimtánÖ hundruð franka árstekjum með sama svip og jafningjar þeirra í París, sem nota tvö hundruð þúsund franka ár- lega, við hafa. þetta eru verur, sem heima eiga í kynleys- ingjaflokknum stóra, geldingar, sníkjudýr, núll, sem eiga dálitla jarðeign, hafa nokkuð af heimsku og dálítið af skilningi, líta út eins og sveitapiltar í samkvæmissal, og ímynda sjer að þeir sjeu prúðir snyrtimenn í veitingastof- um. þeir æpa að leikkonunum til þess að sýna að þeir sjeu smekkmenn, rífast við liðsföringja setuliðsins til þess að sýna, að þeir hafi vit á hermálum, fara á veiðar, reykja, geispa,drekka,tóbakslyktin angar af þeim,þeir leika knatt- borðsleik, snæða miðdegisverð í veitingahúsum, eiga hunda, sem naga beinin undir borðinu, fylgikonur, sem leggja á borðið fyrir þá; þeir horfa í hvem skildinginn, áður en þeir láta hann af hendi, afskræma tískuna með öfgum sínum, dást að sorgarleikum, fyrirlíta kvenfólk, ganga gamla skóna upp til agna, líkja eftir London í París og eftir París í Pont-á-Mousson, eru sljóir, áður en þeh' verða gamlir, starfa ekkert, geta ekkert gagn gert og held- ur ekki mikinn óskunda. Ef Felix Tholomyes hefði ávalt dvalið í bæ iínum og aldrei komið til Parísar, hefði hann orðið einn af þessum mönnum. I byrjun janúarmánaðar árið 1823, átta eða tíu mán- uðum eftir atburði þá, sem vjer höfum nú skýrt frá, var eitt af þessum „ljónum“, Bamatabois að nafni, að skemta sjer við það kvöld eitt, þegar snjóað hafði, að stríða kven- manni, sem gekk fram og aftur fyrir framan veitingahús liðsforingjanna, í mjög flegnum ballkjól og með blóm á höfðinu. Hann bljes framan í hana reykjarmekki, í hvert sinn sem hún gekk fram hjá honum, og ljet þar með fylgja nokkur orð, sem áttu að vera andrík og skemtileg, eins og t. d.: „En hvað þú ert ljót! — þú ættir að fela þigl — þú sem ert tannlaus!“ o. s. frv. þessi raunalega gkvenafturganga, sem gekk þannig búin fram og aftur í isnjónum, svaraði honum engu, leit ekki einu sinni við hon- um, en hjelt áfram göngu sinni, þegjandi og óþægilega reglulega, og tók við háðglósum hans á fimm mínútna fresti, eins og hermaðurinn, sem gengur svipugöngin, verð- ur altaf að snúa við til þess að taka við höggunum. þess- um slæping gramdist vafalaust hvað hann mátti sín lítils; hann notaði sjer eitt augnablik, þegar hún sneri sjer við, og læddist á tánum á eftir henni, hjelt niðri í sjer hlátrin- um, laut niður og tók upp lúkufylli sína af snjó og tróð því alt í einu niður á bakið á henni, milli naktra herðablað- anna. Stúlkan rak upp öskur, sneri sjer við, hljóp eins og pardusdýr á manninn og læsti nöglunum í andlit hans og helti yfir hann hræðilegustu skammaryrðum. þessi ókvæð- isorð, sem æpt voru upp með röddu, sem var hás af brenni- víni, komu frá munni, þar sem tvær framtennumar vant- aði. þetta var Fantína. Liðsforingjamir streymdu út úr veitingahúsinu við þennan hávaða; fleiri menn komu að og hlæjandi, æpandi og fagnandi hópur safnaðist umhverfis þennan mann, sem hafði mist hattinn sinn og varði sig eins vel og hann gat, og þennan kvenmann, sem líka hafði mist höfuðfatið og var hárlaus á höfðinu og hafði engar framtennur, skrækti

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.