Lögrétta


Lögrétta - 02.02.1926, Page 1

Lögrétta - 02.02.1926, Page 1
(imheinita og afgreiðsla í Veltusuudi 3 Síroi 178. LOGRJETTA Útirefandi oy ritstjór5 Þorsteinn Gíslason Þingholtsetræti 17. Beykjavík, þriðjudaginn 2. febrúar 1926. 6. tbl. I llmvfða veröld. Síðustu fregnir. Frá Washington er sagt, að einn þeirra manna, sem voru með Mac Millan í norðurför hans í fyrra, undirbúi flugför til Norð- urheimskautsins í sumar kom- andi og verði hún kostuð af Rockefeller og fleiri auðmömnum þar vestra. Símfregnir segja frá óánægju gegn Lloyd George innan frjáls- lynda flokksims í Englandi. þó var hann endurkosinn formaður flokksins nýlega, en með litlum atkvæðamun. Fregn frá Moskvu segir, að ráðstjómin rússneska hafi boðið Lloyd George í heimsókn til Rúss- lands, til iþess að hann geti með eigin augum sjeð, hvemig ástatt sje þar í landinu. Fregn frá Berlín segir, að þjóð- verj ar ætli m jög bráðlega að beið- ast upptöku í þjóðabandalagið. Frá Bandaríkjunum hefur skrif- stofu þjóðabandalagsins verið til- kynt, að þau sendi fulltrúa á undirbúningsfund um afvopnun- armálin. Fregn frá Köln frá 31. jan. segir, að síðustu setuliðsmenn bandamanna sjeu nú farnir þaðan og sje því mjög fagnað í borg- inni. Frá Stokkhólmi er símað, að Svíar og Finnar hafi gert gerð- ardómssamning sín í milli. Lundúnafregn segir, að samn- ing-ar sjeu gerðir um afborganir á skuldum Itala við Breta. Eiga ítalir að borga 4]/2 milj. sterl.pnd. árlega í 62 ár. Fregn frá Osló segir að igengis- nefndin norska telji enga ástæðu til jþess að hækka krónuna upp í gullgildi, sem stendur, og heldur enga ástæðu til þess að koma á gullinnlausn með lækkuðu krónu- gildi. Leggur nefndin til, að fyrst um sinn sje reynt að verðfesta krónuna í núverandi gildi þannig, að Noregsbanki ábyrgist fast dollaragengi og ef til vill dollara- lán, ef nauðsyn krefur, til þess að festa gengið, en bíða síðan átekta. Frá Spáni hafa tveir menn ný- lega flogið vestur um Atlantshaf, til Rio de Janeiro, en þaðan verð- ur haldið norður á bóginn og til New-foundlands, þá til Græn- lands og íslands, hjeðan til Eng- lands og þaðan heim. Fregn frá Moskvu segir, að samkomulag haifi náðst milli Kín- verja og Rússa um yfirráð Man- sj úriu-j árnbrautanna. Fregn frá Berlín segir, að á 67. afmælisdegi Wilhjálms fyrv. keisara, sem nýlega er hjá liðinn, hafi fylgismenn hans krafist end- urreisnar keisaradæmisins. Fregn frá New-York segir, að ráðstjórnin hafi gert tilraun til þess að selja í Bandaríkjunum keisarakórónu Rússlands og gim- steina keisaraættarinnar fyrir 250 miljónir dollara, en gripimir sjeu óseldir enn. Fregn frá Osló frá 28. jan. seg- ir> að þá að undanfömu hafi sjest þar meiri norðurljós en 'nokkm sinni áður. Franska stjómin hefur krafist þess, að fá að hafa hönd í bagga með rannsókn seðlafölsunarmáls- ins í Buda-Pest. Tók ungverska stjómin því illa í fyrstu, en sá sjer þó ekki annað fært, en að láta undam. Eru nú Frakkar með í rannsókninni og hafa látið taka marga menn fasta. Sagt er nú, að seðlafalsaramir hafi einnig falsað ítalska seðla og hafi Múso- lini út af því sent ungversku stjórninni afarharðort brjef. Fregn frá Osló segir, að verka- mannaflokkurinn þar, sem verið hefur um hríð þríklofinn, sje nú að sameinast, þ. e. jafnaðarmenn og sameignamienn renni saman í eitt. Mjlrn fiinnlanissm frá HólsgerSi í Köldu-Kinn. Jeg vil með þjer ganga á götu, góði frændi, að lokum dags — hinsta spöl að hvílu þinni. Hvetur mig til ferðalags þitt ’ið krystalshreina hjarta, heimafengið ljósa-Vax. Ársdvöl þín í inni mínu ætíð verður hugljúf mjer. Hafð’ jeg, eins og göfgum gesti, góðan bifur æ á þjer. Métti sjá í mannraun hverri, að maðurinn var að sjer ger. Hollur varstu húsbændunum. Höndin þín, uns dagur hvarf, framrje.tt var af frjálsum vilja, fús að enda nytjastarf. Hiaust’ að tannfje hug til bóka, hneigð til ménta í vöggu-arf. Vinnumensku varðst að sæta, var sú eina leið til fjár. Beitarhúsa brún og hengju, broti, þar sem falla ár. þú gatst ungur boðið birginn, beinserk gæddur, snemma knár. Fár er sá, er fje til beitar fylgir nú, ef svellar kinn. þessi hirðir þetta gerði, þæfði í móinn fannbarinn, þegar á hann þeytti rokum þevsibylur, harðsnúinn. > Góður hirðir gæfra sauða grasailminn, fjær og nær — angan lyngs og engijurta inn í stalla, jötur, krær bar með sjer, þó yltu á ýmsu árstíðirnar, skin og snær. Yndi þitt var alla daga yrkja lamb og sauð úr jörð, inn i húsum, út í haga um þau sýsla og halda vörð. Aiúð sú og elska náði yfir litla og stóra hjörð. Þú sem hefir æðruyrði aldrei mælt í neinni raun, engu stygðar orði varpað, ekki drepið sprota á kaun, á þig hefir orðstír kosið, öðlast bestu verkalaun. Sá var maður vænn á velli, vaxinn snemma mjög til fulls. Hjálmur mundi höfði sæma, heiðu enni spangir gulls. Eignaðist hærings-úlpu að brynju út i rómu norðan kuls. Kot að býli, kreppu skulda; kjörum slíkum margur laut aðalborinn fslendingur, æfikjara þeirra naut: bregða kníf’ að hálfum hleifi, höllu keri varpa í skaut. Bænum sínum, börnum, konu býtti þó á sinni leið þey og skini, er þela bræddu, þegar ýmsa kuldi sveið. Uppnám honum aldrei gerðu ofsamanna gönuskeið. Var að mönnum vitrum hændur, vildi leggja mál í gerð — vandamál, sem valdið geta vinslitum. Á brugðin sverð le.it hann svo sem óðs manns æði, eða náð í veiðiferð. þjóðleg hetja, er þeysi hríðum þúsund mætti, i val er feld. Nærri sjötug næfruð kempa nú er jörð í gisling seld. Iðjulúið öldurmenni óskar blunds, er dimmir kveld. Lávarður í líknarveldi, ljúfurinn mikli, á bróþur sinn lítur hýrt á lokakveldi: „legðu nú af þjer voskuflinn! settu þig hjá alda eldi innan til við skutul minn“. Þig mun dreyma í hjarðarhaga hjeðan farinn brattan spöl, þegar yfir landið leggja logndrífurnar sporrækt föl; þegar um engi sílgræn sældar sólmánaðar döggin þvöl. GuSmundur Friðjónsson. ----O----- Boðsbrjef. Rímur af Núma kongi Pompíls- syni. Kveðnar af Sigurði Breið- fjörð. Með 13 Ijósprentuðum myndum, gerðum eftir frum- myndum F. M. Queverdos við sög- una, mynd höfundarins, og inn- gangi og athugasemdum eftir Dr. Sigfús Blöndal. Af öllum íslenskum rímum eru Númarímur eftir Sigurð Breið- fjörð frægastar, enda líka að flestra dómi einna best kveðnar og skáldlegastar. pær hafa tvisv- ar verið gefnar út, fyrst af höf- undinum sjálfum, pr. í Viðeyjar- klaustri 1835, og síðan af Skúla Thoroddsen, pr. á Bessastöðum 1903. Sigurður Breiðfjörð orti rímur þessar út af skáldsögunni um Núma konung, sem upprunalega er samin af frægum frakknesk- um höfundi, Florian, á 18. öld- inni, og kom sú saga fyrst út í París 1786. Sigurður þekti sög- una í danskri þýðingu eftir Jens Kragh Höst, sem kom út 1792. það er mjög einkennilegt að sjá, hvemig Sigurður hefur farið að, sumstaðar þýtt frumritið orði til orðs að kalla má, á öðrum stöð- um aftur á móti vikið frá því stórlega, bætt inn í köflum frá sjálfum sjer, og felt úr aðra. Fnimrit Florians var gefið út með 13 koparstungnum myndum eftir F. M. Queverdo. þær þykja með fegurstu myndum í frönskum bókum frá þeim tímum. Myndir þessar eiga jafnt við rímumar og frumsöguna. Nú er til ætlast, að gefa út skrautútgáfu af Númarímum með myndum Queverdos ljósprentuð- um, og að auk mynd af Sigurði Breiðfjörð (alls þá 14 myndir). Fyrir framan útgáfuna verður ritgerð eftir Dr. Sigfús Blöndal, bókavörð í Kaupmannahöfn, um samband rímnanna við fyrirmynd- ina, skáldsögu Florians. Hefur Dr. Sigfús Blöndal áður ritað um þetta í hinu norska bókmenta- tímaríti „Edda", en hjer verður ritgerðin ítarlegri. Auk þess eiga að verða skýríngar við erfiða staði, eftir því sem þurfa þykir, upplýsingar um nöfn bragarhátta o. s. frv. Bókin verður um 20 arkir að stærð í 8 blaða broti. Er ætlast til, að útgáfan verði fullprentuð næsta haust. Af henni verða að- eins prentuð 300 eintök tölusett, og hún fæst ekki á venjulegan hátt hjá bóksölum. Hvert eintak verður selt á 30 krónur óinnbund- ið. Bókin verður prentuð í Khöfn, á mjög vandaðann pappír og með fallegu letri. þeir, sem gerast vilja áskrif- endur að Núniarímum, eru beðn- ir, að snúa sjer til Ben. S. þórar- inssonar kaupm. í Reykjavík, er tekur á móti áskriftum, og ann- ast um afgreiðslu bókarinnar til áskrifenda og innheimtir and- virði hennar. Fáist ekki 300 kaupendur verð- ur eigi unt að ráðast í fyrirtækið. vegna kostnaðarins. ----o---- Athugasemd. 1 5. tölublaði Lögrjettu 26. þ. m. er sagt frá samsæti, sem Jó- hannesi Jóhannessyni bæjarfó- geta var haldið 19. þ. m. til minn- ingar um ný um liðið sextugsafL mæli hans. Ræðumenn í samsæt- inu eru nefndir, og meðal þeirra Jón Magnússon forsætisráðherra. Hann „talaði um dómarastörf bæjarfógeta og mótmælti árás þeirri, sem hann hefir nýlega orð- ið fyrir þeirra vegna úr einni átt“, segir blaðið. Um það er engum blöðum að fletta, að þessi „eina átt“ er jeg og ritlingur sá, sem jeg gaf út fyrir skemstu. En þar er meðal annars gerð að umtalsefni rann- sókn bæjarfógetans á sakamáli einu. Og þar er ekki heldur þagað yfir afskiftum forsætisráðherrans af þeirri rannsókn. En meðan hvorugur þeirra hefir hrundið af sjer því, sem þeim er borið á brýn, virðist það ekki vera eink- ar vel til fundið af forsætisráð- herranum að standa upp í sam- sæti, sem er haldið í heiðursskyni við bæjai’fógetann, og bera það mál á borð fyrir heiðursgestinn og aðra, sem þar voru saman komnir. það var því síður ástæða til að fara að minnast á það þar, sem bæjarfógetinn hafði sjálfur borið hönd fyrir höfuð sjer og gert það opinberlega. Nema far- ið hafi fyrir forsætisráðherranum eins og fór fyrir mjer, að hann hafi ekki þótst finna eitt orð af viti í vörn bæjarfógetans og því þótt vera gustuk að hlaupa eitt- hvað undir bagga með honum. En það virðist ekki bera vott um takt á háu stigi hjá stjómarfor- seta, að velja til þess samsæti sem hann vissi að var svo skipað mönnum, að enginn myndi vera þar sá taktleysingi, að hann færi að segja neitt, þó að honum fynd- ist ekki vera meira vit í hinni munnlegu vöm f orsætisráðherr- ans en verið hafði í hinni skrif- legu vöm bæjarfógetans. því að jeg geri ráð fyrir að forsætisráðherrann hafi borið fram einhverja vöm. Blaðið seg- ir að vísu aðeins, að hann hafi „mótmælt“. En ef hamn hefði ekki gert annað en að segja: „Jeg mótmæli“, þá hefði það verið skrípaleikur og annað ekki. Hann lefur hlotið að rökstyðja mót- mælin eitthvað. Og nú vil jeg gefa blaðinu tilefni til að flytja rökstuðningu hans næst, til þess að hann standi þarna ekki fram- vegis með mótmælin ein í taumi, en röksemdimar slitnaðar aftan úr og horfnar. 30. jan 1926. Sigurður þórðarson. Lögr. finst lítil ástæða til þess, að smágreinin í síðasta tbl. um bæjarfógeta-samsætið verði efni í ritdeilur. Jón Magnúson forsætis- ráðherra nefndi ekki í ræðu sinni þar hr. S. þ. og ekki heldur rit hans, „Nýja sáttmála“. En þar sem hann mintist á skilning lög- fræðinga fyr og nú á ýmsum ákvæðum h egningarlöggj afarinn- ar, þá þótti .mönnum sem það ætti við deilu þeirra bæjarfógetans og hr. S. þ., og ritstjóri Lögr. skildi ummæli hans sem andmæli gegn hr. S. þ. En „taktleysi“ mun eng- inn, sem á heyrði, hafa fundið í ummælum forsætisráðherra. Ritstjóri „Lögrjettu hefur sýnt mjer þá vinsemd, að lofa mjer að lesa ofanritaða grein, til þess að gefa mjer kost á, að gjöra við hana athugasemdir, ef jeg vildi. Til þess finn jeg þó ekki ástæðu. það kemur ekki flatt upp á mig, að höfundurinn fann ekkert af viti í svari mínu til hans, það sljór er hann orðinn, eins og allir hljóta að sjá, sem svarið hafa lesið. Jeg kenni í brjóst um þá, sem svo er komið fyrir, en hef annað þarfara að starfa en að eiga í ritdeilum við þá. Reykjavík, 1. febrúar 1926. Jóh. Jóhannesson. ----o---- Fyrsta útvarps-ræðan hjer á landi var haldin af sjera Ólafi Ólafssyni í Fríkirkjunni í Hafnar- firði síðastl. sunnudag. þann dag var sjómanna og þeirra lifs sjer- staklega minst í kirkjum lands- ins, og á þessa ræðu sjera ó. ó. hlustuðu skipsmenn á ísl. tog- urum til og frá úti um haf, vest- ur á Halamiði og langt sunnan við Vestmannaeyjar. Einnig var hlustað á hana austur í Rangár- vallasýslu. Með þessu er stór- merkileg nýung að ryðja sjer til rúms og er enginn efi á því, að notkun útvarpsins verður hjer brátt mikil, en framfarir í þessari grein eru óðfluga erlendis, altaf verið að bæta og fullkomna út- varpstækin. Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona. Lík hennar kom hingað á íslandi fyrir nokkrum dögum og verður jarðsett hjer eftir næstu helgi. Bæjarstjómarkosningar fóru nýlega fram í Vestmannaeyjum. Fjekk listi íhaldsflokksíns 591 atkv. og kom að Joh. þ. Jósefs- syni alþm. og Sigf. Scheving út- vegsbónda, en listi Alþýðuflokks- ins 367 atkv. og kom að Isleifi Högnasyni kaupfjelagsstjóra. Gunnar Einarsson fyrrum kaup- maður hjer í bænum hefur verið sæmdur riddarakrossi Georgíusar mikla og var orðan afhent honum af Meulenberg prefekt í nafni páfa. Gunnlaugur Briem, sonur Sig- urðar póstmeistara hefir lokið í Khöfn prófi í verkfræði. Hefir hann sjerstaklega lagt stund á rafmagnsfræði.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.