Lögrétta


Lögrétta - 02.02.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 02.02.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Verslunar- og viðskiftalíf var fremur erfitt fram undir haust, enda þótt skárri væri en næsta ár áður. Matvörur og flestar aðrar nauðsynjar dýrai' og vor- og sum- arkaupeyrir í óvissu og heldur lágu verði, nema smjör, sem al- menningur hefur lítið af til sölu. En með haustinu lækkuðu mat- vörur mikið í verði og fjárverð taldist dágott. Var mikill ljettir að því, en iþá varð það meinið margra, að þeir höfðu þegar dreg- ið að sjer mestmegnis áður en verðlækkun vai'ð. Eigi að síður hefur þetta verðfall og dágóð haustverslun dregið margan, og svo það, að víða fjekst góð upp- skera úr matjurtagörðum. Almenn efnaleg afkoma manna því vel bærileg og önnur líðan yfir höfuð. Til fjárhagsbóta má það og nú teljast, að í þetta sinn kom fjen- aður eigi snemma á gjöf; lömb eigi tekin fyr en á jólaföstu, en eldri fjenaður eigi fyr en um jól, því að þangað til var vetur mild- ur og hagasæll. Fjelagslíf ekki mikið áberandi; fátt um opinbera fjöisótta fundr enda fátt orðið um sveitafólkið; varla eftir, á flestum heimilum, nema einyrkjar með böm og far- lama fólk. einkum að vetri til, því að þá fer uppkomna unga fólkið, einkum stúlkurnar, til að sýna sig og sjá aðra í Reykjavík, en slæðast heldur heim með sumr- inu, aðailega um sláttinn. það er orðið of lítið um sannnefndar heimasætur hjer um slóðir. þrátt fyrir fámennið eru þó stöku sinn- um smásamkomur, mest unglinga, til upplvftingar tvisvar eða þris- var á vetri, og nokkrir eldri menn með. Og til eru og ungmennafje- lög, t. d. eitt mjög myndarlegt í Holtahreppi, sem margt hefur vel gert, þar á meðal nú síðast komið upp, í samlögum við hreppinn, góðu fundarhúsi, og laglegum söngflokki við Marteinstungu- kirkju, sem æfður er og haldið saman eftir föngum. Kirkjur eru einnig vel sóttar, og oft og víða fram yfir vonir, er miðað er við fámenni og örðugar ástæður heim- ilanna, sjer í lagi að vetrarlagi. Og kvöldhurvekjulestrar fara enn fram á hverju heimili hjer, og að því er best verður vitað í allri sýslunni. Heilsufar fólks alment dágott alt árið liðna og ekki mjög margir dáið; og helst eldra og fjörgamalt fólk. Nokkurs af því óskast hjer getið: Er þá fyrst að telja Krist- inn Guðnason bónda í Hvammi í Holtum, einkason hans, dáinn 28. mars, 28 ára. Hann var ágætur piltur, hvers manns hugljúfi og því harmdauði. þá verður og að nefna Odd Jónsson, bónda í Lúnansholti, mjog mætan og merkan bónda. Hann andaðist 1. maí, rúmlega 66 ára. Hafði hann alla sína æfi verið í Lúnansholti og búið þar I um 40 ára skeið, mesta sæmdar- búskap og jafnan verið sönn sveitarstoð og bændaprýði, hóg- vær, kyrlátur og góðmannlegur, en drjúgur til dáða. Átti hrepps- fjelag hans honum að þakka margar og rnikiar og góðar tillög- ur og fræðsluhjerað margra ára stkólahaldi, alt jafnt Ijúflega og vel int af höndum. Maklega var hann því af öllum mjög vinsæll og vel metinn ávalt og harmaður dáinn. þá ber næst honum að telja eiginkonu hans ágæta, Ingiríði Árnadóttur, Ámasonar frá Skammbeinsstöðum, systur Páls lögregluþjóns í Rvík og þeirra mörgu systkina. Hún fylgdi bónda sínum vonum bráðar, dáin 9. des. síðastl., 68 ára að aldri. Hún var og mætiskona í hvívetna, bónda sínum samlynd og samtaka um allar nytsemdir bæði fyrir heim- ili og sveit og naut því líka sömu vinsældar og virðingar og maður hennar. þau hjón áttu 3 böm á lífi eftir sig: Jón Eirík, sem nú býr eftir á föðurleifð sinni, kvæntur maður; Halldóra gift kona í Hjallanesi og Ingiríður, | sömuleiðis gift og búandi í Holts- | múld/öll vænleg til uppbyggingar. þá verður að geta þess manns, j er margir munu kannast við, í Árna JJórðarsonar, sem einnig dó í Lúnansholti, 16. ágúst, 93 ára gamall, kendur oft við býsna bráða lund. Hann hafði langa æfi verið á faraldsfæti um allar nágranna- sýslur hjer, og þá notið mjög gestrisni og góðsemdar margra. Var hann og yfirleitt þakklátur fvrir það. Hann hjelt góðri heilsu og göngukröftum fram á efstu ár, en varð rúmlægur aðeins síðustu missirin. Að öllu var þessi maður grandvar og ráðvandur, og guð- hræddur var hann mjög, á gamla vísu. Er merkilegt og gott að minnast þess um svo víðförlan mann, að aldrei bar hann ófriðar- orð á milli, en margoft vinarorð. En einkennilegur var hann um ýmislegt og minnisstæður þeim, er nokkuð þektu. Hann átti nokk- ur (4) böm, sem sögð eru efnileg. þá má og geta móður Daniels bónda Danielssonar frá Kaldár- holti, Jóh. V. kaupm. á Eyrar- bakka og þeina systkina fleiri, Guðrúnar Sigurðardóttur, sem dó 13. júlí, 72 ára, hjá syni sínum, Daníel, í Guttormshaga, góð manneskja og hvíldarþurfi eftir margháttað erfiði langrar æfi. En loks skal svo talin ekkjan Guðríður Eyjólfsdóttir, móðir Jóns sál. læknis Jónssonar* (frá I-Ierru), Guðríðar rjómabústým, Eyjólfs rakara o. fl. Hún andaðist að Hvammi á Landi, 25. okt., þar sem hún nú dvaldi síðast í góðu skjóli dóttur sinnar, 76 ára gömul. Hún var gæða og myndarkona, eins og hún átti kyn til, prúð- mannleg í framkomu og hin virðu- legasta, en mjög var hún mædd orðin bæði af missi vina og frænda og langvarandi heilsuleysi. Og enn óskast einnar látinnai* merkiskonu getið: Guðrúnar Jóns- dóttur, eiginkonu ólafs fyrv, hreppstjóra Jónssonar, alkunnugs sæmdarmanns, bónda í Austvaðs- holti í Landhreppi. Hún andaðist 16. nóv. sfðastl. eftir langa vanheilsu en vægt dauðastríð. Hún var áður gift Hannesi St. Stephensens presti, en misti hann eftir stutta sambúð. Einn son, Magnús, átti' hún eftir hann; en sá sonur er nú nýlega dáinn, en lætur eftir sig nokkur böra. Nokkru síðar giftist hún ólafi, sem þá var einnig ekkju- maður eftir mjög stutta sambúð við fyrri konu, og hóf með honum búskap og hjúskap í Austvaðs- holti, þar sem hún síðar, ásarnt manni sínum, hefur gert garðinn frægan, svo sem margir kannast við. Nutust þau hjón þar bæði vel og lengi, í ástúðlegri sambúð og góðu efnalegu igengi í 40 ár. þau eignuðust 7 böm, en mistu eitt; hin öll uppkomin, og flest farin að búa og eru giftuvænleg. Guðrún sál. var orðlögð af- bragðskona, bæði að mannkostum og öðrum góðum hæfileikum, vel á sig komin, greind, stilt og fyrir- mannleg, og naut elsku og virð- ingar allra þeirra mörgu, sem hana þektu vel. En Hún var frem- ur fáskiftin og hjelt sig mjög heima, eins og fleiri, eða jafnvel bestu konumar gera, og bygði með því best upp sitt góðkunna heimili, sem oft var næsta stórt, og alt sitt fjelag. Er því eftir hana stórt skarð, þótt öldmð væri nokkuð, eða um sjötugt, og autt og tómlegt fyrii ekkilinn, aldrað- ann og lúinn. En' sú er þó rauna- bótin, að hann má vel vita og finna, að hinnar látnu, góðu konu i og hans sjálfs er og verður jafn- j an minst með hjartahlýju, heiðri og þökk af öllum þeim mörgu, sem j fyr og síðar hafa notið gestrisni þeirra, manngæsku og hjálpsemi, sem margreynd er og alkunn. Er nú hinum aldraða og virðulega öldungi,T ólafi í Austvaðsholti, innilega óskað góðs og fagurs og hvíldarsæls æfikvölds af öllum kunnugum almenningi, sjer í lagi þó sveitungum hans. Blessuð veri svo mirinig allra hinna góðu látnu og þeim óskað gleðilegs nýárs. 4. jan. 1926. 0. V. Erasmus Gíslason steinsmiður á Vatnsenda í Flóa hefur verið hjer í bænum frá því í haust, sem leið, og bygt fyrir bróður sinn, Gísla gullsmið og útvegsmann, á Laugaveg 123, steinsteypufjós yf- ir 10 kýr. Er það mjög vandað og öllu þar haganlega ffyrir ikom- ið. Básamir era í einni röð og milli þeirra steyptar bríkur. Jatan steypt og afmörkuð fyrir hvera bás, en út í hana op frá básunum ekki stærri en það, að kýmar rjett geti smeygt hausunum þar í gegn meðan þær jeta, svo að þær geta engu slætt af heyinu. Vatnsrás er neðan við jötuna og kúnum þannig brynt, að opnuð eru lok í jötubotninum við hvem bás. — öðrumegin í húsinu er vot- heyshlaða, 4 steinsteypuhólf, 7 álna djúp, og brunnhola undir einu þeirra, sem tekur við öllu vatni, sem sígur úr heyinu, og er því úr brunninum dælt upp í járn- kassa á hlöðulofti og það svo not- að aftur og aftur við kælingu vot- heysins. Á hlöðulofti er rúm ffyrir þurhey, svo að í hlöðunni á að rúmast fóður fyrir 10 kýr. Á loft- inu er það hey, sem kúnum er ætl- að í mál, látið í stóran meis, er síðan sígur niður í gang aftan við jötuna, og era hjól undir meisn- um til þess að hægara sje að færa hann um ganginn. Við enda fjóss- ins er steinsteypt saffngryfja og flórinn hreinsaður með ýtu út í hana. Ofn er í fjósinu og liggur pípa frá honum um það endilangt. Á upphitunin að verja það raka og hreinsa loftið. Á næsta sumri verður vothey Iátið í þessa hlöðu og eiga menn þá hægt með að veita því hjer Hefurðu keypt, Arsrit Fræðatjelagsins og1 safn þess nm ísland og íslendinga? Jörðin Brú í Biskupstungum fæst til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við þorstein þórarinsson, Drambodds- stöðum, sem gefur nánari upp- lýsingar. athygli, hvemig votheysgerð E. G. reynist. Hann hefur, svo sem kunnugt er, fundið upp sjerstaka aðferð við heyverkun, sem ýmsir bændur era nú að taka upp aust- an fjalls og þar þykir gefast vel. Hetfur hann unnið að því verki með óþreytandi kappi og dugn- aði, en þar er um að ræða mál, sem vert er þess, að því væri al- ment gaumur gefinn, eins og fyr hefur verið minst á hjer í blað- inu. Sado, aukaskip frá Eimskipa- fjelaginu, er nýkomið hingað frá útlöndum og Austfjörðum. Með því voru m. a. Jónas Gíslason kaupmaður frá Fáskrúðsifírði og Sveinn ólafsson alþm. Hjeðan fer skipið til Vestfjarða, þá ferðina, sem Gullfoss átti annars að fara. Fisksala í Englandi. Síðustu frjettir af henni eru þessar: Kári seldi ffyrir 1093 pnd. sterl., Ver fyrir 796, Skúli fógeti fyrir 781, Snorri goði fyrir 1001, Ari fyrir 1136 og Karlsefni fyrir 1057 pnd. sterl. Sýslufundur Ámesinga. Honum er nýlega lokið og var þar sam- þykt að sýslan legði fram ffje til þess að fullgera Eyrarbakkaspí- talann. Einnig samþykt að byrja á byggingu hjeraðsskóla næsta sumar og þó eigi fullráðið, hvar hann verði settur. — Skorað var á þing og stjórn að flýta járn- brautarmálinu. Heilsufar. Á Eyrarbakka hefir gengið taugaveiki. Hafa 10 veikst og af þeim eru 3 dánir. Nú er sagt að veikin sje stöðvuð. Mislingar eru enn í Akureyri og þar í ná- grenninu, en í rjenun. Dr. Prince, sendiherra Banda- rí'kjanna í Khöfn, á að fara það- an í vor og verða sendiherra í Belgrad. Er því líklegt, að það farist fyrir, að hann komi hing- að til lands bráðlega, eins og hann hafði ráðgert. Prentsmiðjan Acta. manneskja — vjer þorum naumast að nefna hana kven- mann —, og hún hafði aldrei logið. Hún var svo blíð, að hún virtist vera veiklunduð, en hún var í raun og vera fastari fyrir en granít. Hún kom við sjúklingana með dásamlega fínum og hreinum höndum. það mátti segja að þögnin væri í orðum hennar. Hún sagði nákvæmlega jafnmikið og hún þurfti að segja, og málrómur hennar hefði haft sálu- bætandi áhrif á skriftabam og þótt mikið til hans koma í samkvæmissal. þessi fíngerða kona kunni vel við sig 1 vaðmálskjólnum; hún fann altaf hvað hann var óþjáll og það minta hana á himininn og guð. En aðaleinkenni henn- ar var það, að hún hafði aldrei logið, hvorki í litlu nje miklu. Henni var það ljóst, að ógjörningur er að ljúga lítilsháttar, að hver sem lýgur, er að fullu sekur um lýgi, að Satan hefir tvö nöfn, Satan og liýgi. Og hún breytti samkvæmt þessu. Aff þessu stafaði það, hvað hún var hvít, jafnvel bros hennar og augmaráð var hvítt. það var ekki ögn af köngulóarvef, ekki rykögn á þessari fannhvítu sam- vitsku. I-Iún tók sjer nafnið Simplicia, þegar hún gekk inn í st. Vincent de Pauls regluna. Simplicia frá Sikiley var heilög kona, sem hefði heldur kosið að láta rífa af sjer brjóstin, en segjast vera fædd í Segesta í stað Sagunt, þó að hún hefði getað bjargað lífi sínu með þeirri lýgi. þetta var rjettur vemdardýrlingur fyrir aðra eins sál og hún hafði. þessi guðhrædda systir hafði fengið ást á Fantinu. Hún hafði ef til vill eitthvert veður af þeim hreinleika, sem var inst í sál hennar. Hún hafði nærri því helgað sig að fullu og öllu hjúkrun hennar. Madeleine vjek systur Simpliciu á einmæli og bað hana með einkennilegum svip, sem systirin mintist síðar, að gera alt sem hún gæti fyrir Fantinu. Fantina beið á hverjum degi eftir Madeleine, eins og hann væri sólargeisli, er færði henni hita og gleði. „Mjer finst jeg aldrei lifa, nema þegar borgarstjórinn er hjema“, sagði hún við systumar. Hún hafði mikinn hita þennan dag. Hún spurði jafn- skjótt og hún sá Madeleine: „Hvað er um Cosette?11 Ilann svaraði brosandi: „Hún kemur bráðum“. Madeleine var alveg eins við Fantinu og hann var vanur að vera; sá einn var munurinn, að hann var nú, henni til mikillar gleði, heila klukkustund í stað hálfrar. Hann minti systurnar á það hvað eftir annað, að sjúklinginn mætti ekkert skorta. Eftirþví var tekið að hann varð eitt augnablik mjög þung- búinn á svipinn, en það var ofurskiljanlegt, því að lækn- irinn haf'ði hvíslað að honum: „Henni fér mikið aftur“. Hann hjelt síðan til borgarstjóraskrifstofunnar, og skrifarinn sá hann athuga með mikilli gaumgæfni upp- drátt af vegum í Frakklandi, sem hjekk á veggnum í skrif- ,-tofunni. Auk þess skrifaði hann nokkurar tölur með rit- blýi á pappírsmiða. Hann fór út í útjaðar bæjarins, þegar hann fór úr borgarstjóraskrifstofunni, til Flæmingja, Ccaufflaer að nafni eða Scaufflaire, eftir því sem Frakkar rituðu það, sem leigði hesta og vagna. Stytsta leiðin til Ccaufflaire var um umferðalitla götu, þar sem presturinn í sókninni átti heima. Presturinn var ágætismaður, vandaður og góðfús, að allra manna máli. þegar Madeleine kom að prestshúsinu, var ekki nema einn maður á götunni, og hann tók eftir því, að borgarstjórinn staðnæmdist, þegar hann var kominn fram- hjá, stóð kyr og sneri síðan við ogi gekk að dyranum á prestshúsinu. þetta var hvorttveggja í senn dyr og hlið og dyrahamar á. Hann greip snögglega í dyrahamarinn og lyfti honum upp; þá hægði hann á sjer og stóð kyr, eins og hann væri að hugsa sig um, og lagði hamarinn síðan hægt niður, eftir nokkrar sekúndur, í stað þess að berja að dyram með honum. þá sneri hann við og flýtti sjer nú, en það hafði hann ekki gert áður. Madeleine hitti Ccaufflaire heima, og var hann að gera við attýgi. „Hafið þjer góðan hest, Scaufflaire ?“ spurði hann. — „Allir hestar mínir eru góðir, herra borg- arstjóri", sagði Flæminginn. „Hvað eigið þjer annars við með góðum hesti?“ — „Jeg á við hest, sem getur hlaup- ið tíu mílur á einum degi“. — „Hamingjan hjálpi mjer“, sagði Flæminginn, „tíu mílur!“ — „Já“. — „Með vagn?“ — „Já“. — „Og hvað fær hann að hvíla sig lengi eftir feróalagið?“ — „Hann verður að geta lagt af stað morg- uninn eftir“. — „Og á hann þá að fara jafnlangt?“ — „Já“. — „Hamingjan hjálpi mjer! það eru tuttugu míl- ur!“ Madeleine tók rniðann upp úr vasa sínum, sem hann liaíði skrifað tölurnar á. Hann sýndi Flæmingjanum mið- ann. þar stóðu tölurnar 2'/2, 3, 4. „þjer sjáið“, mælti liann, „að þetta er samanlagt 9té míla“. — „Jeg hef það sem þjer þurfið, herra borgarstjóri“, sagði Flæminginn. „þjer hafið væntanlega sjeð litla gráa klárinn minn. það er Normandihestur, fjörugur og traustur. Hann átti upp- haflega að verða reiðhestur; jú, það fór dálaglega! hann jós og rótaðist um svo enginn toldi á bakinu á honum. Menn hjeldu að ómögulegt væri að nota hann. þá keypti jeg hann og setti hann fyrir vagn. þetta var það, sem Iiann vildi, herra borgarstjóri. Hann var eins þægur og stúlkutetur og hentist áfram. En það er alveg gagnslaust að ætla sjer að fara á bak honum; hann hefir einsett sjer í eitt skifti fyrir öll, að hann ætli sjer ekki að verða reið- hestur. Hver hefir sinn metnað. Draga, já, sjálfsagt; bera, nei, nei. það mætti ætla að hann hafi sagt þetta við sjálf- an sig“. — „Og hann þolir ferðalagið?“ — „Já, tíu mílur á dag, altaf brokk og skemur en á átta klukkustundum. En með sjerstökum skilmálum“. — „Hvaða skilmálar eru það?“ — „þjer verðið í fyrsta lagi að lofa honum að hvíla sig, þegar hann er hálfnaður; auk þess verður hann að fá fóður, og einhver verður að vera hjá honum á meðan hann er að eta, til þess að hesthúskarlinn steli ekki höfr- unum ffrá hcnum. Jeg hefi tekið eftir því, að það er oft- ora hesthúskarlinn sem drekkur upp hafrana í veitinga- húsunum en að hesturinn eti þá“. — „Já, það skal einhver vera hjá honum“. — „1 öðru lagi. . . Er það borgar- stjórinn sjálfur, sem ætlái’ að nota vagninn?“ — „Já“. — „Kann herra borgarstjórinn að aka?“ — „Já“. — „Jæja, þá verður herra borgarstjórinn að vera einn og hafa eng-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.