Lögrétta


Lögrétta - 02.02.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.02.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Kun naar Bageren findes paatrykt Etiketten er det ægte Gærpulver „Fermenta“. Fineste Kvalitet, bedst til Bag- ning. T. W. BUCH, Köbenhavn. ætilegt. Mjer leiddist talið. Jeg gaf gætur að hinu, hve alt var snyrtilegt, en þó íburðarlaust, og hvílík röð og regla var á öllu, og alt gekk fumlaust en greiðlega hjá skipverjum. þeir voru aldir upp við aga, höfðu snemma lært að hlýða og vinna, það sást á öllu. Hermannasniðið var ef til vill helsti mikið, einkum á einum toll- þjóninum. Hann var eins og van- sköpuð rúllupilsa, ailur strengdur og stífur, en söðulbakaður og líkt og lífstykkisreyrð ungfreyja um mittið. það hafði verið hálfkalt í veðr- inu og yfir til Warnemunde rigndi dálítið á okkur. Skaðaði samt lítið útsýnið, því aðeins var til flatra landa að sjá báðu megin. I Wame- múnde beið okkar engin aukalest, heldur fengum við fjóra merkta vagna í kvöldhraðlestinni. Var þar lítil viðdvöl og komum við rjett á eftir til Rostock. Enn er það virðulegur bær. Norður-Prúss- land það, er jeg sá, er mjög keim- líkt Danmörku. Aðeins minna ræktað og ólí'kt lengra á milli bú- garða og borga. Virtist þar aU- mikið um höfðingjasetur. Skógar eru þar og meiri og fleiri vötnin, og prýða þau mikið. því miður var orðið aldimt er við náðum til Berlínar. Áttum við aðeins að hafa þar stundardvöl og aka á milli brautarstöðvanna, og þótti mjer ilt, ef jeg fengi ekkert sjeð bæinn. Gafst mjer samt kost- ur á að sjá það, sem jeg kaus helst. Við ókum í bifreiðum milli stöðvanna, og fóru þær um aðal- göturnar, en hverri fylgdi veg- sögumaður, sem nefndi það heltsa, sem eftirtektarvert var. Breið voru strætin og risaleg húsin, mikill fólksstraumurinn. En jeg varð fyrir miklum vonbrigðum í einu. Jeg hafði mikið hlakkað til að fara um „Unter den Linden“, en er þar kom, þá var að vísu gatan breið og húsin mikil og mörg fögur, en sjá — linditrjen voru smáar og strjálar hríslur. Og jeg sem hjelt að þama væru unaðsfagrir laufsalir! Um kl. 11 um kvöldið vorum við í Leipzig. þá var úðarigning og svarta myrkur, svo jeg greindi ekkert annað en jámbrautar- stöðvar-gímaldið og svo döpur ljósin á götunum og í gluggunum. Sýndist bærinn þannig eins og töfraborg á næturhafsbotninum. Feginn vildi jeg hafa haft þar lengri viðdvalir. En ekki verður á alt kosið. Um nóttina sváfu fæstir meir en kríur, nema öldungamir og gömlu konumar, sem altaf og al- staðar gátu hrotið — nema þá helst yfir góðum mat. Engir — eða þá sárfáir — höfðu svefnrúm, heldur sátum við eins og um dag- inn samanklemd, nema hvað æði mörg höfðu „siesta“-sæti (hæg- indapúða), sem þó lítið bættu úr skák. Hrollkalt var. þegar dagaði vorum við í Bæheimi. Enn var landið allsljett, og þó mikið svip- fríðara en norður af, því hjer voru margir allháir og breiðir ásar og talsverðar hólamyndir, og nokkr- ar ár og lækir. Búgarðar voru stórir og reisulegir, en strjálir og þorp fá. Brátt breyttist útsýnið nokkuð og prýkkaði. þutum við þá um lága en breiða dali með snotrum bændabýlum og þorpum. Gekk þar fólk á engjum og sló og rakaði eins og á íslandi. Var mjer það sem kær kveðja. En mest feg- urð þótti mjer þar sem kirkjurn- ar voru. Gerði það einkum lega þeirra. Var það segin saga, að þær stóðu ætíð efst á hæðunum eða á háhólunum, þó býlin væru í bratt- anum eða þorpin niðri í dalverp- inu. Geta sjálfsagt allir getið sjer til, hvílík hátign þessu fylgdi og um leið máttur og sjerstök kyrð. „Borgin á fjallinu“ duldist þarna engum, en dró allra augu að sjer og benti þeim síðan lengra upp — til himna. Og enginn gat víst var- ist, að finnast sem frá henni breiddist ljúfur og djúpur Guðs- friður yfir alt hjeraðið — líka helgi og hátíð. Hún bar og vitni um skilning fólksins og ást þess til hennar. það vissi að það helg- asta er himninum næst og taldi heldur ekki eftir sjer sporin upp brattann til þess að sækja bless- un Drottins og lofa hann. Jeg hef vikið að því áður (í grein í Lögrjettu í fyrra „Um norsku kirkjuna“), að okkur Is- lendingum er ekki sjerlega sýnc um kirkjur okkar. þær eru flest- ar ekki eingöngu fátæklegar, heldur blátt áfram ósmekklegar og næstum okkur til skammar. Fæstar bera nokkurn vott um ást safnaðanna á þeim eða ræktar- semi. Og það er ekki einu sinni altaf kostað kapps um að velja þeim fegursta stæðið. Skyldi ekki vert að athuga, að reisa þær á hól- unum og hæðunum í framtíðinni. Hafa þær þar á kirkjustaðnum, sem víðsýnið er mest. Ekki væri það ómögulegt, að það bætti sýn manna bæði á kirkjunni og öllu öðru. Og að engu er meiri prýði. Hugleiði þetta hver sem heyrir. Við fórum yfir Donau rjett hjá Regensborg. Hjelt jeg hana öllu meiri en hún var þarna. Mintist jeg helst Hvítár í Borgarfirði — en breiðari en Donau samt og mörg og mikil skip skriðu um hana. Enn sjást víst bara byttur og prammar á Hvítá. 1 Regensborg drukkum við kaffi, en höfðum skamma dvöl. þaðan rann lestin yfir sljettlendi mikið og mýrarfláka, lítið bygða, og staðnæmdist loks í Múnchen kl. 10i/2 f. h. 1 þessari fornfrægu borg stóð- um við við talsvert á fjórða tíma. Fyrst drukkum við auðvitað bjór- inn, og var hann óneitanlega bragðgóður og engum ætla jeg að hann hafi göróttur reynst. þá fór- um við í bifreiðum um borgina og sáum hana alla hið ytra. Er það hinn virðulegasti bær, stræti bein og húsin regluleg og traustleg, en nokkuð þunglamaleg. Mörg stór- hýsi eru þar einkar fögur, t. d. listasöfn, sem að nokkru eru bygð í fomgrískum stíl, ráðhúsið, há- skólabyggingar og sumar kirkj- urnar 0. fl. En yndislegast er við Isar (sem rennur um útjaðar bæj- arins), sjerstaklega í trjágarðin- um í nánd við prinskrána. 1 einu úthverfinu var verið að reisa mik- il trjáhýsi og smíða stóra palla. Var mjer sagt að það væri gert fyrir alþýðuhátíð, sem árlega væri haldin þar á haustin. Væri þá einkum drukkinn mikill bjór og dansað lengi. En síðasta haust hefði komist upp að bjórinn hefði verið blandaður vatni. Hefðu ris- ið af því málaferli æði harðdræg og myndi nú svo um hnútana bú- ið að mjöðurinn yrði ósvikinn á næstunni, og yrði það síst til að draga úr gleðinni nú og endranær. Annars leitst mjer svo á MUn- chen, að hún væri gott lærdóms- setur og stúdentar myndu una þar vel hag sínum. ----o----- Sttttt ytirlit ársins 1825 í Landsprestakalli. Veðurfar. Veturinn frá nýári yfirleitt umhleypingasamur með snjóa og hlákuköflum á víxl og stórviðrasamur frekar, þó án tjóns og slysa, en mildur svo að frost var með minna móti í jörð. En ófærð um jörðina oft afskapleg vegna snjóa og krapsulls, en þýtt undir. Veturinn var og í meira lagi heyfrekur, aðallega vegna harka og stórviðra. Skepnuhöld urðu þó alment ágæt; því hey voru næg og með- ferð fjenaðar yfirleitt góð. Vorið varð líka gott; hlýtt en nokkuð þurt. Greri því nokkuð fljótt, en eigi mikið fram að hvítasunnu. Varð þá gott til vor- anna, og ferðalaga einnig, því vondir vegir urðu þurir. En með hvítasunnu brá til votviðra og þurkleysu og hjelst svo alt fram á haust, síðla. — Tók þá mjög að að spretta jörð og varð grasvöxt- ur nær allsstaðar með mesta mótx. Heyskapur varð því alment með mesta móti; en eigi að sama skapi góður; því að hirðingar og verkun tókust misjafnlega. Haustið kom þá með áframhald- andi votviðri, eins og þegar er sagt, og varð fremur hrakasamt, en kuldalítið. Vegna sumar- og haustóþurkanna miklu, varð mjög erfitt og misbrestasamt um eldi- við allan, og munu því óvenju- margir hafa neyðst til kolakaupa ! og annars aðfengins eldsneytis.En yfir tóku þó örðugleikamir á að- dráttuin þessara nauðsynja, sem og allra annara, vegna aftaka ófærðar yfir allan þann langa kafla Fjallabaksvegarins austur í Skaftártungu, sem liggur um Holtahreppa, sunnar frá þjóðvegi. Er sá kafli 10—12 km. langur, mestallur mokaður og hlaðinn upp úr blautri mýri og mýrar- sundum, og sama sem ofaníburð- arlaus. Er þó miklu til hans kost- að árlega úr sýslu- og sveita- sjóðum og reynt að lappa við hann; en það alt hefur reynst líkt og „títuprjónn í ámukjafti", og sýnilegt, að sýsla og við- komandi sveitir verða aldrei Fineste Aroma, udmærket Kaffe- smag, særdeles kraftig og billig i Bnigen, anbefales Forbragere af Kaffe Surrogat. Fabrikanter: Firma I. Pieters, Hofleverandör. Groningen, Hol- land. Eneforhandling for Island: T. W. BUCH, Köbenhavn. þess megnugar, að gera hann færan, nema í langvarandi þurk- um. þessi vegur er óvegur, heit- ir þó Fjallabaksvegur, og hið op- inbei'a hefur kostað til hans þar sem hann liggur að Fjallabaki; og hann er og aðalvegur innlendra og útlendra ferðamanna til Heklu og þaðan af lengra austur. Ef hann þarf að vera fær og fariim að fjallabaki, þá þarf hann líka að vera fær þangað, svo að hann verði farinn allur. Og með því að nú er sýnt og reynt, að sýsla og hreppar megna aldrei að halda honum við, svo vel sje, auk heldur meini, frá þjóðvegi til fjalla, þá má varla minna vera en að hið opinbera taki sinn drjúga þátt í, að gera hann allan færan, enda iþótt ein smásveit og nokkuð af annari þurfi einnig að nota hann og hafi engan annan bjargræðis- veg. Um umræddan bygðarkafla fara einnig svo margir ferðalang- ar, bæði innlendir, úr Reykjavik helst, og útlendir, iþegar hann er fær, að litlu mun muna á traðki þeirra og hlutaðeigandi sveita- manna. Mælir því alt með því og jafnvel krefst þess, að íikissjóður táki að sjer veg þennan allan til bráðrar endurbyggingar og viðhalds, enda eru nú sumir teknir að vona, að svo verði. þeir voru líka maigir, fei'ðalangarnir iþeir, í sumar sem leið, er ráku sig illa á þennan ófæra vegarspotta og urðu ýmist að hverfa öfugir aftur á bak, ef þeir, af ókunnugleik, álpuðust inn á hann, ellegar hætta við áætlað og eftiræskt ferðalag austur í Land- | sveit eða til fjalla, ef þeir fyrir- ] fram vissu um ófærð hans, og undu sumir því illa, sem von var. En útlendingar urðu meira en hissa. En nú eru ýmsir hjer að vona og nærri hlakka til þeirrar sann- gimi og rausnar Alþingis næsta, að það löggildi þennan veg sem þjóðleið og fyrirskipi að gera og hafa hana færa, að minsta kosti á sumrin. Vonandi verður sú von ekki til skammar. heimleiðis, undir eins og jeg hefi borið vitni“. — „það er gott“, sagði Madeleine, og benti síðan með hendinni, að hann gæti farið. En Javert fór ekki. „Fyrirgefið þjer, herra borgarstjóri. . . mælti hann. — „Hvað er nú að?“ spurði Madeleine. — „Jeg er nauðbeygður til þess að minna yður á eitt, herra borgarstjóri". — „Hvað er það?“ —„Að það verður að víkja mjer frá embættinu“. Made- leine stóð upp. „Javert“, sagði hann, „þjer eruð heiðurs- maður, og jeg ber mikla virðingu fyrir yður. þjer gerið of mikið úr þessari yfirsjón, sem yður hefir orðið á. Ann- ars er það mál, sem mjer einurn kemur við. þjer eigið skil- ið að fá æðri stöðu í stað þess að verða vikið frá. Jeg vil, að þjer haldið stöðu yðar“. Javert leit á Madeleine með ráð- vendnis augum sínum, þar sem var nærri því hægt að sjá þessa lítt þroskuðu en ströngu og hreinu samvitsku. „Jeg get ekki fallist á það, herra borgarstjóri“, sagði hann rólega. — „Jeg endurtek það“, mælti Madeleine, „að þetta er mál, sem mjer einum kemur við“. En Javert, sem hjelt fast við þessa einu hugsun, sem hann var að fást við, hjelt áfram: „Hvað því viðvíkur að gera ofmikið úr þessu, þá geri jeg það dkki. Jeg hugsa á þessa leið: „Jeg hefi grunað yður með röngu. það er nú ekkert í sjálfu sjer. Lögreglumaður hefir leyfi til þess að gruna, þó að það sje ávalt varhugavert að gruna yfirmann sinn. En jeg hefi ákært yður sem galeiðuþræl, sannanalaust, í reiði, til þess að hefna mín, yður, sem eruð sæmdarmaður, borgarstjóri, yfirvald. þetta er alvarlegt, mjög alvarlegt. Jeg hefi með framkomu minni við yður móðgað yfirvöld- in, jeg, þjónn yfirvaldanna! Ef einhver undirmanna minna hefði gexrt þetta, hefði jeg úrskurðað að hann væri óverðugur stöðu sinnar og rekið hann burt. Jæja? . . . . Heyrið þjer nú, herra borgarstjóri, eitt orð enn. Jeg hefi verið vandlátur við aðra. það er rjettlátt. það er rjett. Ef jeg væri nú ekki vandlátur við sjálfan mig, yrði alt rjettlætið, sem jeg hefi framið, órjettlátt. Á jeg að hlífa sjálfum mjer meira en öðrum? Nei! Ætti jeg einungis að geta refsað öðrum en ekki sjálfum mjer? — þá væri jeg þrælmenni og þá hefðu þeir rjett fyrir sjer sem segja: „þrælmennið hann Javex't!“ Jeg kæri mig ekki um að þjer sjeuð mildur við mig, herra borgarstjóri. Mildi yðar við aðra hefír reitt mig til relði og jeg kæri mig ekki um að verða fyrir henni. þá mildi, sem er í því fólgin, að taka skækjuna fram yfir boi-garann, lögreglumann fram yfir borgarstjórann, undirmanninn fram yfir yfirmann- inn, kalla jeg ljelega mildi, mildi, sem eyðir þjóðfjelaginu. Guð minn góður, það er lítill vandi að verá góður, eríiðast er að vera rjettlátur. Jeg mundi sannarlega ekki hafa ver- ið góður við yður, hefðuð þjer verið sá, er jeg hjelt yður vera, það skylduði þjer hafa fengið að verða var við. Jeg verð að fara eins með sjálfan mig og aðra, herra borgiar- stjóri. þegar jeg kúgaði illræðismenn, þegar jeg beitti hörku við spellvirkj a, sagði jeg- við sjálfan mig: „Ef þú hrasar, ef jeg stend þig að einhverju misjöfnu, máttu reiða þig á, að jeg skal muna. þjer það“. — því miður hefi jeg hrasað, jeg hefi staðið sjálfan mig að misjöfnu, þess vegna á að víkja mjer frá, útskúfa mjer, reka mig. þetta er ekki nema rjett. Jeg hefi handleggi, jeg get mok- að mold, það gerir ekkert til. Lögreglustarfið krefst 'þess, að mitt víti verði öðrum til varnaðar. Jég krefst þess blátt áfram, að Javert umsjónarmanni verði vikið frá embætti“. é Alt var þetta sagt með auðmýkt en þó með mikillæti, örvinglun og þó staðfestu, og óx þessi undarlega ráðvandi maður einkennilega við það. „Við sjáum nú hvað setur“, sagði Madeleine og rjetti honum höndina. Javert hörfáði undan og sagði harkalega: „Afsakið, herra borgarstjóri, en þannig má þetta ekki vera. Borgarstjóri tekur ekki í höndina á snuðrara. Já, snuðrara“, bætti hann við í hálf- um hljóðum; „jeg er ekki annað en snuðrari, frá þeirri stundu er jeg misbeitti lögreglustarfinu“. Hann hneigði sig djúpt og gekk að dyrunum. þegar hann kom þangað, sneri hann sjer við og mælti: „Jeg skal annast starfið, þangað til efttrmaður minn kemur, heira borgarstjóri“. Hann fór. Madeleine sat eftir hugsandi og hlustaði á einbeitt og ákveðið fótatakið, sem hvarf út úr forstofunni, sem var hellulögð. Sjöunda bók: Málið gegn Champmathieu. Atburðir þeir, sem nú skal frá sagt, hafa ekki verið allir kunnir í Montreuil-sur-Mer, en það litla, sem síast hafði út um þá, hefir valdið þeim endurminningiun í þess- um bæ, að það mundi vera stór galli á iþessari bók, ef ekki væri gert grein fyrir öllum smáatriðum, en snerta þá Madeleine fór inn til Fantinu seinni hluta dagsins, eins og hann vai’ vanur. Hann ljet kalla á systur Simpliciu áður en hann fór inn til sjúklingsins. Nunnumar tvær, sem unnu í sjúkrahúsinu, voru báðar í Lazaristreglunni, eins og allar hjúkrunarnunnur eru, og hjetu systir Per- petua og systir Simplicia. Systir Perpetua var eins og ..ver önnur sveitastúlka, sem gerst hafði klunnaleg hjúkr- unamunna. Hún hafði farið í regluna, eins og aðrir fara í vist. Hún var nunna á sama hátt og aðrar stiilkur eru eldabuskur. þessháttai' nunnur eru alls ekki sjaldgæfar og eru vel til þess fallnar, að vinna að hinum ruddalegi' verkum, sem nunnur verða einnig að fást við. Hún var digur kvenmaður frá Marines við Pontoise og talaði mál- lýsku sinnar sveitar; hún söng sálma, skammaðist, setti mikinn eða lítinn sykur í hafrasúpuna, eftir því hvort sjúklingamir vom meira eða minna guðhræddir eða hi-æsnisfullir, óð upp á sjúklinga, var hranaleg við deyj- andi menn, kastaði, ef svo mætti að orði komast, guði framan í þá, grýtti þá í dauðastríðinu með bænum sínum, sem sagðar voru í reiði, og var annars dugleg, ráðvönd og rauð. Systir Simplicia var hvít eins og vax. Við hliðina á systur Perpetúu var hún eins og vaxkerti við hliðina á tólgarkerti. Enginn hefði getað sagt, hvað systir Simplicia var gömul, hún hafði aldrei verið ung og virtist aldrei eld- ast. Hún var blíðleg en þó ströng, þægileg en þó kuldaleg

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.