Lögrétta


Lögrétta - 02.02.1926, Page 2

Lögrétta - 02.02.1926, Page 2
2 LÖGRJETTA Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini (Afirrip.) Frh. ----- Kærleikurinn. )>jer hafið heyrt, að sagt hefur verið: „pú skalt elska náunga þinn, en hata óvin þinn“. En jeg segi yður: Elskið | óvini yðar, blessið þá, sem yður ! bölva, gerið þeim gott, sem yður | hata, og biðjið fyrir þeim, sem ; yður gjöra skaða og ofsækja yður, i svo að þjer megið verða böm yðar föður, sem er á himnum; því hann lætur sól sína skína á góða og vonda og rigna yfir rjettláta og rangláta. því þótt þjer elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þjer skilið fyrir það? Gera ekki tollheimtumennimir það líka? Og þótt þjer heilsið bræðrum yðar, hverjar þakkir eigið þjer skilið fyrir það? Gera ekki heiðingjam- ir það líka? En reynið að vera fullkomnir eins og faðir yðar á himnum“. þetta em ekki mörg orð, og þau era blátt áfram; þeim fylgir eng- in heimspekileg viðbót. En samt eru þau Magna Charta (þ. e. Hið mikla skjal) fyrir hina nýju kyn- slóð, hina ófæddu þriðju kynslóð. Fyrsta kynslóðin var: lagalaus dýr, og hún lifði í sífeldri styrj- öld. önnur kynslóðin var öguð af lögum og hennar hæsta mark var rjettlætið. pað er sú kynslóð, sem enn er við líði. Og rjettlætið hef- ur ekki enn sigrað styrjöldina og lögin ekki enn tamið dýrseðlið. þriðja kynslóðin á að verða sann- ir menn, ekki aðeins rjettlátir, heldur heilagir, ekki dýram líkir, heldur guði líkir. Hugsun Jesú er þessi: Breytum mönnunum úr dýrum í heilagar verar með hjálp kærleikans. Til að vinna að því verki verða menn að gera sjer far um að líkjast guði. Til að öðlast heilagleikann verða þeir að keppa að því guð- dómlega. Reynið að verða heilag- ir, af því að guð er heilagur, og fullkomnir, af því að guð er full- kominn. — þessi hvatning er ekki ný. Satan sagði í Paradísargarð- inum: þið skuluð verða guðum lík. Og Jahve sagði við dómara sína: Verið guðir, verið rjettlát- ir, eins og guð er rjettlátur. En nú er ekki um það að ræða, að verða vitur eins og guð. Og ekki heldur að verða rjettlátur á sama hátt og guð er það. Guð er ekki lengur aðeins vitska og rjettlæti. Jesús hefur kent okkur, að guð sje faðir okkar; hann er orðinn kærleikur. Jörð hans gefur morð- ingjanum eins og öðrum brauð og blóm, og guðleysinginn sjer hvem morgun, er hann opnar augun, þá sömu sól, sem vermir og lýsir bú- stað hins trúaða manns. Guð er æðsta veran í hugsjóna- heimi okkar, takmark lífsvilja okkar. Að fjarlægjast hann er, að fjarlægjast ákvörðun okkar, fjar- lægjast markmið okkar, fjarlægj- ast þá hamingju, sem við erum fæddir til að öðlast. Hver neitar því, að hann vilji vera eins og guð og vera með guði? það guð- 1 ega. er í okkur, en það dýrslega lvkur um það eins og hörð skel, semi hindrar vöxt þess. Hver er sá, að hann ekki vilji vera guð? Erað þið, menn, svo ánægðir með að vera það, sem þið nú erað, að hálfu leyti menn og að hálfu dýr? Eruð þið svo ánægðir með ykkar ófullkomna manneðli, með ykkar lítt tamda dýrseðli, að þið þráið ekki annað fullkomnara? Sýnist ykkur að líf mannanna, eins og það hefur verið og eins og það er enn, sje svo dýrðlegt og sæluríkt, að ekki sje rjett að reyna að breyta þvi og umhverfa þvi, gera það að því lífi, sem mannkynið öldum saman hefur dreymt um í framtíðinni og í himninum? Væri ekki hægt að breyta okkar lífi í nýtt líf, breyta þessum heimi í guðlegan heim og láta að lokum himininn eða himinsins lög verða gildandi hjer á jörðinni? þetta. nýja líf, þessi undir eins jarðneski og himneski heimur er himnaríki. Og til þess að það ríki geti komið, verðum við að um- skapa okkur, líkja eftir því, sem himneskt er, og eftir guði. En leyndardómurinn, sem í því felst, að líkja eftir guði, er sá einn, að elska; hinn öruggi vegur til þess að umskapa okkur er kærleikur- inn, kærleikur til allra manna, hvort þeir era vinir eða óvinir. Sje þetta ógemingur, getum við ekki frelsast. Ef það er andstætt skapi okkar, er það merki um, að hamingjan sje okkur fráhverf. Ef það er fjarstæða, þá er líka jafn- vel von okkar um frelsun fjar- stæða. Kærleikur til fjandmanna virð- ist ekki geta samlagast heilbrigðrj skynsemi. Frelsun okkar er þá fyrir utan takmörk skynseminn- ar. Kærleikur til fjandmanna lík- ist hatri til sjálfra okkar. Við getum þá ekki öðlast sæluástand- ið nema við hötum sjálfa okkur. Ekkert má hræða okkur nje hindra, þegar við erum komnir þangað, sem við nú erum. Alt hef- ui' verið reynt. öld eftir öld höf- um við gert tilraunir á tilraunir ofan. Við höfum reynt grimdina, og blóðið hefur hrópað á nýtt blóð. Við höfum reynt svölun fýsnanna, en hún hefir aukið ástríðumar og skilið eftir óbragð í munnum okk- ar. Við höfum reynt allar hugsan- legar lystisemdir holdsnautnanna, en vaknað frá þeim úttaugaðir og angurbitnir í skitnum sængum. Við höfum reynt lögin, en ekki hlýtt þeim, breytt þeim og brotið þau á ný, og rjettlætið hefur ekki mettað hugarfar okkar. Við höfum reynt skynsemina, vegið og mælt alt, sem til er og hrærist, talið stjömumar, lýst öllu lifandi og ; dauðu, og tengt það samán með ; hárfínum spuna hugsana okkai- i og vafið alt í töfraþoku heirn- ! spekilegra tilgátna, en alt situr i við sama eftir sem áður, þekk- | ingarþorstanum verður ekki sval- | að og hinir vitrustu menn hafa að lokum með leiðum huga orðið að viðurkenna fávitsku sína. Við höfum reynt listirnar og vanmátt- ur okkar hefur sligað hugi þeirra, sem sterkastir hafa verið, því að hið eilíísanna og alfullkomna verð- ur ekki hamið innan takmarka. Við höfum reynt auðinn og alls- nægtimar og mitt í þeim fundið sárar en áður til fátæktar okkar. Hvergi hafa sálir okkar fundið j hvíld, hvergi hefur fundist frið- i aður blettur, sem líkamir okkar j gætu hvílst á í fullri ró. Hugir ! okkar eru síleitandi, en altaf hafa | vonimar svikið. þeir þreytast og hrörna við það, að finna ekki frið í neinum veraldargæðum, ekki gleði í neinni nautn og ekki ham- ingju í neinum sigri. Jesús stingur upp á, að við gerum nýja tilraun, reynum kær- leikann, gerum tilraun, sem eng- inn hefur áður gert, eða þá aðeins mjög fáir og einungis á örfáum augnablikum lífs síns; örðugustu tilraunina, þá, sem andstæðust er eðli okkar, en einustu tilraun- ina, sem getur haldið það, sem hún lofar. Maðurinn fæðist þannig úr skauti náttúrunnar, að hann hugsar aðeins um sjálfan sig og elskar aðeins sjálfan sig. Eftir langvarandi erfiðleika kemst hann svo smátt og smátt á það stig, að hann fer um tíma að elska konu sína og böm 3Ín og unir fjelagsskap við aðra menn um veiðar, dráp og herferðir. Og einstöku sinnum kemur upp vin- átta milli manna. En hatrið er það algenga og almenna og það er manninum fjarlægt, að elska þann, sem hatar hann. Til þess að umskapa manninn, þarf þessi vöxtur í eðli hans að rífast upp með rótum. Sjálfselsk- an er uppruni allrar óhamingu og syndar í veröldinni. Til þess að vinna bug á hinum gamla Adam, verður sjálfselskan að upprætast og í hennar stað að koma sá kærleikur, sem er núver- andi eðli mannsins andstæðastur, þ. e. kærleikurinn til fjandmann- anna. Algerð umsköpun mann- anna er svo hátt og sjerstakt markmið, að sjerstakan veg þarf til þess að ná þangað. þegar svo langt er komið, að menn elska það, sem þeir nú hata, og hata það, sem þeir nú elska, þá er mannkynið gerbreytt og líf- ið orðið mótsetning þess, sem það nú er. Ef lífið er nú böl og ör- vinglun, verður hið nýja líf sæla cg gleði. þá fyrst eignumst við hamingjuna og himnaríki hefst hjer á jörðinni. Við höfum þá fyrir alla eilífð fundið aftur þá Paradís, sem týndist, af því að fyrstu mennimir vildu læra að gera greinarmun góðs og ills. En takmarkalaus kærleikur, eins og föðurkærleikur guðs, þekkir ekki til þess greirarmunar. það illa er er yfirunnið og gert að engu af því góða. Paradís var kærleikur, kærleikur milli guðs og manna, milli manns og konu. Hin nýja jarðneska Paradís á að vera kær- leikur allra til allra. Kristur er þama sá, sem leiðir Adam til baka að hliði Paradísargarðsins og kennir honum, hvemig hann geti aftur komist þar inn til ævin- legrar dvalar. Eftirkomendur Adams hafa ekki trúað honum. þeir hafa haft orð hans eftir, en ekki hlýtt þeim. Og mennirnir stynja enn í jarð- nesku helvíti, sem með hverri öld verður djöfullegra en það áður var. þangað til að píslirnar verða svo ægilegar og óþolandi, að hjá hin- um fordæmdu sjálfum rís upp hatur til hatursins; þangað til að uppreisnarmennimir í óstjóm- legri örvinglun fara að elska böðla sína. þá mun að lokum í kvalanna mikla mynkri renna upp milt og skært ljós og dásamlegt vor. — ■#.. .— Borgin eilífa örfáar ferðaminningar. Eftir Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Frh. ----------- Nú þjótum við suður Sjáland, svo sem leið liggur til Gjedser. Jeg horfi út um gluggann svo sem vandi minn er, þá jeg ferðast með eimlestum, en í þetta sinn er mjer það til lítils unaðar. Jeg er búinn að fara um mestalla Danmörk fram og aftur, langs og þvers, og þá jeg hafi heyrt Dani halda því frarn að hún sje fegursta land í heimi, þá sannfærir sjónin mig jafn lítið um það, eins og ef ein- hver segði að Flóinn væri prýði- legasta sveit á Islandi. Mjer dauð- leiðist Danmörk satt að segja. Auðvitað er hún snotur og hlýleg — en fyrir utan svipleysið og fá- skrúðleikann — þá er hún altof vel ræktuð. það er ógurlegt, að mjer finst, að mega aldrei stíga fæti út af þjóðveginum, af því að alt fyrir utan eru kálgarðar og akrar með nokkrum friðuðum trjám. það er of feitt landið. Jeg get ekki varist að minnast vís- unnar hans sr. Bjöms: Ráðskonan mín rís nú upp, rjett sem tungl í fyllingu. Klórar sjer á hægri hupp með hátíðlegri stillingu. Einstaklega góðlegur og meinleys- islegui' miðaldrakvenmaður, þar sem allir drætir og bein eru sokk- in í fitulagið, ósköp róleg með tilveruna og yfirleitt fremur upp á heiminn, glaðlynd en gáskalaus, enginn ofvitringur en besta skinn. þannig er Danmörk í mínum aug- um. Áður en við komum til Gjedser gekk tollþjónn um vagnana, ungur, lipurmenni. Hann spurði hvort við hefðum nokkrar tollvörur með- ferðis. Svo krossaði hann með krít á ferðakisturnar og töskumar. I Gjedser stönsuðum við sjálf- sagt á annan tíma. Kom eimlest- arferjan rjett á eftir okkur. Geng- um við þegar fram í hana, hrúg- uðum farangrinum á þilfarið og settumst síðan að miðdegisverði. Hann var ágætur. Æðimikið var samt um hann rætt. þama voru þó nokkrir, eins og víðast er í slíkum hóp, sem voru sjerfræð- ingar í að borða, og þó enn leikn- ari í viðræðum um mat. I þetta sinn furðaði þá þó mest á, að þjóðverjar — en þeirra var ferj- an — skyldu geta búið til nokkuð V. Hugo: VESALINGARNIR. skilið. Málið var rannsakað, grafist fyrir um alt, og nú skuluð þjer heyra, hver niðurstaðan varð. Champmathieu hafði verið skógarhöggsmaður á ýmsum stöðum fyrir þrjá- tíu áram, meðal annars í Faverolles. þar mistu menn af sporam hans. Löngu síðar hefir hann verið í Auvergne og síðar í París, þar sem hann segist hafa verið hjólmaður og átt dóttur, sem þvoði fyrir menn, en það getur hann ekki sannað, og svo að lokum í Ailly-le-Haut-Clocher. Jæja, hvað var Jean Valjean, áður en hann komst í dyflissuna? Skógarhöggsmaður. Hvar? í Faverolles. Skímamafn Valjeans var Jean, og ættamafn móður hans var Mathieu. Hvað var einfaldara en að hugsa sjer, að hann hafi tekið upp nafn móður sinnar til þess að leynast, og kallað sig Jean Mathieu? Hann fer til Auvergne; í því hjeraði er Jean borið fram eins og Chan, og hann heitir þá Chan Mathieu, hann hefir ekkert á móti því og breytir nafni sínu í Champmathieu. þjer skiljið það? Nú er spurst fyr- ir í Faverolles. Ættingjar Jean Valjeans eru þar ekki leng- ur og enginn veit, hvað orðið er af þeim — þjer vitið að heilar fjölskyldur geta horfið af þessháttar fólki. Leitað er að þeim, en þær finnast ekki, og enginn man eftir Jean Valjean þar sem upphaf þessarar sögu gerðist fyrir þrjá- tíu árum. Nú er spurst fyrir í Toulon. Auk Brevets eru ein- ungis tveir galeiðuþrælar, sem hafa sjeð Jean Valjenan, tveir æfifangar Cochepaille og Chenildieu að nafni. Farið er með þá til Arras og þeir færðir fram fyrir Champ- mathieu, og þeir fullyrða, eins og Brevet, án þess að hugsa sig um að þetta sje Jean Valjean. Sami aldur — hann er fimmtíu og þriggja ára —, sama vaxtarlag, sami svip- ur, í stuttu máli, enginn vafi er á því að þetta er hann. þetta gerðist um sama leyti og jeg sendi ákæru mína til lögreglustjórans í París. Mjer var svarað að jeg væri eitthvað geggjaður, Jean Valjean væri í höndum lögregl- unnar og væri fangi í Arras. þjer skiljið að jeg varð for- viða, þar sem jeg hjelt að Jean Valjean væri hjer. Jeg skrif- aði rannsóknardómaranum, hann bað mig um að koma, það var komið með Champmathieu . — „Og hvað svo?“ mælti Madeleine. Javert, sem altaf vai' jafn rólegur og þunglyndislegur á svipinn, svaraði: „Sannleikur er sann- leikur, herra borgarstjóri. Mjer þótti það leitt, en þetta var Jean Valjean; jeg þekti hann líka“. —- „Eruð þjer vissii' um það?“ sagði Madeleine lágt. — „Já, jeg er alveg viss um það“, sagði Javert og hló þunglyndislega við, eins og maður, sem er sannfærður um það raunalega, sem hann er að segja frá. Hann stóð augnablik þegjandi og tók al- veg óafvitandi dálítið af sandinum milli fingranna, sem Madeleine notaði til þess að þerra með það sem hann hafði skrifað; þá bætti hann við: „Jeg skildi ekkert í því, þeg- ar jeg sá þann rjetta Jean Valjean, hvernig mjer hafði getað vilst svo sýn. Jeg bið yður afsökunar, herra borgar- stjóri. það var mikil fyrirmenkka í fari Javerts, þegar hanh, eins dramblátur og hann var, sagði þessi alvarlegu bænarorð við mann, sem sex vikum áður hafði auðmýkt hann svo undirmenn hans heyrðu og sagt: „Farið!“ við hann. Madeleine svaraði honum með því einu að segja hranalega: „Hvað segir maðurinn?“ — „Já, herra borgar- stjóri, það er ilt í efni fyrir honum. Ef hann er Jean Val- jean, þá er þetta þjófnaður í annað sinn. Að klifra yfir vegg, brjóta grein og stela eplum er strákskapur, þegar drengur gerið það; það er yfirsjón ef vanalegur maður gerið það; ef það er glæpamaður, sem hegnt hefir verið, þá er það glæpur, sem mikið er tekið á, bæði að klifra yfir múrinn og stela eplunum. það er ekki lengur blátt áfram lögreglumál, heldur verða dómstólarnir að fjalla um það. það er ekki nokkura daga fangelsi, sem um er að tefla, heldur æfilöng galeiðuþrælkun. Og auk þess er sagan um Savoyarddrenginn, sem jeg vona að verði líka tekin fyrir. það er svei mjer ástæða til þess að stimpast við, þegar málið horfir þannig við, er ekki svo? það mundu líka allir gera, en Jean Valjean er slunginn fantur; jeg þekki hann líka að því. Allir aðrir mundu roðna, láta öllum illum lát- um og æpa upp yfir sig; ketilíinn suðar þegar hann er yfir eldinum; þeir mundu sverja þess dýran eið að þeir væru ekki Jean Valjean, en þessi náungi lætur sem hann —«*?**. .. --------------------------------- .. skilji hvorki upp nje niður og segir einungis: „Jeg heiti Champmathieu, og jeg stend við það“. Hann þykist vera forviða, læst vera heimskingi, það er langtum betra. Hann er leikinn þorpari. En það gagnar honum ekkert, sannan- irnar eru nægar. Fjórir menn hafa þekt hann og gamli refurinn verður dæmdur. Málið er fyrir rjettinum í Arras og mjer hefir verið stefnt þangað sem vitni. Madeleine hafði setst aftur við skrifborðið sitt og far- ið að fást við málsskjölin sín, fletti þeim rólega og skrif- aði athugasemdir, eins og maður sem á annríkt. þá sneri hann sjer aftur að Javert. „þetta er nóg, Javert“, mælti hann; „mjer stendur alveg á sama um öll þessi smáatriði. Við eyðum tímanum, og við höfum ýmislegt að annast, sem ekki má bíða. Farið þjer út á torgið og segið henni madömu Buseaupied, grænmetissalanum á hominu á St. Saulvegötu, að hún skuli senda ákæru á hendur Pierre Chesnelong ökumanni. þetta er ruddamenni, sem hafði rjett að segja ekið yfir konuna og barnið hennar; það verð- ur að hegna honum. Og viljið þjer svo fara til Charcellay í Mastre-de-Champignygötu. Hann kvartar yfir því, að regnvatnið renni yfir húsið hans frá þakrennunni í ná- búahúsinu og skemmi það. Viljið þjer svo rannsaka, hvem- ig því er farið með brotin á móti lögreglusamþyktimn, sem mjer hefir verið tilkynt að ekkjan Doris í Guibour- götu og madama Renée le Bossé í Garrand-BIancgötu hafi gert sig sekar í, og semja skýrslu um það. En jeg læt yður ef til vill hafa ofmikið að gera. þurfið þjer að fara burt? Mjer skildist svo sem þjer segðust þurfa að fara til Arras eftir átta eða tíu daga, í tilefni af þessu máli, sem þjei voruð að tala um“. — „Jeg þarf að fara fyr, herra borg- arstjóri". — „Hvenær þá?“ — „Jeg hjelt að jeg hefði sagt herra borgarstjóranum að málið kæmi fyrir á morgun, og að jeg yrði að fara með póstinum í nótt“. Madeleine brá ofurlítið. „Hvað haldið þjer að málið verði lengi fyrir dómstólinum ?“ — „1 mesta lagi einn dag, dómurinn kem- ur í síðasta lagi annað kvöld. En jeg bíð ekki eftir dómn- um, jeg er viss um hvernig hann verður. Jeg legg af stað

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.