Lögrétta


Lögrétta - 02.03.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.03.1926, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Tveggja alda afmæli Eggerts Ólafssonar. Fyrsta dag næstkomandi des- embermánaðar eru liðin tvö- hundruð ár frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Eflaust munu landar | hans minnast þessa atburðar sem verðugt er, slíkan örlagaþátt, sem Eggert óf í sögu þjóðar sinnar. Að því er mjer er kunnugt hef- j ir einn merkur og hæfur maður j þegar riðið á vaðið og ritað, á ensku máli, um æfi og starf j skáldsins, útlendingum til fróð- : leiks og nytsemdar. Á ritarinn j skilið þakkir allra. Er eigi ólík- legt að fleiri sigli í kjölfar hans j og riti um Eggert á móðurmáli j hans, sem hann unni svo mjög, j enda var nýlega, ef mig rang- j minnir eigr, rætt um það í blöð- j unum heima, að semja bæri ítar- i lega æfisögu hans. Verður því j vonandi hrundið í framkvæmd. En því er eitt sinn svo farið, að skáld hvert lifir og hrærist í ljóðum sínum, birtist í þeim með ; gleggstum svip og einkennum, því að þar er að jafnaði hjarta hans alt og sál. Og án þess að i nokkurri rýrð sje varpað á vís- j inda-starfsemi og rit Eggerts, svo merkt sem hvorttveggja er, mun j því þó vart móti mælt, að með j Ijóðum sínum hafi hann áhrifa- ríkastur verið og dýpst spor markað. Nú eru nær hundrað ár liðin síðan kvæði hans voru gefin út, 1832. Eru þau því aðeins í höndum mjög fárra, og í bóka- söfnum, en lítt kunn, eða með öllu ókunn öllum þorra manna, einkum hinni yngri kynslóð. Er það illa farið. Eggert var að sönnu, sem öll skáld, bam sinnar tíðar, og segja má því, að sumt af ljóðum hans sje ósamræmt breyttum tíðaranda, hugsunar- hætti og bókmentasmekk. þó eiga mörg kvæða hans slíkt lífs- gildi, að mikið gagn og gleði má oss verða að lestri þeirra. þau eru þrungin næmri siðferðistil- finning, djúpri þjóðemis-rækt, og göfugum hugsjónum. Alstaðar slær þar hjarta hins sanna Islend- ings, er ann ættjörð sinni og þjóð j framar öllu, og vill gengi hennar og hag í hvívetna. Boðskap Egg- erts er vel lýst með þessari al- k'unnu vísu Hannesar Hafstein: „Starfið er margt, en e:tt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þjer í fylking j standið, Víkiné skilvíndan reynist best. Skilur 65, 120, 220 lítra. Nægar birgðir og varahluti hcíir ávalt fyrirliggj- andi og selur og sendir um land alt, gegn póstkröfu Hannes Olafsson. Grettisgötu 1. Sími 871. Reykjavík. hvemig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið“. En er eigi ennþá þörf slíkrar kenningar? Eða höfum vjer náð því þroskastigi sannrar þjóð- rækni, að vjer sjeum upp úr því vaxnir að hlýða slíkri áminning? Munu eigi flestir játa, að Eggert fari með sannindi er hann mælir: „það hefir þessu landi þjakað allra mest: auður óteljandi, agn og matan best árlega gengur út úr því; aftur kemur ekki margt, utan glingrin ný“. Eru orð þessi eigi ennþá íhygl- isverð öllum góðum Islendingum? Fleira hefur Eggert að bjóða en ádeiluna, þó holl sje. Er hún t. d. eigi ifögur þessi mynd íslands?: „þá var eg best í blóma: búin í gull og skart, sat eg fríð með sóma, sólarbirtan snart faldinn hvíta fagurlig, klæðin græn og kristallsbönd klæddu og prýddu mig“. Klappa þær eigi þýtt á vanga, stökumar þessar ?: „örvaðist geð á allan hátt, er eg numdi sjónum föðurlandið heldur hátt hafið upp úr sjónum.--------- Við það undrast manngi má, mun þó fús að trúa, landa túnum óska’ eg á ævinlega’ að búa“. þá er þessi náttúrulýsing ekki óskáldleg: „Sólin brautst fram úr frænu skýi, fegurð veraldar lýstist öll; alt var á besta blóma-stigi, blikaði gras um rakan völl náttdaggar knappa silfri sett, smaragðar vom í hverjum blett“. Svona mætti lengi telja. Af því, að ljóð Eggerts geyma svo margt fagurt og göfugt, sannan skáld- skap og lífspeki, skýt jeg því und- ir dóm eimhvers af þar til færum rithöfundum vorum og fræði- mönnum, hvort eigi mundi það nytsemdarstarf og aufúsuverk, að gefa út úrval af ljóðum skáldsins nú á tveggja alda afmæli hans.*) Trúi jeg því vart, að margur, eigi síst bændur og búalið, slíkur *) í fyrirlestri sínum um Eggert, 1892, ctakk Bjarni Jónsson upp á því, að kvæðin, í heild sinni, væru gefin út á ný. Jeg hygg, að betra væri, að gefa aðeins út úrval þeirra. bændavinur sem Eggert var, rnundi eigi taka feginsamlega við slíkri bók. Vona jeg, að einhver hefjist handa og geri Eggert svip- uð sikil og Jóni skáldi þorlákssyni voru gerð með útgáfu Ijóða hans 1919. Væri þá vel að verið. En nógir mætra manna vorra liggja samt óbættir hjá garði. Comell háskóla, 24. janúar 1926. Richard Beck. ----o--- Morgin eilífa Örfáar ferðaminningar. Eftir Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Frh. ----------- Allra fyrst verð jeg að minnast á legu borgarinnar. Á alla vegu er hún umlukt af gróðursnauðri Cgmpaniusljettunni, langt í austri, norðri og suðri bera blá og lág Appennina og Satinaf j öllin við himinn. I vestri er Miðjarðarhafið, en hulið er það sýn úr borginni. þangað rennur Tíber, sem er breið og skipgeng, o® þörf hefir verið Rómverjum frá elstu tímum. En helst til er skolug til þess að geta talist fögur. Elstu hlutar borgarinnar eru austanmegin áarinnar á hæðunum sjö, en þessi eru nöfn þeirra: Nyrst er Monte Quirinal, þá Monte Viminale (austur af henni), Monte Capitohno, Monte Esquiiino, Monte Faiauno, Monte Ceho og Monte Avenuno. Vestan áarinnar er páianveiuið meö Fjeturskirkjunni, VatiKanmu og Ungilsuorg. En nokiiu'u sunnar en þaö er útoorgin Traslevere, sem liggur undir , Giamcolo-næðinni. A þeirri iiæð er gróðrarstöð. þar er stór standmynd aí Garibalda á hestbaki. þaðan er mjög lag- urt og gott útsýni yfir borg- ina og umhverfið. Sama máli gegnir um Monte Fincio sem er norðan við borgina austan megin áarinnar. Á þeirri hæð er unaös- legur skemtigarður, skreyttur . brjóstlíkneskjum ýmissa höfð- I ingja. þar er og Villa Medica. 1 norðaustri sjest yfir hina frægu Villa Borghese (nú Villa Umberto I. Var hún skírð upp 1902, en þá keypti ríkið hana fyrir 3.600.000 lírur). Vestan undir Monte Pincio er Fiazza del Popolo. Margir munu kannast við þann stað af sögu V. Bergsö, og gat jeg ekki stilt mig um að sitja um stund á einu ljóninu, um tunglskinskvöld, og lifa söguna í anda. Að því er náttúrufegurð og: út- sýni snertir held jeg að mjer þyki mest til Monte Pincio koma af hæðunum, en ekki get jeg með vissu sagt hvort mjer finst þar dásamlegra í sóldýrðinni eða tungls- og stjörnuglitrinu — hvorttveggja er óumræðilegt. -----Róm var ekki bygð á ein- um degi. Hornsteinar hennar eru lagðir áður en sögur hefjast, og eins og borginni best sæmir, eru hinir goðbornu Rómulus og Remus sagðir hafa gert það. Frá kon- ungatímunum eða alt til 510 f. K. höfum vjer fáar sýnilegar menjar. Mætti helst ætla, að eitt- hvað af borgarmúrunum, sem enn lykja um bæinn að mestu, væru frá þeim tíma, þótt meginpart- ur þessara risamúra sje auðvit- að miklu yngri, frá tímum Ame- lians keisara (270—276 e. K.) Frá lýðveldistímunum (510—530 f. K.) eru miklu meiri menjar. Má þai' af nefna nokkur brot af vatnsleiðslu Appiusar. Ljet Appius gera hana 312 f. K., og var hún sem hinar síðari öll ofan jarðar, þ. e. vatnið var leitt í pípum, sem lágu ofan á gríðarháum múrbog- um. Meðfram vatnsmúrnum lá Via Appia (Appiuvegur), sem enn liggur suður úr Róm og yfir Campaníu. Við hann er .smá- kirkjan „Domine, quo vadis?“, og rjett við vegbugðuna lítið hring- musteri sem á að standa á þeim stað, sem Pjetur mætti Drottni, er hann ætlaði að flýja Róm. — Nokkrar leyfar eru frá tímuni Cæsars, en að sjálfsögðu eru rúst- ir þær, sem nú finnast, mest allar frá keisaratímanum, enda er það fyrst á dögum Ágústusar að far- ið er að byggja úr marmara að ráði, en áður var tígulsteinn mest notaður. Sagt er að Ágústus hafi endurreist 82 musteri, og auk þess ljet hann byggja hvert stórhýsið öðru meira og hlúði að öllum list- um. Frá tímum Nerós eru miklar menjar, þótt ekki sjáist nein merki „gullna hússins", sem Flavíusarnir eyðilögðu. Unnu þeir þó mjög fögrum byggingum. Er Colosseum bestur vottur þess. I-Iinir síðari keisarar, alt til Kojis.tantin.usar mikla, ljetu og síst sitt eftir liggja í því að prýða Róm og fjölga þar stórhýsunum. En eftir að Konstantínus flutti ti; Býsanz (Konstantinopel), igerast páfarnir yfirsmiðir Rómaborgar, og hefur svo verið alt til þessa dags. — Nú er páfahverfið hjarta „borg- arinnar eilífu“, en áður var þaö „Forum Romanum". Liggur það 5 dæld einni suðaustur af Capitol- hæð en meðfram Palatinhæðinni. í norðausturhomi þess segir sag- an að staðið hafi höfuðorustan milli Rómverja og Sabína. Síðan var staðurinn girtur og gerð þai' V. Hugo: VESALINGARNIR. um, í baráttu við að hrinda frá sjer hræðilegum kaleikn- um sem skuggi virtist drjúpa af og vera íleytifullur af myrkri, en himininn var fullur af stjömum og olíutrjen skulfu fyrir óblíðum vindi þess óendanlega. Klufekan sló þrjú um morguninn, og hann hafði geng- ið nærri því hvíldarlaust í fimm stundir um gólf, þegar hann veltist út af á stól. Hann sofnaði og dreymdi draum. pessi draumar var, eins og flestir draumr eru, aðeins að því leyti í sambandi við ástæðumar, sem fyrir hendi voru, að honum fylgdi óhugnaður cg kvöl, en honum fanst tii um hann. þessi martröð fjekk svo mikið á hann, að hann skrifaði niður það, sem hann hafði dreymt. Vjer teljum vera rjett að birta þessa frásögn orðrjetta. Hversu mikið eða lítið sem lagt verður upp úr þessum draum, yrði lýsing þessarar nætur ófullkomin, ef vjer sleptum honum. Hann er ömurleg reynsla sjúkrar sálar. Hann hafði ritað á umslagið: „Draumurinn, sem mig dreymdi um nóttina“. „Jeg var uppi í sveit, í stóru, óskemtilegu hjeraði, þar sem ekkert gras óx. Mjer fanst hvorki vera dagur nje nótt. Jeg var á gangi með bróður mínum, bróðumum, sem jeig; átti í æsku og verð að kannast við, að jeg hugsa aldrei um og m^n varla eftir. Við vorum að tala saman og við mættum fleiri mönnum. Við vorum að tala um ikonu, sem eitt sinn hafði verið nábúi okfear, ávalt búið í sömu götu oig' við og ávalt unnið fyrir opnum glugga. Okkur varð kalt þegar við hugsuðum til opna gluggans. Engin trje voru sjáanleg. Maður ifór fram hjá okkur. Hann var alveg nakinn; hann var öskugrár og reið moldóttum hesti. Hann hafði ekkert hár á höfðinu, það skein í skalla hans og æðarnar á honum. Vönd hafði hann í hendi, mjúkan sem vínvið og þungan sem jám. Hann sagði ekkert, þegar hann reið fram hjá okkur. „Við skulum beygja inn á hliðarstíginn“, sagði bróðir minn. Enginn runni, engin mosaögn var sjáanleg við hlið- arstíginn. Alt var moldarlitt, jafnvel himininn. þegar við höfðum gengið nokkur skref, fjekk jeg ekki lengur svör við því, sem jeg: sagði. Jeg tók eftir því, að bróðir minn var ekki lengur með mjer. Jeg kom inn í þorp. Jeg hjelt að það hlyti að vera Romainville. (Hversvegna endilega Romainville?)*). Fyrsta gatan, sem jeg kom í, var auð og tóm. Jeg gekk inn í aðra. þegar jeg kom fyrir hornið, sá jeg mann standa upp við steinvegginn. „Hvaða bær er þetta?“. spurði jeg manninn, „hvar er jeg?“ Hann svaraði ekki. Jeg sá. dyr á húsi standa opnar og gekk inn. Fyrsta her- bergið var tómt; jeg gekk inn í annað. Maður stóð upp við vegginn að hurðarbaki. Jeg spurði þennan mann: „Hver á þetta hús? Hvar er jeg?“ Hann svaraði ekki. Garður var við húsið; jeg igekk út í hann. þar var autt og tómt. Jeg sá mann standa bak við fyrsta trjeð, „Hvaða garður er þetta?“ sagði jeg við hnnn; „hvar er jeg?“ Hann svaraði ekki. Jeg ráfaði um þorpið, og nú sá jeg að það var heill bær. Allar göturnar voru auðar, allar dyr stóðu opnar. Engin lifandi vera var á ferli á götunum, í herbergjun- um eða í görðunum. En bak við hvert hom, bak við hverja hurð, baik við hvert trje var maður, sem sagði ekkert. Jeg sá aldrei nema einn í einu. þeir störðu á mig, þegar jeg gekk fram hjá. Jeg fór út úr bænum og tók aftur að ráfa um grund- irnar. Eftir nokkurrar stundar bið leit jeg við, og jeg sá þá stóran flokk manna koma á eftir mjer. Jeg þekti alla mennina, sem jeg hafði sjeð í bænum. Höfuð þeirra voru svo undarleg að sjá. þeir virtust ekki flýta sjer, en samt sem áður miðaði þeim meira en mjer. þeir gengu alveg hljóðlaust. Andartaki síðar höfðu þeir náð mjer og um- kringt mig. Ásjónur þeirra voru allar moldarlitar. þá mælti sá fyrsti, sem jeg hafði ávarpað, þegar jeg *) það sem er 1 svigunum var eins og annað ritað með hendi Jean Valjean. kom inn í bæinn: „Hvert ætlar þú? Veitstu ekki að þú hefur lengi verið dauður?“ Jeg opnaði munninn til þess að svara; þá sá jeg að þar var enginn“. Hann vaknaði og var honum ískalt. Hvöss morgun- golan ljet gluggann, sem altaf var opinn, marra á hjör- unum. Eldurinn var slöknaður; kertið var farið að brenna niður í stjakann. En enn var koldimt. Hann stóð upp og gekk að glugganum. Ekki voru komnar stjörnur á him- ininn. það sást yfir garðinn og út á götuna tfrá glugg- anum. Honum varð litið niður við þurt, hart hljóð, sem heyrðist frá götusteinunum. Hann sá tvær rauðar stjörn- ur og: lengdust og styttust geislar þeirra einkennilega í myrkrinu. þoka draumsins var ennþá að slæðast fyrir hugsunum hans. „Jæja“, sagði hann við sjálfan sig, „það engar stjörnur á himninum; nú eru þær niðri á jörðinni“. En hann áttaði sig bráðlega;hljóð vakti hann alveg,oghann sá, að stjörnurnar tvær voru ljósker á vagni. Hann gat sjeð hvernig vagninn var við birtuna frá þeim; þetta var tví- hjóluð kerra með litlum, igráum hesti fyrir. Hljóðið, sem hann hafði heyrt, var hófasparkið við steinana. „Hvaða vagn er þetta?“ sagði hann við sjálfan sig. „Hver getur það verið, sem kemur svo snemma morguns?" 1 því bili var barið hægt að dyrum herbergis hans. Hann fór að skjálfa frá hvirfli til ilja og kallaði með hræðilegri röddu: „Hver er þar?“ — „það er jeg, herra borgarstjóri“, var svarað. Hann þekti rödd ráðskonu sinnar. „Jæja“, sagði hann, „hvað er um að vera?“ — „Klukkan er fimm, herra borgarstjóri“. — „Og hvað þá?“ — „Vagninn er kominn, herra borgarstjóri“. — „Hvaða vagn?“ — „Kerran“. — „Iivaða kerra?“ — „Hafið þjer ekki beðið um kerru, herra borgarstjóri?“ — „Nei“. — „Vagnstjórinn segist vera kom- inn til þess að sækja yður“. — „Hvaða vagnstjóri?" — „Vagnstjóri Scafflaires“. þetta nafn kom honum til þess að skjálfa, eins og eldingu hefði lostið niður. Hefði gamla konan sjeð hann á þessari stundu, hefði hún orðið skelfd. það var löng þögn. Hann horfði rænulaus á ljósið, tók um

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.