Lögrétta - 02.03.1926, Blaðsíða 4
4
LÖGRJETTA
áður en það kæmi í klakkassana,
en hann gerði lítið með það, sem
dæmin hafa sýnt, bæði á Laxa-
mýrar- oig> Hafsteinsstaða-klak-
húsunum, að þau eru ekki brúk-
leg fyrir óhreinindum í vatninu.
Jeg held því fram, að ef mold er
til í vatninu, verði hún aldrei sýj-
uð úr því, þótt margfaldar sýjur
sjeu brúkaðar. Ef jeg hefði bygt
klakhúsið í Garði, hefði jeg látið
það standa 2—3 álnum neðar, til
þess að fá meiri og lítið eitt
lengri halla ofan í húsið; líka
hefði jeg látið smíða vatnspípu |
úr galvaniseruðu jámi og látið
hana ná úr húsinu og upp undir
grasbakkann, þar sem vatnið kem-
ur upp úr jörðunni, svo engin
hætta væri á að óhreinka gæti
komist í það, áður en það kemur
1 klakkassana. þetta er afar-
nauðsynlegt. Jeg hef nú mælt
vatnshita hjer við Mývatn á
nokkrum sjtöðum, og .var hvergi
eins mátulegur hitinn á vatninu,
eftir minni reynslu, eins og í
uppsprettulindinni í suðvestur-
horninu á Grænavatninu, tæpar
3°, en í Garði á 5.°. það er full-
heitt (óhraustari sýlin eftir að
þau lifna).
Svo fór jeg út á Húsavík, hitti
þar Stefán Guðjónsen kaupmann,
og bað hann mig að fara með
sjer upp að Boðsvatni, til að leita
að nothæfri vatnslínd til að
byggja iklakhús við, og fann jeg
þar eina sæmilega góða á allan
hátt, og ætlar hann að byggja
þar klakhús á næstkomanda vori.
Hitinn í lindinni er 23/4°. — Um
kvöldið fór jeg svo út að Hall-
bjamarstöðum. Var þar nóttina
í góðu yfirlæti. — Svo leið nú
þangað til þann 20. ágúst, þá fór
jeg frá Grænavatni ofan í Bárð-
ardal til að líta eftir, hvar mætti
helst auka silungsveiðina á heið-
inni og dalnum. Kom fyrst í
Hörgsdal, skoðaði þar klakhúsið
hjá Helga bónda. það er það allra
fyrsta klakhús, sem bygt hefur
verið á Islandi; ekki er það stórt
en gott og haganlega bvgt, alt
úr torfi, og mun taka nálægt 20
þús. af bleikjuhrognum; vatnið
er nóg og vel um búið.
Svo fór jeg ofan að Brenni-
tjöminni og er geysimikil silungs-
áta í henni. þaðan að Kálfaborg-
arvatni. þar sá jeg fremur litla
átu, enda sagður þar fremur lít-
ill silungur og smár, og hefur þó
Helgi, bóndinn í Hörgsdal, flutt
í fleiri ár mörg þús. bleikju-sil-
ungssýli, ættuð úr Mývatni, svo
að ef þarna væru góð skilyrði,
ætti silungurinn þar nú að vera
orðinn allgóður. — þaðan fór jeg
að Sigurðarstöðum og skoðaði
tjömina. þar er mikil áta og
bestu skilyrði til að auka þar sil-
ungsveiði, en passa þarf að stýfla
lækinn,' sem rennur úr tjörninni,
svo hún sje nógu djúp sumar og
vetur. Sölvi, sonur bóndans þar,
•fór með mjer og sýndi jeg hon-
um átuna og skilyrðin fyrir sil-
unginn. Svo fóram við suður að
Brannvatni; það tilheyrir Lundar
brekku. þar er nokkur áta, en
vatnið mun vera nokkuð djúpt.
Fremur lítill silungur er sagður í
því. þar stutt fyrir neðan, en of-
an við húsið á Lundarbrekku, era
tvær vatnslidir nothæfar, ef þær
þrjóta ekki á veturna. Ekki var
að hugsa til, að þar yrði átt við
að byiggja klakhús. Bóndinn þar
sagði, að sjer þætti mikið betra
að kaupa nokkur þúsund af
bleikjusilungssíli árlega, sig
munaði ekkert um það. Svo fór
jeg að Mýri, þar hafði jeg áður
skoðað Isólfsvatn, og er ómögu-
legt að eiga nokkuð við það. Jeg
óskaði að bóndinn vildi flytja eina
10—20 ríðsilunga, gem ganga ofan
í Fiskiána, ofan fyrir fossinn og
sleppa þeim þar í Mjóadalsána, og
geta þá þessir ríðsilungar igengið
ofan í Skjálfandafljótið, því að
þar er dálítill silungsafli í Sand-
vík á hverju hausti. Líka veidd-
ust nú fyrir tveimur árum í Kvísl-
inni neðan við Hvarf í Bárðardal
12—14 sjóbirtingssilungar, sem
vógu 9 puad og þar innan við.
þetta sagði Guðmundur á Hvarfi
mjer, vel skýr maður. þessir sil-
ungar voru allir drepnir.
Svo fór jeg út að Fliótsbakka.
þar býr Sigvaldi góðu búi oig bað
jeg hann um morguninn að fara
með mjer vestur yfir Skjálfanda-
fljót til þess að skoða þar foss-
ana, því að sýslumaður, Júlíus
Hafsteinn á Húsavík, hafði beðið
mig að fara um sýsluna og skoða
sjerstaklega Bamafossinn, Diúpár
| fossinn, þar sem hann fellur í
fljótið. Við Sigvaldi fóram svo
beint vestur yfir Fljótið og að
Fremstafelli. þar skoðaði jeg
vatnslind í túninu; ekki var hún
nothæf. þaðan fór jeg út að
Djúpárfossinum; hann fellur beint
ofan í Fljótið, vatnið er grant á
hellunni, en á að giska 4—5 faðm-
ar á breidd, og þarf að hlaða eða
steypa garð frá vesturbakkanum,
eftir straumnum ofan í Fljótið;
þar er enginn stallur á. þetta er
Reiðtýgi og reiðbeisli, Aktýgi (3 tegundir). Klyf-
töskur, Hnakktöskur, Handtöskur, Ferðakistur, Skjalatöskur,
| Seðlaveski, Peningabudduro.fi. Ennfremur allskonar ólar og lausir
| hlutir í aktýgi og viðvíkjandi söðlasraíði. Ágætir erfiðisvagnar
ásamt aktýgjum mjög ódýrir. Ýmsar járnvörur svo sem beislisstangir,
munnjárn, ístöð, taumalá-ar, hringjur allskonar, saumur, saumgarn,
keyri, svipur o. fl. Tjöld, vagna-, bíla- og fisk-yfirbreiðslur og efni í
þessa hluti.
Sendið mjer muni til aðgerðar og mun jeg senda þá fljótt og vel
viðgerða til baka á minn kostnað.
Sendið pöntun í tíma, því á vorin er ávalt mikið að gjöra.
Örugg sönnun fyrir því, að best sje að versla í Sleipnir,
er hin stöðugt vaxandi sala.
Hröð afgreiðsla. 1. fl. efni og vinna.
Heildsala. Smásala.
Símnefni Sleipnir. * Sími 646.
mjög ljett að gjöra og kostnaðar-
lítið sýndist okkur það, og verður
þá áreiðanlegt, að laxinn getur
gengið upp Djúpána. Mjer var
sagt, að Benedikt, bóndinn á
Bamafossi, hefði oft sjeð þegar
laxinn var að stökkva upp á hell-
una, og hrapað svo niður aftur,
af því að vatnið er svo grunt á
henni, og gat því ekki spimt sjer
áfram upp í ána. þetta er best að
láta verkfróðan mann skoða og
gjöra áætlun um kostnaðinn við
verkið, og vona jeg að þetta verði
í framkvæmt, sem allra fyrst að
hægt er. — Svo skoðuðum við
j hina fossana. þeir eru ómögulegir
að eiga noikkuð við þá. En sunn-
an undir Skuldaþingseyjunni
rennur kvísl úr* Fljótinu til aust-
urs og er malarhryggur í Kvísl-
arósnum, sem þarf að laga til
'þess að meira vatn komist austur
í kvíslina, og rennur hún svo til
austurs, og svo ofan norðan við
eyjuna í Fljótið, mikið dreift og
staksteinótt á sandi, og þarf að
færa til steinana svo að myndist
nokkuð djúpur vatnsáll ofan í
fljótið, og ætti þá bæði sjóbirting-
ur og lax að geta gengið upp alt
Skjálfandafljót og svo suður
Hvarfskvíslina, eins og sjóbirting-
ar hafa gengið, og alla leið til
Eldeyjarfossins, því hvergi gátu
þessir silungar komist upp í
Hvarfskvíslina á annan hátt, þv'
engin önnur leið er til, og ekki
gátu þeir verið uppaldir í Fljótinu
sjálfu og orðið svona stórir, það
er eitt víst. En eftir vana voru
þeir allir drepnir og enginn skil-
inn eftir lifandi í kvíslinni.
Jeg kom svo að Ljósavatni; þar
býr þórhallur, og hefur hann mik-
inn áhuga á að auka silungsveið-
ina þar; hann fór með mjer norð-
ur fyrir vatnið til að leita eftir
vatnslind til að byggja klakhús
við, en enga fundum við, allar of
heitar, 7 gr. — Hjelt jeg, svo
áfram út í Fnjóskadalinn og út
að þverá í Dalsmynni, tafði þar
nokkuð, hitti þar Steingrím þor-
steinsson frá Höfða, og bað jeg
hann að fylgja mjer ofan að
Fnjóskárfossunum og gjörði hann
það. þar hagar svo til, að áin
rennur í tveimur kvíslum, og er
því mikið vel hægt að stífla þá
vestari og hleypa vatninu í hina,
og það með litlum kostnaði, á
meðan verið er að laga þennan
litla foss, þar til búið er að gjöra
hann laxgengan. þetta sýndi jeg
Steingrími, og var hann mjer
sammála um að þetta væri hægt
og það kostnaðarlítið. Svo fór jeg
ofan að Grenivík til sjera Áma,
var þar dag um kyrt og fór hann
svo með mjer til að skoða foss-
inn, og líka Bjöm frá Miðgerði,
oig sýndist okkur öllum það sama,
að mjög ljett væri að vinna þetta
verk, og vona jeg að það verði
gjört nú þegar; það er nógu lengi
búið að dragast, að lofa laxinum
að ganga hiklaust upp ána. Á leið-
inni ofan dalinn sá jeg þó dálitla
laxátu í einni kvíslinni, annars
jetur laxinn ekkert um hrygning-
artímann.
Jeg. skoðaði Lómatjöm; þar er
lítil áta, þarf að dýpka hana. þar
í túninu sá jeg þriðju bestu vatns-
lindina á landinu, og er því nauð-
synlegt að byggja þar klakhús,
bæði fyrir lax og silung.
Sjera Árni var með mjer að
vaðinu á Fnjóská og skildum við
þar. Svo fór jeg ofan að Sval-
barði til Bjöms alþingismanns
Líndal. þar er ákaflega mikill bú-
skapur og alt mikið myndarlegt.
þá kem jeg nú að því síðasta.
sem er að segja frá hvar megi
byggja klakhúsin, og er þá fyrst
á Hrappsstöðum í Bárðardal, þar
næst . á Fljótsbakka, þriðja á
Stórulaugum, 4. á Narfastöðum,
5. í Mágskoti, 6. utan við skóg-
inn í Vatnshlíðinni, 7. á Bimings-
stöðum og 8. á Ljótsstöðum í Lax-
árdal. þetta eru nú víst nógu
margir staðir, ef þeir yrðu brúk-
aðir allir, að jeg telji líka þá staði
við Mývatn, sem bæði eru nú
brúkaðir og hafa verið brúkaðir,
og mun mega klekja út hrognum
á flestum bæjum í kringum vatn-
ið, sem og líka þarf. Enda era
hjer í sýslu 25 vötn, sem gefa af
sjer nokkra veiði, en má víst
margfalda hana, eins og nú er bú-
ið hjer við Mývatn. því nú fyrir
fáum áram veiddist úr vatninu
alls 18 þús. silungar, en nú í ár
(1925) hafa veiðst um 100 þús.,
og má sjá glögt, hvað maður get-
ur hjálpað til að fjölga silungn-
um og hvað það er nauðsynlegt
að nota sjer það, sem landið gef-
ur af sjer, án mikils kostnaðar.
þetta ættu allir menn að athuga
og leggjast á eitt til þess að
klaksstarfið geti borið sem mest-
an arð fyrir búskapinn.
Grænavatni 10. des. 1925.
þórður Flóventsson
frá Svartárkoti.
-----o----
Frá Seyðisfirði. Bæjarstjómin
þar hefir samþykt 15000 kr. fjár-
veitingu til endurbóta á sjúkra-
húsi kaupstaðarins, ef 30000 kr.
fjárveiting fáist til þess úr ríkis-
sjóði.
Stúdentagarðurinn. Kvenfjelag-
ið Líkn í Vestmannaeyjum hefur
gefið 5000 kr. til Stúdentagarðs-
ins með þeim fyrirmælum, að syn-
ir Halldórs læknis Gunnlaugsson-
ar njóti fyrst og fremst herberg-
is þess, sem gjöfin veitir rjett til,
en síðan jafnan stúdent, sem
heima eigi í Vestmannaeyjum.
Sjera Ragnar E. Kvaran og frú
hans koma hingað með íslandi frá
Khöfn um næstu helgi. þau lögðu
á stað frá Winnipeg 30. janúar.
Var þeim þá haldið veglegt sam-
sæti að skilnaði. þau dvelja hjer
heima í sumar komandi.
Prentsmiðjan Acta.
tvo tíma“. — „það er ekki hægt að ljúka við það í dag. Jeg
verð að smíða tvo hjólspæla og nöf. þjer komist ekki af
stað fyr en í fyrramálið, heira“. — „það, sem jeg þarf að
gjöra, má ekki bíða til morguns. Gæti jeg ekki fengið ann-
að hjól í stað þess, sem er brotið?“ — „Hvað eigið þjer
við?“ — „þjer sem eruð vagnasmiður?“ — „Já, herra“. —
„Getið þjer ekki selt mjer hjól, svo jeg komist aif stað
undir eins?“ — „Annað hjól í stað þessa?“ — „Já“. —
„Jeg hef ekkert hjól, sem á við þennan vagn. Hjól era
ávalt tvö og samstæð. það er ekki hægt að setja hjól sam-
an út í bláinn“. — „Jæja, seljið þjer mjer þá tvö hjól“. —
„það eiga ekki öll hjól við alla öxula, herra“. — „Reynið
þjer samt“. — „það er ekki til nokkurs, herra. Jeg hef
ekki nema báruhjól til sölu. Hesdin er lítill bær“. — „Haf-
ið þjer þá ekki vagn, sem þjer getið leigt mjer?“ Vagna-
smiðurinn hafði undir eins sjeð, að kerran var leiguvagn.
Hann ypti öxlum. „þjer farið ekki vel með vagna, sem
yður eru leigðir“, sagði hann. „þó að jeg hefði vagn, vildi
jeg ekki leigja yður hann“. — „Jæja, seljið mjer hann
þá“. — „Jeg hef engan“. — „Ekki einu sinni smákerru?
þjer sjáið, að jeg er ekki vandlátur". — „Hesdin er lítill
bær“, sagði vagnasmiðurinn; „jeg á hjema í vagnskýlinu
gamlan skygnisvagn, sem einn af borguram bæjarins hefir
fengið mjer til gætslu — hann notar hann einungis. Jeg
vildi gjaman lána yður hann, því að hvað ætti það að geta
gjört mjer? En hann má ekki sjá hann, og auk þess er
það skygnisvagn og þarf tvo hesta fyrir hann“. — „Jeg
fæ mjer tvo pósthesta“. — „Hvert ætlið þjer að fara?“ —
„Til Arras“. — „Og þjer ætlið þangað í dag?“ — „Já“. —
,Með pósthesta?“ — „því ekki það?“ — „Stendur yður á
sama þó að þjer komist þangað ekki fyr en klukkan fjögur
í nótt?“ — „Nei, alls ekki“. — „Já, lítið þjer á, það er nú
ekki svo hlaupið að því að fá pósthesta. Með þeim komist
þjer ekki til Arras fyr en snemma í fyrramálið. Við erum
hjer við aukaveg. Auk þess er örðugt með hesta á áning-
arstöðunum. Hestarnir eru á beit, plægingartíminn er
byrjaður, menn þurfa á mörgum hestum að halda og taka
þá þar sem hægt er að fá þá, pósthestana líka. þjer verðið
að bíða að minsta kosti þrjár eða fjórar klukkustundir á
hverjum stað. Og þjer farið fót fyrir fót. það er mjög
hæðótt“. — „Jæja, þá fer jeg ríðandi. Takið þjer hestinn
frá vagninum. Jeg get vonandi fengið keyptan hnakk hjer
í bænum?“ — „Já, það getið þjer vel fengið. En er þess-
um hesti reitt?“ —■ „Nei, það er rjett; það er honum
ekki“. — „Jæja, þá . . .“. — „Já, en jeg get þó væntanlega
fengið leigðan hest hjer í bænum?“ — „Hest, sem getur
hlaupið til Arras í einum spretti?" — „Já“. — „Til þess
þyrfti hest, sem ekki er til hjer. Og auk þess yrðuð þjer
víst að kaupa hann, því að við þekkjum yður ekki. En þjer
fáið ekki slíkan hest, hvorki til leigu nje kaups, hvorki fyr-
ir fimm hundruð nje þúsund franka“. — „Hvað á jeg þá
að gera?“ — „það besta, sem þjer getið gjört — jeg legg
þar við drengskap minn sem heiðarlegs manns —, er að
láta gjöra við hjólið og fresta ferðinni til morguns“. —
„þá kem jeg of seint. Fer ekki póstvagn til Arras? Hve-
nær fer hann ?“ — „I nótt. Bæði póstvagninn, sem kemur
hingað, og sá, sem fer hjeðan, ekur á nóttunum“. — „Er
áreiðanlegt að þjer þurfið heilan dag til þess að lagfæra
þetta hjól?“ — ,Já“. — „Og eins þó að þjer takið tvo menn
í vinnu með yður?“ — „þó að þeir væru tíu“. — „Er ekki
hægt að binda hjólspælana saman?“ — „Jú, hjólspælana,
en ekki nöfina“. — „Er enginn maður, sem leigir vagna,
hjer í bænum?“ — „Nei“. — „Er hjer enginn annar vagna-
smiður?“ Vinnumaðurixm og vagnasmiðurinn hristu báðir
höfuðið og neituðu.
Hann var ofsalega glaður. það var bersýnilegt að for-
sjónin hafði tekið í taumana. það var hún, sem hafði skemt
hjólið á kerrunni og látið hann nema staðar. Hann hafði
ekki látið undan undir eins; hann hafði gert alt, sem í hans
valdi stóð, til þess að geta haldið áfram för sinni; hann
hafðii samvitskusamlega rejmt allar leiðir; hann hafði
hvorki látið árstíðina, örðpgleika eða útlát setja sig eftir;
hann gat ekki ásakað sig um neitt. Kæmist hann ekki
lengra, var það ekki honum að kenna; það var forsjónin,
sem svo vildi vera láta. Honum ljetti fyrir brjósti; í fyrsta
sfcifti, síðan Javert hafði verið hjá honum, gat hann dregið
andann, sem frjáls maður. Honum fanst, sem járnhöndin,
sem kreist hafði hjarta hans í tuttugu stundir, slepti nú
takinu. Honum fanst, sem guð vera með sjer; hann sagði
við sjálfan sig, að hann hefði gert alt, sem í hans valdi
stæði, og hann þyrfti nú ekki annað að gera, en að snúa
rólegur við.
Hefði samræða hans við vagnasmiðinn farið fram inni
í veitingahúsinu, hefðu engir áheyrendur orðið að henni,
og vjer hefðum líklega ekki neyðst til þess að segja frá
því, sem gerðist; en hún fór fram á miðri götu. Sjerhver
samræða á götu úti safnar ávalt að sjer áheyrendum. Alt
af eru til menn, sem einsfcis óska eins og þess, að fá að
vera áhorfendur og áheyrendur. Nokkrir menn, sem fram
hjá gengu, höfðu numið staðar, meðan hann var að tala
við vagnasmiðinn. Eftir að hafa hlustað á, um hvað talið
snerist, flýtti unigur strákur, sem enginn hafði tekið eftir,
sjer í burtu. Á því augnabliki, sem ferðamaðurinn hafði
tekið þá ákvörðun, að snúa við, eftir þá umhugsun, sem
vjer höfum getið um, kcm drengurinn aftur með gamla
konu. „Herra“, sagði konan, „drengurinn minn segir, að
þjer óskið eftir að fá vagn leigðan“. þessi einföldu orð,
sem sögð voru af gamalli konu, sem leidd var af dreng,
komu svitanum til þess að spretta fram á honum. Honum
fanst eins og höndin, sem slept hafði tökunum á honum,
koma í ljós í myrkrinu fyrir aftan hann, reiðubúin til
þess að læsa klónum í hann að nýju. „Já, fcona góð“,
mælti hann; „jeg þarf að fá vagn leigðan, en svo flýtti
hann sjer að bæta við: „En það er enginn til í bænum“.
— „Jú, hann er til“, svaraði gamla konan. — „Hvar er
hann?“ mælti vagnasmiðurinn. „Hjá mjer“, svaraði gamla
konan. það fór hrollur um hann. Forlögin höfðu aftur
náð tökum á honum.