Lögrétta - 02.03.1926, Blaðsíða 1
[nnheimta og afgreiðsla
í Veltusundi 3
Sími 185.
LOGRJETTA
Útgefandi og ritstjór
horsteinn G í sia s n n
t>ingholt>8fræti 17.
XXI. ár.
KeybjaTÍk. þriðjudaginn 2. mars 1Í126.
10. tbl.
Umvíðaveröld.
Yfirlit.
Mikið er talað um það nú á
síðustu tímum, að forustu Ev-
rópumanna í heimsmálunum sje
hætta búin. Raddimar, sem mót-
mæla yfirráðum þeirra í öðrum
heimsálfum, eru að verða hávær-
ari og háværari. Á síðastliðnu
vori reis Abd-el-Krim upp gegn
yfirráðum Frakka og Spánverja
í Marokkó. Báðir hafa sent þang-
að mikið lið og kostað miklu fje
til hemaðarins. En sigurinn er
ekki unninn þar enn. Og þótt
hann vinnist, getur ekki orðið
þar nema um bráðabirgða-úrslit
að ræða, því uppreisnin þama er
liður í djúptækri hreyfingu inn-
fæddu þjóðanna í Norður-Afríku
og Asíu gegn yfirdrotnun Ev-
rópumanna. Almenningur í Frakk-
landi hjelt, þegar uppreisn þessi
hófst, að þegar franski herinn
væri kominn suður, yrði upp-
reisnin bæld niður á fáum vikum.
En hún reyndist miklu öflugri en
af var látið opinberlega í byrjun-
inni. það varð að senda fleiri og
fleiri hersveitir til Marokkó og
kostnaðurinn varð margfaldur við
það, sem ráð var fyrir gert í
upphafi.
Af sömu rótum og Abd-el-
Krims-uppreisnin eru uppreisn-
irnar í Litlu-Asíu gegn frakk-
neskum yfirráðum í sumar og
haust, sem leið, og sömuleiðis
deiluroar milli Tyrkja og Breta
um Mósúlhjeraðið, sem nær því
voru orðnar að friðslitaefni og
geta vel orðið það enn. S.iálfstæð-
ishrevfingin fer sívaxandi í Ind-
landi og, óánægjan með yfirráð
Breta þar. Og í Kína varð fiand-
skapurinn gegn Vesturlandaþjóð-
unum magnaðri á síðastliðnu ári
en nokkm sinni áður.
Við þetta bætist svo, að stór-
veldi Vestur-Evrópu hafa árum
saman sparkað stærstu þjóð álf-
unnar, Rússum, frá sjer, af ótta
við Bolsjevikakenningarnar. Rúss-
ar hafa á síðari árum meira og
meira leitað sambanda austur á
bóginn, og áhrif þeirra hafa vax-
ið í Asíu jafnframt því, sem þau
hafa þverrað í Evrópu. I sumar,
sem leið, studdu þeir hreyfinguna
í Kína gegn Vesturlandaþjóðun-
um. Og án efa styðja þeir, hve-
nær sem tækifæri gefst, bæði
Indverja og Tyrki í viðureign
þeirra við Englendinga, þegar um
er að ræða yfirráð í Asíulöndum.
óánægja hefur án efa lengi
verið ríkjandi meðal þeirra þjóða
í Asíu og Afríku, sem lotið hafa
yfirráðum Evrópuþjóðanna. En
heimsstyrjöldin hefur gefið þeirri
óánægju nýjan byr undir vængi.
pær líta ekki með sömu augum
til Evrópu eftir sem áður. Hún
hefur mist hjá þeim álit við ó-
friðinn. Hún er vanmáttugri
gagnvart þeim eftir en áður, bæði
efnalega og siðferðislega. þær
hafa nú barist á vígvöllum Ev-
rópu, teygðar þangað með flaður-
mælum um það, að verið væri að
berjast þar fyrir sjálfsákvörðun-
arrjetti og jafnrjetti allra þjóða.
Er þá ekki eðlilegt að þeir krefj-
ist á eftir jafnrjettis og sjálf-
ræðis?
Evrópa stendur yfirleitt ver að
vígi gagnvart öðrum álfum heims-
ins eftir styrjöldina miklu en
fyrir hana. Um leið og mesta
heiptin frá ófriðarárunum kólnar
smátt og smátt, verður mönnum
þetta líka smátt og smátt ljósara.
Af því stafar samkomulagshug-
urinn, sem fyrst hefur verulega
gert vart við sig á síðastliðnu
ári í Locarnó-samningunum. þó
má ekki búast við, að samningar
þeir, sem undirskrifaðir voru í
Locamo, haldi, ef á reynir, frem-
ur en aðrir samningar af líku
tægi. En það er talað um huginn
eða andann frá Locarno, og hann
var annar en sá, sem verið hefur
ríkjandi á stjórnmálamannamót-
um hjer í álfunni eftir heims- j
styrjöldina. það lítur út fyrir, að
þar sje um verulega breytingu
að ræða. En það er fyrst og
fremst breytt afstaða Evrópu í
heild út á við, sem þokað hefur
stjómmálamönnunum inn á þær
hugsanabrautir.
Síðustu fregnir.
Fregn frá París segir, að búist
sje við að samkomulag náist nú
bráðlega um fjárlögin í franska
þinginu, þar sem þingflokkarnir
hafi nú loks sjeð, að þetta sje
lífsnauðsyn. Síðan á að hefja
samninga að nýju um skuldirnar
við Bretland og Bandaríkin.
Stjórnarskifti eru að verða í
Noregi. Við umræður um fjárlög-
in í Stórþinginu, sem lokið var
26. f. m., kom fram megn óánægja
gegn stjórninni frá hálfu Hægri-
manna og Bændaflokksins, er báð-
ir kröfðust víðtækrar útgjalda-
lækkunar. Vantraustsyfirlýsing
til stjórnarinnar, sem flutt var í
þinginu, fjell. En Mowinkel for-
sætisráðherra lýsti yfir, að hann
færi frá völdum, og tilkynti kon-
ungi það samstundis. Munu nú
Hægrimenn mynda nýja stjórn,
ef til vill með stuðningi Bænda-
flokksins.
Frá þýskalandi er sagt, að í
smábæ einum við Rín hafi 200
menn, flestir bændur, sem reiðir
voru yfir skattabyrði sinni, brot-
ist inn á skattstjóraskrifstofuna,
brent þar öll skjöl og misþyrmt
skrifstofufólkinu. Fregnin segir
að þeim verði hegnt sem upp-
reisnarmönnum.
Óeirðir eru nú byrjaðar á ný í
Damaskus og sagt að 6 þúsundir
uppreisnarmanna sjeu í nánd við
borgina og reyni að einangra hana.
Fregn frá París segir, að pró-
fessor Camette hafi skýrt frá til-
raunum sínum við bólusetningu
smábarna frá tæringarveikum
heimilum gegn tæringu. Tilraun-
imar hafa sannað, að 93% af
börnum frá slíkum heimilum sjeu
gerð ómóttækileg fyrir veikina.
en spurningin er sú, hvort þau
geti síðarmeir orðið tæringarveik.
Frá Osló er símað, að menn sjeu
orðnir órólegir út af hækkun
krónunnar. Noregsbanki stórtapi
á tilraununum til þess að hefta
hækkunina.
Fregn frá Rómaborg segir, að
Mússólíni ætli bráðlega að leggja
fyrir þingið lagafrumvarp um
kirkjumálefni, en páfinn hafi mót-
mælt og segi slík lög ógild nema
sitt samþykki komi þar til.
Eimreiðin öll til sölu.
Eimreiðin frá upphafi, óbundin en með öllu óskemd, er til sölu með
tækifærisverði í
Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar,
Veltusundi 3.
Á útleið. Svo heitir leikur, sem
Leikfjelag Reykjavíkur er nú að
sýna og mikið þykir til koma. Höf-
undur er enskur, heitir Sutton
Vane, ungur maður, og er þetta
sagt fyrsta leikritið, sem hann
hefur samið. Hann var í hcims-
ófriðnum og er síðan fatlaður. En
þetta leikrit hans hefur nú verið
sýnt víða um lönd og hefur vakið
ekki litla eftirtekt, enda er það frá- :
brugðið að efni öllum eldri leikrit- |
um, með því að það gerist á leið |
frá þessum heimi til annars heims
og allir, sem á leiksviðinu eru sýnd-
ir, eru framliðnir menn. Með
leiknum sýnir höf. hvernig hann
hugsar sjer þetta ferðalag, sem
okkur er sagt að liggi fyrir öllum
jarðarinnar börnum. Leikurinn er
fallegur og vel leikinn og enginn
efi á því, að hann verður oft
sýndur.
ísland og Danmörk. I tilkynning
frá danska sendiherranum hjer
segir: Dr. Valtýr Guðmundsson
prófessor hefur í grein í „Na-
tional-Tidende“, í sambapdi við
umræður út af fólksflutningum úr
landi, beint athygli manna að Is-
landi. — Segir hann að mikil land-
flæmi hjer bíði þess, að verða tek-
in til skynsamlegrar rætkunar, í
sambandi við nauðsynlegar og
fyrirhugaðar járnbrautalagning-
ar. — Blaðið telur sig hlynt þeirri
hugmynd, að Danir flytjist hing-
að, ef uppástunga þar að lútandi
komi fram af íslands hálfu. — Út
af grein dr. V. G. birtir sama blað
viðtal við Pál Zóphóníasson, skóla-
stjóra á Hólum, sem nú er stadd-
ur í Kaupmannahöfn, þar sem
skólastjórinn gefur stutt yfirlit
yfir búnaðarástandið hjer og
framtíðarhorfur. — P. Z. hafði
áður, samkvæmt fyrirspurn blaðs-
ins um svipað efni, bent á lág-
lendið hjer austanfjalls, sem biði
eftir fólki og nógu fjármagni til
ræktunar. — Hann tekur nú fram,
að okkur vanti einungis duglegt,
vinnandi fólk, og svo auðvitað
nægilegt fje til framkvæmdanna.
Segir hann, að danskt fjármagn
og starfsamir danskir innflytjend-
ur mundu verða mikill vinningur
fyrir Island.
„íslands mikli myndasmiður'*
heitir grein í enska tímaritinu
Review of Reviews (febrúarhefti)
um Einar Jónsson frá Galtafelli.
Segir þar frá bók hans „Myndir",
sem út kom í vetur, og er lofsorði
lokið á myndimar og skýringar
G. Finnbogasonar landsbóka-
varðar.
Varðskipið „þór“. Við stjóm á
því hefur nú tekið til bráðabirgða
Einar Einarsson, sem áður hefur
verið þar stýrimaður, en síðan
tekur^við henni Friðrik Ólafsson
frá ísafirði.
Koma konungshjónanna. For-
sætisráðherrann tilkynnir, að kon-
ungur og drotning komi að foi'-
fallalausu til Islands á beitiskipinu
Niels Juel, en á skipinu verður
Knútur prins starfandi liðsforingi.
Gert er ráð fyrir, að komið verði
til Reykjavíkur 12. júní, og eftir
stutta viðdvöl þar er ferðinni
heitið kring um land með viðkomu
á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði.
Mannalát. Nýlátin er á Isafirði
Sigríður Gísladóttir Ijósmóðir.
merkiskona. — 26. f. m. andaðist
á Vífilsstöðum Guðrún Ó. Skag-
fjörð, systir Kr. ó. Skagfjörð
heildsala. — 25. f. m. andaðist
hjer í bænum Vilborg Grönvold,
ekkja C. Grönvold verslunarstjóra
á Siglufirði, tengdamóðir Gísla J.
Ólafsson símstjóra og P. Smith
verkfræðings. — 23. f. m. andað-
ist pórarinn S. Eiríksson, sonur
prestshjónanna á Torfastöðum í
Biskupstungum, 17 ára gamall.
í>íngtíðindi.
Gengismálið.
Tryggvi þórhallsson flytur frv.
„um stöðvun á verðgildi íslenskra
peninga“. 1. gr. hljóðar svo:
„Leita skal stöðvunar á verðgildi
íslenskra peninga á þeim gmnd-
velli, að gengi þeirra gagnvart er-
lendum peningum sje í samræmi
við kaupmátt þeirra innanlands —
með því markmiði að festa endan-
lega verðgildi peninganna á þeim
grundvelli". Löng og rækilega
samin greinargerð fylgir, og verð-
ur því ekki neitað, að höf. færir
margt fram máli sínu til sönnun-
ar, sem krefst nákvæmrar íhugun-
ar. En mál þetta er flókið, og deil-
ur erlendra fræðimanna um það
sýna best, að erfitt er að komast
til botns í því, eða finna um það
algildar reglur. Hver hreyfing á
genginu, upp eða niður, hefur í för
með sjer eignatruflun, sumir tapa
við hana, en aðrir vinna, og því
stærri sem sveiflan er, því meiri
verða truflanirnar og þau vand-
ræði, sem af þeim stafa. Og þetta
nær ekki einungis til einstaklinga
innan þjóðfjelagsins. Útlendir fje-
sýslumenn nota sjer gengissveifl-
umar til hagnaðar og uppruna
þeirra getur verið að leita hjá
gróðabrallsmönnum annara þjóða,
hvort sem mikil brögð hafa ver-
ið að því hjer að undanförnu eða
ekki.
Málið var lengi rætt í Nd. og var
því síðan, eftir tillögu flutnings-
manns, vísað til fjárhagsnefndar.
Með flutningsmanni tóku í streng-
inn Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur
Thors, en á móti f járámlaráðherr-
ann og Jón Baldvinsson. Flutnings-
maður og þeir, sem með honum
tóku í strenginn, sýndu fram á tap
atvinnurekenda á hækkun ísl.
krónunnar á síðastl. hausti og
vildu, að landsstjómin hefði lagt
bönkunum fje til þess að stöðva
hækkunina, þ. e. til kaupa á út-
lendum gjaldeyri, er framboð hans
varð svo mikið, að bankamir gátu
ekki keypt hann nema sjer í stór-
skaða. En fjármálaráðherrann
taldi, að þetta hefði ekki verið for-
svaranlegt. Hann benti á, að nú
hefði gengið verið stöðugt í nokkrá
mánuði og vildi halda því fyrst um
sinn, en að takmarkið væri að ná
gullgengi. Umræðurnar voru mjög
hóflegar frá báðum hliðum.
Bankamálin.
Frá nefnd þeirri, sem skipuð var
á síðasta þingi til þess að fjalla um
bankamálin, eru nýlega komin út
álitsskjöl og frumvarp, og er þetta
stór bók. pó er nefndin klofin.
pessu frumvarpi fylgja fjórir
nefndarmenn: Sveinn Björnsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson
og Magnús Jónsson, en fimti
nefndarmaðurinn,Benedikt Sveins-
son, hefur tekið aðra stefnu í mál-
inu, og er álitsskjal hans ekki
komið fram enn.
Meiri hlutinn vill fá Landsbank-
anum seðlaútgáfurjettinn, en láta
bankann eftir sem áður vera lands-
ins eign, ekki gera hann að hluta-
banka, eins og um var talað á síð-
asta þingi. Minni hlutinn mun aft-
ur á móti koma fram með tillög-
ur um stofnun sjerstaks seðla-
banka, eins og haldið var fram af
sumum á síðasta þingi.
Veðdeild Landsbankans.
Stjórnin ber fram frumvarp um
stofnun nýs veðdeildarflokks, sem
verður 5. flokkur, og er frumvarp-
ið að mestu samið af bankamála-
nefndinni, því henni var ætlað m.
a. að undirbúa lög um fasteigna-
veðlán. En á síðasta hausti var fje
4. veðdeildarflokksins þrotið og
því nauðsyn að bæta úr þessu í
bráð, þar til ný löggjöf verður sam-
in um fasteignaveðlánin. Framv.
gefur he:mild til útgáfu banka-
vaxtabrjefa alt að 10 milj. kr.
lslenskt happdrætti.
Jörundur Brynjólfsson og Pjet-
ur Ottesen flytja frumvarp um að
lendsstjóminni veitist heimild til
þess að veita bræðrunum Sturlu
Jónssyni og Friðriki Jónssym
einkaleyfi til stofnunar íslensks
happdrættis með ýmsum skilyrð-
um, sem fram eru tekin í frum-
varpinu. Er frumvarp þetta líkt
þeim frumvörpum um sama efni,
sem áður hafa legið fyrir þinginu.
Húsaleigulögin í Rvík.
Magnús Jónsson og Jakob Möll-
er flytja framvarp um að nema úr
gildi lögin um húsaleigu í Rvík, og
er það gert eftir beiðni bæjar-
stjórnar.
Leiga á strandferðaskipi.
Frá samgöngumálanefnd er
komin fram svohlj. tillaga til
þingsályktunar: Alþingi ályktar
að heimila ríkisstjóminni að leigja
um 500 smálesta skip til strand-
ferða, ásamt „Esju“, frá í ágúst og
fram í desember næstk., er aðal-
lega annist vöruflutninga með
ströndum fram, en hafi þó nokkurt
farþegarúm.
Fyrirhleðsla eða brú á þverá.
Eggert Pálsson flytur svohlj.
tillögu: Alþingi ályktar að skora
á ríkisstjómina: 1. Að byrja á
þessu ári á framkvæmdum til að
fyrirbyggja framrensli Markar-
fljóts í þverá, samkvæmt lögum
nr. 69, 14. nóv. 1917. 2. Að láta
rannsaka brúarstæði á þverá og
gera áætlun um brúarkostnað, ef
ekki telst mögulegt í náinni fram-
tíð að koma í veg fyrir, að Mark-
arfljótsvatnið renni í þverárfar-
veginn.
Sala á saltfiski og sfld.
Jón Baldvinsson flytur frumv.
um, að landsstjómin taki að sjer
sölu og útflutning á saltfiski og
annað um að hún taki að sjer sölu
og útflutning á sfld.
Sauðfjárbaðanir.
Jör. Brynjólfsson, Jón Sigurðs-
son, Sigurj. Jónsson, Kl. Jónssón
og Ásg. Ásgeirsson flytja frumv.
um breyting á lögum um sauðfjár-
baðanir á þá leið. að með sam-
þykki atvinnumálaráðuneytisins
megi, auk hins lögskipaða baðlyfs,
nota Coopersbaðlyf.