Lögrétta


Lögrétta - 20.03.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.03.1926, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 185. LOGRJETTA Qtgefandi og ritstjór’ Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Reykjavík. langardaginn 20. mars 1926. |J 13. tbi. Þingtíðindi. pað hefur fátt sögulegt gerst á Alþingi, það sem af er þingtím- anum. þingfundir hafa verið stuttir og lítill hiti í umræðunum, enginn verulegur ágreiningur komið fram, sem eftirtekt hafi vakið. Gengismálið er eina málið, sem komið hefur á stað líflegum umræðum og síðustu dagana hef- ur mikið verið rætt um útsvara- frumvarpið, sem borið er fram af stjóminni. En fjárlögin koma hú til annarar umræðu einhvern af næstu dögum. Bankamálin. Tvö frumv. eru komin fram um skipun bankamálanna. Annað flytur stjórnin, og er það að miklu leyti hið sama og frumv. meiri hluta bankamálanefndarinnar. 1. gr. er svohlj.: Landsbanki Islands er sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkisins und- ir sjertakri stjóm. svo sem nánar er ákveðið í V. kafla laga þessara. Á Norðurlandamálum er heiti bankans Islands Nationalbank, á ensku The National Bank of Ice- land og á öðmm tungumálum sam- svarandi heiti. Bankinn starfar í þrem deildum með aðgreindum fjárhag, og nefnast þær seðlabanki, sparisjóðs- deild og veðdeild. Skal halda al- gjörlega aðgreindum varasjóðum óg öðrum eignum, útlánum, inn- lánum, bókfærslu og reiknings- haldi hverrar deildar fyrir sig. 1 athugasemd við frumvarpið eegir: Frumvarp þetta er að því leyti sniðið eftir frv. meiri hluta milliþinganefndarinnar í banka- málum, að gert er ráð fyrir að Landsbankanum verði breytt í seðlabanka. 1 nefndarfrv. er gert ráð fyrir að sparisjóðsdeild bank- ans fái sjer stakt bókhald, með útlánum og innlánum aðgreindum frá seðladeild bankans. Rjett heL ir þótt að stíga þetta spor til fulls, og er í þessu frv. gert ráð fyrir að sparisjóðsdeildin fái al- gerlega sjerstakan fjárhag, ei-ns og t. d. veðdeildin. Má þá m. a. greina sparisjóðsdeildina frá bank- anum og láta hana halda áfram sem alveg sjerstaka peningastofn- un undir annari stjóm þegar bank- an'um er vaxinn svo fiskur um hrygg, að hann þarf ekki leng- ur spjarifjárins til þess að tryggja sjer þau tök á peningamarkaðin- um, sem seðlabanka ber að hafa. Hitt frumv. er frá Benedikt Sveinssyni, sem er minni hluti bankamálanefndarinnar, og heit- ir það frv. til laga um Ríkisbanka íslands. 1. og 2. gr. eru svohlj.: Ríkisbanki Islands er sjálfstæð stofnun, og skal tilgangur hans vera: 1. að hafa á hendi útgáfu bankaseðla innan þeirra tak- marka, er þarf til þess að full- nægja gjaldmiðilsþörf í innan- landsviðskiftum. 2. að stuðla að tryggri skipun á peningamálum landsins, með það fyrir augum, að gull og gullgildir seðlar geti sem fyrst orðið og haldi síðan áfram að vera almennur gjald- eyrir í landinu. 1 því skyni ber stjóm bankans að afstýra, eftir því, sem unt er, með kaupum og sölu á erlendum gjaldeyri og með viðskiftum við aðrar peninga- stofnanir í landinu, traflun þeirri á jjeningamálum og atvinnulífi, sem annars má vænta, að almenn- ar hagsveiflur hafi í för með sjer. 3. að annast veðlánastarfsemi í landinu samkvæmt lögum um Rík- isveðbanka Islands, með þeim breytingum, er á þeim lögum verða gerðar og leiða af því, að ríkisveðbankinn verður önnur deild rikisbankans. 2. gr. Ríkissjóður leggur bank- anum til gullforða eftir því sem þörf krefur, til tryggingar seðl- um þeim, er hann gefur út, og telst það fje stofnfje bankans. Um það fyrirkomulag, sem þarna er haldið fram, ritaði Sig- urður Eggerz bankastjóri í síð- asta tbl. Lögr. Jámbrautarmálið. Jörundur Brynjólfsson og Magnús Jónsson flytja framv. um heimild fyrir ríkisstjómina til þess að láta leggja jámbraut frá Reykjavík til ölfúsár. Sporvídd brautarinnar skal vera 1.067 metrar og gerðin í aðalatriðum sniðin eftir tillögum Sv. Möllers verkfræðings. Brautin á að liggja um Hellisheiði. Kostnaðinn skal greiða þannig: a. Reykjavíkurkaupstaður kostar land undir stöðvar og greiðir bæt- ur allar fyrir landnám, jarðrask og átroðning vestan afrjettar eða almennings á Hellisheiði. b. Ár- nessýsla kostar á sama hátt land undir stöðvar og greiðir bætur all- ar fyrir landnám, jarðrask og átroðning austan afrjettar eða al- mennings á Hellisheiði. c. Ríkis- sjóður leggur fram kostnaðinn að öðru leyti þannig: 1. sem beint framlag 2V2 milj. kr. Af þessu framlagi skal að minsta kosti 1 milj. kr. vera handbær, þeg- ar byrjað er á verkinu, og alt að 11/2 milj. kr. lagt fram með ár- legum greiðslum, meðan verkið stendur yfir. 2. Sem lán til fyrir- tækisins það, er til vantar. Járnbrautin, ásamt öllum tækj- um og mannvirkjum, er henni til- heyra, verður eign ríkissjóðs. Rektsri brautarinnar skal haldið uppi á kostnað ríkissjóðs, nema öðruvísi verði ákveðið með lögum I greinargerðinni segir, er drep- ið hefur verið með nokkrum orð- um á sögu málsins: Stofnkostn- aður brautarinnar með vöxtum, miðað við núverandi verðlag og að brautin veri bygð á 8 árum, frá Reykjavík austur að ölfusá, er áætlaður, samkv. skýrslu Geirs G. Zoega, 6250000 kr., en með brú á ölfusá 6475000 kr. þetta er að vísu mikið fje, en þegar á það er litið, hve mikil vissa er fyx’ir því, að fyrirtækið geti fljótlega borið sig, líklega miklu fyr en nokkum varir, er það alls ekki ægilegt. Foss skrifstofustjóri, að- alráðamaður norsku járnbrauta- stjómarinnar á þessu sviði, hefir ásamt Sverre Möller gert áætlun um rekstur brautarinnar. Er hjer sett áætlun þeirra um 2. og 10. rekstrarár, samkv. framhalds- skýrslu G. G. Z. 2. rekstrarár. Tekjur . . . . kr. 421000 Gjöld . . .. . — 358000 10. rekstrarár. Tekjur .. . . kr. 732000 Gjöld.......— 424000 Tekjuafgengur upp í vexti verður á 2. ári samkv. áætluninni 63000 kr., en á 10. ári 308000 kr. — eða 5% af stofnkostnaðinum. Er ekki hægt annað að segja en þetta sje glæsileg útkoma. Á fyrri þingum við umræðumar um þetta mál hefir verið haldið fram, að brautin hefði ekki það mikinn flutning, að gerlegt gæti talist að leggja jámbrautina. En samkvæmt skýrslu vegamála- stjóra mun engin ástæða til að óttast, að brautin kæmi ekki til- tölulega fljótt til að bera sig. Gg rannsókn þessa máls sýnir, að erlendis hefði ekki verið talið áhorfsmál að leggja jámbraut um það land, er hefði eins mikil gróðrarskilyrði og mikla flutn- ingaþörf eins og þessi hjerað. þó er það öldungis víst, að flutninga- þörfin mun reynast miklu meiri en sú rannsókn sýnir, er gerð hef- ir verið um það atriði. Og full- yrða má, að sú áætlun verkfræð- inganna um aukningu eftir að jámbrautin er lögð, er afarvarleg. Svo varleg er sú áætlun, að flutn- ingurinn með brautinni mun reyn- ast miklu meiri.Ber margt til þess. Fyrst það, að ræktun landsins eystra mun aukast og margfald- ast, þegar Flóaáveitan er fullgerð og svona öruggar samgöngur eru fengnar, með stofnun nýbýla og á annan hátt. En býlaf jölgunin er lítt hugsanleg á þessum stöðvun nema svona öruggar samgöngur fáist. I öðra lagi myndu iþessar samgöngubætur gera bændum mögulegt að húsa betur býli sín, og það er afarmikið verkefni á Suðurlandsundirlendinu. Ep nú eru flutningaerfiðleikamir það miklir, að það er að kalla óvinn- andi. þá ber á það að líta, að hingað til hefir allmikil versl- un verið á Stokkseyri og Eyrar- bakka. Verslanir þar hafa feng- ið allmikið af vörum beint frá útlöndum. Nú era þessar versl- anir að hætta. Við þá breyting aukast afarmikið flutningamir austur yfir fajll. Og sú aukning flutninga, sem af þessari breyting stafar, hefir alls ekki komið á þær skýrslur, sem um flutninga um Hellisheiði hafa verið gerðar. ... Yfir höfuð má segja það, að íbúum hjeraðanna austan Hell- isheiðar sje lífsnauðsyn að fá þessa smgöngubót, og þá einkum þeim, sem búa á áveitusvæðinu, eins og það er líka afarnauðsyn- legt bæði fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð. Sauðf járbaðanir. Landbúnaðamefnd hefur haft þetta mál til meðferðar og hefur Magnús Einarsson dýralæknir verið á fundum hennar og komið fram með þessar tillögur: 1. Al- menn boðun til útrýmingar fjár- kláða fari fram svo fljótt, sem því verður við komið, sennilega árið 1928 eða 1929. — 2. Lög nr. 58, 30. nóv. 1914, um sauðfjár- baðanir, og lög nr. 21, 4. júní 1924, um breyting á þeim lögum, sjeu úr gildi numin. Fjórir nefndarmennimir eru fylgjandi fyrri tillögu dýralækn- isins og tveir, Halldór Stefánsson og Ámi Jónsson, báðum, en aðrir tveir, Jör. Brynjólfsson og Jón Sigurðsson, vilja ekki afnema skyldu fjáreigenda til að baða þrifaböðunum nje eftirlit með framkvæmd þeirra, en vilja, að löggilt sje Coopersbaðlyf til þrifa- baðana, auk baðlyfja þeirra, sem löggilt eru nú. Fimti nefndar- maðurinn, Hákon Kristófersson vill emgar breytingar frá því, sem nú er. Víða er meðal almennings ríkj- andi megn misskilningur á þessu máli, með því að menn halda, að þrifaböðunum þeim, sem fyrir- ^ skipaðar hafa verið, sje ætlað að útrýma kláðanum. En til þess þarf meira, eins og dýralæknirinn hef- ur bæði nú og áður skýrt fyrir mönnum. En sje fjárkláðanum einu sinni útrýmt með almennri og fullkominni kláðadrepandi böðun, álítur hann, að láta megi menn sjálfráða um, hverja að- ferð þeir hafi til þess að verja fje sitt óþrifum. Veðurstofa. Sjávarútvegsnefnd flytur frumv. um, að veðurfræðistöð verði stofn- uð og starfrækt hjer á landi og standi hún undir umsjón atvinnu- málaráðaneytisins. Hún á að rann- saka loftslag landsins og safna skýrslum um það, sömuleiðis um hafísa, eldgos 0. s. frv., senda út veðurfregnaskeyti og annast sam- bönd við önnur lönd um veður- fregnir og alt, sem að veður- fræði lýtur. Tveir veðurfi-æðingar eiga að annast verkin, forstjóri og fulltrúi, oig laun forstjórans að vera 5000 kr. hækkandi upp í 6000, en fulltrúans 4000 kr. hækk- andi upp í 5000. — I greinargerð segir, að er sambandslögin gengu í gildi hafi landið orðið að taka að sjer umsjón með veðurathug- unum og kostnað þann, sem af þeim leiði. Hafi því veðurstofa reyndar verið hjer starfandi frá 1919, enda þótt engin lög mæli svo fyrir, og veitt fje til hennar á hverju ári, síðastl. ár 40 þús. kr. Byggingar- og landnámssjóður. Jónas frá Hriflu flytur frumv. um stofnun sjóðs, er svo heiti. Verksvið hans skal vera að gera efnalitlum bændum og grasbýlis- mönnum við kauptún fært, að reisa nýbýli, með skiftingu jarða við erfð eða öðruvísi, þar sem hentug ræktunarskilyrði eru. — Stjóm Búnaðarfjelags Islands stýrir sjóðnum, en Landsbankinn annast bókhald og gjaidkerastörf fyrir hann, þar til öðruvísi er ákveðið. Flutningsmaður skýrir frá, að í Noregi starfi banki, sem ríkið starfrækir, og hafi hann á lið- ugum 20 áram lánað út um 150 milj. kr. þannig, að ríkissjóður greiðir meira eða minna af vöxt- unum, eftir því, hve þjóðnýtur til- gangurinn þykir vera. Til að greiða sem mest fyrir landnámi og byggingu hollra híbýla, lánar sá banki stundum alt að 90% af virðingaverði fasteigna, enda er þá ábyrgð sveitarf jelags á bak við. Er í frumv hallast að sömu meg- instefnu og þarna ræðir um. Tilbúinn áburður. Tryggvi þórhallsson flytur frumv. sem mælir svo fyrir, að á tímabilinu 1927—30, að báðum árum meðtöldum, hafi Búnaðar- fjelag Islands á hendi verslun með hverskonar tilbúin áburðar- efni og selji hrepps- og bæjarfje- lögum, búnaðarfjelögum og sam- vinnufjelögum bænda. Meðan Bún- aðarfjelag Islands annast útveg- un og sölu áburðarins skulu skip ríkissjóðs annast flutning hans endurgjaldslaust. Rekstrarfje ti verslunarinnar greiði ríkissjóður. Friðun þingvalla. Stjórnin ber fram frumv. um friðun þingvalla og er í. gr. svo- hlj.: Almannagjá og sá hluti Brúsastaða og þingvallakirkju- lands, sem er austan hennar og Fjárhúsamúla, sunnan Ármanns- fells og vestan Sleðaáss, Sleðaás- gjár, Leiragjár, Háugjár og fram- halds hennar, alt út til þingvalla- vatns, að undanskildu þingvalla- túni, skulu tekin undan jörðun- um að öllu leyti, þegar þær losna úr núv. ábúð, og vera friðlýstur almenningur. 31. marts 1925 skipaði stjómin þá Matth. þórðarsn þjóðmenja- vörð, Geir Zoéga landsverkfræð- ing og Guðj. Samúelsson húsa- meistara í nefnd til þess að at- luga og gera tillögur um það, hverjar framkvæmdir og ráðstaf- anir skuli gera á þingvöllum og jar í nágrenninu, sjerstaklega fyrir árið 1980, með tilliti til vænt- anlegra hátíðahalda það ár vegna 1000 ára afmælis Alþingis. Hefur stjórnin tekið upp 1 frumv. mikið af tillögum þeirra, en ekki getað fallist á þær allar. Flóa-áveitan. Landsstjórnin flytur framv. um heimild til þess að láta gera þau mannvirki á Flóa-áveitusvæðinu, sem nauðsvnleg era til þess að áveitan komi að fullum notum, og greiðist kostnaðurinn eftir því sem um semst milli stjómarinnar og íbúa áveitusvæðisins. Segir í aths. við framv.: Á næsta vori eða sumri er búist við að lokið verði við Flóa- áveituna, svo að veita megi á, og allvíða munu þá einnig verða komnir flóðgarðar, svo að mikið gagn verði að áveitunni. En til þess að bændur á áveitusvæðinu geti notfært sjer væntanlegan grasauka, þarf ýmislegt fleira en sjálfa áveituna. Má þar til nefna vegi um áveitusvæðið, svo að hægt sje að koma afurðunum frá sjer á aðalveg. Vitaskuld verður ekki til þess ætlast, að hið opin- bera annist vegagerð heim að hverju býli, en aftur á móti verð- ur ekki sagt, að hið opinbera skiljist nægilega vel við þetta stærsta landbúnaðarfyrirtæki, sem stofnað hefur verið til hjer á landi, nema veganet sje lagt þar þannig, að ekki megi teljast ókleift hverjum einstökum að leggja veg heim til sín eða flytja afurðir á veg. Verðtollur. Stjómin flytur nýtt frumv. um verðtoll. Um það segir svo í grein- argerð: I aths. við fjárl.frv. fyrir 1927 er igerð grein fyrir þvi, að ekki þyki fært að missa með öllu verðtollinn sem tekjustofn, og eru tekjur af honum áætlaðar í þvl frv. 850 þús. kr. Hins vegar falla lögin um bráðabirgðaverðtoll úr gildi í árslok 1926. þykir því óhjá- ókvæmilegt, að bera fram nýtt frv. um verðtoll og verður að gera ráð fyrir, að sú löggjöf hald- ist þá fyrst um sinn ... I frv. er nú stungið upp á, að hafa tvo tollflokka, hinn hærri með 20% gjaldi. Hundraðsgjaldið í lægri flokknum verður svo að ákveða þannig, að tollurinn í heild gefi þá upphæð, sem til er ætlast. Kæliskip. Landbúnaðamefndin flytur svo- hlj. framv.: 1. gr. þegar h.f. Eimskipafje- lag Islands lætur byggja nýtt millilandaskip, er ríkisstjóminni heimilt að veita til iþess styrk úr ríkissjóði, alt að 350000 kr., gegn því, að skipið hafi fullkominn kæliútbúnað, 2 milliþilför og að Frh. á 4. riða

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.