Lögrétta


Lögrétta - 20.03.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.03.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Hollandsk Export Kaffe-Surrogat Eineste Aroma, udmærket Kaffe- smag, særdeles kraftig og billig i Brugen, anbefales Forbrugere af Kaffe Surrogat. Fabrikanter: Firma I. Pieters, Hofleverandör. Groningen, Hol- land. Eneforhandling for Island: T. W. BUCH, Köbenhavn. vinnuvegar þjóðarinnar, sem mest er nú deilt á, svo nærri má kalla ofsókn, er nefnir sig framsókn! — þessar tvær myndir sýna, að sitthvað til muna er athugavert við stjórnmálin og framsóknina nú á tímum. IV. það var í fymdinni, að ósam- þykki reis á miHi hinna ýmsu hluta líkamans. þeir gerðu að síð- ustu uppreist gegn maganum, er þeir töldu algerðan ómaga, er all- ir þyrftu að þræla fyrir. Hann lifði í sællífi og mesta iðjuleysi. Höfuðið hætti að hugsa og segja fyrir; hendumar að afla fæðunnar og færa hana í munninn, tenn- urnar að tyggja, og tungan, sem var nú versti miðillinn hjer, neit- aði að færa hana ofan í magann. Maginn átti nú náðuga daga. En þá fór svo, að allur líkaminn vesl- aðist upp. Limimir sáu, að svo búið mátti ekki standa; að mag- inn hafði einnig nauðsynjastarf með höndum. þeir tóku aftur upp vinnu sína. Síðan hafa þeir unnið saman og sáttir. „þjer erað limir á sama lík- ama“. þessi fáorða áminning til mannanna, er kjami allrar heil- brigðrar jafnaðarkenningar og samvinnustefnu. Nú er jafnaðar- og samvinnuöld í orði kveðnu. En bæði undir og ofan á ríkir sundrung og sjerdráttur milli flokka, stjetta, milli sjávar og sveita o. s. frv. Sömu mennimir sem prjedika samúð og samvinnu, virðast einnig kynda undir sjer- drættinum, sundrunginni og tor- trygninni. Mikið er talað og ritað um strauminn í kaupstaði og sjávarþorp. það er orðið eitt munn- tamasta efni orðhvatra manna, er vilja láta mikið á sjer bera. En þett er nú ekkert nýtt. Jeg hef heyrt þetta sama í meira en 30 ár. Og þó var fyrir aldamótin meira talað um annan staum; til Vesturheims. Sú eina blóðtaka, sem fæðingarsveit mín, Mývatns- sveit, hefur þolað af þessum völd- um var lálægt 1890. þá fór ná- lega V5 hluti sveitarbúa í einu til Ameríku, og þó nokkrir bæði á undan og eftir. Margir óttuðust þá sveitarauðn, og ekki ástæðu- laust. Síðan hefur fólk eirt þar vel, sem kunnugt er. þessi straum- ur ætlaði að verða þjóðinni í heild dýr. En getur það ekki verið sameiginlegt gleðiefni Islendinga, að sá straumur er stöðvaður, sem er aðallega að þakka viðgangi sjávarútvegsins? En skyldu þess- ir straumar — eins og flestir aðr- ir straumar — ekki hlýða eðli- legu lögmáli, sem erfitt er að breyta í svip? 1 þetta sinn verð- ur þetta mál ekki rakið til rótar. það er trú mín, að sjór og land eigi enn samleið og muni styðja hvort annað. það er eigi sjór- inn einn, sem menn sækjast eftir. — það er meira þjett- býli. Meiri menningarskilyrði og auðveldari samvinna. það er eðlilegt, að það myndist fyrst þjettbýlið við sjóinn. þar er að myndast róttæk ræktun, er reynsl- an sýnir að borgar sig best, eins og annarsstaðar. Sveitimar koma bráðlega á eftir eða um leið, þar sem skilyrðin eru best. þar mynd- ast einnig þorp og þjettbýli, sem að mjög miklu leyti styðst við okkar arðsömu og stóra afrjettar- og heiðarlönd. En reipdráttur, tortrygni og hatur milli manna og stjetta, era hin andlegu ísæri, sem alt geta lagt í kalda-kol, eins og hafís og önnur óáran hefur oftast unnið að. — það er hlutverk hinnar yngstu kynslóðar, að þýðá þann ís. Að búa hjer til aðra þjóðar- mynd og betri. ----o---- Barnafræðslan. Svar til Árna læknis Ámasonar. Nú í febrúar, nærri 7 mánuðum eftir að grein mín um baraa- fræðsluna var prentuð 1 29. og 30. tbl. „Lögrjettu“ f. á„ birtist loks svar við henni frá Áma lækni Ámasyni. það er sennilega gott fvrir hann, að svar hans hefur dregist svo lengi, því að þá muna margir eðlilega síður hvað stóð í grein minni, heldur en ef svar harus' hefði komið nokkrum mán- uðum fyrr. þó vænti jeg, að þeir, sem áhuga hafa á fræðslumál- um, og e. t. v. aðrir, sem gaman hafa af að fylgjast með í ritdeil- j um, telji ekki eftir sjer að lesa fyrri grein mína upp til saman- i burðar. — Áreiðanlega era þeir margir fleiri en jeg, sem hefðu gaman af að sjá Áma lækni sýna með rökum fram á, að í raun og veru sje siðferðilegur munur á styrk frá ríkinu og styrk frá sveitarfjelaginu. — Jeg er satt að segja einn af þeim, sem sjá engan slíkan mun á því, þó að t. d. við Ámi læknir lærum í ríkis- skóla, en Jón Jónsson í barna- skóla, sem sveitarfjelag leggur eitthvert fje til. Hinsvegar er > mjer kunnugt um, að fjárfram- | lög hreppa eru oftar talin eftir, þess vegna m. a. tel jeg heppi- legra, að ríkið kosti alla opinbera kenslu, heldur en að sveitarfje- lögin borgi hana að nokkra eða öllu leyti, (sbr. fyrri gi-ein mína). Jeg tí-eysti ríkinu betur til að veita nægilegt fje til hennar, heldur en mörgum hreppum. Jeg álít það og rjettlátara, að ríkið leggi fram fjeð, því að enginn veit, hverri sveitinni verður mest gagnið að þessu eða hinu bam- inu. Um það ættum við Á. Á. að geta orðið sammála, að betra sje að ríkið greiði kostnaðinn, held- ur en hrepparnir, þó að hvor hafi sínar ástæður til þess. þá losnar hann m. a. við áhyggjumar út af óvirðingunni, sem skoðanabræður hans verði fyrír, ef sveitin greiði kostnaðinn. Sú skoðun, sem hann tók að sjer að verja, einkum í fyrri grein sinni, að sumir for- eldrar álíti sjer ekki vansalaust að senda böm sín í skóla, sem að einhverju leyti er kostaður af hreppsfje, — bendir að vísu ekki á auðvald, eins og honum finst vissara að taka fram, þannig, að þeir, sem hana hafa, hljóti að vera auðugir; en mjer virðist hún lýsa auðvalds-„attaníossa“-hugs- unarhætti þeirra, sem þykjast svo miklu meiri menn en fátækl- ingamir, sem Á. Á. vill láta senda börn sín í „fátækraskóla“, að þeir telja sig ekki geta miðað rjett- indi við annað en fjárhagsástæð- ur. Og það var aðalortsökin til þess, að jeg skrifaði fyrri grein mína, að mjer finst í meira lagi hraklegt, ef þeir sem ætlast verð- ur til að viti betur en fjöldinn, væra að ala á slíkum hugsunar- hætti, í stað þesis að beita áhrif- um sínum til að uppræta hann. Á. Á. kveðst ekki vita til þess, að það sje álitin óvirðing nokkr- um manni að njóta þeirra rjett- inda, sem eru viðurkend að vera sameiginleg. það á líka svo að vera. Nú eru skólarj ettindin ein- mitt ákveðin og þar með viður- kend að lögum, jafnt fyrir böm eins og fullorðna skólamenn. Veit læknirinn það ekki? þarna skilur alveg á ríkisskóla og fátækraskólana hans. það era einmitt slíkir fátækraskólar, sem myndu hafa þann ókost, sem hann hefir dreymt að almennir barna- skólar hefðu, ef þeir nytu styrks úr hreppssjóði eða væru kostaðir af sveitarfjelagi. Á. Á. gerði ráð fyrir, að kostnaður við fræðslu fátæklingabarnanna í fátækra- skólunum yrði talinn hreppslán, sem feðram þeirra eða fóstrum væri veitt. Af því vill hann svo láta þá greiða vexti, ef þeir geta, og þá sjálfsagt aftorganir, a. m. k. einhvemtíma. Sjeu vextir ekki greiddir, breytist lánið í sveitar- skuld. (Sjá 5. kafla fyrri greinar hans). þó vill hann ekki, að skuld- in varði þá rjettindamissi. En hvert myndi þó verða ■ álit sumra hinna, sem að sögn Á. Á. tel.ja sjer ekki vansalaust að þiggja ókeypis kenslu handa börnum sír • um í allsherjar barnaskólum? Ætli þeim fyndist ekki dálítið öðra máli að gegna um „fátækra- skólabörnin“ heldur en bömin sín, sem ættu svo efnaða aðstand- endur, að þau gætu notið fræðslu á annan hátt? Hefur Á. Á. at- hugað málið frá þeirri hlið? — það er vegna bamanna sjálfra og vegna þjóðarinnar, sem bama- kenslan fer fram, en ekki sjer- staklega vegna foreldranna. þar er enn ein ástæðan fyrir því, að ríkið á að greiða kenslukostnað- inn. Á. Á. telur það vera fávíslegt af mjer, að taka rjettinn til lífs- ábyrgðai’fjár eða tryggingarfjár sem dæmi upp á sameiginleg rjettindi þeirra, sem trygðir era. Rjett er það að vísu, að útborg- unarfjárhæðirnar fara víða eftir iðgjaldagreiðslum trygðra, og þó eru þar á undantekningar, sbr. slysatryggingu ríkisins. Hinsveg- ar er eðlismunurinn á trygging- arfje og sveitarstyrk sá, að menn hafa viðurkendan rjett til trygg- ingarfjárins, allir sem trygðir era, en hann er alls ekki náðarbrauð, sem allslausum mönnum er út- hlutað eftir geðjiótta annara; en þó að Jón Jónsson hafi borgað sveitarútsvarið sitt í 60 ár, en þurfi svo að fá nokkurra króna 8 Kun naar Bageren findes paatmkt Etiketten er det ægte Gærpulver „Fermenta“. Fineste Kvalitet, bedst til Bag- ning. T. W. BUCH, Köbenhavn. styrk í ellinni, þá er hann sviftur almennum mannrjettindum fyrir bragðið, í stað þess að lögin við- urkenni skilyrðislausan rjett hans til framfærslucyris. Jeg verð að vænta þess, að langskólagenginn maður skilji muninn á þessu tvennu án nánari útskýringa. Jeg er Árna lækni alveg sam- mála um, að ríkið á að styrkja þá, sem hafa möivum börnum fyrir að sijá, til þess að standa straum af þeim. því hifi jeg ein- mitt haldið fram áður en við Á. Á. byrjuðum að skrifast á. það kemur líka á engan hátt í bága við ríkisskóla handa börnum. Síð- ur en svo. Jeg álít sjálfsagt, að skólarnir og heimilin starfi saman að fræðslu bamanna, og efast ekki um, að mjög mörg heimili era vel hæf til þess samstarfs. Jeg get sjeð fleiri liti en hvíit og svart, og tel ekki sjálfsagt, að annaðhvort taki ríkið alla barna- fræðslu af heimilunum eða það leggi ekki fram rekstursfje skól- anna. Jeg tel hagkvæmara að fara eftir því, hvað bömunura muni vera fyrir bestu, heldur en stofukerfi, sem ályktar fram hjá allri reynslu. Allmörg heimili geta ekkert hjálpað skólunum og nokk- ur vilja það ekki. Fjöldinn allur er þó miklu hæfari til siamstarfs við skólana, heldur en til að kenna böraunum eingöngu upp á eigin spýtur. Á. Á. segir, að trassamir trassi kensluna, hvað svo sem öllum fræðslulögum ’ líði. Jafnvel þótt svo væri, þá geta skólarnir bætt það talsvert upp, sem 6 heimatilsögn brestur. En svo verða jafnvel trassamir að beygja sig fyrir lögum, ef þeim er framfylgt. Á Á. hefir sjálfur gert ráð fyrir því, hvemig koma megi í veg fyrir trössun, og eru þau í dimma stiga, sem hann hafði orðið að fara um til þess að komast hingað. Hann var einn. Úrslitastundin var komin. Hann reyndi að jafna sig, en honum tókst það ekki. Hann var þar staddur, er dómarar íhuga og dæma. Hann horfði í sljórri rósemi umhverfis sig í þessu friðsamlega og hræði- lega herbergi, hjer, er fjöldi mannslífa höfðu verið mar- in sundur, og nafn hans átti að heyrast í eftir örskamma stund, og, að því er honum virtist, forlög hans gengu nú í gegnum á þessari stundu. Hann horfði á vegginn og svo leit hann á sjálfan sig og furðaði sig á, að það var þetta herbergi og það var hann. Hann hafði einskis neytt í sól- arhring, hann var eins og lurkum laminn eftir skröltið i vagninum, en hann fann ekki til þess, honum fanst hann alls engar skynjanir hafa. Honum varð nú litið á látúnshnappinn í hurðinni, sem var á milli hans og rjettarsalsins. Hann hafði nærri því gleymt dyranum. Augnaráð hans varð fyrst rólegt á þessum látúnshnappi, en svo gerðist það stórt og vinglað og bar meira og meira vott um skelfingu. Svitinn rann undan hárinu á höfði hans, og ofam eftir gagnaugunum. Alt í einu rjetti hann úr sjer og var sambland af mynd- ugleika og uppreistarblæ á látbragði hans, sem ekki er hægt að segja hvernig var, en bar þess ljós merki, sem til var ætlast: „Hver í fjandanum ætti að geta neytt mig til þess?“, sneri sjer við í skyndi og sá dymar, sem hann hafði komið inn um. Hann igekk að þeim, opnaði þær og fór út. Hann var staddur í löngum, þröngum göngum með allskonar skúmaskotum og ljóskerum á stangli, sem mintu á náttlampa í sjúkrastofu. Hann dró andann þungt og hlustaði; ekkert hljóð heyrðist, hvorki fyrir framan nje að baki. Hann tók að hlaupa, eins og einhver væri að elta hann. þegar hann var k^minn fram hjá mörgum bugðum á göngunum, tók hann að hlusta að nýju. Alt af sama kyrðin og sama myrkrið umhverfis hann. Hann ætlaði ekki að ná andanum, hann skjögraði á fótunum, hann studdist við steinvegginn. Steinamir vora kaldir, svitinn á enni hans var ískaldur, hann rjetti úr sjer skjálfandi af kulda og ef til vill einhverju öðru líka. Hann fór aftur að hugsa þama í myrkrinu. Hann hafði hugsað alla nóttina, hann hafði hugsað aUan dag- inn; hann heyrði nú einungis éina rödd innra með sjer kalla: „Ó!“ þannig leið stundarfjórðungur, þá laut hann höfði, hann stundi harmþraniginn við, ljet handleggina lafa og sneri við. Hann igekk hægt eins og hann væri al- gjörlega lamaður. það var eins og eitthvað hefði náð hon- um á flóttanum og leitt hann aftur. Hann fór aftur inn í ráðstefnuherbergið. það fyrsta, sem hann kom auga á, var hnappurinn í hurðinni. þessi ávali látúnshnappur skein í augum hans eins og hræðileg stjama. Hann starði á hann eins og hægt væri að ímynda sjer að sauðkind mundi stara í augu tígrisdýrs. Hann gat ekki litið af hon- um. Við og við gekk hann eiiju feti nær dyranum. Alt í einu, án þess að hann vissi sjálfur hvernig það hefði at- vikast, var hann kominn alveg að þeim. Hann greip hnappinn í fumi. Hurðin laukst upp. Hann var kominn inn í rjettarsalinn. Hann gekk eitt skref áfram, lokaði dyranum ósjálf- rátt á eftir sjer, stóð kyr og leit í kringum sig. Enginn sf öllum þeim, sem viðstaddir voru, tók eftir honum. Allra sjónum var beint á einn stað, trjebekk, sem stóð upp við vegginn hjá litlu _dyrunum vinstra megin við forseta. Nokkur kerti báru birtu á þennan bekk og á honum sat maður milli tveggja lögreglumanna. Madeleine leitaði ekki að honum, hann sá hann þeg- ar. Augu hans beindust alveg ósjálfrátt að þessum manni, eins og þau vissu fyrirfram hvar hann væri. Honum fanst hann sjá sjálfan siig, sem gamlan mann. Andlitið var að vísu ekki alveg eins, en limaburður, stilling, flóttalegt augnaráðið, ógreitt hárið, úlpan — alt var alveg ein? og daginn, þegar hann kom til Digne, fullur af hatr- og niðursokkinn í hræðilegan sæg afskræmislegra hugsan :, sem hann hafði safnað að sjer í dýflissunni í nítján ár. „Guð minn góður!“ Maðurinn á bekknum leit út fyrir að vera að minsta kosti sextugur. Einhver óumræðilega raddalegur, sljór og skuggalegur svipur var yfir honum. Menn höfðu hliðrað til og gefið Madeleine rúm við hljóðið frá hurðinni, er hún laukst upp. Forseti hafði litið til hans og þegar hann var orðinn þess fullvís, að þetta væri borgarstjórinn í Montreuil-sur-Mer, hafði hann heilsað honum. Opinberi ákærandinn, sem hafði hitt hann í Montreuil-sur-Mer, sem hann hafði oft komið til í em- bættiserindum, þekti hann líka og heilsaði honum. liann tók varla eftir því. Hann var á valdi einskoanr skynvillu; hann gerði ekki annað en að stara. Dómarar, skrifari, lögreglumenn, sægur af grimdarlega forvitnum höfðum, — hann hafði sjeð þetta alt einu sinni áður, fyrir tuttugu og sjö áram. Nú sá hann alt þetta hræðilega, þeir vora þar allir, þeir hreyfðust, þeir voru lifandi. þetta var ekki lengur eitthvað, sem hann mundi eftir, mynd, sem hugsun hans dró fram, þetta vora raunverulegir lögreglumenn, raunveralegir dómarar, raunverulegir menn með hoidi og blóði. Já, þannig vai' það; hann sá hræðilegum sýnum frá fortíðinni skjóta upp og verða lifandi í allri skelfingu raunveraleikans. Hann hafði þetta alt fyrir augum sjí;'. Hann varð gagntekinn af ótta, lokaði augunum og hró; aði í djúpi sálar sinnar: „Aldrei!“ Og sorglegur leikur forlaganna hafði hagað svo til. og kom öllum hugsunum hans til þess að titra og gerði hann sjálfan nærri því vitstola, að nú sat hans eigin tví- fari þama! Allir nefndu manninn, sem þeir ætluðu að fara að dæma, Jeal Valjean! Hann horfði á er verið var að leika hræðilegasta augnablik lífs hans, og afturganga hans sjálfs ljek aðalhlutverkið. AJt var alveg eins og þeg ar hann var dæmdur; það var einungis einn róðukross, sem ekki var þá. þegar þeir dæmdu hann, var guð fjar- verandi. Stóll var bak við hann; hann ljet fallast á hann, skelfdur við hugsunina, að hægt væri að sjá hann. þegar hann var setstur, faldi hann andlit sitt bak við skjala- böggul, sem lá á dómaraborðinu. Hairn gat nú sjeð, án

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.