Lögrétta


Lögrétta - 20.03.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 20.03.1926, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Þjódarmynd. Erindi, flutt af Jóni Jónssyni Gauta (í Ærlækjarseli) á Ung- mennfjelagsfundi í öxarfirði. — I. J>að verður flestum fyrir, er minnast á þjóðina og landið, a. m. k. við hátíðleg tækifæri, að bregða upp fagurri og hlýlegri mynd, sem vekur aðdáun og samúð. 1 þetta sinn getur það, því miður, ekki orðið. — það er einn af ykkur, sem hefur gefið mjer efnið, og að nokkru leyti formið, eða myndina, af því, sem jeg ætla að segja hjer. Fyrir nokkrum ár- um stóð í tímaritinu „Rjettur1" stutt grein, með fyrirsögn: „Poli- tisk þjóðarmynd“, að jeg hygg eftir ritstjórann, sem er eins og þið vitið, einn af fremstu mönn- um ungmennafjelaganna norð- lensku. — Hann kemst meðaJ annars svo að orði: „Margir telja það aðalhlutverk blaða og tímarita, að vera stöð- ugt á hælunum á tstjórnendum og starfsmönnum þjóðarinnar; þefa uppi alt sem hægt er að finna til foráttu; — geta sjer til um hvat- ir þeirra, og leiða tþá svo alls- nakta, óhreina og ataða fram fyrir lýðinn, benda á þá og segja: — sjáið manninn . . . Tilvera sumra blaðanna og starf byiggist ein- göngu á þessum eldhúsverkum í garð þeirrar stjómar, er að stóli situr í það sinn. — Á öllum síðum þeirra er máluð ein og sama hugs- unin og ásökunin, aðeins með mis- jafnlega vönduðum orðum . . . Og þessi bardagaaðferð sigrar oft, og vinnur sjer fylgi meiri hluta þjóðarinnar. — Svona er þá dóm- greind hennar háttað . . . En þeir sem ná sæti á háhesti þjóðarinn- ar, einungis fyrir atgang þessar- ar sótsvörtu niðurrifspólitikur og valdagræðgis, þeir steypast fljót- lega af honum niður í dómsáfellis- díki almenningsásakana, og þjóðar-óhróðurs. — þessar hafa oft ástæðumar verið til hinna tíðu og snöggu valdaskifta. Og hvers- konar mjmd gefur þetta af þjóð- inni? það sjest best með dálitlu dæmi: Á stóm sveitaheimili em all- mörg vinnuhjú. Hjúin em frem- ur svöral og skammyrt við hús- bændur sína; rógbera þá, tala ill- mæli og slúður að baki þeim, en varpa örgustu ásökunum og get- sökum framan í iþá, í hvert sinn, er tækifæri veitist. þau bregða húsbændum sínum um fals og ójöfnuð í sinn garð, og gera sjer ferðir á nágrannaheimilin til að útbreiða óhróðurinn. — Heimilis- lífið og störfin drukna í þessum sífelda þrasklið og rifrildi. Hús- bændumir koma engu í fram- kvæmd af því, sem fyrir liggur á heimilinu. — Hverskonar álit og orðrómur ætli að fari af þessu heimili?. Virðing og gengi hvers heimilis fer mest eftir því, í hvaða met- um húsbændumir eru; hver virð- ing og samhygð þeim er vottuð. — 1 þessum efnum lítur þjóðfje- lagið nákvæmlega sömu lögum og heimilið. — það hefur verið dag- legt brauð, að þjóðar-húsbænd- unum hefir eigi gefist tími nje ráðrúm til að neita kosta sinna og beita starfskröftunum vegna þess, að aðrir vilja þegar ryðja þeim af stalli. — þjóðin má ekki líða þetta leng- ur. — Hún verður að kasta af sjer þessum æsinga-máltólum. Hún verður að sjá sóma sinn og meta að eins þá málsaðila sem vinna og stríða 1 nafni góðs mál- efnis og þjóðarheilla. þjóðin verður að eyðileggja þessa mynd af sjálfri sjer og gera aðra betri“. Særð rjettlætis- og metnaðar- tilfinning, fyrir þjóðina, hefur komið þessum unga manni til að nota töluvert beisk orð og um- mæli. Jeg vænti þess, að svipaðar tilfinningar hafi og geti snert mörg af ýkkur, því sama myndin blasir enn við þeim sem blöðin lesa, og leggja aúgu og eyru við stjórnmáladeilunum. En því er miður, að hin óþreytandi elja sumra blaðanna, við hin óhreinu eldhúsverk, mun ekki áhrifalaus. Enda ekki við því að búast. Einn okkar mætasti skólamaður segir meðal annars í kveðju til nem- enda sinna: „Saga land'S vors og athugun á þrótti og þoli vors fá- liðaða þjóðfjelags sýna, að heift- úðugur flokka- og stjettadráttur getur dýr orðið ríki voru hinu unga og óstyrka. Ríður á að muna vel uppeldisáhrif þessarar bar- áttu. þau em mjög komin undir þeim, sem hafa sig frammi á víg- vellinum; hvort sem hann er ræðu- pallur eða annar staður þar sem fortölum er beitt, — að þar sje sótt og varist af ást á sannleik og rjettum rökum. Hirðuleysi eða ófyrirleitni I þeim efnum horfir til lýðskemdar og siðspillingar. Yfirleitt er heilbrigð hugsun fá- gætari í stjómmálum en ýmsum öðrum málum. En heilbrigða kalla jeg þá hugsun, sem getin er af sama anda, sem hugsun göfugs vísindamanns, sem sannleik þráir, hverju verði sem hann er keypt- ur. Hugsun, sem sprottin er af annari rót en sannleiksást, kveik- ir seint eða snemma villielda eða villi-ljós. Með einskonar dáleiðslu er mörgum kjósendum stjóm- málatrúin í brjóst blásin. Dóm- greindarlaust, og án sjálfstæðs vilja og hugsunar, fylgja þeir annara vísbending“. „Andi spotts og illkvittninnar er nú á dagskrá“, segir C. Wagn- er*),einn af kunnustu mentamönn um Frakka. Hann vill láta of- sækja níðið og spottið, og upp- ræta eins og snýkjudýrin, sem lifa á merg okkar og blóði. Hæfi- leikinn til aðdáunar og hrifning- ar er að hverfa hjá þeim ungu, og þar með eitt af því besta úr sálum þeirra. það er flokksand- inn, sem að því vinnur mest, er nú er ríkjandi hjá okkur. Hann flytur eitrið og endumýjar með hverjum pósti. Blöðin, sem við lesum mest, eru sífelt hlaðin þeirri ólyfjan. Níðið er oft svo magnað, að það minnir á upp- vakningana, draugana, sem fom- eskja og hatur áttu að geta vak- ið upp til að vinna ódáðaverk. — Með þessu hlýtur drengskapur og mannúð að fara dagþverrandi í viðskiftum. — C. Wagner segir: „Jeg sárbæni alla unga menn, sem skilja nauðsyn góðrar baráttu, að fága fyrst og fremst vopn sín og tilgang sinn. það er glæpur að halda, að alt sjé leyfilegt í stríði þjóða og hugsjóna. Menn eiga aldrei að vera samviskusamari en þegar þeir gera öfluga atlögu. Skurðlæknar sótthreinsa verkfæri sín áður en þeir nota þau“. — þið vomð að tala um áfenigis- eitrið í dag, og að taka það al- veg frá þeim ungu, en er ekki þetta, sem hjer hefur verið minst á, eins skaðvænt og hitt? Ber ykkur ekki að útrýma því líka? þið hafið eínmitt tekið upp rjetta fyrirmynd í glímunum, og öðr- um íþróttum. þið viljið aðeins nota þar fögur brögð og drengi- leg. því ekki að viðhafa þau al- staðar og á öllum tímum? *) Sjá rit hans: „Manndáð", er Jón Jacobson hefur þýtt, og tileinkað ísl. æskulýð. n. Herra prófessor 0. L. kemur að einni afleiðingu þessarar flokkabaráttu í nýlega sömdúm ritdómi (sjá Skími 1925). Hann segir: „Bæði hjer á landi og ann- arsstaðar fer þeim mönnum fjölg- andi, ár frá ári, er helst vilja leiða þau (stjómmálin) hjá sjer með öllu. Og, því miður, era það ein- mitt bestu mennimir er svo hugsa. Stjómmálalífið er komið inn á ískyggilegar brautir. Von- irnar, sem menn hafa gert sjer um þingræðisstjómina hafa bmgðist. Hún átti að fá skyn- seminni stjómina í hendur, en það urðu tilfinningar múgsins og blindar hvatir, sem yfirtökin fengu; og múgurinn er leiksoppur misjafnlega góðgjamra flokks- foringja og blaðakónga“. 1 „Tímariti kaupfjelaga“ kem jeg að sama efni fyrir mörgum árum. Jeg sýndi fram á, að seinni hluta liðinnar aldar urðu framfar- imar stórstígastar hjá Dönum, bæði í landbúnaði og öðrum at- vinnugreinum — og samvinnufje- lögin risu upp og fengu þá mest- an sinn þroska. Og þettað varð svo, þrát fyrir hina pólitísku óöld er .þá ríkti hjá þjóðinni á sama tíma. En sú var ástæðan, að nokkrir af bestu og nýtustu mönnunum leiddu hjá sjer stjóm- málin og deilumar um þau, og unnu á friðsömum grandvelli að samvinnumálum og atvinnumál- um. þrif samvinnufjelaganna og óslitin framþróun er að flestra dómi mjög . mikið því að þakka, að þau hafa því nær í öllum lönd- um staðið utan við flokka- og stjómmáladeilur. það er nú álit viturra manna margra, að þing- ræðisskipulagið sje komið út fyr- ir takmörk sín, þegar þjóðþingin þurfa að vera niðri í hverjum dalli eða verða að taka ákvarð- anir um þúsund smámuni, sem fulltrúamir hafa engin tök á að skilja, eða era þannig vaxin, að lífið sjálft á að ráða þeim til lykta; en ekki atkvæðagreiðsla. Trúin á vald og rjett meiri hlut- ans, í svo að segja öllum málum, virðist mörgum komin út í öfgar svo að hún uppræti svo að segja manns eigin rjett. En þar er upp- spretta þrotlausrar misklíðar og heiftrækins flokksdráttar. III. Eftir þennan útúrdúr ætla jeg enn að koma að þjóðarmyndinni. Lítum til baka, til fomaldarinn- ar; þegar kristni var lögtekin á Alþingi. Aldrei hafa meiri and- stæður mætst hjá þjóðinni, en kristni og heiðni. Aldrei hefur Al- þingi Islendinga haft annað eins mál til meðferðar. Annarsvegar hjeldu prestar messur yfir kristn- um mönnum á Alþingi. Hinsvegar flokkuðust heiðnir menn, er vora liðfleiri, og höfðu í heitingum. Lá þá nærri, að barist yrði, en vinir beggjá gengu í milli og fengu afstýrt vandræðum. Síðu- Hallur var þá fyrir kristnum mönnum, en þorgeir Ljósvetn- ingagoði mestur höfðingi hinna heiðnu. En er farið var að reifa málið á þingi, þá urðu svo mikil óhljóð, „að enginn nam annars mál“. Varð það þá að samkomu- lagi, að þeir Hallur og þorgeir sömdu með sjer, að þorgeir skyldi kveða upp sáttagei’ð, er báðir partar hjetu að halda. Eftir „at hafa hugsat málit“ kveður þor- geir upp gerðina, — sem kunnugt er og heimsfrægt: að allir menn skyldi kristnir vera, en hlutur heiðingja þó ekki fyrir borð bor- inn með öllu. þannig lyktaði hjer þessu mikla máli, er mestum ófriði og styrjöldum hefur valdið 1 heiminum; og enn hjelst friður með, þjóðinni um langan tíma, er við lengst munum búa að, og hefur getið okkur ódauðlegan orðstír. þá er önnur mynd af nútíma- lífinu og alþingi hins nýja ríkis. — Fyrir nokkram árum var ríkis- sjóður kominn í svo miklar skuld- ir, að ósýnt var að allar tekjur hans hrykkju fyrir rentum af þeim, og öll alþýða, svo að segja, var sokkin jafn djúpt. þetta var hið alvarlegasta áhyggjuefni, sem lengi hefur komið fyrir þjóðina. það voru allir sammála um, að snúa þyrfti á aðra leið tafarlaust, ef ríkinu ætti að bjarga frá glötun. það þurfti a- ,.uka tekj- urnar og minka útgjöldln. Bráða- byrgða-samkomulag fjekkst um allmikla tekjuaukningu, sem þó ekki verður unað við til fram- búðar. En er til spamaðar kom, fjekkst ekkert samkomúlag. bó allir vildu spara E; xn flokku.i. m reif niður það se.n annar bygði. þau sparnaðarrnál, sem jafnvel allir flokkar, og mikill þorri kjós- enda, virtist sammála um (c. þing annað hvort ár o. fl.) hefur þó ekki komist gegnum þingið. Að nú horfir sæmilega við með fjár- haginn, er að mjög miklu leyti að þakka viðgangi annars aðalat- V. Hugo: VESALINGARNIR. kvenmaður?“ sagði hann. — „Vitanlega, um hvað eruð þjer að tala?“ — Ó, það er ekkert. En fyrst því er lokið, hvemig stendur þá á því, að enn er Ijós, í salnum ?“ — „það er vegna annars máls, sem byrjað var á fyrir tveimur stundum“. — „Hvaða mál er það?“ — „það er iíka mjög ljóst. Hjer er um mann að ræða, sem áður hef- ir verið hegnt, fyrverandi galeiðuþræl, sem hefir stolið. Jeg man ekki lengur hvað hann heitir. það er ósvikið þorparatrýni á honum. þó að ekki væri nema fyrir and- litið eitt, skyldi jeg senda þann náunga á galeiðumar“. — „Er ekki hægt að komast inn, í salinn?“ — „Jeg held ekki. það er alveg fult. það er fundarhlje sem stendur; einhverjir hafa farið; þjer getið reynt þegar tekið verð- ur til aftur“. — „Hvaða leið er farið inn?“ — „Um stóru dymar þama“. Málfærslumaðurinn íór. Á nokkuram mínútum, nærri því í einni svipan, hafði Madeleine orðið fyrir því nær öllurn hugsanlegum skapbrigðum. Orð þessa tómláta manns höfðu ýmist stungist inn í hjarta hans eins og ísnálar, eða eins og glóandi sverð. þegar hann heyrði, að engin úrslit væru enn komin, varpaði hann öndinni þung- íega, en hann hefði ekki getað sagt um það sjálfur, hvort það var af gleði eða sársauka. Hann gekk á milli hóp- anna og hlustaði á mál manna. Málin voru mörg, og for- maður hafði sett tvö einföld mál, sem hlaut að vera fljót- legt að afgreiða, á dagskrána. Byrjað hafði verið á bama- morðinu, og nú var komið að glæpamanni, sem hafði ver- ið hegnt áður, fyrverandi galeiðuþræli. Hann hafði stolið eplum, en það virtist ekki vera alveg sannað; en hitt var víst, að hann hafði verið á galeiðunum í Toulon, og það var það, sem gerði honum erfitt fyrir. Yfirheyrslunni og vitnaleiðslunni var lokið fyrir fult og alt, en ræður verj- anda og opinbera ákærandans voru eftir, og var naumast hægt að búast við að lokið yrði fyrir miðnætti. Maðurinn varð að líkindum dæmdur. Sækjandi var duglegur lög- maður, sem ávalt fjekk sakborainga dæmda. Dyravörður stóð við dymar að rjettarsalnum. „Verð- ur bráðlega lokið upp?“ spurði Madeleine hann. — „Nei, það verður alls ekki lokið upp“, svaraði dyravörðurinn. — „Hvemig stendur á því? verður ekki lokið upp, þegar fundurinn byrjar aftur? það er hlje sem stendur“. — „það var verið að byrja, en dyrunum verður ekki lokið upp“. — „Hversvegna ekki?“ — Af því að salurinn er fullur“. — „Nú, er þá ekki eitt einasta sæti eftir?“ — „Nei, dyr- unum er lokað, af því að fleiri komast ekki inn. það er að segja“, bætti dyravörðurinn við eftir dálitla þögn, „það eru að vísu enn þá nokkur sæti bak við forsetasætið, en forseti lætur enga aðra en embættismenn fá þau“. Og hann sneri við honum baki. Madeleine gekk niðurlútur burt, gegnum forstofuna og hægt ofan stigann, eins og hann væri að hugsa sig um við hvert skref. Hann hefir að líkindum verið að gera upp liuga sinn. Ofsaleg baráttan, sem farið hafði fram í hon- um frá þvi kvöldið áður, var enn ekki um garð gengin, og kom í ljós í nýrri mynd á hverju augnabliki. þegar hann var kominn ofan á pallinn, hallaði hann sjer upp að grind- unum og krosslagði hendurnar. þá hnepti hann alt í einu frá sjer frakkanum, tók upp vasabókina sína, reif blað úr henni og skrifaði í snatri á það við birtuna frá ljósker- inu: „Madeleine, borgarstjóri í Montreuil-sur-Mer“. Nú gekk hann hratt upp stigann aftur, ruddist gegnum mann- þröngina, gekk beint til dyravarðarins, rjetti honum mið- ann og sagði valdsmannJega: „Færið þjer forsetanum þetta“. Dyravörðurinn tók við miðanum, leit snöggvast á hann og hlýddi. Án þess að Madeleine vissi af því, hafði borgarstjór- inn í Montreuil-sur-Mer unnið sjer nokkura frægð. 1 sjö ár höfðu fregnir af ágætum eiginleikum hans borist um alt NeðrarBoulounais, og smátt og smátt höfðu þær bor- ist til nærliggjandi amta. Ekki var það einungis sá mikli greiði, sem hann hafði gjört bæ sínum með því að koma nýju fjöri í glerperluiðnaðinn, því ekkert af þeim hundr- að og áttatíu og einu sveitarfjélögum, sem voru í Mont- reuil-sur-Mer hjeraði, hafði farið varhluta af einhverjum velgemingum hans. Hann hafði haft lag á, er- þess þurfti með, að styðja og endurreisa iðnaðinn í öðrum hjeruðum líka. þannig hafði hann með lánstrausti sínu og efnum stutt slæðudúksverksmiðj una í Boulogne, hörvefnaðinn í Frevent og vatnsafls-ljereftsvefnaðinn í Boubers-sur- Chance. Alstaðar var nafn Madeleine nefnt með virðingu. Arras og Douai öfunduðu Montreuil-sur-Mer litla af þeirri gæfu að hafa slíkan borgarstjóra Yfirdómarinn ,við yfirrjettinn í Douai, sem hafði for- sæti á þessum fundi kviðdómsins í Arras, þekti eins og allir aðrir þetta mikils og alment virta nafn. þegar dyra- vörðurinn færði honum miðann og bætti við: „þessi i-erra óskar eftir að fá að vera viðstaddur fundinn". tók hann penna, ritaði nokkur orð neðar á rniðann, rjetti dyrave.'ð- inum hann og sagði: „Látið þjer hann koma inn“. Vesalings maðurinn, sem saiga þessi er um, hafð: staðið við dymar á sama stað og í sömu stellingum ein - og þegar dyravörðurinn skyldi við hann. Hann htyrð- gegnum heilabrot sín einhvem segja: „Vill herrann gjörí. svo vel og sýna mjer þá sæmd að koma með mjer“. þetta var sami dyravörðurinn, sem örstuttu áður hafði snúið við honum baki, og nú laut til jarðar fyrir honum. Hann rjetti honum miðann aftur, fletti honum sundur og las: „Forseti sakamálarjettarins vottar borgarstjóranum virðingu sína“. Hann böglaði miðann saman í lófa sjer eins og einhver óþægilegur og beiskur keimur hefði verið að orðum þessum. Ilann gekk á eftir dyraverðinum og nokkuram mín- útum síðar var hann staddur einn í herbergi, sem lýst var af tveimur kertum, sem stóðu á borði með grænu klæði. Síðustu orðin, sem dyravörðurinn sagði, áður en hann fór frá honum, voru enn í eyrum hans : „þetta er ráðstefnu- herbergið, herra. þjer þurfið ekki annað en snúa látúns- hnappnum á dyrunum þarna, þá komið þjer inr í rjettar- salinn bak við sæti forsetans“. þessi orð blönduðust hugs- unum hans og óljósri endurminning um þröng göng og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.