Lögrétta - 06.04.1926, Síða 2
2
LÖGRJETTA
Víking
skilvindan
reynist best. Skilur 65,
120, 220 lítra. Nægar
birgðir og varahluti
hefir ávalt fyrirliggj-
andi og selur og sendir
um land alt, gegn
póstkröfu
Hannes Olafsson.
Grettisgötu 2.
Sími 871.
Reykjavík.
Borgin eilífa
örfáar ferðaminningar.
Ef'tir Gunnar Árnason
frá Skútustöðum.
Frh. ------------
örstutt frá þessari kirkju er
Carcer Mamertinus. það er hið
fomfræga og Ulræmda neðanjarð-
arfangelsi. þar sem skaðlegustu
óvinir ríkisins voru hafðir í haldi
og píndir til dauða. þar ljetu þeir
Jugurta og Versingatorix líf
sitt. þykkir eru múramir og
skuggalegt er þar. — Engin
hætta að nein hljóð eða merki
segi eftir — og engin von að
nokkur slyppi. Klefarnir eru hver
niður af öðrum og er farið eftir
þröngum tröppum. Æði ofarlega
er nú háheilög kapella þar sem
einn klefinn var. þar eru sífelt
munkar á bæn og verði. Segja
þeir að þar hafi Pjetur postuli
beðið dauða síns og benda á stað-
inn í veggnum þar sem hlekkir
hans voru festir, og staðina í gólf-
inu þar sem hann lá og píndist.
Og ferðamaðurinn sem komið hef-
ur af forvitni og til að skemta
sjer — hljóðnar og viknar. Jafn-
vel mestu heimsmennimir drúpa
höfði og finna óljóst, að hjer
ættu þeir að krjúpa og biðja —-
því þetta er sannlega heilagur
staður.
Norðaustanvert við Kapitolhæð,
rjett hjá Piazza di Venezia er
Foro Trajano. það þótti prýði-
legast allra keisaratorganna. Nú
er það eins og niðurgrafinn bama-
leikvöllur milli borgarstrætanna.
Hlgresi grær þar vel og upp úr
því standa mörg meiri og minm
súlnabrot. þó er þar ein mikil
prýði, það er hin 45 m. háa
Trajanssúla, sem á eru greyptar
myndir úr herferð keisarans. Hef-
ur sú súla lítt molnað undan tím-
ans tönn og stendur eflaust óbrot-
gjöm margar aldir enn. Undir
henni er aska Trajans keisara
geymd í gullkeri, en upp á hana
setti Sixtus páfi V eirblendings-
mynd af Pjetri postula. Er þessi
súla þannig tákn sögu borgarinn-
ar sem fleira.
þarna niðri á Trajanstorgi er
nú fult af villiköttum, sem af
gamalli hefð og hjátrú eru aldir
á kostnað borgarinnar. Að sumu
leyti er það máske ekki sem óvið-
feldnast margt kattagaman og
kattaleikur hefir þar að sjálfsögðu
verið líka í fyndinni.
Pantheon er sú byggingin frá
keisaratímunum, sem einna best
hefur varðveitst. Agrippa vígði
þetta hringmusteri 25 f. K., en í
sinni núverandi mynd er það frá
dögum Hadrians. Fyrst er 33,5 m.
breitt og 13 m. hátt andyri, sem
hvílir á fögrum granítsúlum.
það ljet Septimus Severus gera.
Hið innra er aðeins einn stórfeng-
legur hringsalur, og yfir hanum
hvelfist kúpull, sem er 9 m. aö
þvermáli (lítið eitt meira en á
Pjeturskirkjunni, en miklu lægri).
Mjög var þetta skreytt til foma,
en nú er það alrúið öllu skrauti.
Eins og nafnið bendir til var
byggingin upprunalega helguð
höfuðgoðunum, en Bonifacius IV
breytti musterinu í kirkju og
kallast hún nú Santa María
Rotonda.
í Pantheon hvíla þeir Victor
Emanuel og Umberto I. En skjótt
gleymast þeir hjá gröf Rafaels,
sem þar er og. Sú gröf er innar-
lega hægra megin og er næsta
látlaust minnismerkið, en svo
mun flestum finnast sem andi
Rafaels hvíli þar yfir og opni
mönnum sýn inn í eilífan heim
lista og fegurðar.
Sunnanvert við borgina eru bað-
hús Caracalla (keisari 311—317).
Er hans að fáu góðu getið annars
en þessara stórhýsa. Næst Colos-
seum eru þær rústir stórfengleg-
astar allra. Mikið stendur enn af
múrunum og minna þeir helst á
jötnaborg, enda er sagt að 16000
manns hafi getað baðast þar í einu.
Allskonar böð mátti þar taka, en
auk baðherbergjanna voru fagr-
ir og miklir salir, þar sem fólk
átti með sjer mót og viðræður.
Enda krafðist lýðurinn jafnt bað-
húsa af keisurunum, sem leikhúsa
og korns. Enginn getur nú gert
sjer í hugarlund dýrðleika og
fegurð þessara sitórhýsa —
heimsdrotnurunum einum hafa
þau getað til hugar komið. En
víst er um það. að auk skrauts-
ins hefur þar engin þægindi skort.
Meðal annars, var þar vestan-
megin byggingarinnar (Stadium)
íþróttavöllur, sem var 330 m. lang-
ur og 120 m breiður. Sýnir það,
að alt hefur verið þar í miklu
stærri stíl en nokkra dreymir nú
um.
þá hefi jeg minst á ýmsar
menjar gullaldarinnar, sem enn
vekja undrun og aðdáun vegfar-
andans. — Áður en jeg svo drep á
það vald sem lengstan tíma hefur
ráðið lögum og lofum 1 Róm og
« » * -V t t» 81 * •‘likwjjí * i
skapað henni mesta frægðina,
skal enn getið þess bautasteins
fomaldarinnar, er síst ætti að
gleymast. það er Engilsborg. Hún
stendur á vesturbakka Tíberfljóts,
líkt og á mótum páfahverfisins
og aðalborgarinnar og er það vel
til fallið, því hún er í einu minnis-
merki keisarafrægðarinnar og
páfaljómans.
Hadrian keisari á hugmyndina
að Engilsborg, er hann ákvað að
skyldi vera haugur sinn. Ætlað-
ist hann til að hann yrði ein-
stæður og varð svo líka. Neðri
partur byggingarinnar, sem er
mjög niðurgrafinn er eitthvað um
90 fermetrar. Á honum hvílir svo
aðalhringhúsið sem er 67 m. að
þvermáli. Upp á því stóð risavaxið
líkneski af Hadrian keisara. —
Antonius. Pius lauk við Engils-
borg. Voru í neðri hæðinni fjöldi
steingrafa, en í hringhúsinu
miðju grafir þeirra Hadrians og
drotningar hans.
Síðan hefur Engilsborg tekið
miklum stakkaskiftum. Snemma
voru líkneskjurnar, sem skrýddu
brúnirnar, brotnar og Bonifacius
IV vígði 608 bænahús uppi á
henni. þá var efst sett stytta
Mikaels erkiengils í stað Hadri-
ans. Brátt var og borgin gerð að
vígi. Síðar varð hún fangelsi páf-
anna eins og allir vita, loks her-
mannaskóli, þar til í byrjun þess-
arar aldar að hún var færð sem
mest í sína upprunalegu mynd og
friðhelguð fyrir öðru en augum
umferðamanna. það sem nú er
helst að sjá í Engilsborg eru ýms
fræg herbergi, sem páfamir hafa
látið skreyta, t. d. rjettlætissal-
urinn, borðstofa Loós X, setu-
stofa og baðherbergi Klemensar
VII, loggía Júlíusar II sem Bram-
ante bygði, loggía Páls III bygð
af Sangallo o. s. fi*v. Veggmál-
verk og steinmyndir þessara saia
kann jeg ekki að meta, enda sjest
minst af þeim þó snöggvast sje
gengið í gegnum herbergin. —
En heill sje þeim stórmennum, er
hafa slíka listamenn í þjónustu
sinni, sem þessir páfar allir.
Eftir fomum vindustiga úr
steini má komast upp á þakið —
og þaðan er gott skygni yfir
borgina miklu. það er og yndi að
líta yfir Tíber, eins á kastala-
brúna. þrír stöplar hennar em frá
dögum Hadríans, en rið hennar
eru skreytt fallegum líkneskjum.
ð Reyniiiallaliálsi.
Geng jeg upp íjallið í hádegishita,
heimkynni vinanna kveð jeg um
stund.
Brjóstið er óvant; jeg boga í svita,
bið jeg um hvíld til að lita á grund.
Hvort mun ei útsýnið erfiðið bæta
— altaf er vinningur marki að má •—
néttúrubókin hin bjarta mig kæta,
blööunum máluðum fjöllum og sjé?
Hvílikur sigur! Hin sólgullna jörðin
sjest hjeðan spegluð í Hvalfjarðarlé.
Tignin á Botnsúlum blæðir um
fjörðinn.
Brynjudalsró vekur seiðandi þrá.
þyrillinn opnuna kórónu krýnir.
Kvakar hjer fuglinn um heillandi vor
fæðuna ungunum ákafur tínir.
Ætli hann viti um hjarðmanna spor?
Hjerna fór drengur með hjörOina
smáu,
hjer mátti’ hann klifa hvem einasta
dag.
Lærði hann máske af hæðinni háu
að horfa á brattann og nota sjar lag?
Geng jeg á spor hans er sveima jeg
svona,
sefur í brjósti mjer keppni og þor?
Óttaleg heimska! Jeg aðeins er kona,
ónýt að feta í karlmannaspor.
Verður mjer litið á blaðsíðu bjarta
blikandi í norðri, jeg greina vil orð.
þarna í miðjunni þekki jeg svarta
þankanna strikið, sem vitnar um
morð.
Vitnar til mannlegra villidýrshvata,
vitnar þó jafnframt um kvénlegan
þrótt.
Segir: þú mátt ekki gullinu glata,
geturðu’ ei tápið í ættina sótt!
Minnir á söguna af Helgu og Herði,
hollvættur þessi við Fjallkonuskaut.
þarna stóð Hólmverja hetjan að verði,
heitmeyjar sinnar þar útlaginn naut.
Kærleikur heitur og æskunnar yndi
örlögum storkaði kvíða og sorg.
Jarlsdóttur fríðri af fjarlægu strindí
Freyja hjer tjaldaði skínandi borg.
Vistirnar Hörður sem víkingur sótti
víða um fjörðinn um nætur og kvðld.
Vildi þá hjartanu uggur og ótti
ástmeyjar kvikna og taka þar völd.
Vomóttin draumkend og dallæðan
mjúka
dró þó um vangana huggunarmund,
langnættið óf henni inndæla dúka
iðandi Norðljósa faðmandi grund.
Gullfögur drotning í landinu litla,
lóðrjetta hólmanum börðum af sjé;
kærði sig ekkert um upphefð nje titla
ófleygi svanurinn firðinum é.
En þegar hreiðrið af fjendum var
íundið,
fóstbræður tældir í ójafnan leik,
gleðinnar hnakka að Helgu var undið,
harmandi grjet þá hin volduga eik.
Kvenhetjan prúða og móðirin mikla
mátti’ ekki gráta það sorglega biót.
V. Hugo: VESALINGARNIR.
munuð fullnægja rjettlætinu, kviðdómarar o. s. frv. o. s.
frv.“.
Meðan málfærslumaður stjómarinnar var að tala, sat
ákærði og hlustaði með opinn munninn, fullur af undrun,
og blandaðist saman við hana nokkur aðdáun.Hann furðaði
sig bersýnilega á því, að nokkur maður skyldi geta talað
svona. Við og við, þegar tilþrifin voru mest og mælska
málfærslumannsins flóði út yfir aila bakka, hristi hann
höfuðið hægt og var það þungiyndisleg, þögul neitun hans,
er hann hafði einskorðað sig við frá upphafi. Tvisvar,
þrisvar sinnum heyrðu áheyrendumir, -sem sátu næstir
honum, hann segja í hálfum hljóðum; ,,Já, sjáið til,
þama eru nú afleiðingamar af því að þeir hafa ekki spurt
herra Blavup!" Málfærslumaðurinn leiddi athygli kvið-
dómaranna að þessum bersýnilega uppgerðar sljóleika,
sem ekki var vottur um gáfnaskort, heldur um kænsku,
Iymsku og leikni í því að villa rjettlætinu sýn, og benti
þá á, hversu maðurinn væri gjörspiltur. Hann endaði með
e.ð áskilja sjer fyrirvara um mál Gervais litla og krefjast
þyngstu hegningar.
Verjandi stóð upp, byrjaði með því að slá sækjanda
gullhamra fyrir aðdáunarverða ræðu hans og svaraði síð-
an eins vel og honum var unt, en svarið var veikt. Hann
var bersýnilega að missa fótfestuna.
Tíminn var kominn til þess að hætta umræðum. For-
seti bauð ákærða að standa upp og lagði fyrir hann vana-
legar spumingar: „Hafið þjer nokkuð frekar að segja yð-
ur til varnar ?“ Maðurinn stóð upp og sneri hræðilegri húfu
milli hamdanna og virtist ekki taka eftir spumingunni
Forseti endurtók hana. Nú virtist maðurinn taka eftir og
líka skilja. Hann hrökk við eins og maður sem er að
vakna, leit umhverfis sig, á áheyrendur, á lögregluþjón-
ana, á verjanda sinn, á kviðdómarana, á dómarana, lagði
ógurlegan hnefa sinn á grindumar fyrir framan bekkinn
sinn, horfði enn einu sinni umhverfis sig og tók nú alt í
einu að ta!a, og starði nú á sækjanda. það var líkast eld-
gosi. Ef dæma hefði mátt af því, hvemig orðin kamu út
úr munni hans, samhengislaus, hröð, eins og í einni bendu,
mátti ætla, að þau væru að brjótast um til þess að kom-
ast öll út í einu. Hann mælti:
„Jú, þetta hjerna þarf jeg að segja: Að jeg hefi ver-
ið hjólasmiður í París, og það var auk þess hjá herra
Baloup. það var ljóta lífið. Hjólasmiðir vinna altjent und-
ir beru lofti, í görðum, hjá góðum húsbændum í skúrum,
aldrei í lokuðum smiðjum, því að rúm þarf að vera, eins
og þið skiljið. Á vetrum er kalt, og ekki ainnað að gjöra
en berja sjer til þess að halda á sjer hita, en það vill hús-
bóndinn ekki leyfa, því að það eyðir tíma, segir hann. Að
taka á jámi, þegar ís leggur milli götusteinanna, er kulda-
verk, þið megið reiða ykkur á það, og er ekki lengi að
gjöra út af við mann. Menn verða gamlir við það verk, þó
að þeir sjeu enn ungir. þegar fertugsaldri er náð, er öllu
lokið. Jeg var fimtíu og þriggja og varð margt ilt að þola.
Og svo eru daglaunamennimir svo illgjarnir. þegar mein-
laus maður er ekki ungur lengur, kalla þeir hann gamlan
bjána eða gamlan durg. Jeg vann mjer ekki inn nema
þrjátíu súur á dag; jeg fjekk eins lítið og unt var fyrii
vinnu mína, húsbændurnir notuðu sjer hvað jeg var gam-
all. En svo átti jeg dóttir, sem þvoði fyrir menn, hún vami
sjer dálítið inn, svo að við komumst af. Hún átti líka örð-
ugt. Að standa allan daginn hálfur niður í þvottabala, í
rigningu og snjókomu og stormum beint framan í sig —
þó að frost sje, stendur á sama, það verður að þvo, ýmsir
hafa lítinn fatnað og bíða eftir honum, og ef ekki er þveg-
ið, fara viðskiftamennimir. Balarnir eru nærri því aldrei
sæmilega þjettir, svo að vatnið lekur alstaðar úr þeim.
Pilsin verða rennblaut að ofan og neðan. Vatnið kemst inn
að skinni. Hún þvoði líka í þvottahúsinu „Rauðu börnin“
þar kemur vatnið út um krarna. það er ekki staðið í balan-
um, en þvegið undir krananum fyrir framan og undið í
kerin fyrir aftan. þar er þak yfir höfðinu, svo að kuld-
inn er ekki eins napur, en gufa kemur úr heitu vatninu,
og er hún hræðileg og spillir augunum. Hún kom heim
klukkan sjö á kvöldin og flýtti sjer í rúmið, sd því að hún
var svo þreytt. Maðurinn hennar barði hana. Nú er hún
dáin. Við höfðum ekki mikið af gæfunni að segja, en hún
vai’ sómastúlka, sem ekki fór á dansskemtanir, og hafði
lítið um sig. Jeg man greinilega eftir Hvíta þriðjudegin-
um*), þegar hún fór í rúmið klukkan átta. Já, svona var
það. það er satt, sem jeg segi. þjer þurfið ekki annað en
spyrjast fyrii'. 0 jæja, spyrjast fyrir — jeg er bjáni! Par-
ís er regindjúp. Hver ætti svo sem að þekkja Champmat-
hieu gamla? En jeg hefi bent á herra Baloup. Spyrjist
einungis fyrir hjá herra Baloup. Annars veit jeg ekki,
hvað menn vilja mjer“.
Hann þagnaði og stóð kyr. Hann hafði talað hátt,
hratt, hörkulega og rámur, í einhverri reiðilegri og ofsa-
fenginni einfeldni. Einu sinni hafði hann þagnað til þess
að kasta kveðju á einhvern af áheyrendunum. Staðhæf-
ingar hans, sem hann virtist varpa hugsunarlaust út úr
sjer, komu eins og hiksti, og samfara hverjum þeirra var
látbragð, sem minti á skógarhöggsmann, sem klýfui’
brenni. þegar hann hafði lokið máli sínu, fóru áheyrend-
urnir að skeliihlæja. Hann leit á þá, og þegar hann sá þá
hlæja og skildi ekki af hverju þeir voru að hlæja, hló
hann sjálfur með. það var óskemtilegt.
Forseti, sem var athugull og góðfús maður, brýndi
röddina. Hann minti „háttvirta kviðdómara“ á, að herra
Baloup, fyrverandi vagnasmið, sem ákærði sagðist hafa
unnið hjá, hefði verið stefnt árangurslaust. Hann hafði
orðið gjaldþrota og ekki hafði tekist að finna hann. því-
næst sneri hann sjer að ákærða, áminti hann um að taka
vel eftir því, sem hann segði við hann, og bætti svo við:
„Ástæður yðar eru nú þannig, að mikil nauðsyn ber til
að þjer hugsið yður vel um. Alvarlegur grunur hvílir á
yður, og hann getur haft óheillavænlegar afleiðingar.
Ákærði, sjálfs yðar vegna hvet jeg yður í síðasta skifti
til þess að svara skýrt ög greinilega þessum spurningum:
*) Siðasti dagur kjötkveðjuhátíðarinnar.