Lögrétta


Lögrétta - 01.06.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.06.1926, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LQGRJETTA Útgefandi og ritstjór* torsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 1. júní 192fi. 23. tbl. Um víða veröld. Síðustu frjettir. í lok síðastl. mánaðar varð upp- reisn í Portúgal, og var það her- inn, sem hana gerði, eða nokkrar sveitir úr honum. Kröfðust þær nýrrar stjórnar og skyldu að- eins vera í henni utanþingsmenn. Uppreisnarmenn tóku Lissabon orustulaust, en stjómin flýði. Frakkar og Spánverjar hafa nú unnið sigur í Marokkó. Fregn frá 27. f. m. segir, að Abd-el-Krim hafi gefist upp með öllu fylgi- liði sínu og verði hann gerður út- læigur úr löndum Múhamedstrúar- manna. Alla herfanga hafa Frakk- ar og Spánverjar þegar látið lausa. — 1 síðustu fregnum seg- ir, að skjöl hafi fundist í Mar- okkó, sem sanni, að undirróður hafi átt sjer þar stað af hálfu Itala og þeir lofað aðstoð sinni til áframhaldandi mótspyrnu gegn Frökkum og Spánverjum. Dómur er fallinn í seðlafölsun- armálinu í Buda-Pest. Graetz prins var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Nadossy lögreglustjóri í þriggja ára fangelsi og missi allra borgaralegra rjettinda. þar að auki í háar fjársektir. Fjöldi manna, sem voru meira eða minna við málin riðnir, fengu vægari hegningu. I Póllandi gengur alt í þófi eft- ir byltinguna. Fregn frá 1. þ. m. segir, að Pilsudski hafi verið kos- inn ríkisforseti, en neitað að taka embættið að sjer. Hafði hann áður sett ýms skilyrði fyrir því, vissar breytingar á stjórnar- skránni og aukið vald til handa ríkisforsetanum. Virðist helst svo sem þarna sje að rísa upp einveldi á sarna hátt og hjá Suðurevrópuþjóðunum. Ekkert skipast enn um kola- málið í Englandi. Foringjar náma- manna eru ekki sammála um baráttuaðferðina og telja sumir afturköllun allsherjarverkfallsins hið argasta misgrip, en aðrir segja þvert á móti, að allsherjar- verkföllin hafi ætíð og alstaðar orðið verkalýðnum til tjóns. í frjálsl. flokknum hefur verkfalls- málið valdið sundrung, sem spáð er að verði til þess að rjúfa flokk- inn algerlega. Asquith hefur rit- að Lloyds George opinbei't hirt- ingarbrjef fyrir frammistöðu hanis í verkfallsmálinu heima fyrir og skrif hans um það í blöð vestan hafs. Lloyd George hefur svarað og játað, að hann hafi hlaupið á sig. Er haldið að Lloyd George og nánustu fylgismenn hans fari bráðlega úr frjálslynda flokknum og yfir í verkamannaflokkinn. — Sú sáttatillaga hefur komið fram frá ritara alþjóðabandalags náma- manna, Ilodges, að námaeigendur falli frá kröfu sinni um launa- lækkun, en verkamenn fallist á, að vinnutíminn verði lengdur um V2 klt. á dag. Fregn frá 31. f- m. segir, að birt hafi verið kngl. auglýsing, er framlengi um einn mánuð þann tíma, sem neyðar- ástandslögin áttu að gilda, með því að ástandið vegna kolaverk- fallsins fari versnandi. Prinsinn af Wales hefur sent hjálparsjóði námamanna peningagjöf og seg- ir þjóðina vera í þakkarskuld við námamennina, lýsir samúð með fjölskyldum þeirra og telur það óheppileg málalok, ef námamenn neyðist til að gefast upp vegna skorts kvenna þeirra og bama. Segir fregnin, að þetta geti haft afleiðingarík áhrif á almennings- álitið, svo að efnaðri stjettimar snúist gegn námaeigendum, en beir hóta því í yfirlýsingum sín- um, að barist skuli nú þangað til annarhvor aðilji lúti algerlega í lægra haldi. Síðustu fregnir segja. að stjórn Brasilíu muni ekki hjer eftir vilja hindra það, að þ.ióðverjar gangi inn í þjóðabandalagið, og eins muni vera um Spánverja. Orlando, áður forsætisráðherra ítala, er nýlega látinn. Eldgos mikil, úr fjallinu Biyci, hafa gert stórtjón í Japan, deytt fjölda fólks og eytt stór land- svæði. ——•------ Um hvað snúast núverandi kosningar? E-listinn er listi hinnar frjáls- lyndu stefnu hjer í landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir unnið fræg- an sigur í málunum út á við. Inn á við hefur hann jafnan ver- ið frjálslyndur og markað á ýmsan hátt spor frjálslyndisins í þjóðlífi voru. Heimastjómar- flokkurinn, sem jafnan var íhalds- sinni, hvarf úr sögunni. En úr ýmsum brotum hans endurfædd- ist íhaldsflokkurinn. En í hann fóru þó ýmsir menn, sem aldrei hafa átt þar heima, bæði úr heimstjórninni gömlu og eins úr gamla sjálfstæðisflokknum. Nú er eðlilegt að sjálfstæðisflokkurinn endurfæðist í frjálslyndum flokki. Ekki svo að skilja, að sjálfstæð- ismálin verði þó ekki jafnan æðstu málin, en þar sem sambandsdeil- unni við Dani er lokið, þá er eðlilegt að hin innri hlið, stefnan inn á við, verði þungamiðjan í starfinu, eins og á sjer stað hjá öðrum þjóðum. Ula væri sú þjóð farin, sem ætti eintóma íhalds- flokka og svo öfgaflokk. Á frjáls- lyndum flokki er meiri nauðsyn nú en nokkru sinni áður í þessu landi. Stjettarígsstefnan er farin að hafa svo hátt um sig. Fram- sókn fylgir stjettarígsstefnunni. íhaldsflokkurinn er stjettarflokk- ur í eðli sínu sbr. og aðsenda grein í stjórnarbl. Verði, þar sem þjóð- in er dregin í dilka eftir stjetta- aðstöðu sinni. Jafnaðarflokkinn vita nú allir um. Á móti þessum etj ettaf araldri rís nú frjáls- lyndi flokkurinn eins og kreptur hnefi. Hann stendur á alt öðrum grundvelli en hinir flokkarnir. Hann stendur á grundvelli mál- anna. Sá frjálslyndi maður skil- ur ekki hvemig sje hælgt að mis- bjóða heilbrigðri skynsemi með því að víðsýnir og þröngsýnir menn standi saman í flokki, af því að þeir tilheyri sömu stjett. Honum er ennþá óskiljanlegra, að menn eigi að standa í flokkum eftir því hvort þeir versla við kaupfjelög eða kaupmenn. það eru miðaldaskoðanir að bóndinn eigi að leggja skoðun sína inn með ullinni eða kjötinu; eða að það eigi að troða þeim niður í kornpokann. það eru óheillaskoð- anir að halda því fram að kaup- fjelagsstjórinn eigi að hafa sann- færingu þeirra á boðstólum, sem versla við hann. þetta er svo mikil móðgun við frjálsa kjósendur að það nær ekki nokkurri átt að halda þessu fram. Og vjer sem þekkjum íslenska bændur, og þekkjum hinn ómetanlega skerf, sem þeir hafa lagt inn í sjálf- stæðisbaráttu þessarar þjóðar með festu sinni, vjer vitum að þeir láta ekki draga sig inn í neinn verslunar- eða stjettadilk. Vjer treystum því að við þær kosningar sem í hönd fara, verði það málin, ekki stjettirnar, sem ráði atkvæðagreiðslunni. En er þá nokkurt mál svo stórt nú á dagskrá þjóðarinnar að það rjettlæti, að kosningamar snúist um það? Og þessu verður ekki svarað nema á eina leið. iSkipun seðlaútgáfunnar er svo mikið atriði, hefir svo mikla þýð- ingu fyrir atvinnuvegi þessarar þjóðar, fyrir hvern einasta mann í bessu landi, að engum sem nokk- urt skyn ber á fjármál getur dul- ist að hjer er um verulegt stór- mál að ræða. Og þar sem sú á- kvörðun, sem nú verður gerð i þessu máli, er ekki nein augna- bliksráðstöfun, heldur má búast við að hún gildi um ómuna tíð, þá er því meiri nauðsyn á því, að því verði ráðið til lykta, í samræmi við erlenda og íslenska reynslu. Tvö undanfarin þing hefir verið reynt af stjórnarinnar hálfu að koma hinu öfuga skipulagi í þessu máli gegnum þingið, nefni- lega því að Landsbankanum verði falin seðlaútgáfan. En þetta hefur ennþá strandað á þeim krafti sem fólginn er í heilbrigðri skynsemi. Harðar deilur hafa staðið um mál- ið. Og þó er nú fullyrt, að fjár- málastjórnin reyni að smeygja þeirri hugsun inn hjá almenningi, að í raun og veru sje það lítið sem greini á 1 þessu máli. En hvað segja menn um þá hreinskilni gagnvart kjósendum? Ágreining- urinn um skipun seðlaútgáfunnar á þinginu 1925 var svo mikill að skipa varð milliþinganefnd í mál- ið. Nefndin klofnaði. Löng nefnd- arálit, jafnvel heilar bækur, voru skrifaðar um málið. Á síðasta þingi voru í Nd. margra daga um- ræður um málið. Alþingismaður Björn Kristjánsson hefur skrifað hverja ádeilugreinina á fætur ann- ari um málið. Og þó er verið að læða því inn hjá kjósendum að hjer sje um óverulegan ágreining að ræða. Ýmsir merkustu íhalds- menn í landinu hafa lagt svo mikla áherslu á þetta grundvallar- atriði bankamálanna, að þeir hafa samvitsku sinnar vegna ekki get- að fylgt stjórninni vegna aðstöðu hennar í þessu máli. Sterka menn er ekki hægt að binda í stjórn- málum með öðru en málunum. En þetta er einmitt kenning hins frjálslynda flokks. það eru málin, stefnan, sem er sá einasti rjetti grundvöllur, sem þar verður lagður. þeir sem standa saman á þeim grundvelli eiga að vera sam- an i flokki. Hver einasti kjósandi i þessu landi hlýtur nú að vita að um skipun seðlaútgáfunnar stendur nú hörð deila, sem harðn- ar svo að segja dag frá degi eftir því, sem augu þjóðarinnar opn- ast fvrir því hvað hjer er um mikilvæga hluti að ræða. Og það er nú að» verða alþjóðarkrafa, að komið verði á fót ríkisbanka skv. nefndaráliti Benedikts Sveinsson- ar, í sambandi við fasteignaláns- stofnun í landinu. Ástæðurnar gegn því að fela Landsbankanum seðlaútgáfuna eru augljósar. Hann hefur spari- sjóðsfje á vöxtum o:g lánar til á- hættufyrirtækja. En þetta hvort- tveggja er, ósamrýmanlegt seðla- banka samkv. erlendri framþróun bankamálanna, því samkvæmt þessari framþróun er seðlabank- inn altaf meira og meira að verða bankanna banki. Einnig er það í ósamræmi við íslenska reynslu að fela Landsbankanum seðlaút- gáfuna. íslandsbanki var seðla- banki landsins. Hann hafði fje til ávöxtunar og veitti áhættulán til fiskiveiðanna. En hvernig fór? Sparifje var tekið út og bankinn gaf þessvegna út fleiri seðla en holt var. Brent barn á að forð- ast eldinn. það er bein árás á þjóð- banka vorn Landsbankann að steypa honm í þá sömu áhættu, sem Islandsbanki v«r í vegna óheilbrigðs fyrirkomulags á seðla- útgáfunni. En þetta er meira en ái'ás á Landsbankann, það er árás á atvinnuvegi þjóðarinnar. Fái landsbankinn seðlaútgáfuna, þá verður hann samkvæmt rjettmæt- um ummælum fjármálaráðherr- ans, að lána ennþá gæitilegar en hingað til. íslandsbanki á hins- vegar að draga inn eina miljón á hverju ári. Afleiðingarnar af þessu verða að atvinnuvegirnir verða lagðir á höggstokkinn. Hver vill bera ábyrgð á því ? En þar sem nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi í þessu seðlaútgáfu- máli, sem er í hinni mestu óreiðu, þá eru þeir menn sem gegn þessu standa slegnir af óskiljanlegri blindni. Ætli að bændurnir finni ekki fljótt hvað ræktunarsjóður- inn nýi er ófullnægjandi lánstofn- un? Og ætli að menn í bæjunum sjeu ekki búnir að finna nóg til undan fasteignalánafyrirkomulagi því sem nú er? Og enn eitt at- riði, hvað segja þeir menn sem standa með frjálsri verslun? Vilja þeir með atkvæði sínu styðja að því að hættulegasta einokunin, sem til er, bankaeinokunin, kom- ist hjer á fót í landinu. Er hæigt að hugsa sjer nokkur stærri innanríkismál en þessi mál, þegar leggja á grundvöllinn undir peningastarfsemina í landinu. Er það heilbrigt að leitast við að telja kjósendum trú um að þeir geti ekki skilið það. Er það verj- andi að fela þau stórmál inni i þokunni, sem æsklegt væri að stæði sem mest birta um, svo að : heilbrigð skynsemi kjósandans gæti notið sín, er þeir eiga að taka ákvörðun um þau. Er ekki tillaga Benedikts Sveinssonar al- þingisforseta um að bera þessi mál undir kjósendur, áður en þeim sje ráðir til lykta, rjetta tillagan. En þetta mátti stjómin ekki heyra nefnt á nafn. Og þó sýnist þetta, eftir allri aðstöðunni, vera eina ráðið, sem stjómin gat grip- ið til. Stjómin sagði 1925, að hæittulegt væri að draga málið til ársins 1926. þegar hún ekki kom því í gegn á þinginu 1926, þá voru í raun og vem einustu útgöngu- dymar, sem stjórnin háfði í slíku stórmáli sem þessu að skjóta því undir dóm kjósenda. En að fela þetta mál fyrir kjósendum, það mun reynast torvelt. Og þungt mun stjói'ninni reynast að hafa svo að segja alla verslunarstjett- ina í andstöðu við sig í þessu máli og yfir höfuð flesta þá menn, sem best hafa vit á fjármálum. þetta mál er í eðli sínu svo stórt að það gnæfir yfir öll önnur mál, sem nú eru á dagskrá þjóðarinn- ar. Svo hátt gnæfir það, að jeg sje ekki betur en kosningar þær, sem nú fara í hönd, verði algjör- lega að snúast um það. — þeir sem greiða landkjörslista þeim at- kvæði, sem Jón þorláksson stend- ur efstur á, greiða atkvæði með því að Landsbankanum verði falin seðlaútgáfan. því fleiri atkvæði, sem sá listi fær, því meiri freist- ing verður fyrir fjármálaráðherr- ann að halda áfram á þessari röngu braut, sem hann er á í þessu máli. — því færri atkvæði, sem listinn fær, þess ákveðnara sýnir bjóðin að hún vill hafa sjer- stakan seðlabanka, að hún vill koma nýju og betra skipulagi á fasteignalánin í landinu. Ein- dregnasta vilja sinn sýndi þjóðin með því að láta lista fjármála- ráðherrans falla. þá væri sýnt að málin skipuðu enn öndvegis- ■sæti í þessu landi. þeir sem vilja af ýmsum ástæðum eiga Jón þor- láksson í þinginu, missa einkis, því hann verður samt áfram þingmaður Reykvíkinga. — Ef þjóðin sýnir í atkvæða- greiðslu sinni ótvíræfðan vilja sinn í þessu máli, þá mundi það hafa afarmiklu þýðingu fyrir úr- slit málsins, því þá mundi þingið hugsa sig tvisvar um áður en það afgreiddi málið á skökkum grund- velli. Sig. Eggerz. Síldareinkasalan. Lögr. hefur áður prentað heimildarlög þings- ins um einkasölu á síld. þau hafa mætt mótstöðu frá ýmsum síld- veiðamönnum í Norðurlandi, bæði á Siglufirði og Akureyri. Aftur á móti munu þau hafa fylgi flestra hjer syðra og á Vestfjörðum. Síldarútgerðarmenn komu hingað margir að norðan og vestan ný- lega og var fundur haldinn hjer 31. f. m. til þesís að ræða um einkasölulögin. Urðu þar langar umræður, en að lokum var sam- þykt svohljóðandi tillaga með 39 atkv. gegn 25: „Fundurinn álykt- ar að stofna síldarsamlag í þeim í þeim tilgangi að vinna að hag- kvæmri síldarsölu og til þess að búa sig undir að taka við verk- efni því, sem felst í síldarsölu- lögunum frá síðasta þingi, ef þau koma til framkvæmda. Enn- fremur ályktar fundurinn að kjósa 3 manna nefnd til þess að undirbúa lög fjelagsins og til þess að kalla saman fund til samþykt- ar lögum fyrir fjelagið“. — 1 nefndina voru kosnir: Kjartan Thors, Geir Sigurðsson, Magnús Blöndahl, Theodór Líndal og Sig- urður Kristjánsson. Ingi þ. Gíslason, sem um tíma hafði á hendi afgreiðslu og inn- heimtu Lögrjettu en verið hefur við myndhöggvaranám í Khöfn frá því í haust, sem leið, er nú nýkominn heim og verður hjer i sumar. Sigurjón Jónsson alþm. hefur verið skipaður forstjóri útbús Landsbankans á ísafirði. þýsk hljómsveit, „Hamburger Philharmonisches Orchester“, en nýkomin hingað undir forustu Jóns Leifs, sem altaf er að vinna ejer meira og meira álit í þýska- landi. það er látið mikið af þess- ari þýsku hljómsveit og æitlar hún að láta hjer til sín heyra annað kvöld.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.