Lögrétta


Lögrétta - 01.06.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.06.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Víking skilvindan reynist best. Skilur 65, 120, 220 lítra. Nægar birgðir og varahluti hefir ávalt fyrirliggj- andi og selur og sendir um land alt, gegn póstkröfu Hanne Grettisgötu 2. s Ólafsson. Simi 871. Reykjavík. Heildsala. Smásala. Verslunin hefur nú fyrirliggjandi mikið úrval af íjölbreyttum og vönduðum, mjög ódýrum V ef naðarvörum. Pappír og ritföngum allsk. Leður og skinn. og flest tilheyrandi skó- og söðlasmíði. Conklins lindarpennar og Víking blýantar. Saumavjelar, handsnúnar og stígnar. Vegna hagstæðra innkaupa og verðtollslækkunar eru vörurnar mjög lágt verðlagðar. Pantanir afgreiddar um alt land gegn póstkröfu. Verslunin Björn Kristjánsson. eru ekki aðalatriði. E-ngin nauð- syn er heldur á að leggja stóra og dýra bújörð undir skólann. Og lítið vit í að hugsa sjer stórt fyr- irmyndar bú í sambandi við hann, eins og sumir munu hafa gert. Uggir mig mjög, að fáar yrðu eftirmyndimar þess bús. Bænd- unum myndi sýnast, sem satt væri, að þar væri ólíku saman að jafna við sjálfa þá. það er satt sem Sigurður heit. ráðunautur sagði: Að bestu fyrirmyndarbúin eru hjá bestu bændunum. þó sjer þeirra fyrirmynda einatt lítinn á- rangur. Jeg þekki t. d. bónda, sem á 17 árum hefur tífaldað túnið sitt og er einn af allra fremstu jarðabótamönnum landsins. þó hefur hann næistum því jafnlengi verið hníflagaman sveitunga sinna og goldið þar einkum dugn- aðar síns. Og enn munu jafnvel finnast þar í sveit búslóðar, sem mjög draga í vafa, hvort hann muni hafa slíkt vit á ræktunar- málum sem sjálfir þeir!!! Skólanum þarf alls ekki að fylgja jörð. En hann á að standa þar, sem nóg er til af ræktanlegu landi í nágrenninu, svo að hægt sje þar að halda námskeið í fyr- irmyndar nýrækt og nema um leið nýja jörð handa framtíðinni. Mjög virðist það og óskynsam- legt að hugsa sjer að reisa í senn tvo hjeraðsskóla þar eystra. Heiti jeg á Rangæinga alla að falla frá því óráði og halla sjer því betur að hinu, sem hamingjusamlegra sýnist til muna: Samvinnunni við Ámesinga! — Síðar, þegar sveit- imar stækka, verður tími til að byggja hinn skólann. Nú um sinn nægir einn! Munið það allir aust- anmenn, að hjeraðið er eitt, þó tvær sjeu sýslurnar. Allur met- ingur milli sýslnanna er og verð- ur, eins og allur annar nábúakrit- ur og hrepparígur, einungis til skammar og skaða, þeim öllum er að honum standa. Allra síst má þó láta slíkt ófjeti spilla svo góðu máli sem skólahugmyndinni. þar j má það ekkert friðarskot finna. i I skólamálinu verður sáttin og samkomulagið að metast mest. Og verður í raun og veru seint of dýru verði keypt. Reynist það mönnum ókleift að sameina sig um skóla að Laugavatni, þá gerir sá minni hluti hjeraðsbúa, sem hans æskir, vel og viturlega í því að falla frá fyrri álvktun sinni. Samkomulag um skólasetrið, sem nú er eina deiluatriði málsins, er ekki ofverði keypt, enda þó að láta yrði fyrir það hveravatnið, sem svo mikið hefur þó verið lagt upp úr. En þá yrði að byggja þar sem nóg er og nærtækt mótak. Væri engin frágangssök að setja upp dálitla móverksmiðju i sam- bandi við skólann. Heppilegan stað frá því sjónarmiði sjeð, má vafa- laust víða finna. Nefni jeg þó engan. En þann staðinn sem lík- indi eru til að flestir gætu orðið ásáttir um, þori jeg hinsvegar að nefna: það er þjórsárbrú. þar er ! nú að verða miðgarður hjeraðsins. þar liggja að grösug framtíðar- lönd á báða bóga. þar nærri dun- ar hinn aflþrungni Urriðafoss, sem ekki er ólíklegt að bráðum verði nn beislaður, eða a. m. k. áður en langur aldur líður. þá, þegar svo væiri komið, ætti svo góður granni sem Hjeraðsskólinn að geta notið nálægis og fengið ódýrt ljós og yl. Væri þá hvera- vatnið nokkru bætt. Enginn taki þó þessi orð mín sem tillögu um skólasetur. Jeg hef aðeins kastað þessu fram. Mjer er skólasetrið hreint aukaatriði. En skólann þurfum við að fá! Og skólann viljum við fá! Og til þess að hann geri okkur gagn, þarf hann að vera góður! En til þess að við fáum hann fljótt og hann geri okkur gagn, þarf sam- starf og eindrægni allra hjeraðs- búa, — Samkomulagið er okkur í þessu máli lífsnauðsyn. — Bless- aðir minnist þess, allir Austan- menn! Helgi Hannesson. Kappreiðar (Adrar kappreiðar ársins). Hestamaniiafjelagið Pákur efnir til kappreiða á Skeiðvellinum við Elliðaár, sunnudaginn 4. júlí næstk. Sú nýbreytni verður við hlaupin í þetta sinn, að auk þess að stökkhestar verða flokkaðir eftir því úr hvaða hjeruðum þeir koma, þá verður og haft sjerstakt folahlaup, og verðlaun veitt fyrir hvert hlaup. Stökkhestar. Hlaup fyrir hesta úr: 1. Árnes- og Rangárvallasýslum m. m. 2. Mýra-, Borgarfjarðar- og Dalasýslum m. m. 3. Gullbringu- og Kjósarsýslu. 4. Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum m. m. 5. Reykjavík. Hlaupvöllur í hlaupum þessum er 300 metrar. 6. Folahlaup: (hestar 6 vetra og yngri alstaðar að). Htaupvöllur 250 metrar. Verðlaun í ofangreindum hlaupum eru 50, 30 og 20 kr. I þessum hlaupum taka aðeins þátt þeir hestar, sem ekki hafa tekið 1. verðlaun á vellinum áður. Til þess að þessi hlaup fari fram, verða minst 4 hestar að taka þátt í hverju hlaupi. 7. Aðalhlaup: Hestar alstaðar að á öllum aldri. — Hlaupvöllur 300 metrar. — Verðlaun 100, 50 og 25 kr. í þessu hlaupi geta tekið þátt hestarnir, sem hafa unnið 1. og 2. verðlaun í 1. til 6. hlaupi, auk nýrra hesta. Lágmarkshraði stökkhesta til 1. verðlauna er 24 sek. Hámarks- hraði til verðlauna er 26 sek. — Sá stökkhestur, sem bestan tíma fær í hlaupunuiu, fær 50 kr. aukaverðlaun. Skeíðhestar. Skeiðhestum verða veitt þrenn verðlaun, 150, 75 og 50 kr. Skeið- völlur 250 metrar. — Lágmarkshraði til 1. verðlauna er 25 sek. — Hámarkshraði til verðlauna er 27 sek. Gera skal aðvart um hesta, þá, sem reyna á, formanni fjelagsins, Daníel Daníelssyni, stjórnarráðsdyraverði (sími 306), eigi síðar en miðvikudaginn 30. júní n. k., kl. 12 á hádegi. Lokaæfing verður fimtudaginn 1. júlí, kl. 7 e. m. Reykjavík, 29. maí 1926. Sttórnin. Landkjörið. Lögrjetta tekur ekki þátt í flokkadeilunum nú, eins og kunn- ugt er. En hún fær ekki betur sjeð en að allir þeir, sem efstir standa á flokkalistunum, sjeu vel valdir, hver af sínum hópi. Full- trúar eldri flokkanna, Jón þor- láksson fjármálaráðherra, Magn- ús Kristjánsson framkv.stjóri og Jón Baldvinsson framkv.stjóri, ,eru allir góðir menn og gildir i' þau sæti, sem þeim er skipað í á listunum. Og um fulltrúa hins nýstofnaða frjálslynda flokks, Sigurð Eggerz bankastjóra, er það að segja, að hann er sjálf- kjörinn maður í efsta sætið á lista flokks síns. Hann var áður landkjörinn og honum hafa að undanförnu verið faldar af Al- þingi æiðstu trúnaðarstöður þjóð- arinnar. það gefur því að skilja, að þingið missir áhrifaríkan mann, ef hann hverfur þaðan. Lögr. flytur nú grein frá honum um landkjörið og sjá menn þar hver mál það eru, sem hann vili nú fyrst og fremst beita sjer fyrir. Meðan heimastjómarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn deildu fyr á árum, voru þau Lögr. og Sig. Eggerz oft og tíðum sitt á hvoru máli, og hún lítur að sjálfsögðu öðrum augum en hann á ýmislegt, s'em á þeim tímum var að gerast. En þau mál eru nú út kljáð og flokkaskipunin, sem á þeim bygðist, getur ekki komið til greina framar. Er þetta tekið fram vegna nokkurra orða í grein Sig. Egggerz hjer í blaðinu. En hann hefur ekki málgagn, eins og keppinautar hans, til þess að flytja mönnum skoðanir sínar út um sveitir landsins, svo að Lögr. telur rjett, að ljá honum rúm til þess. Hún hefur áður flutt grein frá forvígiskonu kvennalistans, frú Bríeti Bjarnhjeðinsdóttur, og um hana er það sama að segja og um efstu mennina á hinum listunum, að hún er vel til þess valin að skipa efsta sætið á lista kvenna, því engin kona hefir unn- ið eins vel og lengi og hún að framgangi kvenrj ettindamálanna hjer á landi. — En nú á aðeins að kjósa 3 þingmenn, og þar sem listarnir eru 5, er það áhjákvæmi- legt, að einhverjir 2 verða að sætta sig við að falla. ---o--- Spunavjelar. Eins og mörgum er kunnugt hefir Jón Gestsson á Villinga- holti smíðað spunavjelar á nokkr- um liðnum árum (sbr. greinar í Lögr áður). Nú í vetur hefir hann með aðstoð sona sinna Krist- jáns og Gests, sem báðir eru þjóðhaga smiðir, eins og faðir þeirra, gert mikilsvarðandi breyt- ingar á lopavagninum í spunar vjelinna, fyrst og fremst með því að gera lopavagninn miklu traust- ari og einfaldari en hann hefur áður verið. Gjöra niðurfærsluna á þræðinum miklu ljettari og handhægari. Og svo höfuðatriðið, að nú lokar vjelin sjer sjálf, sem hún ekki gerði áður, sem hver spunamaður mun telja höfuðkost, með því það eykur mikið spuna- hraðann, og gerir verkið um leið ljettara. Jeg hefi reynt vjel þessa, og líkar hún vel í alla staði, og tel hana miklu fullkomnari heldur en þær spunavjelar, sem jeg hefi áður þekt. Heimilisiðnaðarfjelögin ættu að kynna sjer umbætur þessar, og meta að verðleikum. p. t. Reykjavík, 20. maí 1926. Erasmus Gíslason. Háskólinn. Sveinbjörn Sigur- jónsson lauk þar síðastl. laugar- dag meistaraprófi í íslenskum fræðum. Henry Erichsen, norskur mað- ur, sem er frægur fyrir það, hve vel hann leikur á harmoníku, er Schannongs Monnmenforretn. 0. Farirnag’sgade 42, K.höfn. Stærsta og góðfrægasta leg- steinasmiðja á Norðurlönduin. Umboðsmaður á íslandi. Snæbjörn Jónssou, Holtsg. 7B (simi l93t»), Reykjavik Bókaverslun þORSTEINS GÍSLASONAR er nú flutt í þingholtsstræti 1. þar fást nú, auk eldri bóka: Vesalingarnir I., eftir V. Hugo. Út úr ógöngunum, eftir Guðm. Hannesson. Afgreiðsla Lögrjettu og Óðins er nú flutt í þingholtsstræti 1. nýkominn hingað og ætlar að láta til sín heyra í Nýja Bíó í kvöld. Landhelgisbrot. þór tók í dag 3 þýska togara við Ingólfshöfða og fór með þá til Vestmannaeyja. Mál þeirra ódæmd enn. Dr. Neiiendam, merkur danskur guðfræðingur, dvaldi hjer um tíma í vor og flutti mjög fróð- lega fyrirlestra á Háskólanum um danska kirkjusögu og danskt skólalíf. Kappreiðar. Lesið auglýsingu á öðrum stað í blaðinu um kapp- reiðar, sem fara eiga fram í byrjun næsta mánaðar. Taugaveiki fer vaxandi á Isa- firði. Liggja nú 40 í kaupstaðn- um og 9 utan hans, en 3 eru dánir. Inflúensa er nú einnig á ísafirði. Dánarfregn. Dáin er í Khöfn 22. f. m. frú Gyða þorvaldsdóttir, ekkja dr. Björns heitins Bjama- sonar frá Viðfirði, góð og mikil- hæf kona. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. þaðan eru nýútskrifaðir 32 nem- endur. Fengu 17 fyrstu eink., 12 aðra og 3 þriðju. Við uppsögn skólans flutti skólastjóri erindi um skólabrag og skólabresti. Hraðferðir Sameinaða gufu- skipafjel. í sumar byrja 8. júní frá Khöfn, og fer ísland fyrstu ferðina. Síðan halda þær áfram annanhvern þriðjudag frá Khöfn og annanhvern miðvikudag frá Reykjavík. Komið verður við í þórshöfn og Vestmannaeyjum í báðurn leiðum. Bæði Botnia og Island verða höfð í þessum ferð- um. Einnig fara þau til Norður- landsins, og er fyrsta ferðin þang- að s.s. Island 15. júní og síðan annarhvom þriðjudag frá Rvík. Snúið við á Akureyri aftur til Rvíkur. — þá verða einnig beinar ferðir frá Leith, með viðkomum í þórshöfn og Vestmannaeyjum. Fer s.s. Tjaldur þær ferðir. Fyrsta ferðin frá Leith er 9. júní og síð- an annanhvern miðvikudag. Frá Reykjavík er fyrsta ferðin 16. júní, og síðan annanhvern mið- vikudag. Frá myrkri til ljóss heitir ný- útkomin bók eftir ólafíu sál. Jó- hannsdóttur, gefin út af systur hennar, Sveinbjörgu Jóhanns- dóttur, sem er búsett hjer í bæn- um. I bókinni segir Ólafía frá ýmsu, sem drifið hefur á daga hennar, og verður nánar sagt frá bókinni síðar. Hallveigarstaðir. Svo á að heita samkomuhús það, sem konur ætla að reisa á Arnarhóli, og er það kent við Hallveigu konu Ingólfs landnámsmanns. Hlutafje er safn- að um alt land til þess að koma húsinu upp. Óðinn. Fyrra hefti yfirstand- tandi árg. er nú væntanlegt bráð- um. Hefur útkoman dregist vegna anna í Gutenbergs-prentsmiðju. PrentsmiOjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.