Lögrétta


Lögrétta - 01.06.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.06.1926, Blaðsíða 2
s LÖGBJETTA Af austurvegum. I. FerðaspjalL Bíllinn brunaði af stað upp úr bsanum og austur á veginn, full- ur af fólki og fjármunum. pað var einn hinna heimsfrægu „Fiat“- bíla með þrettán sálir innanborðs, ef ætla mætti að ein fylgdi skrokk hverjum. Einhverjum myndi hafa sýnst það gáleysi, að tama, og ekki síður hitt, að byrja ferðina í þokkabót á mánudagsmorgni. Alt gekk nú samt greitt og slysa- laust, þrátt fyrir þessar glópskur, Veldur því sennilega „vantrúin“, hve miklu sjaldnar „þrettán“ verða nú að óhöppum en sagt er að þeir áður yrðu. Mánudagamæð- an virðist og mjög vera að minka seglin. Háir henni sjálfsagt margt og ekki minst hinar nýju kenn- ingar þeirra Sig. Nordals, sem telur alla daga jafngóða til að byrja gott verk á, — og Jóh. Kjarvals, sem sagt hefur og ákveðið að „mánudagur" skyldi í framtíðinni „til máttar“. það var annars merkilegt mannaval, sem þama hafði safn- ast saman. þar vora t. d. tveir búfræðingar eða fleiri, tveir söngvarar eða fleiri, tvö skáld eða fleiri, tveir listmálarar þjóðkunn- ir, það vora þeir Kjarval og Túbals eins og þeir nefndu hver annan að „íslenskum“ sið. þar vora og tvær heimasæftur, bónda- dætur frá einu af fomfrægustu höfuðbólum á Rangárvöllum, á heimleið úr kennaraskóla, fullar af leik og lífi. Og enn var þar fleira merkilegt fólk, þó ekki verði hjer flokkað nánar. Veðrið var gott. Vegurinn var sæmilegur og vagninn rann drjúg- mót austurátt. Enda lá víst vel á flestum og hjelt sig hver við sitt heygarðshom. Búfræðingam- ir ræddu um ræktun landsins, söngvararnir sungu. Málaramir skimuðu í allar áttir, dásömuðu dýrðlega liti og fögur fjöll, skáld- in sátu hljóð og horfðu út i bláinn. En heimasæturnar gáfu öllum hinum hornaugu og hlógu að öllu og engu. Svona gekk ferða- lagið austur yfir ölfusá. þar mist- um við búfræðing og besta söng- hálsinn í förinni og úr því fækk- aði okkur óðum. Fátt bar fyrir augu, sem frá- sagnar sje vert. Vegirnir voru svo að segja mannlausir og á bæjunum meðfram götunni var heldur ekki fólk að sjá. það er satt, nú eigi síður en á dögum .Jónasar, að „dauft er í sveitum hnýpin þjóð í vanda“. Og eng- inn ætla jeg að finni til þess sárar en sá, sem tekið hefur þátt í vorönnum nágrannaþjóðanna. þessu iðandi athafnalífi vorsins, þegár hver bóndinn keppist við annan að vinna sem mest og best. það er mikill munur á að fara yfir erlenda sveit, þar sem al- staðar eru menn og hestar að verki við veginn, eða íslenska, þar sem engan er að sjá við útiönn, þó farið sje eftir margra mílna vegi, vfir grösugustu sveitir landsins, jafnvel á hávori. Víða vora hross og kindur á kroppi og lögðu á það alt kapp að tína saman nýgræðinginn sjer til bragðbætis, því enn var hann svo lágur í lofti, að seint myndi ganga flestum gripum að safna yðrafylli, af því góðmeti einu saman. þeim er hún sýnilega runnin í eðlið, útigönguskepnum, ástundunin við að safna sjer sum- arholdum. það er eins og þeim sje hún Ijós, þörfin á að eiga sjálfar eitthvað að grípa til, þeg- ar veturinn gengur í garð, en húsbóndinn sparar heyin um of. þegar austur yfir þjórsá kom fór „Gráni“ að fara á kostum. þar yfir eru nú bestir vegir á allri austurleið. Enda skreið sá grái sem svara myndi 70—80 km. á klukkustund, eða þvílíkt sem meðalhraðlest á stálspori. — Oft hef jeg áður farið yfir Holtin, en aldrei sjeð það eins vel og nú hvert ágætis framtíðarland þau eru. Mjer hefur sem sje tiltölu- lega nýlega orðið hann fullljós, hæfileiki minn sá, að sjá það, sem ekki er, en orðið gæti, þegar um ræktunarmöguleika Islands er að ræða. Og þið, er þekkið Holtin, takið nú eftir því sem jeg hef að segja: Allar hallfleytu-mýrarnar þar og allir móarnir, alt eru það hin ágætustu efni í tún, jafngóð og betri en tún þau flest, sem nú eru til sýnis í sveit þeirri. Holtin öll, eða meginhluti þeirra, er til þess kjörinn að verða eitt sam- felt tún. það tún gæti orðið að minsta kosti 20—25 þús. hektar- ar að stærð, eða á borð við öll tún og matjurtagarða, sem nú eru til á íslandi. Og ætti í meðal- ári að gefa af sjer nálæigt 25 þús. kýrfóður, ef eigi brysti áburð. þá myndu 1500—2000 bændur rúmast þar eins vel og 150 nú, og lifa þó helmingi betra lífi en þeir 150 gera. Mörgum finst þetta nú líklega öfgar og vitleysa, sem engri átt geti náð. Og fólki, sem einungis þekkir íslenskan búskap eins og hann nú er algengastur, er það full vorkunn. En það er nú samt meira en öfgar. það er dagdraum- ur, sem vel gæti orðið að veru- leika og verður það vafalaust, að mestu eða öllu leyti einhvem- tíma í framtíðinni. því trúi jeg a. m. k. og því trúa margir fleiri. það er sannleikur og raunvera- leiki. Ein einasta sveit á borð við Holtin gæti, ef fullræktuð væri, fóðrað alla þá nautgripi, sem nú eru til á Islandi og meira til. Og þar gæti lifað sæmilegu lífi alt að V3 alls íslenks sveitafólks þess sem nú er. Hvað marga myndi ísland alt geta alið, ef vel væri að því búið? — því get jeg ekki svarað. En þab þori jeg að full- vrða: íslendingar þurfa ekki að svelta, þó þeir tvítugfaldist, ef þeir aðeins gera það með fyrir- hyggju. Ekkert land álfu vorrar er jafn óunnið sem Island. En fá eða engin lönd hennar era frem- ur framtíðarlönd en það. — það er þetta tvent, sem gerir það svo glæsilegt, að vera íslendingur. Hjer eru verkefnin nóg, hvert sem litið er. Og enginn þarf að óttast, að of þröngt verði um þjóðina fyrst um sinn, enda þó henni haldi áfram að fjölga líkt og nú hin j síðustu árin. þetta hvorttveggja er j gæfa meiri, en við að jafnaði gerum okkur ljósa grein fyrir. Nú eru íbúar Islands hjer um bil eitt hundrað þúsundir. þjóðinni fjölgar nú um nálega 1% á ári hverju og hefur gert það um nokkura áratugi. Haldi þjóðin áfram að aukast þannig — um það er engin ástæða til að efast, — þá verða íslendingar eftir 70 ár orðnir tvö hundruð þúsundir, en eftir 170 ár kringum hálfa miljón! — það er vænt að vita til, að þjóð vor er 1 svo örum vexti. það sýnir oss og sannar, að enn á hún lífsmagn nóg til langs og fagurs framtíðardags. En því að- eins verður framtíðin oss dagur en ekki nótt, að fram verði horft og á fætur farið og unnið af al- úð og trú. Stritað með framsýni og viti. þau eru mörg málin, sem að kalla og úrlausnar bíða í okk- ar unga ríki. En eitt er stærst og mest: Nýyrking landsins — end- urnám sveitanna! það er hið mikla verkefni, sem kallar á okk- ur öll. það á að verða aðalvið- fangsefni hennar, kynslóðarinnar ungu, sem er að koma. Áður en mig varir og fyrri en þessari litlu ræðu er lokið, erarn við komin austur yfir Steinslæk. þar leit jeg loksins augum mann, er að verki var, á bæ einum nærri brautinni. Sá ók inn sauðataði til eldsneytis! það var nú vel að verið og búmannlegt á gamla vísu, að hafa lokið eldiviðarþurki um sum- armál. Enda býr þar ötull bóndi. En illa skar það mig í hjartað að sjá skáninni, besta áburðinum bóndans, ekið þessa leið: Inn að öskustónni, í staðinn fyrir að stækka og bæta töðuvöllinn hans eins og hún svo auðveldlega hefði getað orðið til. Áburðar óhirðing- in og sauðataðsbrenslan er önnur mesta stórsynd Islandsbænda við landið og sjálfa sig, og gengur sjálfsmorði næst. Hin stærsta synd þeirra er horfellirinn, er oft er óbein afleiðing þeirrar er jeg áður nefndi. því sjaldgæfari myndi fóðurskortur en nú er, ef betri og stærri væru túnin en al- ment eru þau nú. Áður fvrri lá leið mín eigi lengra austur en móts við Selsand. En nú er ferðinni heitið á Rang- árvöllu. Jeg ek því áfram, fram- hjá fósturgarði. Okkur ber óð- fluga austur um Holtin. Og erum fyrr en jeg almennilega hef áttað mig, komnir út á Rangárvalla? eyðimörkina miðja, með sand und- ir og alt um kring. Úh! Sá ógæfu- sandur! En sjáum nú til: Sandur- inn er virkilega byrjaður að gróa á ný. það sýna ótvírætt allir þess- ir þúsundmörgu grashottar, sem sumstaðar þekja hann nær að þriðjungi. þeir munu fjölga, þjett- ast og stæjkka þar til saman ná og sandsins sjá engin merki. Jeg hef orð á þessu við sessunauta mína, heimasæturnar frá höfuðbólinu gamla. þær horfa á mig hissa og hlæja að vitleysu minni. „það verður álíka snemma og Holtun- um hefur öllum verið breytt í tún“, segja þær og hlæja á ný. Seinna fjekk jeg þó betri styrking í trúnni. Guðmundur á Stóra-Hofi sagði mjer að mikinn mun sæi á sandinum síðan hann kom á Rang- árvöllu, hve grösugri væri nú en þá, fyrir ca. 15 árum. Senni- lega myndi það verða tiltölulega auðvelt verk að græða á ný sand- sárin öll, um neðanverða Rang- árvöllu, ef eigi skorti fje nje áræði. Austur á miðjum hásandinum stigu ungfreyjumar út og beygðu af leið upp undir fjöllin, gang- andi. þær ljeku við tá og fing- ur og hugurinn bar þær hálfa leið heim til föðurtúna. Við sem eftir sátum veifuðum húfunum að skilnaði og runnum áfram. Tútlu síðar varð skáldinu í för- inn þessi staka að orðum: „Ef leikur blóð og sefi senn í sælu ungu vífi, það kæftir jafnvel kararmenn að kynnast slíku lífi“. Veit jeg eigi með vissu, hví hann orti svo einmitt þá, en gat þó til þess í hljóði. Og má nú hver sem vill geta hvers jeg gat. Jeg fylgdist með „Fiat“num alt að Eystri-Rangá. En þar heitir í Djúpadal, sem yfir hana er nú farið. þar var áður bújörð, en er nú auðn. þar bjó fyrir löngu langafi minn einn, er Hannes hjet. Hjá honum eða öðrum Djúpadals-bónda einhverjum, ólst hann upp karlinn, sem þetta kvað: „I Djúpadal jeg bundinn beið bölvunar á snaga, organdi af hungursneyð alla mína daga“. Hefur sýnilega verið þröngt þar í búi sem víðar í þann tíð og suinstaðar enda enn. En hún, því miður, hvorki ný nje gömul sagan sú, að hjer svelti fólk og fje, þó óþarft væri, ef betur væri bjargráðanna gætt en gert er. Jeg kvaddi mæta samferðamenn og gekk upp að Stóra-Hofi. — II. Lífsnauðsyn Láglendinga. Jeg hafði heyrt það sagt fyrir löngu síðan, að á Stóra-Hofi væri betur en í meðallagi búið. — Og jeg þóttist brátt sjá, er mig bar inn í úthagann, að satt væri frá sagt. Og jeg sann- færðist æ því betur, sem nær dró bænum bóndans. Fyrst varð fyrir mjer stórgripagirðing mikil, en nokkuð forn. Og því næst fjár- girðing sauðheld, ný og hin vand- aðasta, sjálfsagt á annað hundr- að hektara. Voru þar tveir strengir gaddavírs ofan á torf- gaiði, en skurður tvístunginn inn- anvert. þá girðingu hafði bóndi látið gera milli veturnátta og hvítasunnu í fyrra. Mjer kom í hug saga svolítil, sem jeg fyrir skömmu hafði heyrt um nábúa tvo. þeir bjuggu báðir þar sem hjet að Hofi. það var haust eitt eftir veturnætur að bóndinn á Hofi hinu meira var að láta grafa skurð einn og lagði kapp á, svo sem flest er hann gera ljet. Fjell V esalíngarnír. Eftir Victor Hugo ANNAR þÁTTUR: CÓSETTA. Fyrsta bók: Waterloo. Ef ekki hefði rignt nóttina milli 17. og 18. júní 1815, hefði framtíð Evrópu orðið alt önnur. Nokkurir vatns- dropar rjeðu forlögum Napóleons. Hann gat ekki haíið or- ustuna við Waterloo fyr en klukkan hálftólf, vegna þess að jarðvegurinn var svo blautur, að hann gat ekki komið stórskotaliðinu við. þetta varð til þess, að Blucher vanst tími til þess að komast á orustusvæðið. Napóleon reisti jafnan orustuáform sín á stórskotaliðinu, og ekki síst 18. júní 1815 er hann hafði meiri stórskeyti en óvinirnir. Wellington hafði aðeins 159 fallbyssur, Napóleon hafði 240. Hefði jarðvegurinn verið þur og stórskotaliðið getað lagt af stað, hefði orastan verið hafin klukkan sex að morgni, og klukkan tvö hefði henni verið lokið með sigri Napóleons, tveimur stundum áður en Prússarnir komu og rjettu við bardagann. Allir eru sammála um, að orustu- fyrirætlun hans hafi verið frábær. Hún fór í þá átt að ráðast á miðdepil bandamanna hersins, ryðjast þar í gegn, tvístra óvinunum, skilja Englendinga og Prússa að, reka enska herinn yfir að Hal og prússneska herinn til Tongres, svo að sambandinu milli Wellingtons og Bluchers væri slitið, ráðast á Mont-iSaint-Jean, hertaka Brússel, reka þjóðverjana út í Rín og Englendinga út í hafið. þetta var áfrm Napóleons. þegar því var lokið, var hægt að athuga, hvað væri næst fyrir hendi. Vjer ætlum að sjálfsögðu ekki að fara að rita sögu Waterloosbardagans, en eitt af inngangsatriðunum í leik þeim, sem vjer höfum tekið oss fyrir hendur að rekja sundur, er við hann tengdur. Bardaganum hefir verið lýst og lýst meistaralega, frá Napóleons sjónarmiði, og aí í'jöida sagnfræðinga frá annara sjónarmiði. Vjer æitl- um ekki að skifta oss af baráttunni milli þessara sjónar- miða, vjer eigum engan rjett á að tala í nafni vísindanna, vjer látum oss nægja að ganga yfir þessa sljettu, renn- vætta af mannablóði, og má vel vera að oss missýnist stundum. I vorum augum er svo að sjá, að röð af tilvilj- unum hafi hait áhrif á herforingjana við Waterloo, og þegar spurt er um forsjónina, þennan dularfulla ákæranda, þá dæmum vjer eins og þjóðin, sem fellir dóm sinn í ein- feldni. Vilji menn gjöra sjer ljósa grein fyrir orustunni við Waterloo, þarf ekki annað en hugsa sjer A dregið upp á jörðina. Vinstri álman í A-inu er vegurinn til Nivelles, hægri álman er vegurinn til Genappe, þverstrikið er öng- vegið milli Ohain og Brain-l’Alleud. Broddurinn á A-inu er Mont-Saint-Jean, þar er Wellington, neðri endinn vinstra megin er Hougomont, þar er Reille og Jerome Bonaparte, neðri endinn hægra megin er Belle-Alliance, þar er Napóleon. Rjett þar fyrir neðan, er þverstrikið nemur við hægri álmuna, er La Haie-Sainte. I miðju þver- strikinu er staðurinn, er úrslit bardagans urðu á. þar hefir ljónið verið reist, sem er ósjálfráð ímynd frábærrar hreysti lífvarðar keisarans. þríhyrningurinn, sem kemur frarn við efri hluta álmanna í A-inu og þverstrikið, er Mont-Saint-Jean-sljettan. Allur bardaginn var um þessa hásljettu. Hliðarfylkingar herjanna beggja breiddust út til hægri og vinstri fram með Genappe- og Nivellesvegin- um; d’Erlon var móti Picton, Reille móti Hill. Soigneskóg- urinn liggur á móti broddinum á A-inu, bakvið Mont-Saint- Jean-sljettuna. Sjálf er sljettan öll með hæðum og laut- um; hver hæðin er annari ofar, sljettan smáhækkar öll upp undii' Mont-Saint-Jean og nær upp að skóginum. Herforingjarnir höfðu báðir kynt sjer vandlega sljett- una við Mont-Saint-Jean, sem nú nefnist Waterloo-sljettan. Wellington hafði betri aðstöðu í orustunni, Napóleon lakari. Enski herinn var uppi á hæiðunum, franski herinn niðri á sijettunni. * það er nærri því ástæðulaust að lýsa Napóleon, er hann staðnæmdist við dögun á hesti sínum á Rossomme- hæðinni með sjónaukann í hendinni. Rólegt andlitið undir litla hattinum frá skólanum í Brienne, grænn einkennis- búningurinn, hvítur kraginn, sem huldi stórkross heið- ursíylkingarinnar, yfirfrakkinn, sem huldi axlaskúfana, rautt bandið, sem kom fram undan vestinu, skinnbúxum- ar, hvítur hesturinn með rauða flauelisáklæðinu með N-i ineö kórónu yfir og örn í horninu, reiðstígvjelin utanyfir silkisokkunum, sverðið frá Marengo, silfursporarnir — öll inyndin af þessum síðasta Cæsar er ljóslifandi í allra huga. það hafði rignt alla nóttina, jörðin var rennvot; hjer og hvar hafði vatnið safnast í polla; sumstaðar náði það upp að öxulunum á vögnunum; kviðargjarðimar á hestun- um lágu í aurnum; ef kornið á ökrunum hefði ekki verið troðið niður og fylt sporin, svo að það lá eins og sandur undir hjólunum, hefði alls ekki verið fært yfirferðar. Orustan hófst seint. Napóleon vildi bíða, eins og drep- ið hefir verið á, þangað til stórskotaliðið gæti hreyft sig, en það gat ekki orðið fyr en sólin var komin upp og hafði þurkað jarðveginn dálítið. En sólin kom ekki. þegar fyrsta fallbysisuskotinu var hleypt af, leit herforinginn Colville á úr sitt. Klukkan var fimm mínútur yfir hálf- tólf. Orustan hófst með ofsa — ef til vill meiri ofsa, en keisarinn hefði sjálfur á kosið — með því, að vinstri fylk- ing Frakka rjeðist á Hougomont. Napóleon rjeðist um leið á miðherinn með því að senda stórfylkið Quiot móti La Haie-Sainte og Ney stýrði hægri fylkingararmi Frakka á móti vinstri fylkingararmi Englendinga, sem studdist við Papelotte. Árásin á Hougomont var að nokkuru leyti látalæti; tilgangurinn með henni var að draga Wellington þangað, fá hann til þess að beygja til vinstri. þetta hefði

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.