Lögrétta


Lögrétta - 08.06.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.06.1926, Blaðsíða 2
t LÖGEJUTTA SLEÍPNIR, Laugaveg 74. Reiðtýgi og reiðbeisli, Aktýgi (3 tegundir). Klyf- töskur, Hnakktöskur, Handtöskur, Ferðakistur, Skjalatöskur, Seðlaveski, Peningabuddur o fl. Ennfremur allskonar ólar og lausir hlutir í aktýgi og viðvíkjandi söðlasmiði. Ágætir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum mjög ódýrir. Ymsar járnvörur svo sem beislisstangir, munnjárn, ístöð, taumaláear, hringjur allskonar, saumur, saumgarn, keyri, svipur o. fl. Tjöld, vagna-, bíla- og fisk-yfirbreiðslur og efni í þessa hluti. Sendið mjer muni til aðgerðar og mun jeg senda þá fljótt og vel viðgerða til baka á minn kostnað. Sendið pöntun í tíma, því á vorin er ávalt mikið að gjöra. Örugg sönnun fyrir því, að best sje að versla í Sleipnir, er hin stöðugt vaxandi sala. Hröð afgreiðsla. Heildsala. Símnefni Sleipnir. 1. fl. efni og vinna. Smásala. Sími 646. Búnaðarmálastj óra-staðan er laus til umsóknar. Byrjunarlaun kr. 4500, hækkandi á þriggja ára fresti um kr. 500 upp í kr. 6000. Umsóknarfrestur til 1. september næstkomandi. Stjórn Búnaðarfélags íslands. Borgin eilífa örfáar ferðaminningar. Eftir Gunnar Ámason frá Skútustöðum. Frh. ----------- það er fyrst eftir herleið- inguna til Avignon að páf- arnir búa í Vatikaninu. Og er Gregorius XI settist þar fyrstur að 1377, þá var þar ekki nein sjerleg höll, en á viðreisnartíma- bilinu bættu páfarnir þar vel úr skák. Hver af öðrum keptist við að auka bygginguna og skreyta hana, og hafa þeir haldið því dyggilega áfram til þessa dags. Er sagt að nú sjeu um 1100 her- bergi í Vatikaninu. Er það dálag- leg eins manns íbúð, ekki síst þeg- ar þess er gætt að meiri parturinn eru stærðarsalir og flest skreytt hinum mestu listaverkum. Sama máli gegnir með Vatikanið og Pjeturskirkjuna, að það sjest sama sem ekkert að utanverðu, sakir múra og húsa sem á það skyggja. þeir sem vilja sjá söfnin verða að fara í kring um Pjeturskirkj- una og inn á milli hárra múra, að dyrum sem Svissarasveitar-menn gæta. En Svissarasveitin, sem tel- ur 100 manns, er eins og kunnngt er, lífvörður páfanna. Eru þeir í gamaldagsglitklæðum, rauðum, bláum og gulum o. fl., flest ungir menn og harðskeyttir að sjá. Standa þeir æ með brugðna branda, og er af þeim ógn nokkur. 1 Vatikáninu eru einna mest og fræigust listasöfn og bóka, sem til eru hjer á jörð. þar eru jafnt hin- ir fegurstu sem fágætustu hlutir. I ár var þar og hin mesta trú- boðssýning sem haldin hefur ver- ið. Ekki þýðir mjer að telja upp þá hluti er þar gat að líta, eða dæma um gildi þeirra. Jeg er ekki maður til þess. FYægastar fomlíkneskja munu vera Lakoonsmyndin, Appollon Belvedere, Hermes, Herkulestorso, Apoxyomenos eftir Lysippos, Di- ana Lucifera, Nílmyndin, kringlu- kastarinn o. fl. Sá jeg þetta og margt fleira. Frægust herbergjanna eru þau sem Rafael hefur skreytt með málverkum sínum. Sum þeirra eru farin að láta á sjá, en flest eru samt eins og hann hefði nýlokið við þau. Tæki það sjálfsagt manns- æfi að læra að meta þau. Einnig leit jeg á teppin Rafaels, sem ofin voru eftir teikningum hans. Til þess að gefa mönnum svo- litla hugmynd um hve alt er þama í stórum stíl, vil jeg minnast á gang einn sem jeg fór um, á leið til Sixtinsku-kapellunnar. Prýdd- ur var hann málverkum. þótti mjer það ekki merkast. Alt var þannig. En mjer ægði lengd hans. þegar jeg lagði á stað eftir hon- um, þótti mjer sem jeg sæi óra- vegu og þó loks fyrir enda hans, og festi jeg mjer þann stað í minni. En er þangað kom var annað eins eftir. Vellýgni-Bjami hefði eflaust talið hann góða dag- leið, þótt hann hefði riðið eins og undan hríðinni forðum. Ýkju- laust mun hann að jeg hygg ekki styttri en Austurstræti í Reykja- vík — ef til vill lengri. þannig er alt í Vatikaninu — þar er alt stórt, hvort það er rúm eða lista- verk. Eftir að jeg gekk um söfnin kom jeg í Sixtinsku kapelluna, húskirkju páfanna, sem Sixtus IV. Ijet gera. Verður að fara nið- ur langan stiga til þess að kom- ast þar inn. Hún er breið en helsti ferköntuð til þess að vera falleg í sniði. En slíkt gleymist • fljótt þegar gesturinn virðir hana fyrir sjer. Svo má segja að hún sje líkt og eitt stórfenglegt málverk, því alstaðar mæta myndir augum manna, nema rjett á gólfinu og dálítilli veggrönd niður við það. Merkastar þykja víst þakmyndir Michelangelo, sem eru af ýmsum mönnum og frásögnum Gamla Testamentisins og svo Sybyllum. Mest fanst mjer samt til dóms- dagmyndar hans koma. En hún er upp af altarinu og þekur þann stafn að mestu, enda er hún 20 m. á hæð og 14. m. á breidd — Sjest Kristur sitja í hásæti skýj- anna og er eins og voldug hetja, sem brennur eldur í augum. Til hæigri standa hinir hólpnu, ljóm- andi af gleði, til vinstri hniprast fordæmdir saman fullir angistar sem ekkert fær eytt. Undir niðri er eldur brennandi og ýmsir í kvölum, upp yfir ljóshvolf engla. Margt er einkennilegt við mynd þessa, þar á meðal að ýmsa má þekkja þar af andstæðingum Michelangelo og líka hann sjálfan — en þess vegna tók hún mig slíkum tökum, að jeg gleymdi mjer yfir henni — að mjer þótti hún vera sönn. Og jeg held að hún sje ódauðlegt listaverk af því að Michelangelo hefur sjálfur lif- að þennan dóm í andanum. Hún er þess vegna meistaraverk mynd- in, að hún er sönn. Jeg gekk á fund páfans. Jeg trúi því ekki að mig iðri þess nokkurntíma. Mjer finst meira að segja næstum, eins og sá hafi aldrei verið í „borginni eilífu“, sem það hafi ekki gert. Alla leiðina hafði verið rætt um þessa áheyrn. Misjafnt var um hana sagt, ýmislegt misviturt og þó langaði alla meira til að njóta hennar en nokkurs annars. En lengst af vorum við í vafa um að við fengjum að sjá páfann. það var sagt, að hann hefði veitt mót- mælendum áheym um vorið, sem ýmislegt höfðu brotið á móti sett- um reglum, og kardínálamir væru því mótfallnir að hann leyfði að slíkt gæti komið fyrir oftar. Loks fengum við að vita að hann skyldi heilsa okkur á fimtu- daginn 17. sept. kl. 6 að kvöldi. það var kaþólskur Svíi, sem flutti fregnina. Og hann hjelt langa ræðu um leið yfir okkur þar sem við sátum að borði í gistihúsinu. Hann sagði fyrst, að hinn heilagi faðir vildi af náð sinni og lítil- læti kveðja okkur. En þess yrð- um við vel að gæta, að þá fylgd- um við þeim siðum, sem tíðkast hefðu við slíkar páfaáheymir alt frá fyrstu tíð. Mestir vora örðug- leikarnir hvað kvenfólkið snerti. Hinn heilagi faðir hefði enga vel- þóknun á stuttpilsum eða skræpu- kjólum. Ber brjóst og armar væra honum heimsleg viðurstygð, snoð- kollar á kvenmönnum andstygð. því skyldu allar konur þær er gengju fyrir auglit hans búast svörtum dragsíðum kjólum, og væru þeir hneptir um háls alt að höku. þá ættu þær að hylja höf- uð sín með dökkum blæjum. Karl- menn máttu vera í ferðafötum sín- um. En þeim siðum er nú nefn- ast áttu allir að fylgja. Er hinn heilagi faðir kæmi inn í áheyrnar- salinn, skyldu allir fagna honum með því að falla á knje. Síðan máttu þeir upp standa. En er páfinn rjetti þeim hönd sína ættu þeir aftur að krjúpa á bæði knje og kyssa á hring hans. Og hinn kaþólski maður sagði: þessu verða allir skilyrðislaust að hlýða. Eng- inn sem ekki játast undir það að drengskaparheiti sínu viðlögðu, ef hann brýtur út af því, fær ekki að ganga á fund páfans. Enda megið þið vita að ykkar er heiður- inn en ekki „hins heilaga föður“ að kveðja hann . Páfinn getur ekki brugðist siðvenjum sínum sakir nokkurra forvitinna mót- mælenda. En hitt má segja ykkur til huggunar, að vel veit „hinn heilagi faðir“, að þið eruð mót- mælendur, og aðeins skoðar hann svo sem þið fylgið venjum þess- um fyrir siðasakir, en ekki af því að þið vottið honum hollustu og trú. Og látast megið þið minnast við hönd hans ef þið getið ekki látið svo lítið að kyssa á hring- inn. þessa ræðu hjelt hann þrjú kvöld 'í röð. Að vísu ekki alveg með þessum orðum, en meining- in var sú er hjer segir. Og að henni lokinni játuðust allir nema eitthvað tveir til að fylgja fyrir- skipuðum reglum, er þeir heilsuðu páfa. Jeg skildi ekki nje er mjer það enn ljóst hví nokkrir hikuðu. Jeg veit það, að ekki er mjer al- staðar leyfilegt að leggja fæt- urnar upp á borðið, og stundum verð jeg að standa og sitja eftir því sem öðrum þóknast. Og þó er jeg sami maður þá og áður. Eins veit jeg að ýmsir beygja sig djúpt fyrir yfirvöldum og konungum, þótt þeir hvorki elski þá nje jafn- vel virði. En svo mikla virðing ber jeg fyrir elsta og æðsta embætt- inu innan kirkjunnar, að vel get jeg lotið þeim sem með það fer, hver svo sem hann er. Ekki játa jeg manninum þó með því þjón- ustu mína. Og svo nálgaðist hin marg- dreymda stund. það var sannar- lega skrítið og óneitanlega skemti- legt, að sjá kvenfólkið koma út úr gistihúsinu. þessar blessaðar hálf- nöktu blómarósir höfðu allar færst í virðulegan skrúða, sem fór þeim ekki síður en treyjugopamir. Meinið var það eitt að hann var of hátíðlegur búningurinn til þess að þæir kynnu að bera hann. Jarð- arfararsvipurinn dugði ekki einu sinni til. Við ókum í bifreiðum til Pjeturstorgs. þar stigum við úr þeim við bronshliðið. Inn um það mega þeir einir fara, sem ætla í páfaáheyrn. Ekki var straks lokið upp fyrir oss af svissurunum. Heill hópur manna, víst frá Spáni var rjett á undan okkur, fyrst átti hann að komast um hið þrönga hlið. Eftirvæntingin óx hvert augnablik. Engum fanst tíminn geta liðið. Enginn var enn óhræddur um að hann yrði gerður afturreka, af því að hann væri ekki svo búinn sem bæri. Og það jók mjög á kvíðann, að í stigan- um stóðu varðmenn sem horfðu á hvern og einn. Að endingu var sagt að við mættum koma. Og nú ruddist hver sem betur gat upp V. Hugo: VESALINGARNIR. að lægðinni, er vegurinn, sem nær upp að bóndabænum Mont-Saint-Jean, liggur um. „Nú hefst undanhaldið sagði Napóleon. Keisarinn var veikur og hann kvaldist af að sitja á hestbaki, vegna sárinda á sjerstökum stað á líkamanum, en hann hafði aldrei verið í eins góðu skapi og í dag. Alt frá því um morguninn hafði þetta órannsakanlega andlit verið eitt bros. Hann hafði verið þungbúinn við Auster- litz, en hann var kátur við Waterloo. Ridet Cæsar, Pompeius flebit*), sögðu hermennirnir í Fulmina- trix-hersveitinni. 1 þetta skifti fór Pompeius ekki að gráta, en hitt er víst, að Cæsar hló. Allan daginn sá hann alt frá björtustu hlið. Aðeins einu sinni hvarf gleðin fyrir stór- fenglegri meðaumkun, þegar hann sá frábæra gráa Skot- ana og fallegu hestana þeirra falla, þá sagði hann: „það fer sorglega með þá“. þá steig hnn á hestbak og stað- næmdist fyrir framan Rossomme. Hann hafði valið sjer lítinn grasvaxinn blett hægra megin við veginn frá Ge- nappe til Brússel. það var annar staðurinn, sem hann var á meðan á orastunni stóð. þriðji staðurinn, sem hann var á klukkan sjö um kvöldið, milli Bello-Alliance og La Hait- Sainte, var hræðilegur. það var talsvert hár hóll og var lífvörðurinn að baki honum í lægð. Kúlurnar skullu af steinunum á veginum og náðu alla leið til hans. Hann heyrði þytinn í kúlunum við eyra sjer. Landslagið, þar sem þeim Napóleon og Wellington lenti saman, er nú gjörsamlega breytt. þegar minningar- stöpullinn var reistur á þessum sorglega stað, var öllu umhverfinu breytt, og sagan getur ekki áttað sig þar lengur. þegar Wellington kom til Waterloo tveimur árum síðar, sagði hann: „þeir hafa umsnúið orustuveUinum mínum“. þar sem stóri moldarpýramídinn með ljóninu ofan á er nú, var einu sinni ás, aflíðandi ofan á Nivelle- veginn, en nærri því snarbrattur við Genappeveginn. Eft- *) Cæsar hlær, og þá fer Pompeius að gráta. ir að mörg þúsund vagnhlöss af mold höfðu verið tekin í pýramídann, sem er hálftannað hundrað fet á hæð og fimm hundruð fet að ummáli, er nú jafn halli upp á Mont-Saint-Jean-hásljettuna. þegar orastan var við Wat- erloo var enn, sjerstaklega við La Haie-Sainte, brattur hjalli og þann dag hafði regnið auk þess grafið mikið undan. þar var svo bratt, að enska stórskotaliðið sá ekki bóndabæiinn niðri í dalnum, sem var miðdepill orustunn- ar. Rennblaut jörðin olli því, að enn verra var að komast þar upp; menn festust í aumum. Og fram með ás hásljett- unnar var gröf, sem ekki var hægt að koma auga á álengd- ar. Milli belgisku bæjanna tveggja, Braine-l’Alleud og Ohain, sem era í lægðinni, er sem sje vegur, mílufjórðung- ur á lengd, sem sumstaðar er ekki annað en gil. Árið 1816 lá þessi vegur, eins og hann gerir enn í dag, yfir Mont- Saint-Jean-hásljettuna, en það sem nú er sljettur vegur, jafnhár landinu umhverfis, var þá öngvegi. það hefur verið tekið beggja megin frá honum og sett í pýramítann. þetta öngvegi efst á ásnum við Mont-Saint-Jean gat verið hræðilegt í orustu, er það var ósýnilegt og mönnum ókunnugt um, að það væri til. Napóleon var ánægður, eins og vjer höfum getið um. Hann hafði ástæðu til þess að vera það. Orustuáformið, eins og hann hafði fyrirhugað það, var aðdáunarvert. Er orustan var hafin, ber ýmislegt við, sem ekki var að óskum. Hougomont hjelt áfram að veita mótstöðu, mikill tími fór í að ná La Ilaie-Sainte, Soye-stórfylkið var yfirbugað, hvert andstreymið tók við af öðra, hver yfirr sjónin var gjörð á fætur annari, en þær gátu ekki skygt á svip hans. Hann var vanur að horfa fast og rólega, þeg- ar hann háði orustur; hann lagði ekki atriðin saman eitt og eitt, hirti einungis að því leyti um tölumar, að útkom- an væri sigur. þó að illa gengi framan af, skfti hann sjer ekki af því, ef hann taldi sig hafa afdrifin á valdi sínu. Hann kunni að bíða, leit á forlögin eins og jafningja sinn og virtist segja við þau: „þú þorir ekki“. Napóleon, sem hálfur var Ijós, hálfur skuggi, fanst hann vera verndaður þegar hann gjörði það, sem gott var, og að það mundi látið viðgangast, þegar hann gjörði það, sem ilt var. Honum fanst eins og atburðimir höguðu sjer eftir honum og það olli öraggleikanum, sem líktist ósær- anleikanum, sem sumir menn voru gæddir í fyrndinni. En þegar Beresina, Leipzig og Fontainbleau er að baki manni, virðist samt sem áður vera ástæða til, er haldið er til Waterloo, að gjöra það með nokkuru vantrausti, kvíða fyrir því, að æðri völd fari nú að hnykla brýmar. Napóleon kiptist við, þegar Wellington hopaði undan. Hann stóð upp í ístöðunum og augu hans ljómuðu af sig- urgleði. Ef hæigt var að hrinda Wellington inn í Soigne- skóginn og tvístra her hans þar, hafði Frakkland gjör- sigrað England; hefnt var fyrir ósigurinn við Crecy, Poitiers, Malplaquet og Ramillies, sigurvegarinn frá Ma- rengo hafði afmáð Azincourt. Hann laut niður og hvíslaði spurningu að leiðsögu- manninum Lacoste; hann hristi höfuð eins og hann neit- aði einhverju; að líkindum var þetta svar hans ósannindi. Napóleon rjetti sig upp aftur og sat alveg kyr. Wellington hafði hopað undan, nú var mest um það vert að ráða nið- urlögum hans með því að uppræta her hans. Keisarinn sneri sjer alt í einu við og skipaði hraðboða að fara til París, eins hart og hesturinn kæmist og tilkynna að or- ustan væri unnin. þá skipaði hann brynliði Milhands að ná valdi á Mont-Saint-Jean-hásljettunni. það var 3500 menn í 26 riddarasveitum. Bernand færði þeim skipun keisarans; Ney dró sverðið úr slíðrum og var í fararbroddi. þessi stóri riddarahópur rjeðist af stað með trumbuslætti og brugðnum sverðum og blakt- andi merkjum. þeir riðu ofan hæðimar við Belle-Alliance og ofan í lægðina, er svo margir höfðu þegar mist lífið í; þeir hurfu í reykinn og komu í Ijós aftur hinu megin í dalnum, alt af í hóp, í þjettum röðum; fóru á hörðu brokki upp brekkuna, 1 gegnum kúlnahríð. þeir riðu alvar-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.