Lögrétta


Lögrétta - 08.06.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 08.06.1926, Blaðsíða 3
L0OBJETTA s Kvennaskólinn í Reykjavík. Væntanlegar námsmeyjar sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eiginhandarumsókn í umboði foreldra eða forráðamanns. í umsókninni skal tekið fram fult nafn, aldur og heimilisfang umsækjanda og foreldra. Umsóknum nýrra námsmeyja fylgi bóluvottorð, og kunnáttuvottorð frá kennara eða fræðslunefnd. Stúlkur þær, er ætla að sækja um heimavist, tilkynni það um leið og þær sækja um skólann. Upptökuskilyrði í I. bekk eru þessi: 1. að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi góða kunnáttu í þeim greinum, sem heimtaðar eru samkvæmt lögum um fræðslu barna. 2. að umsækjandi sé ekki haldinn af neinum næmum kvilla, sem geti orðið skaðvænn hinnm námsmeyjunum. 3. að siðferði umsækjanda sé óspilt. Skólaárið byrjar 1. október. Hússtjórnardeild skólans byrjar einuig 1. október. Námskeiðin eru tvö; hið fyrra frá 1. okt. til febrúarloka, en hið síðara frá 1. mars til júníloka. Umsóknarfrestur er til júlíloka; en það skal tekið fram, að stúlkur þær, sem voru í skólanum síðastliðinn vetur og ætla að halda áfram námi 1 skólanum, ættu að gefa sig fram sem fyrst, vegna fjölda nýrra umsókna, sem skólanum hafa þegar borist. öllum umsóknum verður svarað með pósti í ágústmánuði. Reykjavík, 4. júní 1926. Ingibjörg H. Bjarnason. Iiestnr. háar og breiðar tröppur — síðan um langa ganga, þá niður ótal tröppur 'og út í ferhyrntan húsa- garð, enn upp stiga og um ganga — og svo komust við að síðustu másandi og hvásandi inn í á- heyrnarsalinn, álíka fegin og menn sem komist hafa úr lífs- hættu. þar tók á móti okkur þjónn einn, að líkindum siðameistari. Hann var í rauðum hnjebuxum og dökkum jakka, feitur og góð- látlegur. Hann raðar mönnum í salinn. Var salurinn langur og hár undir loft. Málverk í lofti, gólfið gljáandi. Fyrir innri enda stóð stóll skreyttur kórónu, á lág- um palli. Gegnt honum við hinn stafninn bronsengill, að jeg held gjöf frá Filippusi II. Enginn stóll annar var þar nje neinn húsbún- aður. Við áttum að standa með- fram veggjunum. Kvenfólkið öðru megin, karlmenn hinumegin. Ka- þólskir inst. Við vorum liðlega tvöhundruð og komust því ekki alveg öll fyrir þannig. Afgangur- inn varð því að vera í herberginu fram af og gerðu menn það nauð- ugir, þó páfinn ætlaði að koma þar líka. Nú stóðum við öll meðfram veggjunum, og keyrði þá eftir- væntingin fram úr hófi. Enginn gat staðið, enginn andað án þess að honum væri það eitthvað til óþæginda. Hægra megin pallsins, sem páfastóllinn stóð á, voru þykk rauð tjöld, og störðu allir á þau eins og börn á jólum á dymar sem foreldrarnir hafa læst, til þess að geta í næði rað- að jólagjöfunum. Enn leið drykk- löng stund. þá heyrðist úr fjar- lægð handklapp mikið og heilla- óp, líkt og sigur væ(ri unninn. iSumum kom það kynjega fyrir, en flestum fanst sem það myndi vera fyrirboði „hins beilaga föð- ur“. Svo var líka. Rjett á eftir var rauða tjaldinu lyft og inn gekk hershöfðingi í glitrandi og glamrandi skrúða, þá víst kardí- náli og svo páfinn sjálfur og einn þjónn að baki hans. þá krupum við öll á knje. Páfinn gekk greitt. Fór hann fyrst meðfram kvennaröðinni og rjetti öllum hendina, en þær krupu og kystu á hringinn. Síðan gekk hann með körlunum, og fór þar hið sama fram. Útbýtt var um leið hverjum manni minnis- peningi með mynd páfans og Pjeturskirkjunnar. Varla talaði páfinn við nokkurn og tók þessa kveðju fljótt af. Á meðan á henni stóð virti jeg þó hinn „heilaga föður“ vel fyrir mjer. Búinn var hann hvítum kufli með axlaslögum og breiðu ísaumuðu mittisbandi með dúk á enda. 1 hvítum ilskóm skreyttum, með hvíta húfu. Um háls hans var gullkeðja og í henni kross fest- ur á brjóstið. Engan mann hefi jeg sjeð Píusi XI virðulegri né heilagri ásýndum, hver dráttur blíður og þó skapfestulegur, augun full af gæsku og viti og þó ekki laus við græskulausa gletni. Hann er í meðallagi hár og svarar sjer vel, en nokkuð feitlaginn. þreytuleg- ur var hann mjög í þetta skifti, enda .heyrði jeg sagt síðar að hann hefði kvatt á annað þúsund pílagríma þann dag. Ekki vottaði fyrir neinum stórbokkabrag á honum, heldur virtist hann sönn ímynd trús þjóns krikju Krists á jörð. Er Pius XI. hafði tekið í hönd allra sem viðstaddir voru, gekk hann að stóli sínum og settist á hann. Síðan gaf hann mönnum merki um að safnast fyrir fram- an sig. Og er við stoðum 1 half- hring frammi fyrir honum, þá talaði hann til okkar lengi og mælti á franska tungu. Rómur hans var blíður, áherslur allar eðlilegar, ekkert fum nje fálm, að- eins bar hann til hægri höndina annað slagið. Tveir verðir stóðu honum sinn til hvorrar handar. Annar stuttur og feitur eins og Falstaff og virtist sofa. Hinn langur og mjór og gretti sig í sífellu. En þetta var efni máls „hins heilaga föður“: Hann kvað sig hafa dreymt og þráð það í æsku að líta Norður- lönd, sem sjer væru að góðu kunn af sögunni, og sem ungur maður hefði eitt sinn virtst gefast til þess tækifæri. En á síðustu stundu hefðu sundin lokast. það hefði eflaust verið vilji Guðs. Okkur hefði sjálfsagt aftur á móti altaf dreymt það að koma til borgarinnar eilífu. Og okkar draumar hefðu nú rætst. Hann samgleddist okkur að vera kom- in til Rómar þar sem jafnvel steinarnir töluðu. Margt væri að sjá, en helst vildi hann þó beina huga okkar að Katakombunum og Pjeturskirkjunni. þeir sem ekki gætu hrifist og helgast af slíku, væru eflaust undarlegir menn. Hann bað okkur og að þiggja litia minnispeninginn til minning- ar um samfundi okkar, sem hann vonaði að báðum væru hugþekk- ir. Vel vissi hann að ekki væri hann herra okkar, enda sjálfur aðeins þjónn. Fátt gæti hann okk- ur veitt. En beðið gæ(ti hann fyr- ir okkur og skyldi gera og gefa skyldi hann okkur blessun sína. Og, sagði hann, sú blessun nær ekki aðeins til ykkar sjálfra, held- ur einnig allra þeirra, er þið hafið í huga, — allra sem þið elskið. þótti mjer það páfalega mælt og þá lauk hann máli sínu. Hafði víst talað liðlega hálfa stund. Síð- an þýddi danskur prestur að mestu ræðuna. þá stóð páfinn á fætur og hóf upp hendurnar, en við krupum öll á knje og „hinn heilagi faðir“ blessaði yfir okkur. Síðan risum við upp klöppuðum honum lof í lópa og hrópuðum: „Lengi lifi Pius XI“. því kunni jeg eins illa og að klappa í guðs- þjónustu. En þetta er suðurlanda- siður. Og Pius XI. kinkaði til okkar kolli ljúflega og hvarf á bak við tjaldið. Við snerum heim og engum held jeg að hefði þá viljað hafa mist þessa fundar. það var trúarfriður og kær- léiksauðmýkt sem fylgdi sýn Pi- usar XI. þó hann sje páfi get jeg vel játað það. Mjer þykir vænt um að jeg sá hann. Lestrarkunnátta er lykill að öllu bókviti. það orð hefir farið af þjóð vorri, að hver fulltíða og heilvita Islendingur sé læs. þetta er óneitanlega mikil sæmd og blessun. En því er ver, að sum- um virðist sem þjóðinni sje að hnigna í þessum efnum. þetta verður þó ekki sannað, en hitt er víst, að mikið getur henni farið fram, en svo verður ekki, nema stuðlað sje að því, að einhverju leyti. Sveitaheimilin verða æ fá- mennari og því ófærari til kenslu og sjóþorpin virðast því miður ekki líkleg til menningarauka. Ef öllu fer fram sem nú horfir, má búast við hnignun fremur en end- urbót, eftir því sem fækkar í sveitum og fjölgar í þorpum. Skólaþörfin verður æ meiri, en þjóðin ólíkleg til að bæta úr þeirri þörf. Veldur þar um einkum strjálbygð, þröngsýn ótrú á skóla- námi og fjeþröng. Jeg geri þó ráð fyrir að fáir íslendingar sjeu svo snauðir að mannúð, að þeir hirði lítt þótt upp vaxi hjer vanrætktur eymdarlýður vart bænabókarfær. Vaxi hjer upp ein kynslóð, sem er mjög áfátt að lestrarkunnáttu, þá má búast við að hin næsta verði lakari, því að samkvæmt lögum eiga heimilin að kenna lestur. Skólinn þarf ekki að taka við baminu fyr en það er 10 ára, en þá á það að vera læst. Nú eru mörg heimili alófær til þess að rísa undir þessari laga- skyldu. Veldur því annríki í sveit, götusollur í þorpum, og alstaðar skortur á eftirliti og framkvæmd þessara laga, og síðast en ekki síst vanþekking. Ólæsir foreldrar eru ekki færir um að kenna lestur. Jeg get ekki stilt mig um að andæfa þeirri fáránlegu fjar- stöðu, að fræðslulögum okkar sje um að kenna, að alþýðumentun vorri fari hnignandi. Hitt mun sannara, að furða er hve alþýðu- mentun er hjer enn í góðu lagi, borið saman við hina hraðfara breytingu í þjóðlífinu, sem nefnd hefir verið. Svo kunnugur er jeg ástandinu í þessum efnum, að jeg veit, að því fer fjarri, að fræðsla af hálfu hins opinbera, dragi úr áhuga heimilanna. pað er oft og tíðum fyrst þegar kennari kem- ur í sveitina, að fólkið vaknar til umhugsunar um að nú verði að fara að fræða börnin. Besta ráðið væri auðvitað að auka kenslu og bæita hana, og svo mun verða í framtíðinni, þvi að það er óhugsandi að eilíft verði það öfugstreymi í hugsunarhætti, sem nú hefir um skeið hvílt eins og mara yfir þjóðinni og hindrað þrifnað þessai'a mála. En þótt menn fái skilning á gildi alþýðu- mentunar, vilji vel og fórni miklu, þá er hætt við, að strjálbygð og fjeþröng verði þar lengi þrándur í götu. Jeg veit alls eitt ráð, sem þeg- ar í stað getur orðið til bjargar lestrarkunnáttu og alþýðumentun yfirleitt. Og ráðið er, að kenslu- bækumar komi að nokkru leyti í stað kennara. Til þess þurfa þær fyrst og fremst að vera við barna hæfi, þannig að börn geti notið þeirra með gleði og áhuga. Sjer- staklega ætti þjóð vor að eiga kost á miklu að góðum lesbókum handa börnum. Ef til vill ættu all- ar kenslubækur barna að vera nokkurskonar lesbækur, ljettar fyrst og svo þyngri og þyngri, en allar þannig að börn geti notið þeirra. En það er ekki eins auð- velt, að finna lesefni við barna hæfi og ætla mætti í fljótu bragði. Ljóð okkar eru yfirleitt fremur illa fallin til þeirra hluta og sama er að segja um óbundið mál. Yfirleitt hefir fremur lítið verið ritað með þarfir barnanna fyrir augum. Kemur þetta af þeim gamla misskilningi, að sama legir í bragði, ægilegir, óbifanlegir. þungur hófadynurinn heyrðist á milli handbyssu- og stórskotahríðanna. þeir röðuðu sjer í tvær fylkingar, svo var að sjá sem tvær feiknalegar slöngur með stálhúð skriðu upp á brekkubrún- ina. Heimurinn hafði aldrei sjeð neitt líkt, frá því að þungvopnuðu riddararnir rjeðust á vígið mikla við Moskov. Murat vantaði, en Ney var hjer. það grilti í riddarasveit- irnar, þegar reykskýið, sem huldi þá, dreifðist hjer og hvar, benda af hjálmum, hrópum, sverðum, hestaskrokk- um, sem hentust áfram við bumbuslátt og fallbyssugný. þetta var óskapleg þvaga, en regla var á henni; það glitti á brynliðana eins og á skel á þessum risahöggormi. Enska fótgönguliðið, raðað í þrettán ferhyminga, tvö herfylki í hverjum, beið rólegt, þegjandi og óhreyfanlegt þess er koma vildi, á brekkubrúninni, að baki stórskotalið- inu í felum.það sá ekki brynliðana,ogþeir sáu það ekki.það heyrði mannölduna, sem óð á móti því, koma hærra og hærra, heyrði hófadyn þrjú þúsund hesta verða hærri og hærri, regluleg skeifuhöggin við jörðina á hröðu brokk- inu, brynju og sverðakliðinn; það var eins og einhver feikileg ófreskja dræigi þungt andann. Eitt augnablik var hræðileg kyrð, þá komu alt í einu sverð í Ijós upp af brún- inni, þá hjálmar, bumbur og merki og þrjú þúsund höfuð með grá yfirskegg. Allur skarinn braust upp á sljettuna og hrópaði: „Lifi keisarinn!“ það var eins og land- skjálfti væri að byrja. Hestarnir í fremstu röð í hægra fylkingararmi bryn- liðanna prjónuðu alt í einu, og riddararnir hrópuðu upp yfir sig. þeir voru komnir upp á hæstu brúnina og þeystu ofsalega á móti ferhyrningunum og fallbyssunum, þegar þeir sáu alt í einu gröf, hyldýpi milli sín og Eng- lendinganna. pað var öngvegið við Ohain. þetta var voða- legt augnablik. Tveggja faðma djúpt gil, sem enginn hafði haft hugmynd um, opnaðist fyrir fótum hestanna. önn- ur röð fór fyrst ofan í það, og þriðja þegar á eftir. Hest- arnir prjónuðu, hentust aftur, sprikluðu með öllum fótum út í loftið og köstuðu riddurunum af sjer í eina þvögu. Ögjörningur var að snúa við. öll 'fylkingin var eins og skotvopn, sem hefir verið kastað; aflið, sem átti að mola Englendingana, drap Frakkana; ógjömingur var að kom- ast yfir miskunarlaust gil, fyr en það var orðið fult. Ridd- arar og hestar ultu ofan í það í þvögu og fórust; þegar þessi gröf var orðin full af lifandi mönnum, komust hinir yfir. Nærri því þriðjungur af Dubois-fylkinu fórst þarna. þetta var upphafið á ósigrinum. Napóleon hafði rannsakað orustusvæðið vandlega, áður en hann gaf brynliði Milhands skipun um að brjót- ast fram, en hann hafði ekki sjeð öngvegið; það var ekki hægt að koma auga á eina einustu rifu á háslj ettunni. Lítil, hvít kapellan, sem stendur. þar sem hásljettan og Nivellesvegurinn lenda saman, hefir samt vafalaust vak- ið athygli hans, og spurningin, er hann spurði leiðsögu- manninn Lacoste, hefir að líkindum verið um það, hvort nokkrar hindranir væru á leiðinni. Leiðsögumaðurinn svaraði nei. það liggur við að hægt sje að segja að þessi bóndi hafi steypt Napóleón í glötun með því að hrista höfuðið. Fleiri óhöpp áttu að bæftast við. Um leið og brynliðið rakst á gilið, komu skeyta- stöðvar Englendinga í ljós. Sextíu fallbyssur og ferhyrn- ingamir þrettán ljetu skotin rigna yfir brynliðana á stuttu færi. Alt ljetta riddaraliðið hafði þeyst á stökki til ferhyrninganna og tekið sjer stöðu þar. Brynliðið fjekk ekki einu sinni tíma til þess að átta sig. Ógæfan í gilinu hafði fækkað þeim, en ekki dregið hug úr þeim. þeir voru þessháttar menn er vaxa að dyrfsku, er tölunni fækkar. Wathier-fylkingin hafði ein orðið fyrir þessu. Ney hafði látið Delord-fylkinguna. beygja til vinstri, af ein- hverju hugboði um það, sem fyrir kom; hún hafði ekki orðið fyrir neinu tjóni. Brynliðarnir þeystu á ensku ferhymingana á harða stökki, sleptu taumunum, höfðu sverðið milli tannanna og skammbyssuna í hendinni. Ensku herfylkin hreyfðust ekki úr sporunum þrátt fyrir þessa æðisgengnu árás. Ráðist var á allar hliðarnar á ensku ferhymingunum í einu. það var eins og ofsalegur hvirfilbylur brytist fram umhverfis þá, en stilt fótgönguliðið ljet ekki bifast. Fremsta röð tók á móti brynliðinu á öðru hnjenu og með byssustingunum, önnur röð skaut á það. Stórskotalið hlóð fallbyssurnar að baki annari röð, framhliðin á ferhyrn- ingnum opnaðit, fallbyssukúlunum rigndi niður og fer- hymingurinn lokaðist aftur. Brynliðarnir svöruðu með því að drepa miskunnarlaust. Stóm hestarnir prjónuðu, stukku yfir raðirnar, hentust yfir byssustingina og fjellu eins og jötunþungi ofan á lifandi veggina. Kúlurnar rifu göt á raðir brynliðanna, brynliðarnir hjuggu skörð í fer- hyrningana. Heilar raðir lágu marðar undir hestunum, byssustingirnir stungust inn í búka kentáranna. Ferhyrn- ingarnir, illa útleiknir af riddaraárásinni, drógust saman en hopuðu ekki. Sprengikúlunum rigndi í sífellu yfir árás- armennina og þær sprungu innan um þá. þetta voru ekki lengur herfylki, heldur eldfjöll; brynliðarnir vom ekki lengur riddaralið, heldur stormbylur. Hver ferhymingur var eldfjall í baráttu við þrumuský; það var hraunflóð í orustu við eldingar. Biynliðamir, sem voru nú tiltölulega fáir, vegna þess óhappið í gilinu hafði höggið mikið skarð í tölu þeirra, höfðu nærri því allan enska herinn á móti sjer, en þeir margfölduðust sjálfkrafa, því að hver maður barðist fyr- ir tíu. En nú tóku nokkur hanóverensk herfylki að hopa undan. Wellington sá það og mintist þegar riddaraliðs síns. Ef Napóleon hefði munað eftir fótgönguliði sínu á þessu augnabliki, hefði hann unnið orustuna. Hann gleymdi því, það var hans mikla, afdrifaríka yfirsjón. Brynliðarnir, sem veitt höfðu atlögu, fundu alt í einu að ráðist var á þá. Riddaraliðið enska kom aftan að þeim. Ferhyrningarnir voru fyrir framan þá Somerset hafði í hægri fylkingararmi sínum Domberg með þýska hestlíf- vörðinn, í vinstri fylking Trip með belgisku brynliðana.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.