Lögrétta


Lögrétta - 08.06.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 08.06.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Possamlr. Höf. flutti þetta kvæði í fyrirlestri á búnaðar- námsskeiði á Fáskrúðsfirði síðastl. vetur. Beislaðu fossana, bjargráða öld, borgað svo geti þeir framtíðargjöld. Vinn úr þeim hita, vinn úr þeim Ijós. Vinn úr þeim krafta, sem starfi til sjós. Að þrælum ger fossanna loftið og láð; lífsvaki þeirra svo auki oss dáð. Fossarnir skapi í skammdegi sól, skínandi bjart svo að verði um pól, og háumarshlýju í herbergin inn, hörku þá gaddurinn brennur á kinn. Búsæld það eykur og bjartari lund; birtan er lífsafl á dauðlegra grund. Fossinn er prýði vors fjallkrýnda lands. Fossinn er ímynd hins stórhuga manns. Fossinn er sólin í framtíðarvon, frjáls sem að nærir hvem ættjarðarson. Bygðirnar prýðist og blómgist hver grund af blessun sem fossamir leggja í mund. Fossarnir starfræki iðnað hjá öld, alt þar til kemur hið síðasta kvöld. þó ís loki höfnum og alþeki land, aldrei í sokkana vanta þarf band; ull er í dúka og skinn til í skó, það skiftir hjer mestu, að unnið sje nóg. Ef fossana rækjum með dugnaði’ og dáð, þeir dagamir koma, að verður vort láð fátækt ei lengur, en fossar þar gull, ' því fleiru má vinna’ úr en skinnum og ull. Og þá hlaupa bílar um bygðir og fjöll. Burtu þá flæmast öll aftarhaldströll. Landið þá stækkar, sem lifa má á, lyngmóar, urðir og sandflákar þá í töðuvöll breytast og garðræktar gnægð. Gróðurmagn andans oss auka mun frægð. - íslands þá stækka mun auðsnægtaborð. Island að stækka, sje þjóðarkjörorð! p. Mýrmann. geti átt við böm og fullorðna. Börnin sjeu að miklu leyti eins og hinir fullorðnu, að öðm en því, að þau eru minni. Samkvæmt þessu hafa svo barnabækumar verið svipaðar kenslubókum full- orðinna, að öðru leyti en því, að þæ|r hafa verið minni, en þar af leiðandi hafa þær orðið enn síður við bama hæfi en jafnvel þær bækur, sem ætlaðar hafa verið fullorðnum. það er langt síðan jeg sá, hve afarmikið er undir því komið, að lesefnið sem bömum er fengið, sje við þeirra hæfi. Með það fyrir augum hefi jeg um mörg undan- farin ár safnað lesefni handa bömum. Hefi jeg reynt það á börnunum sjálfum og valið það, sem best hefir reynst, án tillits til þess hver eða hvaðan höfund- ur var. Birtist nú úrval þessa les- efnis í bók, er jeg nefni: Sam- lestrarbók. Er hún nú næstum því fullprentuð. Hún er 12 arkir að stærð í allstóru 8 blaða broti og kostar í sterku skólabandi kr. 4,00. Sveinabókbandið nr. 17B við Laugaveg í Reykjavík annast af- greiðslu og innheimtu á þessari bók og öðrum bókum, er jeg hefi gefið út, og verða allar pantanir afgreiddar þaðan fljótt og vel. Ljúft væri mjer að fá umsögn kennara um reynslu þeirra á þess- ari bók og öðrum, sem jeg hefi gefið út. Gæti það orðið til leið- beiningar við næstu prentun. Öll brjef, er mjer kynnu að verða send, er best að fela Sveinabók- bandinu, því að jeg er nú að leggja af stað í ferð um Eng- land og Ameríku, til þess að fræð- ast um skólaástand og fræðslu. Verð jeg eitt ár í þeirri för. Jeg leyfi mjer að birta hjer stuttan formála fyrir Samlestrar- bókinni, svo að menn fái hug- mynd um efni hennar og tilgang minn með efnisvali og útgáfu: Leskaflarnir í þessari bók hafa verið reyndir í kennaraskólanum og valdir úr mjög miklu lesefni. Hefir það verið tekið, sem mest hefir glætt lestrarlöngun og vak- ið áhuga, starf og gleði barnanna. Mikið af köflunum eru leikrit, en þau hafa gefist best alls lesefnis, til þess að gera raddlestur eðli- legan og fagran og venja af hugsunarlausum suðulestri. Marg- ir kennarar, sem kynst hafa sam- lestri eða leiklestri, hafa kvart- að um tilfinnanlegan skort á sam- tölum og leikritum við bama hætfi. þessi bók á meðal annars að bæta úr þeim skorti. Best er, að bömin hafi sem mest frjálsræði við undirbúning og meðferð leikjanna, við það vex þeim frumleiki og smekkvísi. Gott er, að kennarinn leiki eina persónuna við og við. Jafnan ætti að tala um á eftir, hvemig tekist hafi að leika, og láta bömin sjálf leggja sem mest til málanna. það hefir löngum verið þjóðar- 11,1 * i' » n' skemtun, að segja sögur. það hef- ir og að nokkru leyti verið skóli alþýðunnar. Hjer er stigið feti framar í sömu átt. þegar sögum- ar eru leiknar, verður hægara að setja sig í spor þeirra, er sagan er af; skilst þá betur eðli þeirra og ástand en ella, og vex þá sam- úð með þeim. þá fá og bömin sjálf að beita kröftum sínum, sem þeim er svo afarnauðsynlegt. Jeg vænti þess, að þeir, sem taka upp samlestur í skólum, muni ekki hætta við hann, því að hann fyllir skólalífið áhuga, orku og gleði, jafnvel þótt ekki sjeu fyrir hendi tjöld, búningar, leik- svið nje neitt annað en bömin með bækur sínar og ímyndunar- afl. Fái það að starfa óhindrað, getur jafnvel fullorðnum orðið mikil gleði að leiknum. Víða í sveitaskólum er börnum mikið mein að feimni. Hana veit jeg best læknast með samlestri. Orsök hennar er venjulegá sú, að lesarinn hugsar of mikið um sjálf- an sig. í leiklestri lifir hann sig oft svo vel inn í efnið, að hann gleymir sjálfum sjer að miklu leyti og venst svo af feimninni. í kaupstaðaskólum er oft mik- ið mein að því, hve börn búa sig lítið undir kenslustundir heima. þar er svo margt sem glepur. Annars er skólakensla hjer á landi svo af skomum skamti, að öll þörf er á nokkurri heimavinnu. En þá hefir mjer reynst undir- búningur bestur, er böm hafa bú- ið sig undir að leika. Bókin er einkum ætluð börnum á tíu ára aldri. En sá kostur er á efni, sem má leika, að sami kaflinn er vel þeginn af bömum næstum því á öllum aldri. Börn þreytast og mjög seint á að end- urlesa það (leika), en fátt gefur meiri lestrarleikni en að lesa aft- ur og aftur hið sama, jafnvel eft- ir að það er þaullært. þegar bömin hafa leikið þessa smáleiki svo oft, að þau biðja sjaldan um að fá að leika þá, er gott að lofa þeim sjálfum að snúa sögu í leik. Við það vex þeim mjög þroski, ritleikni og vald á málinu. Vinni þau saman að þessu starfi, eflir það samúð og vinar- hug í skólanum. Leikimir í þessari bók ættu og að koma sjer vel, þegar skóla- skemtun er undirbúin. Enda mjög þroskavænlegt að undirbúa dálít- inn sjónleik. Getur það orðið margháttað starf. Fer þar sem annarsstaðar, þar sem unnið er af miklum áhuga, að atorku verð- ur beitt svo sem, unt er. En þá verður jafnan mikil framför, því að hún fer næstum því að öllu leyti eftir áhuga nemendanna. Steingrímui- Arason. -----e----- Jón Iieifs og þýska hljómsveitin. Á seinni árum hefur oft verið allfjölbreytt hljómlistarlíf hjer í Reykjavík á summm. Ýmsir listamenn hafa þá sótt hingað utan úr löndum, og oft hinir snjöllustu og að jafnaði verið vel tekið og oft forkunnarvel. Hafa Reykvíkingar þá reynst elskir að hljómlist og ósparir á fje til hennar svo að oft mun þetta listafólk ekki fara á aðrar fjörur auðugri, þó í stórborgum sje. Hefur þetta þá einnig orðið til þess að hæina hingað fleiri og fleiri hljómlistarmenn af ýmsum greinum. í sumar er t. d. gert ráð fyrir að minsta kosti átta slíkum heimsóknum, auk þess sem til er í bænum sjálfum af hljómlistar- lífi. Hættir mönnum stundum við að gleyma því í heimsókna- glaumnum, og er ósanngjarnt. því þrátt fyrir alt það, sem enn er ófullkomið og óþroskað í innlendu hljómlistarlífi, hefur í því verið unnið áhugamikið og merkilegt starf á síðustu árum af ýmsum duglegum og listhæfum mönnum, svo að hjer er til innlend list, sem með sæmd getur sýna sig, og hef- ur sýnt sig, hvar sem er í stæ|rra og menningarmeira umhverfi, þó mikið sje líka um leirburð og fálm. Ætti að vera hægt að lofa svo erlenda gesti, að lasta ekki það, sem nýtilegt er og frambúð- arvænlegt í innlendri viðleitni. Einkum kemur þetta illa heim, þegar jafnframt olnbogaskotun- um til innlendra manna, sem í erfiðum aðstæðum og við þröng- an kost hafa unnið fyrir íslenska list, er ausið hóflitlu auglýsinga- skrumi á erlenda miðlungsmenn. Og stundum — einkum meðan hljómlistarlíf var hjer fábreytt- ara en nú er orðið — runnu Reyk- víkingar í gagnrýnislausum apa- skap og „snobberíi“ eftir hverj- um útlendingi og innlendir menn þá að vísu stundum daufir til framkvæmda. Nú eru Reykvíking- ar meira en áður farnir að ganga sínar eigin götur í þessum efnum, og velja og hafna, og kemur þó stundum misjafnlega niður. Einn þeirra manna, sem að- súgsmikill hefur verið um ísl. hljómlistarmál á síðustu árum, og oft vandlætingarmikill og kröfu- harður, er Jón Leifs. Hefur hann m. a. skrifað ýtarlega um þau hjer í Lögrjettu og víðar og stundum hlotið misjafna dóma. það hefur verið eitt höfuðáhuga- mál hans að fá hingað stóra, er- lenda úrvalshljómsveit, svo að Reykvíkingar gætu kynst stór- virkjum hljómlistarinnar í snjallri meðferð og slíkt um leið orðið til siðbótar og smekkbótar í inn- lendri list. Nú hefur J. L. tekist þetta, með rausnarlegri fjárstoð bæjarstjórnarinnar, sem veitt hef- ur til hljómsveitarinnar 10 þús. IKS Heildsala. Smásala. Verslunin hefur nú fyrirliggjandi mikið úrval af fjölbreyttum og vönduðum, mjög ódýrum V ef naðar vörum. Pappír og ritföngum allsk. Leður og skinn. og flest tilheyrandi skó- og söðlasmíði. Conklins Undarpennar og Víking blýantar. Saumavjelar, handsnúnar og stígnar. Vegna hagstæðra innkaupa og verðtollslækkunar eru vörurnar mjög lágt verðlagðar. Pantanir afgreiddar um alt land gegn póstkröfu. Verslunin Björn Kristjánsson. Velox skilvindan góða No. 0 skilmagn 65 lítra á klst. kr. 110.00 „ 1 — 120 — - — — 135.00 „ 2 — 220 — - — — 225.00 Velox strokkurinn í þremur stærðum. Varahlutir ávalt fyrirliggjandi. Sendist gegn póstkröfu út um land. Verslun Jóns Þórðarsonar Reykjavík. kr. Er það úrval úr einni bestu hljómsveit þýskalands, 40 menn úr Hamburger Philharmonisches Orchester, sem hann stjómar nú hjer. Leikur sú sveit m. a. við Wagner-hátíðarnar í Bayreuth. Sveitin hefur þegar haldið 4 hljómleika, þar af eina í Dóm- kirkjunni, við mjög mikla aðsókn og mikið lof og fögnuð. Hefur sveitin farið með ýms stórverk- efni eftir Beethoven, Mozart, Weber, Hándel o. fl. og tekist mjög vel. Á kirkjuhljómleikunum voru einnig leikin lög, sem J. L. hefur sjálfur búið til við Galdra-Loft Jóhanns Sigurjóns- sonar, Mimodrama og sorgar- göngulag og hafa dómar manna nokkuð skifts um þau, því æði- mikill nýtískukeimur er að þeim fyrir flesta hjer, einkum mið- hluta sorgargöngulagsins, en Mimodrama fjell möhnum vel i geð. J. L. kvað annars meira og meira vera að brjóta sjer braut erlendis og er áhuga- mikill, vel lærður og gáfaður lista- maður og með heimsókn sinni og hljómsveitarstjórn nú hefur hann unnið sjer vinsældir og traust Reykvíkinga sem hljómlist unna og viðgangi hennar hjer. Siextugsafmæli átti Pjetur M. Bjamarson kaupmaður 4. þ. m. og hafði þá 1 boði hjá sjer ýmsa kunningja sína. Heillaóskaskeyti fjekk hann mörg. Hefur hann ver- ið duglegur maður og framtaks- samur og hrundið á stað ýmis- legri nýbreytni í atvinnulífi og viðskiftalífi hjer, nú síðast með tilbúningi íslensks kaffibætis. Var nokkuð frá þessu sagt í Óðni síð- astl. ár, en þá átti P. M. B. 40 ára kaupmannsafmæli. Nú nýlega hefur hann keypt húsið á Vestur- götu, þar sem áður var Hótel Reykjavík, og er nú að byggja það um og breyta því og gera úr því verslunarhús, og þangað flyt- ur hann kaffiverslun sína. Heilsufar. Gert er nú ráð fyrir að útbreiðslu taugaveikinnar á ísafirði sje að mestu lokið. Inflú- ensa hefir í vor verið víða um land, en alstaðar væg. Rauðir hundar hafa gengið á Vopnafirði og hægfara mislingar á Fljóts- dalshjeraöi. Óðinn. Ýmsir af eldri árgöng- um hans, svo sem 4.—9. árg. fást með miklum afslætti, allir 6 á kr. 10,00. Síðustu árg., frá 17.—21. árg., fá nýir og gamlir kaupendur einn- ig með miklum afslætti,alls 5 á kr. 20,00. Allir árgangarnir frá upp- hafi, 21 árg., (inní vanta nokkur blöð af fyrsta árg. og fjölgar vantandi tölublö smátt og smátt) eru seldir á kr. 50,00. Sláttuvjelar. Verð á sláttuvjel- um hefur yfirleitt lækkað nú í seinni tíð. þar á meðal hefur MacCormick töluvert lækkað í verði, svo að hún er nú mun ó- dýrari en áður. En sú vjel er talin með bestu sláttuvjelum, er hingað flytjast. Hefur Sigurður Sigurðs- son ráðunautur útvegað mönnum þessa vjel, en nú munu synir hans gera það og er þá að hitta á Laufásvegi 6. Hervarnarráðherrann danski, Rasmussen, kemur hingað í sum- ar, leggur á stað 1. júlí í för til Færeyja, Island og Jan Mayen. Með honum verður m. a. Zahle fyrv. forsætisráðsherra. Ráðherr- ann ætlar að kynna sjer vitamál- in í Færeyjum, landhelgisgætsl- una hjer og skilyrði fyrir upp- setningu jarðskjálftamælistöðvar á Jan Mayen. Islensku glímumennimir í Dan- mörku. Frá Svendborg er símað 2. þ. m.: Dansk-ísl. Samfund hef- ur tekið ágætlega á móti glímu- flokknum. Niels Bukh hefur reynst þeim ágætlega. I Khöfn var þeim boðið í morgunverðar- veitslu og síðan farið með þá í skemtiför um Kaupmannahöfn. þegar þeir komu til Ollerup var borgin skreytt íslenskum flöggum, og þar var tekið á móti þeim með því að syngja ísl. þjóðsöng- inn. Borgarstjórinn bauð þá vel- komna með ræðu. þar var þeim boðið í biðreiðaför. þeir sýna nú glímuna daglega í bæjum á Sjá- landi. I Khöfn höfðu þeir tvær sýningar, og var almenningur stórhrifinn, og ummæli blaðanna ágæt. þeir hafa verið beðnir að koma og sýna glímuna á langt- um fleiri stöðum en þeir geta, vegna naums tíma. ----»---- Pramtomjfijan Aota.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.