Lögrétta


Lögrétta - 15.06.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 15.06.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA I_ia.ncLsspita.linix. Sungið er H. H. Alexandrina drotning lagði hornstein hans 15. júní 1926. Það hús, sem rís hjer, helgast kærleiksstörfum; það helgast líknsemd, eyðing böls og kífs. Það helgast ment og vitsku, í þrenging þörfum hins þunga stríðs á milli' dauða’ og lífs. Það á að breiða faðm mót suðri’ og sólu og safna geislum fyrir menn, sem þjást; og það skal boða þeim, sem hröktust, kólu í þrautum lífsins, samúð, trygð og ást. Hjer hófu verk af drengskap íslands dætur, og drotning Island sjálf nú vígði það. Og Islands þjóð það aldrei gleymast lætur, hver alda tímans hratt því verki’ af stað. Um kvenna dáðir rís hjer minnismerki, sem máttugt talar fyrir öllum lýð um þeirra rjett. í góðu, göfgu verki er guð og boðar með því nýja tíð. Svo felum verkið föður lífs og þjóða. í framtíð sje það heitorð vífs og manns, að starfa’ í trú á guð og alt hið góða að gæfu’ og kjarabót vors móðurlands. Hjer blessist alt, sem heill og heilsu eykur; hjer hrjáðum, sjúkum veitist líkn og skjól. En munum: styrk og hjálp þarf heill sem veikur frá honum, sem að ræður vindi’ og sól. Þ. G. Framh. af 1. síðu. sínu og frelsi í voða. Alvarlegasti og hættulegasti galli fascista- skipulagsins er sá, að það þolir enga andstöðu, leyfir ekkert eft- irlit, safnar öllu valdi og öllum rjettindum á sjálfs síns hönd — og þegar það fellur er ekkert til, sem við getur tekið í staðinn. En að því er til þess kemur, að fascisminn geti rjett við fallinn fjárhag — hvar eru þá sannan- irnar fyrir því að svo hafi orðið í Ítalíu? Það getur verið að fje því sem fascistar ráða yfir, sje heiðarlega stjómað. En hugsum okkur þann möguleika, að þeir menn, sem ekki víla það fyrir sjer, að myrða stjómmálaand- stæðinga sína, skyldu freistast til þess, sem minna er, að grípa til opinbers fjár í eigin þágu eða flokks síns. Hvað verður að lokum um það land, þar sem ekki eru fleiri sjóðir til að stela úr? Það getur verið að þetta sje rangt. Reynslan ein getur úr því skorið hvað rjett er um fascism- ann. En ef fjármálastjóm Musso- lini er ekki betri, en meðferð hans á stjórnskipulegum efnum, þá verður ekki nema ein ályktun dregin af reynslu þeirri sem þeg- ar er fengin. Því fer fjarri, að við þörfnumst nokkurs Mussolini. Síðustu frjettir. Samningar milli Tyrkja og Breta um yfirráðin í Mosúl hafa nú verið undirskrifaðir. Ráðsfundur þjóðabandalagsins var settur 8. þ. m. Fulltrúi Brasi- líu var fjarverandi. Nokkmm dög- um isíðar sagði Brasilía sig úr þjóðabandalaginu og er nú talað um stofnun nýs þjóðabandalags fyrir Ameríku, er öll ríki Vest- urálfunnar gangi í, en önnur ríki útsýnið á mann. Hvorttveggja er guðayndi. VIII. Það hafði ekki verið óþolandi heitt í Róm, þá daga sem við dvöldum þar. En á sunnudaginn 20. sept. er við hjeldum heimleið- is, var þar satt að segja næstum ólifandi fyrir hitabreyskju. Við fómm kl. 2 og ilt hafði verið á götunum, en miklu verra var náttúrlega inni í vögnunum. Allir fóm úr því sem þeir gátu, án þess að ósæmilegt mætti kall- ast og dregið var eins og hægt var fyrir gluggana sem sólin skein inn um, og samt vom allir í svitabaði og alveg magnlausir. Jeg taldi mínútumar til kl. 6. Þá gekk sólin undir og um leið varð dimt og svalt. Við fórum ekki. Þjóðabandalagið hefur nú af- numið eftirlit með fjármálum Austurríkis. Miklar deilur eru í Þýskalandi um eignir furstanna þar, hvort gera eigi þær upptækar, eða þeir haldi þeim. Um þetta á þjóðar- atkvæðagreiðsla að fara fram 20. þ. m. Hindenburg hefur látið birta álit sitt á málinu og er and- vígur því, að eignirnar sjeu gerð- ar upptækar, en meðhaldsmenn upptektarinnar eru æfir yfir því, að ríkisforsetinn sje að blanda sjer í flokkadeilur og hafa róst- ur orðið út af málinu bæ|ði í rík- isþinginu og í prússneska þinginu. Frjálslyndi flokkurinn í enska þinginu hefur nú lýst trausti á Lloyd George með 60 atkv. gegn 12 og er þar með útkljáð, að hann verður í flokknum áfram. Cr kolamáladeilunni greiðist ekk- ert. Síðasta samningatilraun námueigenda, sem frá var sagt í síðasta blaði, varð árangurslaus. Enska stjómin hefur sent Rússa- stjóm mótmæli af allsherjarverk- fallinu, að hún bauð fje til styrkt- ar því, og telur enska stjómin þetta brot á samningum milli Breta og Rússa. Innanríkisráð- herrann enski hefur skýrt frá því í þinginu, að sannað sje að verk- fallsmenn tafi tekið við stórfje af Rússum. Norsku vinnumáladeilurnar munu nú vera jafnaðar að öðm leyti en því, að verkamenn í þjón- ustu Osló-borgar neita launalækk- uninni og segir símfregn, að hjá þeim hefjist verkfall á morgun. Stórþingið hefur samþykt, að styðja Noregsbanka til þess að koma í veg fyrir stórvægilegar gengssveiflur og á ríkisstjórn að greiða 2/3 af þar af leiðandi tapi bankans. aðra leið norður eftir en suður — núna vestanmegin. Trasi- menusvatns. En útsýnið og víð- sýnið mátti heita það sama alt til Flórens. Þar vorum við kl. 8 um kvöldið, og hjeldum þaðan litlu síðar. Fáum varð svefnsamt um nóttina og ljek Norðmaður- inn, sem jeg nefndi í upphafi, löngum á citar, sem hann hafði keypt í Róm, og siumir trölluðu þjóðlög. Kl. að ganga 8 næsta morgun komum við til Milano, og stóðum þar við til allrar bless- unar í eitthvað um 3 tíma. Það var nóg til þess að jeg gat litið dómkirkjuna. Þó jeg hefði ekki sjeð annað, hefði mjer fundist ferðin hafa borgað sig. Dýrðlegra guðshús hið ytra er ekki til í víðri veröld. Jeg hef heyrt, að er Björnson sá þá kirkju í fyrsta sinn, hafi hann hrópað upp yfir sig á þessa leið: „Þetta er orgel. Þetta er söng- ur Guði til dýrðar“. Ilt er að lýsa Milano dómkirkju betur. Ein- mitt á guðdómlegt pípuorgel minnir þetta marmaramusteri með öllum oddbogaprýddu stöplunum og fagra turnafjöldanum. Og hið innra er hún há og hrein líkt og lofsöngur. Sjaldan hef jeg snort- ist meir en þar við Maríualtarið, þar sem ótal kerti loga sýknt og heilagt eins og skærar stjörnur, og altaf er fólk að færa ný kerti Guðsmóður og hlýtur hjá henni ljósfrið í sál í þakkarskyni. Það var tekið að rigna, er við fórum frá Milano og hálf var kalt í veðrinu. í Ciasiso skiftum við um lest, en þar eru landa- mærin milli Sviss og Ítalíu. Og þar byrja Alpafjöllin. — Það er líkt og að fara úr ítölsku vögn- unum í þá svissnesku. 1 þeim sjest ekki ryk nje óhreinindi, og þeir voru breiðir og vistlegir og knúð- ir áfram með rafmagni. Við þutum framhjá Corno, ferðamannagistihúsi bæjarins, sem liggur í brattri hlíð við tæjrt fjallavatn. Eftir það þrengjast fjalladalirnir, og eru líka hrjóst- ugri en í austurísku Tyrol. Ekki eins fagrir, þótt meira sje hjer um ár og læki. Rigningin jókst, meira og meira bar í loftið af ólundarlegum regn- f'kýum og æ varð svalara eftir því sem við nálguðumst St. Gottharð. Jeg beið þess með óþreyju að við kæmum að jarðgöngunum miklu. Mikið hafði jeg heyrt af þeim látið. Þau voru sögð 15 km. á lengd og neðarlega í gegn um há- an fjallgarð. Byrjuðu Italir öðru- megin, Svissverjar sín megin og mættust á miðri leið. Svo há áttu fjöllin að vera fyrir ofan þau, að sjaldan væri sama veður báðu- megin opanna, og landið líta alt öðru vísi út. Jeg þóttist viss um að þetta væri að mestu ferða- mannagrobb. Nú skyldi jeg reyna það sjálfur. Við komum að göng- unum. Jeg sá dynjandi rigning- una og regnskýin yfir fjallinu. Skyldi ekki líkt vera hinu megin. Jeg tók upp klukkuna. 13 mín- úrum síðar komum við út úr göngunum — og sjá — það var sól og hreinviðri þeim megin! Dálítið kalt að vísu en alt annað veður. Yfir gnípuraar langt uppi sá aðeins í regnskýin að sunnan- verðu. Þá varð jeg orðlaus yfir St. Gottharðs-göngunum. Nú þutum við hátt í hlíðum breiðra og blómlegra dala með stórum vötnum og snotrum án, búsældarlegum býlum. Segir fátt af ferðum okkar uns við komum til Flúelen. -sem er við enda Vierwaldstattervatns. Þar stigum við úr lestinni og á skip, og sigldum síðari hluta dags til Luszern. Fórum við aldrei beint heldur altaf frá einu smá- þorpinu yfir til annars og til hinna og þessara ferðamanna- húsa. Fagurt er á vatninu, en mjög sviplíkt þykir mjer það og inni á norskum firði. Get vart greint muninn. Fjallamyndun og gróður virðist næstum alveg eins á báðum stöðum. Hrikalegri hjelt jeg Rigi og Pílatus en þeir reynd- ust, en óneitanlega eru það tign- arleg og fögur fjöll. Við gistum um nóttina í Lus- zern og vorum þar fram á nón næsta dags. Það er snotur bær og einkar vistlegur, og útsýnið Ijómandi yfir vatnið og til fjall- anna. Af byggingum þótti mjer mest um hirðkirkjuna og er hún þó fátækleg í samanburði við stór- kirkjumar í Róm. Gömul brú og merkileg er í Luszem. Hún er úr trej og með þaki yfir. Þar eru mörg og einkennileg málverk. En það sem jeg sá merkilegast í Luszern, var Ijón Thorvaldsens. Það er bæði frábært listaverk og svo vel fyrir komið sem hægt er 'i Reiðtýgi og reiðbeisli, Aktýgi (3 tegundir). Klyf- töskur, Hne kktöskur, Handtöskur, Ferðakistur, Skjalatöskur, Seðlaveski, Peningabuddur o fl. Ennfremur allskonar ólar og lausir hlutir í aktýgi og viðvíkjandi söðlasmíði. Ágætir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum mjög ódýrir. Ýmsar járnvörur svo sem beislisstangir, munnjárn, ístöð, taumalásar, hringjur allskonar, saumur, saumgarn, keyri, svipur o. fl. Tjöld, vagna-, bíla- og fisk-yfirbreiðslur og efni í þessa hluti. Sendið mjer muni til aðgerðar og mun jeg senda þá fljótt og vei viðgerða til baka á minn kostnað, Sendið pöntun í tíma, því á vorin er ávalt mikið að gjöra. Örugg sönnun fyrir því, að best sje að versla í Sleipnir, er hin stöðugt vaxandi sala. Hröð afgreiðsla. 1. fl. efni og vinna. Heildsala. Smásala. Símnefni Sleipnir. Sími 646. Heitnilisiðnaðarfjelag íslands. Aðalfundur fjelagsins verður haldinn fimtudaginn 24. þ. m. kl. 8 eftir hád. í Eimskipafjelagshúsinu (Kaupþingssalnum). Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður lögð fyrir fundinn tillaga um breytingu á lögum fjelagsins. — Tillagan er fjelagsmönnum til sýnis á Skólavörðustíg 43, í Reykjavík. Reykjavík, 4. júní 1926. að kjósa. Verður það öllum ógleymanlegt er það líta. Frá Luszern hjeldum við um hæiðótt frjósamt land, sem mest svipaði til Bæheims, og komum til Bazel. Þar stönsuðum við lítið, hefði gjarnan mátt vera meira, því unaðssælt er þar við Rín. Þaðan fórum við eftir Ríndalnum austanverðum. Hann er þar afar- breiður, blómstrandi og sljettur, og mætti ætla að hann lægi frem- um sunnan en norðan Mundiu- fjalla, því gróður virðist þar suðrænn. Víðsýnt er þar mjög. Gaf að líta yfir til Frakklands. Sáust þar Vogesafjöll dimmblá í fjarska. Kl. 11 um kvöldið náðum við til Frankfurt am Main. En sá það eitt að hún myndi mikil borg. Einhver stórhýsi voru þar að brenna. Að minsta kosti var eldhafið ægilegt. Síðari hluta næt- ur vorum við í Hannover. Kl. 9 um morguninn í Hamborg. Mikil borg er það, en fremur ljót, svört af kolareyk og full af ósnotrum verksmiðjum. Elba, breið og lygn, bætir þó mikið úr skák en ekki nóg. Leið ög löng er Luneborga- arheiði og alt landið norður til Varnewunde. Alt flatt og fá- skrúðugt. Eina prýðin skögamir og vötnin. Sljettan sjó fengum við yfir til Gjedser og greitt gekk þaðan til Hafnar. Þar komum við kl. 7 e. h. 23. sept. Margir voru þá orðnir dasaðir, svo að þeir gátu varla dregist heim eða á gistihúsin. En ólíklegt þykir mjer að nokkur hafi sjeð eftir ferðinni. Og nú er þessari ferðasögu minni lokið. Þökk :sje þeim sem nent hafa að fylgjast með mjer. Og jeg vildi óska, að þeir hefðu einhverntíma slíkt yndi af ein- hverri ferð sinni, sem það er jeg hafði af því að koma til „borgar- innar eilífu“. Það treynist lengi. ---------- Háskólinn. Embættispróf í lög- fræði hafa lokið þar: Guðmundur Benediktsson með 1. eink., 1162/3 stig, Tómas Guðmundsson með 2. betri eink., 952/3 stig, og Tómas Jónsson með 2. betri eink., 1002/3 stig. / Dánarfregn. Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri andaðist hjer í bænum 12. þ. m., varð bráðkvadd- ur. Hann var 72 ára gamall. Verð- ur þessa merka og vinsæla manns nánar getið í næsta blaði. Búnaðarf jelagið. Eins og aug- lýst var í síðasta blaði, er búnað- armálastjórastaðan nú laus til umsóknar. Hefur stjórn fjelags- ins sagt upp Sig. . Sigurðssyni, Karólina G-uðmundsdóttir. vegna ráðstöfunar hans á sölu til- búins áburðar aðallega, sem hann hefur fengið í hendur Nathan og Olsen, en stjórnin vildi láta Bún- aðarfjelagið annast. Hafa orðið um þetta nokkrar deilur, en Metúsalem Stefánsson er isettur búnaðarmálastjóri. Fimtugsafmæli átti í gær einn af athafnamestu kaupsýslumönn- uml landsins, Garðar Gíslason. Taugaveiki hefur komið á eitt heimili í Keflavík, borist þangað frá ísafirði. Jón Magnússon skáld er nýlega kominn heim úr för til útlanda, hefur ferðast um Noreg, -Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland, fór lengst suður í Múnchen. Lætur hann vel yfir ferðinni, kveðst hafa skemt sjer vel, fræðst um margt og fengið æfingu í að tala mál þeirra landa, sem hann fór um. í sumar mun Jón verða á Siglu- firði eða Akureyri, eins og áður. Sigvaldi Kaldalóns læknir hefur fengið Flateyjarlæknishjerað og fór hjeðan í gær til að taka við því, en frú hans og börn verða hjer enn um tíma. Var þeim hjónunum haldið hjer skilnaðar- samsæti 10. þ. m. og þá afhent að gjöf víðvarpstæki, sem sett verður niður á heimili þeirra í Flatey. Fiskimjölsverksmiðja er nýtek- in til starfa á Siglufirði. Er keyptur til hennar allur úngang- ur úr fiski, hausar, og dálkar, og gefur verksmiðjan 1 kr. fyrir 100 kg. Náðanir. Meðan konungur dvaldi hjer, náðaði hann eftir- talda menn: Fi'iðrik Hannesson, Svein Hannesson, Þorleif Þorleifs- son, Egil Á. Jóhannesson, Júlíus Jónsson og Guðm. Þorsteinsson. Þá var saksókn látin falla niður gegn einum manni. Þessar náðan- ir eru sumpart stytting á sektar- tíma, og sumpart alger náðun. Norðmenn og íslendingar. Fregn frá Osló frá 5. þ. m. segir, að Sunnlendingar kvarti yfir því, að Islendingar haldi ekki samning- ana frá 1924 um fiskveiðar þeirra hjer við land, og saki þá um skort á velvilja. Fyrirspurn hefur verið gerð um það í Stórþinginu, hvað stjórnin æjtli að gera til þess að bæta úr erfiðleikum norska fiski- manna við íslandsstrendur. Mýrdalslæknishjerað er laust og um það sækja Guðni Hjörleifsson læknir í Borgarfirði eystra, Krist- mundur Guðjónsson læknir í Reykjarfjarðarhjeraði, Halldór Stefánsson fyrv. hjeraðslæknir og Páll Sigurðsson, settur læknir í Flateyrarhjeraði. PrentsmiCjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.