Lögrétta


Lögrétta - 15.06.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.06.1926, Blaðsíða 1
iimheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór' Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. ReykjaYÍk, þriðjudaginn 15. júní 1926. 25. tbl. Um víða veröld. Vantar okkur einhvern Mussólíni? I stjórnmálaumræðum ýmsra landa hefur oft verið að því vik- ið á síðustu árum af mörgum þeim, sem óánægðir eru með nú- verandi ástand, að eina leiðin út úr ógöngunum væri sú, að „einhver Mussólíni kæmi fram“. Við þurfum Mussolini, segja þeir. til þesis að taka harðri hendi á losarabrag og byltingagirni, eyðslu og óheiðarleik aldarfars- ins. M. a. hafa þessi mál nýlega orðið að allmiklu athyglisefni í Englandi. I miðjum apríl s. 1. kom fjármálagrein í Times eftir einn kunnasta kaupsýslu- og fjár- málamann Breta, Inchape lávarð, greifa af Strathnaver. Er hann m. a. forstjóri olíufjelagsins, sem hjer hafði einkasöluna, þar að auki einn aðalstjórnandi eins stærsta skipafjelags Breta, „P. & 0.“, varaforseti Suezskurðarfje- lagsins, í stjóm stórx-a bankafyr- irtækja, meðeigandi margra stór- fyrii-tækja og hefur gegnt mörg- um opinberum trúnaðarstörfum. I Times-grein þessari komst lá- varðurinn svo að orði, að Eng- landi riði hvað mest á því, ekki síður en Frakklandi, að eignast einhvern Mussolini, sem stemdi stigu fyrir allri fjáreyðslu nema þeirri, sem væri óhjákvæmilega nauðsynleg til landvama, dóm- gætslu og atvinnumálastjómar í næstu 10 árin. Útaf þessum um- mælum skrifaði einn þektasti ut- anflokka blaðamaður Breta, Wickhami Steed opið brjef til lá- varðarins í Review of Reviews nú um mánaðamótin og rekur þar sundur þessi mál frá sínu sjónar- miði og verður sagt nokkuð frá því hjer. Til þess að geta dæmt um Mussólíni og fasismann þarf fyrst að muna eftir ástandi því, sem ríkti í Ítalíu um það bil ;sem hún gekk í stríðið, og rasaði með því nokkuð fyrir ráð fram, að sumra dómi og bar heldur ekki úr býtum við friðarsamningana alt það, sem ítalir ætluðust til. Friðarsamningarnir sköpuðu því óánægju og beiskju í hugum margra ftala og það notuðu ýms- ir flokkar til þess að hefja bylt- ingarróður í landinu. Herinn glat- aði trausti þjóðarinnar, verkföll- in urðu þjóðarmein og fjárhags- legir viðskiftaörðugleikar uxu óð- fluga. Enginn bljes þó fastar að byltingarandanum en Mussolini og hinn fámenni fascistaflokkur hans, „svai't-stakkarair“. Hann hafði kynt sjer starfsaðferðir rússneskra bolsjevíka og tók þá sjer til fyrimiyndar. f blaði sínu hvatti hann til uppreisnar með valdi og heimtaði afnám konung- dómsins og eignarrjettar einstakl- ingsins. Þegar nokkur bændafje- lög fóru að leggja undir sig jarð- eignir og sumir flokkar jafnaðar- menskusinnaðra verkamanna lögðu undir sig ýmsai' verksmiðj- ur, á árinu 1920, þá hvatti Musso- lini þá og studdi. Verkamennimir sneru þó við blaðinu þegar þeir sáu að þeir gátu ekki rekið fyr- ii-tækin og fengn þau aftur í hendur eigendunum — og bylting- arhættan var um garð gemgin. En meðan á þessu stóð höfðu eignastjettir Ítalíu verið ótta lostnar. Auðmennirnir voru eins Konungskoman. Kristján konungur X. Alexandrína drotning. Konungshjónin komu hingað, eins og til stóð, síðastl. laugar- dagsmorgun á herskipinu Niels Juul og voru herskipin Fylla og Gejser í för með því. Komu skipin inn á Hafnarfjörð kvöldið fyrir og lágu þar um nóttina. — Móttökunni hjer hefur verið hag- að eins og frá er sagt í síðasta tbl. Hefur veður verið hið besta þessa daga, sem konungshjónin hafa verið hjer. Þau voru á sunnudaginn á Þingvöllum, en í gær var skoðuð Flóa-áveitan. f morgun kl. 9 hafði konungur rík- isráðsfund og staðfesti lögin frá Alþ. Kl. 11 lagði drotningin horn- stein Landspítalans, eftir beiðni forstöðukvenna fyrirtækisins. Jón Magnússon forsætisráðherra sagði megindrættina í sögu spítalamáls- ins og drotningin árnaði fyrir- tækinu heilla. Var svo sungið kvæði það, sem prentað er á öðr- um stað í blaðinu. í kvöld hafa þau konungshjónin boð fyrir ýmsa bæjarmenn úti á skipi sínu, en halda á stað hjeðan snemma á morgun. og sauðir til slátrunar leiddir. En undir eins og þeir sáu að hættan var þorrin og sáu að hinir svo- nefndu byltingaflokkar gátu eða vildu ekki framkvæma byltinguna, þá ákváðu þeir að hefna sín fyrir þann ónauðsynlega skelk, sem þeim hafði verið skotinn í bringu. Jarðeigendur, iðjuhöldar og fjár- málamenn leituðu nú að manni til þess að refsa byltingarseggjun- um. Eftir að hafa gex-t árangurs- lausa tilraun til þess að binda í málið skáldið D’Annunzio, sáu þeir að Mussolini og „svartstakk- ar“ voru reiðubúnir til starfsins. Þar sem jafnaðarmennii'nir höfðu hrundið honum frá sjer, sem leið- toga „rauðrar“ byltingar gegn auðvaldinu, var hann fús til þess að stjórna „svartri“ auðvalds- byltingu gegn jafnaðannönnum. Stjórnin og herforingjamir, sem ekki vildu beita hernum til þessa vopnuðu í þess stað fascistana, ljetu liðsforingja koma skipulagi á flokk þeirra, fengu þeim sam- göngutæki í hendur og ljetust ekki sjá barsmíðar þær og blóðsúthellingar, sem refsistarf þeirra hafði í för með sjer og löig- reglan og dómsvaldið þyrmdi lög- brjótunum. I rauninni var hjer um beina borgarastyrjöld að ræða. Að henni lokinni höfðu fascistar töglin og hagldirnar. En þó hafði stjórnmálamönnun- um, sem ábyrgð báru á þessu, skjátlast í einu. Þeir virðast hafa haldið, að að refsingarstarfinu loknu mundi verða eins auðvelt að afvopna fascistana eins og það var að vopna þá. En það brást. í október 1922 hjeldu fascistarnir til Róm og tóku völdin í sínar hendur. Þrátt fyrir ráðleysi og rótleýsi fyrri stjórna, sem orð hefur ver- ið. á gert, höfðu þær þó nokkuð unnið til viðreisnar efnalegri og fjárhagslegri stöðu íandsins. Þungir skattar höfðu verið lagðir á allar stjettir og viðað að di’júgum til verklegra fyi’irtækja. Alt þetta kom nú fascistum að fjárhags- legu haldi, þegar þeir tóku við stjórninni. En jafnframt mistu þeir ýmsa góða starfskrafta, sem ekki vildu hlíta boði þeirra og banni. Því verður ekki neitað, að fas- cista-stjórnin kom að ýmsu leyti betra skipulagi en áður var á nokkur atriði ítalsks þjóðlífs. En ýmsar breytingar þær, sem gerð- ar voi’u, t. d. uppsögn opinberra starfsmanna, átt'u þó alls ekki í’ót sína að i’ekja til sparnaðarhugar- ms. Ástæðan til þess, að hinn reglulegi her var minkaður, var t. d. fyrst og fremst sú, að það var nauðsynlegt til þess að hann gæti ekki orðið ofjai’l fascista-hersveit- unum, sem Mussolini studdist við. Herinn hlýddi konunginum, fas- cistarnir Mussolini. Það er ekki sjáanlegt hvaða sparnaður er í því fólginn, að fækka einni her- menskustjettinni til þess að fjölga annari, sem þar að auki er mun hærra launuð en hin fyrri. Fækkun járabrautarstarfs- mannanna var heldur ekki gerð af sparnaðarástæðum — hún var til þess gerð, að koma flokks- tryggum fascistum í þæ|r stöður, eins og aðrar, sem til þess þurfti að tryggja Mussolini völdin — og nýju - starfsmennirnir voru hærra launaðir en hinir gömlu. Hinsveg- ar þarf það ekki að undra, þó sumar fjármálai’áðstafanir Musso- lini hafi orðið vinsælar meðal stóreignastjettanna. Hann hefur sem sje alveg afnumið ei’fðaskatt og ýmsar aðrar álögur á stór- eignir. Þar að auki hafa iðnfje- laga samtökin verið bai’in niður og ástand skapað þar sem vinnu- deilur hafa horfið í svipinn — en þó þannig, að ef stjórnarfar fas- cismans hi’ynur eða veiklast af innanflokkadeilum, þá er bylting- arhættan, sem ranglega er sagt að Mussolini hafi eytt, einmitt fyrir dyrum magnaðri en nokkru sinni fyr. Alræði auðvaldsins getur þannig undirbúið „alræði öreig- anna“. Fjái’mál Itala eru flókin. Pen- ingamál þeirra eru í rauninni í óreiðu áþekkri og á sjer stað í Frakklandi, þó mirma beri á. Pen- ingar þeirra falla. Miklum upp- hæðurn er eytt án þingsamþykkis. Hin margumtalaða Afríkuför Mussolini á dögunum kostaði t. d. 30 miljónir líra, eða um 6 miljónir kr. og mundi það ekki talið sjerlega spaii; haldið á lands- fje annarsstaðai’. Útgjöld til her- mála fara einnig sívaxandi. Þrátt fyrir alt þetta eru það þó ekki þjóðhagsáhi’if eða ófriðai’- andi fascismans sem mest gera það að verkum, að ekki verður um það sannfærst, að nokkur akk- ur væi’i það öðrum þjóðum, að „eignast einhvem Mussolini“. Stjóraarfarsáhrif fascismans ein eni svo alvaiieg að þau mundu nægja til þesis að vega á móti þeim efnalega stundarhagnaði, sem af honum kynni að hljótast. Gg „Mussolini á fjármálasviðinu“ dregur óhjákvæmilega á eftir sjer „Mussolini á stjórnmálasvið- inu“, Fascisminn er afleiðing af bylt- ingai’kendum undiri’óðri, þar sem gi-afið var undan rjetti, valdi og tign ríkisins, konungdómsins og stjórnskipulagsins, ef það var ekki beinlínis svívirt. Ekkert slíkt ástand hefir komið yfir t. d. Bretland. Italskt þingræðis- skipulag er ekki eldra en frá 1848 í Sardiniu konungdæminu, og ekki eldra en frá 1870 í Ítalíu samein- aðri. Þegar Mussolini rauf stjórn- skipulag þingræðisins var það ekki nema rúml. hálfrar aldar gamalt, sem ítalskt þjóðskipulag. Og vegna óeiningarinnar milli rík- i; og kirkju, hafði það ekki einu sinni ávalt notið óklofins fylgis alls landslýðsins. Konungarnir, liver á fætur öðrum, þar á meðai rúverahdi konungur, hafa svai’- ið þes;s eið að viðhalda því að verja það. Nú hefir því vei’ið traðkað. Mundi það vera mögulegt í landi eins og t. d. Bxætlandi, að einhver Mussolini gæti brotið á bak aftur stjórnskipulagið, án þes- að úr því yi’ðu ennþá alvai’- legri truflanir en þær, sem Italía hefur mátt þola? Mundi konung- urinn geta rofið eið sinn við þjóðina? Mundi þingið geta orðið lamað svo, að það yrði aðeins verkfæri framkvæmdavaldsins ? Mundi það verða unt að afnema blaðafrelsi og fundafrelsi? Mundi flugumenn stjórnarinnar igeta myrt flokksforingja andstæðing- anna hegningarlaust ? Mundu iðn- fjelög verða brotin á bak aftur? Mundi sjerhverjum auðkennum borgaralegs og stjórnarfarslegs frelsis verða svift burtu án þess að þjóðin risi upp til vamar rjett- indum þeim, sem hún hefur notið og beitt öldum saman ? Hvaða annmarkar sem kunna að vera á þingræðisskipulaginu, hversu lít- illar virðingar og ástsældar sem flokkaleiðtogarnir kunna að njóta hjá þjóðinni — mundi það samt vera sennilegt, að gengið yrði þegjandi framhjá því, að lags- menn einhvers ensks Mussolini myi’tu t. d. MacDonald eða kæmu Asquith lávarði fyrir kattarnef? Tæplega — og þó hefur slíkt skeð í Italíu. Og ef dæma má eftir í’eynslunni þar, er varla hægt að hugsa sjer „einhvem Mussolini“ án þessa. Mundi það ennfremur vera mögulegt í rótgrónu þingræðis- landi, eins og t. d. Bretlandi, að öll rjettindi og völd þings og stjórnar, bæja og sveita, yrðu fengin í hendur vopnuðum flokki og að foringi þess flokks yrði í senn forsætisráðherra, hermála- ráðhei’ra, flotamálaráðheraa og flugmálaráðherra og þyrfti ekki að bera ábyrgð gei'ða sinna gagn- vart öðrum en konungsvaldinu einu í orði kveðnu, og þó svo, að hann hefði sjálfur þetta kon- ungsvald í hendi sjer. Er það æskilegt að svifta alt dómsvald hlutleysi sínu og sjálfstæði, alla háskóla kenslufrelsi sínu og að gera allai’ athugasemdir við að- gei'ðir alræðismannsins að hegn- ingarverðu athæfi? Mundi það vei'a heppilegt, að leggja hags- muni sína, líf og örlög í hendur manni, sem fundið gæti upp á því að boða hátíðlegt haldið „Napó- leons ár“ og getur talað sjálfur og látið skrifa um utanríkismál eins og Mussolini hefur gert á síðkastið ? Fix-rur, er kanske sagt. En þeg- ar út í slíkar firrur er komið, er ekki unt að leiði’jetta þær í landi þar sem málfrelsi í þingi og blöð- um er afnumið og þar sem enginn getur blakað við alræðismannin- inum svo að hann stofni ekki lífi Framh. á 4. síðu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.