Lögrétta


Lögrétta - 04.08.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.08.1926, Blaðsíða 1
lanheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór* Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. RejkjaYÍk, miðvikudaginn 4. ágúst 1926. 32. tbl. Um víða verold. „SokolM' jelögm í Tjekkósóvakiu. Þjóöum sem búa undir eriendri áþján hættir öðrum fremur til þess að verða að ómennum. tíaga mnna kúguðu er oft aaga þess, hvernig undirokuð þjóð missir smátt og smátt mannrænuna, leggur árar í bát, þegar örðug- leikarnir vaxa yfir höí'uð, kyssir á vöndmn og lætur reka á reið- anum. Endalokin verða þau, að eigi aðeins aðrir gleyma henni, heldur gleymir hún sjálíri sjer, glatar sjálfri sjer. En þetta skeður sjaldnar en við mætti búast. Þjóðernið er ótrú- lega lífseigt, þjóðernistiifinningin getur soíiö og legið í dái áratugi og aldir, en það deyr sjaldan. Þeg- ar minst varir koma þjóðhetjurn- ar fram og vekja f ólkið með því að segja þvi gamla sögu frá guil- öidinm. Því allar þjóðir eiga sína gullöld. Hin forna menningarþjóð Tjekk- ar hafa átt gullaldarsögu og niður- iægingar. En þrátt fyrir ok Habs- borgaranna hefur þjóðin ávalt ver- xð tiltöiulega vakandi, ávalt haft ríka, sjáfstæða menning og haldið fast viö forna þjóðlega siði. Hún hefir átt ágæta menn, svo sem núverandi forseta sinn, Mazaryk, manninn sem leiddi sjálfstæðis- baráttu hennar til lykta. Þjóðar- hetjurnar eiga sjaldnast því láni að fagna, að sjá ávöxt iðju sinn- ar, þær eru oftast dauðar, þegar hann er fullþroskaður. Mazaryk er undantekning, sem sannar regi- una. Það er undir þjóðinni sjálfri komið hve fljótt og vei þjóðhetj- unum vinst á. Tjekkósióvakía er það ríki, sem fijótast allra hefur náð föstu skipulagi, hún hefii' ekki haft neitt af þeim bama- sjúkdómum og umróti að segja, er flest hin ríkin is|em risu upp úr rústum heimstyrjaldarinnar hafa átt við að búa. Þaf er alt á föstum grundvelli. Það er ekki byggingarmeistaranum einum að þakka, heldur efninu sem hann hafði til að byggja úr og grund- vellinum, isem hann hafði til byggj a á: landinu og þjóðinni. Og hvers vegna reyndust Tjekk- ar svona miklu þroskaðri en ýms- ar aðrar þjóðir? Orsakirnar geta verið margar, en kunnugir rekja eina helstu ástæðuna til fjelags- skapar, sem starfandi hefur verið í landinu síðustu 65 árin, „sokol“- fjelaganna. Tilgangur hans var í stuttu máli isá, að spoma við því, að landslýðurinn yrði að ómenn- um undir oki Austurríkismanna. Vitanlega var það ekki viðlit að efna til pólitísks fjelagsskapar í Böhmen fyrir 65 árum, eða láta hann bera það utan á isjer, að hann væri til þess gerður að vernda tjekkneskt þjóðerni Það hefðu Austurríkismenn ekki þolað. „Sokol“-fjelögin voru íþróttafjelög — leikfimisfjelög. Enginn gat bannað Tjekkum að iðka leikfimi. Og í stefnuskrá fjelagsins segir svo: „Vjer viljum feta í fótspor Fom-Grikkja, sem töldu líkams- menninguna jafn mikilsverða and- legri menning og gerðu líkams- mentun jafn hátt undr höfði og andlegri mentun í skólum sínum“. Og í síðustu skýrslu fjelaganna segir svo: „Starfsemin miðar að því að halda þjóðinni síungri og aftra úrkynjun með því að halda líkamskrafti hennar óskertum sem og siðferðilegri og andlegri heilbrigði einstaklingsins, þann- ig að þjóðin með atgerfi sinni og dugnaði tryggi sjer jafnan veg- legan sess meðal þjóðanna“. Með öðrum orðum: það er bygt á líkamsmenning sem undirstöðu andlegrar menningar og 4em vöm gegn úrkynjun og ómensku. Bak við leikfimina má eygja hið eig- inlega takmark fjelaganna: vemd- un þjóðarstofnsins. Upphafsmaður hreyfingarinnar var heimspekingurinn Miroslaw Tyrs, föðurlandsvinur mikill og áhangandi Darwinskenningarinn- ar. Hann stofnaði með fjárhags- legri aðstoð Jindrich Fúgner fyrstu íjelögin af þe&su tæi í Prag 1862 og gerði fálkann að tákni hreyfingarinnar. Því sokol þýðii' fálki. Þannig er valunnn sjálfstæðstákn Tjekka og íslend- inga, og er það einkennileg tilvilj- un. Og undir fálkamerkinu hafa Islendingum unniist einiu fyrstu verðlaunin, sem þeir hafa fengið á Olymps-móti, íshockey-meimim- ir, sem unnu sigurinn á Parísar- mótinu iyrir nokkrum árum hjetu i áikungar. Löngu seinna hafa hinar vest- lægari þjóðir fengið hreyfingu, sem að ýmsu leyti líktist sokols : skátahreyfinguna. Tjekkar hafa verið fimtíu áium á undan tím- anum í þesisu tilfelli. Hreyfingin dafnaði vel og það var íyrirkomulaginu að þakka. Stjórnmálaskoðanir skiftu engu máli i fjelögunum og stjettamun- ur ekki heldur. 1 sokol voru allir jafnir og þar áttu allir heima, sem unnu líkamlegri heilbrigði. Fjelög- in voru vinsiamlegt bræðrasam- band leikfimismanna, og þar áttu allir heima, hvort heldur þeir voru skrifstofumenn, stórbændur, verk- smiðjufólk, iðnrekendur, stúdent- ar eða skrifstofumenn. Þar fór alt friðsamlega fram, laust við allar æsingar og uppþot og stjórnmál voru aldrei nefnd á nafn. Yfir- völdin gátu því ekki amast við fjelagsskapnum, hann var ekki annað en holl íþróttehreyfing — á yfirborðinu. En undir íþrótta- klæðunum iskapaðist kjarninn í hinu komandi tjekkóslóvak. ríki. Það er einkum síðustu 40 árin að hreyfingunni hefur vaxið þrótt- ur. Árið 1887 var fjelagatalið ekki nema tuttugu þúsund manns, en var 560 þúsund árið 1924. Nú er fjelagatal aðalsambandsins 645 þúsundir, en auk þess hafa Þjóð- verjar og kommúnistar sambönd fyrir sig, hvort með 125 þúsund meðlimum og 1 Orel er sjerstakt samband með 125 þúsund með- limum, svo að alls eru nær miljón manns í þessum fjelögum. — Sokolsambandið heldur öðru hverju allsherjarmót í íþróttum og hið áttunda í röðinni fór fram í sumar 4.—6. júlí. Sokolmótin eru að sumu leyti engu ómerkari en Olymps-leikamir, þó eigi keppi þar nema ein þjóð, og er eigi úr vegi að lýsa þessu síðasta móti nokkuð. Það var haldið í Prag. í Stra- kow, í úthverfi borgarinnar hafði verið bygður íþróttavöllur mikill, er rúmaði 150,000 manns í sæti. En sjálfur völlurinn var það stór, að 15,000 manns gátu verið þar að sýningu í einu. Um 500 erlend- ir gestir höfðu verið boðnir til að horfa á leikana, þar á meðal 120 erlendir blaðamenn. Var þar margt stórmenni samankomið, frægir hershöfðingjar annara þjóða, borgarstjóri Lundúna í einkennis- búningi sínum, og sokolflokkar frá Landskjbrið. Jón Þorláksson. Magnús Kristjánsson. Jón Baldvinsson. Atkvæði voru talin í gær og hlaut A-listi 3164, B-listi 489, C- listi 5501, D-listi 3481, E-listi 1312 Kosnir eru: af C-lista Jón Þor- láksson forsætisráðherra, af D- lista Magnús Kristjánsson framkv. stjóri, og af A-lista Jón Baldvins- son framkvstj. B. var listi kvenna og E listi frjálslynda flokksins, sem mynd- aður var í vor, sem leið. 150 seðlar voru auðir og ógildir. ýmsum slafneskum löndum og frá Slöfum í Ameríku. En mestu mun- aði þó um allan þann aragrúa fólks er streymdi að utan af lands- bygðinni til þess að horfa á leik- ana. 1 Prag búa um miljón manna, en dagana sem leikmótið stóð taldist mönnum svo til að um tvær miljónir manna væri í borginni. Allan júnímánuð höfðu fjelög- in haft íþróttasýningar á leikvell- inum en eins og áður er sagt var sjálft aðalmótið haldið 4.—6. júlí. Voru þar viðstaddir auk erlendra gesta forsetinn sjálfur og ráðu- neytið alt og sendiheiTar erlendra þjóða, á öndvegisstað áhorfend- anna. Beint á móti stúku þessari voru fjötgur hlið, er íþróttafólkið kom inn um. Það voru fjórir flokkar, drengir, telpur, karlar og konur og 14 þúsund manns í hverjum flokki — alls 56 þúsund manns! Sýningin hófst kl. 2 um daginn og stóð í 4—5 tíma. Fallbyssuskot drunar, hljóðfæraflokkurinn leikur sokol-lagið og fjórar fylkingar lið- ast gegnum hliðin inn á sviðið, ungir menn í hvítum, ermalausr um bolum, bláum síðbuxumogmeð litlar húfur skreyttar fálkafjöðr- um á höfðum. Þeir skipast í fylk- ingar, 32 menn í hverri röð, skift- ast í smærri fl. og hreyfingamar eru með þeirri nákvæmni að lík- ast er og þeir hlýddu ósýnilegri vjel. Fjórtán þúsund mann's hafa dreift sjer yfir völlinn eins og menn á skákborði, fjórtán þúsund manns framkvæma sömu hreyf- inguna í sama andartakinu með alveg óskilj anlegri nákvæmi. Niðri á vellinum er þó enginn til að skipa fyrir verkum. En uppi á þaki forsetastúkunnar stendur stjórnandinn, með flagg í annari hendinni og lúður í hinni og gef- ur merki öðru hverju. Annars er þsð eingöngu hljóðfæraslátturinn, sem leikfimismennirnir fara eftir, hann tekur öllum fyrirskipunum fram. Leikfimi þúsundanna verð- ur að dansi með fullkomnum hrynjanda og ótæmi af afbrigð- um. Næst koma stúlkurnar með rauða hettuklúta í hvítum peyisum og bláum pilsum, það eru þjóðarlit irnir. Þær byrja með hægum arm- sveiflum en smám saman verður leíkurinn flóknari og margþættari og' endar með tryllingslegum faldafeyki. Þá koma öldungarnir sjer í flokki í rauðum treyjum og með stafi í henidi, sem þeir nota við leikfimisæfingarnar. Þótti ýmsurp sá hluti sýningarinnar einna merkilegastur. t þeim flokki var enginn yngri en fertugur nje yfir áttrætt. Og jafnframt þessum íþrótta- sýningum var vitanlega margt annað til skemtunar, leiksýningar og skrautsýningar úr sögu þjóðar- innar, trúðleikar og hljómleikar. Alstaðar var hátíð fi’á miðjum degi og fram á nótt. Engin þjóð í heimi á leikfimis- fjelög, sem hægt er að bera sam- an við þetta. Fjórtándi hver mað- ur í landinu er meðlimur fjelags- ins. Slík fjelög fá komið miklu til leiðar þegar þeim er vel stjórnað og með áhuga. Sokol-f j elögin höfðu í för með sjer allsherjar- vakning, þau urðu þrátt fyrir póli- tískt hlutleysi sitt þjóðernisvörð- ur Tjekkóslóvaka. Á ófriðarárunum mynduðust tjekkneskar herdeildir, sem gengu í lið með fjandmönnum Austur- ríkis. Tjekkar voru neyddir til að grípa til vopna til þess að verja kúgara sína, en jafnskjótt og þeir höfðu verið teknir til fanga fengu þeir ný vopn og börðust hinu megin og var þeim það ljúfara. Kjarninn í þessu liði voru sokols. Og sokols voru þeir, sem stofn- uðu tjekkneskan her eftir að bolsjevikar voru komnir til valda í Rússlandi Qg komust austur yfir þvera Asíu til Japan og þaðan sjó- veg til Frakklands og á vígstöðv- arnar þar. Var það ein glæfraleg- asta „herför“ sem saga heims- ófriðarins kann að segja frá. Við endurstofnun tjekkneska ríkisins og í byltingunni 1918 voru sokolsmenn fremstir í flokki. Þeir reyndust einvalalið sem vel mátti treysta bæði í hernaði og til friðsamlegra starfa. Mazaryk forseti var einn af forustumönn- um fjelagsskaparins og fjelögin urðu honum besta stoðin við stofnun ríkisins. Sokolmenn voru einherjar þjóðarinnar. Aðrar slafneskar þjóðir hafa fetað í fótspor Tjekka og stofn- að samskonar fjelög og hafa þau náð mikilli útbreiðslu, ekki síst í Jugoslavíu. í Rúmeníu er einnig öflugur sokolfjelagsskapur. Tjekkoslóvakía er öndvegisland hinna nýju tjekknesku ríkja, sem sjálfstæði fengu uppúr ófriðnum og hefir forustu þeirra út á við og- ræður mestu í „litla bandalag- inu“. Stjómarfarið er í ágætu horfi, atvinnuvegimir í blóma og fjárhagurinn góður. Að vísu eru landkostir þar betri en víðast hvar annarstaðar, en þó mun mega þakka sokolfj elögunum vel- gengnina fyrst og fremst. Það gera Tjekkar sjálfir. Skúli Skúlason. Síðustu símfregnir. Nýja stjórnin franska fjekk traustsyfirlýsingu, er hún kom fram fyrir þingið, og er svo að heyra sem andstaða gegni henni sje aðeins frá hálfu sameignar- manna. Frestað var umræðunum um fjárlögin og þau lögð fyrir fjárhagsnefnd til yfirvegunar. — Eftir þeim á að leggja á nýja skatta, sem nema 7 miljörðum franka og fer einn miljarð til þess að bæta laun óánægðra starfs manna. Poincaré lagði einnig til, að laun þingmanna yrðu hækkuð, og bar fram frumvarp um skatt á útlendinga, 200 kr. fyrir hvem mann, sem fer inn í landið. Fjár- hagsnefnd fjelst á frv. stjómar- innar og þingið ákvað, að engar breytingar skyldu á því gerðar og meðferð þess hraðað sem mest. Voru svo fjárlögin samþ. með yf- irgnæfandi atkvæðafjölda. Ætlar Poincaré nú að gera nýjar ráð- stafanir til þessi að verðfesta frankann, stofna sjóð til afborgun ar innlendum lánum, og á hann að hafa aðaltekjur sínar af tó- bakseinkasölunni. — Útlendinga- skatturinn var samþyktur og er 375 fr., en á blaðamönnum og nemendum 40 fr. Drúsar gerðu enn árás á Frakka nálægt Damaskus í lok síðastl. mánaðar og fjellu 50 af Frökkum, en 100 særðust. Snarpur landsskjálfti var í Frakklandi, við Ermarsund, nú rjett fyrir mánaðamótin. Eins og ráðgert hafði verið, hefir nú stórþingið norska sam- þykt að gera ábyrgð gildandi gegn Berges-ráðaneytinu fyyrir fjárveitingu úr ríkissjóði til Versl unarbankans, til þess að reyna að verja hann falli, en hún var gerð án þess að leitað væri samþykkis þingsins. Margir telja þó, að þama hafi verið um þjóðarnauðsyn að ræða. ----o----- Skip sekkur. Norskt flutninga- skip, „Nordpolen", sökk 29. f. m. á Breiðafirði, fram undan Brjáns- læk, rakst þar á blindsker. Menn björguðust í land með farangur sinn, en af farminum bjargaðist ekkert. Skipið var með sement og fleiri vörur, en flutti einnig símastaura, sem áttu að fara til ýmsra staða á Breiðafirði. Júlíana Sveinsdóttir málari er nýkomin heim hingað úr för til Rómaborgar. Skip strandar. Síldveiðaskipið Varanger strandaði 1. þ. m. við Skagatá. Hafði komið svo mikill leki að skipinu úti á rúmsjó, að skipverjar hjeldu að það mundi sökkva, og hleyptu því upp þar sem stytst var til lands.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.