Lögrétta


Lögrétta - 04.08.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 04.08.1926, Blaðsíða 2
f Hín hlutlausu kaupfjelög. Ei'tir Aulariks. Fyrstu tilraunir. Saravinnuhreyfingin í Finnlandi hjelt í fyrra 25 ára afmæli sitt. — Þegar þá var litið yfir. starfsemina mátti meðal annars sjá, að í Finnlandi starfa 4,000 samvinnu- fjelög af ýmsum tegundum, samlags-rjómabú, samlags- sparisjóðir og önnur samvinnufjelög, með nær 600,000 manna meðhmatölu samanlagt, auk tíu „sambanda“ með meira en 3.000 samvinnufjelögum að meðlimum. Allra samvinnufjelaga og sambanda í'remst standa hin hlut- iau.su kaupí jelög og „samband“ þeirra S.O.K., hvort cem litið er til hins stóra starfssviðs þess, fjelagatölu eða viðskiftaveltu og starfsfjár. iijer skal í stórum dráttum lýst' þroskasögu hinna hlutlausu kaupfjelaga á liðnum aldarfjórðungi og stöðu þeirra nú. Þegar á 7. tug aldarinnar ráðgerðu nokkrir borgarar í Helsingfors, höfuðstað Finnlands, að stofna kaupfjelag eftir ensku sniði, en af óþektum orsökum varð ekkert úr þessari ráðagerð. En nokkru seinna var á mörgum stöð- um, bæði í bæjum og til sveita, farið að stofna kaupfje- lög, og reyndu menn alment, eftir því sem þeir höfðu vit á, að fylgja lögum samvinnustefnunnar. Þannig voru (hlutabrjefin) hlutirnir hafðir lágir, og hver fjelagi hafði eitt atkvæði aðeins, hvort sem hlutir hans voru fleiri eða færri. Flest þessara kaupfjelaga áttu sjer þó skamma æfi. Aðeins eitt þeirra: Helsingfors Almánna konsumts- förening, stofnað árið 1889, stóð til ársins 1921, er því var slengt saman við hið nýstofnaða kaupfjelag sænsku- mælandi manna í Helsingfors: Andelslaget Varuboden m. b. t. — Eftir að rjettarbætur voru fengnar á verslunarsvið- inu með lögum um hlutafjelög frá árinu 1895, stofnuðu neytendur (kon&umenter) fjölda hlutafjelaga og ráð- gerðu stofnun ennþá fleiri. Reyndu menn þá, eins og áð- ur, að fylgja lögmáli samvinnustefnunnar. Á sama tíma fóru dagblöðin og tímaritin að gefa samvinnunni meira gaum. Menn skrifuðu fræðandi ritl- inga og bækur um stefnuna. En alt var þetta meira og minna tilviljun háð. Ekki var að tala um neina samvinnu- hreyfingu enn sem komið var. Upphaf kaupl'jelagshreyfingarinnar og útbreiðsla. Það er fyrst árið 1899, þegar hið kunna fjelag Pel- lervo var stofnað, í þeim tilgangi að útbreiða og koma skipulagi á samvinnuna í Finnlandi, að telja má upphaf samvinnuhreyfingarinnar í Finnlandi. Fyrir frumkvæði stofnanda þess, prófessors Hannesar Gerhards, gátu menn þegar árið 1900 lagt fyrir stjettaþingið frumvarp til laga um samvinnufjelagsskap; var það samþykt breyt- ingalítið, og fjekk staðfestingu stjómarinnar árið 1901. Þar með var lagður rjettarfarslegur grundvöllur sam- vinnuhreyfingarinnar í Finnlandi. Eftir þetta fjölgar samvinnufjelögum af ýmsu tægi hröðum skrefum. Árið 1902 voru stofnuð 25 kaupfjelög. Sama ár taka menn þegar að hugsa um samvinnu með kaupfjelögum á ýnisum stöðum. Þörfin á sameiginlegri miðstöð, sambandi, sem bæði annaðist útbreiðslu sam- vinnuhugsjónarinnar og vekti yfir störfum kaupfjelag- anna, vaknaði fyrst í kaupfjelagi „Vefaranna“ í hinum kunna iðnaðarbæ, Tammerfors, sem kallaður hefur verið Manchester Finnlands. Meðal þeirra manna, er þar hugs- uðu um þetta, mætum vjer fyrsta sinni manni þeim, Jalmari Sahlbom, er síðar sem framkvæmdarstjóri stóð í broddi hins verðandi sambends (centralaffairen), og var jafnframt því viðurkendur og mikilsvirtur foringi allrar hinnar hlutlausu kaupfjelagshreyfingar í Finn- V. Hugo: VESALINGARNIR. endranær, þegar madama Thenardier brýndi raustina, fram úr fleti sínu undir borðinu. Hún hafði alveg gleymt brauðinu. Henni varð það fyrst fyrir, er hrædd böm nota ávalt: hún sagði ósatt. „Það var lokað hjá bakaranum“. — „Þá hefðir þú átt að berja að dyrum“. — „Jeg gerði það líka“.—„Nú og hvað þá?“—„Það var ekki lokið upp“. — „Jeg skal spyrja mig fyrir um það á morgun, hvort þetta er satt“, sagði madama Thenardier, „og ef þú hefur skrökvað, skaltu verða ærlega barin. Komdu þá með fimt- ánsúupeninginn“. Cosetta fór í vasann, á svuntunni sinni. Þá varð hún náföl. Peningurinn var þar ekki. „Jæja, heyrir þú hvað jeg er að segja?“ sagði madama Thenar- dier. Cosetta sneri vasanum við; hann var þar ekki; hvað gat hafa orðið af honum? Veslings, litla telpan kom engu orði upp. Hún var orðin að steingjörvingi. „Hefur þú týnt honum?“ hvæsti madama Thenardier út úr sjer, „eða er það ætlunin að stela honum frá mjer?“ Hún teygði sig eftir keyrinu, sem hjekk í skotinu hjá reykháfnum, um leið og hún sagði þetta. Þegar Cosetta sá þessa hræðilegu fyrirætlun, fjekk hún afl til þess að hrópa upp yfir sig: „Fyrirgefið þjer, madama, jeg skal aldrei gera það oftar!“ Madaman tók keyrið ofan. Meðan á þessu stóð, hafði mað- lirinn í gula frakkanum leitað í vestisvasa sínum, án þess að nokkur tæki eftir því. Annars hirtu hinir gestirnir alls ekki um það, sem fram fór, en sátu rólegir við drykkju sína eða spil. Cosetta þrýsti sjer í angist upp að reykháfn- um og reyndi að verja vesalings hálfnakta limi sína. Ma- dama Thenardier lyfti upp handleggnum. „Fyrirgefið þjer, madama, sagði maðurinn, „en jeg sá nýlega eitthvað detta út úr svuntuvasa telpunnar og velta þangað. Ef til vill er það það, sem hún er að leita að“. Hann laut niður og ljet eitt augnablik eins og að hann væri að leita að einhverju á gólfinu. „Já, það er einmitt hjema“, sagði hann og reis upp. Hann rjetti madömu Thenardier silfur- pening. „Já, það er hann“, sagði hún. Það var ekki sami peningurinn, því að þetta var tuttugusúupeningur, en ma- daman græddi þá fimm súur. Hún stakk peningnum í vas- LOGRJETTA landi. Til þess fyrst og fremst að ræða um, sambands- bkrifstofu (centralbyrá) og verslun (affair) fyrir kaup- fjelögin, er þeim stefnt á fulltrúamót — hið fyrsta — í Ilelsingfors. Það var haldið árið 1903, og var á því kos- in nefnd til að athuga stórmál þetta frá öllum hliðum. Samkvæmt áli'ti þessarar nefndar var það ákveðið á næsta fulltrúamóti í Tammerfors árið 1904, að stofna sambandsverslun (centralaffair). 12 kaupfjelög gengu í sambandið, sem stofnendur. Nafn sambandsins varð: Suomen Osunskauppojen keskusosunskunta r. 1.., og hafa menn seinna almennast notað upphafsstafina eina S.O.K. sem nafn þess. Á þessum stofni spruttu nú kaupfjelögin hvert á fæt- ur öðru, sem greinar á trje. Árið 1906 voru 110 stofnuð, árið 1907 127 og árið 1908 105. Þetta eru árin, sem vöxt- urinn er óðastur. Árið 1909 hefst hörð og langæ óáran í Finnlandi svo að hag manna hrakar, þá eru stofnuð ein 30 fjelög, en verstur er hagurinn 1911 enda eru þá stofn- uð 7 aðeins. Eftir það fjölgar árlega tölu nýstofnaðra fje- laga og verða þau flest á stríðsárunum 1916 og 1917 þeg- ar 70 og 80 ný íjelög eru stofnuð. Árið 1917 (að því með- töldu) höfðu þá verið stofnuð alls yfir 800 kaupfjelög, en það ár voru 569 af þeim starfandi. Rúm 200 kaupfjelög höfðu því af ýmsum ástæðum hætt að starfa á þessu árab. og þar af nærri helmingur á hörðu árunum 1909—1911. En 1917 sögðust líka 100 kaupfjelög úr lögum hinna hlut- lausu kaupfjelaga og stofnuðu sjerstakt pólitískt verka- manna-samvinnuf j elag. Eftir árið 1917 hafa verið stofnuð yfir 100 ný hlutlaus kaupfjelög, en af því að allmörg kaupfjelög hafa jafn- framt árlega hætt störfum, einkum vegna þess, að menn hafa sameinað fjelög, er skamt var á milli, þá er tala hlut- lausra kaupfjelaga nú 478, þar af eru 387 finsk og 91 sænskt. Sölubúðirþeirra eru 1744, þar af koma 1579áfins,k og 265 á sænsk fjelög. 1911 voru búðir ca. 1300, og hef- ur hlutlausu kaupfjelögunum þannig tekist eigi aðeins að fylla skarð það er í var höggvið með úrsögnfjelaga þeirra, er áður er getið, heldur hafa þau aukið töluna um þriðjung. Af 563 hreppum Finnlands eru nú einir 60 sem ekki hafa hlutlaust kaupfjelag eða sölubúð þess. Nyrsta hlut- iausa kaupfjelagið liggur við Norðuríshafið í hjeraðinu Petsamo, sem Finnland fjekk frá Rússlandi (Sovjet) með friðargerðinni í Dorpat 1921. Hið syðsta er við Kirjála- botn (Finska viken) í bænum Hangö, sem er kunnur af því, að þar er besta vetrarhöfn Finnlands og baðstaður mikill eftir nýjustu tísku á sumrum. Fjarlægðin milli þessara kaupfjelaga er yfir 1.100 km. Vestasta hlutlausa kaup- fjelagið er á Eckerö í Álandseyjum, þaðan er vegalengdin yfir Álandshaf til Svíþjóðar, hins foma frændlands, eigi lengri en svo að vitarnir á strönd Svíþjóðar sjást austur yfir. Austasta fjelagið er í Salmis-sókn í Kirjálalandi (Karelen) við landamæri Ilússlands, og búa Kirjálar þar austan landamæranna á stórum svæðum enn í dag, og hef- ur þeim, þrátt fyrir erlent vald svo öldum skiftir, tekist að geyma fungu sína og einkennilega menningu, sem kunn sr um allan mentaðan heim af finska þjóðkvæðasafninu Kalevala. Milli austasta og vestasta fjeagsins eru ca. 600 km. Þessar löngu fjarlægðir gefa hugmynd um það, hve stórt svið hlutlausa kaupfjelagshreyfingin í Finnlandi nær yfir. Starfssvið hennar er Finnland alt, en landsvæði sem er 388.483 km2, 0;g er það stærra er allar Bretlandseyj ar samanlagðar. Fólksfjöldinn er aftur á móti aðeins 3V& miljón; þar af eru 85% finiskumælandi og 11% sænsku- mælandi; og þjettbýli er aðeins 10 menn á hvem ferkíló- meter. Þar við bætist, að í nyrsta ljeni ríkisins, Uleáborgs lán, sem er því nær helmingur landsins,, býr aðeins 1 /j o allrar þjóðarinnar, þar er þjettbýli því eigi meira en ann og ljet sjer nægja að líta reiðilega til bamsins og segja: „Gættu þess, að þetta komi ekki oftar fyrir“. Co- setta fór inn í það, sem madama Thenardier nefndi skúmaskot hennar, og einhver svipur fór að koma á stór augu hennar, er ávalt störðu á ferðamanninn ókunna, sem aldrei hafði verið á þeim áður. Enn var það einungis bamsleg undrun, en einhver keimur á blindu trausti var henni samfara. „Viljið þjer fá kvöldmat“, spurði madama Thenardier gestinn. Hann svaraði ekki; hann virtist vera niðursokkinn í djúpar hugsanir. „Guð má vita, hvaða maður þetta er“, tautaði madaman í barm sjer. „Auðvit- að er það flækingur, Hann á ekki einn eyri til þess að borga kvöldmat með. Hamingjan veit, hvort jeg fæl gist- inguna borgaða. Það var svei mjer hepni, að hann skyldi ekki stela peningnum, sem lá á gólfinu“. En nú hafði hurðinni verið lokið upp, og Eponine og Azelma komu inn. Það voru mjög laglegar telpur; þær vom vel og þokkalega klæddar. Á búningi þeirra, kæti þeirra og háreysti mátti sjá, að það voru þær, sem völdin höfðu í húsinu. Þegar þær komu inn, sagði móðir þeirra með viðkvæmni og stærilæti í röddinni: „Jæja, loksins emð þið þá komnar!“ Þvínæst tók hún þær á knje sjer, hvora eftir aðra, fljettaði hár þeirra og leysti borða þeirra og batt þá aftur. Þær settust við eldinn. Þær voru með brúður, sem þær Ijeku sjer að með allskonar galsa og masi. Cosetta leit við og við upp frá prjónunum og horfði þung- lyndislega á þær leika sjer. Eponine og Azelma skiftu sjer ekkert af Cosettu. Hún var eins og hundurinn í þeirra augum. Aldur þessara þriggja telpna var samanlagður ekki nema tuttugu og fjögur ár, en þær gátu þegar verið ímynd alls mannfjelagsins, annarsvegar öfund, hinsvegar fyrirlitning. Brúða systranna var mjög gömul og af sjer gengin, en Cosettu, sem aldrei hafði átt brúðu, fanst hún frábærileg. Madama Thenardier, sem altaf var á ferli fram og aftur, tók alt í einu eftir því, að Cosetta var í þönkum og horfði á telpurnar, sem vom að leika sjer, í stað þess að halda áfram að prjóna. „Jæja, þar varstu þá svo, að á hverjum km. búa aðeins 2 menn. — Þegar dóm skal leggja á þróun og núverandi ásigkomulag hinnar hlut- ’.ausu kaupfjelagshreyfingar, er vert að hafa þetta í huga. Flest hlutlaus kaupfjelög, eða 442, eru ólíkt því, sem á sjer stað í. flestum öðrum löndum, til sveita. Þetta er eðlilegt, í landi eins og Finnandi, þar sem ekki eru fleiri bæ- ir en 38, og þar sem 83% þjóðarinnar býr upp í sveit. — Starfssvið kaupfjelaganna er venjulegast einn hreppur aðeins., því hver hreppur er venjulegast sveit fyrir sig, nægilega stór til þess að bera sjálfstætt kaupfjelag, sem eftir þörfum getur opnað búðir í ýmsum þorpumi) hennar. Þetta hefur þann kost fyrir kaupfjelögin, sem eru og eiga að vera samtök einstaklinga með sjálfstjórn, að fjelags- menn eiga hægt með að sækja fundi fjelags síns, og fá á þann hátt áhuga, traust og þekkingu, eigi aðeins á högum síns eigin fjelags, heldur og á allri kaupfjelags- hreyfingunni. Fjelagar kaupfjelaganna. Tala og stjettaskipun. Með vaxandi tölu kaupfjelaganna hefur og fjelaga- talan aukist. Árið 1902 vóru meðlimir í kaupfjelögunum aðeins 3.000, en eftir það fjölgaði þeim í sífellu, uns þeir árið 1908 voru orðnir 95.000. Á hörðu árunum, sem þá fóru á eftir, týndu þeir tölunni, vegna þess, hve mörg fjelög lögðust þá niður, eins: og áður er nefnt, svo að ár- ið 1911 voru þeir aðeins 84.000. Eftir það fjölgar þeim aftur mjög, svo að í árslok 1916 eru þeir orðnir 180.000; og í skarðið, sem varð við skilnaðinn 1917 bættist fljótt, bæði, er ný kaupfjelög voru stofnuð og af því að með- limum fjölgaði í gömlum, hlutlausum fjelögum. Nú sem stendur er fjelagatalan 185.600, eða nokkuð hærri en 1916. Á hvert kaupfjelag koma að jafnaði 390 meðlimir. Að öllum jafnaði er aðeins einn maður frá hverri fjölskyldu eða heimili meðlimur í kaupfjelagi. Ef fjöl- skylda hver er að jafnaði talin 4 menn, þá má segja að hjerumbil 3/4 miljónar, eða 20% af íb. Finnlands sjeu tengd við hlutlausu kaupfjelögin. Af því að kaupfjelög- in selja vörur einnin utanfjelagsmönnum, þá er tala þeirra, er á einhvern hátt skifta við kaupfjelögin, ennþá stærri. Meiri hluti fjelaga, eða 68%, eru menn, sem, lifa á landbúskap. Þetta er eðlilegt og auðskilið, þegar þess er gætt, sem áður er sagt um útbreiðslu kaupfjelaganna til sveita, og svo hins, sem hagskýrslur sýna, að 65% af íbúum ríkisins stunda þeysa atvinnugrein. Jafnvel í kaupfjelögum þeim, sem hafa aðsetur sitt í bæjum, er mikill hluti fjelaga bændur, því að fjelög þessi hafa út- bú eða búðir í siveitunum í kring. Næstir að tölu eru verkamenn með 20% allra fjelaga, og er það ekki síst merkilegt í landi, þar sem til eru, auk hinna hlutlausu, sjerstök verkamanna samvinnufjelög. Aðrir fjelagar eru af ýmsum sitjettum, en embættismenn og þjóniar ríkisins eru hjerumbil 7%. Vöruvelta og eigin framleiðsla fjelaganna. Kaupináttur og traust fjelaganna á annan bóginn, verslunargeta og samkepnismáttur kaupfjelaganna á hinn, sjást best af verslunarveltu kaupf j elaganna. Á vexti henn- ar og viðgangi má gera svipaðar athuganir og áður eru gerðar um vöxt fjelaganna og fjelagatölunpar. Þannig vex veltan röskan og í sífellu til ársins 1908, þegar hún er 52 miljónir marka. Þá minkar hún nokkuð í harðær- inu, verður 1910 minst 47 miljónir marka. Eftir það vex hún aftur viðstöðulaust, og er 1913 62 miljónir marka, og 1916 fullar 163 miljónir marka. Þrátt fyrir skilnaðinn !) I Finnlandi búa menn víða til sveita í þorpum, en ekki aðeins á einstökum bæjum, eins og hjer tíðkast. Aths. þýð. staðin að því!“ hrópaði hún; „kallarðu þetta að vinna? Þú skalt fá að finna til keyrisins, og þá ferðu kanske að herða þig“. ókunni maðurinn sneri sjer að madömu Then- ardier, án þess að standa upp af stólnum. „ó, lofið þjer henni að leika sjer, madama“, sagði hann brosandi og nærri því hræðslulegur á svipinn. Hefði þessi ósk komið frá gesti, sem hefði etið lambasteik og drukkið tvær flöskur af víni með kvöldmatnum og hefði ekki litið út eins og flækingur, hefði verið litið á hana sem skipun. En madömu Thenardier fanst það ekki geta viðgengist, að maður, sem væri með annan eins hatt, gæti leyft sjer að láta ósk í ljósi, maður í öðrum eins frakka gæti leyft sjer að hafa vilja. „Hún fær matinn, og þá verður hún líklega að vinna eitthvað fyrir honum“, svaraði hún þóttalega. „Jeg gef henni ekki fæðið til þess að hún sitji með hend- urnar í kjöltunni“. — „Hvað starfar hún?“ spurði gest- urinn með þýðum málrómi sínum, sem var svo einkenni- lega frábrugðinn betlarabúnaði hans og breiðum herðum, sem burðarkarl hefði mátt öfunda hann af. — „Með yðar leyfi eru það sokkar, sem hún er að prjóna“, hreytti ma- dama Thenardier úr sjer. „Sokkar handa telpunum mín- um, sem eiga nærri því enga nú orðið og fara bráðlega að ganga berfættar". Manninum varð litið á aumingja rauða fætur Cosettu og sagði: „Hvenær lýkur hún við þessa sokka?“ — „Það er að minsta kosti þriggja eða fjögurra daga verk fyrir hana enn, letiblóðið að tama“. — „Og hvers virði eru þessir sokkar, þegar lokið er við þá?“ Madama Thenardier leit háðslega framan í hann. „Ekki minna en þrjátíu súa“, sagði hún. — „Viljið þjer láta mig fá þá fyrir fimm franka?“ spurði maðurinn. — „Hver skolllinn!“ hrópaði ökumaður, sem hlustaði á iþetta og rak upp skellihlátur; „fimm frankar! Það er svei mjer laglegt! Fimm krúsir!“ Thenardier fanst nú tími til þess kominn að taka til máls. .„Já, herra“, mælti hann, „ef yð- ur er ánægja í því, skal jeg láta yður fá þessa sokka. Vjer getum ekki neitað gestum vorum um neitt“. — „En þjer verðið að borga undir eins“, sagði madama Thenar-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.