Lögrétta - 04.08.1926, Blaðsíða 4
4
LÖGBJSTTA
að jafnframt hinum stórstíg’a vexti hefur farið stöðug
tryggingarstarfsemi, þá er víst óhætt að viðurkenna það,
að hann hafi einnig í hinu síðamefnda rjett fyrir sjer.
Viðgangur kaupf jelaganna. Orsakir.
Sje reynt að grafast fyrir orsakir þær, er liggja til
þessa skjóta og heiibrigða vaxtar kaupfjelagshreyfingar-
innar í Finnlandi, er vert að gæta þess, sem nú skal greint.
Arið 1906 vinnur lýðstjómin mikinn sigur í stjómarfars-
sögu landsins. Hið úrelta stj ettaþing er afnumið, en í stað-
inn kemur óskift þing, kosið með almennum, víðtækum
kosningarrjetti. Þjóðin fær þannig stjómmálin í sínar eig-
in hendur. Þetta leiddi aftur til þess, að þeir hlutar þjóð-
arinnar, sem áður höfðu verið út undan, reyndu á allan
hátt að bæta afkomu sína og stöðu í þjóðfjelaginu. Kaup-
fjelagshreyfingin kom eins og hún væri kölluð að hjálpa
mönnum til að ná þessu marki. Það var því eigi að undra
þótt rúm 100 kaupfjelög væru stofnuð á ári hverju næst
á eftir þessu.
Annar uppgangstími var á stríðsámnum, og þá gengu
einkum þær stjettir manna í hlutlausu kaupfjelögin, sem
nú eru meiri hluti þeirra. Vöruskortur og stöðugt vax-
andi verð kendu neytendum að meta hagræði það, er hafa
mátti af kaupfjelögunum, og vemd þá er þau veittu fyrir
okri því og braski, er þá stóð í mestum blóma. Af hlut-
lausum kaupfjelögum þeim, er nú eru starfandi, er nærri
helmingur stofnaður eftir árið 1914, þ. e. a. s. á stríðsár-
unum og síðar.
Síðast má benda á það, að kaupfjelagshreyfingin í
Finnlandi átti frá upphafi vega ágæta forastu í fjelaginu
Pellervo og litlu síðar í Sambandinu, S.O.K., það ætti að
hafa sjest á því, sem áður er ritað, hve mikilvægt þetta
var hreyfingunni. Sambandið, miðstjómin, hefur í einu
orði sagt verið höfuð hennar og hjarta.
Framtíðai’horfur.
Ef litið er fram á veg, þá opnast fyrir hlutlausu kaup-
f j elagshreyfingunni í Finnlandi starfssvið og möguleikar,
sem eru ennþá miklu stærri en það sem að baki liggur.
Vöruveltuna má margfalda á við það, sem nú er, og versl-
unargreinar með nýjum vörum má taka upp. Ef litið er til
fólksfjölda í landinu virðist mega tvöfalda fjelagatölu og
sölubúða. Framleiðslan, sem samvinnan ætlar að gera enn-
þá meira fyrir en vörudreifinguna, er enn í reifum. Traust-
leikur hreyfingarinnar er og ennþá brot aðeins af því, sem
hann getur verið og á að vera. Efling og útbreiðsla sam-
vinnuhugsjóna og hugsunarháttur og innræting samvinn-
unnar bæði hjá fjelögum og starfsmönnum — alt þetta
gefur nóg að hugsa' og starfa um langa framtíð.
Svo er þessu varið innan hlutlausu kaupfjelagshreyf-
, ingarinnar í Finnlandi. Og vjer vitum að ástæðumar era
svipaðar í öðrum samvinnulöndum. Vjer samvinnumenn
erum önnum kafnir við að komast nær markinu. En það
færist æ fjær. Svo hlýtur það að vera. Því mark simvinnu-
stefnunnar liggur við ytstu grindur mannlegs þroska.
Sig. Sigurðsson
frá Kálfafelli.
Mýrdalssandur.
Ekkert nema eyðisandur
augum mínum biasir við,
ekki minsti melagróður,
myrk og þögul dauðasvið.
Finn jeg þó til friðarkenda
að ferðast yfir þetta land,
því að blóm í barmi mínum
birtu slær á dimman sand.
Horfi jeg á horfna tíma,
heldur fegra blasir við,
þar sem nú í rökkri ríkja
regin eyðimerkursvið. —
Sje jeg fagran sumargróður,
sauðahjörð og gripi á beit,
Hjörleifs engi, Hjörleifs akra,
Hjörleifs plóg og þrælasveit.
Ein er kona íslands bygða
ólík flestum, hörð á brá.
Lífsstarf hennar er að eyða,
annara að græða’ og sá.
ísalag er hörund hennar,
heldur kuldalega grátt,
konuhjarta í björtu báli
berst þar undir dag og nátt.
Ef hún reiðist, ísland skelfur,
upp sjer þrýstir hjartablóð
hennar, og með hatri stígur
höfði frá í bjartri glóð.
Yfir land í elfum stórum
æðir blóðið vítt um sveit,
storknar og und feigðarfaldi
felur sjerhvem gróðurreit.
Og hið mikla hatur hennar
hefur skapað þennan sand.
Engra bestu bænir geta
beislað hennar reiðigand.
Sýnir hún hve alvalds-armur
ofurkröftum gæddur er,
þegar upp hún ísbjörg rífur,
og þau ber á herðum sjer.
Undrahallir augum mæta
yst við myrkan sjónarhring.
Auðnin þolir aldrei nálægð.
Auðnin veldur sjónhverfing.
Svona byggir auðn í öllu
undrahallir sjónum fjær,
en sem verða að svörtum sandi,
sjónir þegar komast nær.
Eins og -þ&r sem inni liggur
ískalt lík í djúpri þögn,
þögult er á þessum sandi,
þung og kröftug dauðamögn.
Ekkert fuglskvak andann hvetur,
engan laufnið vekur þeyr,
ekki heyrist öldusöngur,
ekki stormhljóð, hvað þá meir.
Sæluhús á sandi hýmir,
sje jeg skamt frá standa þar
mann, sem varð að stirðum steini,
starði hann á jakafar.
Fyrir augu heldur höndum
heljartökum, enginn má
losa þær, því svarta sandinn
síst af öllu vill hann sjá.
Jeg horfi’ á steininn, helst mjer virðist
hljóðlát aðvörun til mín:
Margir lifa’ á svörtum sandi,
setja hönd fyrir augu sín.
í þá hendir hæðnissteinum
heimur oft með glaða sál;
þú skalt aldrei, aldrei hlæja
að þeim, það er steinsins mál.
Kjartan J. Gíslason
frá Mosfelli.
-----o-----
Gjalddagi Lögrjettu var 1. júlí.
Kaupendur eru vinsamlega mintir
á að senda borgun, ekki síst þeir,
sem skulda fyrir meira en eitt ár.
Ódýrast og umfangsminst er nú
að senda borgun með póstávísun-
um.
aðarmálastjóri er nýfarinm til
Noregs, og verður erlendis fram á
haust.
Stauning forsætisráðherra sendi
blöðunum hjer, þegar hann fór,
mjög vinsamlegt ávarp til íslensku
þjóðarinnar og þakkaði viðtökur
þær, sem hann og frú hans hefðu
fengið hjer. — Eftir heimkom-
una hefur hann í viðtali við dönsk
blöð látið vel yfir ferð sinni.
Munn- og klaufnaveikin. — At-
vinnu- og samgöngumálaráðuneyt-
ið tilkynnir: Mieð því að mjög
skæð munn- og klaufnaveiki geng-
ur í Danmörku og Svíþjóð, er
hjer með samkvæmt lögum nr.
22, frá 15. júní þ. á. um innflutn-
ingsbann á dýram o. fl., og með
ráði dýralæknisins í Reykjavík,
bannað, að viðlögðum sektum og
skaðabótum samkvæmt lögum
þessum, fyrst um sinn að flytja
til landsinsi frá löndum þessum
lifandi fugla, hálm, (nema um-
búðahálm), alidýraáburð, hráar og
lítt saltaðar sláturafurðir, hverju
nafni sem, nefnast, ósoðna mjólk
og brúkaða fóðurmjölssekki.
Prentvillur í grein um 75 ára
minningu Goodtemplarareglunnar:
Vellandsskurður, ekki Vetlands. —
Pougkeepsie, ekki Pong. — Onon-
dogavatn, ekki Onondaga. Garry
Chambers, ekki Gorry. Hást.-Þing,
ekki Hoit. Lauisville, ekki Lams.
Oronhyatheka, ekki Oranh. — Síð-
asta línan í 5. dálki greinarinnar
á þar hvergi heima. Páll.
Embætti. 22. f. m. var Harald-
ur Jónsson kand. med. settur
læknir í Reykdælahjeraði til 1.
júní 1927. Sama dag var Sig-
mundur Sigurðsson hjeraðslæknir
settur til að gegna Grímsneshjer-
aði til 1. júní 1927.
Auglýsing,
Jörðin Hrafnabjörg í Lokinhamradal í Arnarfirði, ásamt
timburhúsi og peningshúsum í ágætu standi, er til sölu og ábúðar í
næstu fardögum. Túnið er alt í ágætri rækt og girt með gaddavír.
Utigangsbeit fyrir sauðpening er þar með afbrygðum og sjávarútvegs-
jörð með þeim betri í Arnarfirði. Kúfiskbeita fyrir landi.
Allar frekari upplýsingar hjá undirrituðum jarðeiganda eða sýslu-
manni Oddi Gíslasyni ísafirði.
Hrafnabjörgum 21. júní 1926.
Ólafur G. Kristjáusson.
Velox skilvindan goða
No. 0 skilmagn 65 litra á klst. kr. 110.00
„ 1 — 120 — - — — 135.00 •
„ 2 —220 — - — — 225.00
Velox strokkurinn í þremur stærðum.
Varahlutir ávalt fyrirliggjandi.
Sendist gegn póstkröfu út um land.
Verslun Jóns Þórðarsonar
Reykjavík.
Unglingaskóli Asgríms Magnússonar
Bergsstaðastræti 3. Reykjavík.
Skólinn byrjar fyrsta vetrardag. Starfar að kvöldinu.
Inntökuskilyrði: að umsækjandi bafi engan næman sjúkdóm, að
hann hafi lolcið lögskipuðu prófi undir ferrningu. Námsgreinar: Islenska,
reikningur, danska, enska, líkams- og heilsufræði og útsaumur. Kenslu-
gjald kr. 85,00 fyrir allan veturinn, er greiðist við skólabyrjun. Um-
sóknir sendist undirrituðum, sem gefur allar nánari upplýsingar.
Isleifur Jónsson
Sigurðui- Sigurðsson fyrv. bún-
Prentsm. Acta 1926.
Pósthólf 713. Reykjavík.
stundar. Þótt Cosietta væri mjög varkár, tók hún ekki
eftir því, að fætumir á brúðunni stóðu út, og að sterka
birtu lagði á þá frá hlóðunum. Azelma sá þetta og sagði
við Eponine: „Líttu á systir“. Telpurnar voru orðlausar
af undrun. Cosetta hafði dirfst að taka brúðuna þeirra!
Eponine stóð upp og gekk, án, þess að sleppa kettinum, til
móður sinnar og togaði í pils hennar. „Lofaðu mjer nú að
vera í friði“, sagði móðirin; „hvað viltu?“ — „Líttu á,
mamma“, sagði telpan og benti á Cosettu, sem var alveg
niðursokkin í hugsanir um brúðuna og heyrði því hvorki
nje sá. Svipurinn á madömu Thenardier varð eins og á
nom. I þetta skifti bar hún ekki einungis gremju í brjósti
sjer, heldur var stærilæti hennar einnig meitt. Blygðunar-
leysi Cosettu hafði keyrt úr öllu hófi, hún hafði tekið
brúðu „ungfrúnna“! „Cosetta!“ kallaði hún með þeim mál-
róm, er var hás af vonsku. Cosetta skalf eins og hún væri
stödd í landsskjálfta. „Cosetta!" kallaði madama Thenar-
dier aftur. Cosetta tók brúðuna og lagði hana hægt á gólf-
ið með lotningarsvip og örvinglunar. Þá spenti hún greip-
ar, án þess að líta af brúðunni, neri saman lófunum og fór
að gráta. En nú hafði ókunni maðurinn staðið upp. „Hvað
er um að vera?“ spurði hann madömu Thenardier. —
„Sjáið þjer það ekki?“ sagði hún og benti á brúðuna,
sem lá fyrir fótum Cosettu. — „Já, og hvað um það?“
sagði maðurinn. — „Þessi betlarastelpa hefur dirfst að
snerta á brúðu bamanna". — „Er nokkur ástæða til iþess
að gera aðra eins rekistefnu út úr því?“ sagði maðurinn;
„hvað getur ilt af því hlotist að hún leiki sjer að brúð-
unni?“ — „Hún hefur snert á henni með skítugum hönd-
um sínum“, hjelt madama Thenardier áfram, „með and-
stygðar krumlum sínum“. Cosetta grjet helmingi meira.
„Haltu þjer saman!“ öskraði madama Thenardier. Mað-
urinn gekk beint til götudyranna, opnaði þær og fór út.
Madama Thenardier notaði tækifærið jafnskjótt og hann
var kominn út, til þess að sparka duglega í Cosettu, svo
að hún æpti upp. Dymar opnuðust og maðurinn kom inn.
Hann hjelt á stórri brúðu í höndunum, sem allar telpur
bæjarins höfðu verið að skoða allan daginn og hafði
íundist dásamleg. Hann setti hana fyrir framan Cosettu
og sagði: „Þessa máttu hafa“. Hann hafði tekið eftir
henni, úr sæti sínu í veitingahúsinu, í björtum búðar-
glugga hinu megin við götuna. Cosetta leit upp. Henni
fanst eins og hún sæi sólina, þegar maðurinn kom til
hennar með brúðuna og sagði þessi frábærlegu orð:
„Þessa máttu hafa“, hún horfði á hann og hún horfði á
brúðuna, sneri sjer þvínæst undan og faldi sig inni í skot-
inu undir borðinu alveg upp við vegg. Hún grjet ekki
lengur, hún sapti ekki lengur. Hún leit út, eins og að hún
þyrði ekki að draga andann. Madama Thenardier, Eponine
og Azelma voru orðnar eins og að líkneskjum, jafnvel
gestimir, er sátu við drykkju, voru alveg agndofa. Hátíð-
leg kyrð var í veitingastofunni. Madama Thenardier var
aftur farin að brjóta heilann: „Hver er þessi gamli ná-
ungi? Er það flækingur eða miljónaeigandi? Ef til vill er
hann hvorttveggja, þjófur“. Á andlit Thenardiers var
kominn sá svipur, er kemur á andlit manna, þegar aðal-
eðlishvöt þeirra kemur í ljós með öllu dýrslegu afli sínu.
Veitingamaðurinn horfði til skiftis á brúðuna og gestinn.
Hann virtst vera að þefa af manninum, eins og hann
hefði fengið veður af fjepyngju. Þessu brá aðeins fyrir,
þá gekk hann til konu sinnar og hvíslaði að henni: „Þessi
hjegómi þama kostar að minsta kosti þrjátíu franka.
Enga vitleysu. Á meltuna fyrir þessum manni“. Rusta-
menni eiga það sammerkt við fáráðlinga, að hvorugir
þekkja aðdraganda. „Jæja, Cosetta“, sagði madama Then-
ardier með rödd, sem átti að vera blíð, en nokkur vonska
duldist þó í, „hversvegna tekur þú ekki brúðuna þína?“
— „Cosetta litla“, sagði Thenardier ástúðlega, „þessi
herra gefur þjer brúðu. Taktu hana. Þú átt hana“. Co-
setta horfði á þessa dásamlegu brúðu með hálfgerðri
skelfingu. Andlit hennar var ennþá vott af táram, en aug-
un tóku að fyllast af gleðitárum, eins og himinn við dög-
un. Hún hafði hugboð um, að eldingum mundi Ijósta nið-
ur, jafnskjótt og hún kæmi við brúðuna, og var það að
því leyti rjett, að hún vissi að madama Thenardier mundi
skamma hana og berja. Aðdráttaraflið varð samt sterk-
ara. Hún sneri sjer hrædd að madömu Thenardier og
sagði: „Er það satt, að jeg megi það?“ Ekki er unt að
lýsa örvinglunar, hræðslu- og gleðisvipnum, sem var allur
í einu á henni. „Já, áreiðanlega“, sagði madama Thenar-
dier; „þú átt brúðuna, þessi herra hefur gefið þjer hana“.
— ,Er það satt, herra?“ sagði Cosetta; „er það áreiðan-
lega satt? Má jeg hafa þessa dömu?“ Gesturinn var líka
með tárin í augunum. Ilann virtist vera kominn á það
stig geðshræringarinnar, er menn þegja til þess að fara
ekki að gráta. Hann kinkaði kolli til Cosettu og lagði aðra
hönd „dömunnar“ í lófa Cosettu. Hún flýtti sjer að draga
hendina að sjer, eins og hún brendi sig á „dömunni", og
leit niður fyrir sig. Alt í einu sneri hún sjer við og þreif
brúðuna. „Hún á að heita Katrín“, sagði hún. Það var ein-
kennilegt að horfa á tötra Cosettu við hliðina á böndum
brúðunnar og rauðum mússulínkjól. „Má jeg setja hana á
stól, madama?“ spurði hún. — „Já, þú mátt það, barnið
mitt“, svaraði madama Thenardier. Nú var að þeim Epon-
ine og Azelmu komið að horfa með öfund á Cosettu. Hún
setti Katrínu á stól; þvínæst settist hún á gólfið fyrir
framan hana og sat þar hreyfingarlaus og þögul, eins og
hún væri niðursokkin í að skoða hana. „Jæja, leiktu þjer
þá, Cosetta“, sagði gesturinn. — „Jeg er að leika mjer“,
svaraði barnið.
Gesturinn, sem var eins og sendiboði forsjónarinnar
til Cosettu, var á þessari stundu sá maðurinn, sem ma-
dama Thenardier hataði mest í þessum heimi. En hún
varð að hafa taumhald á sjálfri sjer. En þó að hún væri
vön uppgerðinni, með því að hún líkti eftir manni sínum
í öllu, sem hún tók sjer fyrir hendur, var þessi geðshrær-
ing samt sem áður of mikið fyrir hana. Hún flýtti sjer
að hátta telpumar sínar og bað því næst gestinn um
„leyfi“ til þess að Cosetta mætti líka taka á sig náðir.
„Þetta hefur verið þreytandi dagur fyrir hana“, bætti hún
við með móðurlegum svip. Cosetta lagði sig fyrir með