Lögrétta


Lögrétta - 10.08.1926, Síða 1

Lögrétta - 10.08.1926, Síða 1
[nnhtimta og afgreiðsla í Þingholtsstrœti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór' Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Reykjayik, þriðjudaginn 10. ágúst 192(5. 33. tbl. Sjera Eggert Pálsson prófastur og alþingísmaður. 6. þ. m. andaðist sjera Eggert Pálsson prófastur á Breiðabóls- stað í Fljótshlíð, 1. þm. Rang- æinga. Kendi hann lasleika síðari hluta þingtímans í vetur, og þyngdi honum svo eftir að þingi sleit, að hann fór utan í júnímán- uði 1 vor, til að leita sjer lækning- ar, og var skorinn þar upp. Mein- ið var í lifrinni og ljek nokkur vafi á, hvort um væri að ræða krabbamein eða sull, en svo reynd- ist, að þar var krabbamein, og varð það bani hans. Mun hann sjálfur hafa búist við því, er hann fór hjeðan í vor, að hann ætti ekki afturkvæmt heim lifandi. En hann var þrekmaður mesti og bar sjúkleikann vel. Hann var fæddur 6. október 1864 í Sogni í Kjós, sonur Páls Einarssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur Waage. 1886 útskrifaðist hann úr Latínuskólanum og úr Prestaskól- anum 1888. Ári síðar fjekk hann veitingu fyrir Breiðabólsstað í Fljótshlíð, og vígðist þangað 11. ágúst 1889. Var hann þá nýkvænt- ur Guðrúnu Hermannsdóttur Johnsen sýslumanns á Velli í Rangárvallasýslu, og hafa þau síð- an búið á Breiðabólsstað með mik- illi rausn og prýði. Sjera Eggert varð brátt for- gangsmaður sveitunga sinna og sýslubúa í öllum málum, sem til framfara horfðu. Hann var sjálf- ur búmaður ágætur og hafði ein- lægan áhuga á öllu, sem laut að því, að auka og bæta ræktun landsins. Vann hann sjer brátt mikið álit og vinsældir 1 hjeráð- inu, bæði sem kennimaður og for- göngumaður í opinberum málum. 1902 var hann kosinn á þing, og sat síðan á þingi sem full- trúi Rangæinga fram til 1920, fjell við kosningu haustið 1919, en var aftur kosinn 1923. Hann var fastur og einbeittur fylgismaður Heimastjómarflokksins alla tíð meðan þau mál, sem sá flokkur beitti sjer fyrir, skifti þingi og þjóð í flokka, og var járnbrautar- lagning frá Reykjavík til Suður- láglendisins hans mesta áhugamál. Hefur hann skrifað í Lögrjettu eftirtektarverðar greinar um það mál, í sambandi við búnaðarfram- farir á Suðurláglendinu. Á Al- þingi var sjera Eggert vinsæll og vel metinn, fastur og ábyggileg- ur flokksmaður, sem hvergi vildi þoká frá því, sem hann taldi rjett- ast vera, en jafnframt sanngjam alvörumaður, sem einnig ávann sjer virðingu andstæðinga sinna í stjórnmálum. Hann var mikill að vallarsýn og hinn karlmannleg- asti, þungur í skauti og skap- festumaður hvar sem á reyndi, en stillingamaður og prúður í fram- göngu, hófsmaður og bindindis- frömuður. Við dauða hans eiga Rangæingar á bak að sjá stór- nýtum manni og vinsælum hjer- aðshöfðingja. Þau sjera Eggert og frú Guð- rún eignuðust eina dóttur, sem Ingunn heitir, og er gift Skúla Thórarensen frá Móeiðarhvoli, sem nú er búandi á Breiðabóls- stað, og hafði sjera Eggert fyrir nokkru afhent þeim dóttur sinni og tengdasyni bú sitt. Stefán Stefánsson lögfr. frá Fagraskógi, sonur Stefáns heitins alþm., er nú tekinn við búi á föðurleifð sinni og orðinn hrepp- stjóri þar í hreppnum. Þorbergui- Þórðarson hefur feng- ið styrk úr Carlsbergssjóði til þjóðfræðasöfnunar hjer á landi. — Hann hefur um tíma dvalið er- lendis, en er nú innan skamms væntanlegur heim. Hennálaráðherra Dana, L. Ras- mussen, og fjelagar hans í ferð, sem Danir gerðu út í sumar til Jan Mayen, komu hingað nýlega og dvöldu hjer nokkra daga. Um víða veröld. Slðustu fregnir. Fjáimálin eru stöðugt aðalúr- lausnar og deiluefni franska þingsins. Poincas, sem nú er f j ármálaráðherra, lagði til að stofnaður yrði sjerstakur afborg- unarsjóður, til greiðslu innan- landslána og á höfuðtekjustofn hans að vera tóbakseinkasalan. Nokkui' skattur hefir einnig verið lagður á erlenda ferðamenn, sem til Frakklandsi koma. Ekki þó talið, að þessar ráðstafanir muni verða fullnægjandi til viðreisnar frankanum. Lausaskuldir landsins r.ema um 49 miljörður franka. í Bretlandi stendur Kolaverk- fallið ennþá yfir. Biskupamir hafa reynt að koma á sáttum, en verk- fallsmenn eru sagðir fremur frá- hverfir tillögum þeirra. Um verk- fallstímann hafa verið flutt inn til Bretlands um 600 þús. smá- lestir erlendra kola. f Póllandi hefur Pilsudski verið fengið í hendur alt að því ein- ræðisvald yfir hernum. Lausafregnir segja uppreisn gegn ráðstjórninni í Rússlandi. Pangalos alræðismanni í Grikk- landi hefur verið sýnt morðtil- ræði, en það mishepnaðist. ----o----- Jón Sveinsson. Lögrjetta hefur nokkrum sinnum áður sagt frá fyrirlestraferðum Jóns Sveinsson- ar, S. J., og bókum hans um æsku- minningar hjeðan heiman frá ís- landi. En fyrir þær bækur hefur hann orðið kunnur og vinsæll víða um lönd. Fyrirlestrarstarf- semi hans um fsland er þó síður kunn hjer, að öðru en því helst, sem Lögrjetta hefur frá henni sagt. En hann hefur svo að segja árlega undanfarið flutt marga fyrirlestra um fsland, einkum í Þýskalandi. ^íðastliðinn vetur var hann boðinn til þess að flytja slíka fyrirlestra víðsvegar um Suður-Þýskaland, en annars á hann heima í Frakklandi og hefur einnig flutt samskonar fyrirlestra þar, og í Belgíu og Luxemburg. Sumstaðar talaði hann þvisvar sinnum sama daginn. Sumir fyrir- lestrarnir voru fluttir í kaþólsk- um skólum, eða klaustrum, en aðrir í almennum samkomuhúsum og víða í stærstu samkomuhúsum borganna, fyrir húsfylli. í Weissenhorn í Bayern flutti hann t. d. þrjá fyrirlestra í lotu sama kvöldið, og voru stutt hlje á milli, og er slíkt þýskur siður. Var þar fjölmenni. í öðru hlje- inu stóð upp þýskur prestur frá Hitzighausen, og bað um leyfi til þess að mega syngja íslenska þjóðsönginn, ó, guð vors lands. Kunni hann hann utan að á ís- lensku, og söng hann vel, að sögn. Kvaðst hann hafa heyrt kvenna- söngflokk syngja hann einusinni er hann var á ferð í Reykjavík, með skemtiferðaskipi frá Ham- borg, hafa orðið hrifinn af lag- inu, og síðan útvegað sjer nótur og texta sjálfur. Af öðrum stöðum, sem sjera J. S. flutti fyrirlestra í, má nefna klaustrið St. Ottilien í nánd við Ágsborg, en þar eru milli 4 og 5 hundruð munkar, en alls á sjö- unda hundrað manns. Mig skyldi svo sem ekki undra það, sagði sjera J. S. sjálfur, eftir heim- sóknina í þessu klaustri, þótt munkarnir kæmu einn góðan veð- urdag og stofnuðu Benedikts- klaustur á Islandi. — Ennfremur talaði hann í Freiburg í Bresgau, en þar er eitthvert hið stærsta bókaforlag Þýskal., sem meðal annars hefur gefið út bækur J. S. og hafði eigandinn, Herder og kona hans, sem er dóttir þekts austurrísks uppeldisfræðings Will- mann’s, boðið J. S. að dvelja hjá sjer, og var hann þar í vikutíma í góðum fagnaði. — Meðal margra og fjölsóttra fyriidestra, sem hann flutti þar í bænum, flutti hann einn sjerstaklega fyrir starfsfólk Herders-fjelagsins, en það er 6— 7 hundruð manns. Herder sjálfur talaði á undan fyrirlestrinum, mjög lofsamlega um ísland og ís- enskar bókmentir. Jón Sveinsson var um tveggja mánaða tíma í þessu fyrirlestra- ferðalagi, og talaði á heimleiðinni m. a. í Liége (Lúttich) í Belgíu og í París. — Hann hefur verið boðinn í samskonar ferðalag næsta vetur, en óvíst hvort af því getur orðið, vegna ritstarfa hans, Peter Hognestad Björgvinjar- biskup er nýkominn í kynnisför hingað, og er hann fyrsti biskup, sem hingað hefur komið frá öðr- um norrænum þjóðum, síðan um siðaskifti. Hann verður hjer hálfs,- mánaðartíma og ferðast austur um sveitir. Biskup og starfsemi hans er lesendum Lögr. annars áður kunn af ferðaminningum sr. Gunnars Árnasonar, sem á sínum tíma komu hjer í blaðinu, og að miklu leyti sögðu frá biskups- dæmi hans. Sjötugsafmæli átti Halldór fyrv. prentsmiðjueigandi Þórðar- son 7. þ. m. Fjekk hann þá margar heimsóknir og mörg heillaóskaskeyti. Nokkrir vinir hans. og kunningjar sendu hon- um dálitla minningargjöf og færðu honum hana Rikharð Torfa- son bankaritari, Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupmaður og Gunn- laugur Einarsson læknir, og af- henti R. T. hana með nokkrum þakkarorðum til H. Þ. og óskum um hamingjusama ellidaga. Hefur H. Þ. jafnan verið vinsæll maður og vel metinn, enda að allra dómi drengur hinn besti. Enn er hann ungur í anda og ber aldurinn vel. Fyrir 10 árum flutti Óðinn æfi- ágrip H. Þ. og myndir af þeim hjónunum. Landsspítalinn. Hjer í bænum hefur mikið verið um það talað undanfarið, að miklir gallar væru á byggingu neðstu hæðarinnar, eða kjallarans á Landsspítalanum, isem nú er verið að reisa. Hafði steypan ekki harðnað eðlilega á venjulegum tíma í veggjunum, og var ýmsum getum að því leitt, hvað valda mundi. Samkvæmt því, sem bæjarverkfræðingurinn, sem rannsakaði málið, hefur látið uppi, er miklu meira úr þessu gert manna á milli en rjett er. Segir hann, að ónýtir blettir sjeu að vísu í kjallarasteypunni, og verði að brjóta þá úr og steypa í þá aftur, og muni það kosta um 5000 kr., og megi gera það án þess að raska þurfi að öðru leyti því, sem steypt hefur verið. En það er kjallari og loft yfir og fyrsta hæðin. Steypuskemdin er talin stafa af sýrum í sandinum, sem notaður var í veggina, en það var holta- eða mýrasandur, en í loft- in er notaður fjörusandur, og eru þau sögð gallalaus. Thórstína Jackson flutti hjer fyrirlestur síðastl. laugardags- kvöld, sem hún nefndi „Erfiðleik- ar og sigur“. Gaf hún þar yfirlit yfir sögu íslenskra landnema í Vesturheimi fram á þennan dag. Hún taldi erfiðleikatímabilið í sögu þeirra ná fram til 1890, eða - þar um bil. Þá er framfaratíma- bilið fram til 1914. Þá stríðstím- inn og loks viðreiðsnartímabil- ið eftir stríðið, frá 1919 til þessa tíma. Er öllum hjer heima ánægja að heyra svo vel og skil- merkilega sagt frá gengi íslend- inga vestan hafs og sigri þeirra á erfiðleikum frumbýlingsáranna, en þeir erfiðleikar voru miklir. Ungfrú Th. J. hefur og flutt fyr- irlestra á ýmsum stöðum hjer í nágrenninu, svo sem í Borgarnesi og í Keflavík. Nú fer hún innan skams norður um land. Bók henn- ar um Vestur-lslendinga, sem áð- ur hefur verið sagt frá hjer í blaðinu, kemur hingað að líkind- um seint í þessum mánuði. Óðinn. I fyrra hefti þ. á. — (jan.—júní) er þetta efni: Emile Walters málari, mynd og grein eftir ur.igfrú Thorstinu Jackson, og segir hún þar helstu drætti úr æfiferli þessa íslenska málara, sem nú er, á ungum aldri, að vei'ða frægur maður í Bandaríkj- unum, og lýsir nokkuð málverk- um hans. — Þá er kvæði eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson skáld: Frú Ingunn Stefánisdóttir, eftir- mæli. — Tvö kvæði eftir Bjarna Jónsson. — Mynd af sjera Kristni Daníelssyni og grein um hann, eftir sjera Friðrik J. Rafn- ar. — Ríma af Helga kóngi Hálfdánarsyni, eftir Sigurjón Friðjónsson. — Myndir af Hirti heitnum Snorrasyni alþm. og konu hans, með grein eftir sjera Krist- inn Daníelsson. — Myndir af Magnúsi heitnum Bergmann og konu hans, með grein eftir sjera Kristinn Daníelsson. Kvæði eftir Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal. Grein um fjóra nýlega dána merk- isbændur austan fjalls, eftir Böðv- ar Magnússon á Laugavatni: Björn G. Björnsson á Brekku, Gísla Guðmundsson í Kjamholt- um, Geir Egilsson í Múla og Þor- finn Þórarinsson á Spóastöðum, og fylgja myndir af þeim öllum og konum þeirra. — Kvæði eftir F’njósk. — Lausavísur eftir Eim ar Sigurðsson á Akranesi. — Grein um stofnendur fríkirkjunn- ar á Reyðarfirði, eftir fræðimann þar eystra, og fylgja myndir helstu forgangsmannanna, en þeir voru: Hans J. Beck á Sóma- stöðum, Jónas Símonarson á Svínaskála, Eiríkur Bjömsson á Karlsskála, Eyjólfur Þorsteinsson á Stuðlum, Indriði Ásmundsson í Seljateigi, Jón Stefánsson í Sóma- staðagerði, Gísli Nikulásson í Bakkagerði, Bjami Oddsson frá Kolluleiru og Bóas Bóasson frá Stuðlum. Eru sögð þar æfiágrip allra þessara manna. — Loks er þar framhald af æfisögu sjera Friðriks Friðrikssonar, og segir hann þar frá aðdraganda þess, að hann komst í Latínuskólann og frá veru sinni þar fyrsta árið. Mynd fylgir, sem sýnir hann 19 ára gamlan. Er æfisaga þessi bæði fróðleg og skemtileg. — Næsta hefti Óðins kemur út í byrjun október í haust. Bíða margar myndir og greinar, sem áttu að komast í þetta hefti. Úr djúpununi (De profundis) heitir nýútkomin bók eftir enska skáldið óscar Wilde, þýdd af Ingva Jóhannessyni. Fæst í bóka- verslun Þ. G. Verð 5 kr.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.