Lögrétta


Lögrétta - 31.08.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 31.08.1926, Blaðsíða 3
LÖORjlTTA 8 tungu fyr en jeg kom til Edin- borgar. En jeg æfðist auðvitað fljótt í að skilja eitt og annað. Samt var það svo, að eftir hálfs- mánaðar dvöl í borginni varð ein kunningjastúlka mín, sem jeg var þá að kveðja, oft að skrifa isetn- ingarnar, en þá skildi jeg þær æ- tíð. Hún kunni ekki Esperantó, og urðum við því að tala ensku, eða rjettara skotsku. Því það er ekki alveg sama málið, síst að því er framburð snertir. Mörg orð eru og alt öðruvísi í skozku en ensku. Jeg á hjer ekki við hina svo nefndu gaelisku, isem ennþá er töluð sumstaðar upp í fjalllend- inu, því hún á enigan skyldleika með enskunni; en aftur er hún svipuð írsku og öðrum keltnesk- um tungum. Ritmál Skota er þó að mestu hin viðurkenda enska tunga. Reynsla margra annara fer í sömu átt og reynsla mín. Og það var því ekki ólíklegt að svipað væri meíð esperantó og önnur mál. En hvað skeður? Undireins fyrsta daginn tala jeg við menn úr sjö löndum að minsta kosti, og seinna við menn ur mörgum öðrum — jafnvel úr Japan. — Og jeg skildi þá vel. Auðvitað ekki alla jafn vel, enda er fram- burður manna altaf misskír. Og jeg 'skal játa það, að þeir máttu ekki tala fljótt fyrstu dagana; en þegar kom fram í vikuna var jeg orðinn alvanur að heyra og skilja esperantó. — Jeg segi svona glögt frá þessu, af því að margir aðrir hlutu sömu reynsl- una. Esperantó er stórum auð- veldara í framburði heldur en nokkur þjóðtunga. Það er varla mögulegt að bera orðin rangt fram, ef maður man þau rjett á annað borð. Þetta kann að þykja skrítið, en það er samt satt. Þið ættuð bara að reyna! Gilskirkja. Skamt frá þing- staðnum stendur dómkirkja ein mikil og vegleg, og ber hún nafn hins heilaga Gils (Saint Giles — sint djælsj. Svo er sagt, að dýrlingur sá hafi verið fæddur suður í Aþenuborg, en lifað lengs-t af í Frakklandi, svo ströngu einsetulífi, að hann hafði enga lifandi veru hjá sjer, nema kind eina. Frægð hans barst snemma til Skotlands, og var honum helguð timburkirkja ein lítil, er stóð á líkum stað og dómkirkjan nú. Hun er bygð úr steini, og stendur ennþá eftir nokkur hluti hinnar upprunalegu byggingar, þó meira eða minna af kirkjunni hafi eyðilagst í styr- jöldum- og eldsvoðum, og verið síðan bygt aftur, oft nokkuð öðruvísi. Þessi eisti hluti kirkj- unnar er nú 800 ára gamall. Kirkja hins heilaga Gils var í miklum metum meðan kaþólsk kirkja rjeði í landinu. Á mestu blómaárunum voru þar 40 ölturu og 70 klerkar. Merkisatburður var það í sögu kirkjunnar, þegar hand ieggsbein hjns heilaga Gils var fengið frá Frakklandi árið 1454. Var bygð hliðarkapella yfir bein- ið, og það jafnan borið um í hinni árlegu skrúðgöngu dómkirkju- klerkanna á hátíð dýrlingsins, — Síðasta skrúðgangan átti sjer stað árið 1558. Líkneski Gils helga hafði verið stolið nokkru áður, en það var jafnan borið í skrúð- göngunni, svo nú urðu klerkar að fá ljeð líkneski af dýrlingnum hjá Grábræðrum. En múgurinn eyði- lagði líkneskið, og fjórum árum seinna voru dýrgripir sankti Gils seldir, en beinið grafið, og veit nú enginn hvar það er niður kom- ið. Siðbótarmaðurinn mikli, Jón Knox (nox), var prestur við Gils- kirkju til dauðadags, og hjelt hann sína seinustu guðsþjónustu 9. nóv. 1572, og átti þá tæpan hálfan mánuð eftir ólifaðan. Prje- dikunarstóll hans er nú á Forn- menjasafni Skota, og við hlið hams er bænskemill sá, er frú Jenny Geddes fleygði í höfuð sóknar- prestsins, þegar hann var að lesa kollektuna 23. júlí 1639. Gast henni eigi að kenningum klerks. Hófst þar með deilan milli Bisk- upakirkjunnar og Presbýteranna. Eftir siðaskiftin varð mikil breyting á kirkjunni: ölturun flest rifin og hún sjálf hólfuð sund- ur. Voru sumir klefarnir notaðir til guðsþjónustu, en aðfir til ver- aldlegra sýslana, og má nefna sem dæmi, að 1817 var þar lög- gluskrifstofa, Seinna var reyn. að laga kirkjuna sem næst sinni gömlu mynd, og var ætlast til að hún yrði Skotum það, sem Westminster Abbey er Englend- ingum: minnisstaður merkustu manna. Eru þar og nokkrir bauta- steinar; m. a. einn til minningar um skáldið R. L. Stevenson. I þessari frægu kirkju var haidin guðsþjónusta fyrir Esper- antista á sunnudagsmorguninn 1. ágúst. Fjórir prestar tóku þátt í henni, en söngflokkur kirkjunnar söng sálmana. Auðvitað fór alt fram á esperantó. Frh. ----o---- Búnaðarfjelagið. Undanfarið hefur mikið verið rætt um deilumálin í Búnaðar- fjelaginu og frávikning Sig. Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra. — Hafðii ekkert heyrst um málið frá stjórn Búnaðarfjelagsins fyr en nú fyrir skömmu, að hún hefur gefið út greinargerð um á- burðarmálið og frávikning bún- aðarmálastj óra. Lögrjetta hefur áður flutt grein frá manni, sem hlyntur var S. S. — skrifuð áður en greinargerð þessi kom fram, og er því rjett að skýra eiinnig frá xnálinu frá sjónarmiði Búnaðarfjel. stjómar- innar. En hún segist á sínum tíma muni leggja gögn málsins fyrir Búnaðarþing og búnaðamefndir Alþingis. f stjóminni eiga sæti Tryggvi Þórhallsson, Vigfús Ein- arsson og Magnús Þorláksson. Á síðasta Búnaðarþingi í árs- byrjun 1925 var allmikið rætt um verslun með tilbúinn áburð, eink- um Noregssaltpjetur. Voru þar samþyktar tillögur um það, frá Birni á Rangá og Sigurði á Korsá, að Búnaðarfjelaðið annaðist fram- vegis kaup á tilbúnum áburði, og að stjórnin hlutaðist til um það, að fjelagið hefði umboð á honum, og að einstaklingar og fjelög fengju hann á hagkvæm- an hátt og án álagningar, ef þeir greiddu hann gegn farmskírteini. Nokkru síðar hjelt búnaðarfjel.- stjórnin fund um málið með full- tfúum frá Mjólkufjelagi Reykja- víkur og Nathan og Olsen, sem fengist höfðu við áburðarverslun áður. Skýrðii S. S. búnaðarmála-, stjóri þá frá því, að fjelagið ætti þess kost að fá 200 smálestir saltpjeturs frá Norsk Hydro, og ætti stjórnin að ráðstafa isölu hans. Var áburðinum síðan skift milli' fjelaganna, sem fyr greinir og ákvað Búnaðarfjelagsstjórnin verðlagið, og „hlaut hún að líta svo á, að hún hefði fult ráðstöf- unarvald yfir áburðinum. Allar kröfur hennar, í samræmi' við samþyktir Búnaðarþings, voru teknar til greina“. í árslok 1925 var málið aftur rætt, og lýsti búnaðarmálastjóri því þá yfir, að óvíst væri að Bún- aðarfjelag íslands gæti nú ráðið nokkru um sölu áburðarins, því hann hefði í vor látið Norsk Hy- dro vita, að hann vildi ekkert hafa að gera með söluna á áburð- inum. Þessi yfirlýsing segir stjórnin að sjer hafi komið á óvart, og benti á, að þetta væri í fullu ó- samræmi við yfirlýstan vilja Búnaðarfjelagsins. Svaraði bún- aðarmálastjóri því, að sjer hefði verið þetta heimilt, því að hann, „prívat“, en ekki Búnaðarfjelag Islands, hefði haft á hendi við- skiftin við Norsk Hydro“. Á næsta stjómarfundi, 19. desember, var ákveðið að síma Norsk Hydro og óska þess, sam- kvæmt ályktun Búnaðarþings, að Búnaðarfjelagið fengi einkasölu á Noi’egssaltpjetri árið 1926, og jafnframt var leitað tilboðs í 400 smálestir. Norsk Hydro svaraði því, að Búnaðarfjelaginu bæri að snúa sjer til Nathan & Olsen, sem orðnir væru einkasalar á á- burðinum. Út af þeim yfirlýsing- um búnaðarmálastjóra, að hann hefði „prívat“ haft á hendi við- skiftin við Norsk Hydro, var sím- að til fjelagsins og það spurt um málið. Svaraði það svo 31. des.: „Aðeins Búnaðarf j elag íslands hafði á hendi einkasölu fyrir oss þangað til Nathan & Olsen tóku við umboðinu í febrúar 1925“. Um líkt leyti var norska fjelag- inu skrifað um málið, og jafn- framt ráðgast um það við Búnað- arþingsmenn, munnlega eða skrif- lega, og ’ Pálma Eiinarssyni ráðu- naut falið að hafa tal af ' Norsk Hydro um málið, en hann var þá erlendis í öðrum erindum. í skýrslu sinni segir P. E. að Norsk Hydro hafi þar til 5. fe- brúar 1925 skoðað Búnaðarfjelag íslands sem einkasala sinn á ís- landi, en aldrei verið „að ræða um einkaviðskifti við hann (þ. e. S. S.) í neiinni mynd“. P. E. isegir ennfremur, að með brjefi frá 29. jan. 1925, hafi S. S. „farið fram á við Norsk Hydro að frestað sje um tíma að af- gjöra um kaup á þeim 200 tonn- um, sem það hafi gefið tilboð um. Greindar ástæður fyrir þessu eru, að Búnaðarþing' innan skamms tíma komi saman í Reykjavík“. I sama brjefi er boðuð koma full- trúa frá Nathan & Olsen, sem að- stoðað hafi Búnaðarfjelagið um á- burðarsöluna. Alt þetta segir bún- aðarfjelagsstjórnin, að sjer hafi verið ókunnugt um, og hafi hún ekki verið spurð ráða um þetta, og ekki búnaðarþing, og brjefið segir hún að finnist ekki í skjöl- um Búnaðarfjelagsins, þó ritað sje í þess nafni. Olsen kemur svo á fund Norsk Hydro 5. febrúar 1925, og fær þá einkaumboð á áburðinum til árs- loka 1927, að því tilskildu, segir í skýrslu P. E., að Búnaðarfjelag- ið, eða framkvæmdarstjóri þess, hafi ekkert á móti slíku fyrir- komulagi, en af því leiðir einnig, segir búnaðarfjelagsstjómin, að Norsk Hydro hefur þá skoðað Búnaðarfjelagið sem umboðshafa sinn, úr því það var bundið þess samþykt, að annar gæti fengið umboðið. — 7. mars 1925 panta svo Nathan & Olsen 200 smálest- ir af saltpjetri, og sama dag send- ir S. S. búnaðarfjelagsstjóri Norsk Hydro skeyti um það, að „Búnað- arfjelagið sje samþykt skeyti Nathan & 01sens“. En isamkvæmt þessu skeyti segist Norsk Hydro telja svo, að sölusamningurinn við Nathan & Olsen sje endanlega sam þyktur af Búnaðarfjelaginu. En ekkert af þessu segist búnaðar- fjelagsstjórnin hafa vitað um, og brjefin; sem um þetta hafi gengið, segist hún ekki hafa sjeð, og hafi S. S. sagt, að þau hafi ekki kom- ið fram. Lá nú málið í þagnargildi um tíma, þar sem óvíst var, hverjir skipaðir yrðu í hina nýju Búnað- arfjelagsstjórn. — Þegar þeirri stjómarskipun var lokið, var mál- ið tekið fyrir á ný, enda hafði Al- þingi haft áburðarmálið til með- ferðar. I áliti landbúnaðarnefnd- ar Nd. var það þá m. a. tekið fram, að þó nefndin væri andvíg einkasölu yfirleitt, teldi hún þá at- burði, sem gerst hefðu í málinu þannig,% að ekki sje við hlítandi, og ræktun landsins svo mikils virði, að hún vill þrátt fyrir það grípa til einkasöluheimildar, ef ekki tekst að greiða fram úr mál- inu á annan hátt. Jafnframt taldi nefndin eðlilegast, að Búnaðarfje- lagið hefði slíka einkasölu, „en gengur þú jafnframt út frá því, að það hafi þá þeirri framkvæmd- arstjóm á að skipa, er treysta megi“. Undir þetta álit skrifuðu: Hákon í Haga, Jón á Reynistað Jörundur Brynjólfsson, Halldór Stefánsson og Árni Jónsson. Þeg- ar hjer var komið hjelt Búnaðar- fjelagið stjórnarfund um málið 17., 18. og 19. maí í vor. „Vora allir stjómarmenn á einu máli um það, að1 svo yrði að líta á, siem búnaðarmálastjóri hefði um þýð- ingarmikið atriði, sem snertir landbúnaðinn, bæði nú og í fram- tíðinni, orðið þess valdandi, að brotið var í gegn yfiirlýstum vilja Búnaðarþings, og einnig, að hann hefði farið á bak við stjóm Bún- aðarfjelagsins á þann hátt, er hún yrði að telja með öllu óhafandi. ktiS ;••• 1 Jean Valjean var svo gætinn að fara aldrei út að degi til. Hann gekk sjer til skemtunar einn eða tvo tíma á hverju kvöldi, er rökkur var komið, stundum einn, oft með Cosettu, en hann hjelt sjer ávalt mest við fáföm- ustu götur og fór ekki inn í kirkjumar fyr en dimt var orðið. Hann var vanur að fara í St. Medard-kirkjuna, sem var næst. Þegar hann tók Cosettu ekki með sjer, var hún eftir lieima hjá gömlu konunni, en henni fanst meira gaman að því að fá að fara með honum út, heldur en nokkru öðru, mat það jafnvel meira en að leika sjer með Katrínu. Það kom í ljós, að Cosetta var glaðlynd telpa. Gamla konan var ráðskona hjá honum og keypti alt til búsins. Þau höfðu afaróbrotinn kost, kveiktu daglega upp eld í ofninum, en lifðu að öðra leyti eins og fátækt fólk. Jean Valjean hafði ekki breytt neinu í búnaði her- bergisins; hann hafði einungis látið setja trjehurð í stað glerhurðar að lokrekkju Cosettu. Hann var altaf í gamla frakkanum gula, svörtum buxum og með gamla hattinn. Menn hjeldu að þetta væri bláfátækur maður, er þeir sáu hann á götunni. Stundum kom það fyrir, að brjóstgóðar konur gáfu honum skildinga. Jean Valjean tók við þeim og laut djúpt. Það kom líka stundum fyrir, að hann hitti einhvern fátækan ræfil, sem bæði hann um ölmusu, og þá leit hann í allar áttir til þess að vera viss um að enginn sæi til sín, rjetti þá eins laumulega og honum var unt pening, oft silfurpening, að honum og flýtti sjer burtu. En þetta var annars nokkuð varhugavert; hann var að verða þektur í þessari borgardeild sem „betlarinn, sem gefur ölmusur". Gömul, geðvond „aðstoðarhúsfreyjan“, sem átti í ríkum mæli forvitni öfundsjúkra manna, hafði nánar gætur á Jean Valjean, án þess að hann yrði var við það. Ilún var nokkuð heyrnarsljó og því ræðnari en ella. Ekki voru nema tvær tennur eftir í munni hennar, önnur í efrigóm og hin í neðrigóm, og var hún altaf að skella þeim saman. Hún hafði reynt að veiða upp úr Cosettu, en hún vissi ekkert annað en að hún hefði komið frá Montfermeil og gat því ekkert frætt hana. Morgun nokk- urn sá hún, því hún var altaf á verði, að Jean Valjean fór inn í eitt af auðu herbergjunum, og henni fanst hann eitthvað sjerkennilegri en hann átti að sjer. Hún lædd- ist á eftir honum eins og gamall köttur og gat gægst inn til hans um rifu á hurðinni, án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Jean Valjean sneri bakinu að dyrun- um, líklega til frekari varúðar. Gamla konan sá hann taka hylki með skærum og þráðarenda upp úr vasa sínum, spretta fóðrinu upp af frakkalafi1 sínu og ná gulum papp- írsmiða undan því og fletta honum sundur. Kerlingin sá sjer til mikillar skelfingar að þetta var þúsundfrankaseð- ill. Þetta var annar eða þriðji þessháttai’ seðill, sem hún hafði sjeð á æfi sinni. Hún lagði hrædd á flótta. Jean Val- jean kom rjett á eftir til hennar og bað hana um að láta skifta fyriir sig seðlinum — þetta væri rentufje hans fyr- ir síðasta misseri sem hann hafði hafið í gær, sagði hann. Hafið hvar? hugsáði kerling með sjálfri sjer. Hann hafði ekki farið út fyr en klukkan sex um kvöldið og það var áreiðanlegt, að engar iskrifstofur voru opnar um það leyti. Kerlingin fór út og skifti seðlinum og gat sjer margs til. Allskonar skýringar urðu til út af þessum þúsundfranka- seðli og hann margfaldaðist og varð tilefni margskonar þvaðurs hjá kjaftakerlingunum í Vignes-Marcel-götu. Einhvern næstu daganna vildi svo til, að' Jean Valjean var úti í göngunum að saga brenni. Kerlingin var í eld- húsinu að taka til. Hún var ein; Cosetta var frammi að dást að brenninu. Kerlingin sá að frakkinn hjekk á nagla og tók að rannsaka hann. Fóðrið hafði verið saumað á aftur. Kerling þuklaði vandlega á því og fann hún þykka pappírsbunka í löfunum og ermunum — vitanlega ein- tóma þúsundfrankaseðla. Hún tók líka eftir því, að allskon- ar hlutir voru í vösunum,ekki eingöngu nálamar,iskærin og tvinninn, sem hún hafði isjeð, heldur líka þykk vasabók, stór hnífur og, það sem var tortryggilegast af öllu, marg- ar hárkollur með mismunandi litum. I hverjum vasa á þessum frakka virtist eitthvað vera, sem nota ætti ef í nauðir ræki og eitthvað óvænt bæri að höndum. Þannig leið tíminn að sumarmálum. Betlari nokkur var vanur að hnipra sig saman á barminum á þornuðum brunni, rjett hjá Saint-Medard- kirkjunni. Jean Valjean var vanur að gefa honum ölm- usu, gekk nærri því aldrei fram hjá honum án þess að gefa honum nokkrar súur. Stundum gaf hann sig á tal við hann. Öfundarmenn þessa betlara sögðu hann vera í þjónustu lögreglunnar. Hann var sextíu og fimm ára .að aldri, hafði verið kirkjuþjónn og var altaf að tauta bænir og prjedikanir fyrir munni sjer. Kvöld nokkurt, þegar Jean Valjean gekk fram hjá án þess að hafa Cosettu með, sá hann betlarann sitja á sínum vanastað undir Ijósker- inu, sem nýlega hafði verið kveiikt á. Hann virtist vera að biðjast fyrir eins og vanalega og niðursokkinn í hugs- anir sínar. Jean Valjean gekk til hans og rjetti ölmusu að honum, eins og hann var vanur. Betlarinn leit upp, horfði fast á Jean Valjean og laut svo skyndilega niður aftur. Þetta gerðist á einu augabragði og J’ean Valjean varð hverft við; honum fanst hann ekki hafa sjeð blíð- legt og milt andlitið á kirkjuþjóninum, við birtuna frá ljóskerinu, heldur hræðilegt, velþekt andlit. Honum varð því líkast við og hann hefði alt í einu sjeð tígrísdýr fyrir framan sig í myrkrinu. Hann hörfaði agndofa og hrædd- ur undan, þorði hvorki að draga andann nje tala, hvorki að vera kyr nje flýja, gerði ekki annað en stara á betlar- ann, sem laut höfði, isem var vafið í klút, og virtist ekki taka eftir honum lengur. ósjálfrátt — ef til vill var dul- arfull eðlishvöt sjálfsbjargarinnar hjer að verki — mælti Jean Valjean ekki eitt einasta orð frá vöram á þessari furðulegu stund. Vöxtur betlarans var sami, hann var í sömu ræflunum, og leit að öllu leyti eims út og endranær. „Æ, jeg hlýt að vera orðinn brjálaður!“ isagði Jean Val- jean við sjálfan sig, „mig er að dreyma! Þetta getur ekki átt sjer stað!“ Hann þorði varla að kannast við það fyr-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.