Lögrétta - 21.09.1926, Page 2
2
LÖGRJETTA
er svo margháttað og ábyrgðar-
mikið og svo mikið fje það, sem
það hefur til ráðstöfunar, að erf-
itt er oft með að fara, en sjálf-
sagt að krefjast þar hinnar
mestu festu og samvitskusemi.
Nokkuð lauslega virðist þó sum-
staðar haldið á fje þess, og nokk-
uð mikið fara í ýmislegan stjóm-
arkostnað, og yfirleitt vera gert
talsvert mikið að því að tala og
skrifa og halda samkomur. En
ýmislegt gott má þó af þessu
leiða, og ilt að gera öllum til
hæfis.
—■O-..
Ný bók.
Hugur og tunga.
Hugur og tunga heitir rit, sem
nýkomið er út, eftir Dr. Alexan-
der Jóhannesson, dóeent í mál-
fræði við háskólann hjer, gefið út
af bókaverslun Þorsteins Gísla-
sonar. Rit þetta fjallar um tvo
þætti íslenskrar málvísi, sem lítið
eða ekki hefur verið skrifað um
áður. En það eru hljóðgerfingar
og alþýðuskýringar, sem höf.
nefnir svo, eða lautmalerei og
volksetymologie, sem Þjóðverjar
kalla. Er margt í þeim efnum
málvísinnar hið skemtilegasta at-
hugunarefni og má af því ýmislegt
markvert læra um hugsunarhátt
þjóðarinnar og meðferð hennar á
máh sínu. Alment mun málfræði
ekki talin skemtilestur, og ekki
við slíku að búast, enda hjálpast
þar oft að leiðinlegt efni og það-
an af leiðinlegri höfundar. Mál-
fræðirit hafa því sjaldan orðið al-
menningseign á sama hátt og ýms
önnur rit, þar sem fengist hefur
verið við þjóðlegan fróðleik, þó
allmargt merkilegt hafi íslending-
ar skrifað um málfræði á vís-
indahátt. Um þau efni málvísinn-
ar, sem Hugur og tunga fjallar
um, á það hins vegar við, að í
fróðs manns höndum og fjörugs
geta þau orðið að hreinum og
beinum skemtilestri, líka fyrir þá,
sem ekki eru sjerfræðingar, en
hafa sæmilegan áhuga á athugun
síns eigin máls og á fróðleik um
það. Við þetta munu þeir kann-
ast, sem lesið hafa rit prófessors
Kr. Nyrop, sem að þessum efn-
um lúta, s. s. Ordenes Liv og
Sprogets vilde Skud.
Rannsóknarefnið er að sjálf-
sögðu mikið á þessum sviðum
málvísinnar, og í rauninni alveg
ótæmandi, þegar þess ar gætt,
hversu auðug og fjölbreytt ís-
lenskan er, þar sem áætlað er að
í henni sjeu um 200 þúsund orð,
og mun iþó ekki of hátt reiknað,
en ný orð og merkingar myndast
svo að segja daglega. Dr. A. J.
hefur nú athugað hljóðgerfingar
og alþýðuskýringar eða ummynd-
un um 400 orða. Skiftir hann
efni bókar sinnar í þrjá megin-
bálka. Sá fyrsti er um hljóðlög-
,ai og orðaforða, annai- um hljóð-
gervingar og sá þriðji um um-
myndun orða, og er hann lengst-
ur. Síðast er orðasafn.
í bókina er viðað að miklu
efni, og í heild sinni með það far-
ið fróðlega og skemtilega. Eins og
gengur og gerist um slík rit, er
þó ýmislegt í bókinni, sem deila
mætti um, eða skýra á annan
hátt en þar er gert, eða finna ný
og fleiri dæmi. Er slíkt ekkert
tiltökumál, allra síst um rit, þar
sem fengist er við svo að segja
órannsakað efni, sem aldrei verð-
ur að vísu tæmt til fulls. Það er
ei'alaust, að þau efni málvísinnar,
sem Hugur og tunga fjallar um,
eiga eftir að verða mikið og frjó-
samt rannsóknarefni í framtíð-
inni, og því öll ástæða til þess að
iugna bókinni og því, að með
henni er vel af stað farið, og
það svo, að vel má jafna til góðra
rita samskonar eftir erlenda
fræðimenn, og eru þeir þó að
vísu ekki sjerlega margir, sem
við þessi efni fást ennþá. I kenslu
bókum og yfirlitsritum er t. d.
hjerumbil alveg framhjá þess-
um efnum gengið.
En einmitt inn í móðurmálskensl
una eiga erindi slík viðfangsefni.
Þau eru tilvalin til að gera fjör-
ugar og fjölbreyttar þær kenslu-
stundir, sem oft þykja nú þurrar
og leiðinlegar. Hugur og tunga á
að vísu ekki að vera kenslubók, og
verður ekki notuð þannig handa
nemendum alment. En íslensku-
kennarar ættu að eignast hana og
nota við undirbúning kenslu sinn-
ar. Þeir geta í hana sótt margs-
konar skemtilegan fróðleik, ekki
einungis til þess að krydda með
kenslustundimar, heldur einnig til
þess að vekja nýjan áhuga nem-
enda sinna og beina athyglinni að
ýmsum merkilegum einkennum og
eiginleikum málsins, sem áður
hafa legið ^ í láginni að mestu. ■—
Glöggir kennarar geta þannig
einnig smámsaman viðað að ýmsu
nýju efni, einkum úr alþýðumáli,
þegar þeir hafa kynt sjer hvers-
konar viðfangsefni hjer er um að
ræða, og hverjum tökum títt er
að taka þau.
En bókin er svo ódýr (6 kr.) að
kennarar ættu alment að geta
eignast hana og aðrir þeir, sem
áhuga hafa á þessum efnum. Frá-
gangur bókarinnar er smekklegur
og vandaður, og bókin í heild
sinni girnileg til fróðleiks.
„Vísir“.
---o--
Hreindýr.
Smágrein eftir bónda með þess-
ari yfirskrift, í blaðinu „Vísir“
í gærdag, gefur mjer tilefni til
að leggja nokkui orð í belg um
íslensku hreindýrin og notkun
hreindýra hjer á landi.
Eftir því sem „bónda“ farast
orð, þá verður ekki annað sjeð,
en að hreindýrin hjer á landi muni
enn sárfá, sem og mun hið sanna.
Þó er það vitanlegt, að full hálf
ónnur öld er nú liðin síðan að
þau voru flutt hingað til landsins.
Gagnsemi landsbúa af þessari
dýrategund á liðinni tíð, verður
þó varla talin. Það sýnist því
allareiðu tími til kominn, að vak-
ið sje máls á því, hvort íslensku
hreindýrin geti ekki gefið lands-
lýðnum meiri tekjur hjer eftir
en hingað til. Tekjur, eitthvað í
áttina við það, sem hreindýrin
gefa nú sumum nágrannaþjóðum
vorum, þar sem þau eru og hafa
verið ræktuð eða meðhöndluð
þannig, að maðurinn nær til að
stjórna þeim.
„Bóndi“ virðist vera þeirrar
skoðunar, að hjer á landi megi
hafa hreindýr með hagnaði, og
veit jeg, að jeg og margir fleiri,
eru sömu skoðunar og hann um
þetta. Og þar sem að vitanlegt
er, að nokkur vísir viltra hrein-
dýra er til í landinu sem eng-
an arð gefa landslýðnum, því þá
ekki að taka þessi hreindýr. Taka
þau undir yfirráð mannsins og
notfæra á þann hátt sem talið
yrði hagkvæmast eftir staðhátt-
um hj er og reynslu annara þjóða?
Það er frekar, að jeg verði að
skilja grein „bónda“ svo, að hon-
um finnist landsstjórnin hjer full
varfærin í að leyfa innflutning,
— þvert ofan í tillögur dýra-
læknis —. En jeg verð að segja
það hreinasta gerræði ef lands-
stjómin hefði veitt leyfið, og það
á móti læknisráði, eins mikið böl
og gin- og klaufnasýkin er nú hjá
nágrannaþj óðúnum.
Já. Því ekki heldur en að leggja
árar í bát, að taka íslensku hrein-
dýrin til notkunar, sem hálfrar
aimarar aldar reynsla er búin að
sýna, að ekki eru sjálfum sjer nóg
í baráttunni við íslenskt veður-
far, og sem hafa því ekki rjett
til að lifa lengur sjálfala?
Það er sannleikur, að hjer á
landi, voru íslandi, eru víðáttu-
mikil og kjarngóð heiðabeitilönd,
sem lítið notast á vetrum, og
sem að sterkar líkur benda til, að
enn minna notist að sumrinu til,
í náinni framtíð en nú, nema að
þar risu upp hjarðir hreindýra.
Veldur þessu fyrirsjáanleg breyt-
ing á búnaðarháttum vorum. —
Aukin ræktun landsins og fyrir-
sjaanlegar breytingar á markaði
J landbúnaðarafurða. — Nautgrip-
; um hlýtur að fjölga mikið í ná-
inni framtið, fyrir aukna ræktun
og sölu mjólkur, en hrossum hlýt-
ur að fækka stórum, þar eð litlar
líkur benda til þess, að þau verði
útflutningsvara, — eins og líka
einu gildir, — nema þá í ör-
smáum- stíl. Eins virðist mega
búast við því, að eftir því sem
að landið ræktist og byggist, að
þá fari sauðfjenu fækkandi, sem
þó síst ætti að verða og síst má
verða, því að hjer verða altaf
óþrjótandi heiðar og fjallalönd til
beitar sauðfjenaði. En erlend
reynsla bendir oss á, að þannig
muni þó fremur fara. Samfara
læktun landsins, er fjölgun naut-
gripanna. Einnig svína og ali-
fuglarækt. Og hreindýrin þurfa
að fylla það skarð, sem hverfandi
hagnaðarvon af hrossaútflutn-
ingnum heggur í þann gripastól.
Vill ekki efnilegi bóndasonurinn
úr Borgarfjarðarhjeraði, fara þess
á leit við landsstjómina og þing-
ið í vetur, að mega handsama
nokkur íslensk hreindýr nú í vet-
ur, já, sem flest, og að honum
verði veittur styrkur af ríkisfje
sem brautryðjanda í nýju hags-
munamáli fyrir þetta þjóðfjelag?
Það verður að telja sigurvænlega
hugmynd hans um hreindýra-
hald hjer á landi.
15. sept. 1926.
B. F. M.
-----o----
Fossavirkjun. Lögrjetta hefur
margoft áður skrifað um fossa-
máhn og um nauðsyn þess, að
koma hjer á hagkvæmri fossa-
virkjun. En nú hafa um tíma
gengið manna á rnilli ýmsar sög-
ur um það, að byrja ætti á fram-
kvæmdum um virkjun Þjórsár-
fossanna, sem Titan hefur umráð
yfir, eins og fyr er frá sagt. Eng-
ar opinberar fregnir hafa þó bor-
ist um þetta ennþá. En norskur
maður, sem sagður er einn aðal-
maður þessa máls nú, Aal hæsta-
rjettarlögmaður, hefur verið hjer
á ferð, og er sagður væntanlegur
aftur, og einn Islendingurinn í
stjóm íjelagsins hefur verið er-
iendis um skeið. Er það Urriða-
foss, sem nú er talað um að
virkja, og þá jafnframt gert ráð
fyrir járnbrautarlagningu austur.
Er sagt, að til þess að byrja fram-
kvæmdirnar þykist fj elagið þurfa
65 milj. krónur; en virkjun Urr-
iðafoss út af fyrir sig, muni kosta
18—24 milj., eftir því hve mikið
aí afh verður notað. En iðjuverin
eiga að standa í nánd við Reykja-
vík, — en ekki fylgir það sög-
unni, hvaða iðju eigi að stunda.
Alt vatnsafl Urriðafoss áætlaði
Sætersmoen verkfræðingur 160
þús. hestöfl, eða 114 þús hestöfl
notuð í Reykjavík. Það mun vera
norrænt, þýskt og amerískt fje,
sem verið er að reyna að fá til
framkvæmdanna, ef úr þeim verð-
ur.
Sjómannastofan í Reykjavík er
smámsaman ahmikið að færast í
aukana. Er þar nú lesstofa og
skrifstofa fyrir sjómenn, og á
kvöldin eru þar guðsþjónustur. —
Fólk úti um land, sem þarf að
skrifa sjómönnum í Reykjavík,
getur sent brjef sín þangað og
munu þau þá komast til skila. —
Fyrstu 8 mánuði þessa árs hafa
verið send þangað 1450 shk brjef,
en alt árið í fyrra um 2000. Á
sama tíma í ár hafa sjómenn
skrifað þar 2500 brjef, en alt árið
í fyrra voru þau 3500. Guðs-
þjónustugestir hafa verið 4000 og
aðrir gestir 8000 til ágústloka í
ár. Forstöðumaður sjómannastof-
unnar er Jóhannes Sigurðsson
prentari.
Landskjörið. Á lista Framsókn-
arflokksins eru, sem fyr segir,
Jón bóndi á Ystafelli og Jón Guð-
mundsson frá Gufudal. Þennan
lista styðja einnig jafnaðarmenn.
Á lista Ihaldsflokksins eru Jónas
Kristjánsson læknir og Finar
Helgason garðyrkjustjóri. Frjáls-
lyndi flokkurinn býður engan lista
fram.
Búnaðarmálastjórinn. Um stöðu
hans eru 4 umsækjendur: Eggert
Briem bóndi í Viðey, Metúsalem
Stefánsson, ráðunautur, sem nú
er settur búnaðarmálastjóri, Páll
Zophóníasson skólastj. á Hólum og
Theodór Arnbjörnsson frá ósi,
ráðunautur. Sig. Sig. fyrv. bún-
aðarmálastjóri er nú staddur í
Danmörku.
Hann var lafmóður þegar hann kom að skemmunnf Hann
ætlaði að kikna 1 knjáliðunum og hann var löðrandi í svita.
Hvar var hann staddur? Hver hefði getað látið sjer koma
til hugar, að annar eins grafarstaður væri til í miðri
París? Hvaða hús var þetta? Það var fult af furðuleg-
ustu næturfyrirbrigðum, kallaði sálimar til sín í myrkr-
inu með englaröddum, og þegar þær komu, sáu þær alt í
einu hræðilegar sýnir, lofaði að opna dýrðarhhð himins-
ins fyrir þeim og opnaði þá hræðiiegar dyr Heljar. Og
þetta var í raun og veru hús, bygging, sem hafði sjer-
staka tölu í götu! Þetta var ekki draumur! Hann varð að
þreifa á steininum til þess að trúa því. Kuldinn, angistin,
óróleikinn og geðshræringamar, sem hann hafði orðið fyr-
ir um kvöldið, hleyptu ólgu í blóð hans; og ahar þessar
hugsanir þyrluðust hver innan um aðra 1 heila hans.
Hann gekk að Cosettu. Hún svaf.
Bamið hafði hallað höfðinu upp að steini og sofnað.
Hann siettist við: hlið hennar og horfði á hana. Hann varð
smátt og smátt rólegri', eftir því sem hann horfði lengur
á hana, og jafnaði sig æ betur. Honum var fuhljós sá santn-
leikur, sem Uf hans átti framvegis að reisast á, að meðan
hún væri á lífi, á meðan hann hefði hana hjá sjer, mundi
hann ekki æskja neins nema hennar vegna, ekki hræðast
neitt nema hennar vegna. Hann tók ekki eiinu sinni eftir
því, að honum var mjög kalt eftir að hann hafði farið
úr frakkanum til þess að skýla henni.
En innan um öll heilabrotin hafði hann nú um hríð
heyrt einkennilegt hljóð. Það var eins og hljómur frá
bjöllu. Hljóðið kom frá garðinum. Hann heyrði það greini-
lega, þó að veikt væri. Það var líkast hljóminum úr bjöll-
um kvikfjenaðarims í haganum. Jean Valjean sneri sjer
við og sá, að einhver var í garðinum. Einhver, sem líktist
manni, var á gangi innan um melónubeðin; istundum rjetti
hann úr sjer, stundum laut hann niður og nam þá stað-
ar, og var látbragðið því Ukast að hann drægi eitthvað
eítir jörðinni eða breiddi' ofan á hana. Hann virtist vera
haltur. Jean Valjean fór að skjálfa. Hann hafði rjett áði-
ur skolfið, vegna þess hvað garðurinn var eyðilegur, nú
titraði hann af því að einhver var á ferli í honum. Áður
hafði það verið eitthvað óskiljanlegt og leyndardómsfult,
sem hafði skelft hann, nú var það veruleikinn. Hann sagði
við sjálfan isig, að Javert og fjelagar hans væru ef til vill
ekki farnir, að hann hefði vafalaust sett menn á vörð á
götuna, og að ef þessi maður yrði var við hann hjerna í
garðinum, mundi hann kalla á mannhjálp og framiselja
hann. Hann tók Cosettu varlega í fang sjer og bar hana
bak við hrúgu af gömlu dóti lengst inni í skemmunni.
Cosetta hreyfði sig ekki. Hann hafði eftirlit með: mann-
inum í melónubeðinu frá þessum stað. Bjölluhljómurinn
heyrðist hvað lítið sem hann hreyfði sig. Þegar maður-
inn nálgaðist, kom bjöUuhljómurinn líka nær, þegar hann
fjarlægðiist, fjarlægðist hljómurinn líka; ef hann hreyfði
sig snögt, kom hvellur hljómur, ef hann nam staðar, hætti
hljóðið. Bersýnilegt var, að maðurinn var með bjöUu; en
hvers vegna? Hvaða maður var þetta, sem bjalla hjekk
við, eins og hann væri forystusauður eða uxi? Hann kom
óvart við hendumar á Cosettu, er hann var að spyrja
sjálfan sig að þessu, þær voru ískaldar. „Hún er þó ekki
dáim?“ sagði hann og istóð upp, skjálfandi frá hvirfU til
ilja. Hræðilegustu hugsanir þvældust í einni bendu í sál
hans. Þær stundir eru tU, þegar voðaleguistu hugmyndir
ráðast á menn eins og hópur norna og reyna af alefli að
sprengja veggi heilans. Þegar um eimhverja er að! ræða,
sem ástfólgnir eru, getur skynsemin tekið upp á allri vit-
leysu, sem hugsanleg er. Hann fór að hugsa um það, að
dauði gæti hlotist af að sofa í næturkulda undir beru lofti.
Cosetta, sem var mjög föl, hafðí fallið aftur niður fyrir
fótum hans, og hreyfði sig ekki. Hann hlustaði eftir and-
ardrætti hennar. Hún dró andann, en honum fanst andar-
drátturinn vera svo veikur, eins og hún væri að gefa hann
upp. Hvemig átti hann að hita henni aftur ? Hvemig átti
hann að vekja hana aftur? Alt annað hvarf úr huga hams.
Hann hljóp í ofboði út úr skemmunni. Hjer var ekkert
undanfæri, Cosetta varð að komast í rúm og hita sjer áð-
ur en atundarf j órðungur væri liðinn.
Hann stefndi beint til mannsins í garðinum. Hann
hafði tekið peningana upp, sem hann hafði í vestisvasan-
um, og hjelt á þeim í lófanum. Maðurinn laut niður og
sá ekki, þegar hann kom til hans. Jean Valjean gekk nokk-
ur skref, og var þegar kominn til hans. „Hundrað franka!“
kallaði hann til hams. Maðurinn hrökk við og leit upp. „Hjer
eru hundrað frankar“, sagði Jean Valjean, „ef þjer útveg-
ið mjer húsaskjól í nótt“. Tunglið skein beint framan í Je-
an Valjean. „Hvað er þetta, eruð það þjer, Madeleine?"
sagði maðurinn. Jean Valjean hopaði á hæli, er hann
heyrði þetta nafn, nefnt á þennan hátt, á þessari nætur-
stund og þessum istað af manni, sem hann þekti ekki. Hann
var við öllu öðru búinn. Maðurinn var álútur og haltur
öldungur; hann var klæddur eins og sveitamenn eru, og var
leðuról um vinstra hnje hans og nokkuð stór ibjalla feist
við hana. Það sást ekki framan í hamn, því að hann stóð í
skugga. En nú hafði bjöllumaður tekið ofan húfuna og
kallaði upp yfir sig, skjálfandi á beinunum: „Guð minn
góður! Hvernig eruð þjer hingað kominn? Þjer hljótið að
hafa fallið ofan frá himninum. Jæja, ef þjer dettið ofan
frá nokkurum stað, þá hlýtur það að vera himinimn. En
mikil ósköp eru að sjá yður! Engan hálsklút, engan hatt,
frakkalaus! Ef maður þekti yðúr ekki, gæti maður orðið
beinlínisi hræddur við yður! Frakkalaus! Herra minn
trúr; eru þá dýrlingamir orðnir hálfringlaðir nú á tímum?
En hvemig í ósköpunum komust þjer inn?“ Hver setning-
in rak aðra. Karlinn talaði með sveitalegri mælsku, sem
engin ástæða var til þess að óttast, sambland af undmn og
einfeldnislegri góðvild. „Hver eruð þjer, og hvaða hús er
þetta?“ spurði Jean Valjean. — „Nei, nú þykir mjer kasta
tólfunum!“ sagði karl. „Það eruð þjer, sem hafið komilð
mjer hjer fyrir, og þetta er húsið, isem þjer hafið komið
mjer fyrir í. Þekkið þjer mig þá ekki?“. — „Nei,“ svaraði
Jean Valjean. „Hvemig stendur á því, að þjer þekkið
mig?“. — „Þjer, sem hafið bjargað lífi mínu“, sagði mað-