Lögrétta


Lögrétta - 05.10.1926, Side 2

Lögrétta - 05.10.1926, Side 2
2 LÖGRJETTA Háskólínn. Ræða Guðmundar Thoroddsens rektors við setningu háskólans 2. okt. 1926. Ungu stúdentar! Þegar þjer nú komið hingað til háskólans, til þess að byrja nám, þá finst mjer eðlilegast, að þjer spyrjið hvers- konar stofnun þetta sje og hvað sje hingað að sækja. Það er líka gott fyrir okkur kennarana að athuga við og við háskólann sem heild, starfsfyrir- komulag hans og ytri og innri aðstæður og bera saman við er- lenda háskóla. Þó að háskóli vor sje lítill, ef til vill sá minsti í heiminum, að kennaratölu og nemenda, þá er þó ekki úr vegi, að vjer berum oss saman við þá stærri og sjáum á því, hverju þarf að breyta og hvað má færa í betra horf. Kenslufyrirkomulagið hjer og þar er töluvert ólíkt og er mun- urinn aðallega í því fólginn, að kenslan hjer stendúr miklu nær mentaskólakenslunni. Kenslan fer hjer mestmegnis fram með við- tali og yfirheyrslum, en erlendis er aðaláherslan lögð á fyrirlestra, sem kennaramir flytja. Munurinn er mikill. Við yfir- heyrslumar verður að mestu leyti að fara eftir ákveðnum bókum og lítið hægt út fyrir þær að komast. En yfirferðin verð- ur meiri og er svo mikil hjer, að minsta kosti í læknadeildinni, þar sem jeg þekki best til, að heita má, að farið sje yfir alt það, sem heimtað er til prófs, á þeim tíma, sem ætla má meðalmanni til námsins. Því er það, að stúdent sá, sem vel sækir kenslustundir á námstíma sínum, hlýtur að verða vel að sjer í sinni grein, nokkumveginn jafnvígur alstað- ar og hvergi götóttur. Þetta kem- ur líka í ljós í prófunum, sem hjer em yfirleitt góð, og það er afarsjaldgæft, að menn nái ekki prófi. Þar sem kenslan fer aðallega fram með fyrirlestrum verður yfirferðin aftur á móti miklu minni og er það auðskilið. Það væri lítið varið í, fyrir stúdent- ana, að hlusta á fyrirlestur, sem tekinn væri nær því orðrjett upp úr kenslubókunum, sem eru sam- anþjappaðar að efni og taka að- eins það allra nauðsynlegast með. Nei, fyrirlestramir em oftast um þau efni, sem kennarinn hefur lagt mikla rækt við og fengið eigin reynslu um og segja því miklu rækilegar frá en k enslu- bækurnar og taka miklu lengri tíma til yfirferðar yfir hvern kafla. Vjer skulum nú athuga nánar ' helstu kosti og lesti þessara kensluaðferða til þess að reyna að sjá hvar við stöndum og hvað laga þarf. Helsta kost yfirheyrsluaðferð- arinnar gat jeg Um áðan, að yfir- ferðin er mikil og hver stúdent fær útskýrt nær því hvað eina, sem komið getur til prófs. Þetta er því mjög hentug kensluaðferð fyrir meðalmennina og fyrir þá, sem varla ná meðallaginu og verð- ur líka til þess, að stúdentar sækja miklu betur kenslustundir en annars mundi. Með þessari aðferð kynnast líka kennarar og nemendur miklu betur og sambúð þeirra verður nánari og er það mikill kostur. Nemendur eiga því hægra með hjer en erlendis að snúa sjer beina leið til kennaranna og fá útskýringar og leiðbeiningar í náminu og kennarar halda sjer betur ungum og fjörugum, við nána sambúð við æskulýðinn, en þar sem segja má að nær því sje djúp staðfest milli nemanda og kennara. En gallar þessa fyrirkomulags eru líka auðsæir. Námið verður næstum því of auðvelt, stúdent- amir fá námsgreinarnar tuggnar og meltar og hafa varla axmað að gera en að sjúga þær í sig án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því að melta sjálfir. Þeir sem vel sækja kenslustundir þurfa lítið annað að gera. Þeir læra námsgreinamar í kenslu- stundunum. Þeir geta orðið lærðir menn með þessu móti, en þeir verða ekki jafnvel mentaðir og þeir hefðu orðið ef þeir hefðu þurft að leggja meira á sig. Hvað kennurunum viðvíkur þá er yfirheyrsluaðferðin ekki held- ur allskostar góð. Aðferðin er ekki nærri eins vandasöm og ekki eins tímafrek eins og fyrirlestra- kensla. Það er náttúrlega gott fyrir þá að sumu leyti og nauð- synlegt hjer við háskólann, þar sem allir eiga að vinna margfalt verk á við erlenda háskólakenn- ara og þar að auki að fást við hin og þessi aukastörf ef þeir eiga að geta hfað sómasamlega en það geta þeir ekki af laun- unum einum saman. En það er ilt að öðm leyti, þeirra mentun líð- ur líka við aðferðina og þeir verða síður vísindamenn, sem gera sjálfstæðar rannsóknir og finna ný sannindi. Þó er ekki þar með sagt, að heppilegt sje, að hver kennari taki sig til að skrifa nýja kenslu- bók í sinni grein. Slíkt getur verið nauðsynlegt þar sem fáar kenslubækur eru til eða engar eins og var t. d. í ísl. lögum þegar lagaskólinn tók til starfa en lítil þörf á því fyrir ísl. lækna- kennara, sem eiga úr hundruðum erlendra kenslubóka að velja, sem hægt er að gefa út með miklu minni tilkostnaði en ísl. bækur og endumýja eftir þörfum. Ef vjer nú lítum á fyrirlestra- kensluna þá fylgja henni líka bæði kostir og lestir. Aðalkostirnir eru fyrir kennarana, sem með því móti verða að sökkva sjer miklu dýpra niður í það efni, sem þeir ætla að tala um, en það verður aftur til þess að þeir mentast sjálfir betur, og ef vill til þess að þeir finna frekar nýjar leiðir. Fyrir nemendurna er það líka kostur að hlusta á góða og snjalla fyrirlestra og með því móti fá þeir meira að vita um það, sem kennarinn tekur til meðferðar en þeir mundu fá af kenslubókum og yfirheyrslum. En gallar eru á þessu kenslu- fyrirkomulagi ekki síður en hinu. Aðalgallann gat jeg um áðan, hvað yfirferðin er lítil og að kennarinn kemst ef til vill aldrei yfir alla kenslugreinina. Jeg man það um einn erlendan prófessor, sem fyrirlestur hjelt í fagi, sem til var ætlast, að stúdentamir tækju próf í eftir þriggja eða fjögra ára nám, að stúdentarnir reiknuðu út, að honum mundi endast fagið í 13 ár ætti hann að komsat yfir það alt. Það geng- ur ef til vil ekki svona seint hjá öllum, en seint gengur það og neyðir stúdentana til þess að leita sjer annarar fræðslu, annaðhvort upp á eigin spýtur eða þá með því að kaupa sjer kenslu aukreitis. Afleiðingin verður sú, að nemend- urnir sækja kenslustundirnar miklu ver, því að fæstir ganga mentabrautina til þess eins að verða vísindamenn og nú á tím- um geta menn ekki heldur orðið vísindamenn í öllum greinum náms síns. Það getur verið mjög ment- andi fyrir stúdentana að glíma sjálfir við námsgreinarnar, en það er erfitt og ókleift nema þeim duglegustu. Því var það svo t. d. við Hafnarháskóla þegar jeg var við nám að flestalhr stú- dentar fengu sjer „manuduction" í 2—3 greinum læknisfræðinnar og sumir í nær því öllum þeim greinum, sem til prófs komu. Þá fer nú að saxast á kosti fyrirlestrakensluaðferðarinnar og jeg held því, þegar öllu er á botninn hvolft, að jafnvel fyrir stúdenta muni kenslan með við- tali og yfirheyrslu verða betri. Þetta á þó aðallega við þær greinir, sem ætlast er til að stú- dentamir taki próf í. En fyrir- lestrar eru samt sem áður nauð- synlegir þar sem hentugar kenslu- bækur vantar og þar sem sjálf- sagt þykir að stúdentarnir fái yfirlit yfir eitthvert efni, sem ekki má ætlast til, að þeir fari að leggja á sig að lesa um heilar bækur. Jeg hef nú í aðaldráttunum borið saman kensluaðferðir hjer og erlendis og komist að raun um að okkar aðferð sje betri og mætti af því ætla, að jeg væri fullánægður með það fyrirkomu- lag, sem hjer ríkir á háskólanum. En svo er ekki. Jeg gat þess áðan að nám stú- dentanna hjer væri of hægt og því ekki nógu mentandi og þroskandi fyrir þá. Það líktist um of menta- skólanáminu, en háskólanám ætti helst að byggjast sem mest á sjálf- stæðri rannsókn. Ekkert er eins mentandi og þroskandi eins og að kryfja ákveðið efni til mergjar. Við getum ekki ,búist við nje heimtað af stúdent sjálfstæða rannsókn á öllum sviðum marg- þættrar vísindagreinar og því er okkar kensluaðferð að mörgu leyti góð, en óskandi væri, að hver stúdent vildi taka fyrir eitt- hvert ákveðið efni, sem honum væri mest hugleikið, og athuga það nánar en gert er í kenslu- bókunum, rannsaka það niður í kjölinn, í stuttu máli, verða vís- indamaður á þótt ekki væri nema örlitlu sviði. Hann má jafnvel fara út fyrir sitt eigið fag, hjer um bil sama hvað hann fæst við vísindalega, bara hann fáist við eitthvað. Þetta mun víðasthvar vera heimilað til meistaraprófs en ekki til embættisprófa, en þetta ættu allir að gera, jafnvel þótt þess sje ekki krafist. En til þess að geta fullnægt stúdentum að þessu leyti, þá þarf ýms hjálpartæki, sem við getum ekki boðið. Þar á jeg helst við ýmiskonar vinnustofur (labora- toria) fyrir stúdenta og aðra, sem vilja vinna að vísindalegu starfi. Þó eigum við eina slíka vinnustofu, sem jeg vil eggja stúdentana á að nota. Það er landsbókasaf nið. En Háskólinn á ekki að vera eingöngu kenslustofnun, hann á líka að vera vísindastofnun, þar sem kennaramir eiga að vera að- alverkamennimir, sem finna nýj- ' ar leiðir og ryðja nýjar brautir í baráttu mannkynsins fram til meiri þroska. Hróður háskólans inn á við, í landinu sjálfu, fer aðallega eftir því hversu vel hann mentar nem- endur sína og hve miklum og góðum menningarstraumum hann veitir á þann hátt yfir þjóðina en hróður hans útávið byggist nær eingöngu á því, hve mikið hann leggur til heimsmenningar- innar. Jeg geri ekki ráð fyrir því, að útlendingar þeir, sem á annað borð vita, að hjer er háskóli og þekkja ástæður hans, búist við miklu af honum, sem vísinda- stofnun. Flestir erlendir háskól- ar standa þar miklu betur að vígi. En hróður háskólans og um leið íslands er að miklu leyti undir því kominn, að við getum lagt eitthvað af mörkum til heimsmenningarinnar og með því sýnt, að við lifum í menningaf- landi, sjeum menningarþjóð, því að við getum ekki haldið áfram að lifa eingöngu á fornri frægð. Hvað getum við þá gert? Við verðum að leita að verkefnum, sem við stöndum betur að vígi að vinna að en aðrir og að þeim verkefnum á háskólinn að vinna af kappi. Og við eigum þau verk- efni. Þar á jeg aðallega við norræn fræði og íslensk náttúru- vísindi, rannsókn lands og þjóð- ar. í norrænum fræðum hefur þegar verið unnið töluvert af háskólanum og jeg veit, að þeim störfum verður haldið áfram. En hvað hefur háskólinn gert f yrir íslensk náttúruvísindi ? Hjeðan hafa komið rannsóknir á sullaveikinni á Islandi og rann- sóknir um íslenska mannfræði, frá læknadeildinni, en rannsókn landsins, gróðurs þess og dýra- lífs hefur háskólinn ekkert látið til sín taka. Frá Islandi hafa þó komið í mikilsverðar rannsóknir um nátt- úrufræði landsins, en háskólan- um að þakkarlausu. Islenska rík- ið hefur og lítið gert til þess að auka þekkinguna á náttúru landsins. Þó ber að geta þess, V. Hugo: VESALINGARNIR. að hjer yrði hann að dvelja. Fyrir ógæfumann, sem eins var komið fyrir og honum, var þetta klaustur hvorttveggja í senn, hættulegasta og öruggasta hæhð. Hingað mátti enginn karlmaður koma, og þess vegna var þetta ósvifn- asti glæpur, ef upp skyldi komast, og þá var leiðin stutt frá klaustrinu og í fangelsið. Hins vegar var þetta örugg- asta hælið, sem hægt var að hugsa sjer, því að tækist hon- um að fá að vera hjer, gat engum komið til hugar að leita nans hjer. Fauchelevent hafði líka um nóg að hugsa. Hann varð fyrst og fremst að kannast við það fyrir sjálfum sjer, að hann skildi ekki vitund í þessu. Hvemig hafði herra Madeleine komist hingað, þrátt fyrir háa steinvegg- ina? Enginn leikur sjer að því að stökkva yfir klaustur- múra. Hvemig hafði hann komist hingað inn með barn? Það er hægra sagt en gert að khfra yfir lóðrjettan vegg með barn í fanginu. Hvaða barn var þetta? Fauchelevent hafði aldrei heyrt getið um Montreuil-sur-Mer síðan hann kom í klaustrið, og hafði ekki minstu hugmynyd um, hvað gerst hafði. Andlitið á Madeleine olli því, að allar spum- ingar þögnuðu, og annars sagði Fauchelevent við sjálfan sig: „Það er ekki siður að reyna að veiða upp úr dýrling- um“. I hans augum var sami dýrðarljóminn um Madeleine og áður. Gamh garðyrkjumaðurinn hjelt, að hann mætti draga þá ályktun af nokkurum orðum, sem Jean Valjean hafði sagt, að herra Madeleine hefði að líkindum orðið gjaldþrota, vegna þess, hvað ilt var í ári, og að nú væm skuldheimtumennimir á hælunum á honum, eða að hann hefði flækst inn í einhver stjórnmál og yrði nú að fara með leynd, og líkaði Fauchelevent alls ekki miður við hann fyrir þá sök, því honum var nú eins farið og mörg- um sveitamönnum í norðurhluta landsins, að hann var ákveðinn Bonapartemaður frá fomu fari. Madeleine hafði verið að leita að felustað og fundið klaustrið, og ekkert var eðlilegra en að hann vildi vera þar kyr. En það, sem óskiljanlegt var í þess öllu og Fauchelevent var altaf að brjóta heilann um, var, að Madeleine skyldi hafa komist inn, og að hann var með telpuna með sjer. Fauchelevent horfði á þau, talaði við þau, en gat samt ekki trúað því, að þetta væri veruleiki. Hann byltist innan um getgátur, en það eina, sem honum var fylhlega ljóst, var það, að Madeleine hafði bjargað lífi hans. Og það nægði til þess að fá hann til þess að ákveða sig. Hann sagði við sjálf- an sig: „Nú er að mjer komið. Madeleine var ekki að hugsa sig lengi um þegar hann þurfti að skríða undir vagninn, til þess að draga mig undan“. Hann ákvað að bjarga Madeleine. Samt sem áður lagði hann ýmsar spurn- ir.gar fyrir sig og svaraði þeim: „Mundi jeg bjarga hon- um, eftir það, sem hann hefur gert fyrir mig, þó að hann væri þjófur?“ — „Já, jeg mundi gjöra það“. — „Mundi jeg bjarga honum, þó að hann væri morðingi?“ — „Já, jeg mundi gjöra það“. — „Þá á jeg líklega að bjarga hon- um fyrst hann er heilagur maður?“— „Já, áreiðanlega". En það virtist vera algjörlega óvinnandi vegur að láta hann vera í klaustrinu! En Fauchelevent gafst samt ekki upp. Þessi vesalings sveitakarl frá Picardiinu, sem hafði ekki annað að reiða sig á en vináttu sína, einlægan vilja og nokkuð af sinni gömlu sveitamannskænsku, sem hann notaði í góðum tilgangi, einsetti sjer að vinna bug á öll- um tálmunum, sem klaustrið gerði og kæra sig kollóttan um ströng fyrirmæli hins heilaga Benedikts. Fauchele- vent gamli hafði altaf verið eigingjam maður; en er hann var nú orðinn skar eitt á aftni lífs síns og hirti ekki um neitt, sem þessa heims var, var honum sjerstök ánægja í því að sýna, að hann væri þakklátur, og er hann sá, að hjer var tækifæri til þess að gera góðverk, lagði hann sig allan í líma, eins og maður, sem væri að deyja, mundi grípa gott vín, sem hann hefði aldrei bragðað fyr, og drekka það með áfergju. Annars hafði loftið, sem hann hafði andað að sjer í klaustrinu, upprætt eigingirnina úr honum, og að lokum gert honum það nauðsyn að gera eitthvert góð- verk. Niðurstaða hans var því þessi: að gera alt, sem í hans valdi stæði, fyrir Madeleine. Vjer töluðum rjett áðan um hann sem vesalings sveitakarl frá Picardíinu. Þessi ummæli eru rjett, en þau eru ófuHkomin. Hann var sveitamaður; en hann hafði ver- ið nokkurskonar bænda-málaflutningsmaður, og það hafði sett nokkurn kænskubrag á greind hans og breytt upp- haflegri einfeldni hans í ráðkænsku. Ýmsar orsakir höfðu valdið því, að hann hafði mist efni sín og lækkað svo í tigninni, að hann varð ökumaður og daglaunamaður, frá því að hafa verið bænda-málaflutningsmaður; en þrátt l’yrir öll blótsyrðin og svipuhöggin, sem ekki virðist vera hægt að komast hjá, þegar hestar eru annarsvegar, var þó nokkuð af málaflutningsmamiinum eftir í honum. Hann var greindur vel, talaði gott mál, og gat tekið verulegan þátt í samræðum; en það er ótítt um þorpsbúa, svo að hinir sveitamennirnir sögðu um hann: „Hann talar eins og tíginn maður“. Hann var í raun og veru einn þeirra manna, er síðasta öld nefndi „að hálfu borgari, að hálfu sveitamaður“. — Þótt Fauchelevent gamli væri nú að þrotum kominn og hefði margt orðið að reyna af forlög- unum, fór hann þó jafnan eftir því, sem honum datt fyrst í hug, og ljet ekkert snúa sjer, og er það fyrirtaks eigin- ieiki, því að hann ver því að menn verði illir. Gallar hans og lestir, því að hann hafði ekki verið laus við þá, voru á yfirborðinu. I stuttu máli: svipur hans var eins og þeirra manna, er glöggskygnum mönnum geðjast að. í þessu gamla andliti voru engar þær hrukkur, sem bera vott um ilsku eða heimsku. « Fauchelevent lauk upp augunum við sólai’komu, eftir að hafa hugsað málið feikilega rækilega, og sá þá Made- leine sitja á hálmbingnum og vera að horfa á Cosettu sofandi. Fauchelevent settist upp og sagði: „Jæja, hvern- ig ætlið þjer nú að fara að því að komast hingað inn, fyrst þjer eruð hingað kominn?“ í raun og veru var alt vanda- málið fólgið í þessum orðum, og þau vöktu Jean Valjean upp úr heilabrotum hans. Þeir gengu á ráðstefnu. „Fyrst er nú það“, sagði Fauchelevent, „að þjer megið ekki stíga fæti út úr þessu herbergi fyrst um sinn, og telpan litla ekki heldur. Ef þjer farið eitt fet út í garðinn, þá er alt í veði“. — „Já, þetta er alveg satt“. — „Þjer komið á hag- I l

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.