Lögrétta


Lögrétta - 05.10.1926, Page 3

Lögrétta - 05.10.1926, Page 3
LOGRJETTA S sem gert er. Nokkrir styrkir hafa verið veittir í fjárlögum og nú nýlega var Bjarna Sæmundssyni fiskifræðing veitt lausn frá kenslustörfum með fullum laun- um, til þess að geta gefið sig við vísindalegum rannsóknum. Það var vel gert og maklegt um svo mætan vísindamar.n. En þetta er ekki nóg. Laun Bjarna Sæmunds- sonar eru bundin við hann per- sónulega og þegar hann fellur frá erum við staddir í sama öng- þveitinu og áður. Erlendir vís- indamenn koma hingað árlega til náttúrufræðisrannsókna af því að hjer er svo margur óplægður ak- ur á þeim sviðum. Við eigum sjálfir að plægja akra vora og þess vegna eigum við að bæta í háskólann kennarastóli fyrir náttúr uf ræði ng. Jeg ætlast ekki til þess, að við getum fyrst um sinn kent hjer náttúrufræði eins og við aðra há- skóla, en 1 eða 2 menn geta mik- ið gagn gert. Þeir geta kent stúdentum úr öllum deildum al- menna líffræði (biologi), líkt og þeim eru nú kend forspjallsvísindi, en að öðru leyti á aðalstarfið að vera rannsókn landsins og leið- beining ungum vísindamönnum, sem að slíkum rannsóknum vilja starfa. Þið sjáið, ungu stúdentar, að nóg er að gera hjer við háskól- ann og ekki hvað minst undir ykkur sjálfum komið, ef Islend- ingar eiga að halda áfram að kallast menningarþjóð, og kröf- urnar verða æ meiri og meiri. Það er ósk mín og von til ykk- ar, að ykkur megi lánast að hjálpa til þess að gera garðinn frægan og auka þannig hróður Háskóla Islands. ----o--- Hreindýr. Það er enginn efi á því, að það er rjett, sem sagt er í grein B. F. M. í Lögrjettu 21. sept., að hreindýrarækt getur verið mjög arðsöm víða á landinu, þar sem nú eru stór svæði sem koma að litlum eða alls engum notum. En það er skökk aðferð, sem B. F. M. stingur upp á, að reyna að ná lifandi hreindýrum hjer, og hefja með þeim hreindýrarækt. Það yrði afarerfitt að ná dýr- unum, og sennilega ógerningur, nema alveg nýbornum kálfum. þyrfti þá að liggja við uppi í óbygðum, svo vikum skifti, til þess að vera til taks. Gæti þá vel farið svo, að margra vikna starf 3—4 manna (því færri þýddi tæplega að hafa) yrði al- gerlega árangurslaust. En þegar best gengi fengjust örfáir kálf- ar, sem væru dýrari en fullorðin dýr frá Noregi, en þyrftu þó að vaxa upp áður en eiginleg „rækt“ gæti byrjað. En hreindýrarækt þyrfti helst að byrja með svo mörgum dýrum að það borgaði sig að hafa mann með þeim að stað- aldri. Ef einhver ætlaði að fara að koma sjer upp sauðfjárbúi, mundi hann ekki kaupa það fje, sem hendi væri næst, heldur að- eins besta fjeð, er hann ætti kost á að fá. Sömu aðferðina á að hafa með hreindýrin; við eigum að kaupa úrvalsskepnur frá Nor- egi, þegar hreindýrarækt verður hafin hjer. Sennilega er það misskilningur að sótt hafi verið um innflutn- ingsleyfi á hreindýrum til stjórn- arinnar, en hún neitað vegna hættu á að flytja til landsins munn- og klaufasýki, enda væri ekki nokkur átylla til þess að neita um slíkt leyfi. Hreindýr mundu varla flutt hingað frá öðru landi en Noregi, en þar hefur aldrei ennþá sýkst skepna af munn- og klaufaveiki. Ólafur Friðriksson. ----o---- Ferð í Noregi. Margt var lærdómsríkt að sjá á Ási, enda er þar miðstöð æðstu búnaðarmentunar í Noregi. — Nokkrir Islendingar hafa stundað nám við skólann, en þó eru þeir tiltölulega fáir; flestir stunda nám við búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Því hefur lengi verið haldið fram, að við ættum að fara til Noregs til að læra búnaðarfræði, bæði bóklega og verklega. öjerstaklega hefur ver- ið bent á, að náttúruskilyrði væru líkust í Noregi og hjá oss og hefð- um við því mest gagn af dvöl hjá norskum bændum og í norsk- um bændaskólum. Það er mitt eindregið álit að þessi skoðun sje rjett. En áríðandi er að dvalar- staðir sjeu rjett valdir. Áður stunduðu margir íslendingar nám á Stend við Björgvin og er sá skóli góður. Ef til vill væri heppilegra að sækja nám í bún- aðarskóla norðanfjalls eða í Þrændalagi vegna náttúruskilyrða, en nánari þekkingu hef jeg ekki af skólum þar. Þeir sem vilja kynna sjer nýræktun ættu að dvelja á Jaðri um sumartíma og kynna sjer verkaðferðir þar. Af minni kynningu á þeim slóðum, þá verð jeg að segja, að oss dytti alls ekki í hug að líta við að rækta eða brjóta sumt af því landi, sem þar er brotið til rækt- unar. En eigi að síður höfum vjer íslendingar gott af að kynnast því. Til að gefa mönnum litla hugmynd um hvað ræktun er víða erfið í Noregi skal jeg geta þess, að vestanfjalls er talið að ræktun á 1 máli (= 1,10 ha) kosti frá 500—1000 kr. Austan- og norðan- fjalls er ódýrara að rækta. Norskir bæridaskólar eru bæði bóklegir og verklegir, venjulegast þriggja missera skólar, tveir vet- ur og sumarið á milli. Norðmenn telja það heppilegra að verklega námið sje kent við bændaskól- ana, en treysta því ekki að nem- endur fái þá heppilegu verklegu þekkingu við verklegt nám hjá bændunum sjálfum. Þetta fyrir- komulag er alveg gagnstætt hjá Norðmönnum og Dönum, og við höfum sem í svo mörgu tekið áhrifum frá Dönum og höfum sama og ekkert verklegt nám við vora bændaskóla. En mjög er það vafasamt hvort það sama á við hjer á landi og í Danmörku. Danskur búnaður stendur á svo háu stigi að margir bændúr þar geta annast verklegu kensluna. En þar er öðru máli að gegna í Noregi einkum vegna þess, að býli eru svo smá, að búnaðarlær- lingar sjá ekki eins mikið og skyldi, sjerstaklega ekki nógu fjölbreyttan búnað. Hjer á landi eru til margir góðir bændur sem geta veitt verklega kenslu, en þó eru þeir tiltölulega fáir, og ætti því verklega námið að vera bund- ið við búnaðarskólana. Meðalstærð býla í Noregi er 2,9 ha af ræktuðu landi og 1,1 ha engi. Það er augljóst, að þar sem meðaltalið er svona lágt, hljóta mörg býli að vera smá innan um. 16,4% af býlum hafa undir 2 hekturum ræktað land, 41.9% frá 2—10 ha, en 39% frá 10—50 ha og einungis 2,7% yfir 50 ha. Þessar tölur gefa dálitla hugmynd um búnað Norðmanna, en þó er vert að geta þess, að auk ræktaða landsins og engis fylgir býlunum skóglendi og beiti- lönd. Skógarhögg er mjög mikið í Noregi og hafa margir smá- bændur aukatekjur af því. Af þessu búnaðarfyrirkomulagi leiðir, að Norðmenn hafa fundið ástæðu til þess að tvískifta búnaðar- fræðslunni, og hafa auk bænda- skólanna aðra skóla, sem þeir kalla „Smaabrukerskole", er mætti kalla smábændaskóla. Þar er kenslunni hagað eftir þörfum smábýlabænda. Þeim er kent að rækta litla blettinn vel, sjerstak- lega er lögð áhersla á garðrækt, jafnframt því sem búfjárrækt er kend, sjerstaklega alifuglarækt, kanínurækt, býflugnarækt, ásamt annari búfjárrækt. Þessir skólar hafa risið upp af þörf. Menn hafa fundið að best sje að bændaefn- in fái mentun við sitt hæfi, og sjest glöggt ávöxtur þess. Sá sem ferðast í Noregi tekur fljótt eftir því, hvað þessir litlu ræktanlegu blettir eru vel notaðir. Þar hljóta menn að finna að landið er verð- mætt sje það vel ræktað. Mjer hefur orðið dálítið tíðrætt um búnað og búnaðarfræðslu Norð- manna, og hef jeg orðið fyrir áhrifum af þessu á ferðum mínum. Nú á jeg einungis eftir að minnast á einabúnaðarstofnun enn sem jeg heimsótti. Það er Statens Smaabrukerlærerskole við Hval- stað. Tilgangur þessarar skólastofn- unar er að fullkomna kennara við smábændaskólana og ráðanauta fyrir smærri bændur. Jafnframt því eru haldin á skólanum ýms önnur námskeið, ásamt tilrauna- starfsemi, sem er sjerstaklega miðuð við smábýlabúskap. I skólanum eru þessi námskeið haldin: 1. 2 ára bóklegt og verkelgt nám til fullnaðarprófs fyrir kenn- ara á smábændaskólum. 2. 2 ára mestmegnis verklegt námskeið fyrir handverkskennara. •3. 1 árs verkriemanámskeið í smábúskap. 4. Stutt námskeið eftir því sem rúm og fjárveiting leyfir. Það yrði of langt mál að skýra frá hvað kent er í skólanum, hvaða námsgreinar, eif* jeg býst við að mönnum sje það vel ljóst að þama er ekki síður lögð áhersla á verklegu kensluna en þá bóklegu, og má segja að það sje sjerkennilegt fyrir norska bændafræðslu. Jeg ætla aðeins að gefa yfirlit yfir í hvaða námsgreinum einkunn er gefin í verklegu við fullnaðar- próf smábændaskólakennara: 1. Jarðræktarvinna, 1 eink. 2. Garðræktarvinna, 1 eink. 3. Handverksvinna, 1 eink. 4. Hirðing stærra búfjár, 1. eink. 5. Hirðing smærra búfjár, 1 eink. 6. Verkstjórn (við jarðrækt og garðrækt), 1 eink. Læt jeg svo staðar numið að rita um þessa kenslustofnun, sem mjer virðist vera á margan hátt sjerstök í sinni röð og á ýmsan hátt lærdósmríkt að kynnast. Skólinn hefur nú starfað í 12 ár og á áreiðanlega fyrir sjer að vaxa og blómgast í framtíðinni, því að hann er stofnaður vegna knýjandi þarfar fyrir þá starfs- menn sem þaðan koma og þar njóta mentunar. Jeg get búist við að nokkur ár líði þangað til vjer íslendingar fáum æðri búnaðarkenslustofnun en vora bændaskóla. En þó eru ýmsir hugsandi menn þjóðarinn- ar farnir að sjá það og finna, að þörf sje á æðri innlendri bún- aðarmentun. Má í því sambandi minnast á ummæli prófessors Guðm. Hannessonar. Hann tekur svo djúpt í árinni, að vilja stofna búnaðarháskóla, er sje deild frá Háskólanum í Reykjavík. Hann sjer með kvíða þann straum sem nú er af stúdentum að embættis- námi og vill beina mentamönnum inn á nýjar brautir, þar sem þeir fá æðstu mentun í rekstri aðal- atvinnuvega þjóðarinnar, land- búnaði og sjávarútvegi. Jeg verð að láta það í ljósi, að jeg er í þessu alveg sammála prófessom- um. En hitt er annað mál, að þarna er um talsverðan kostnað að ræða, svo að á slíkum kreppu- árum sem nú eru, má búast við að framkvæmdimar bíði um nokkur ár. Þó er ef til vill ekki alveg óhugsandi, að þing og stjóm sjái sjer fært að taka lítið skref í áttina, sem sje það, að eins árs námskeið sje sett á stofn við Háskólann til undirbúnings bú- fræðingum, er hugsa sjer að stunda nám við búnaðarháskóla erlendis. Og að það sje sett sem skilyrði fyrir aðgöngu að búnaðar- embættum hjer á landi, að þeir hafi tekið próf þaðan, ásamt bú- fræðiskandidatsprófi. Auk þess teldi jeg mjög æskilegt, að stú- dentar notuðu dálítið af starfs- kröftum sínum til að kynnast búnaði, því það er kunnugt að margir embættismenn, svo sem prestar, verða síðar meir að búa, og það venjulega á ríkissjóðs- jörðum. Mjer finst það því ekki nema sjálfsögð krafa frá því opinbera, svo að lítilsháttar frek- kvæmri stund, Madeleine“, hjelt Fauchelevent áfram; — „líka mætti segja á ógæíustund, því að ein systirin er veik. En af því leiðir það, að því verður ekki veitt mikil athygli, sem hjer gerist. Svo er að sjá, sem hún eigi að oeyja. Þær eru á sífeidri bæn; enginn hugsar um annað. Hún, sem er að sálast, er healög kona — það eru þær nú reyndar allar hjer. Fyrst á að flytja bænir fyrir þeim, sem eiga i dauðastríði, og síðan fyrir þeim, sem dánir eru. Við getum verið rólegir í dag, en jeg ábyrgist ekkert um morg- undaginn“. — „Já, en kofinn er í skoti í múmum, og auk þess skyggja einskonar rústir á og trje, svo að hann sjest ekki frá klaustrinu“. — „Já, og nunnurnar koma aldrei hingað“. — „Nú, einmitt það?“ sagði Jean Valjean. — „Já, en svo eru þær litlu“, sagði Fauchelevent. — „Hvaða litlu?“ — Fauchelevent ætlaði einmitt að fara að svara, þegar klukkan sló eitt högg. „Nunnan er dáin. Þetta er hringingin“. Hann gaf Jean Valjean bendingu um, að hlusta á. Klukkan sló aftur eitt högg. Þetta er hringing- in, herra Madeleine. Svona verður haldið áfram í tuttugu og fjórar klukkustundir, með eitt högg á mínútu, þangað til líkið verður flutt út úr kirkjunni. Jú, lítið þjer á, þær litlu leika sjer í frístundunum. Ekki þarf annað að koma fyrir en að bolti velti hingað, þá koma þær, þó að þeim sje bannað það, og leita alstaðar og umsnúa öllu. Þetta eru mestu drísildjöflar, litlu englarnir þeir arna“.------- „Hverjir?“, spurði Jean Valjean. — „Telpurnar. Þjer munduð vafalaust finnast, og þá telpumar æpa: „Nei, lítið á, hjer er karlmaður! En í dag er engin hætta; í dag verð- ur ekkert frí. Það verður ekki gert annað allan daginn en biðjast fyrir. Heyrið þjer til klukkunnar? Eins og jeg sagði, eitt högg á mínútu. Það er dauðahringingin“. — „Nú skil jeg yður, Fauchelevent gamli. Hjer eru þá heima- vistir“. Og Jean Valjean hugsaði með sjálfum sjer: „Að hugsa sjer, ef jeg gæti nú komið Cósettu hjerna fyrir!“ Fauchelevent mælti: „Já, það veit sá sem alt veit, hjer er alt fult af telpukrökkum; og þær mundu æpa upp yfir sig og leggja á flótta, því að það er eins ilt að vera karl- maður hjer eins og að vera pestpittur. Þjer sjáið að þær hafa sett bjöllu um hnjeð á mjer, eins og jeg væri „villi- dýr“. Jean Valjean hugsaði fastar og fastar. „Þetta klaust- ur hlýtur að geta bjargað okkur“, tautaði hann í barm sjer. Og hann bætti við upphátt: „Vandinn er þetta, hvernig á að fara að, til þess að geta verið hjer kyr“. — „Nei“, sagði Fauchelevent; „vandinn er hvemig þjer eig- ið að komast hjeðan út. Það er ótækt, að þjer finnist hjer. Hvaðan komuð þjer? Jeg lít nú svo á, að þjer hafið fall- ið frá himnum, af því að jeg þekki yður, en nunnumar heimta að komið sje inn um hliðið“. Nú heyrðist alt í einu hringt með annari klukku á einkennilegan hátt. „Jæja“, sagði Fauchelevent, „nú er verið að kalla atkvæð- ísbæru mæðumar saman. Það á að halda regluráð. Það er alt af haldið regluráð, þegar einhver deyr. Hún dó við sólarkomu. Þær deyja oftast við sólarkomu. En segið þjer mjer annars, getið þjer ekki farið sömu leið út og þjer komuð inn?“ Jean Valjean fölnaði upp. Það fór hroll- ur um hann við hugsunina eina, að eiga að fara aftur nið- ur í þessa hræðilegu götu. Hann ímyndaði sjer, að lög- reglan væri enn á ferli í umhverfinu, hann sá verðina, sem sátu um hann, lögregluþjónana alstaðar, hræðilegar útrjettar hendur, sem biðu þess að geta læst sig í hann, og Javert á götuhorninu. „Það er ógerningur, Fauchele- vent“, sagði hann. „Trúðu því, að jeg hafi fallir frá himn- um ofan“. — „Jeg trúi því, jeg trúi því“, sagði Fauchle- vent, „þjer þurfið ekki að fræða mig neitt um það. Drott- inn tók yður í lófa sinn, til þess að athuga yður nánar, og svo slepti hann yður aftur. Hann ætlaði að setja yður í munkaklaustur, en hann setti yður hingað í misgripum. Jæja, þá byrja þær aftur. Það er til þess að láta dyra- vörðinn vita, að hann eigi að skýra yfii'völdunum frá því, að hún sje látin, svo að þau geti sent líkskoðunarlæknir- inn. Já, að hugsa sjer alt þetta umstang, þegar einhver deyr! Blessuðum frúnum er ekkert um þessa heimsókn hans. Þessir læknar trúa ekki á neitt. Hann lyftir slæð- unni frá andlitinu, stundum lyftir hann fleiru. Það er naumast þeim liggur á að ná í lækninn í þetta sinn; ham- ingjan má vita, hvað um er að vera. Litla telpan yðar sef- ur enn. Hvað heitir hún?“ — „Cosetta“. — „Er þetta dóttir yðar? Nei, þjer eruð víst fremur afi hennar?“ — „Já —“. — „Það er enginn vandi að koma henni hjeðan út. Jeg hefi sjerstakt hhð fyrir mig út að garðinum. Jeg ber að dyrum og dyravörðurinn lýkur upp. Jeg er með körfuna mína á bakinu, telpan er í henni og jeg fer mína leið. Það er ekkert við þáð að athuga, þó að Fauchlevent gamli fari út með körfuna sína. Þjer verið aðeins að segja telpunni, að hún verði að liggja grafkyr. Hún verður und- ir dúknum. Svo kem jeg henni fyrir, meðan þess þarf, hjá gamalli vinkonu minni, aldinselju í Chemin-Vert-götu; hún er heymarsljó og hún hefur rúm. Jeg hrópa í eyr- að á kerlingu, að þetta sje systkinabarn mitt, og að hún verði að geyma hana til morguns. Og svo getur telpan komið aftur með yður, því að jeg skal sjá utn að þjer komist inn aftur, það er ekkert undanfæri með það. En hvernig ætlið þjer að fara að því að komast hjeðan út?“ Jean Valjean hristi höfuðið. „Aðalatriðið er það, að eng- inn sjái mig, Fauchelevent gamli, þá fer alt vel. Getið þjer ekki komið mjer út í körfu, undir dúk, eins og Co- settu?“ Fauchelevent klóraði sjer bak við eyrað með löngutöng á vinstri hönd, og var það vottur þess, að hann væri í alvarlegum vandræðum. Þá var aftur tekið að hringja. „Jæja, nú er læknirinn að fara“, sagði Fauchele- vent. „Hann hefir sjeð líkið og sagt: Hún er dauð. Þegar læknirinn hefir undirskrifað vegabrjefið til Paradísar, sendir greftrunarskrifstofan kistu. Sje það móðir, sem dáið hefur, kistuleggja mæðumar líkið, sj'e það systir, gera systumar það, og jeg negli kistuna þvínæst aftur. Það er eitt af mínum garðyrkjustörfum. Garðyrkjumað- ur er að nokkm leyti grafari. Það er farið með hana í sal við hliðina á kirkjunni, og er hægt að komast þaðan út á götuna. Þangað mega ekki aðrir karlmenn koma en lík- skoðunarlæknirinn — því að jeg tel ekki líkmennina og mig með karlmönnum. I þessum sal er það, sem jeg negli

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.