Lögrétta


Lögrétta - 02.11.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.11.1926, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Lýðháskólarnir í Danmörku. Nítjánda öldin hefur stundum verið nefnd „þjóðræknisöldin“, af þeirri ástæðu, að á henni kemur fram meiri skilningur á þjóðleg- um kröfum en áður þektist. Ekki aðeins hinar stærri þjóðir, held- ur einnig smáþjóðir, er varla þektust áður, vakna af dvala og krefjast frelsis. Þessar þjóðfrels- iskröfur ryðja sjer braut í byrj- un aldarinnar um og eftir Napo- leons-styrjaldimar. Við hina mis- hepnuðu tilraun Napoleons að leggja undir sig alla Evrópu, luk- ust augu manna upp fyrir því, að velferð mannkynsins er ekki fólg- in í því, að steypa allar þjóðir í eitt mót, heldur er hún fólgin í því, að hver smáþjóð fái að lifa sínu frjálsa lífi. Þessi alda kom sterkast fram í Þýskalandi í byrjun aldarinnar, meðan landið var í klóm Napole- ons, og fluttist svo þaðan hingað til Norðurlanda. Heimspekingur- inn Johan Gottlieb Fichte hefur sett þessar skoðanir skýrast fram í fyrirlestrum þeim, er hann flutti í Berlín veturinn 1807—08. Hann segir að hver maður hafi tilhneigingu til að þroskast and- lega sjálfstætt. Þess vegna njóti kraftarnir sín þar best, sem hinir meðfæddu eiginleikar geti þrosk- ast á sjálfstæðan hátt. Þannig er því einnig varið með þjóðirnar. Og það er hann sem hefur gefið öldinni nafnið „þjóðræknisöldin“. Þennan sama vetur, 1907-08, kom fram í Berlín kjörorðið: „Það sem tapaðist hið ytra, skal aftur vinnast innan frá“. Og það er engin tilviljun að þessi sömu orð hljóma frá ræðustólum dönsku lýðháskólanna eftir að Danir höfðu tapað Suður-Jótlandi 1864, því hinir dönsku lýðháskólar eru beint áframhald af þessari bylgju. Fyrir fáum árum barst í tal á sveitarsamkomu á Islandi hin danska lýðháskólahreyfing. — Urðu töluverðar kappræður um hvort það fyrirkomulag ætti við á Islandi eða ekki. Voru þar menn viðstaddir er hjeldu með hinni dönsku lýðháskólahreyf- ingu, þar sem kenslan færi að miklu leyti fram í samtölum og fyrirlestrum, og skólamir voru án prófs. Sóknarpresturinn var þama viðstaddur og hjelt þar á móti með „leksiu“-lestri og yfir- heyrslum og að skólarnir væru með prófi. En er tók að fækka þeim rökum, sem hann hafði máli sínu til stuðnings, fræddi hann þá sem viðstaddir voru um það, að nú væru Danir búnir að leggja niður þetta fyrirkomulag, og væru búnir að innfæra próf við lýð- háskóla 'sína. Ekki vissi hann nú betur! Maður skyldi ætla af þessu, að hin danska lýðháskóla- hugsjón sje ekki mikið þekt á landinu, því síður að hún eigi þar miklar rætur, enda mun svo vera. Af þeim ástæðum vil jeg nú gera tilraun til að lýsa hvemig hinir núverandi lýðháskólar í Dan- mörku hafa komið mjer fyrir sjónir, í þeirri von, að það geti skýrt málefnið lítið eitt. Upphaf iýðháskólahugsjónarinnar. Áður en jeg lýsi hinum nú- verandi lýðháskólum, vil jeg með nokkrum orðum minnast á upp- haf hugsjónarinnar og framgang. Presturinn og skáldið N. F. S. Grundtvig hefur alt af verið tal- inn faðir hinnar dönsku lýðhá- skólahugsjónar, og það með rjettu. En til þess að skilja þessa hugsjón þarf að kynnast æfi Grundtvigs — þessari norrænu hetju með hinu viðkvæma og leit- andi sálarlífi. Hann skifti oft skoðunum á mikilvægum málum, og það er ekki fyr en eftir 1830 að hugsjónin kemur fram um þessa frjálsu unghngaskóla. Hann fór þrisvar til Englands á árun- um 1829—31, til þess að rann- saka gömul handrit á söfnum Lundúnaborgar. En lífið á göt- um borgarinnar hafði meiri áhrif á hann en bækumar á söfnun- um. Hann varð mjög hrifinn af allri þeirra lifandi starfsemi, sem hann mætti í Englandi, mótsett kyrðinni í Danmörku. En hver var orsökin? Hann komst að þeirri niðurstöðu, að hún var sú að Englendingar höfðu frelsi sem Dani vantaði. Og þetta frelsi var bæði á trúar- og stjórnmálasvið- inu. — Frá þeim tíma barðist Grundtvig fyrir frelsi í kirkju, ríki og skólum alla æfi. Árið 1836 gefur hann út smá- hver þar sem hann setur lýð- háskólahugsjónina fyrst fi’am. Það er hugsjónin um einn stór- an lýðháskóla fyrir alt landið, sem hann hugsaði sjer að skyldi standa í Sórey: Þennan skóla hugsaði Grundtvig sjer reistan með tilliti til þeirra bænda og borgara, sem höfðu fengið rjett til að sitja í þjóðráðinu frá 1830. Til þess að geta notið sín þar krafðist hann þekkingar á þjóð- legum fræðum, t. d. í móðurmál- inu, sögu landsins og þjóðfjelags- fræði. Og að setjast á skólabekk í gagníræðaskóium og lesa þar í fleiri ár, höfðu þessir bændur hvorki vilja nje tíma til. En úr þessu átti lýðháskólinn í Sórey að bæta. Hann átti að veita ung- um starfsmönnum, sem vildu aft- ur til vinnu sinnar, hagkvæma þekkingu, svo að þeir skyldu bet- ur skyldur sínar og rjett í þjóð- fjelaginu. Skólinn átti að standa á frjálsum grundvelli, þar sem hver helgaði sjer það af kenslunni, er hann hafði áhuga fyrir. Grundt- vig segir að skólinn eigi að vera „andlegur máttur þar sem lífið og stundin leiðir hinn ómissan- lega rjett í ljós“. Hann átti ekki að gefa neinn vissan mæli af þekkingu, sem mæld yrði við prófborðið „en líí, útsýni og hag- kvæma dáð“. En skólinn í Sórey kom aldrei. Þar á móti var hinn fyrsti lýð- háskóli reistur í Rödding 1844 með frjálsum samskotum. Og svo kom hver af öðrum. Aðallega er blómatími þessara skóla eftir að Danir höfðu tapað Suður- Jótlandi 1864. Og eftir það eru þeir með lítilsháttar öðrum blæ. Það eru þjóðlegir vakningaskólar, sem hafa það markmið, að vekja liina dönsku þjóð til starfs og dáða. Kenslan fer að mestu leyti fram í fyrirlestrum og mest áhersla er lögð á það þjóðlega — sögu landsins og þjóðsöngva. — Skóhnn átti að standa á hinum þjóðlega grundvelli. Þess vegna átti engin sjerstök kensla að vera í hinni kristnu trú: „Fyrirlestrar- salinn má ekki gera að kirkju- sal“. segir Grundtvig á einum stað. „Þú verður fyrst að vera maður, svo kristinn, það er nátt- úrulögmál (Menneske först og Kristen saa, det er Naturens Orden). Nei, lýðháskólamir eiga hvorki að vera trúfræðileg eða siðfræðileg stofnun, en þeir eiga að hjálpa unglingunum til að koma út á hið stóra haf, þar sem mannlífið og náttúruöfhn taka þátt í hinum stórfelda leik. Grundtvig vill að barnið fái að lifa sem barn, það má ekki þving- ast til að hugsa og gera eins og þeir fullorðnu. Þannig á æskan einnig rjett á að fá að lifa æsku- lífinu. Lýðháskóhnn á að hjálpa æskunni til að lyfta huganum' frá hinum venjulegu hversdagsstörf- um, og gefa þeim tækifæri til þess að lifa saman í hóp einn vetur — eða eitt sumar — af sín- um æskuámm. Þessi samvera er stór og þýðingarmikill liður í starfi lýðháskólans. Að .dvelja saman með fólki á sama þroska- stigi, með sömu tilfinningar, sömu þrár og vonir, leiðir til að þar finst gildi æskulífsins, og þar eru bundin vináttubönd er hald- ast alla æfi. Það gefur ást á hf- inu, og gleði í hversdagsstörf- unum. Alt þetta vildi Grundtvig vinna með hinu lifandi orði. Bókstafur- inn er dauður, en hin mæltu (lif- andi) orð er hið eðlilega hugtak fyrir öllum þeim andlegu hrær- ingum, sem eru inst í sálarlífi okkar. Það er næmast fyrir öll- um persónulegum áhrifum, og hefur þess vegna fólgið í sjer máttinn til að skapa líf. Lýðháskólarnir eru skólarnir fyrir lífið, þess vegna ríkir þar einstaklingsfrelsi — og grund- völlurinn sem þeir hafa hvílt á er andlegt frelsi. Þroskabraut lýðháskólanna. Lýðháskólarnir eru meira per- sónulegir skólar, en nokkrir aðrir skólar. Þeir mótast eftir stjórn- endum sínum, og lög þeirra verða því ekki skrifuð. Þroskabráut danskra lýðháskóla verður því ekki rakin án þess, að nefna nokkra þá menn er hafa haft mest áhrif á hreyfinguna. Sá maður sem fyrst og best framkvæmdi lýðháskólahugsjón- ina var Kristinn Kold. í frásagn- arlist hefur ef til vill enginn ann- ar lýðháskólamaður staðið hon- um jafnfætis. Þó hafði hann ekki mikla skólamentun. Hann varð að yfirgefa barnaskólann sem ung- ur kennari fyrir það að fræðslu- lögin leyfðu ekki að hann kendi með frásögu og samtölum án bóka, eins og hann vildi. f ör- væntingu sinni yfirgaf hann þá landið og fór til Litlu-Asíu. En þegar hann kom aftur heim til Danmerkur var stjórnarskráin frá 1849 gengin í gildi, sem var mjög frjálslynd á mörgum svið- um t. d. í íræðslumálum. Þá sá Kold að nú var tími til kominn að taka til starfa, og stofnaði sjálfur unglingaskóla. Og þó að skólinn væri bæði lítill og fátæk- legur skorti ekki nemendur. Og hinu lifandi skólalífi í skóla Kolds er viðbrugðið. Kennaramir sváfu hvor í sínum enda á baðstofunni og nemendurnir á milli þeirra. Svo ræddu þeir andleg mál á kvöldin er allir voru komnir í rúm, og nemendurnir hlustuðu á Jþessi samtöl, þar til þeir sofn- uðu. Eitt sinn sagði einn nemandi Kolds við hann: „Jeg er hrifinn af fyrirlestrum yðar. En það hryggir 'mig, að jeg get ekki mun- að þá á eftir“. — „Því skuluð þjer ekki vera leiðir yfir“, svar- aði Kold. „Ef það væri dauður lærdómur sem um væri að ræða, væri annað mál. Það er alveg sama tilfelli með þetta og lífið úti á akrinum. Leggjum við leiðslupípur í moldina, verðum við að setja merki, til þess að finna þær aftur. En þegar við sáum korni, þurfum við ekki að setja merkin þar við. Það kemur upp aftur. Þjer getið verið fullvissir um að það sem hrífur hug yðar í fyrirlestrum mínum kemur einn- ig upp aftur er þjer þurfið á því að halda“. Þetta sýnir best þá sterku sannfséringu, sem Kold hafði, — þá sannfæringu að það málefni er hann barðist fyrir hefði fólgið í sjer frjóvgunarafl lífsins. Það sem einkum var sjer- stakt við fyrirlestra Kolds yar það, að frásögnin varð svo lif- andi með dæmum frá lífi hans sj álf s. Lúðvík Schröder skólastjóri í Askóv gaf sínum skóla einkunar- orðin: „Dagur og dáð er hetju- vopn“, sem er ein hending úr Bjarkamáli Grundtvigs. Hagnýti hinnar líðandi stundar eftir hæfi- leikum hvers eins eru þau hjálp- armeðöl er geta drýgt hetjuverk. Þessi yfirskrift hefur svo gengið þaðan til annara lýðháskóla. Schrödler hefur einnig skil- greint verkanir lýðháskólanna þannig: „að lýðháskólinn væri sá staður, þar sem þörf nemandans mættist með hæfileikum kennar- ans“. Á þessum grundvelli stjóm- aði hann lýðháskólanum í Askov. Og þó að Askov-skólinn hafi aukið starfsvið sitt, og bætt við ýmsum nýjum námsgreinum á síðari árum, sem er meira bund- inn við þekkingu, hefur eftirmað- ur Schröders, Jakob Appel, þó stjórnað honum á sama grund- velli, og er skólinn hóf starf sitt, að undanskildum 2.—3. árs bekkjum. Nú gefur hann einnig framhaídsmentun og hefur 330— 350 nemendur hvern vetur. Hann V. Hugo: VESALINGARNIR. legt“. — „Já, en Mestienne gamli er grafari hjema“, sagði hann lágt. — „Á eftir Napóleon kom Loðvík átjándi, á eftir Mestienne kom Gribier. Jeg heiti Gribier, laxmað- ur!“ Fauchelevent, sem var orðinn náfölur, tók að athuga þennan Gribier nákvæmlegar. Hann var hár, magur, gugg- inn maður, sem að öllu leyti virtist fæddur til þess að stunda greftranir. Hann minti eitthvað á lækni, sem hefði orðið að hætta við lækningastörf, en gerst grafari. Fauchelevent fór að hlæja. „Já, margt er hjákátlegt í þessum heimi!“ sagði hann. „Mestienne gamli er þá dauð- ur! Mestienne karlinn er dauður, en lengi lifi Lenoir karl- inn! Þjer vitið víst hver hann er? Það er hann sem hefir þetta fyrirtaks rauðvín fyrir sex súur kolluna, ósvikið Suresnevín frá París. Hamingjan hjálpi mjer, Mestienne gamli er þá dáinn; mjer þykir það mjög leitt; hann var verulega kátur náungi, en það eruð þjer vonandi líka, fjelagi? Nú skulum við koma undir eins og fá okkur eitt staup“. — „Jeg hef verið í latínuskóla og tekið fjörða- bekkjarpróf“, sagði maðurinn; „jeg drekk aldrei“. Lík- vagninn var nú aftur farinn að hreyfast og ók eftir kirkjugarðsgöngunum stóru. Fauchlevent var farinn að hægja á sjer; og nú var hann ekki minna haltur af áhyggjum en veikleika. Grafarinn gekk á undan honum. Fauchlevent virti þennan Gribier enn einu sinni fyrir sjér, sem hafði komið svona óvænt fram á sjónarsviðið. Hann var einn þeirra manna, sem eru ellilegir, þótt þeir * sjeu ungir, og eru mjög sterkir, þótt þeir sjeu magrir. „Heyrðu, fjelagi góður!“ kallaði Fauchelevent, „jeg er grafari klaustursins“. — „Jæja, þá erum við stjettar- bræður“, sagði maðurinn og sneri sjer við. Fauchelevent, sem var ómentaður en mjög slunginn, skildi, að hann átti hjer við hættulegan mann að etja, sem kunni að haga orðum sínum. „Er það áreiðanlegt, að Mestienne gamli sje dáinn?“ tautaði hann. — „Já, hann er það. Drottinn hefir litið í höfuðbókina, og tími Mestienne var liðinn. Mes- tienne er dáinn“. — „Drottinn . . .“ át Fauchelevent ósjálfrátt eftir honum. — „Já, Drottinn", sagði maðurinn valdsmannalegur,„hann, sem heimspekingarnir nefna hinn eilífa föður og Jakobinarnir æðstu veru“. — „Ættum við tveir ekki að kynnast hvor öðrum nánar?“ stamaði Fauchelevent. — „það er þegar gert. Þjer eruð sveita- maður og jeg er Parísarbúi". — „Menn kynnast ekki hver öðrum, fyr en þeir hafa fengið sjer í staupinu sam- an. Hugurinn verður opinskárri, þegar vínið er annars- vegar. Þjer ættuð að fá yður eitt glas með mjer — svona tilboðum má ekki neita“. — „Fyrst er að Ijúka verkinu“. — „Nú er fokið í öll skjól!“ hugsaði Fauchelevent með sjálfum sjer. Líkvagninn var nú aðeins ókominn að stígn- um, sem lá að grafstæði nunnanna. „Líttu á, sveitafíflið þitt, jeg þarf að fæða sjö krakka. Þeir verða að fá eitt- hvað að eta, þess vegna má jeg ekki drekka“. Líkvagninn beygði nú framhjá litlum Cypressrunni, fór úr aðalgöngunum og inn í minni göng. Gröfin gat bersýnilega ekki verið langt burtu. Fauchelevent hægði á sjer, en það hægði ekkert á líkvagninum. Til allrar ham- ingju var jörðin svo gljúp eítir vetrarrigningarnar, að hjólin festust í moldinni og það tafði förina. Fauchele- vent gekk aftur til grafarans. „Hann hefur fyrirtaks Argenteuilvín“, sagði hann í háifum hljóðum. — „Heyrðu nú, sveitamaður“, sagði maðurinn, „jeg átti í raun rjettri aldrei að verða grafari. Faðir minn var í góðri stöðu, og jeg átti að fara vísindaleiðina. En svo fór alt um þver- bak fyrir honum; hann tapaði peníngum sínum í kaup- höllinni, og jeg varð að hætta við vísindanám. En jeg varð þó opinber skrifari“. — „Jæja, þá eruð þjer alls ekki graf- ari“, sagði Fauchelevent og þreif í þetta hálmstrá. — „Jú, jeg er hvorttveggja, það tvent getur vel farið saman“. — „Við skulum þó samt fara og fá okkur í staupinu“, sagði Fauchelvent. Hjer verðum vjer þó að koma með dálitla athugasemd. Fauchelevent var hræddur og kvíða- fullur og bauð í staupinu, en hann mintist ekkert á það atriði málsins, hver ætti að borga brúsann. Fauchelevent hafði hingað til oftast boðið og Mestienne borgað. Þessi nýi vandi, er hlaust af því að nýr grafari var kominn, olli því að ekkert undanfæri var frá því, að bjóða vínglas. Það gerði garðyrkjumaðurinn gamli, en hann ljet spurning- una um hver ætti að borga liggja í þagnargildi af ásettu ráði. Sjálfur hefði hann að sjálfsögðu kunnað best við að vera laus við það, þó að hann væri í miklum kröggum. Grafarinn brosti yfirlætislega og sagði: Eitthvað verð jeg að hafa að eta, þess vegna hef jeg tekið við embættinu eftir Mestienne gamla. Þegar farið hefur verið í gegnum allan latínuskólann, verða menn heimspekingar. Jeg hef látið handleggina hlaupa undir bagga með höndunum. Jeg hef skrifaraaðsetur mitt á torginu við Sevres-götu, á Regnhlífartorginu, þjer þekkið það víst. Allar eldabuskur i Croix-Rouge koma til mín. Jeg rita ástabrjef þeirra til hermannanna fyrir þær. Fyrri hluta dagsins rita jeg ástar brjef, síðari hlutann gref jeg grafir. Þannig er lífið, sveitakarl“. Líkvagninn hjelt alt af áfram. Fauchelevent horfði afarórólegur umhverfis sig; stórir svitadropar láku af enni hans. „En það er samt ekki hægt að þjóna tveimur herrum“, bætti grafarinn við; „jeg verð að velja á milli pennans og jarðhöggsins. Jarðhöggið spillir skrift minni“. Líkvagninn nam staðar. Kórdrengurinn kom út úr hinum vagninum, og presturinn á eftir honum. Annað framhjólið á líkvagninum var uppi á dálitlum moldar- iiaugi, en hinumegin við hann var opin gröf. „Já, þetta er dáfallegur gamanleikur!“ sagði Fauchelevent dauð- hræddur við sjálfan sig. Eins og lesaranum er kunnugt, var það Jean Valjean, sem í kistunni lá. Hann hafði búið svo um sig, að hann gat haldið lífinu í henni; hann gat með herkjum dregið andann. Furðulegt er það hvað örugg meðvitundin um ákveðna' áætlun getur gert menn rólega. Alt hafði hing- að til farið eins og Jean Valjean hafði gert ráð fyrir. Hann bjóst eins og Fauchelvent við Mestienne, og ef- aðist ekki um, að alt mundi fara vel. Aldrei hefur maður verið 1 jafnhættulegu ástandi og tekið því með eins miklu jafnaðargeði. Jean Valjean fylgdist með hverju atriði í þessum hræðilega sjónleik frá kistu sinni, hann ljek á móti

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.