Lögrétta


Lögrétta - 02.11.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.11.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 6 er því nokkurskonar kennara- skóíi fyrir lýðháskólakennara og hefur 2—B vétra nám, er endar með kennaranámskeiði. Alt án prófs. Svo vinna hinir ungu kenn- arar 1—2 ár sem hjálparkennar- ar. Ef þeir reynast vel geta þeir að því loknu fengið fasta stöðu. Þannig er þeirra próf. Það mælir hvort þeir eru starfi sínu vaxnir en ekki lærdóminn. Á þessu sviði hefur lýðháskólinn í Askov fylgt þeini braut er Grundtvig vildi. Hann segir á einum stað: „Eng- inn ætti að fá fasta stöðu sem kennari, fyr en hann hefur sýnt, að hann er starfinu vaxinn með að vera hjálparkennari í nokkur ár. Það hygg jeg að væri betri mælikvarði fyrir kennarahæfi- leikum hans, en þau próf sem við pekkjum“. Það virðist næsta óskiljanlegt hvernig lýðháskólinn í Askov get- ur gefið svo mörgum ólíkum og misjöfnum nemendum bæði að þekkingu og gáfnafari, eins og eru þar í fyrsta bekk, það sem þeir leita eftir. Þar eru saman- komnir nemendur frá öllum Norð- urlöndum og víðar, og menn af öllum stjettum: Kennarar, stú- dentar, blaðamenn,búfræðingar og menn sem aldrei höfðu verið á skóla fyr. Nemendum er svo deilt niður í smáflokka 1 flestum náms- greinum eftir þroska og þekk- ingu, og svo eru 2—3 sameigin- legir fyrirlestrartímar daglega. Og þeir fyrirlestrar verða að vera þannig bygðir að allir geti fylgst með. Fyrir nokkrum árum komu Englendingar að Askov, og er þeim hafði verið sýndur skólinn spurði þeir Jakob Appel skóla- stjóra, hvernig skólinn gæti gef- ið þessum stóra ólíka hóp, það sem hver fyrir sig leitaði eftir. Þeirri spurningu svaraði Appel þannig: „Við lýðháskólamenn trúum því að lýðháskólinn hafi eitthvað að gefa öllum, án tillits til aldurs, þekkingar eða þroska. Við trúum því að lýðháskólahug- sjónin eigi yfir verðmæti að ráða, sem hægt er að miðla öllum frá ræðustólnum, eins og kristindóm- urinn miðlar öllum sínar gjafir frá predikunarstólnum“. Við get- um sjeð á þessu svari að lýðhá- skólamenn í Danmörku hafa trú á þeirri hugsjón, er þeir berjast fyrir, eigi síður en Kold hafði fyrir 70 árum síðan. I trúarefnum fylgja skólarnir hugsjóninni, eins og hún kom frá Grundtvig. Engir fyrirlestrar trúarlegs efnis eru fluttir, en í gegnum fyrirlestrana er leitast við að snerta instu strengi sálar- lífsins, og þannig eru glæddar trúartilfinningar unglinganna og kærleiki til lífsins. Til þess að ná því takmarki hefur hver kennari sína aðferð og sína kenslugrein. Jakob Appel hefur orðað þessa trúarlegu vakningu þannig „að lýðháskólamir eigi að gefa æsk- unni kristilega vakningu, svo hún finni sig verðuga hins eilífa lífs“. Mjer eru í minni þrjú orð er jeg sá í sumar, og standa yfir fyrirlestrarsalnum í lýðháskólan- um í Ry. Þau eru þessi: „Orð gefur dáð“. Mjer finst sem þarna stæði trúarjátning hinna dönsku lýðháskóla. Niðurl. ---o---- Til bvíþjóðar. Þegar jeg var kominn aftur til Osló, var ferðinni heitið til Uppsala, og svo suður Skán til Kaupmannahafnar. Jeg kyntist stúdent, R. Karls- son að nafni, frá Eskiltuna, syni verksmiðjueiganda þar. Hann vildi að jeg kæmi við hjá sjer og hvíldi mig eftir erfitt ferðalag. Jeg þáði boðið með þökkum og dvaldi á sumarbústað föður hans í 4 daga. Þeir dagar voru á marg- an hátt viðburðaríkir. 1 fyrsta lagi kyntist jeg lifn- aðarhætti hinna efnaðri bæjar- búa á sumarbústöðum þeirra. í öðru lagi fór jeg í bíl um alla borgina og nágrennið, og sá margt nýtt í mínum augum. Sumarbú- staðurinn lá við stórt vatn í nánd við bæinn og voru þeir margir fleiri með vatninu.- Hverfið hjet Melanbáden. Verksmiðjueigendur og þeir sem þama áttu sumarbú- staði, unnu á skrifstofum í bæn- um á daginn og óku svo í bílum sínum út í sumarbústaðina á kvöldin. Voru menn á víxl í heim- boðum. Vín var lítið eða ekki drukkið. Á helgum er aðalsigl- ingin kappsiglingar á vatninu. Voru til þess notaðir sjerstakir bátar með sjerlega háu siglutrje. Þeir fínustu voru úr mahogni. Einnig stunda menn þama böð. Bústaðirnir voru mjög rúmgóð- ir og sjerlega bjartir, en auð- sjáanlega ekki bygðir með vetr- arsetu fyrir augum. Svíar eru háttprúðir menn og kurteisir svo að jeg hef ekki annarsstaðar orðið var mei-ri kurt- eisi en þar. Það er svo mikið að- alsblóð í hinni sænsku þjóð og stoltari framkomu hef jeg ekki sjeð en þegar sænski lífvörður- inn hefur framgöngu undir homa- söng. Svíar voru eitt sinn stór- veldi og mjer finst þeir vera það ennþá: Stórveldið á Norður- löndum. En sagt er að mikill stjettamunur sje í Svíþjóð. Ef til vill hafa þeir orðið þess varir, sem lesið hafa sænskar bók- mentir. Mjer komu Svíar sjerlega vel fyrir. Jeg ferðaðist í gegnum götur Eskiltuna. Margir kannast við nafn þessarar borgar, því að til eru ýmsir járnmunir þaðan, eða með því merki. Eskiltuna er jám- verksmiðjubær, með um 40 þús. íbúa. Jeg hafði búist vð að sjá svartan og sótugan bæ, svipaðan enskum verksmiðjubæjum. En það var öðru nær. Götur vora mjög breiðar og víða lystigarðar og trjáreitir inni í borginni, svo að mjer fanst jeg vera kominn út úr bænum. Og svo þegar út úr bænum kom var mikið um hús á dreif eða hverfum og garðar á milli. Jeg spurði hvort þetta væru bændabýli. Karlsson kvað nei við því. Hann sagði að þetta væru — egna hem — eigin heimili — verkamanna úr borginni. Verka- menn í bænum höfðu keypt þarna lóðir og bygt bústaði handa sjálf- um sjer. Þeir rækta þarna mat- jurtagarða, ávaxtagarða og svo hafa þeir lítinn lystigarð við hús- ið sitt. Ekki era allir verkamenn sem eiga slík heimili en mjög margir, og á síðari árum hefur vaknað áhugi fyrir þessu máli og veitt stórfje til að hjálpa verka- mönnum til að byggja sína eigin bústaði. Líka eru þeim veitt hag- kvæm lán. En skilyrði til þess að hægt sje að byggja bæi þannig er, að sjeð sje fyrir samgöngum innan bæjar. Á síðari árum hef- ur mjög aukist notkun stórr^ bíla (omnibus) og virðast þeir vera að útrýma sporvögnunum sem stendur. En það getur breyst. Mjer datt Reykjavík í hug í þessu sambandi. Væri ekki æski- legra að verkamannabústaðimir væru utanbæjar eða í útjaðri bæjarins, heldur en að öllúm hús- unum sje hrúgað saman svo varla er að tala um sómasamlega breið- ar götur, hvað þá trjáraðir með- fram gangstjettum. Það virðist nærri því hending að svo stór reitur skuli vera til í bænum sem Austurvöllur og jeg veit ekki hvað hefur hlíft Arnarhólstúni! Það virðist vera þegjandi sám- þykt að skilja varla nokkum auð- an reit eftir innan bæjar. Nú er farið að rita um að hvergi finn- ist staður við hæfi fyrir háskól- ann sem á að byggja. Vonandi strandar ekki á því. En sannleik- urinn er sá, að allar bestu lóðirn- ar í miðbænum era þegar bygðar, svo að hvergi finst staður fyrir opinberar byggingar, sem þurfa að standa á krossgötum. Búðir og skrifstofur þurfa einnig að standa í miðbænum. Alt öðru máli er að gegna með bústaði. Þeir eiga að standa í útjaðri bæjarins. Lóð- imar eru óskaplega dýrar, alls ekki lítill hluti af verði húsanna. Þær era því stór liður hvað bygg- ingarkostnað snertir og hafa því áhrif á leiguna. En hvað þarf að gera til þess að dreifa lítilsháttar úr bænum, t. d. að húsum fjölgaði inn með vegi og eins vestur á Melunum? Mjer virðist það mjög einfalt mál. Það þarf einn (eða fleiri) innan- bæjarfólksfíutningsbíl, sem geng- ur eftir fastri áætlun austur og vestur úr bænum eftir fjölförn- ustu götunum og hefði hæfilega marga viðkomustaði. Það veit trúa mín að það hefði hvað mest áhrif á húsaleiguna, og auk þess mætti fyrir sama fje byggja betri bústaði vegna þess að lóðir væru ódýrari. Þá væri að líkindum ekki of dýrt að hafa matj urtagarða og blómgarða við húsin. Að því ætti að keppa. Af þessu leiddi að ýmiskonar kostnaður mundi auk- ast, t. d. vatnsleiðslur, skolp- leiðslur o. fl., en það getur aldrei vegið upp á móti hagnaðinum. Jeg leyfi mjer að segja álit mitt opinberlega í þessu máli, þótt jeg sje enginn sjerfræðing- ur á þessum sviðum. En tilgangi mínum er náð ef það vekti um- hugsun um málið. Sje málið rök- rætt kemur altaf nýtt fram. Vigfús Helgason. ----o---- Björgunarskip hefur ekkert ver- ið hjer síðan Geir hætti störfum, m. a. vegna óánægju út af skatt- greiðslu. En nú er björgunarfje- íag eitt að semja um það, m. a. við enskt tryggingarfjelag að senda hingað nýtt björgunarskip, sem hafi aðalstöð 1 Reykjavík. -----------------o---- Hin heimsfræga „DIABOLO“- skilvinda ásamt öllum nauðsynlegustu varahlutum fyrirliggjandi. V ersl. V aðnes Sími 228. Fox-Normal nærföt ráðleggjast, öll úr sjerlega góðu og hlýju efni, til þess að vernda heilsuna. Fást aðeins í Kronprins- ensgade 2, Köbenhavn K. C. Jespersen. „Ferfætlingar‘\ Bók hefi jeg eignast nýlega, sem jeg vildi minnast með fá- einum orðum; það er: „Ferfætl- ingar“ Einars Þorkelssonar. Jeg las bókina með óblandinni ánægju; fyrst hljóta nú dýrasögur ávalt að vekja hlýjar tilfinningar og einlæga samúð hjá öllum sem al- ist hafa upp með hestum og hundum, og það hafa flestir ís- lendingar gert. En svo er það málið, frónskan okkar blessuð, sem kemur þama til dyra „gull- hrein eins og goðans vje“. Jeg hef varla gert mjer grein fyrir hugtakinu: rammíslenskur fyr en jeg fór að lesa eftir þá bræður, Einar og Jón. Mjer hefir komið til hugar hvort þessi litla bók gæti ekki orðið heppileg sem les- bók handa börnum og unglingum, t. d. í farskólum til sveita, og þá raunar ekki síður við sjóinn, þar sem þekkingin er minni á hátt- um, eðli og vitsmunum ferfætl- inga. Til þess mundi bókin að vísu þykja full dýr — 5 krónur óinnbundin —, en þetta gæti lagast, t. d. ef ríkið veitti höf- undinum styrk til nýrrar útgáfu af bókinni, sem þá mætti selja í viðeigandi, ódýru bandi, og haga verðinu eftir því. Myndirnar í bókinni eftir R. J. eru skrítnar og skemtilegar, svo sem hans er von og vísa, og allir vita hvað börn eru sólgin í myndir. Mörg- um þykir víst broslegt að sjá dauðanum. Skömmu eftir, að Fauchelevent hafði neglt lokið á kistuna, hafði Jean Valjean orðið var við, að hann var borinn burt, og þvínæst, að honum var ekið í vagni! Hann fann á því, að vagninn hossaðist minna, að hann var kominn af steinlagningu út á moldarveg, það er á Boulevardana. Hann heyrði holt hljóð og dró af því, að liann mundi vera að fara yfir Austerlitzbrúna. Þegar vagninn nam staðar í fyrra skiftið, skildi hann, að hann væri kominn að kirkjugarðinum. Þegar hann staðnæmd- ist í annað sinn, sagði hann í huganum: „Nú erum við hjá gröfinni". Alt í einu fann hann, að kistan var tekin á loft, og þvínæsc fann hann eitthvað nuggast við hana. Hann áttaði sig á því, að þetta mundi vera reipið, sem sett var um kistuna til þess að hleypa henni ofan í gröf- ina. Þá fjekk hann aðkenning af svima. Líklega hafa lík- mennimir og grafarinn ekki látið kistuna vera lárjetta, en látið höfðalagið fara á undan. En hann náði sjer þó jafnskjótt og kistan varð lárjett aftur. Hann var nú ber- sýnilega í botninum á gröfinni. Hann heyrði fyrir ofan sig ískalda og hátíðlega rödd, sem mælti nokkur latnesk orð, sem hann skildi ekki, svo hægt að hann gat haft þau eftir: Qui dormiunt in terræ pulvere, evi- gilabunt, alii in vitam æternam et alii in opprobrium et videant semper. Bams- rödd svaraði :De profundis. Hin röddin mælti: R e- qviem æternam dona ei domine. Barnsrödd- in svaraði: Et lux perpetua luceat ei. Hann heyrði detta á kistulokið eins og regndropar væru. Það var að líkindum vígða vatnið. „Þá ei'um við nú langt komnir“, hugsaði hann með sjálfum sér. „Nú dálitla þol- inmæði og presturinn fer, Fauchelvent fer til þess að drekka með Mestienne, og jeg verð einn. Þá kemur Fauche- levent einn aftur og jeg losna úr prísundinni. Þetta verð- ur rúma klukkustund. Röddin fyrir ofan hann mælti þá að nýju: Requiescat in pace, og barnsröddin svar- aði: Amen. Jean Valjean, sem hlustaði af öllum mætti, heyrðist eins og fótatak fjarlægjast. „Nú eru þeir að fara“, hugsaði hann með sjer; „nú er jeg einn eftir“. Alt í einu heyrði hann eitthvað yfir höfði sjer, sem var eins og þórdunur miklar. Það var full reka af mold, sem fjell á kistulokið. Þá kom önnur. Eitt gat, sem hann dró loftið inn um, hafði fylst. Nú kom þriðja rekan og sú fjórða. Til eru atburðir, sem eru sterkari en sterkustu menn. Jean Valjean misti meðvitundina. Þegar líkvagninn var farinn og presturinn og kór- drengurinn voru komnir upp í þeirra vagn og eknir burt, sá Fauchelevent,' sem leit ekki af grafaranum eitt augna- blik, að hann laut niður og tók rekuna sína, sem stóð í moldarhaugnum. Þá tók Fauchelevent úrslitaákvörðun. Hann staðnæmdist milli grafarans og grafarinnar, kross- lagði handleggina og sagði: „Jeg borga“. Grafarinn leit forviða á hann og sagði: „Hvað ertu að segja, sveita- karl?“ — „Jeg borga“, endurtók Fauchelevent. — „Hvað borgarðu?“ — „Vínið“. — „Hvaða vín?“ — „Argenteuil- vínið“. — „Hvar borgarðu það?“ — „I Eplinu“. — „Farðu til fjandans!“ sagði grafarinn og kastaði fullri reku af mold á kistuha. Það buldi í kisturmi. Fauchelvent riðaði á beinunum og var nærri því dottinn ofan í gröfina sjálf- ur. Hann hrópaði, og var hrygla í málrómnum: „Komdu nú, fjelagi, áður en Eplinu verður lokað“. Grafarinn hjelt áfram að moka. Fauchelevent bætti við: „Jeg borga!!“ Og hann þreif í handlegginn á grafaranum. „Heyrðu, fje- lagi“, sagði hann, „jeg er grafari klaustursins og er kom- inn til þess að hjálpa þjer. Þetta verk er vel hægt að gera í myrkri. Við skulum þess vegna fá okkur dálítið í staupinu á undan. En jafnframt því sem hann lagði svona fast að honum, og hjelt dauðahaldi í vonina um að geta fengið hann með sjer, sagði hann við sjálfan sig dapur í huga: „En þó að mjer takist nú að fá hann til þess að drekka, er þá nokkur von um að mjer takist að fylla hann?“ — „Jæja, fyrst þjer er þetta svo mikið kappsmál, sveitakarl, skal jeg láta undan þjer og drekka með þjer“, sagði grafarinn; „en jeg geri það ekki fyr en verkinu er lokið, ekki ögn fyr“. Hann tók aftur til reku sinnar. Fauchelevent þreif í handlegginn á honum. „Þjer getið reitt yður á að þetta er Argenteuilvín, sem eitthvað er varið í“, sagði hann. — „Það mætti ætla, að þjer væruð hringjari“, sagði grafarinn; „þjer eruð altaf að söngla sama lagið. Þjer getið ekki talað um annað. Reynið þjer nú að breyta dálítið til“. Hann kastaði enn fullri reku á kistuna. Fauchelevent var nú kominn á það stig, er menn vita ekki hvað þeir eru að segja. „Já, en komið þjer nú og fáið yður eitt glas!“ hrópaði hann. „Þjer heyrið, að það er jeg, sem borga!“ — „Já, þegar við erum búnir að búa um barnið hjerna“, sagði grafarinn og kastaði þriðju rekunni ofan í gröfina. Þá stakk hann rekunni í jörðina og sagði: „Lítið þjer á, það verður kalt í nótt, og sú dauða fer að æpa, ef hún verður látin liggja hjerna ábreiðu- laus“. Um leið og grafarinn sagði þetta, laut hann niður til þess að fylla reku sína, og vasinn á jakkanum hans varð galopinn. Fauchelevent varð litið á hann í angist sinni og starði nú eins og hann væri heillaður. iSólin var enn ekki gengin undir sj óndeildarhringinn; enn var nógu bjart til þess að hægt var að sjá eitthvað hvítt á botninum á opnum vasanum. Allur sá eldur, sem til er í augum pikar- disks bónda, brann úr augum Fauchelevents. Honum hafði dottið nokkuð í hug. Hann laumaðist með hendina ofan í vasa grafarans, án þess að hann yrði var við, óg tók þetta hvíta upp úr honum. Grafarinn kastaði fjórðu rekunni ofan í gröfina. Þegar hann sneri sjer við til þess að taka þá fimtu, leit Fauchelevent ósköp rólega framan í hann og sagði. „Segið mjer, fíflið yðar, þjer hafið væntanlega aðgöngumiðann yðar?“ — „Hvaða aðgöngumiða?“ sagði grafarinn og hætti við vinnu sína. — „Sólin er að ganga undir“. — „Jeg held hún megi setja á sig nátthúfuna — „Kirkjugarðshliðinu verður lokað“. — „Jæja og hvað um það?“ — „Hafið þjer aðgöngumiðann yðar?“ — „Að- göngumiðann minn?“ sagði grafarinn og tók að leita í vösum; sínum,fyrst í öðrum síðan í hinum og að lokum sneri hann báðum buxnavösunum. „Nei“, sagði hann, „jeg hef ekki aðgöngumiðann minn; jeg hlýt að hafa gleymt hon-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.