Lögrétta


Lögrétta - 02.11.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 02.11.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGEJETTA Framh. af 1. síðu. úð og flokkadrætti. Af ósanngim- inni leiðir, að vilja ekki gefa hárs- breidd eftir af sínum sanna eða ímyndaða rjetti, eða að laga sig eftir breyttum ástæðum, þó þær bersýnilega geri það sjálfsagt, að gefa eitthvað eftir. Þetta þarf að lagast, meiri sanngimi að ríkja meðal vor. Sanngirnin greiðir götu samvinn- unnar á ýmsa lund. ósanngirnin setur alt í strand. Og sanngimin: Hvað er hún? Er hún annað en blátt áfram kristilegur kærleikur ? Framtíðardraumamir miðast þá eigi síður við þetta, að sanngirn- in fái betur að njóta sín, að mannúð og bróðurþel megi fara eins og mjúkum vinarhöndum um alt hið íslenska þjóðlíf. Og þó vitanlega sje hyggilegt og búmannlegt að vera við hinu versta búinn, er gott að geta glatt sig við góða von. Hver sannur ættjarðarvinur verður jafnan að bygg'ja mikið á voninni. 1 voninni vinnur hann. Og vonin ljettir byrðarnar. En hvað það sje, sem greiði sanngirninni veg,því er auðsvarað. Það er kristindómurinn og hann einn. Ýmiskonar nauðsyn getur að vísu gert hana óumflýjanlegri, en kristindómurinn um fram alt. Hann skapar gmndvöllinn, sjálft kýmar synda yfir Vatnsflóann hjá Staðastað, með Huppu í far- arbroddi — sjást aðeins hausar og halar! — Þá er íhyghsefni að sjá Gyrði standa með flaksandi hár og flæstar nasir, og mæna viknandi á æskustöðvar sínar í Bjamarhöfn. Svo má ekki gleyma aumingja Strút, sjálf- boðna förunautnum, sem þenur sig eftir blábrún „Járnbarðans“, í kolamyrkri og kafaldsbyl, á undan skjólstæðing sínum, mann- inum, sem hann bjargar úr lífs- háska. Titilmyndin er og ágæt af Skjónu, þar sem hún fagnar hús- bónda sínum, gegnum baðstofu- gluggann, nýstignum upp úr legu; það eitt áfátt að hún sýnist ekki vitund skjótt, heldur stál- grá. — En beztar eru myndimar af Skollu, bæði þar sem hún „ein situr úti’ á steini“, og gætir útigönguhrossa Þorkels prests; en þó einkum þar sem hún færir vinkonu sinni, prestsfrúnni á Staðastað, aleigu sína — hvolp- inn sinn, — að friðþægingarfóm. Auðvitað hefur höfundurinn hið kærleiksríka hugarþel. Sann- gimin verður heldur eigi varan- leg nema hún spretti upp af rót- um hins kristilega hugarfars. Á kristindómnum verður að byggja allar aðalvonir um fram- tíð og menningu þessa lands, bæði í andlegu og verklegu tilliti. Hann á að' ýta undir allar framfarir. Hann á að verða sá aflvaki, er knýr einstaklinginn til sjerhverra menningardáða. Þess er yfir höfuð helst til ætl- ast af sannkristnum manni, að hann ekki fljóti sofandi að feigð- arósi. Þess er að vænta, að hann hinum fremur skilji hlutverk sitt í lífinu, noti krafta sína og kosti kapps um, að láta starf sitt koma öðram að notum. En þá er spumingin: Hver ráð era til þess að vekja heitari, ein- lægari, almennari og þróttmeiri kristindómshugsun hjá þjóð vorri? Þau kunna að vera mikil og mörg og eru það, og vitanlega hefir hver kristindómsfrömuður þá aðferð, sem á best við skap- lyndi hans og hæfileika. En eitt er það, sem allir geta unnið að, bæði prestar og leik- menn, og á að geta greitt krist- inni trú alment veg til hjartna hins íslenska safnaðarfólks og það er almennur safnaðarsöngur. Frh. sjálfur áður dregið allar þessar myndir á pappírinn, með orði sínu og anda, enn skýrar en lista- maðurinn, og er þá mikið sagt. Jú, eg held bókin hljóti að eiga erindi til æskulýðsins okkar. — Málið þykir máske fullstrembið á köflum, en þá er að leita fræðslu hjá kennaranum, eða pabba og mömmu; ekki er það danska, svo mikið er víst! — Og hugsast gæti að blessuð kaup- staðabömin, — sem jeg hefi fylstu samúð með, — lærðu það við lestur „Ferfætlinga“ að nefna ekki „framlæri“ á hesti, þar sem bógurinn er, nje „hestmeri", þeg- ar um hryssu er að ræða. Einar Þorkelsson fer vel með söguhetjur sínar, bæði menn og málleysingja, því ýmislegt hefir hann ritað fleira en „Ferfætl- inga“. Leynir sjer hvergi, er því verður viðkomið, ást og aðdáun til foreldra hans og æskuvina, hvort heldur vinimir vora menn, hestar, hundar eða kýr. Ef ykkur langar til að gefa börnunum ykkar snoturt kver, sem þau hafa gott af að lesa, þá vildi jeg benda ykkur á „Fer- fætlinga“. Þórunn Richardsdóttir. ----0----- Rit. Vaka heitir nýtt tímarit, sem níu mentamenn í Reykjavík eru nýfarnir að gefa út. Er fyrsta heftið nýkomið og hefst á grein um sjálfstæði íslands, eftir pró- fessor Ágúst H. Bjamason. Enn- fremur skrifar Öl. Lárusson um Lög og landslýð, Árni Pálsson um þingræði á glapstigum, Ás- geir Ásgeirsson um gengi, Sig- urður Nordal um samlagning og Guðm. Finnbogason um það, hvort tilgangurinn helgi tækin og nokkrar smágreinar era enn- fremur í heftinu. — Ástir heita tvær sögur sem nýlega eru komn- ar út eftir sr. Stanley Melax á Barði í Fljótum. — Kongsdóttirin fagra, heitir æfintýri, sem einn- ig er nýkomið út eftir Bjarna M. Jóngson kennara, með myndum eftir Tryggva Magnússon. — Himingeimurinn heitir nýtt rit eftir próf. Ágúst H. Bjarnason um heimsskoðun nútímaví3ind- anna, aðdraganda hennar og sögu. Er þetta upphaf að yfirliti um sögu vísindanna í svipuðu formi og sagt er frá heimspeki og trúarbrögðum í ritsafninu um sögu mannsandans. — Þrír fyrir- lestrar um samvinumál eru ný- komnir út í bókarformi og hafa þeir áður birtst hjer í Lögrjettu. — Laugaskólinn hefur nýlega gefið út ársrit. tíaga heitir missirisrit, sem Þorst. Þ. Þorsteinsson gefur út í Winnipeg. Birtist í því ýmiskon- ar fróðleikur og skáldskapur eft- ir marga helstu rithöfunda meðal Vestur-Islendinga. I síðasta heft- ið skrifa Stephan G. Stephans- son, Sig. Júl. Jóhannesson, K. N., A. Kristjánsson, Þorskabítur, S. Þorkeisson, Þ. Sigurðsson, S. G. Bjarnason, J. M. Bjarnason, J. P. Páísson, Steinn Dofri, G. J. Gutt- ormsson, B. E. Johnson, S. Þor- geirsson, M. Ingimarsson. Efnið er nokkuð misjafnt. Ýmislegt er í heftinu læsilegt, einnig fyrir Austur-islendinga. Ætti það að vera sjálfsagt, að Vestur- og Austur-Islendingar styrktu eftir mætti hverir annara bókmentir, þegar um góð rit er að ræða, sem erindi eigi til beggja. Fátt getur betur tengt þá saman en bók- mentirnar og hafa þó ýms vand- kvæði verið á því, að þau við- skifti hafi farið viðunandi úr hendi. Skólamálin austanf jalls. At- kvæðagreiðsla fór fram um þau í Rangárvallasýslu jafnframt þingkosningunni. B29 greiddu at- kvæði með samskóla fyrir alt suðuiiáglendið, 260 með sjerskóla fyrir Rangárvallasýslu, en 200 með því að enginn skóli yrði reistur. 21 seðill var auður. í Landmannahreppi voru ekki greidd atkvæði nú, því hrepps- búar höfðu áður tjáð sig fylgj- andi samskóla. í Einholti í Homafirði búa hjónin Álfheiður Sigurðardóttir og Benedikt Kristjánsson. Þau áttu gullbrúðkaup í gær. Hafa þau átt 12 böm og era 11 á lífi og rúmlega 40 barnaböm. Einn af sonum þeirra er rithöfundur- inn sr. Gunnar í Saurbæ í Eyja- firði. Dag Strömbeck heitir ungur sænskur fræðimaður, sem hjer dvelur nú. Flytur hann háskóla- fyrirlestra um sænskar bókment- ir, við góða aðsókn. Samtök hafa útgerðarmenn í Reykjavík gert með sjer um sölu fiskjar þess, sem nú er til hjer óseldur. Á fjelagið Kveldúlfur að annast söluna með aðstoð og eft- irliti nefndar, sem fjórir útgerð- armenn eiga sæti í. Er búist við því, að auðveldari verði salan og verðið hærra með því að hafa allar birgðimar á einni hendi og sagt að fiskverðið fari nú þegar hækkandi á Spánarmarkaðinum. Er vonandi að úr rætist um söl- una, því erfiðleikar og stöðvun hefur verið tilfinnanleg í útgerð- armálum hjer undanfarið og mörg útgerðarfjelögin illa stödd, en vaxandi atvinnuleysi yfirvof- andi. Kosningarnar í Dalasýslu fóru svo, að kosinn var sr. Jón Guðna- son á Kvennabrekku með 271 atkv. Sig. Eggerz hlaut 238 atkv. og Árni Ámason læknir 117. Auðir voru 3 seðlar og 15 ógildir. í Rangárvallasýslu hlaut kosn- ingu Einar Jónsson bóndi á Geld- ingalæk með 611 atkv. Sr. Jakob Ó. Lárusson fjekk 316 atkv., auð- ir voru 13 seðlar en ógildir 24. Landkjörsatkvæði verða sennilega ekki talin fyr en um næstu mán- aðamót. Dr. Hannes Þorsteinsson þjóð- skjalavörður varð nýlega fyrir slysi er hann var á morgun- göngu utan við bæinn og brák- Nýjar bækur. Vesalingamir, eftir V. Hugo, I. Fantina. Þýðing eftir Einar H. Kvaran og Ragnar E. Kvaran. Stórfengleg skáldsaga. Verð: kr. 5,00. Dægurflugur. Nokkrar gamanvís-* ur, eftir Þorstein Gíslason. Verð: kr. 3,00, innb. kr. 5,00. Hugur og tunga, eftir dr. Alex- ander Jóhannesson. Fróðleg og skemtileg bók. Verð: kr. 6,00. Út m- ógöngunum, eftir Guðmund Hannesson prófessor. Um núv. stjómarfyrirkomulag og bætur á því. Verð: kr. 2,00. Næsta bók, Vesalingarnir, kem- ur innan skamms. Bókaverslun ÞORSTEINS GÍSLASONAR Þingholtsstræti 1. Óðinn. Ýmsir af eldri árgöng- um hans, svo sem 4.—9. árg. fást með miklum afslætti, allir 6 á kr. 10,00. Síðustu árg., frá 17.—21. árg., fá nýir og gamlir kaupendur einn- ig með miklum afslætti,alls 5 á kr. 20,00. Allir árgangarnir frá upp- hafi, 21 árg., (inní vanta nokkur blöð af fyrsta árg. og fjölgar vantandi tölubl. smátt og smátt) eru seldir á kr. 50,00. aðist á þremur stöðum á hægra handlegg af völdum heyflutnings- bifreiðar. Hefur hann verið rúm- fastur um skeið. Málverkasýningu hefur ólafur Túba'ls nú hjer í bænum. Egill Jacobsen kaupm. er ný- lega dáinn hjer í bænum. Kolaverð hefur farið mjög hækkandi hjer upp á síðkastið og kostar smálestin 100 kr„ eftir að síðast kom hingað farmur og hafði verðið reyndar einnig ver- ið hækkað áður að mun. Alþingishátíðarnefndin er þing- ið skipaði er nú farin að halda fundi. Mun hún ætla að leggja einhverjar tillögur fyrir næsta þing. Stúdentafjelagið hjelt aðalfund nýlega og var kosinn formaður Tómas Jónsson lögfræðingur. Rætt var um Grænlandsmál á fundinum. ----o----- Prentsm. Acta. um“. — „Það eru fimtán frankar í sekt“, sagði Fauche- levent. Grafarinn fölnaði upp. „Ó, guð almáttugur himins og jarðar!“ hrópaði hann upp yfir sig. „Fimtán franka sekt!“ — „Þrír hundraðsúupeningar“, sagði Fauchelevent. Grafarinn slepti rekunni. Nú hafði Fauchelevent undirtök- in. „O sei, sei, verið þjer stiltur, þetta drepur engan. Firntán frankar eru fimtán frankar, og þjer getið ekki borgað þá. Jeg er gamall, þjer erað nýr og óreyndur. Jeg hefi ráð undir hverju rifi. Jeg skal ráða yður heilt. Það er engum vafa undirorpið, að sóiin er að ganga undir, hún er þegar komin að turninum á Örkumlamannahælinu, og eftir fimm mínútur verður kirkjugarðinum læst“. — „Já, þetta er alveg satt“, svaraði grafarinn. — „Þjer getið ekki fylt gröfina á fimm mínútum — það er líka meiri skoll- ans dýptin á henni — og komist að hliðinu, áður en því verður lokað“. — „Nei, það er rjett hjá yður“. — „Jæja, þá er það fimtán franka sekt“. — „Fimtán franka!“ — „Hinsvegar getið þjer . . . hvar eigið þjer heima?“ — „Rjett hjá hliðinu, stundarfjórðungsgöngu hjeðan, í Vau- girandgötu nr. 87“. — „Þá hafið þjer tíma til þess að fara heim og ná í aðgöngumiðann. Ef þjer hafið það, opnar dyravörðurihn fyrir yður og þjer þurfið ekkert að borga. Svo getið þjer kastað moldinni á líkið yðar. Jeg skal bíða hjer á meðan og gæta þess að það hlaupist ekki á brott“. — „Þjereruð lífgjafi minn, laxmaður!“ svaraði grafarinn. — „Reynið þjer nú annars að flýta yður!“ sagði Fauche- levent. Grafarinn, sem var gagntekinn að þakklátssemi, tók í hendina á honum og flýtti sjer leiðar sinnar. Þegar grafarinn var horfinn, hlustaði Fauchelevent, þangað til hann heyrði ekki lengur fótatak hans. Þá laut hann yfir gröfina og sagði nokkuð hátt: „Madeleine!“ Ekkert svar. Hrollur fór um Fauchelevent. Hann henti sjer fremur en gekk niður í gröfina, flýtti sjer að höfða- lagi kistunnar og hrópaði: „Eruð þjer þama?“ Alt var kyrt í líkkistunni. Fauchelevent gat naumast náð andan- um, hann skalf svo mikið. Hann tók meitil sinn og hamar og sló lokið af kistunni. Andlit Jeans Valjean kom í ljós í rökkrinu; það var fölt og augun vora lokuð. Hárin risu á höfðinu á Fauchelevent. Hann rjetti úr sjer, en fjell þegar upp að grafarveggnum og var rjett dottinn yfir kistuna. Hann starði á Jean Valjean, sem var altaf náföl- ur og hreyfingarlaus. „Hann er dáinn!“ sagði Fauchele- vent lágt. Þá rjetti hann úr sjer sló handleggj unum svo harkalega í kross, að kreftir hnéfarnir börðu á öxlunum, og hrópaði: „Þetta var þá öll hjálpin! Þetta er Mestienne að kenna“, bætti hann við með grátstaf í kverkunum. „Hversvegna var hann að drepast, asninn sá ami! Hvaða vit er í þessu, að fara að drepast einmitt þegar síst skyldi. Það er honum að kenna, að Madeleine dó. Madeleine! Hann liggur í kistunni. Þetta var þá jarðarförin hans; nú er öllu lokið. Er nokkurt vit í þessu öllu? Guð minn góður hann er dáinn. Og svo er telpan litla — hvað á jeg að gera við hana? Hvað ætli aldinseljan segi? Hvergin í ósköpun- um getur staðið á því, að annar eins maður skuli geta dáið á þennan hátt? Þegar jeg hugsa til þess, að hann skreið undir vagninn minn! Madeleine! Madeleine! Ham- ingjan hjálpi mjer! Hann hefur kafnað — jeg sagði hon- um þetta, en hann vildi ekki trúa mjer. Já, þetta er dá- falleg saga! Hann er dáinn, þessi góði maður, besti mað- urinn, sem nokkuru sinni hefur stigið fæti á þessa jörð! Og telpan hans litla. Nei, jeg fer þangað ells ekki, jeg verð hjer kyr. Að hugsa sjer, að eg skuli vera valdur að öðru eins! Það er svei mjer lítið gagn að því að vera gam- all asni. En hvernig hefur hann farið að því að komast inn í klaustrið? Það var nú byrjunin. Það er ekki rjett dð fást við þesskonar, Madeleine. Madeleine! Herra Made- leine! Herra borgarstjóri. Nei, hann heyrir ekki til mín! Guð minn góður, reynið þjer nú að rakna við!“ Hann reif í hárið á sjer. Langt í burtu milli trjánna heyrðist hár skellur. Hann var í kirkjugarðshliðinu, sem verið var að læsa. Fauchelevent laut aftur yfir Jean Valjean. * Hann hrökk alt í einu við og hörfaði eins langt undan og hægt er að gera í gröf. Jean Valjean hafði lokið upp augunum og starði á hann. Að sjá lík ei nræðilegt, en að sjá lík rísa upp úr gröfinni er nærri því enn hræðilegra. Fauche- levent var eins og þrumulostinn, hann var fölur og eins ringlaður eins og eftir mestu geðshræringamar, sem hann hafði orðið fyrir á æfinni; hann vissi ekki, hvort þessi mað- ur var dauður eða lifandi, sem lá þarna; hann starði á Jean Valjean og þeir hvor á annan. „Jeg hef víst sofnað“, sagði Jean Valjean og settist upp. Fauchelevent fjell á knje. „Guð minn góður, en hvað þjer gerðuð mig hræddan!" sagði hann. Þá stóð hann upp og sagði: „Þakka yður fyrir, Madeleine!“ Jean Valjean hafði verið í yfirliði; hreina loftið hafði vakið hann aftur. Gleðin og afturkippurinn af hræðslunni olli því, að Fauchelevent gekk nærri því eins illa rakna við og Jean Valjean „Þjer truð þá ekki dá- inn! Nei, en hvað þjer eruð skynsamur maður. Jeg hef kallað svo oft á yður, að þjer hafið loksins raknað við. Þegar jeg sá yður með aftur augun, sagði jeg við sjálf- an mig: „Jæja, hann hefur þá kafnað“. Éf svo hefði verið, hefði jeg orðið vitlaus, snarvitlaus, svo að þeir hefðu orðið að setja mig á Bicetre. Hvern fjandann hefði jeg gert, hefðuð þjer verið dáinn? Og telpan yðar? Aldinseljan hefði ekki skilið vitund í þessu. Þama kem jeg og set barnið í fangið á henni, og svo fer afinn að deyja. Ham- ingjan hjálpi mjer, það hefði verið dáfallegt! Jæja, þjer eruð lifandi, og guði sje lof“. — „Mjer er kalt“, sagði Jean Valjean. Þessi orð ljetu Fauchelevent ranka við sjer fyrir fult og alt, og «ú var ekki til setunnar boðið. „Við verðum að flýta okkur hjeðan“, sagði hann. Hann leitaði í vasa sínum og tók upp úr honum glerpytlu. „Drekkið þjer sopa“, sagði hann. Einn gúlsopi af flösk- unni fullkomnaði það, sem hreina loftið hafði hafið. Hann reis upp úr kistunni, og hjálpaði Fauchelevent til þess að negla lokið á kistuna. Þrem mínútum síðar voru þeir komnir upp úr gröfinni. Nú var Fauchelevent annars orð- inn hinn rólegasti og fór að engu óðslega. Kirkjugarðin- um var læst. Hann þurfti ekki að óttast að grafarinn kæmi að óvörum; hann var farinn heim að leita að aðgöngu-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.