Lögrétta - 02.11.1926, Blaðsíða 1
f imheimta og afgreiðsla
í Þingholtsstræti 1
Sími 185.
Útgefandi og ritstjór
[’orsteinn Gíslason
Þingholtsstræti 17.
Simi 178.
XXI. ár.
..fii
Reykjarfk, þriðjudaginn 2. nóvember 1926.
------- ------------------ - - ----
46. tbl.
I
------------1. ■---■ ■■ .. ■ ----------■ ..
Um víða veröld.
Bílar og jámbrautir.
Notkun bíla fer vaxandi um allan
heim, en er langmest í Bandaríkj-
unum. Til marks um það má geta
þess, að fyrra helming yfirstand-
andi árs seldust þar rúml. 1
milj. 356 þús. bílar, eða um 40%
meira en á sama tíma árinu áður.
Tíu stærstu bílasmiðjumar höfðu
á sama tíma nærri 154 milj. doll-
ara hreinan gróða, þar af komu í
hlut Fordsmiðjanna, sem eru
stærstar um 89 milj. En gróðinn
hjá Overland var um 7V& rnilj.,
hjá Hudson um 6 milj. o. sv. frv.
Ameríkumenn hafa einnig verið
öllum öðrum þjóðum fremri og
framtakssamari um járnbrauta-
lagningar og eru enn. Samt eru
þeir nú hættir að leggja braut-
ir um ýms svæði þar sem áður
þótti sjálfsagt að leggja þær, eða
leggja jafnvel niður ferðir um
sumar eldri brautir. Nota þeir þá
í staðinn fastar bílaferðir. — Tvö
stærstu jámbrautafjelögin í Hol-
landi hafa einnig nýlega stofnað
bílafjelag og ætla að hal(^a uppi
föstum ferðum jafnframt járn-
brautunum eða milli þeirra aðal-
lega. Sama á sjer víðar stað, að
farið er að nota bíla í allstórum
stíl í áætlunarferðir. Þetta á þó
einkum eða eingöngu við þar
sem sæmilega greiðfært er, en
járnbrautir notaðar á erfiðum
stöðum og löngum leiðum. —
Hjer á landi eru samgöngumálin
mikið og vandasamt úrlausnar-
efni og fer væntanlega að reka
að því, að á komist heppilegt
samband jámbrauta og bílferða,
þar sem þörfin er mest.
Síðustu fregnir.
Horfur eru nú sagðar betri á
því síðustu daga en áður, að sætt-
ir takist í kolamáladeilunni
bretsku. I ýmsum námum hafa
verkamenn verið að taka upp
vinnu smámsaman undahfarið.
Eru vinnandi námumenn nú um
260 þús. og síðustu viku voru los-
aðar um 1 milj. og 100 þús. smá-
lestir kola, en vikuna þar áður
900 þús. smál., en fyrstu níu vik-
ur vinnuteppunnar voru aðeins
losaðar 58 þús. smál. vikulega.
Gert er ráð fyrir því, að báðir að-
ilar slaki nokkuð á kröfum sín-
um og hafa fulltrúar námamanna
undanfarið setið á ráðstefnu með
stjórninni, eða Churchill fjár-
málaráðherra aðallega, en ekki
verða sáttaboð opinberlega lögð
fyrir stjómina fyr en þau hafa
verið rædd og samþykt af náma-
mönnum sjálfum. — Forsætis-
ráðherrar Bretaveldis sitja nú á
ráðstefnu í London. Hafa þeir m.
a. rætt Locarno-samningana. Er
búist við því, að Ástralía og
Nýja-Sjáland samþykki þá, en
Canada og Suður-Afríka ekki.
Sagt er einnig, að samkomulag
hafi orðið um það, að England
geri framvegis enga sjersamn-
inga um utanríkismál, án vitund-
ar annara landa Bretaveldis.
Lengsta samfelt flug, sem far-
ið hefur verið, flugu nú um helg-
ina tveir franskir flugmenn,
Rignot og Castle. Flugu þeir í
einum áfang°. frá París til Persíu,
5426 km. og voru 32 klukkustund-
ir á leiðinni.
Enn er sagt að viðsjár sjeu
innan sameignannannaflokksins í
Rússlandi. Er nú mælt að Sinov-
jev hafi verið vikið úr stjóm
þriðja alþjóðasambandsins og
Trotsky og Kamenev frá embætt-
um í stjórnarnefnd flokksins.
Fregnir um Rússlandsmál eru
annars ógreinilegar og ósam-
hljóða á síðkastið, en virðist þó
vera í landinu einhver glundroði
og ósamkomulag innan stjórnar-
flokksins.
í Kákasus hafa nýlega orðið
miklir landskjálftar og farist 300
manns og margir bæir hrunið.
----o----
Hundrað hugvekjur.
Prestaf j elagið hef ur gengist
fyrir því að safnað yrði hugvekj-
um eftir íslenska kennimenn og
þær gefnar út almenningi til upp-
byggingar og guðs kristni til efl-
ingar. Árangurinn hefur orðið sá,
að fengist hafa hundrað hugvekj-
ur eftir 57 kennimenn. Eftir því
sem af er sagt í formála biskups-
ins hefur það þó ekki orðið erfið-
islaust, að draga saman þetta efni
og hafa forgöngumennirnir sjálf-
ir orðið að leggja til drjúgan
skerf, svo illa eða tómlega hafa
kennimenn margir tekið því að
eiga hlut að þessu máli. Það virð-
ist þó varla hafa þurft að vera
erfitt eða útlátamikið fyrir all-
an kennilýð landsins, sem á í
flokki sínum marga ágæta menn,
að skjóta saman í hundrað smá-
pistla, ef ríkur hefði verið áhug-
inn. En eins og oft vill verða
virðist áhuginn ekki hafa verið
sjerlega almennur, en verkið
samt knúið fram fyrir fylgi
fárra manna aðallega.
f heild sinni er fyrirtækið
þakkar- og virðingarvert. Að vísu
eru hugvekjurnar misjafnar —
eins og við var að búast um safn,
sem svo var í garðinn gert sem
þetta — og jafnvel misjafnari en
þurft hefði að vera um hlutfalls-
lega lítið úrval, ef almennur áhugi
hefði verið á útgáfu þess. Marg-
ar hugvekjurnar eru þó góðar,
því ísl. kirkju þjóna margir
áhugasamir pienn, vel máli farnir
og ritfærir, og það raunar fleiri
en menn virðast alment viður-
kenna,_ þegar talað er, og stund-
um af misjöfnum skilningi, um
„svefninn og andleysið“ í kirkj-
unni. Og allar eru hugvekjurnar
sæmilegar. Ýmsir annmarkar
þeirra, sem heildar, geta ver-
ið skipulagi safnsins að kenna,
því það, að 50—60 höfundar leggi
saman í eina bók hefur bæði kosti
og galla. Það getur að vísu gert
bókina fjölbreyttari en ella og
girnilegri til lesturs fyrir þá, sem
gaman hafa af því að kynnast
kenningu sem flestra presta, en
það getur líka gert hana sundur-
lausari og blælausari, en áþekt
verk einstaks manns.mundi hafa
orðið. Þetta sjest nokkuð með
samanburði á þessum hugvekjum
og ræðusöfnum t. d. próf Har.
Nielssonar og sr. Ásmundar á
Eiðum. Með því skipulagi, sem er
á hugvekjunum, þar sem fæstir
eiga nema 1—2 pistla, getur hver
einstaklingur heldur ekki notið
sín nema að litlu leyti og meira
að segja undir hælinn lagt hvort
það eru bestu kostir hans sem
fá að njóta sín.
Einn kostur þessa hugvekju-
skipulags er af útgefendunum
sjálfum talinn sá, að með því fá-
ist allgott sýnishom þess hvað og
hvemig kent er nú á tímum í ísl.
kirkjunni. Alment talað er þetta
rjett, en að því er þetta safn
snertir sjerstaklega er það ekki
rjett nema að nokkru leyti. Þetta
sjest t. d. með samanburði á
hugvekjunum og erindunum í
Trúmálaviku Stúdentaf j elagsins,
þó ekki sjeu bæði söfniú sama
eðlis. Trúmálavikan ber þess vott
hvernig samstarfið sýnir fjöl-
hliða mynd þess, hvað er kent.
En hún sýnir ekki að sama skapi
hvernig kent er, því í henni eru
erindi en ekki predikanir. Hug-
vekjurnar sýna heldur ekki alveg
hvernig kent er. Því þær eru
flestar mun styttri en almennar
kirkjuræður, sem oft eru óþarf-
lega langar. Þar að auki gefur
prentað mál oft alls ekki rjetta
hugmynd um talað mál. Góð ræða
getur notið sín illa á prenti. Góð
grein getur verið slæm ræða. Hug-
vekjurnar sýna heldur ekki al-
veg hvað kent er. Því útgefend-
urnir segja, að með vilja hafi
verið fram hjá því gengið, eða
felt úr það, sem til ádeilu horfði
á annarlegar skoðanir. Þetta má
vel vera rjett aðferð og hyggileg
í almennu „uppbyggilegu“, prent-
uðu safni. En alt um það gefur
það ekki rjetta hugmynd um
munnlega boðun kenninganna.
Allir sem í kirkju koma vita það,
að talsverður hluti af predikunar-
starfi margra presta hnígur að
ádeilu, eða að því að greiða úr og
leiðbeina um mismunandi skoðan-
ir, sem kitla forvitni fjöldans í
skoðanaringulreiðinni, eða eru
merkilegir möguleikar fyrir þá,
sem í alvöru eru að leita ein-
hverrar úrlausnar.
Þó þessi þáttur predikunar-
starfsins geti verið tvíeggjað
sverð, og stundum meira til úlf-
úðar en uppbyggingar er það þó
oft hann, sem fólk sækist eftir
og helst heldur því vakandi, eða
þeim ekki síst, sem utanveltu eru
við kirkjuna að einhverju leyti
eða óánægðir, með rjettu eða
röngu. Hugvekjusafn, sem að
miklu leyti gengur fram hjá þess-
um þætti, á það því á hættu, að
ná ekki mjög eyrum þeirra,sem
annars mætti ætla, að frá kirkj-
unnar sjónarmiði væri hvað mest
þörfin á að „hugvekja“. Þar fyr-
ir geta slíkar hugvekjur að sjálf-
sögðu gert sitt gagn hjá mörgu
fólki og orðið því til trúarstyrk-
ingar og ánægju.
En þessi atriði geta þó vakið
umhugsun um það, hvort þetta
gamla hugvekjuform er yfirleitt
heppilegt fonn til þess að hafa
áhrif á fólk nú á tímum.
Hugvekjumar gætu sem sagt
gefið tilefni til ýmsra athugana
um kirkju og kristnihald. En slíks
er ekki kostur hjer. Hjer á aðeins
að vekja í^hygli á þeim. Þær eru,
þrátt fyrir alt, eftirtektai'verður
vottur um viðleitni og líf þeirrar
stofnunar, sem oft er brugðið um
skort á hvorutveggja.
-----o----
Sóknanefndafundur var nýlega
haldinn hjer í bænum og komu
þangað fulltrúar allvíða að. Var
einkum rætt um kristindóms-
fræðslu og stjórnmálin og kirkj-
una. Ræður fluttu 26 leikmenn og
15 menn andlegrar stjettar. Verð-
nokkuð sagt af fundinum í næsta
blaði.
Óðinn og Þór tóku nýlega hvor
sinn togara og voru þeir báðir
sektaðir.
sleisdr sÉaflarsömur.
Erindi flutt á sóknanefndafundi í
Reykjavík, 19. okt. 1926
af Halldóri Jónssyni, sóknarpresti
að Reynivöllum.
Jeg fór í sifmar um eina sveit
þessa lands, sem venjulega er köll-
uð ljót og viðbrugðið, hvað hún
sje leiðinleg yfirferðar og að út-
liti. Hún er þó víst öll grasi
vaxin.
Jeg held fyrir víst, að sá tími
muni koma, að hún verði ekki
lengur kölluð ljót, heldur fögur
og heillandi, þegar hún er orðin
svo að segja samfeld túnbreiða,
sýnilegur vottur um íslenskt
framtak og dugnað. Hvort hún
verður það eftir 300 ár eða þús-
und ár, skiftir eigi neinu, en sá
tími mun vissulega koma.
Enn sem komið er, er þetta
draumur, en þegar fylling tímans
kemur, verður hann að veruleika.
Þessi sveit er ekki neitt ein-
stakt dæmi um fagra framtíð
vorrar fósturjarðar. Hvar sem
farið er um bygðir lands vovs, eru
sviplík skilyrði til, skilyrðin um
blómlega framtíð, skilyrði, sem
geta gert mörgum sinnum fleira
fólki fært að komast fyrir og lifa
góðu lífi.
Enn sem komið er, eru ræktuðu
blettirnir eins og landeyjar (ó-
asar) í eyðimörku. Hvarvetna eru
til álíka góð skilyrði og á þeim
smáblettum sem hingað til hefur
nokkur rækt verið lögð við.
Hjer var kyrstaða á flestum
sviðum í þúsund ár.
En á hinum síðustu 50 árum
eða vel það, hefur þjóðin vaknað
á margan hátt og byrjað að
þekkja sinn vitjunartíma. Og þeg-
ar hún til fulls þekkir sinn vitj-
unartíma, mun öllu óðfluga fara
fram. Ræktuðu löndin stækka,
býlin fjölga og land vort, gim-
steinn meðal landa, verður fag-
urt dæmi þess, að hjer búi þrifn-
aðarmenn.
Sú vakning, sem þegar hefur
átt sjer stað í þjóðlífi voru til að
hefjast handa á hinum síðustu
áratugum, gefur oss örugga von
um það, að framtíðarræktunin
verður margfalt stórstígari á
næstu áratugum, á jafnlöngu ára-
bili. Því sá er munurinn, að
margri þekking hefur verið veitt
inn í þjóðlífið, sem ekki var hjer
til áður og með vaxandi þekkingu
beinast ótal brautir.
Margur mundi óska þess, að
komin væri fögur stórhýsi og önn-
ur stórfeld mannvirki, kirkjur og
aðrir ómótmælanlegir menningar-
vottar á víð og dreif um hinar
heillandi fögru Islands bygðir. Sá
tími mun koma, þegar bundin
öfl verða beisluð, þegar velmegun
almennings vex, þegar fólkinu
fjölgar og það fyllir lands vors
bygðir.
I sjálfu sjer kann aukinn fólks-
fjöldi ekki að vera neitt eftir-
sóknarverður. Hitt meira um vert
að því fáa fólki, þeim fáu tug-
um þúsunda, sem nú byggja land-
ið, og 1 hvert sinn, geti liðið vel.
En vjer verðum að horfast í
augu við það, sem verður smám
saman. Fólkinu fjölgar, jafn-
skjótt og þær ástæður verða til,
að það geti framfleytt lífinu.
En í áminstri ósk felst fyrst
og fremst, að þetta land kom-
ist jafn framarlega í menningar-
áttina og þau lönd, sem engum
kemur til hugar að efast um, að
sjeu menningariönd.
Við getum ekki til eilífðar lifað
á frægð forfeðranna. Við verðum
að skapa álíka frægð og engu
minni í verklegu og andlegu til-
liti.
Menn kvarta yfir útstreyminu
úr sveitunum og að vonum. Að
nokkru leyti kann það að vera
lausung fólksins að kenna, sjer-
plægni þess og hægindahug.
En ef satt á að segja, er hitt
aðalástæðan, að vegna þess að
ástæður hafa batnað og vegimir
fjölgað til þess að framfleyta líf-
inu í kaupstöðum og þá einkum
hjer í höfuðborg lands vors,
vegna margháttaðs framtaks ein-
staklinganna, hefir mörgum sinn-
um fleira fólki en ella gefist kost-
ur á að stofna heimili. Og það
út af fyrir sig er ekki lausung,
heldur blátt áfram mannlegt eðli.
Og annað það, að flestir vilja
sitja við þann eldinn, sem best
brennur.
Ein ástæðan til þess, að fólk-
ið hefur flúið og flýr sveitimar
er sú án efa, að í sveitunum er
svo lítið um þægindi yfirleitt;
t. d. er yfirleitt sjaldnast svo vel
hýst, að samsvari eðlilegum nú-
tímaþægindakröfum. Fjölmargir
sveitabæir eru heldur ljelegar
vistarverur, þar sem flest þæg-
indi vanta.
Baðstofurnar voru lengst af
kaldar, en nú á seinni tímum er
farið að láta eftir sjer þá sjálf-
sögðu og óumflýjanlegu eyðslu,
að ylja þær eitthvað upp. Fátt
er gert til að gera íslenskar
sveitabaðstofur vistlegar, til að
prýða þær og veita augnayndi. Og
einatt, vísast sjaldnast til neitt
afhýsi, er skoðast mætti sem hið
allrahelgasta á heimilinu.
Efalaust eiga ljeleg húsakynni
fólksins sinn þátt í því, að fólkið
flýr sveitimar.
Líkt er ákomið með fjenaðar-
húsin, að bæði eru þau einatt lje-
leg og þá tilhögun vantar víðast
hvar, að ljetst geti hin daglega
vinna, svo að bæði sparist vinnu-
kraftur og þægindin geti veitt
nokkrar hvíldarstundir dag frá
degi þessu fáa fólki, sem tíðast
er að verki.
Þetta þarf að breytast og þetta
mun brevtast með bættri getu al-
mennings.
Og vakningin nær til þessa alls.
Eðlilegum þæginda-kröfum þarf
að fullnægja og fremur fyrir þá
sök, að þægindin spara mannsafl-
ið, tíma og fyrirhöfn, er til lengd-
ar lætur. Og fagrir framtíðar-
draumar snúast eigi síst einmitt
um þetta atriði.
Til þess að koma öllu þessu í
lag, þarf ærið fje, þó að sú til-
högun sem er, kosti í raun og
veru miklu, miklu meira, þar sem
svo mörgu er flaustrað upp, er
grotnar svo niður á fáum árum.
Þetta alt mun breytast, svo að
fólkið þurfi ekki að flýja sveit-
irnar fyrir illa aðbúð. Sú mun
koma tíðin, að fólkið mun búa við
margháttuð" þægindi í sveitunum,
engu síður en í kaupstöðunum.
Á þessu sviði er vakning hafin,
og mjór er jafnan mikils vísir.
Margt er nú að og margt vant-
ar oss. Vanefnin setja margar
skorður. En af því, sem að er, er
ef til vill ósanngimin erfiðust við-
fangs. Af ósanngirninni leiðir úlf-
Framh. á 4. síðu.