Lögrétta - 24.11.1926, Blaðsíða 1
Innbeimta og afgreiðsla
í Þingholtsstræti 1
Sími 185.
Útgefandi og ritstjór'
t*orsteinu Oísiason
Þingholtsstræti 17.
Sími 178.
XXI. ár.
Reykjayíh, miðvikudaginn 24. nóvember 1926.
49. tbl.
IJmvíðaveröld.
Síðsutu fregnir.
Ekki er útkljáð koladeilan í
Bretlandi enn. En búist er við,
að svo verði í lok þessarar viku
og að sættir komist þá á. At-
kvæðagreiðslan í hjeruðunum
gekk á móti sættum, en þótti
varhugaverð, og fulltrúar námu-
manna hjeldu fast fram, að sam-
inn yrði friður, enda hafði þá
fjöldi námumannanna gengið á
móti fjelagssamtökunum og byrj-
að vinnu án samninga. Síðasta
fregn segir að fyrsta hjeraðssam-
þyktin milli verkamanna og
vinnuveitenda sje þegar gerð í
Nottingham skíri.
Sagt er að Rússar og Tyrkir
hafi gert með sjer hermálasam-
band og lofi Rússar Tyrkjum þai'
liðveitslu, ef á þá verði ráðist.
Fregn frá Búkarest segir, að
uppvíst hafi orðið um samsæri til
þess að koma Karli prínsi á kon-
ungsstól.
Bernhard Shaw afsalaði sjer
Nóbelsverðlaununum, kvaðst ekki
þurfa þeirra, en bað um að þau
yrðu veitt einhverjum, sem unn-
ið geti að því, að gera sænskar
bókmentir kunnar á Englandi.
önnur fregn segir þó, að hann
ætli að taka við verðlaununum, en
verja þeim til styrktar sænskum
bókmentum.
Alþjóðaráðstefna til þess að
ræða ýms iðnaðar-, búnaðar- og
verslunarmál á að koma saman
í Genf í maí 192T og hefur Þjóða-
bandalagið gengist fyrir því
fundahaldi og valið mennina, sem
sæti eiga á ráðstefnunni.
Fregn frá Berlín segir, að þýsk-
ur maður, Bergins að nafni, hafi
fundið upp nýja aðferð til þess
að vinna olíu úr kolum. Er búist
við miklu gagni af þessari upp-
götvun, með því að hún tekur
langt fram eldri aðferðum, og
gert ráð fyrir að hún muni verða
þess valdandi, að bensín og stein-
olía falli mjög í verði.
Á fundi forsætisráðherra Breta
veldis, sem setinn er nú í Lond-
on, hefur verið samþykt yfirlýs-
ing um það, að nýlendurnar sjeu
jafnrjettháar heimalandinu. Telja
ensku blöðin svo, að þetta muni
verða alríkinu til styrktar.
■" ■ »■■■»
Strætisvagnar í Rvík. Nýlega
var talað um það hjer í blaðinu,
í grein eftir Vigfús Helgason, að
strætavagnar ættu að koma á
gang hjer í bænum. Á síðasta
bæjarstjómarfundi var málið
rætt, en engin ákvörðun tekin.
Druknun. Maður fjell út af
Lagarfossi fyrir nokkrum dögum
og druknaði. Hann hjet Ingólfur
Einarsson frá Tóftum við Stokks-
eyri. Skipið var á leið til útlanda.
Árni Eylands Búnaðarfjelags-
ráðunautur hættir störfum í þjón-
ustu Búnaðarfjel. Isl. um næstu
áramót og fer til Samb. ísl. sam-
vinnufjelaga. Mun hann rita all-
mikið um búnaðarmál í næsta
árg. Lögr.
Sagan. önnur bók ’Vesaling-
anna, Cósetta, er nú á enda og
um þáð bil að koma út í bókar-
formi. Verður nú nokkurra blaða
hlje uns þriðja bókin hefst. En á
meðan birtist stutt saga eftir
norska skáldið Obstfelder, í þýð-
ingu eftir G. A. Sseinsson skóla-
stjóra á Hvítárbakka.
Um Sfvíþjóö.
------ Nl.
Stokkhólmur er sá bær sem
jeg myndi seint ‘ þreytast að
skoða og sænsk menning er sann-
arlega þess verð, að henni sje
gaumur gefinn. Ætla jeg þó ekki
að orðlengja frekar um það, en
áður en jeg kveð bæinn vil jeg
minnast á tilraunastöðina Experi-
mentalfeltet sem liggur í ná-
grenni bæjarins. Þar er miðstöð
allra búnaðartilrauna í Svíþjóð.
Tilraunastarfseminni er skift í
deildir. Og er frá hverri deild
stjórnað tilraunum um alt landið
í þeirri grein sem húri starfar að.
Svíþjóð er stórt land með mjög
bi’eytilegu loftslagi og breytileg-
um jarðvegi. Eru því mjög nauð-
synlegar staðlegai' (lokal) til-
raunir, er skera á úr um það,
hvað hentast sje í þeim eða hin-
um landshlutanum.
Sjerstaklega hafa Svíar komið
á hjá sjer kerfisbundnum stað-
legum áburðartilraunum meðal
bænda. Sækjast bændur nú orðið
mjög eftir að fá að gera slíkar
tilraunir, en áður fengust fæstir
til þess. Álíka tilraunir eru þegar
byrjaðar hjer á landi með tilbú-
inn áburð og væri óskandi, að
bændur lærðu að meta þær. Not-
kun tilbúins áburðar er á byrj-
unarstigi hjá oss, en á eftir að
aukast stórum, sjerstaklega ef
afurðamarkaður batnar. Áður hef
jeg getið um að byrjað var á til-
raunum með rafmagnsupphitun á
vermireitum.
Mjög æskilegt væri að þeir sem
starfa eiga að tilraunastarfsemi
heima ættu kost á að starfa sem
aðstoðarmenn við slíkar tilrauna-
stöðvar, sem þessa eða þá norsk-
ar tilraunastöðvar. Oss hættir of
mjög við að fara til Danmerkur
til búnaðarnáms, bæði bóklegs og
verklegs. En danski landbúnaður-
inn er svo gjörfrábrugðinn því
sem vjer eigum að venjast, að
vjer megum fara mjög varlega í
það, að álykta. út frá þeim stað-
reyndum sem þar eru gildandi
sjerstaklega að því er lýtur að
jarðræktinni. Lega Noregs og
Svíþjóðar er þannig, að um ger-
ólíkt veðurlag er að ræða t. d.
syðst og nyrst í þessum löndum.
Til þessa er tillit tekið við til-
raunimar. En af því leiðir aftur
að ekki er að ræða um hnitmið-
aðar og nákvæmar tilraunir, sem
í suðlægari landbúnaðarlöndum
eins og Danmörku og enda ekki
eins dýrar. Vjer sem erum svo
fáir og fátækir verðum að fikra
oss áfram hægt og hægt og
kostnaðarins vegna verðum vjer
að slá af ýmsum kröfum. — Vjer
þurfum að haga vorri tilrauna-
starfsemi eftir þeim staðháttum
sem vjer lifum við. Þær tilraunir,
sem að mínu áliti kalla mest að,
eru staðlegar áburðartilraunir og
þá afbrigðatilraunir ýmsar. I bú-
fjárræktinni eru beitartilraunir
með * sauðfje afar mikilvægar.
Ávöxtur af slíkum tilraunum yrði
bráðlega sýnilegur ef rjett væri
að farið og bændur gætu fylgst
sjálfir vel með við slíkar tilraun-
ir og tekið sjálfir þátt í þeim. Og
er það höfuðkostur.
Jeg hverf frá þessum hugleið-
ingum því að nú er ferðinni heit-
ið suður.eftir Svíþjóð, alla leið
suður til Svalöf sunnarlega á
Skáni. Svalöf þekkja allir þeir
sem við landbúnaðarnám fást.
Það er frægur staður í þeirra
augum. Þetta smáþorp er frægt
fyrir tilraunastöðina sem þar er.
Jeg sat þar á 40 ára minningar-
hátíð stöðvarinnar. Og bar margt
á góma í veisluglaumnum.
A Svalöf hefur aðallega verið
íengist við kynbætur jurta, sjer-
staklega komtegundanna. Eru
þaðan upprunnin mörg bestu
kornafbrigði heimsins. Mjög er
þessi kynbótastarfsemi flókin við-
í'angs og ekki fær nema forustu
vísindamönnum á því sviði. Þar
er alt mælt og vegið og grand-
gæfilega rannsakað. Bestu af-
origöin eru notuð til að viðhalda
stofninum.
Síðustu árin er byrjað á til-
raunum með kynbætur á túngrös-
um. Heitir sá prófessor N. Syl-
van, sem stýrir þeim tilraunum.
Sýndi hann mjer starfsaðferð-
irnar. Sje um sjálí'írævar jurtir
að ræða, er dreginn smjörpappírs-
belgur yfir blómið eða axiö og
það þannig einangrað svo að al-
í'rævun getur ekki átt sjer stað.
Stundum eru svo ólík afbngði
látin æxlast sarnan, verður þá
fyrst að nema burt alla fræfla
eða „vana“ jurtina og síðan
frjófga blómið með fræflum þess
afbrigðis sem æxla á saman við
hitt. Má á þann hátt fá nýtt af-
brigði, sem síðan verður að rann-
saka hvort hæft er til „undan-
eldis“ eða háfi þá eiginleika sem
óskað er eftir. Síðasta tilraun
hans var að æxla saman vallar-
sveifgrasi (poa pratensis) og
fjallasveifgrasi (poa alpina).
Voru þessár tilraunir alveg ný-
byrjaðar svo að ekkert var hægt
að segja um árangur. En tilgang-
urinn í þessu tilfelli var sá, að
sameina hina góðu eiginleika
hvers afbrigðis fyrir sig og
mynda nýtt afbrigði sem hefði
ýmsa yfirburði yfir foreldra-af-
brigðin. Áríðandi var að halda
harðgörfinni frá fjallasveifgras-
inu, gera það að ríkjandi eigin-
leika og eins stórum vexti frá
vallarsveifgrasinu og blaðríki. —
Mjer virtust þessar tilraunir
mjög eftirtektarverðar fyrir oss
íslendinga og þess vert að halda
spumum fyrir um hvemig þær
hepnuðust. Væri alls ekki óhugs-
andi að slíkar tilraunir hefðu
beina þýðingu fyrir oss og vjer
gætum beinlínis notað þau af-
brigði, sem hepnast að mynda,
heima hjá oss. Tilraunir með
kartöflur og rófur eru einnig eft-
irtektarverðar.
1 Svalöf er einnig Per Bonde-
sens kynbótabú. Aðallega er þar
fengist við kynbætur með hvíta
enska svínakynið. Verðlaunapen-
ingamir voru orðnir svo margir,
að stór skápur var smíðaður ut-
an um þá, enda er kynbótabúið
þekt um öll Norðurlönd og víð-
ar. Kynbótabúið er rekið sem
hlutafjelag og hefur það starfað
síðan fyrir aldamót. Bondesen
bauð mjer að taka tvo grísi með,
en jeg taldi lítil líkindi til að fá
að flytja þá með heim, einkum
vegna þess líka að gin- og klaufa-
sýkin var þá að geysa sem mest.
Hr. Bondesen kyntist jeg í ferð-
inni til Rjúkan og bauð hann
mjer þá að skoða kynbótabúið
sitt, og gafst mjer tækifæri til
þess nú.
Jeg sagði honum af för minni
til Ultuna. Vildi hann ekki ann-
að heyra en að jeg heimsækti
Alnarp-búnaðarháskóla, því að
annars fengi jeg ranga hug-
mynd um æðstu búnaðarstofnanir
Svía. Gerði jeg það, enda líka er
Alnarp alveg í leiðinni þegar far-
ið er um Malmö til Kaupmanna-
hafnar.
Staðurinn liggur skamt norðan
við Malmö. Jeg gekk um allan
staðinn, sá bæði skólahúsin og
útihús og leit jeg yfir ræktaða !
landið. Jeg fann að það var rjett ■
sem hr. Bondesen sagði. Þunga- !
miðja æðstu landbúnaðarmenning-
ar Svía er í Alnarp og að lík-
indum verður sá skólinn aðalbún-
aðarháskólann fyrir alt landið.
Þama var eins og í Ultuna,
bændaskóli og unnu nemendur
öll störf sem fyrir fjellu á bú-
inu. Mjer virtist verklega hlið
námsins vera í besta lagi enda er
aðstaðan góð, miklu betri en t.
d. aðstaða Dana í því efni þar
sem þeirra skóli er LKaupmanna-
höfn. Aftur virtust mjer söfn
skólans ekkert stór, frekar ófull-
nægjandi.
Skánn er besta landbúnaðarhjer
að Svíþjóðar. Landið er flatlent
mjög og virðist afarfrjótt.' Auk
kornræktar er rekin mikil naut-
gripai’ækt. Kýrnar eru svart-
fiekkóttar, hollenskar að kyni.
Hátt yfir sljettuna gnæfði
kirkjutuminn á kirkjunni í Lundi.
Ekki gaf jeg mjer tíma til þess
að skoða hana. En vegleg kvað
sú kirkja vera. Jeg hjelt því til
Malmö og þaðan yfir sundið til
Kaupmannahafnar. Ætla jeg ekk-
ert að skýra frá ferðum mínum
í Danmörku, tel þess litla þörf,
vegna þess að kynning meðal
þjóðanna hefur aukist mjög mik-
ið, hin síðari árin. Þó hefði jeg
gaman af síðar að skrifa lítið
eitt um stærstu jarðræktarfram-
kvæmd Dana: Uppþurkun á
„Store Vildmose“. Það er stór-
virki í sinni röð.
Jeg vildi óska mjer að kynning
meðal Svía og Islendinga ykist.
Nú er hún alveg hverfandi lítil.
En alstaðar var mjer tekið með
mestu alúð og kurteisi, enda eru
Svíar djarfir og látlausir í fram-
komu.
Vigfús Helgason.
——o-----
ísíenskur sMarsöngur.
Erindi flutt á sóknanefndafundi í
Reykjavík, 19. okt. 1926
af Halldóri Jónssyni, sóknarpresti
að Reynivöllum.
------ Frh.
Þetta er ekki sagt út bláinn.
Það er bygt á umhugsun og eftir-
tekt og eigin reynslu. Og hið
sama munuð þjer öll kannast við,
að er rjett.
Að sumu leyti er þetta skiljan-
legt því sá veikari leggur sig
meira fram í trausti til hins, er
hann veit, að meira má. Hins-
vegar kemur þar styrkurinn jafn-
vel eftir óskiljanlegri leið. Eins-
konar kraftalda fer frá manni til
manns, og eigi síður meðal þeirra,
sem koma saman sem vinir og
þrá hið sama og stefna báðir til
hæða.
Það er yfir höfuð einhver mesta
blessun lífsins, að veikur maður
styður annan mann, eigi aðeins
með athöfn sinni heldur einnig
með hugsun sinni. _
Jeg trúi því og jeg veit þlð,
að hrifinn söfnuður, hrifinn af
háleitu málefni guðsríkis og trú-
arinnar, flytur með sjer hrifn-
ing, alveg ósjálfrátt í lofgerð
sinni og bæn. Og jeg segi yður
satt, að enginn fer til einskis í
guðs hús á slíkri stundu, er sál-
ir saínaðarins eru samhuga
snortnar af loga trúarinnar. Jeg
segi yðin- satt, að hver íyrir sig
fer að einhverju leyti aftur rjett-
iátari heim í sitt hús.
Almennur safnaðarsöngur mun
vekja hrifningu, er til lengdar
lætur, hann mun vekja og glæða
meiri trú, meiri lotning fyrir
Kristi og guðlegum efnum. Hann
mun laða fólkið að kirkjunum,
blátt áfram af þeirri ástæðu, að
þangað verður ánægjulegra að
koma, er fólkið kemur líka sem
veitandi, en ekki aðeins sem
þiggjandi. 1 kjölfar hans fer
meiri rækt við guðs orð heima
fyrir á hinum einstöku heimilum,
og hvers virði þetta alt muni
verða i hinu nýja íslenska þjóð-
lífi, mun engum hugsandi manni
blandast hugur um.
Það er einatt veitst að kirkj-
unnar mönnum fyrir áhugaleysi.
Kann vel að vera, að sú ásökun
sje stundum á nokkrum rökum
bygð. Áhugaleysi prestanna, ef
satt væri, á þó nokkra rót sína
að rekja til þess, ef söfnuðirnir
eru kaldir gagnvart þeim og telja
start' þeirra og viðleitni lítils-
verða. En helst hygg jeg, að
mörgum presti sje það allþungur
baggi að bera, að hann kann
ekki ráðin til þess að láta söfnuð
sinn sjá þá þrá, sem býr í brjósti
hans um, að vinna gagn því mál-
efni, sem hann hefir heitið að
helga krafta sína.
Hjer sem ella þurfa báðir að
taka hvor í annars hönd með
einlægu kærleiksþeli.
Og það er eitt göfugt hlutverk
hins almenna safnaðarsöngs, að
mynda og efla þetta óumflýjan-
lega kærleiksþel á báða bóga, svo
hvor skilji annan og hvor fyrir
sig vilji vinna að því, að bæta
úr safnaðarins og sjálfs sín
mestu þörf, sem er meiri trú,
helgari lotning og hlýðni við
Drottins heilaga orð og vilja hans.
Hvor fyrir sig, prestur og söfn-
uður, þurfa eins og að skygnast
inn í sál hins. Þá ber hvor ann-
ars byrðar og hvor hjálpar hin-
um í starfi guðsríkis.
Með þessum orðum er annars-
vegar lýst skyldu prestsins til að
efla og styðja hinn almeima safn-
aðarsöng meðal síns safnaðar og
skyldu safnaðarins til þess að
koma þar með framrjetta hjálpar-
hönd með eiginni þátttöku.
Um aðstöðu prestsins vegna
kunnugleika síns ætla jeg ekki
hjer að ræða. Hún er auðsæ.
Eins og aðstaða safnaðarins er sú,
að nota þá gjöf, sem guð hefur
gefið, söngrödd sína, guði til
dýrðar og söfnuðinum til sálu-
bóta.
- —o----
Fornmenjar á Grænlandi. Dr. P.
Nörlund, sem nýlega er kominn
heim til Khafnar úr rannsóknar
í Grænlandi, hefur fundið rústir
af biskupsbústað og dómkirkju
nálægt Ingaliko, og telur þær vera
frá tíð Eiríks rauða. Aðarlbygg-
ing er 50 metra löng. Beinagrind
fanst með biskupshring á hendi
og var bagall hjá henni. Er hald-
ið að þetta sje beinagrind Jóns
fóstursonar Sverris konungs.
Innfluttar vörur í óktóbermán.
voru alls 2,890,919 kr., þar af til
Rvíkur 1,890,734 kr.