Lögrétta


Lögrétta - 24.11.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 24.11.1926, Blaðsíða 4
4 L0GR7ETTA Myndin sýnir sjúkan kýrfót. Klaufimar g-liðna sundur og detta af. Ný bók. Ný bók. ZE3i7 "bi og "bla-kiSL Kvæði eftir Jóhannés úr Kötlum, með mynd höfundarins. Verð kr. 5,00 heft og kr. 6,50 bundin. Fæst hjá öllum bóksölum. í aðalútsölu hjá Prentsmiðjunni Aeta h.f. Gin- og klaufnasýkin og innflutningur á heyi. Jeg hef áður vakið athygli á því opinberlega hver hætta gæti stafað af heyinnflutningum þeim sem allmikið hafa færst í vöxt hjer undanfarið. t>að er sem sje farið að tíðkast alveg að óþörfu, að flytja hingað norskt hey. Þeg- ar frumvarp kom fram um það á síðasta þingi, að banna slíkan heyinnflutning vegna sýkingar- hættu þeirrar, sem af heyinu I stafaði, var frumvarpið felt. Var því borið við m. a. að engin slík hætta stafaði af norsku heyi af þeirri ástæðu, að sýkin, sem einkum var um að ræða, gin- og klaufnasýkin, væri óþekt í Nor- egi. En þótt skammsýnir menn hafi ekki viljað láta sannfærast þá, er svo komið nú, að ekki verður lengur um vilst þá hættu, sem á ferðum er, því það er nú sannfrjett, að gin- og klauína- veikin er komin upp í Noregi og þykir þar sem annarsstaðar hinn versti vágestur. Hefur reynslan einnig sýnt það, að stórtjón hefur af hlotist alstaðar þar sem sýki þessi hefur komið upp og þjóð- irnar orðið að verja offjár í til- raunir til vama og útrýmingar. Á Islandi hefur þessi sýki verið ókunn til þessa og menn verið nokkuð áhuga- og andvaralaus- ir um hættuna, sem af henni stafaði. En nú hefur hinn óþarfi norski heyinnflutningur stórum aukið hættuna og gert það knýj- andi nauðsyn að stemma stigu fyrir innflutningum. Bretar bönn- uðu t. d. slíkan innflutning undir eins og kunnugt varð um sýkina í Noregi. Með því að banna innflutning á norsku heyi er tvent unnið landi og lýð til stórþarfa. Varnir eru settar gegn því, að gin- og klaufnasýkin berist hingað, og — það sem mest er um vert — fótum kipt undan hinu skaðlega búskapar-ólagi hjer, að menn setji á heyfeng Norðmanna, en láti margar þúsundii- hesta af bestu slægjum verða úti á hverju hausti í sínu eigin landi. , Það má ekki dragast lengur en orðið er, að banna innflutninginn, því það er of seint að byrgja brunninn þegar bamið er dottið ofan í. Ólafur J. Hvanndal. -----o---- Leikf jelagið er nú að sýna einn þektasta og einkennilegasta leik ítalska skáldsins Pirandello. En hann er nú einhver mest leikni höfundur víða um lönd, og sjer- kennil. á ýmsa lund. Hefur Lögrj. minst hans dálítið áður. Leikrit háns, sem nú er sýnt, heitir Sex verur leita höfundar (þýtt af Guðbr. Jónssyni, búið til leiks af Indriða Waage). Það er að formi cþlmjög frábrugðið því sem venju- legt er, leiktjalda- og útbúnings- lítið og leikið bæði á sviði og gólfi og gerist á æfingu í leikhúsi. Koma þá inn sex verur, sem leita höfundar og sækja fast að leik- hússtjóranum um að fá sig samd- ar og sýndar, og er svo leikurinn í því fólginn að þær sýna rauna- sögu sína og í baráttu leik- stjórans við efnið, sem hvað eftir annað ætlar að sprengja venju- legt velsæmi og hst. Margt í leiknum er vel skrifað og vel á haldið efninu í þeim bún- ingi, sem vahnn hefur verið, og er það þó ekki ýkja mikið eða sjerkennilegt. En einkum verkar þó leikurinn vegna sjerkenni- leika formsins og nýjabrumsins á því, enda var með það farið mæta vel. Betur hefði það þó sennilega notið sín, að leikurinn hefði verið sýndur í lotu, en ekki með hljei, enda er hann skrifaður sem einþáttungur. Misjafnlega hefur fólk tekið leiknum. Sumum virðist þetta eitthvað það besta, sem á leik- sviði hafi sjest hjer, öðrum virð- ist það ótækt stjómleysi, anarki, í allri leiklist, eins og alkunn- ugt skáld komst að orði á fyrstu sýningunni, eða þá þessháttar leikur ,sem ekki sje sýningarhæf- ur nema á úthverfaleikhúsum í París, eins og alþingismaður einn sagði í sama sinn. Leikfjölagið hefur nú sem oftar unnið eftirtektarvert verk til þess að kynna mönnum sjer- kennilega eða góða hst og opna nokkura útsýn um það, sem mest ber á í þessum málum erlendis og hefur oft áður verið vikið að þeim efnum hjer í Lögrj. Meðferð leikendanna var í heild sinni góð og víða ágæt. Höfuð- leikendumir eru Brynjólfur Jó- hannesson, Ágúst Kvaran, Am- dís Björnsdóttir og Indr. Waage. Um leikinn sjálfan má deila aítur og fram, eins og títt er um slíkar bókmentir. En frá Leikfjel. glögt, hversu annar maður stvmd- um megnar að breyta hugsunum vorum í þau orð, er vjer sjálfir leitum að. Það er hálf óviðfeld- ið, því oft óskum vjer einmitt sjálfir að geta komið orðum að þeim. Við töluðum e k k i um list. Heldur ekki um konur. Jeg man best það, sem hann sagði þegar rafljósin sloknuðu og myrkt var í gildaskálanum. Þá gengum við út og gengum lengi aftur og fram um götumar. — Oss vatnar lotningu, oss vantar lotningu. Berum vjer t. d. lotningu fyrir sólinni? sagði hann þegar ljósið sloknaði og við stóð- um upp og gengum skeggræðandi gegnum tóman gildaskálann. — Sólinni, sem rís upp aftur í öllu því ljósi og öllum þeim mynd- um ljóssins, er vjer sjáum um- hverfis oss. . . Berum vjer lotningu, — við vorum komnir út á strætið og nokkrar flökkukonur gengu fram hjá okkur — berum vjer lotningu fyrir brosi konunnar? Sælubrosi konunnar, sælubrosi konunnar . . . Ó, nei, nú höfum við allan tímann sneitt hjá kon- unum og best tölum við, ef til vill, um þær, þegar við tölum e k ki um þær . . . Jeg ætlaði bara að segja: . . . Hversu oft er það, að sælubros konu kemur aftur. Hann var einn þeirra, sem segja meira með hljómfalli og áherslum en orðunum sjálfum, einn þeirra, sem með stuttri þögn tekst, að segja sínar instu hugsanir, sem vjer sjálfir brenn- um af þrá eftir að geta sagt. — Og svo skyldum vjer ekki bera lotningu fyrir þeirri stund er hún brosir. Vjer gerum það ekki. Oss vant- ar lotninguna. Æðsta vald heimsins er feg- urðin. Hún er, nú á tímum, ljelegur valdhafi ... Nú, það einveldi hefur, ef til vill, verið Ijelegt aha tíð. Lotning ... við hvað á jeg með því? Jeg á, til dæmis, við það að vjer ættum að bera lotningu fyr- ir sjálfum oss. Vjer ættum ekki að harma og síta, nje gefa oss að því, að reikna út alt það illa sem vjer teljum oss seka um. Vjer höfum svei mjer engan r j e 11 til að harma, nje r j e 11 til að pynda sjálfa oss, fremur en vjer höfum rjett til að pynda aðra. Svei mjer ef vjer höfum það. Hann varð æstur krepti hnef- ann og virtist gleyma nærveru minni. Eftir langa þögn mælti hann svo: — Og vjer getum pyndað aðra til bana með sjálfpyndingum vor- um. Hann sagði það lágt, og orðin „til bana“ sagði hann hægt og með hrygð í röddinni. Þá kvaddi hann mig með handabandi og fór leiðar sinnar. Þá er jeg skildi við hann komst jeg í kynlegt skap og öðru vísi en nokkru sinni fyr. Og alt í einu stóð mynd Rebekku (við nefndum hvort annað annars aldrei með nafni, mjer þótti ekki hennar nafn eiga við hana, nje henni mitt nafn við mig) skýrt fyrir mjer, og það kynlega var, að hún stóð skýrar fyrir mjer nú en þegar jeg hafði horft á hana sjálfa. Og jeg hafði þó haldið á henni í önnum mínum og horft grandgæflega á hana. Hún var orðin sem ný í huga mjer. Og nú gægðist upp hugs- unin: Hver var hún? 't r >-vví% ! "■ I Lengi lá jeg andvaka og hugs- aði um hana látlaust. Furðulegar hugsanir. Mjer þótti sem jeg hefði enn ekki sjeð hana. Hafði jeg líka fundið hjartaslög henn- ar? Eða veitt því eftirtekt hversu hún greip hönd mína? Og það kom eins og hægur goluþytur í sál minni: Hver er hún, hver er hún? Voru það hennar liðnu ár sem jeg vildi vita um? Nei. Eða ald- ur hennar? Heldur ekki. Var það þá það, hvort hún hefði kyst aðra, og hverja hún hefði kyst? Nei. Það var ekki það, sem jeg vildi vita. Heldur hitt, hver er hún hið innra, inst í hjarta sínu? Og hver á hjarta hennar? Á j e g það? — Og það var sem morgunroði í sál minni. Ef jeg ætti hjarta hennar! Ef jeg í raun og sannleika ætti hjarta h e n n ar. Hafði hún þá ekki sagt, að það væri jeg sem ætti það? Jú, þ a ð hafði hún gert. En gat það þó verið satt? Hafði hún átt við það? Hafði jeg þá aldrei hugsað um, hve yndislegt það væri ef jeg ætti hjarta hennar? Hve glatt stjörnumar myndu tindra, og hve yndislega myndi sólin ljómi þá! Jeg vaknaði seinna um nóttina. Og öldungis óvart sagði jeg: Hún var að gráta. Af hverju grætur hún? Jeg kveikti ljós og stóð á fætur. Hún hafði fært mjer rós- | ir, eina gula og þrjár rauðar. Jeg hafði ekki einu sinni lit- ið á þær, ekki sjeð hve fallegar þær voru! H ú n hafði fært mjer þær. Meðan jeg var úti hafði hún stungið þeim í vatnsglasið hjá mjer. Jeg tók rósirnar, eina eftir aðra og kysti þær. Svo tók jeg glasið og ljet það við rúmið mitt. Ilmurinn var mjer ekki ógeð- feldur. En mig dreymdi þunga og beiska drauma. ...o Prentsm. Acta. PIPARMYWTU PLC - :? Sjerlega heppilegar fyrlr börnln. Gagn- legar fyrlr maga þeirra, Ijetta þeim meltipguna avo þau hafa full not af mat- num Þær balda tön- num þeirra hreinum. Wrighley’a ðvalt eftir mat; það er .. góö regla v fyrir alla 6 heimilinu. ajs.9. ’A eftir hverri máltiö MPAftMVNtU PLÖTUR hálfu er hann þakkarverður vott- ur um líf þess og áhuga og um hæfileika leikstjórans, Indr. Waage. Dánarfregn. Fyrir skömmu andaðist á heilsuhæh í Danmörku Brynjólfur sonur sjera Magnúsai- Bjarnarsonar á Prestsbakka. Var lík hans flutt heim og jarðsett á Prestsbakka 2. þ. m. — Til minningar um son sinn gaf sjera Magnús Hörgslandshreppi 2000 kr., sem verja skal til skógræktar. Rit Gests Pálssonar. Bókaversl- un Þorsteins Gíslasonar gefur á næsta ári út rit Gests Pálssonar, sögur, kvæði, fyrirlestra og úr- val úr blaðagreinum. Einar H. Kvaran rithöfundur skrifar æfi- sögu Gests, sem fylgja á, og verð- ur í ráðum um ritgerðavalið. Einar H. Kvaran rithöfundur flutti 18. þ. m. fyrirlestur í frí- kirkjunni til styrktar söfnuði Haraldar prófessors Níelssonar. Talaði hann um afstöðu spírit- ismans til hins andlega lífs nú, og afstöðu kirkjunnar til hinna ver- aldlegu þjóðmála. Fór hann nokk- uð hörðum orðum um stjóm- máladeilur blaðanna og þakkaði kvennaþinginu á Akureyri fyrir samþykt þess um þetta efni síð- astl. sumar, og hefur sú samþykt áður verið prentuð hjer í blað- inu. Þótti honum kirkjan sinna of lítið hinum almennu þjóðmál- um og vel mega láta t. d. verka- mannamálin eða jafnaðarstefn- una meira til sín taka en hún nú gerði. Dánarfregn. Þann 7. þ. m. and- aðist að heimili sínu, Refstað í Vopnafirði, Dórhildur Bjömsdótt- ir. Banamein hennar var lungna- bólga. Hún var nærfelt 34 ára að aldri, fædd 4. des 1892, dóttir Bjöms gullsmiðs Pálssonar, sem lengi bjó á Vakursstöðum í Vopnafirði, Sigurðssonar á Eyj- ólfsstöðum Guðmundssonar sýslu- manna í Krossavík — og fyrri konu hans Margrjetar Bjömsdótt- ur umboðsmanns Skúlasonar, en kona hans var Bergljót Sigurðar- dóttir, vóm þau hjónin því syst- kinaböm og komin af ágætu fólki í allar ættir sem óþarft er að rekja hjer nánar. — Dórhildur sál. var prýðisvel gefin til sálar og líkama, eins og hún átti ætt til en naut sín ekki að fullu sökum vanheilsu, sem hún hafði frá bamæsku. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, uns hún misti móður sína 9 ára að aldri, en föðurhúsin hefur hún aldrei yfir- gefið, því hún eignaðist aðra móður, sem hún elskaði og virti. Fyrir nokkrum árum fjekk hún loks fulla heilsu, að því er virt- ist, eftir vetrarlanga dvöl á ljós- Iækningastofnuninni hjer í bæn- um. Af systkinum hennar em á lífi ein alsystir í Vesturheimi og þrjú hálfsystkini, sem öll em til náms fjarri foreldrahúsunum. Harmurinn er því að vonum sár fyrir aldraðan föður og missirinn mikill fyrir heimilið, hvers stoð og stytta hún var orðin. J.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.