Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.04.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 20.04.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA ■ ----------I LÖGRJETTA Utgefandi ng ritstjóri Þorgteinn Gíslason Þinghoitsstræti 17. Simi 178. Innheimtn og afgreidsia i Þingholtsstrætí 1. Simi 185. ii'.............................. I unnar — mann sem að minsta kosti stæði Kristi jafnt framar og Jesús spámönnunum? En eng- inn slíkur hefur fæðst. Það er alkunnugt, að innan lúthersku kirkjunnar nú á tím- um er svo að sjá sem mönnum sje ekki jafn umhugað um neitt og að reyna að færa sönnur gegn guðdómi Krists. Þar sem jeg hef oftar en einu sinni sagt álit mitt á þessu máli í blaðagreinum, vil jeg ræða það sem stytst að þessu sinni. En mjer finst jeg ekki komast hjá að gera það nokkuð; með því að taka eitt til athug- unar, þó jeg hafi áður fyr drep- ið á það. Jeg ætla að líkt sje því varið með fleiri og mjer fór um eitt skeið, að árásimar á guðdóm Krists vaxi þeim mest í augum, sakir þess, að þeim virðast þær nýstárlegar. Þeir standa í þeirri trú, að þær sjeu sprotnar af aukinni þekkingu nú- tímans og þó einkum fram komn- ar sakir þess hve sagnfræðivís- indunum hefur fleygt fram á síð- ustu öld. Jeg dreg ekki dul á, að satt er, að stórstígar framfarir hafa átt sjer stað á þeim sviðum og margt hafa biblíurannsóknim- ar leitt í Ijós, sem er bæði mikils- vert og til stórra bóta. En jeg verð að segja það eins og er, að hafi biblíurannsóknimar styrkt trú mína á nokkrum hlut, þá er það fyrst og fremst á guðdómi Krists, og að það sem rýrir mest mótbáramar gegn því atriði í mínum augum, og gerir þær ljettvægar, er að með aukinni þekking á Nýja-Testamentinu og þó einkum á kirkjusögunni, kemst jeg betur og betur að því, að þær era allar úreltar og gam- aldags — eingöngu árásir, sem sagan hefur endurtekið frá því Kristur kom fram. Þrátt fyrir það, að altaf kveður við að menn eigi erfiðast með að skilja samtíðarmenn sína, ætla jeg að það sje sannleikur að eng- inn þekki nokkra menn jafnvel og þá sem hann er sjálfur hand- gengnastur. Enginn lifir svo líf- inu með einhverjum manni for- tíðarinnar, að hann hafi slík tök á að skilja hann og þekkja, sem aldavin sinn og þá er hann býr með alt lífið. Þar af leiðandi er mjer langmest í mun, er jeg vil kveða upp dóm um Krist, að kynna mjer ekki aðeins orð hans og frásögumar um líf hans, held- ur og hvemig lærisv., er vora stöð- ugt samvistum með honum, litu á hann. Og þar næst hvað samtíð hans sagði um hann. Nýja-Testa- mentið gefur upplýsingar um þetta. Mjög hefur gagnrýnin borið brigður á margt í þvl Sumir guðfræðiprófessorar (og stúdentar) sýnast hafa þá aðal- hugsjón í lífinu, að leitast við að tortryggja það, fyrst og fremst O v e ð u r. Dökk eru skýin og dimm undir brún, þau draga á himininn válega rún. Grætur við ströndina gjálpin og hlær. Á grjótvirkjum hauðurs hinn bálreiði sær grenjar ög heiftúðgur hamast. Vindurinn þýtur um fimindi’ og fjöll og feykir upp drifhvítri öræfamjöll, en hamast í bygðum að hurðum, og skjá hla,ðvarparuslinu kastar hann á. Það gnestur í húsviði hverjum. Við sævarins bárur er gletni hans grá, hann grípur í hár þeirra og slítur það frá og fleygir því hlæjandi á formannsins kinn. En fokvondar bárurnar teygja sig inn á þilfar og svella á súðum. — Gott er að sofa, er gödduðum á gluggunum stormurinn veinar, og þá æskunni glitrandi óskanna strönd, ellinni fegurstu minningalönd draumgyðjan sefjar og sýnir. Ein liggur vakandi’ um niðdimma nótt og nýtur ei hvíldar, þótt sofirðu rótt, um sál hennar næðir hver svipur, hvert hregg, er svarrar og leikur um þekju og vegg, móðir, er son á á sævi. Hún starir í myrkrið og hlustar svo hreld, hver hugsun er kvíða og ímyndun seld. Sefinn í rökkrinu hemast til hálfs og hræðist, er lítur hann skugga sín sjálfs, en getur ei frá honum flúið. Soninn hún lítur á sökkvandi gnoð. Siglan er brotinu og rifin hver voð. Stormgnýrinn breytist í helstunu hans. — Hann hrópar í briminu og starir til lands, hann sígur, — hann sogast 1 djúpið. Hún hljóðar, — og sýnin þá hverfur um stund, en hrollur er eftir og geigur í lund. í hljóði hún biður um himinsins vernd og hvílist í bili við friðsæla kend, en hlerar svo aftur og óttast. — Berst upp frá ströndinni brotsjóagnýr, beljandi stormurinn hurðina knýr. Svo válegt á glugganum veinið er hans sem væri það helstuna deyjandi manns, er niður í sædjúpið sykki. Bjarni M. Jónsson til að geta komist hjá að játa guðdóm Krists. En það getur hver sem vill sannfært sig um, sem lítur í Die Schriften des Neuen Testaments I., að ekki einu sinni Jóhannes Weisz lætur sjer koma annað til hugar en að höfundar guðsjallanna hafi sjálfir trúað á guðdóm Jesú, og beinlínis ritað guðspjöllin aðal- lega í þeim tilgangi, að færa sönnur á hann. í öðru lagi veit jeg ekki til að neinn, sem hafnar því að nokkur guðspjallamaður- inn hafi verið postuli, neiti hinu, að allir guðsj allamennirnir færi algerlega fram skoðanir postul- anna — hafi ^sem sagt alt frá þeim. Það er því óhrekjandi stað- reynd að postulamir voru sann- færðir um guðdóm Krists, að minsta kosti eftir upprisuna. Svo og Páll. Og hingað til hefur skyn- ] semi mín varað mig við, að ætla ! mig dómbærari um Krist en þá. | Það er líka annað, sem guð- j spjöllin bera með sjer, og enginn ' gagnrýnandi þeirra, sem verður i er þess að hans sje getið, hefur | dregið í vafa að sjeu söguleg i sannindi. Það er það að aðalmót- | staðan gegn Kristi, og líflátsdóm- j ur hans, stafaði af því að and- j stæðingamir vildu ekki viður- j kenna guðdóm nans. Jesús hjelt ! því fram, að hann væri Messías, j hinn fyrirheitni frelsari. Fræði- mennimir og hinir skriftlærðu neituðu því með öllu. Það er uppi- staðan í harmleiknum sem guð- spjöllin geyma, ívafið era frásög- umar um atferli beggja höfuð- aðilanna. Og þegar Jesús loks var leiddur fyrir ráðið, þá leiddu æðstuprestamir fyrst fram marga Ijúgvotta gegn honum, .til að geta dæmt hann að lögum. En þegar ljúgvottamir reyndust margsaga og komið var í óvænt efni, stóð æðsti presturinn upp, tók eið af’ Jesús og spurði: Ertu hinn smurði, sonur hins blessaða. Og Jesús sagði: Jeg er það . . . En æðsti presturinn reif klæði sín og segir: Hvað þurfum vjer nú framar votta við? Þjer hafið heyrt guðlastið; hvað lítst yður? Og þeir dæmdu hann allir dauða- sekan (Mrk 14, 61). Og fyrir það að játa guðdóm sinn var Jesús krossfestur — al- saklaus, vegna þess að hann var guðdómlegur. Ekki eingöngu maður heldur og Guð. Frh. ----o---- Rtttir orð i sueisíl. Með lögum nr. 13., 20. júní 1923, var sveitfestisdvöl stytt úr 10 árum ofan í 4 ár. Þó rjettlæti þessarar miklu breytingar geti orkað tvímælis, skal ekki farið út í að ræða það atriði hjer; breyt- ing var nauðsynleg vegna breyttra þjóðlífshátta. En hitt er áríðandi að athuga, að af þessari lagabreytingu leiðir óhjákvæmi- lega, að fleiru þarf að breyta í fátækralögunum. Ákvæðin um það, hversu maður vinnur sjer ekki sveit verður að skerpa; annars horfir til óefnis. I Það er alkunna að sveitarfje- j lög hafa löngum ýtst á um þurfa- ; menn. Siðferði sveitarstjóma hef- ir oft þótt ærið blendið í þeim efnum fen auðvelt að komast fram hjá bókstaf laganna og úrskurð- arvaldið sjaldan röggsamt. Fram- færslusveitir hafa róið að því, að ískyggilega fátækir menn þeirra sveitfestust annarstaðar, en dval- arsveitimar hafa aftur á mót.i reynt að hrista þessa menn af sjer, en jafnan staðið ver að vígi. Þegar sveitfestistíminn er nú ekki orðinn nema 4 ár, fólks- flutningar aukast hraðfara og verðsveiflur, sem valda skjmdi- lega efnahagsbreytingum, gerast stórfeldari og tíðari en nokkru sinni fyr, þá harðnar að sjálf- sögðu glíman milli sveitarfjelag- anna og versnar siðferðið þar, ef ný lagaákvæði fyrirbyggja ekki. Þau sveitarfjelög, sem eru þannig sett, að öreigar og upp- flosnaður lýður sækir þangað I snapavon, eru í sjerstaklega mik- illi hættu stödd, eins og nú hátt- ar þjóðlífi og lögum. Tvent er það, að lögunum til, sem þar veldur mestu um og úr mætti bæta. Annað er, að sveit- ir geta ekki varist innflutningi fólks, þó ástæða sje til. Hitt er, að sveitir verða að gera sjer að góðu að innfluttir menn sveit- festist á þann hátt, að þeir sjeu framfrærðir með gjöfum úr framfræslusveitinni meðan sveit- festitíminn er að líða, ef ein- stakir menn teljast gefa, og segjast gefa af vinarþeli til þess, er þiggur. Það er sem sje tiltækilegt fyrir sveitarstjórn að losa sveitarsjóð sinn við þurfandi menn með því að koma þeim í aðra sveit og gefa þeim framfærslu meðan þeir era að sveitfestast þar. Fátæk- lingar era oft fúsir til þess „að breyta til“ og flytja sig, ekki síst ef „góðir menn“ ráðleggja og aðstoða, og flestir munu heldur kjósa gjafir en sveitarstyrk. Hjer getur því verið hægt um vik, og einkum auðvelt að því er snertir l | þá menn, sem eiga heima utan i framfærslusveitarinnar og fátækt j ber ekki mjög bráðan að, því þeim þarf aðeins að halda við þangað til fullnuð er sveitfestis- dvölin. Og með „gjafimar“ þarf ' ekki dult að fara. Sjálfur oddviti framfærslusveitarinnar má -— laganna vegna — hafa gjafa- framkvæmdimar á hendi. Það er staðreynd. Þessu til sönnunar skal hjer nefnt eitt nýlegt og mjög ljóst dæmi. 1 september 1925 lauk hjer í Þingeyjarsýslu sveitfestismáli, er staðið hafði yfir í nálega þrjú ár. Var það á milli Tjömeshrepps annarsvegar, en Ljósavatns- hrepps hins foma hinsvegar, en honum var fyrir nokkram áram skift í Bárðdælahrepp og Ljósa- vatnshrepp.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.